Óendanleiki
Bók I

1930

Við gefum ykkur bókina Óendaleikinn. Er það til einhvers að tala um óendaleikann ef ekki er hægt að höndla hann? En hann er til og eins og allt sem er mikilfenglegt, jafnvel þó það sé ósýnilegt, knýr okkur til að hugsa um leiðir að því. Við skulum því, jafnvel nú íhuga leiðir að óendaleikanum; því hann er og það er hræðilegt ef það skilst ekki. Jafnvel í jarðneska lífinu er hægt að reyna andann til að nálgast það ósnertanlega.

Margt er það sem við vitum ekki, en við reynum engu að síður að yfirvinna vanþekkingu okkar. Jafnvel þó við skiljum ekki merkingu óendaleikans, skynjum við hann sem eitthvað óumflýjanlegt og eigi því skilið sérstaka athygli . Á hvern annan hátt getum við mælt hugsanir og verk okkar? Sannarlega í samanburði við óendaleikann skiljum við stærð sigra okkar og sorga.

Þannig ætti hugarsviðið að vera í mörgum löndum einmitt núna, þar sem áminningin um óendaleikann er sérstaklega mikilvæg þegar deilur um falsanr eiga sér stað.

Þessvegna munum við boða að ganga þangað inn, þar sem útgeislun óendaleikans er ekki aðeins fyrir andann, heldur jafnvel fyrir steinanna, í blöndu hinnar fíngerðustu sköpunar með með hinu þyngsta efni. En í sviptingum eilífðarinnar er andinn og steininn óaðskiljanlegir því þeir dragast að sama aflinu. Skilningur á aflinu eykur aðdráttinn að því þegar einbeitingin er á aukningu kraftanna. Þessir sömu hvirlar sigra rúmið og þú munt ekki vita af hvaða sviðum hin ósýnilega eind —kjarni Tamasar og Terosar—kemur til þín.

Íhugaðu að hvaða marki þú getur skilið mál mitt og tjáðu það á tungu þinni. Reyndu á sama hátt að endurgjalda tilfinningar og tjá þær með tungu hjarta þíns. Þetta tungumál skilnings og samúðar mun opna fyrstu hlið óendaleikans.

Tenging í enska útgáfu. Þessi bók hefur ekki verið þýdd á íslensku.