Eldheimur
Bók II

1934

Fólk hefur venjulega enga hugmynd um hvernig á að nota þekkingu sem gefin er. Þegar það heyrir um einhverja kenningu sem virðist kunnugleg segir það með hroka, "Aftur þetta sama sem allir vita !" Það ber ekki við að reyna að staðreyna að hve miklu leyti það skilur þessa kunnuglegu kenningu. Það staldrar ekki við né íhugar hvort þessi þekking sé sett fram sem bókmenntir, fremur en til uppbyggingar verðugs lífs.

Þekking lífsins er ekki samansafn af óheyrðum fjarstæðum ímyndunum. Uppruni mannkynið er mjög forn og í aldanna rás hefur margvísleg þekking verið gefin mannkyninu, en hver tími hefur sinn lykil. Ef einhver lærir að þekkja núverandi lyki , má hann fagna og vera þakklátur fyrir þá vísbendingu honum var gefin. Það sýnist einfalt, en er í raun mjög erfitt. Fólk elskar að hlusta á fréttir fagnar nýjum leiktækjum, en fáir eru reiðubúnir að til að víkka vitund sína.

Það getur ekki verið að ein höfuðskepnanna hafi orðið útundan í þekkingunni. Eldurinn hefur verið nefndur þúsund sinnum , en núna er áherslan á eldinn ekki endurtekning heldur aðvörun um atburði sem varða örlög jarðarinnar. Flestir geta ekki sagt í hjarta sínu að þeir séu búnir undir hina eldlegu skírn, þó hafa hinar elstu sagnir varað við hinu óumflýjanlega tímabili eldsins.

Tenging í enska útgáfu. Þessi bók hefur ekki verið þýdd á íslensku.