Eldheimur
Bók I

1933

Ur er rót eldljóssins. Frá örófi alda hefur þessi geislandi meginþáttur snert hjörtu margra þjóða. Þannig að úr sáttmálum fortíðar skulum við flytja okkur inn í framtíðina.

divider

1. Eldsþátturinn, allsráðandi, mest skapandi, lífvænlegasti, er minnst rannsakaður og metinn. Mannvitundin sinnir fyrst og fremst mýgrút tómra og ómerkilegra sjónarhorna, en það yndislegasta af öllu sleppur við athygli. Fólk rífst um smáaura í basarnum, en það hefur enga löngun til að rétta fram hendurnar að fjársjóðnum. Margt sem hefur verið sagt um hjartað verður einnig að eiga við um eldheiminn, en þó af sérstakri nákvæmni. Hvati eldsins er jafn sterkur og uppbygging kristals. Það er ekki tilviljun að kúlur og kristalhvel hafa verið notaðar af skyggnu fólki. Lifandi glóð er nauðsynleg til að hreinsa vitundina; regnbogaloginn staðfestir leit andans. Margskonar birtingar eldsins eru það mest áberandi í tilverunni. Frá venjulegu ljósi sem augað nemur, að flóknum eldslogum hjartans, erum við leiddir inn í ríki eldheimsins.

2. Þegar fylgst er með táknum eldsins má sjá skiptingu fólk. Sumir leitast við að eilífu og geta ekki verið til án þessarar uppbyggjandi hreyfingar - verið viss um að það tilheyrir frumefni eldsins. Jafnvel þó þeim mistakist, geta þeir ekki verið óvirkir. Fylgstu með þeim og þú munt ávallt uppgötva logandi kraftinn. En leitaðu ekki sköpunar eldsins í tregðu jarðar, ólgandi vatnsiðunum, eða gusti vindhviða. Við viljum ekki upphefja eldfólkið með óeðlilegum hætti, en í sannleika verður að segja að það hreyfir heiminn. Maður ætti ekki að gleyma því að þetta fólk á ekki auðvelt með að vera innan um allar aðrar samsetningar. Það sem sagt er um eldengilinn með sviðna vængina er rétt. Þegar hann hleypur til að bjarga heiminum rekast glóandi vængir hans í kletta jarðar og sviðnar og engillinn veikist þar með. Þannig birtist hinn áberandi munur á hinum jarðneska heimi og hinum eldheita.

Jarðneska augað, þó að það sé mjög næmt, tileinkar sér venjulega ekki fínlegar birtingarmyndir og fíngerði heimurinn greinir ekki eldslega íbúana með logandi hjartað sem getur leitt. Þannig skilst virðing fyrir eldinum. Mannleg viðleitni er nauðsynleg til að ná eðlilegum skyldleika við eldheiminn. Frá unga aldri bera þeir í sér, sem slíkir, endurspeglun hærri eldsins. Það er eins og þessir neistar neyði þá til að hverfa frá snertingu við aðra þætti; og þeir þættir eru ekki hrifnir af þessum eldsþáttum. Samt sem áður er ekki hægt að ganga jarðnesku leiðina án snertingar við eldinn, þess vegna er betra að þekkja grunneðli þess.

3. Rétt er að benda á að spenna eldsins kemur fram í allri starfsemi líkamans. Menn mega ekki gleyma því að þó að eldur geimsins gæti læknað sár, getur hann á hinn bóginn líka skaðað vefina. Við skulum því vera varkár.

4. Það virðist sem að eldskírn hafi þegar komið skýrt fram. Eldtungur hafa birst ofan höfuð fólks, en það kærir sig ekki um að viðurkenn þann veruleika. Fólk þykist virða Ritningarnar en fer ekki eftir henni í lífinu. Ekki gátu allir sætt sig við og fylgst í rólegheitum með kalda loganum eins og þú sást, en samt var hann alveg raunverulegur, með alla eiginleika elds nema hitann. En maður verður að hafa opið hjarta til að horfast í augu við logann. Fólk hefur móttekið hina grófu birtingu hans í formi rafmagns, en án þess að beita eldlegum eiginleikum mannsins, getur það ekki þróast til fínni birtingarmynda. Ný dögun fyrir mannkynið mun koma þegar skilningur á eldi kemur inn í lífið.

5. Þegar við tölum um eldinn, sem ekki brennur, megum við heldur ekki gleyma eyðandi eldinum. Þegar nunna stynur:„Ég brenn, ég brenn!“ veit enginn læknir hvernig á að draga úr þeirri tilfinningu. Læknirinn getur beitt köldu vatni og gleymir því að ekki er hægt að blanda olíu og vatni. Eld er aðeins hægt að leysa með eldi - með öðrum orðum með orku hjartans, sem flæðir með svokallaðri segulmögnun. Við hitameðferð með straumi; slíkir hitar geta blossað upp í ýmsum orkustöðvum. En í raun liggur aðalhættan nærri hjarta, sólarplexus og barkakýli. Þessar samhæfingarstöðvar, geta verið opnar fyrir óvæntum árásunum. Sá sem hefur jafnvel einu sinni upplifað innri eldinn skilur hættuna á orkustöðvarnar. Hann veit hvaða kvöl er að upplifa þegar eldurinn brýst í gegn. Í flestum tilfellum ber maður ekki ábyrgð á þessu, nema kannski vegna pirrings. Oft springur eldurinn út vegna utanaðkomandi áhrifa og, ef um er að ræða fágað ástand lífverunnar, af kosmískum orsökum. Þreyta hjartans opnar í raun hliðin fyrir óvininum. Þannig er hægt að breyta skapandi eldi í eyðandi loga. Þetta ber að muna, því að eldsútbrotin þróast frá smáum byrjunum. Einnig ber að muna að notkun eldsorku krefst nákvæmni. Mikil er illskan sem fellst í að eyða eldorku annarra. Arhat getur aldrei verið vampíra - þetta er grundvallarlögmál lífsins. Því er mikil viska í lögmáli eilífrar gjafar. Það kann að virðast að það sé ekkert sameiginlegt milli fórnar og elds; þó er logandi fórnar getið í öllum sáttmálum.

6. Maður verður að sýna sérstaka varúð. Þú getur séð hvernig jafnvel siðferði þjóðar breytist. Þannig bregst fáfræði við þrýstingi umhverfisins. Menn verða að fylgjast með hvernig fáfræði staðfestir greinilega undirstöður myrkursins. Maður getur ímyndað sér hversu auðveldlega óþróaður heili hnignar þegar hjartað þegir. Siðferði þjóðanna hangir eins og visnað eplatré. Því er hættan á logandi farsóttum nú mikil.

Kaldear flokkuðu alla sjúkdóma eftir frumefnum; og þeir voru ekki fjarri sannleikanum, því frumefni og himinhnettirnir skilyrða aðallega lífveruna - hið kosmíska sem og hið mannlega.

7. Hugsið! Hvert okkar ber með sér hinn eina eld, sem óbreytanlega gegnsýrir allt sólkerfið. Enginn hugur ímyndar sér að fjársjóður alheimsins búi í honum. Frumþættirnir eru ekki eins í öllu alheiminum; breytingar á eiginleikum þeirra leyfir okkur ekki að einkenna þá. En eldur hjartans einn sameinar með segulmagni sínu allar heimsmyndir. Maður verður að hugsa um þessa yfirburði. Nauðsynlegt er að nýta þennan fjársjóð í allri uppbyggingu lífsins. Það er aðeins eitt ljós eldsins í öllum heiminum. Við getum skilið að eldur birtist í því fjarlægasta. Það er ekkert yfirnáttúrulegt eða dularfullt við það. Jafnvel lægsti lærisveinn hefur heyrt um hinn allsráðandi eld, en honum hefur ekki tekist að átta sig á beitingu hans.

8. Birtingarmynd hinna ýmsu elda stangast ekki á við einingareðli eldsins. Spennutakturinn einn og sér breytir lit hinna sýnilegu loga úr silfurlitum í rauðgulan og yfir í þaninn rúbínrauðan. Rúbínrauð spenna er sjaldgæft, því ekki þolir hvert hjarta það.

9. Til þess að samþykkja og viðurkenna eldinn sem leiðina að Helgiveldinu, sem leið kærleika og samkenndar, er nauðsynlegt að vera óafturkallanlega staðfastur af öllu hjarta sínu. Aðeins þannig verða litlar stjörnur að logandi risum.

10. Blessum einnig þrengingartíma. Einmitt á slíkum stundum lærum við að greina það markverða frá því venjulega. Í þægindunum sofnar árvekni okkar, en eiginleikar hennar er þó sérstaklega þörf þegar við nálgumst eldsviðin. Þess vegna er pressa og spenna svo dýrmæt. Þær auka ekki aðeins árvekni og hvatvísi, sem vekja nýja elda úr innsta dýpi okkar. Láttu eld Töru vera sérstaklega nærri. Leyfum okkur því að elska hið óvænta sem uppsprettu nýrrar gleði. Sannlega er besti eldurinn kveiktur með gleði. Þess vegna eru erfiðir tímar aðeins hryllingur fyrir fáfróða; fyrir þá sem vita, eru þeir einfaldlega uppspretta atburða. Eldarnir færa jafnvel nær fjarlægar athafnir. Fyrir sumum virðist það sem sagt er vera kaldranalegt óhlutdrægni, en það viðhorf táknar aðeins kalt hjarta og luktan eld. Þú þekkir nú þegar yl hjartans og metur óvæntan boðberann. Þess vegna er svo mikilvægt að fylgja drottnunum; maður verður að skilja við dimmar ákvarðanir. Aðeins eldur drottnanna mun kveikja áræði. Þess vegna verður að virða hvert orð um drottnanna. Þó að það sé mælt ómeðvitað, er engu að síður í því fólgið áræðni prana. Látum orð um drottnanna hljóma í öllum heimshornum. Þetta eru kerti tendruð fyrir helgu altari. Þeir eru lampar lifandi elds - vernd gegn öllum sjúkdómum. Staðfesta er eins og lykill að lási.

11. Við ákafar eldbirtingar, er hægt að fylgst með einum eiginleika eldsins. Hlutirnir í kring virðast verða hálfgegnsæir. Þú getur borið vitni um þetta. Eldur umbreytir að því er virðist öllu og afhjúpar lýsandi efni sem liggur í öllu sem til er. Sama má segja um segulmátt eldheits hjarta; á sinn hátt afhjúpar það eldeðli alls sem nálgast það. Þannig með eldslegu hjarta er hægt að sjá eldslega eiginleika. Það er aðeins hægt að uppgötva slíkt hjarta og með mikilli varúð að nýta í slíkri tilraun. Í slíkum tilraunum verður að muna að afhjúpun ljósefna getur verið mjög hættuleg við grófar kringumstæður. Hættan í fullkominni hugljómun, Samadhi, er einnig háð hæstu eiginleikum eldsins. Engu að síður, standið ekki gegn eldheitum birtingarmyndum ef þær íþyngja ekki hjartanu. Á tímum Harmagedón flækjast birtingarmyndirnar að sjálfsögðu vegna þess að taktur eldsins í geimnum og neðanjarðareldsins er brostinn. Venjulega er ekki tekið tillit til slíkra truflana í hrynjanda og þess vegna auka þeir kosmísku truflunina enn frekar.

12. Logandi öldurnar sem nálgast eru mjög ógnvekjandi ef maður veit ekkert um þær og tileinkar sér þær ekki með eldum eigins hjarta.

13. Þú hefur heyrt um börn sem geta séð í gegnum þétta hluti. Leitaðu ástæðunnar í karmísku eldlegu eðli. Reyndar, er þetta alveg sérstakt efnislegt fyrirbæri, venjulega ekki til þess fallið að ná hærri eldum. Hatha jóga eflir aðskildar orkustöðvar og það er aðeins hægt að sjá eftir því að þessi viðleitni leiðir ekki til Raja jóga og Agni jóga. Þannig eru líkamlegar og eldlegar æfingar skaðlegar og trufla jafnvægið umhverfis. Eldur er æðsti þátturinn og nálgunin að honum verður að vera með hærri vitund. Maður getur skilið og lært að elska eld aðeins með þessari hærri vitund.

14. Blóð, blóð, - er hrópar fólk vestan hafs og austan. Fordæmalausir tímar! Hinum uppbyggjandi eldi er umbreytt með fáfræði í eyðandi eld!

15. „Umkringdu þig eldi og þú verður ónæmur,“ eru forn sannindi. En menn eru orðnir kaldhjartaðri og hafa gleymt því sem vitringurinn gaf til kynna um eldinn. Eldurinn varð efnislegri og eldar töfrahringja komu fram. Þannig gerir fólk alltaf lítið úr grunneðli sínu. Reyndar er hver lifandi eldur græðandi og enginn meðul er hægt að bera saman við eld hjartans. Leyfðu þeim að muna að minnsta kosti eiginleika jarðnesks elds, en að sönnu er tími kominn til að snúa aftur til upprunans; að öðrum kosti er ekki hægt að fara til baka yfir þau mörk sem mannkynið stendur nú þegar við. Jarðnesku öflin hafa verið tæmd og þvinguð af mannkyninu og hæstu öflin eru á verði. Aðeins eldheit, upplýst vitund getur endurbyggt brotna uppstigið.

16. Er mögulegt að sá sem tilheyrir eldfrumefninu geti breyst í tilveru annarra orku? Ómögulega. En sá sem tilheyrir öðrum þáttum frumefna getur breytts í eldveru, vegna þess að eldur er alls staðar. Auðvitað eru þessi stökk ekki auðveld. Mikillar áreynslu andans þarf til að umbreyta hjartanu til sameiningar við hærri orkuna. En eldhliðin eru ekki lokuð - „Knúðu á, og það mun upplokið fyrir þér.“ Þannig kallar öll fræðsla til eldskírnar.

17. Efni eldsónæmis var lýst af Zoroaster. Hann benti á að frá hverri svitaholu gæti fólk kallað fram eldgeisla til að slá allt illt. Maður klæddur hlífðarbrynju getur ekki fallið fyrir neinum smiti. Maður getur aukið þetta viðnám með einingu við Helgiveldið. Þannig verður hjartað eins og sól sem dregur allar örverum til ösku.

18. Sannarlega eru bakteríukrabbamein til. Þær er hægt að greina og eyða fyrst og fremst með eldi hjartans. Ef fjarvera sálarorku stuðlar að vexti þeirra, þá eyðir eldur hjartans, sem er hæsta tjáning vitundar, þeim. Reyndar er allt hægt að yfirtaka með hærri orku, og einnig dregið úr að vissu marki, með líkamlegum eldi. Rætur margra plantna hafa í sér öfluga elda úr jurtaríkinu og geta verið gagnlegar þar sem eldar hjartans eru enn óvirkir.

19. Þú veist nú þegar um mikilvægi þrítuga ársins fyrir eldlegar birtingarmyndir, en þú ættir sérstaklega að vernda lífveruna fram á sjöunda árið. Hjá börnum, jafnvel mjög þróuðum, ætti maður aldrei að þvinga eðlið - eldur þolir ekki bælingu. Maður ætti að vita hvernig á að opna dyrnar, en hver þvingun getur valdið óbætanlegum skaða. Á hinn bóginn ættu menn ekki að auðvelda baráttu barnsins, því óhófleg hjálp skapar flækjur. Þess vegna er meðalhófið ráðlagt. Þannig krefst eldur varkárrar meðhöndlunar í öllum birtingarmyndum sínum. Skyggni og dulheyrn eru í raun eldsýn og eldheyrn. Elds er þörf sem milliliðar fyrir allar upphafnar athafnir. Sex hundruð sinnum töluðum Við um hjartað; svo erum Við tilbúin að tala sexhundruð sextíu og sex sinnum um þýðingu eldsins, þó ekki væri nema til að staðfesta skilgreininguna á eldi sem sigurbrautina. Fólk getur ekki verið án þess að snúa sér að eldinum; í hinum jarðneska heimi eða í fíngerða heiminum snýr það sér að hærri miðlun. En Við tölum ekki um elddýrkun, því að það verða fáfróðir og ofstækismenn sem munu reyna að vekja þá fáránlegu ásökun. Ég tala um hæsta afrekið, sem mun færa fíngerða líkama okkar inn í eldheiminn.

20. Sérhver stýrimaður mun segja þér að snúa stýrinu ekki of hratt. En menn ættu að tala með enn eindrægari hætti um vitund manna; sá kristall myndast hægt, en samt er hvert augnablik uppsöfnunar gleðiefni. Hver og einn hefur hjartslátt, en við verðum sjaldan vör við eldsmótunina. Þess vegna tölum Við ekki um eldinn hvarvetna, nema þar sem eldur hefur þegar safnast upp.

21. Mannsaugað sér ekki öflugustu raftíðnina. Sama á um stigbrigði eldsins. Í raun, hindrar þessar aðstæður ávallt fræðslu um eldinn. Smærri birtingarmyndir eldsorku verða skynjaðar og því viðurkenndar, en hærri og fágaðri birtingarmyndir verða ómerkjanlegar nútíma tækjum og fyrir vitundina sem hefur ekki nálgast eldþáttinn karmískt. En samtímamenn viðurkenna ekki fúslega ófullkomleika búnaðarins og sérstaklega ekki reynsluleysi sitt. Skortur á slíkri viðurkenningu verður mikil hindrun og í stað þess að halda áfram verður dýrmætum tíma varið í að innræta skilning á eðli eldsins. Samt sem áður, meðan á þessum ítrekunum stendur um hugmyndina um eldinn, á sér stað gagnleg uppsöfnun sem verður óafmáanlega prentuð í heilann. Hvað sem gert er, látum að minnsta kosti þá sem ekki geta samlagast í gegnum hjartað, skynja í gegnum heilann. Okkar skylda er að bjóða stystu leiðir, en þolinmæði verður fundin eftir lengstu leiðunum. Helsta krafan er staðfesta, þegar þú í hjarta þínu veist sjálfur að það er engin önnur leið; þess vegna er fíngerða heiminum aðeins náð með eldi. Þannig er þekking á eðli okkar ekki aðeins í að vita, heldur einnig að skynja.

22. Skynjunarleysi á hæstu straumum eldsins, er að vissu leyti hliðstætt við prest sem venst daglegum samskiptum við strauma helgidómsins. Það er vitað að dýrlingar, eða upphafnir andar, umkringdir eldstraumum, skynjuðu ekki þessa hæstu birtingarmynd. Þeir sem búa í fíngerða heiminum taka reyndar ekki eftir sérkennum hans, rétt eins og þeir sem eiga samleið með eldi líta ekki á það sem eitthvað óvenjulegt. Snillingur telur ekki óeðlilegt að hann spili fallega, það er nú þegar venja hjá honum. Þannig fellur eldheimurinn einnig niður í jarðneskar aðstæður og þeir sem eru í sambandi við hann missa tilfinninguna fyrir ókunnugleika þess.

23. Þegar við nálgumst birtingarmyndir elds verðum við að hafa í huga ýmsar stigbreytingar. Svonefndar eldgöngur eru mjög mismunandi. Lægsti fakír nuddar líkama sinn með ösku blandaðri steinefnum og fær þannig ákveðið eldþol. Auðvitað geta þessi ytri, eingöngu líkamlegu áhrif ekki vakið áhuga. Jógar fara í gegnum eldinn með því að framkalla orku hjartans sem mótvirkni. Í þessu ferli brýst innri eldurinn í gegnum svitaholur húðarinnar og er sterkari en jarðneski eldurinn og myndar sterka hlífðarvörn. Slíkir jógar geta einnig leitt aðra í gegnum eld án þess að skaða þá sem vilja fylgja þeim. Til að framkvæma þetta yfirfærir jógi orku sína til þeirra sem fylgja honum, svo framarlega að þeir geti alveg flutt vitund sína inn í hjarta jógans. Þetta ástand fullkominnar tilfærslu vitundar til hjarta leiðbeinandans er einkennandi fyrir eldathafnir almennt.

24. Þeir munu segja að eldur sem frumefni sé of vandasamur til athugunar. Þú getur svarað, að eldur geri sig enn greinilegri en aðrir frumþættir. Er jörð eða vatn meira áberandi við athuganir á líkama mannsins? Eldur er greinanlegri í hitastigi, púlsi og sérstaklega í þeim skjálfta sem fylgir öllum eldlegum birtingarmyndum. Þetta er ekki óttaskjálfti, heldur sameining við púls frumefnisins. Vekur samband við jörð eða vatn slíkan skjálfta? En eldur, jafnvel í litlum mæli, framleiðir sérstaka tilfinningu. Leyfum þeim því ekki að tala um ómöguleikann að ná eldi geimsins.

25. Það er sérstaklega dýrmætt að þekkja í hjarta sínu samfélag við eldseðlið. Á miðöldum hefðu þeir að sjálfsögðu bætt því við bálköstinn. En jafnvel á þeim tímum fundust kjarkmiklir menn sem óttuðust ekki að tala um það sem þeir skynjuðu og fundu í sjálfum sér.

26. Eldlegi höggormurinn, sem rís yfir kaleiknum í mynd höggorms Móses, eins og arabíska talan átta, gefur til kynna spennu kaleiksins, því kaleikurinn er fullur af eldi. Uppsöfnun og útfellingar í kaleiknum eru eldheita efnið. Þannig erum við fyrst og fremst eldlegar verur. Aðeins með slíkri sannfæringu byrjum við að rækta svokallaða eldvængi.

Er þessi sláttur ekki elddropar sem leita inngöngu? Eru þetta ekki eldbylgjur, sem auka taktinn? Leyfðu hverri áminningu um eldinn vera fyllt staðfestu.

27. Athuganir á fólki sem elskar uppbyggingu logans gefur stöðugt nýjar niðurstöður. Þegar við nálgumst eld, byrjum við að greina takt orkunnar, sem myndar allar samsetningarnar. Maður ætti að elska þennan frumþátt með fullum skilningi, með öðrum orðum, með hugsunum í samræmi við rýmið. Ef við erum reiðubúin að vera áfram jarðneskir dvergar, þá skulum við muna að bestu dvergarnir þjóna eldinum. Þannig ætti maður að skilja að jafnvel lægstu vitundir eru dregnar upp á við. Jafnvel ævintýri tala um dverga sem geta ekki verið án tilbeiðslu við eldverur. Þannig reyndu fornmenn að innræta eldlegar hugmyndir í vitund barnanna. Nú á dögum gefa vísindin, með kaloríakenningunni og stjörnuefnafræði, svipuð ævintýri um eldinn mikla. En óvenjulegur eiginleiki birtingarmynda eldsins gefur venjulegum manni ekki enn að kynnast hugtökum eldsins í daglegu lífi sínu, þannig að eldur er enn innan ramma óæskilegs afstæðis. Maður verður að sigrast á þessari takmörkun; Ég tala sem læknir.

Ég fullyrði, þegar við þjónum eldinum, getum við farið yfir allt myrkur hyldýpis! Þegar jafnvel flugför þurfa sérstakt eldsneyti, hversu miklu fínni er orkan sem þarf til að lyfta andanum!

28. Öll afrek og hetjudáðir eru í eðli sínu eldlegar athafnir. Hærri orkan flytur fólk yfir fyrirstöðuna. Spyrja má: „Á ekki eldorkan þátt í aukningu glæpa?“ Vissulega getur þessi sama orka lyft blóðugum hnífi; þess vegna ráðleggjum við að breyta ekki gagnlegum eldi í loga eyðileggingar. Auki persónulegs skaða mengar eldur eyðileggingar umhverfið. Enn fremur vaknar logi ills af hnignandi hvirflum neðri sviða. Það hefur lengi verið sagt að syndararnir sjálfir mati elda helvítis. Fólk er sjálft ábyrgt fyrir umfangi hins illa. Eins og staðan er nú, er mikil illska fyrir hendi sem fólk skilur ekki og það neitar að viðurkenna hvaðan þessir ógnvænlegu brunar koma. Í ýmsum löndum sástu mismunandi hugtök helvítis. Ef slík hugtök eru útfærð á jörðinni, þá eru þau líka til í fíngerða heiminum. Hversu vandlega verður maður að forðast allan ljótleika á jörðinni! Gagnlegi eldurinn skapar fegurstu umbreytingarnar. Stritum því og njótum blessunar. Gagnlegu eldarnir eru bornir hátt af hringiðum fjarlægu heimanna.

Einu sinni voru til eldraunir. Sá sem reyndur var nálgaðist eldinn og eldurinn, í snertingu við sannleikann, reis upp en lygi beindi loganum til hliðar. Í öllum sínum ófullkomleika, beinir þessi eldraun huganum að mögulegum viðbrögðum elds.

29. Þú hefur séð tæki Okkar til að mæla þjöppun elds. Blossandi eldurinn sýnir hræðilegan þrýsting. Eldeðlið er undir margföldum loftþrýstingi; til þess að hann geti sprungið út í loga, þarf hann að yfirstíga massa þjöppunarinnar. Ef loginn hefur myndast og sprungið fram gefur það til kynna að þrýstingur og kraftur logans sé óvenjulegur.

30. Þegar maður finnur sig utan marka þrívíddarinnar, verður jafnvel kaldrifjaðasti maðurinn skelfingu lostinn ef hjarta hans er óundirbúið fyrir næstu uppgötvun. Maður getur ekki hoppað frá einu ríki til annars án þess að vera með eldlega temprun. Þannig er ómögulegt að tileinka sér fegurð og hátíðleika fíngerða heimsins án tímabærrar fágunar hjartans. Maður getur staðið ónæmur frammi fyrir dásamlegustu listaverkunum, með myrkrið innra með sér! Og maður getur aðeins kveikt hin staðbundna eld með eldi hjartans. Það hefur margoft verið sagt að eldurinn mikli birtist í gegnum hjörtu okkar. Þess vegna getur sá sem eftir situr í myrkrinu, sér einum kennt. En það er ógnvekjandi að vera áfram í myrkri fjórðu víddarinnar og allar komandi víddirnar verði ógeðslegar martraðir þegar þær eru ekki upplýstar af hjartans eldi.

31. Auðvitað samsvarar rennsli munnvatns eða ýmsir verkir í taugamiðstöðvunum mismunandi stigi kosmískra raskana. En sú spurning vaknar hvort þessi merki séu brot af kosmískum atburðum eða samvinnu við orku heimsins. Maður verður að sætta sig við hið síðara. Fágaður smáheimurinn verður sannur samstarfsmaður stórheimsins. Sagt er að Abraham hafi gengið fram fyrir Drottinn. Við skulum skilja það sem fullt samstarf. Af þessari fullkomnun er einnig uppfylling lögmáls tilverunnar.

32. Það er erfitt fyrir fágað hjarta að vera í neðri sviðunum. Að vissu marki er staðsetning í fjöllum gagnlegri, en samt er aðskilnaðurinn mikill milli hjartans og eldlegs uppruna þess. En þessi menguðu jarðsvið hefðu ekki átt að vera til - mennirnir sköpuðu þau; þess vegna verða þeir að leitast við að hreinsa þau. Gervi óson hjálpar lítið. Prana er hreinsað af hæsta eldinum og aðeins þessi eiginleiki gerir það skapandi. Engu að síður, jafnvel á lálendi eða jafnvel á torgum borgana, áður en þú tekur ákvörðun, reyndu að anda að þér eins djúpt og mögulegt er. Í þessari innöndun nær ef til vill ögn af áhrifum prana til þín í gegnum allar hindranir. Við skulum því hvergi örvænta og látum okkur ávallt reyna til fullnustu. Það er hægt að fylgjast með því hvernig einlægt hjartans andvarp verður eins og langvinnt trompet kall. Við skulum ekki gleyma því að allar bestu birtingarmyndir lífverunnar eru ekki aðeins öflugar í efnahvörfum sínum heldur ná í gegnum mörg svið með sálarkrafti sínum. Við skulum ekki á neinn hátt afskrifa hin heilaga smáheim sem skapast af vilja hreins hjarta.

33. Láttu þá sem eru kvikir í hugsum bregðast við án tafar. Maður verður að venjast því að hver hugsun er samfélag við eldinn. Þess vegna er skammarlegt að hafa heimskar eða ómerkilegar hugsanir.

34. Verum eins og þeir sem bíða viðburðarins mikla; höldum okkur við markmiðin og vitum að hjörtu okkar veita heiminum hjálp. Leyfum ekki rugling og afneitun, því að þeir eiginleikar snúa eldstungunum að okkur.

35. Á hinni miklu leið er betra að vera rægður en að hindra ákvarðanir drottnana. Lærum að njóta þess að vera rægð, því við getum ekki nefnt neina eldleið án þess að hún sé lögð hindrunum.

36. Megi enginn hugfallast af kröfu Minni um baráttu. Þeir sem standa kyrrir eru þúsund sinnum berskjaldaðri fyrir hættum en þeir sem ganga áfram. En viðleitnin áfram verður að vera í hjarta og huga, en ekki aðeins í fótunum.

37. Svonefnd jurt sannleikans er raunverulega til. Blanda sjö plantna opnar ráðandi orkustöðvar og maður segir fúslega hugsanir sínar. Þetta er ekki hass heldur sannindi um fornu læknandi þætti. Það var fyrst og fremst notað til greiningar á sjúkdómum, því enginn veit betur en maðurinn sjálfur um orsakir þess sem kemur fram í líkama hans. En innri vitund getur ekki opinberað þessar leyndu orsakir án sérstakra áhrifa. Síðar notuðu stjórnendur og dómstólar þetta hins vegar til að ná fram sönnunum og þar með kom fram þvingunarþáttinn. En allt þvingandi og tilbúið er andstætt grundvallaratriðum tilverunnar.

38. Fólk kvartar oft yfir einangrun fíngerða heimsins, sem þegar er óaðgengilegur jörðinni. Samt sáu Ayur-Vedískar hefðir fyrir þessa jarðnesku firringu. Það er til plöntusafi sem, þegar honum er nuddað í húðina, leyfir nálgun að fíngerða heiminum og auðveldar sýnileika hans og áþreifanleika. En það krefst að vitundin sé algjörlega laus frá jörðinni. Enn fremur er slík þvingun óheimil við ummótun heimsins. Við skulum ekki gera lítið úr mikilvægi hjartans og eldsins á nokkurn hátt. Koma nokkrar rætur að notum í flugi andans?

39. Ef við söfnum öllum smáatriðum í lífi okkar, munum við finna óteljandi sannanir fyrir fíngerða heiminum. Við munum líka komast að því að í flestum tilfellum berst raddir fíngerða heimsins ekki til jarðar, rétt eins og raddir okkar ná ekki daufum eyrum. Sannarlega verður þessi samanburður nákvæmur þegar við gerum okkur grein fyrir því að áköll fíngerða heimsins ná ekki til jarðar. Ekkert getur jafnast á við örvæntingu fíngerða heimsins þegar viðvaranir hans ná ekki áfangastað. Á sinn hátt vill fíngerði heimurinn sannarlega hjálpa okkar heimi. En sannri samvinnu er aðeins hægt að ná með ræktun hjartans og með því að skilja eðli eldsins.

40. Í fornum lyfjaskrám og í ýmsum sjúkraskrám forfeðra yrðir þú hissa yfir fjölda tilvísana í blöndur til að koma líkamanum í yfirskilvitlegt ástand. Þú finnur að þetta er ekki einhver tegund galdra, heldur sérstök leið til að leita framtíðar manns. Þess vegna er ljóst að fjarlægir forfeður okkar voru mun opnari í hugsun um framtíðina en fræðimenn okkar samtíma. Fyrir okkur er framtíðin dregin niður í annaðhvort í elda heljar eða inn á svið rafeinda. Öflugur lífskapandi kraftur elds er óþekktur; skínandi, geislandi birtingarmyndir hverfa í vanskilningi og sjálft Helgiveldi ljóssins er litið á sem annaðhvort draugamynd eða villuljós. Það eru margir sem vilja komast undan framtíðinni og kjósa frekar að líta á sig sem duft. En jafnvel hin lærði skelfur við spurninguna hvernig þeir vilji fara í gegnum eldinn.

Engu að síður, hversu oft höfum við verið dregin út úr þrívíða ástandinu! Tökum við eftir tíma eða hitastigi þegar við erum á kafi í hugsun? Okkur er fullkomlega ókunnugt um þær fjölmörgu mínútur sem hlaupa saman í augnabliki eða verða að eilífð. Slík reynsla á sér stað daglega og hver og einn getur verið vitni um yndisleg fyrirbæri.

41. Hugtakið Shambhala er í raun óaðskiljanlega tengt við eldlegar birtingarmyndir. Án hreins elds er ómögulegt að nálgast hærri hugtökin. Um allan heim skiptist fólk í þá sem eru meðvitaðir um Shambhala sem hæsta mælikvarðann og þá sem afneita framtíðinni. Láttu orðin Shambhala þekkjast aðeins meðal fárra; hver hefur aðra tungu, en hjartað er eitt. Maður verður að veita staðfasta athygli hverjum og einum sem er tilbúinn að halda áfram í átt til ljóssins. Hjartað verður að umfaðma hverja birtingarmynd sem endurómar hið góða. En aðeins undir hinni logandi hvelfingu eru allir jafnir.

42. Á himininn voru skrifuð orð með reykjarmerkjum. Kannski veistu ekki að Kaldear rituðu á himininn þegar ákveðinn tímaskil nálguðust með byggingu stallaðra turna. Þannig var komið á samvinnu við himintunglin og efnageislar styrktu jarðnesku lausnirnar hratt. En á móti skráðu vísindamenn niðurstöður sínar í geiminn.

43. Að vissu marki er skilningsleysið vegna takmarka jarðneskra tungumála. Öll táknin og hærri afstæðu hugtökin þarf að tjá með hefðbundnu orðfæri. Þegar maðurinn skoðaði eitthvað sem var utan marka daglegs lífs fór hann að tala um það með óljósum og óvenjulegum hætti, að það þýddi eitthvað allt annað fyrir öðrum mann. Við þetta bættust frávikin í sjón, smekk og heyrn sem leiddu til fullkomins ruglings. Þegar maðurinn reyndi að tjá æðsta hugtak Helgiveldisins reyndi hann að binda saman bestu atkvæði og skapaði aðeins mikinn rugling. Takið eftir að allir sem tala um yfirskilvitlegt hugtak er mætt með ótrúlegustu útskýringunum. Fólk talar oft um það sama, en með svo ólíkum hætti að það er enginn möguleiki að samræma þessi hugtök við orð. Þreyttu þig ekki á rökum heldur sýndu aðeins vinsemd og hlýju. Láttu eldorkuna vinna, hún veit hvernig á að finna að minnsta kosti þrengsta innganginn. Mundu því undir öllum kringumstæðum að þú búir yfir allsráðandi orku.

44. Mundu einnig að eldorkan vex og vinnur án afláts ef hjartað logar. Þannig er auðveldara að skilja áðurnefndan deilanleika andans. Logi er deilanlegur án skaða og krefst hvorki tíma né rúms. Þannig að þegar þú sést samtímis í mismunandi löndum þarftu ekki að vera hissa, því þetta er aðeins einn af eiginleikum eldspennunnar. Auðvitað framleiðir þessi eldheita spenna þrýsting á sólarplexusinn. Maður verður að gera sér grein fyrir því hvernig sameining elds hjartans við eldsins geimsins spennir allar orkustöðvar.

45. Vinnið eins og myndhöggvarar. Hendur þeirra vita hvernig á að nálgast steininn til að afmynda ekki formið. En sá veit sem borðar hve mikinn mat hann þarf. Auðvitað er kýldur magi ekki rétti mælikvarðinn. Þvert á móti er krafan ekki ákvörðuð af jarðneskum mælingum. Eldur hjartans gefur vitundinni merki. Það er því ástæða til að gleðjast yfir því að sannar ráðstafanir finnist í eldlegri þekkingu.

Ég hef í huga brunn til varðveislu fjársjóða; því frá örófi alda var fjársjóður alltaf falinn í djúpinu. Við sjáum líka að afrek eru varðveitt í hjartadjúpinu og eru sannarlega umkringd eldi.

46. Snertingu myndhöggvarans er ekki hægt að lýsa með orðum. Sjálfur mun hann ekki geta sagt nákvæmlega hvers vegna högg hans voru misdjúp. Á sama hátt ættir þú að tengja beina þekkingu við raunveruleikann. Fræðslan gerir það mögulegt að líta á það sem veruleika sem í gær var enn óraunhæft.

47. Aðkoma fíngerða heimsins að hinum jarðneska er eitt af stóru brennandi verkefnunum. Margt ómerkjanlegt er gert í þessu skyni. En auk þess er nauðsynlegt að efla vitund fólks um þetta. Maður ætti að staðfesta veruleika þess og fjarlægja hann úr flokknum um ævintýri. Það er ekki nægjanlegt að einhvers staðar hafi þegar náðst árangur, því að minnsta framför krefst meðvitaðs samþykkis. Ef þetta er ljóst jafnvel við hversdagslegar uppgötvun, hversu miklu meira finnst það þegar það varðar manninn sjálfan! Það er erfitt fyrir manninn að ná jafnvel í því minnsta! Sjaldgæfar eru hetjurnar sem úthella blóði sínu í þágu samferðarmanns síns, samt fyllir þessi innri hvati lífveruna með nýjum kröftum. Maður ætti að skilja umbreytingu líkamans einnig sem hetjudáð. Það verður að vera hvatning til að átta sig á því að reynslan af slíkri nálgun hefur þegar skilað framúrskarandi og áþreifanlegum árangri. Fólk verður að venjast því að flýta verður fullkomnun tilveruskilyrða, en það má ekki gerast í krampaköstum. Þvert á móti ættu menn ekki að vera sáttir við úrelda siði; þeir ættu að læra að gleðjast yfir þeim nýju. Gleði yfir því nýja eru þegar vængir til framtíðar.

48. Að samræma athafnir sínar og samstarfsmanna er líka eldlegur eiginleiki. Þegar kveikt er á lampa ætlar enginn að kveikja í húsinu. Þvert á móti, finna allir öruggan stað fyrir lampann. Upptendrun er ekki brjálæði. Það er hræðilegt að hlusta oft á fáfróð samtöl um óreiðuástand elds. Það verður að skilja að þessi þáttur krefst hæsta samanburðar, djúpstæðrar umhyggju og varkárni. Hver Agni jógi er fyrst og fremst vitur í skiptingu þessa efnis. Hann verður sparsamur frekar en eyðslusamur. Sem trúfastur forráðamaður veit hann að hærra efnið er hreinsað með háleitri vinnu og þjáningu. Hann veit að hver orka eldsins er eins og sjaldgæf blessun. Eldur geimsins krefst birtingar; og hann skilur gildi þessarar niðurstöðu. Aðeins þá er hægt að fela honum eldhafið.

Þess vegna bið ég alla samstarfsmenn að vera vakandi í aganum. Þannig varðveita þeir fjársjóðinn sem vex í hjartanu. Það er best að dreifa því ekki í hyldýpi myrkursins, þar sem hver kyndill verður notaður í eyðileggjandi bruna. Stoð samræmis, jafnvel í eldi, verður að vernda.

49. Enginn ætti að nálgast eld með ótta. Enginn ætti að nálgast hann með hatri, því eldur er kærleikur!

50. Hverri viðleitni er hægt að fullnægja á þrjá vegu - með ytri áreynslu vöðva, út á við í gegnum taugamiðju eða í gegnum eldorku hjartans. Ef fyrsta viðleitnin er sú dýrslega, þá er önnur mannleg og sú þriðja af fíngerða heiminum. Þriðju viðleitnina mætti nýta mun oftar ef fólk gæti meðvitað beitt hugtakinu um hjartað og eldinn. En því miður myndast þessi spenna aðeins í undantekningartilvikum. Þegar móðir bjargar barni sínu ná athafnir hennar eðlilega út fyrir jarðneskar aðstæður. Þegar hetja helgar sig hjálpræði mannkyns margfaldar hann styrk sinn tífalt. En slík ómeðvituð upptendrun kemur sjaldan fyrir. Við vökum stöðugri með aukningu krafta með skilningi á fyrirætluðu afli. Það er ekki svo erfitt að umbreyta og kveikja vitundina þegar stöðugri athygli er beint að henni. Trúfesta er líka eiginleiki elds. Alls staðar, undir öllum kringumstæðum, er kjarni eldsins sá sami. Eldur getur ekki myndast úr neinum frumefnum, neinum efnasamböndum; maður getur aðeins birt eld. Þannig er mögulegt að nálgast eldheiminn. Ótrúlegustu endurnýjanirnar eiga sér stað með birtingu elds. Hinn jarðneski heimur endurnýjast aðeins með eldi. Fólk trúir á ljós eldsins. Fólk verður blint vegna jarðarinnar og endurnýjast með eldi. Menn geta nefnt mörg dæmi um það hvernig eldur veldur sviptingum í heiminum. Án birtingarmynda elds getur maður ekki einu sinni komist á endurnýjunarbraut. Margir munu hæðast að orðinu endurnýjun, en jafnvel snákur endurnýjar skráp sitt. Þannig er betra að nálgast eldheiminn meðvitað.

51. Er það ekki ógnvekjandi að hafið skipti um sjávarbotn sinn. Ætti fólk ekki fyrst og fremst að vera hreyfanlegt í hugsun? Hæfileikinn til að flytja veru sína í hugsun mun veita farveg til eldheimsins.

52. Maður ætti að venjast því að syfja á sér margar mögulegar orsakir. Það er skynsamlegt að skilja að virkni tiltekinna orkustöðva er sérstaklega yfirskilvitleg og til þess fallin að valda líkamlegri syfju. En við vitum hversu mikilvægt ástand svefn getur verið. Hræðist ekki syfju.

53. Hugsandi læknir gæti spurt vegna eldlegra sjúkdóma: „Eru þeir nefndir sem sérstakir sjúkdómar, eða dreifast þeir í meirihluta sjúkdóma?“ Annað er nær sannleikanum. Eldur getur aukið alla sjúkdóma og því ber að huga að í eldlegri viðleitni. Að auki verður að hafa í huga að hver eldleg birtingarmynd er ekki hægt að höndla aðeins með vatni eða kælingu, heldur með sálarorku, sem þolir eld alls staðar. Þessi orka, eins konar þétting elds, getur tekið á sig elda. Þannig að athygli ætti aftur að beinast að sálarorku þegar við tölum um hjartað, um logandi heiminn og um staðfestingu okkar á tilvist fíngerða heimsins. Þegar þú lest um að vera uppnuminn innri eldsins skaltu hafa í huga viðbrögð sálarorku. Það getur komið fram á þrjá vegu: með sjálfsefjun, við líkamlega athöfn eða með hæstu athöfn úr fjarlægð. Hins vegar gleyma læknar oft að það er ekki lyfið heldur eitthvað ytra ástand sem hjálpar. Við munum eftir einu merkilegu tilviki þegar læknir bjó yfir öflugri sálarorku en rakti af þrjósku samt áhrifin til lækninga af lyfjum sínum. Maður getur auðveldlega gert sér grein fyrir að hve miklu leyti slíkur ávinningur myndi aukast ef læknirinn skildi hvar vald hans liggur. Ruglið ekki saman orku hjartans við utanaðkomandi segulmagn og svokallaða dáleiðslu. Báðar þessar aðferðir eru gervilausnir og þess vegna tímabundnar. Orku hjartans er ekki beitt með valdi, heldur berst hún með snertingu við strauminn. Ef læknirinn og sjúklingurinn myndu hugsa um orku hjartans samtímis, áður en allar líkamlegar leiðir voru reyndar, væru viðbrögðin í mörgum tilfellum gagnleg og læknandi þegar í stað.

54. Ég bið ykkur að gleyma ekki að eldheimurinn þolir ekki frestun. Að staðfesta það í vitundinni er nú þegar skref í nálgun.

55. Er það ekki hægt að skynja birtingarmynd eldsins í atburðum heimsins? Fylgstu með samböndum þjóða, segul hugmynda, miðlun hugsana og öllum merkjum almenningsálitsins. Þessir logablossar stafa ekki af neinum samskiptamáta, heldur af einhverju öðru, sem stendur að baki.

56. Gleði og hugrekki er ómissandi, en án elds verða þessir eiginleikar ekki skapaðir. Rökhyggjan geta svipt allri gleði og þannig lokað hliðunum fyrir framtíðinni. Samt dettur eldheimurinn ekki af himni ofan, það verður að uppgötva hann. Þessi uppgötvunaraðferð verður að byrja í barnæsku. Við sjáum hvernig börn taka nú þegar við erfiðustu verkefnum andans. Jafnvel allar hindranir sem öldungar þeirra hafa sett fram þjóna eingöngu til að kristala beina þekkingu þeirra. En kristölun er eldleg athöfn. Bestu kristalar eru mótaðir af eldi. Þannig er hið ósigrandi hjarta einnig myndað af eldheitum viðbrögðum. Þetta er ekki tákn, heldur eingöngu úrdráttur á rannsóknarstofu. En hversu langt er fólk frá eldheitum sjónarmiðum!

57. Við megum ekki aðeins hugleiða eldinn. Atburðir keyra áfram eins og sjávarbylgja. Þú skilur réttilega að svörtu öflin umlykur allt velviljað upphaf. Við fylgjumst með því hvernig sérhver venjuleg athöfn er þegar í stað breytt í illa. Þannig ættu menn að losa sig við öll nöldur gærdagsins og skipta öllu venjulegu út fyrir það óvenjulegasta. Jafnvel verðlaun ætti sem sagt að vera veitt fyrir óvenjulega hluti. Maður ætti ekki að búast við hinu óvenjulegu frá gamla heiminum. Umfram venjulegar aðstæður ætti maður að snerta óvæntustu sjónarhornin. Þess vegna fagna Ég þegar tekist er á um nýja þætti.

58. Lungnapest, í ákveðnum myndum, er sláandi vísbending um brennandi faraldur. Öðru hverju hefur hún komið upp á jörðunni og undirbúið vitundina fyrir mögulega ógæfu. Einnig er einkennilegur hósti sem þú hefur heyrt og er einkennin fyrir þessum kvilla.

Það birtist almennt bæði hjá börnum og fullorðnum og jafnvel hjá dýrum. En fólk vill helst ekki viðurkenna þennan undanfara hræðilegrar ógæfu. Fólk mun kenna pestina við hina ýmsu sjúkdóma; allt til að forðast að hugsa um hið óvenjulega. Það ætti að einangra alla slíka sjúklinga og brenna þá látnu strax. Fólk sem hefur misst sálarorkuna getur auðveldlega orðið fyrir þessu smiti. Pestin getur tekið á sig ýmis önnur form, bæði innra og ytra. Dekking eða bólga í húðinni mun benda til bólusóttar eða skarlatssóttar; meirihluti brennandi birtingarmynda endurspeglast í húðinni. Lærðu að fylgjast með þessum óvenjulegu birtingarmyndum. Musk og heit mjólk með sóda er góð vörn. Vefirnir samlagast ekki kaldri mjólk en heit mjólk með sóda kemst inn í orkustöðvarnar. Eftir að hafa reynt að lækka hita með kælingu finnur fólk oft að sinnepsplástur eða heitur ábakstur skilar óvæntum framförum. Við erum mjög andvíg bollaglösum og blóðsugum, því þau hafa áhrif á hjartað og geta verið hættuleg.

Við sendum fólk oft í hættulegustu verkefni, en um leið gætum við að heilsu þess. Það er óskynsamlegt að eyðileggja gagnlegt efni.

59. Eldur ber með sér skilning á fegurð; hann umvefur sköpunargáfuna og skráir ómissandi efni í fjársjóð kaleiksins. Þess vegna metum við þessi óforgengilegu afrek meira en öll þau sem hægt er að eyða. Hjálpaðu því hugsun manna til að leita þess óforgengilega.

60. Sá sem hjálpar ekki við endurnýjun hugsunar er enginn vinur nýja heimsins. Oft hefur þú tekið eftir því að ómerkjanlega eiga sér stað framfarir og fágun þegar það er metið á mannlegan mælikvarða. Það er erfitt að sjá einstaka vaxtarferla plöntu; en fallega blómið er svo sláandi frábrugðið fræinu. Mannlegar umbreytingar eru jafn ótrúlegar; það eru einmitt þessi eldlega blómstrun sem eru sjaldgæfust, sem viðheldur jafnvægi í heiminum.

61. Maður getur ekki komist hjá að sjá hve óvæntar atburðarásir leiða. Aðeins að fylgjast með þeim móta allt tímabil eldsins.

62. Eldur verður að vera lifandi. Aðgerðaleysi er óeðlilegt eldinum. Orka getur af sér orku. Það er sérstaklega skaðlegt að rífa manninn frá hefðbundinni vinnu. Jafnvel með smæstu verkum skapar maðurinn birtingarmynd eldheitrar orku. Að svipta mann vinnu leiðir hann óhjákvæmilega til vannæringar; með öðrum orðum, hann mun tapa eldi lífsins. Menn ættu ekki að breiða út hugtakið um starfslok fólks. Fólk eldist ekki vegna aldurs, heldur vegna þess að eldurinn er slökktur. Maður ætti ekki að halda að kæfing eldsins skaði ekki samfélagið. Skaði á sér stað þegar rýmið sem eldurinn hafði, verður skyndilega hnignun að bráð. Þessi hnignun lífsins er andstæð lögmálum tilverunnar. Þvert á móti ætti samfélag manna að halda uppi eldi í öllu umhverfi sínu. Eldur Drúida var áminning um viðhald elds lífsins. Það er óheimilt að kæfa neinn eld, ekki einu sinni þann minnsta. Þess vegna skaltu ekki trufla hátíð andans, jafnvel þó tungumál hans sé þér óskiljanlegt. Það sem er þér óskiljanlegt í dag mun skýrast á morgun. En eldur sem slökktur hefur verið, finnur ekki aftur sama staðinn.

63. Hátíð andans er sammannlegt gildi; það er fjársjóður sem hefur verið byggður upp. Látum engan brjóta í bága við þessa verðugu uppbyggingu. Meðal óleyfilegra afskipta af karma eru afskipti af hátíð andans mjög grafalvarleg. Aftur á móti, að senda bros á hátíð andans er mesta logandi blómstrun hjartans.

64. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir erfiðleikunum við að greina mismunandi strauma. Margir myndu ekki geta greint flókin afbrigði strauma og takta. Ég hrósa Urusvati mjög fyrir athygli á straumunum - aðeins þannig getur maður safnað saman athugunum. Eftir tvö ár verður hægt að upplýsa um einn flóknasta strauminn, sem ekki er hægt að standast án fyrri uppsöfnunar.

65. Straumurinn í gærkvöldi er eitt af mjög þéttum eldlegum viðbrögðunum - svonefndar tvöfaldar örvar. Síðasti mikli straumur Mahavan hefur einnig þýðingu fyrir þessa nýju spennu. Hann er veittur sem sérstök vörn gegn alvarlegum viðbrögðum. Þannig getur maður brynjað sig eldlega, að því gefnu að andinn sjálfur samþykki slíka brynju. Þessi samþykkt er nauðsynleg til að þekkja eldheiminn, því ekki er víst að hliðin opnist þar sem andstaða er.

66. Ekki eru fáir eldarnir á völlum og í skógum - en fólk lítur á þá sem yfirnáttúrulega. Þetta er aðeins hægt að skýra með skorti á ímyndunarafli.

67. Auk staðfestingar Okkar, sér jafnvel fólk sjálft hnignun ákveðinna heimsálfa. Samt er þessu ekkert vægi gefið. Það stafar líka af vanþekkingu.

68. Vertu staðfastur, stattu fastar en klettur. Kraftaverk eldsins magnast af staðfestu andans.

69. Athyglisgáfa eru einn helsti eldeiginleikinn, en hann næst ekki auðveldlega. Hann vex jafn hægt og vitundin. Þú tókst rétt eftir að vitundin styrkist af lífinu sjálfu; athygli styrkist einnig. Það getur ekki verið nein óhlutbundin vitund né fræðileg athygli. En fjarlægt hugarfar manna er ógeðfellt, það skapar að því er virðist óraunverulegan heim. Í sjálfhverfu sinni sér fólk aðeins sínar ranghugmyndir. Í slíkri flökkum getur engin orðræða verið um nýja heiminn. Þess vegna ætti að taka upp þjálfun í athygli í öllum skólum, jafnvel fyrir lítil börn. Klukkustund sem varið er til athygli er sannur lærdómur í lífinu og fyrir kennarann verður þessi stund kennsla í útsjónarsemi. Byrjum fágun athyglinnar á hversdagslegum hlutum. Það væru mistök að beina nemendum of hratt til hærri hugtaka. Ef nemandi er fær um að fylgjast með venjulegu innihaldi herbergis, þá er það nú þegar afrek. Þetta er ekki eins auðvelt og sýnist. Seinna, með röð tilrauna, getum við flýtt fyrir getu til að mynda áhrif. Við getum lagt til að nemandinn fari í gegnum framandi herbergi á hlaupum og þó með einbeittri athygli. Þannig er mögulegt að afhjúpa blindu og beita sannri skyggni. Nauðsynlegt er að gera áætlanir um próf fyrir öll skilningarvitin. Þannig koma eldathafnir fram í einfaldri æfingu. Börn eru mjög hrifin af slíkum verkefnum. Slíkar meðvitundaræfingar bera mann inn á hærri sviðin. Venjulegustu venjurnar geta orðið gáttin að því flóknasta. Ímyndaðu þér gleði barns þegar það hrópar: „Ég hef séð meira!“ Í þessu „meira“ getur legið allt skrefið. Sama gleðilega upphrópunin heilsar fyrstu eldstjörnunni sem sést. Þannig hefst sönn athygli.

70. Flug til fíngerða heimsins getur verið erfitt; jafnvel reynd vitund getur mætt hindrunum. Í dag lenti Urusvati í slíkum erfiðleikum. Viðleitni var þörf til að komast í gegnum efnasvið sem myndast við samruna stjörnuefna. Dagarnir í kringum fullt tungl eru ekki hagstæðir fyrir flug. Hið svokallaða tunglgler getur hindrað og mjög mikillar þrautseigju er krafist.

71. Hvert hamarshögg gefur af sér eldlega birtingarmynd og hvert sverðslag veldur einnig eldsýningu. Við skulum samþykkja verk hamarsins og vara við því að reisa sverðið. Við skulum greina hverja snertingu eldsins. Við skulum samþykkja með fullri ábyrgð alla sönnun um hinn mikla þátt. Sýndur eldur snýr ekki aftur til frumlagsins; hann verður áfram í sérstöku ástandi meðal eldlegra birtinga. Hann verður annaðhvort lífskapandi eða eyðandi, í samræmi við ásetning þess sem sendir hann. Af þessum sökum legg Ég áherslu á mikilvægi eldsins, þennan óaðskiljanlega samferðamann. Með fjölbreyttustu aðferðum ætti maður að heilla fólk með mikilvægi frumþáttanna. Fólk hefur gleymt því hve gegnsýrt líf þeirra er af ábyrgum athöfnum. Orð og hugsanir geta af sér eldlegar afleiðingar; enn tungan heldur áfram að skrölta og hugsunin heldur áfram að særa umhverfið. Hugleiddu þessa eldlegu afleiðingar! Vertu ekki stoltur af dauðri þekkingu svo lengi sem þú heldur áfram að hallmæla þeim hæsta. Mundu að þessi rógburður mun búa með þér að eilífu. Heimurinn skelfur af logum illgirninnar. Höfundar hennar vonast eftir eyðileggingu annarra, en þeir sjálfir munu farast af holdsveiki.

72. Fyrir þér er önnur birtingarmynd í háu stigi - Kundalini reisir sig sjálft, frá botni þess upp í hæsta lið. Kirtlarnir eru mjög bólgnir en þessi líkamlegi þáttur er ómissandi fyrir eldleg viðbrögðin. Í þessu ástandi dregur Kundalini lengst. Þú gerir þér grein fyrir því hversu nauðsynleg þessi viðbrögð Urusvati eru. Án þessarar brennandi aðgerðar gæti enginn sigur orðið. En bardaginn er sannarlega erfiður og árásarbylgjurnar eflast. Þess vegna skulum við vera mjög varkár. Verum á verði, velviljuð og mjög vakandi.

73. Hljóð og litur eru meðal helstu birtingarmynda eldsins. Þannig eru tónlist sviðanna og útgeislun elda geimsins hæstu birtingarmyndir elds. Þess vegna er ómögulegt að hlusta stöðugt á hljóð sviðanna eða sjá glitrandi eldana. Slík tíðni tilfinninga myndi aðskilja jarðneskan líkama frá þeim eldlega í of miklu mæli. Þannig myndi jafnvægið sem þörf er á fyrir eilífðina ekki verða til. Það er rétt að í vitundinni ættum við að aðskilja fjóra líkama okkar til þess að hlutverkum þeirra sé skipt. Truflun á jafnvægi leiðir til ótímabærrar eyðingar lægri líkamana.

74. Engin ástæða er til að ætla að svartagaldrar aukist nú sérstaklega í Tíbet. Auðvitað hefur það aukist þar mjög, en þetta er aðeins einn áfangi þróunar þess um allan heim. Maður getur ekki ímyndað sér að hve miklu leyti þetta svarta net dreifist. Það er ómögulegt að hugsa um allan fjölbreytileika þátttakenda. Það er ómögulegt að afhjúpa allar óvæntar samsetningar sem viðhalda hvor annarri. Er hægt að sætta sig við þá staðreynd að þjóðhöfðingjar, kirkjufeður, frímúrarar, uppreisnarmenn, dómarar, glæpamenn, læknar, veikir og heilbrigðir, eru allir að störfum á sama svarta sviðinu? Erfiðleikinn við að greina þá er sá að ekki er hægt að sjá neina ákveðna skipulagning; allt er byggt á aðskildum einstaklingum, sem eru vísvitandi settir í sem fjölbreyttustu athafnir.

75. Félagar svörtu stúknanna þekkja greinilega hvern annan. Það eru í raun augljós merki. Þannig að ef þú tekur eftir ómannlegri grimmd, vertu viss um að þetta er tákn hinna myrku. Hver fræðsla ljóssins er fyrst og fremst þróun mannúðar. Mundu þetta örugglega, því að heimurinn hefur aldrei áður verið í slíkri þörf fyrir þennan eiginleika. Mannúð er hliðin að öllum öðrum heimum. Mannúð er undirstaða beinnar þekkingar. Mannúð eru vængir fegurðarinnar. Kjarni mannkyns er efni kaleiksins. Þess vegna, umfram allt, á jörðinni skulum við vera íklædd mannúð og viðurkenna það sem herklæði gegn myrku öflunum. Eldleg birtingarmynd mun heimsækja hjartað í gegnum mannúð. Þannig munum við átta okkur enn og aftur á því í hvaða mæli hið fjærsta er næst. Við þekkjum líka hvert annað gegnum mannúð. Leyfum okkur því að vinna á þessari hættulegu stundu fyrir það mikilvægasta.

76. Hægt er að fylgjast með innri Lótus opnum sem og lokuðum. Þegar fjólubláa verndarárunnar er þörf, má sjá hvernig blöðin í Lótusnum dragast saman og falla undir úrfellingu æðanna. Við slíka birtingarmynd gerir reyndur jógi sér grein fyrir að mikil hætta er í nánd. Eins og í náttúrunni, löngu áður en skýin birtast, snúast blómablöðin í auknum mæli í átt að sólinni eða í rökkrinu, þegar þau dragast saman, þannig skynjar eldlótusinn nálgun kosmískra storma. Og með þroska jógans má sjá svipaða spennu líka í ytri lótusnum. Svo er kallaður hringlaga snúningur Kundalini sem snertir megin orkustöðvarnar og myndar sem sagt ytri lótus varnarinnar. Þessi sérstaka spenna er venjulega á undan birtingu örvanna, sem þegar hefur verið talað um. Ytri lótusinn er einnig kallaður brynja. Við lítum svo á að myndun þess sé ekki aðeins merki um hættu heldur einnig að ná tilteknu jógastigi.

77. Fjarveran sem þú fylgdist með hefur auðvitað ekki líkamlega heldur jógíska þýðingu. Það er framkallað af brýnni þörf fyrir að mæta án tafar í fjarlæg lönd. Maður ætti að venjast svona kalli þegar alls staðar er svo mikil spenna. Því aðeins blindir geta haldið að morgundagurinn verði eins og í gær!

78. Það má sjá fyrir rökkur hvernig ákveðin blóm ekki aðeins lokast heldur falla jafnvel til jarðar. Svo er líka með innri lótusinn.

79. Spyrja má í hvaða tengslum fræðsla okkar stendur að þeirri sem Við gáfum í gegnum Blavatsky. Svaraðu því að hver öld, eftir birtingu ítarlegra útskýringa, er afgerandi samþjöppun gefin sem raunverulega hreyfir heiminn í anda mannúðar. Þannig felur fræðsla Okkar í sér Leyndar kenningar Blavatsky. Að sama skapi var Kristnin hápunktur heimspeki hins sígildu tímabils og boðorð Móse voru hámark visku Egyptalands og Babýlonar til forna. Hins vegar verður maður að átta sig á grundvallarmerkingu fræðslunnar. Það er vonandi að fólk lesi ekki aðeins bækur Okkar, heldur samþykki þær án tafar, því Ég tala aðeins stuttlega um það sem verður að muna. Þegar Ég tala um nauðsyn þess að uppfylla ábendingar Mínar bið Ég þig að uppfylla þær með fullkominni nákvæmni. Ég sé betur og þú verður að læra að fylgja ábendingunni, sem hefur í huga það sem er þér til góða. Maður féll undir lest eingöngu vegna þess að hann steig á teinana, en hann hafði verið varaður við og hefði ekki átt að gera það.

80. Fólk segir að fyrir stríð eða hörmungar, verði skógareldar og aðrir eldsvoðar. Hvort sem það kemur alltaf fram eða ekki skiptir ekki máli; það sem skiptir máli er að almenn trú tekur mark á eldspennu fyrir sviptingar heimsins. Viska fólks sér fyrir sér eld á merkum stöðum. Drottinn heimsækir fólk í eldi. Sami eldþátturinn var valinn Hæsti dómur. Hreinsun ills er framkvæmd með eldi. Óheppni fylgir bruna. Þannig að í öllum hugarstraumum fólks getur maður skynjað þessar eldleiðir. Fólki líkaði helgilamparnir og báru kyndla sem sýndir voru fyrir þjónustuna. Í skilningi fólksins hefur eldsþátturinn hátíðlega merkingu. Við skulum ekki taka mark á hjátrú, heldur hjörtum fólks.

81. Einlæg leit að sjálfsþroska er ekki sjálfelska heldur hefur hún alhliða þýðingu. Hugsunin um úrbætur snertir ekki einungis þig einan. Slík hugsun ber í sér þann loga sem þarf fyrir margskonar hjartahræringar. Eins og eldur, þegar hann er fluttur á stað fullan af eldfimu efni, mun óhjákvæmilega kveikja í því, svo smýgur eldhugsun í gegnum geiminn og óskeikul laðar leitandi hjarta til sín.

82. Ábyrgð vakandi hjarta er mikil. Það sendir takta og strauma eftir leiðum Helgiveldisins. Þess vegna ættu þeir, sem eru nærri, ekki að íþyngja slíku hjarta; þetta á að skilja sem grunn tilverunnar.

83. Myrku öflin hafa fært jörðina í slíkt ástand að engin jarðnesk lausn getur endurheimt hefðbundna velmegun. Enginn getur litið á jarðneska staðla gærdagsins sem hæfa morgundeginum. Þess vegna verður mannkynið að skilja aftur merkingu tímabundins dvalar í jarðnesku ástandi. Aðeins með grundvallar skilgreiningu á tilveru manns í holdinu og með skilningi á fínni heimi og eldheimum getur maður styrkt eigin tilvist. Maður ætti ekki að halda að blekking viðskipta geti tryggt jafnvel örugga tilveru tímabundið. Lífinu hefur verið breytt í verslun, en hver af fræðurum lífsins hefur einhvern tíma verið verslunarmaður? Þú veist um hina miklu merkingu þess að reka kaupmennina út úr musterinu; en er jörðin ekki sjálf musteri? Er Maha Meru, jörðin, ekki undirstaða hátindar andans? Þannig er gefið til kynna fyrirætlaðan hátind fyrir íbúum jarðarinnar.

84. Gleymum ekki að hvert augnablik hlýtur að lúta að nýja heiminum. Þið sjáið að við upptalningu heimanna virðumst Við sleppa hugarheiminum. Þetta er ekki af tilviljun. Hugarheimurinn er lifandi hlekkur milli fíngerða heimsins og eldheima. Hann kemur inn sem það afl næst eldheiminum. Hugsun er ekki til án elds og eldur umbreytist í skapandi hugsun. Birtingarmynd hugsunar er þegar skilið; við skulum líka átta okkur á eldinum mikla - Aum!

85. Maður getur greint krafta eldsins í hinum ólíkustu birtingarmyndum. Nú á tímum er kristalhnöttur oft notaður til einbeitingar, til að kalla fram fínni áhrif, en það er seinna tíma aðferð. Í Austurlöndum til forna var valinn kristalsteinn og settur yfir þakinn eld. Síðan var eldlegur sköpunarmáttur vakin til lífsins og hann laðaði að sér birtingarmynd staðbundna eldsins. Þannig geta menn séð að hve miklu leyti hinn forni máttur eldlegra athugana hefur hnignað.

86. Hægt er að sjá í kringum tiltekið fólk hvernig hlutirnir slitna á meðan aðrir virðast á einhvern hátt varðveita þá. Stundum segja menn ranglega: „Allt brennur á honum.“ Í raun og veru er það öfugt. Gefðu gaum að varðveitendum. Þeir verða nálægt eldinum. Einmitt eldþátturinn varðveitir endingu hlutanna. Ég hef þegar talað um áhrif sálarorku starfsmanna á gæði framleiðslu þeirra. Hér munum við einnig leita að þátttöku eldsins í því. Sálarorkan mun gefa eldlegar vísbendingar um innstreymi elda geimsins.

87. Maður getur sett fræðslu um eldinn inn í grunn hversdagsins. Svo lengi sem sem við vöfrum í tálsýnunum munum við ekki komast að grundvelli lífsins og komumst því ekki til þroska. Ég hef í huga vafrarann sem ekki aðeins missir af eigin leið, heldur hindrar líka hreyfingu þeirra nánustu. Vafrarinn eyðir ekki aðeins eigin fjársjóði heldur einnig annarra. Það er hræðilegt að sjá hvernig birtingarmynd efasemdanna stangast á við allar eldlegar undirstöður. Fylgstu með hvernig vafrarinn efast venjulega ekki um sjálfan sig, heldur einungis um aðra, og þannig opnar hann fyrir hnignun.

88. Við megum ekki halda að það séu aðeins karmískar aðstæður sem skapa efann. Oft verður að leita orsakarinnar í þráhyggju, andsetu. Vafrarinn heldur að hann verði að fara varlega - eins og þessi kvíði snerti aðeins hann sjálfan! Fortíð margra efasemdarmanna væri lærdómsrík fyrir skólana.

89. Í skólum ætti maður ekki aðeins að lesa um hetjur. Dæmi um örlög nokkurra nafnlausra efasemdarmanna væru þess virði. Bjartur logi afrekanna myndi skína enn skærar í samanburði við örlög þeirra sem kæfðu eldanna með efasemdum.

90. Möguleikum sem hafnað var, er hægt að ræða, ekki aðeins siðferðilega heldur einnig efnafræðilega. Í sannleika sagt, hvaða orð eru fullnægjandi til að lýsa eyðileggingu þess þegar dýrmæt eldorka, sem safnað er af miklu og löngu starfi, er dreift óvitandi? En þessar eldagnir, sem vaktar voru til ákveðinnar samsetningar, verða ósamstíga í langan tíma og það þarf tvöfalda viðleitni til að nýta þær aftur til sköpunar. Ég endurtek, það er óheimilt að brjóta andlega hátíð einhvers. Það er glæpsamlegt að ráðast á þegar mótaða heildstæða vitund. Koma ekki vísbendingar um karma frá þessum sömu óskynsömu afskiptum? Þvingun er sérstaklega óæskileg á eldssviðum.

91. Söfnum saman í huganum öllum eldlegum nálgunum, skoðum merki um innblástur eða uppljómun. Við munum finna samskonar merki sem gefa til kynna sameiginlegan grunn, sem liggur í raun handan þess sýnilega. Og þannig hlýtur það að vera, að eldur hjartans kemst í snertingu við eld geimsins. Aðeins þannig verður getnaður, eða réttara sagt, sköpun hugsunar. Enn fremur verður maður að sýna, þessum flókna verknaði sem myndar snertingu við eldinn mestar virðingar. Viðkvæma gullna tauganetinu sem er næstum ómerkjanlegt fyrir auganu. Maður verður að gægjast inn í það með þriðja auganu til að muna það að eilífu og vera gagntekinn virðingu fyrir því.

92. Gullna netið, sem Urusvati sá, myndar grunninn að kaleiknum; maður getur metið viðkvæmni innra verkfærisins. Þannig getur fágun snúið hugsun að umhugsun meðal manna. Fólk ætti ekki að móðga hvert annað. Í nafni eldsin ætti ekki að móðga. Ekki er öllum aðlögunum náð með hamri; smá íhlutun og næm snerting er einnig nauðsynleg. Aftur gamall sannleikur, en enn sjaldan beitt.

93. Almennt geta fáir skilið ljóma logandi hjartans. Samt vita þeir sem hafa séð þessa elda uppljómunnar, hversu mikilvæg þessi birtingarmynd er. Eldberinn tekur sjálfur eftir þessum ljósblikum, en fyrir þeim sem eru viðstaddir gera aðstæður, annaðhvort gert kleyft að sjá þennan stórkostlega eld eða ekki. Vafalaust hefur eðli viðstaddra haft áhrif á birtingarmyndirnar sjálfar. Maður getur auðveldlega ímyndað sér hóp neikvæðra sem sjá enga elda og jafnvel stjarna ljóssins verður aðeins skíma. En á stundum gefur einfalt en fagurt hjarta eldberanum nýjan logakraft. Auk mannlegra viðbragða og aðstæðna í fíngerða heiminum, hafa margar birtingarmyndir náttúrunnar áhrif. Þannig getur birtustig í þrumuveðri aukist á því augnabliki þegar rafmagnið eflir einnig innri eldana. Vatn sem inniheldur ákveðna steinefnareiginleika getur einnig auðveldað birtingu innri útgeislunar. Eðlilega er versta andrúmsloftið gamalt, eitrað loft í loftlausum húsum. Vissulega, ef þetta loft getur verið ræktunarstaður sjúkdómsins, hversu miklu meira getur það þá bælt útblástur hjartans! Ljósbirtingar er tíðari en talið er, en fordómar og rangindi munu alltaf draga sínar eigin ályktanir. Ógæfan er sú að fólk getur ekki greint ósanna dóma. Boðun frelsis, sem fólk hefur svo gaman af að tala um, verður fyrst og fremst ekki þrælahald skoðana.

94. Þegar ég ákalla, „Hjálpaðu með hugsun.“ Sýni Ég sérstakt traust. Ekki er hægt að biðja alla um að hjálpa til með hugsun. Maður verður að vera viss um gæði hugsana og styrk hjartaorkunnar. Slíkar valhugsanir eru eins og öflugt útvarp. Maður ætti að vita hvernig á að safna fullkominni hollustu og hvernig á ekki að íþyngja hugsunum með óviðkomandi tilfinningum. Fellibylur er nauðsynlegur til að flytja sendingar - staðfesta er einnig brýn þörf. Það er rangt að hugsa að hugsun sé aðeins mikilvæg fyrir jarðneska sviðið; kannski er það enn mikilvægara fyrir fíngerða heiminn, að skapa öflugt samstarf. Í spennu heimsins getur jafnvægi oft skapast, einmitt með hugsunum.

95. Viðbrögðin frá straumunum sem þú hefur tekið eftir, hafa tvöfalda þýðingu - þau koma jafnvægi á kosmísk högg og margfalda kraft sendinganna. Þetta er svokölluð sálfræði meðferð. Við þéttingu myrkursins eru slíkir kraftmiklir straumar gagnlegir.

96. Árangur ætti að vera viðfangsefni umræðna á hverjum merkum degi. Menn ættu að líta á afrek sem eitthvað sem kallað er á og þreytast ekki á að tala og hugsa um. Ógæfa er sprottin af vanvirðum árangri. Það er eins og stór musterismynd væri borin inn um þröngar dyr og í glímunni voru dýrmætustu skrautin brotin.

Það er hættulegt að kvarta á mikilvægum degi. Hvernig er hægt að sýna að svo grófar leiðir sem má jafna við að hamar falli á strengi vel stillts hljóðfæris? Maðurinn sem spýtir úr sér mest eyðileggjandi orðum bætir við eins og barn: „Jæja, himnar hafa ekki fallið!“ Hann getur ekki skynjað eyðingu innri þráðanna sem ekkert getur á nokkurn hátt bundið saman aftur; þannig er óbætanlegur skaði oft unninn. En hvert hjarta sem hefur gert sér grein fyrir eldi staðfestir afrekshugtakið, því án þess er lífið þvingað og óbærilegt. Við skulum því bera uppi afrek allra heimanna þriggja.

97. Shambhala birtist í mismunandi þáttum í tengslum við hugmyndir aldarinnar. Það er rétt að rannsaka allar lotur þjóðsagnanna í Asíu. Þannig getur maður farið aftur eins langt og fornu kenningum sem tengjast Síberíu, sem er minnst þekkta og elsti hluti álfunnar.

Tengsl táknmyndanna sem finnast á Indlandi og allt til áletranirnar á Páskaeyju eru ótvíræð. Þannig birtist ný mynd af tengslum fólks, sem samsvarar að fullu fornum heimildum. Þannig sjáið þið enn og aftur hvernig annállinn hefur varðveitt hin sönnu sögulegu gögn en fólk tekur þeim með erfiðleikum. Þú fylgdist réttilega með að þagað er yfir staðreyndum um Kalachakra; þetta stafar ekki aðeins af vanþekkingu heldur af andstyggð á því að snerta grundvallaratriðin. Mannkynið fer jafnharðan yfir alla brunna þekkingarinnar - þetta á við um alla heima - og fólk mun skjálfa jafn mikið yfir heimi eldsins.

98. Reyndu að skipta fólki eftir frumþáttum. Ekki aðeins eftir tegund blóðs heldur einnig eftir eðli taugaefnisins verður hægt að fylgjast með beinum viðbrögðum í samræmi við frumþættina.

99. Í öllum veikindum er hægt að beita hugsun sem lækningu eða létti, en slík hugsun ætti að henda veikindunum úr líkamanum af fullum krafti, án þess að hika eða tefja. Hins vegar, ef slíkan kraft vantar, er almennt betra að hugsa alls ekki um veikindin, heldur að láta lægri hugann halda áfram innri bardaga. Það er skaðlegast að sveiflast í hugsun og sjá fyrir sér sigur veikindanna. Í slíkum tilvikum er betra að afvegaleiða athygli sjúklings frá ástandi hans. Þegar fólk talar um banvæna afleiðingu veikinda, færir það sjálft þau nær. Veikindi sem eru ekki alvarleg geta tekið á sig hættulegar afleiðingar séu þau nærð af hugsun. Skoða þarf áhrif hugsunar á veikindaferli á sjúkrahúsum. Jafnvel lækning sára er háð sálrænni orku. Þannig komum við aftur að sama eldinum sem myndast af hugsun. Allar meðferðir með geislum, hitastreymi og notkun ljóss samanstanda af sömu logandi áhrifunum, sem eru þó veik í samanburði við mátt hugsunarinnar. Þess vegna eru mikilvægustu ráðin að þróa eldheita hugsun.

100. Íhugun á mikilvægi samhæfingar í jarðneskri tilveru er rétt. Vitundaraflið ber að varðveita meðan hærri sviðum fíngerða heimsins er náð. En aðeins samhæfing vitundar varðveitir þennan möguleika. Maður ætti líka að venja sig á fljótlegustu leiðina og hvað gæti stuðlað betur að þessu en samhæfing? Fólk talar um árvekni, en undir þessum eiginleika hugsar það aðeins um árvekni í eina átt. En jafnvel traustustu samstarfsmenn hafa farist af því að stefna aðeins í eina átt. Getum við metið gnægð náttúrunnar ef auga okkar er ekki vant hreyfanleika?

101. Enginn réttlæting er möguleg þar sem hatur er. Ég hvet til stórhugs en ekki á veikleika. Maður getur afsalað sér öllu fyrir þjónustu ljóssins, en maður verður að prófa góðan vilja í eldinum. Þetta verður að skilja með strengjum hjartans. En þegar þú mætir tígri, skaltu ekki hugsa um að hjálpa honum; viðurstyggðin eru takmörkum háð.

102. Í tímaleysi og rúmleysi tilheyrir hugsun fíngerða heiminum, en greina verður dýpri möguleika í þessari mótun. Eldheit hugsun kemst dýpra í gegn en fíngerða heiminn, því birtir eldheit hugsun sannarlega hærri sköpunarmátt. Með athygli geta allir greint þessi tvö hugsanalög. Á venjulegum hugsunarstigum erum við oft meðvituð um straum, eins og sagt er, af annarri hugsun, sem skýrir og styrkir þá fyrstu. Þetta er ekki skipting hugsunarinnar, þvert á móti er það merki um að dýpri stöðvar hafa hafið virka þátttöku. Þetta eldferli er gefið til kynna með sérstökum hugtökum í frumspeki hindúa, en við munum ekki dvelja við þau, því það mun leiða til ágreinings og vestrænna deilna. Slíkar deilur gagnast ekki, allt sem þarf er einföld áminning um þá staðreynd að hugsun tengist eldheiminum. Jafnvel börn hrópa: „Þetta kom eins og elding!“ eða: „Það rann upp fyrir mér!“ Svona er minnst augnablik réttra og tafarlausra ákvarðana. Maður man kannski hvernig frú Kovalevsky leysti stærðfræðileg vandamál. Slíkt eldheitt ástand sem tengist eldheiminum er einkennandi. Þú veist að ofar fíngerðum hugsanir eru dýpri hugsanir, sem stundum er erfitt að aðgreina frá hugsunum fíngerða heimsins. Þetta er ekki mögulegt í núverandi ástandi plánetunnar okkar. Reynslan ein af þessari tvöföldu hugsunarþróun ætti að knýja okkur til að átta okkur á skiptingu heimanna.

103. Auðvitað erum við stundum að fást við endurminningu, en það geta líka verið tilfelli af eldlegri uppljómun. Það var þannig í málinu sem þú rifjaðir upp. Eldheimurinn færir okkur uppljómunarglampa, svipað og eldingar í þrumuveðri. Rétt eins og stormar sjá jörðinni alltaf fyrir hreinsuðu prana, þá hellir eldheimurinn stöðugt út áhrifabylgjum. Það er leitt að móttakararnir eru fáir, en ef maður byrjar að æfa vitundina í að ná sambandi við eldheiminn, þá gæti slíkur móttakari orðið til og náttúrulega staðfestur. En einfaldast fyrir alla heima er að fylgja Helgiveldinu staðfastlega.

104. Grimmd hjartans er hjartadauði. Dauð hjörtu fylla heiminn með upplausn.

105. Ef maður geta greint á milli hugsunarlaga, getur hann einnig skynjað ýmiss konar virkni. Í fyrstu virðist öll virkni eiga sér stað á jarðneska sviðinu. Seinna, í svokölluðum draumum, aðgreinist bein þekking, eins og það væri sjálfstæð starfsemi sem á sér ekki stað á jarðneska sviðinu einu saman. Þar með kemur fyrsti skilningurinn á inngöngu annarra heima í tilveru okkar. Síðan, í fullkomnu vakandi ástandi, má sjá tafarlausar fjarvistir sem hafa engin tengsl við neinn kvilla. Þannig má rekja djúpstæðari tengsl heimanna og þátttöku okkar í þeim. Það er ekki auðvelt fyrir vitundina að tileinka sér hugtök ósýnilegu heimarnir; vegna þétta hjúps okkar getum við aðeins með erfiðleikum áttað okkur á öllum möguleikum utan jarðneskrar sýnar okkar. Maður ætti að venjast því að hugsa um heila heima sem raunverulega eru til. Fíngerði heimurinn er ekki aðeins tilvera okkar, hann er í raun heill heimur með eigin möguleikum og hindrunum. Lífið í fíngerða heiminum er ekki langt frá því á jörðinni, en það er á öðru plani. Allir ávextir vinnunnar hverfa ekki, þvert á móti fjölga þeir sér. Hins vegar, ef það er erfitt hér að varðveita skýrleika vitundarinnar, þá er það enn erfiðara þar vegna þess að fjölmargar birtingarmyndir þróunar finnast þar sem eru nýjar fyrir okkur. Þannig ætti maður að varðveita sérstaklega sáttmálann um skýrleika vitundar. Þetta er sagt um sanna samhæfingu. Ef vitundar er svo mikillar þörf fyrir fíngerða heiminn, hversu nauðsynleg er hún þá fyrir eldheiminn!

106. Bræðslumeistari sagði nýjum verkamanni hvernig ætti að nálgast eldheita ofninn. En eina áhyggjuefni verkamannsins var að læra efnasamsetningu logans. Meistarinn sagði við hann: „Þú verður brenndur lifandi áður en þú nærð loganum. Að þekkja efnaformúluna bjargar þér ekki. Ég skal gefa þér rétt föt, skipta um skófatnað, hlífa augunum og kynna þér rétta öndun. Fyrst skaltu hafa í huga allar örar umbreytingar og sveiflur frá hita til kulda. Ég get gert eldverkin aðlaðandi fyrir þig. Þú munt elska leiftrin og glóð eldsins. Í logaspennunni munt þú finna, ekki skelfingu, heldur skjálfta alsælu og rétt inntak eldsins mun styrkja tilveru þína. “

Þannig geta menn ráðlagt hverjum þeim sem fer að hugsa um eldheiminn. Í upphafi skulum við koma með fullkomna hollustu og rækta það skref kærleikans sem virkar sem óslökkvandi ljós. Þar sem hinn jarðneski heimur byggir á handvirkum sköpunarmætti, verður sköpun hugsunar meira aðlaðandi.

107. Kínverskur heimspekingur, sem þekkti skelfilegu hliðar neðri laga fíngerða heimsins, var staðráðinn í að minnka áhrif þeirra. Í þessu skyni fyllti hann svefnherbergið sitt með skelfilegustu myndunum. Frammi fyrir þessum helgrímum vonaði hann að ekki væri hægt að búast við neinu verra. Slíkar aðferðir eru viðurstyggilegar, þó að fólk elski þær hvort sem er í þessu eða öðru formi. Þvert á móti, Við kennum auganu að verða ómóttækileg fyrir viðbjóðnum. Að auki er ómögulegt að ímynda sér allt hryllingssviðið sem skapast af löstum fólks. Jafnvel hér í hinum jarðneska heimi hryllumst við oft við ómannúðleg verk, en ímyndum okkur þá í hvaða þætti þeir umbreytast þegar grunneðli þeirra er afhjúpað! Og hér upplifum Við einnig oft árásir þessara myrku aðila. Þeir reyna að tortíma öllu sem er þeim hættulegt. Í svefni reyna þeir að veikja menn, það auðveldar að valda skaða meðan truflun á jafnvægi er. Maður ætti ekki að líta á þessa myrku virkni sem hjátrúarfulla ímynd. Sérhver vísindamaður verður að átta sig á dýpt sjónarhorns tilverunnar. Vísindamaðurinn hefur áttað sig á óútreiknanleika óendanlegra lífvera; hann hefur séð bein risadýra og hann getur enn séð meira ef hann gægist inn í víðáttur Himalayahellanna. Þannig mælir vísindamaðurinn inn í óendanleikann og reiknar óendanlega stærðir með einföldum stærðfræðilausnum. Þetta þýðir að einmitt vísindamaðurinn verður að viðurkenna óendanleika eldlegra myndana. Þannig að einungis frá stærðfræðilega núllinu verður maður að senda ímyndunaraflið inn í hið óendanlega og muna að tómarúm er ekki til.

108. Biddu Urusvati að segja frá margbreytileika eldanna sem hún sá. Látum alla þessa geisla, stjörnur, eldlótusa, blóm og aðrar birtingarmyndir eldheimsins lifa og staðfestast. Það er ómögulegt að lýsa með jarðneskum orðum öllum eiginleikum þessara eldsýna. Handan ákveðinna marka er eldsviðinu upplokið í sýn. Það er ekki hægt að skilgreina í tíma og ekki er hægt að ákvarða orsök tilkomu þess, því að eldsþátturinn er algjörlega handan jarðneskar víddar. En ef við getum séð það, bæði í grófari birtingarmyndum þess og í hinum fíngerðustu , þýðir það að jafnvel dauðleg tilveran okkar getur séð fyrir sér hærra sviðið. Eldlegt samband er ógleymanlegt þegar það hefur verið upplifað. Þannig skulum við safna hugrekki fyrir hækkunina.

109. Víddirnar þrjár er keðja djöflanna - eins og einhver hefur sagt. Sannarlega var sá sem hlekkjaði vitund manna með víddunum þremur sannkallaður fangavörður. Hvernig hefði verið hægt að leyna þessari fögru hærri vídd! Í fyrstu spurningum sínum leitast börn oft út fyrir mörk hefðbundinna takmarkana. Hin forna viska hvíldi aldrei á þrívíddinni. Aðeins með uppsöfnuðum grófleika mannkynsins tók þessi takmörkun yfir hugann. Það er merkilegt að þegar lampar hjartans deyja út, byrja menn að hafa áhyggjur af takmörkunum. Menn geta vitnað í fjölmörg söguleg dæmi um þessa sjálfsníðslu. En vitund mannsins kýs að hunsa grundvallaratriði til sjálfsfullkomnunar. Þannig reynir hún að fela dýrmætustu möguleikana.

110. Vitneskja um eldviðbrögð skiptist í samræmi við skynfærin. Fyrstu áhrifin er sýnin, með öllum sínum eldlega fjölbreytileika. Síðan bætist heyrnin við, með tónlist sviðanna, bjöllum og hljómastrengjum náttúrunnar. Svo kemur næmni snertingar, með tilfinningum hrynjanda, hita og kulda. Erfiðast allra eru lyktar- og bragðskynjanir. Samt veit Urusvati merkingu þess að lykta mann í órafjarlægð. Nú veit Urusvati líka eitthvað annað sem er mjög erfitt: að skynja bragð málms í fíngerða heiminum, sem þegar er óvenjulega næm. En maður ætti ekki aðeins að hafa vald til að greina slíkar skynjanir, heldur ætti að vita hvernig á að fylgjast með þeim. Slík greining er mjög sjaldgæf en með því að fara út fyrir þrívíddarmörkin verður henni náð.

111. Þegar maður nálgast eldheiminn verður hann að tileinka sér staðfestu. Þetta er ekki auðveldur eiginleiki til að ná tengslum við hreyfanleika. Hvorugur eiginleikinn felur í sér að maður eigi að tyggja aðeins eina og sömu skorpuna, eða snúast í sömu músargildrunni. Það er ekki auðvelt að staðfesta þessa eiginleika í andanum ef takmörk þrívíddarinnar eru ekki yfirstigin.

112. Það réttilega athugað að til þess að lífveran aðlagi sig að grænmetisfæði eftir að kjötfæði, tekur þrjú ár. En ef slíkt tímabil er nauðsynlegt fyrir eingöngu líkamlegar aðstæður, þarf ekki styttra tímabil til umbreytingar vitundar, nema karmísk skilyrði gefi sérstaka möguleika. Til að umbreyta vitundinni þýðir að fara inn í sérstakan heim; það þýðir að öðlast sérstakt mat á öllu því sem gerist; það þýðir að halda áfram án þess að líta aftur; það þýðir að skilja eftir allar kvartanir og öðlast góðan vilja. Virðist það ekki einkennilegt að samhliða fæðutímabili verði að setja siðferðilegt hugtak góðvildar? En sem betur fer mun hver læknir styðja okkur í þessu, því velvild er best fyrir meltinguna. Fólki líkar andlegar undirstöður studdar af ráðleggingum um mataræði.

113. Meginregla gerir okkur kleift að mynda hugmynd um samfelld skref í sama skipulagða ferlinu. Allir geta lært að synda um leið og hann sigrar vatnsfrumefnið í vitund sinni. Samkvæmt þessari meginreglu getur maður legið á vatninu og með ákveðinni æfingu getur hann setið á vatninu. Jógi getur þróað það frekar og staðið á vatninu. Auðvitað er slík staða, og einnig það að svífa, eldlegar aðgerðir. Þú hefur þekkingu á lyftingu og manstu eftir því hverrar eldspennu er krafist fyrirfram. En lyfting er ekki svo erfið, því frumefni eldsins er í ætt við frumefni loftsins. Við minnsta vafa, þrátt fyrir allan líkamlegan árangur, mun maðurinn strax drukkna eða detta. Endurkast efans er sláandi.

114. Maður þarf ekki að vera undrandi á myrkum aðilum sem sveima um. Ef þú finnur ljón í blómagarðinum þínum, yrði eflaust uppnám í húsinu. Fyrir hina myrku ert þú ljónið í bakgarðinum þeirra. Ekki örfáar tilraunir lögðu þeir í að rækta þistlana og þá birtist allt í einu óboðið ljón! Sannarlega, stundum verður maður að vorkenna öllum þessum erfiðleikum manna. En þrátt fyrir allt, þá er fjarvera efans sterkari en allar dökku snörurnar.

115. Fyrir augum manna eiga sér stað margar andlegar athafnir sem hafa líffræðilegar afleiðingar, en samt eru menn ekki tilbúnir að taka eftir þeim. Það sama má einnig sjá þegar fingerði heimurinn er heimsóttur, þar sem þessar birtingarmyndir eru mun greinilegri. Niðurbrot astral líkamans er háð eldheitum snertingum. Þegar eldlegar verur nálgast ákveðna lagskiptingu fíngerða heimsins er hægt að verða vitni að sláandi birtingarmynd. Eldefnið er því prófsteinn. Við snertingu þess styrkjast sumir fíngerðir líkamar í eldlegri getu sinni, en aðrir sundrast strax. Þetta ferli á sér stað með miklum hraða, eins og frá eldi. Þannig er hægt að bera saman röð merkilegs uppgangs og verðskuldaðra brottfara. Eldlegir eiginleikar geta ekki aðeins komið fram í eldsviðinu heldur jafnvel í eldlegum jarðvistum. Maður ætti smám saman að venjast þeirri hugsun að jafnvel hér á jörðinni geti birtingarmynd þessa hæstu eiginleika orðið. Maður ætti að viðurkenna þetta, ekki aðeins vegna þess að það er óbreytanlegt, heldur líka vegna fjölbreytileika birtingarmynda náttúrunnar. Sumir viðurkenna kannski ekki að sá fíngerði líkami sem spáð er, geti framkvæmt sömu líkamlegu athafnir eins og skrif, en þú veist að þetta er mögulegt og Ég þarf ekki að sannfæra þig um það. Auðvitað er eldlegur kraftur nauðsynlegur til slíkra athafna.

116. Viðleitni er þörf til að stjórna eldorku, sem til styttingar munum við kalla Agni. Þessi áreynsla er í raun ekki líkamleg og ekki einu sinni af fíngerðri gerð. Í Austurlöndum skilja menn þennan eldhraða eiginleika. Í vestrænni umræðu er alls ekki til hugtak fyrir þennan fíngerðasta þátt. Þess vegna er svo erfitt að tala um eldheiminn. Í austrænum tungumálunum verður þetta hugtak stundum úrelt vegna þess að það er óhæft fyrir nútímavitund. Þetta er ástæðan fyrir því að mörg tákn Tao hafa verið niðurfærð í efnislega lýsingar.

117. Hve margar háleitar umræður eiga sér stað! Þvílíkum merkjum um hærri þekkingu er hellt inn í líf fólks, en er hæðst að eins og hverskyns kuski! Og þó, hver hugsar með hugrekki til morgundagsins? Þvert á móti er morgundagurinn yfirleitt hitabelti skelfing sem vitundin sekkur í. Athygli þarf að beina að undrum hvers dags. Við skulum ganga frá vöggunni, alla leiðina í trausti og sjálfsfullkomnunar.

118. Leið hins góða vilja ætti í raun að efla. Það hefur verið staðfest sem kjarninn í tilveru okkar. Við skulum ekki gleyma þessum verndargrip, jafnvel ekki í eina stund. Það er eins og yndislegi steinninn sem þú þekkir. Gleymum ekki eiginleikum steinsins og staðfestum það með veifu okkar.

119. Það ætti að fagna öllu sem hefur lífgetu. Það ætti að fagna hverjum neista; úr því vex eldur. Vertu því velviljaður.

120. Notkun áfengis og ópíums eru ljótar tilraunir til að nálgast eldheiminn. Ef Samadhi er náttúruleg birtingarmynd hærri elds, þá er logi áfengis eyðileggjandi eldur. Að vísu vekja fíkniefni blekkingar um eldlega nálgun, en í raun munu þau vara lengi sem hindranir fyrir valdi á hinni sönnu orku Agni. Ekkert færir slíka eymd síðar í fíngerða heiminum, eins og þessar óeðlilegu tilraunir til að vekja eld án viðeigandi hreinsunar. Maður getur ímyndað sér að í fíngerða heiminum sé drykkjumaður ekki aðeins kvalinn af löngun í áfengi heldur þjáist hann enn frekar af óeðlilegum eldi, sem í stað þess að styrkja hann eyðir vefnum ótímabært. Bruni fíngerða líkamans á sér stað á annan hátt við umskipti hans inn í eldheiminn; hann brýst út í loga eins og slitnar umbúðir ásamt tilfinningu um frelsun. En eins og allt í náttúrunni verður þessu aðeins náð í samræmi við grundvallarlögmál, og það þolir ekki valdbeitingu.

121. Ofbeldi er böl mannkynsins. Það sprettur af fáfræði, jafnvel maður sem hugsar lítið, finnur til skelfingar í hjarta sínu þegar hann stendur frammi fyrir því óeðlilega.

Frá allri skelfingunni skulum snúa okkur að hjartagæskunni. Þó að við munum ekki þreytast á að tala ítrekað um hjartagæsku, þá er þetta síðasti möguleiki margra að átta sig á henni. Gefðu gaum að orðinu "síðasti".

122. Jafnvel í líkamlegum veikindum leitaðu sálrænna orsaka. Þjóðir hafa viðhaft mörg orð um þessi áhrif; sagt er: „Vegna hjartans hefur augað dökknað,“ eða „Hann hefur misst tennurnar af álagi,“ eða „Brjóst hans hefur klofnað af hugsunum,“ - þannig muna menn eftir meginorsök veikinda. Og hugsandi læknir greinir frá erfiðleikunum við að meðhöndla andlegt ástand. Það er hægt að staðfesta að veikindi hverfa hraðar þegar þau eru ekki studd af sálrænum orsökum. Sömu þjóðir hafa kennt ýmsum læknandi eiginleikum til eld. Jafnvel skurðir hafa verið gerðir með rauðglóandi málmi. Þannig var logandi hlutleysing staðfest jafnvel í frumstæðri vitund.

123. Uppljómunarástand er kallað „eldleg hjálp“. Þetta vitundarástand ætti að nálgast með öllum skilningarvitum fáguðum. Reyndar má taka eftir því að stundum tala Ég um hluti sem eru næstum þeir sömu, en í þessu „næstum“ er einn fullkomin snúningur á spíralnum. Ef þú berð saman öll þessi „næstum“ geturðu greint lagskiptingu vitundarinnar. Það er ekki mjög auðvelt að tileinka sér hrynjandi þessara lagskipta, sem eru mismunandi. Samt er í mörgum athugunum hægt að skilja hve fíngerð vitund okkar er. Einmitt, Ég legg áherslu á fágun lagskiptinga vitundarinnar. Fólk ímyndar sér oft að eldur sé eitthvað ókyrrt, óstjórnanlegur, næstum ógnvekjandi, þannig gróðursetja þeir sjálfir eldþykknum. „Sem þú ákallar, svo verður ákallinu svarað.“

124. Það er ekki auðvelt að lækna augu sem hafa dökknað af ryki ósættis. Augnþvottur af sannri stórmennsku er fyrsti kosturinn. Athugaðu sömuleiðis að þetta á við um marga aðra kvilla.

125. Aðstæður í heiminum eru erfiðar; alls staðar er eins konar steingerving. Fólk telur sig fast í eðju, en heilu fjöllin klofna sem áminning um það sem koma skal.

126. Í stað Diplodocus stökkva kengúrur; í stað Pterodactyl fljúga blökur; í stað drekans, eðlur. Hver er meiningin með þessu? Getur það verið hnignun? Reyndar er það aðeins aðlögun. Að sama skapi myndi kylfa Herkúlesar aðeins vera sjaldgæfur safngripur nú á tímum. Þannig, einnig í lífinu, ætti að skilja þróun, ekki sem vöxt hnefans, heldur sem þéttingu andans. Frá sveiflu kylfunar skulum við snúa okkur að nýjum skilningi á daglegu lífi. Þáttur eldsins er tignarlegur, en jafnvel á hann þarf að læra í daglegu amstri. Það er ekki rétt að klæða hetjur í skikkjur eingöngu og svipta þær öðrum klæðum. Þróun ætti að koma úr lífinu, meðal lífsins og fyrir lífið. Fegurð þróunar er ekki afstæð, því afstæði er misskilningur. Maður ætti að muna þetta hugtak um þróun sem lífsnauðsynleg getu; þannig munum við nálgast flóknustu formúlurnar, þar sem táknið Aum verður ekki áletrun heldur tjáning hæsta þáttarins. Við skulum þjálfa vitund okkar að þessu.

127. Við ættum ekki að halda að ein alhliða lækning sé við sjúkdómum sem geta haft þúsund orsakir. Hægt er að koma á sérstökum meðferðum sem hægt er að beita að hluta og svara töluverðum orsökum veikinda. Þannig verður að skilja að alhliða hagnýting er ómöguleg, vegna þess að uppruni sjúkdóma er ólíkur. Sömuleiðis, í aðferðum jóga er ómögulegt að beita sömu aðferðum fyrir alla. Og þó, nokkuð oft í fyrirlestrum og erindum er getið um almennar aðferðir, og viðstaddir eru blekktir til að halda að sé fyrir alla. Aðeins mjög gaumgæfileg athugun á andlegu ástandi viðkomandi einstaklings mun gefa réttu leiðbeiningunum fyrir hann. Það virðist mjög frumstætt að taka tillit til fjölbreytileika lífvera, sérstaklega aðstæðna andans, en mannkynið elskar alhliða lækningu. En aðeins er til ein slík - hin upplýsta vitund!

128. Mörg dýr lifa allt að þrjú hundruð árum. En ef það ætti að uppgötva leið til að lengja líf þeirra, jafnvel í fimm ár, væri það ekki til neinna bóta fyrir þróunina. Líf andans er undirstaða þróunar.

129. Ef við byrjum að tala um eldsprota, þá munu margir alls ekki átta sig á merkingunni og aðrir munu halda að vísað til grófra rafbirtinga. Samt ættu menn að íhuga vel þessa fíngerðu eldlegu virkni. Þú hefur séð hvernig aðeins rispur hafa valdið brunasviða. Slíkt er ekki einungis af líkamlegri sýkingu. Eldsproti snerti rifinn vefinn. Svipaðar birtingarmyndir má sjá sem samræmast ytri logandi spennu. Sá rifni vefur, með öllum taugarótum, er sem segull fyrir eldbylgjurnar. Reyndar getur það fólk sem býr yfir kröftugri hjartaorku laðað að sér spenntar bylgjur eldsins. Þess vegna mæli ég með vatnspressun í slíkum tilvikum en engum alkahól efnum. Á meðan á spennunni stendur verður að forðast áfengi, því það dregur að eldbylgjur. Margir drykkjumenn gætu gefið vitnisburð um eldbylgjur sem valda slíkum þjáningum! Auðvitað er Ég ekki að tala núna um taugabruna, sem aðeins fáir hafa séð. Þrátt fyrir það má ekki gleyma eldsprotunum á svo spenntum tíma.

130. Þessir sömu sprotar og spíralar verða til í óreglulegri viðleitni fólks, þó ekki með slæmum ásetningi. Þú veist líka hvaða áhrif viðleitni hefur á holdlega og fíngerða líkama. Fólk áttar sig ekki á því að í spennu sinni verða þeir næstum eins og vampírur. Að auki ættu menn að greina sendingu vitsmuna frá hjartans. Að nefna nafn oft og tíðum getur reynst hafa nær engin áhrif, en hjartasending getur, í angist og viðleitni sinni, virkað sem kæfispírall. Það má sannarlega segja: „Kyrkið ekki, jafnvel þér til góða.“

131. Þegar góðar hugsanir eru sendar verður maður að ná eldingarhraða á þeim örvum. Við ættum ekki að draga aðgerðina á langinn, því það er gagnlegt að skjóta þessari ör. Eldurinn skýst eins og ljós í gegnum öll svið. Maður verður að venjast þessu verki þegar snerting við Helgiveldið er stöðug.

Að sjá dimma stjörnu bendir til mjög mikillar hættu. Því í öllu er hægt að gefa slík merki. Lítil vitund gerir sér ekki grein fyrir öllum truflunum en þróuð vitund skilur mikilvægi æsing vatnsins af sverðum englanna.

132. Vestrænir læknar tala án ástæðu um erfiðleikana við að vinna með Okkur. Við höfum aldrei verið á móti tilraunaaðferðum. Þvert á móti fögnum við hverri fordómalausri aðgerð. Við eru sammála það þegar félagi í breska læknafélaginu talar um nákvæmar rannsóknaraðferðir. Við erum reiðubúin að aðstoða rússneska fræðimanninn við störf sín að ónæmisaðgerðum og ódauðleika. Við fögnum því þegar japanski skurðlæknirinn notar stjörnuspárdagatal. Við erum að veita lettneska lækninum aðstoð við að uppgötva einkenni um þráhyggju í augunum. Við erum reiðubúin að aðstoða hvern og einn og gleðjast með hverjum og einum. Reyndar aðstoðum við stöðugt allar rannsóknir og beinum athyglinni á alla vegu. Við tölum um raunveruleikann; Við staðfestum fáránleika afstæðisins. Þannig óskum við eftir því að læknar og fræðimenn vestanhafs íhugi réttlátt samstarf Okkar. Það verður að skiljast að tími er kominn til að skýra staðreyndir með því að henda hýðinu. Það er kominn tími til að viðurkenna að mörg hjátrúin vex enn í bakgarði einangrunar. Þannig að hjátrú mun tilheyra fordæmingu alls sem er „ekki mitt“. Frelsun hugsunar verður sannarlega skraut sannrar þekkingar.

133. Er ekki nauðsynlegt að minna á frelsun hugarfarsins í hvert skipti sem komið er saman til að tala um eld? Munt þú ekki krefjast réttlætis þegar þú vísar til skilnings? Kallar þú ekki fram vorkunnarbros þegar þú minnist á ósýnilegan eldheiminn?

134. Í hinu holdlega ástandi er eldheimurinn ósýnilegur með örfáum undantekningum, en í fíngerða heiminum má skynja eldmistur. Sannarlega þegar það nálgast, finna lægri verur fyrir sérstakri þjáningu, eins og frammi fyrir því óaðgengilega. Fyrir þessar lægri verur eru synir eldmistursins að því er virðist vopnaðir logandi geislum, sem eru ekkert annað en geislun af útlimum þeirra. Nauðsynlegt er að hefðbundinni hugmynd um þokuna verði breytt í samræmdan logandi alheim, en til þess verður vitundin að umbreytast. Hversu mörg áföll verður að upplifa til þess að sjónræn tilvera lyfti vitundinni óttalaust! Maður verður að losa sig við óttann við mistrið og með heiðarlegri hugsun og þróuðu ímyndunarafli ætti maður að komast fram úr skrímslum hjátrúarinnar.

135. Hugarsköpun og sefjun eru alls ólíkar, þó báðar tengist eldlegum birtingum. Sefjun er þvingun elds, en hugarsköpun er birting grunnlögmáls. Þegar við ræddum við ákveðinn sahib um að gegnsýra bústað hans með áru Okkar, höfðum við eðlilega í huga hugarsköpun og ekki sefjun, sem Við gefum dáleiðendum fúslega eftir. Hugarsköpun er miklu öflugri en nokkur sefjun. Í fyrsta lagi er sefjun tímabundin; hún slær áruna og skapar karma, en hugarsköpun mettar áruna og truflar ekki sjálfstæða athöfn. Í raun er rými sem mettað hugarsköpun gegnsýrt eldkraftinum. Friðhelgi karma er og verður eitt allra fínlegasta skilyrðið. Að gefa, aðstoða og jafnvel leiðbeina án þess að brjóta í bága við persónuleikann - er erfitt verkefni. Hver og einn verður að horfast í augu við slíka lausn. Hugarsköpun, án sjálfsins, veitir leiðina út úr þessum völundarhúsum. Góðvild, hjartahlýja og samvinna hjálpa sömuleiðis, en þoka óstöðugleikans er sérstaklega lélegur leiðarvísir.

136. Hvers konar rifrildi og deilur eru þegar framlag til myrkursins. Skaðlegasti rýtingurinn er ekki við beltið, heldur á broddi tungunnar. Einhvern tíma verður það skilið að hið talaða orð og einnig það sem er hugsað er óafmáanlegt. Hver og einn sem ætlar sér að gera gott getur glaðst yfir þessu og öfugt.

137. Bættu við, þegar þú skrifar til lettneska læknisins: Við athuganir á augum andsetins fólks má hann ekki missa sjónar af því að einkenni sem koma fram geta breyst. Við nálgun eldorku getur einkennið horfið sem sagt. Sá sem tók sér bólfestu getur byrjað að rugla, eða hann getur dregið sig til baka og einkennið hverfur þar með. Þess vegna á athugunin að fara fram áður en eldorkan er send, annars breytist þessi aðgerð í brottrekstur þess óþekkta. Slík aðgerð er í sjálfu sér framúrskarandi en hún er utan augnasviðs rannsakandans. Sömu viðbrögð koma stundum fram í húðsjúkdómum sem, undir áhrifum eldorku, breyta útliti þeirra og jafnvel hverfa. Gleymum ekki að andsetning kemur stundum fram í húð eða með kippum í andliti. Engu að síður á lettneski læknirinn hrós skilið, því það er ekki auðvelt að skynja kristala brúna gassins.

138. Að síðustu snúum við okkur að vináttu sem grunni lífsins. Vinátta er ekki hið grófa né duft illskunnar. Vinátta er ekki hula. Vinátta er ekki gríma sviksemi. Vinátta er ekki viðkunnanleg gríma. Vináttu verður að skilja sem tilfinning sem kemur frá hjartanu, lausa við hræsni. Það eru margar villur varðandi hugtakið vinarþel, því fólk hefur vanist því að blekkja jafnvel sjálft sig. En þar sem eiginleikar vináttunnar er ómissandi fyrir eldheiminn, verður hann að hafa ósvikinn heiðarleika. Í fyrsta lagi þolir eldurinn ekki sveiflur. Þess vegna verða menn að skilja eiginleika vinátturnar í heild sinni. Vinátta ætti ekki að líta á sem einhvers konar afrek. Maður ætti ekki að hrósa fyrir eiginleikum vináttunnar, því þeir er óaðskiljanlega tengdir aukinni vitund. Hvernig er mögulegt að ímynda sér umbreytingu eldmistursins í heilan fallegan heim, án þess að hafa styrk til að hreinsa eigin hugsanir af smáu brotunum? Við skulum átta okkur á því hversu smámunasamar þessar flísar eru! Og það er ekki erfitt að losa sig við þær; maður þarf aðeins að afhjúpa þá í vitundinni. Við skulum ekki vera hrædd um að fólk almennt geti ekki snúið aftur til vináttu, það er nóg af henni í hverju okkar, því skulum við gera ráð fyrir því sama um aðra. En við skulum ekki gera úr þessum eldlega eiginleika, veikan vilja, undirgefni og aumkunarverða hræsni.

139. Aftur hafa hin lægri lög fíngerða heimsins hafa verið afhjúpuð í því skyni að sannfæra fólk um hve nærri þau eru og svipuð sviðum jarðarheimsins. Það er miður að fólk fari svo óundirbúið inn í fíngerða heiminn; það kemur með grunnvenjur sínar og það sóar hugaraflinu á ófullkomin form. Í fíngerða heiminum er skapandi hugsunar þróuð á öllum sviðum. Það er jafnvel erfitt að ímynda sér í hvaða blekkingum dýrmætum krafti er varið! Ráðleggja ætti fólki að venjast því að hugsa, jafnvel aðeins í litlu mæli um hið fagra, til að forðast birtingarmynd ljótleika. Ekki eru fá hin fögru sköpunarverk og merkilegar birtingarmyndir náttúrunnar, en nauðsynlegt er að fylgjast með þeim. Dökkt hugarástand er uppspretta allrar ógæfu. Jafnvel lág svið fíngerða heimsins eru mismunandi hvað varðar tálsýnina. Þar sem von er á tilbeiðslu eru engir ruglaðir draumar og öll smáatriði eru greinileg. En þvílík hætta er ef tilbeiðslan er grunn eða léttvæg!

140. Vísindin hafa þegar staðfest tilvist lífvera sem geta heyrt fjarlægar útvarpsstöðvar án sérstakra móttökutækja. Reyndar opna þessar eldlegu birtingar möguleikanna á að ná hugsunum úr fjarlægð. Ef lögmál hljóðbylgja er skilið er mögulegt að skoða hugsanaflutning með sama lögmáli. Það er heppilegt að jafnvel hrædd vísindi samtímans viðurkenna augljósleika slíkra náttúrulegra möguleika. En það er ömurlegt að vísindin vandi sig ekki við að rannsaka slíka einstaklinga. Maður heyrir að „að undanskilinni þessari stórkostlegu getu er lífveran fullkomlega eðlileg.“ Þetta er heimskulegasta rannsóknin. Það þýðir að læknirinn skoðaði svo stórkostlegan mann eins kæruleysislega og hann myndi skoða einhvern fyrir göngu. Við viljum ekki móðga lækninn, því oft er enginn staður fyrir hann til að framkvæma rétta athugun. Reyndar gera lífsskilyrðin erfitt fyrir öll störf af fíngerðum toga. Reyndu að banka á dyr tilraunastofnana og þér verður mætt með algerlega fjandsamlegum straumi krafna, sem verður umfram getu leitanda. Nauðsynlegt er að breyta þessu ástandi, annars, hvar verður mögulegt að rannsaka ýmissar sannanir af eldlegum toga? Reyndu að finna leiðir til að rannsaka nauðsynlegar birtingarmyndir og þú munt sjá hversu áhorfendur þínir verða fjandsamlegir; þeir munu minna þig á rannsóknarréttinn. Eins og verkefni þeirra væri ekki að aðstoða það sem er mjög gagnlegt heldur að eyðileggja möguleika! Þannig hefur það verið, þannig er það, og fólk þráir að það eigi alltaf að vera þannig. Annars væri enginn Harmageddon. Maður ætti að skilja af heilum hug hversu mörg fínlegustu skilyrðin eru sem geta ákvarðað mikilvægar breytingar á öllu lífinu. Engu að síður er nauðsynlegt að knýja á um inngöngu, vera viðvarandi, lúta háðung, til að afhjúpa það, sem því er virðist opið öllum. Golgata er reist vegna vanþekkingar og skorts á skilningi.

141. Jafnvel villimaður getur flogið í flugvél, en við skulum ekki halda að það hafi verið betra áður fyrr. Ég hef sýnt þér skrár yfir þrjátíu ára stríðið til þess að þú skiljir hvernig grófleiki og fáfræði hafi ráðið, jafnvel í tiltölulega háþróuðum löndum. Hægt væri að vitna í skrár yfir fágaða Róm, Egyptaland og Babýlon og hjartað myndi skjálfa. Þess vegna ættu allir sem horfa til framtíðar að halda áfram að knýja á um inngöngu.

Einnig verður maður að venjast því að leggja ekki of mikið á Helgiveldið og skaða ekki hvort annað. Ég hef hvatt þig til að sýna skilning á þessum lögmálum, en oft er heyrnin svo dauf!

142. Púki ákvað að setja helgan einsetumann í bjargarlausa stöðu. Fyrir þetta stal púkinn nokkrum af helgustu hlutunum og bauð einsetumanninum þá með orðunum: „Viltu þiggja þetta frá mér?“ Púkinn vonaði að einsetumaðurinn myndi ekki þiggja gjafirnar og svíkja þannig helgan hluti; ef hann hins vegar samþykkti þá væri hann að ganga til samstarfs við púkann. Þegar þessi hræðilegi gestur hafði lýst tillögu sinni gerði einsetumaðurinn hvorugt. Hann reis upp í reiði og með öllum krafti anda síns bauð hann púkanum að skilja hlutina eftir á jörðinni og sagði: „Myrki andi, þú munt ekki halda þessum hlutum, þú munt hverfa, verða útrýmt, því skipun mín hefur birst að Ofan!“ Þannig verður maður að vega hina dökku og þegar sjálfstraust er styrkt af Helgiveldi getur enginn myrkur máttur haldið aftur af loga andans. Við skulum ekki telja þessar þjóðsögur óþarfar. Púkarnir eru af mörgum gerðum og hver stritari ljóssins verður fyrir árásum.

143. Höfuðverkur getur átt sér margar orsakir, en það getur líka stafað af ómótteknum andlegum sendingum; þetta getur líka fundist sem nálarstungur í hjarta. Þess vegna er Mér í mun að þessi skaði verði ekki. Hjá sumu fólki myndast neitun óafvitandi og það verður að vana að finnast afskiptur. Vegna þessara villu verður fólk ónæmt fyrir birtingarmyndum andlegra sendinga. Í þessu ástandi hrökkva velviljaðar hugsanir af múrum gremjunnar. Þar að auki getur hugsunin snúið aftur og aðeins valdið sendanda vandræðum. Maður ætti að hvetja alla til að skaða ekki. Að auki er, það- snertir-mig-ekki, viðhorf smámunasamt og nært að óþroskaðri vitund. Þannig að í daglegu lífi verður til gremjuvenjan. Það verður að viðurkenna og henda því út sem skaðlegustu skordýrum. Smámunasömum jarðneskum tilfinningum er fórnað á eldlegu altari.

144. Margt er að gerast víða og sérstaklega þar sem segulkraftur er. Fræðarinn varar við að nú á dögum megi búast við óvenjulegustu átökum, því svo fjölmenn eru lægri svið fíngerða heimsins orðin. Menn hafa ákveðið að fylla fíngerða heiminn með miklum fjölda sem kemur fyrr en tími var komin á þau. Enginn hefur hugsað hverjar afleiðingarnar verða fyrir fólkið sjálft. Það er ekki hægt að slátra milljónum manna refsilaust, án þess að setja á alvarlegt karma. Jafnvel þó að karma sé ekki persónulegt, er það svo miklu verra, því það eykur karma þjóða og plánetunnar sjálfrar. Það sem sagt hefur verið um friðarboða er réttara, því afstaða þeirra vekur rétt viðhorf til framtíðarinnar. Neðri svið fíngerða heimsins mega ekki fyllast af hryllingi ófullgerðs karma. Maður skyldi ekki ætla að það muni ekki hafa nein afleiðingar á ástand plánetunnar. En meginorsökin er sú að enginn hugsar um fíngerða heiminn yfirleitt. Einangrunin er hræðilegust; einmitt myrkraaflið hyllir við hverja firringu.

145. Við skulum fylgjast með hverri hreyfingu. Lífveran okkar afhjúpar margar staðreyndir sem varða fíngerða og líkamlega heiminn. Það er hægt að taka eftir því hversu mikið vitund manns breytist á ferðalagi í fíngerða heiminum. Það er eins og það hafi verið sigtað og jafnvel uppáhalds aðferðir okkar eru áfram með jarðnesku vitundinni. Þetta er mjög erfitt að skilja. Ég fagna því enn meira er maður tekur ekki aðeins eftir þessu, heldur rifjar einnig upp tilfinninguna um að sleppa jafnvel við kunnuglegar venjum. Þetta þýðir ekki að þroskuð vitund glatist í fíngerða heiminum; það gerist enn hraðar, það fer sem sagt í gegnum fínt sigti sem umbreytir fíngerða efninu sem eftir er. En til þessarar athugunar er þörf á þróaðri skynsemi. Þú gerir líka vel að muna fjarverustundirnar. Með tímanum veistu hvar nærveru þinnar var þörf. Ekki aðeins í fíngerða heiminum heldur hér á jörðinni á sér stað breyting og aðstoð við vitundina. Þú getur verið viss um að ef fjarvera hefur verið endurtekin aftur og aftur þýðir það að þú munt fræðast um mikla atburði, um árekstra þar sem vitund verður rugluð og þarfnast aðstoðar. Það er vissulega nauðsynlegt að vita hvernig á að fylgjast með þessum samverustundum. Til að bjarga sínum nánustu gefur fólk stundum blóð sitt til blóðgjafar; ætla það ekki að ljá eldheita vitund þegar þeir sem eru nálægir eiga í vandræðum?

146. Einnig ættu menn að læra að sóa ekki vinnu. Andleg óreiða fær fólk til að vanrækja það sem skiptir máli. Sjáðu hve allt innihald skortir í bréfin tvö sem þú fékkst; Ég kenni riturunum ekki svo mikið um, eins og þeim sem rugluðu þá. Slík vanvirðing við meginatriðin veldur þegar óbætanlegum skaða. Sá sem villir vitund samferðamanns síns er skaðvaldur. Hann færir sjálfum sér enga gleði; þvert á móti verður líf hans myrkvað, því vitund hans hefur vikið sér undan meginþáttum. Að huga að þeim og halda áfram veginn, þýðir að halda áfram til sigurs. En til að byrja á því að steypa sér í gryfju óvissu, þýðir það þá ekki að vera steinn um háls náungans?

147. Að vega aðalatriðið og rykið á þröskuldinum er það próf sem hver og einn verður að hafa skýrt fyrir sér. Enginn hefur rétt til að stinga í hjarta eða valda höfuðverk, meðan óbætanlegur fjársjóður gengur hjá! Fólk telur það ekki óbætanlegt sem það tekur ekki eftir.

148. Það er hægt að lesa lokaða, framandi bók. Þú hefur séð þetta. Það er hægt að vild að vita tímann, að sjá í huganum á klukkuna. Þannig er mögulegt að knýja eld geimsins til að fjarlægja allar hindranir. Fólk kallar þessa birtingarmynd skyggni, en betra er að kalla hana umbreytingu elds. Samt má taka fram að þessi eldlegi möguleiki er ekki alltaf sá sami. Einnig er hægt að sýna fram á að mikil áföll auka þennan hæfileika, alveg eins og fullkomin hvíld gerir. En það er til ákveðið millistig andans, sem líkt og ský umvefur vitund okkar - þetta er andans óreiða. Það er sá sami vafi sem kveikir efasemdarskýið. Skýrleiki móttökunnar dofnar ekki aðeins vegna ruglings móttakandans sjálfs, heldur einnig frá þeim sem kringum hann eru og bundnir honum af karma.

149. Þegar ljósmynda á árur verður hægt að sjá merkilegt fyrirbæri. Ára í fullkominni hvíld er jöfn að styrk og ára í miklu áfalli. En á hinn bóginn muna millibylgjur minna á þegar rykugupoki er hristur. Þess vegna ver Ég þig svo frá smávægilegum vafa og ósætti. Maður getur séð fyrir sér gráu sundurleitnina sem, eins og tjaldhiminn, byrgir ljós möguleikanna.

150. Maður má ekki líta á virkni elds sem eitthvað sálarlegt. Lítum á eldinn sem eitthvað líkamlegt. Það verður auðveldara fyrir meðalvitundina að hugsa þannig.

151. Í svefni eru oft hinar mestu andstæður, alveg eins og andstæðar árur geta verið likar. Það getur verið þokukennd hvíld, eða það er spennuþrungið erfiði fíngerða líkamas. Þegar, auk nætursvefns, er einnig krafist fjarveru á daginn, þá þýðir það að vinnan er mikil. Oft hefur þessi óskiljanlega vinna þýðingu fyrir heiminn. Ríkisstjórnir vilja mjög gjarnan fá slíka starfsfélaga en vegna takmarka manna vita þeir ekki einu sinni hvernig þeir geta fundið þá. Þegar slíkur möguleiki kemur í ljós fyllast þeir dýrslegri skelfingu og hrópa: „Hættulegasta fólkið!“ Þannig að hvert hugtak sem nær út fyrir mörk grófustu jarðnesku þægindin mun fylgja dýrslegur ótti. Maður verður að hugga sig við þá staðreynd að það var alltaf þannig.

152. Sá sem er ófær um að uppfylla skilyrði fræðslunnar býr í ótta. Maður verður að sjá áru óttans til að skilja hversu fáránleg þessi tilfinning er. Slík ára er ekki aðeins óróleg heldur storknuð, eins og hún sé frosin, og svipt allri sveiflu hangir hún eins og ok glæpamanns. Maður ætti að huga að ljósmyndun útgeislunar. Jafnvel fosfórlýsandi fiskur er auðveldlega myndaður.

153. Við munum snúa aftur síðar að spurningunni um fæðingu, sem er svo bundin eldheiminum. En nú skal Ég svara spurningunni um ljósið í fíngerða heiminum. Reyndar, svara gegnsæjar aðstæður til alls sem til er í heiminum. Þegar þú heimsóttir Dokyood sástu nægilegt ljós. En ákveðin svæði í fíngerða heiminum eru sláandi vegna rökkurs þeirra. Ljósið er innra með okkur og við opnum leiðina að því. Svo hafa íbúar fíngerða heimsins, sem þrá ljós, engan skort á því. Fyrir þá íbúa sem ljós er framandi þá búa þeir í rökkri. Þetta vísar til ótakmarkaðrar hugarsköpunar. Sú sól sem við á jörðinni skynjum undir einum þætti, getur breyst í mörg skilyrði undir krafti hugarsköpunar. Sá sem þráir ljós veitir aðgang að því, en sá sem sekkur í hugsanarökkur fær það sem hann hefur takmarkað sig við. Þetta er ástæðan fyrir því að við tölum svo oft um skýrleika vitundar, um takmarkaleysi hugsunar og um innilokun. Slík aðlögun lífverunnar að framtíðinni skilar eftirsóknarverðustu niðurstöðum. Hve margir íbúar fíngerða heimsins líta í kringum sig í logamistrinu og sjá eftir því sem hefur tapast!

154. Þegar ég segi að óvinir þess góða muni verða sigraðir, þá hef ég í huga veruleika. Maður getur séð hvernig fólk sem hefur misst tengslin við Helgiveldið missir stöðu sína og fer inn í óminni. Þú hefur bara séð hvernig það er hægt að renna niður á við, ekki af sverði engilsins, heldur af almennun ákvörðun. Þetta gerist þegar það sem þegar er nærri, þegar gefið, er ekki samþykkt. Maður má ekki bíða þangað til sendiboðinn særir hönd sína af því að banka, maður verður að safna hjartaskilningi í tíma. Maður getur ekki rofið þræðina við Helgiveldið refsilaust. Skýin koma af okkar eigin sökum! Fylgdu því þessum logandi táknum í lífinu.

155. Við mikla eldspennu ætti að forðast húðskaða. Eldleg tenging veldur sérstökum bruna. Þetta fyrirbæri getur verið áhugavert fyrir lækna. Og jafnvel ætti að skoða rispur frá andlegu sjónarhorni. Sálarorkan er að verki en taka verður tillit til sérstakrar eldspennu. Hvert eldgos eldfjallsins á sér einnig stað vegna sérstaks þrýstings. Birtingarmynd eldspennu á sér stað víða í lífinu. Enn og aftur hafa nýjar eyjar risið í Kyrrahafinu, eins og eldlegar ígerðir.

156. Við hörmum að hve miklu leyti grimmar athafnir eyðileggja margar birtingarmyndir sem þegar hafa verið undirbúnar. Maður er bara undrandi á slíkri svívirðingu!

157. Að hverju eigum við að stefna, til þess endanlega eða því óendanlega? Jarðvistin er stutt, fíngerði og hugarheimurinn eru ákveðinn tímabil, en eldheimurinn er handan tímans; þetta þýðir að maður ætti að stefna til hans. Í heimi stuttra ferðalaga eru eldherklæði fengin. Hinn jarðneski heimur er eins og blindgata - annað hvort uppstigning eða eyðilegging. Jafnvel fíngerði heimurinn mun ekki fullnægja leitandi anda; öll önnur líf eru aðeins undirbúningur fyrir hinn allt umfaðmandi eldheim. Veikur andi er dauðhræddur við fjarlægðina til eldheimsins, en andarnir í uppstiginu geta aðeins glaðst. Líkamlegu formin eru falleg en tónlist sviðanna er óviðjafnanleg. Enn utan þessarar fíngerðu uppljómunnar birtist hinn eldlegi mikilfengleiki. Óson hér á jörðinni birtist sem boðberi að ofan, en samt er það grófasta birtingarmynd lofthjúpsins. Jarðbláminn er háleitur en hann er eins og ull miðað við eldlega útgeislun. Þeir sem eru komnir inn í eldheiminn geta ekki andað að sér andrúmslofti jarðar. Nirvana er í raun eldleg hækkun. Í hverri fræðslu finnum við tákn fyrir þessa eldlegu hækkun. Heilagur Sergius fékk eldheima sakramentið. Þannig er myndrænt tákn um meiri möguleika gefinn. Tíminn er að koma og er þegar í nánd, en fólk veit ekki hvernig á að sætta sig við eldlega möguleika. Í óreiðu sinni munu menn gleyma því að eldheit samfélag hefur verið vígt. Þeir munu skara fram úr í andstöðu við eldinn, í stað þess að vera móttala hann. Þess vegna ítreka Ég og minni á nauðsyn eldlegar sameiningar. Margar hættulegar efnasamsetningar munu valda skelfingu. Einmitt kvaðir í fíngerða heiminum geta gefið til kynna hversu veik reikistjarnan er. Þar sem þessi hætta er orðin augljós er það skylda okkar að vara við.

158. Sálarorkan, það er að segja eldorka, eða Agni, birtist í sérhverri lifandi veru. Allir geta greint í sjálfum sér það þétta, fíngerða og eldlega. Hvar sem við skynjum birtingar sálarorku, þá er það í eldlega léninu. Úr þessum brotum er hægt að mynda öll eldleg hugtök um heiminn. Hver og einn, með gaumgæfilegri athugun á viðbrögðum tilveru sinnar, getur tekið eftir miklum fjölda einkenna eldlega lénsins. Þessu ber að fylgjast með, því á þann hátt hættum við að líta á eldheiminn sem eitthvað afstætt. Slík hugmynd um hinn eldheita heim er sérstaklega skaðleg og ekki hjálpa allar óhlutbundnu túlkanir þróuninni.

159. Við getum greint í eiginleikum okkar sérkenni fíngerða heimsins; þeir tengjast ekki alltaf sálrænni orku. En margar minningar, mörg andúðin og tilhneigingar geta verið afurðir fíngerða heimsins. Svo geta líka endurminningar um ákveðna einstaklinga og staði sem maður hefur aldrei séð, reynst ekki vera frá hinum líkamlega heimi.

160. Eins er mögulegt að þekkja fíngerða heiminn í einangruðum staðreyndum, sem og í heimshugtaki, en fyrir þessa athygli þarf, eða réttara sagt, þá fágun sem er kölluð menning.

161. Það er rétt athugað að einmitt skortur á innri vellíðan er sérstaklega eyðileggjandi. Maður getur unnið öll málaferli, kynnst nýjum vinum, en innri upplausn getur hrakið burt besta vininn. Þegar piparryk er í loftinu byrja allir að hnerra. Þannig er hægt að dreifa hættu. Þú hefur séð oftar en einu sinni hvernig nýjar aðstæður hafa birst, en þeim verður að mæta. Þannig að það er nauðsynlegt í eitt skipti fyrir öll að skilja áhættu á smiti! Það er ótækt að taka hnignun af léttúð! Þetta ferli smitast eins og holdsveiki. Það getur verið annað hvort aukning á styrk eða sundrun, það getur ekki verið neitt þriðja ástand. Maður ætti ekki að ráðleggja styrkingu með valdi. Það er ekki hægt að forða neinum frá holdsveiki með þvingunum. Það er ómögulegt að halda neinum frá hættu af ofbeldi. Vinátta er ekki ofbeldi. Vöxtur hjartans kemur ekki frá svipu og fagran garð er aðeins hægt að rækta með fögrum athöfnum. Brot gegn Helgiveldinu er óbætanlegt.

162. Sadhu benti á mangó og sagði: „Hér eru þrír heimar: fyrst börkurinn, sem hefur ekkert gildi; næst kvoða, tímabundin en nærandi; og loks fræið, sem hægt er að varðveita til eilífðar.“ Börkurinn er þunnur, meira magn er kvoða og voldugt er fræið. Eggið býður einnig upp á sömu líkingu: Skelin, sem er tímabundin birtingarmynd; hvíta, sem er nærandi þó ekki lengi; og svo, logandi eggjarauðan. Maðurinn táknar samhæfingu allra náttúruríkjanna og tákn heimanna þriggja er alls staðar augljóst. Þannig er sá siður að skiptast á lituðum eggjum á minningardegi fornt tákn. Fólk hefur viljað minna hvert annað á braut þriggja heima, á braut uppgangs og upprisu. Við skulum því ekki gleyma því að leiðin hefur verið merkt með jafnvel einföldustum hlutum.

163. Það er fullkomlega skiljanlegt að vilja vita hvers vegna, þegar við heimsækjum fíngerða heiminn, lendum ekki í marglitum árum. Í fyrsta lagi flytur vitundin mörg áhrif, en aðalatriðið er að til sé samstillt samræmi. Það er sannarlega hægt að greina uppljómunarstigið og útgeislunina sjálfa, eins og í hinu holdlega heimi, er hægt að kalla fram andlega. Það væri óþolandi ef allur fíngerði heimurinn væri samofinn marglitum regnbogum. Jafnvel á jörðinni getur regnboginn stundum verið pirrandi. En fíngerði heimurinn glóir í raun í fullkomnu samræmi. Við erum ekki að tala um neðri svið hans, þar sem ómögulegt er að finna samræmi.

164. Svo á ekki að hugsa sér að í eldheiminum séu íbúar hans stöðugt umkringdir logatungum. Hægt er að kristala eld en venjulegt ástand hans má einkenna sem ljós. Þessi samskipti eru einföld en betra er að nefna þau til að forðast venjulegan misskilning.

165. Líta má á eldáruna sem raunverulega vísbending um eldheiminn. Við verðum að venjast þeirri staðreynd að mitt í lífinu sjáum við tákn um þessa spennu. Gróft dæmi eru rafmagnaður állinn og önnur dýr sem losa rafmagn. En í raun eru til þeir sem, jafnvel burtséð frá því að innihalda rafmagn, bera slíkar hleðslur af þessari orku að við snertingu gefa þeir rafstuð og neista. Þetta þýðir ekkert sérstaklega, en það er lærdómsríkt að fylgjast með því hvernig grunnorkan fellur út.

166. Hafa ber í huga hversu nákvæmar vísbendingar Urusvati eru, og einnig að hver skynjun hennar hefur grundvöll. Ekki aðeins eldgos og jarðskjálftar, heldur eru fjarlægir fellibyljir skráðir í skynjununum og þessar skynjanir eru óskeikular, því eldheit vitundin hefur samband við allt með næmi; einnig eru engar villur í því að dæma fólk, því hver og einn sýnir eðli sitt fyrir eldvitund.

167. Hvar er það smáa sem getur snúið atburðarrásinni? Hvar er það smáa sem getur sundrað því sem þegar hefur verið mótað? Það er ekki nauðsynlegt að sækjast í hið góða fjall, það kann að birtast sem sandkorn. Maður ætti ekki að leita aðeins skjóls frá dökku skýi. Ógæfan læðist auðveldar inn en minnsti ormur. Undir öllum kringumstæðum er einnig nauðsynlegt að beita smærri mælingum. Atómið er lítið en það inniheldur mikil örlög. Þannig að þegar við nálgumst eldinn er stutt mörkin á milli bruna og hlýjunar sem þýðir þann frosna. Með öllum líkingum leitast Ég við að færa þér skilning á næmni eldfrumefnisins.

168. Eldur hefur sem andstæð efni, jörð og vatn. Því miður eru þessir tveir þættir of áþreifanlegir og loka því á eldlega skynjun. Þess vegna er svo erfitt fyrir fólk að skilja að eldur hefur ekki stöðugt ástand; hann er eilíflega í uppbyggingu eða niðurbroti, hvorutveggja hreyfingar sem lúta lögmáli framgangs.

169. Enn og aftur blasir við röð ógnandi atburða. Aftur minni Ég á ljónshjartað. Ég er ekki að tala um mistök, því grafalvarlegir atburðir bera í sér margar afleiðingar. Vertu ekki hissa á spennunni og sérstökum bylgjubreytingum. Maður verður að þekkja birtingarmynd óreiðutakts. Þar sem allt er í lagi, þurfum við ekki að ítreka, að þú heldur þig fast við Mig sem eina stuðninginn. Framkvæmdu boðun mína á nákvæmasta hátt; nákvæmni er nauðsynleg, því þröng skörð eru mjög hættuleg. Maður verður að halda út með ljónshjartanu. Við skulum ekki halda að óvinirnir séu veikir, því þeir eru sterkir; samt er Ég ekki að segja þetta þér til vanlíðanar, heldur aðeins til að staðfesta ljónhjartað.

170. Einu sinni, eftir ríkisráðsfund, tók ákveðinn leiðtogi leirker úr vasa og braut það fyrir allra augum. Þegar hann var spurður um merkingu aðgerða sinnar sagði hann: „Ég minni þig á óbætanleika.“ Jafnvel þegar við brjótum einfaldasta hlutinn skiljum við óbætanleika, en hversu óbætanlegar eru hugsanir! Við höfum vanist því að umkringja okkur grófum hugtökum og þau hafa ýtt út öllum hærri hugtökunum. Ef ráðamenn myndu oftar minna á óbætanleika hugarákvarðana kæmu þeir í veg fyrir mikla ógæfu. Leiðtogi sem er fáfróður um andlegu meginregluna um sjálfsfullkomnun getur ekki leitt þær fjölmörgu vitundir sem honum er treyst fyrir. Leiðtogi er lifandi dæmi. Leiðtogi er sá sem leggur leiðina um alla heima. Hann leggur grunninn að velmegun en það er ekki velmegun á efnissviðinu einu saman. Hann er ekki sannur leiðtogi ef eldur er aðeins til í lok göngunnar. Umfang hans verður jafnt því sem hugtök hans ná til.

171. Þörfin fyrir eldþekkingu mun, líkt og ímyndunaraflið, liggja í brunni uppsafnaðrar lífsreynslu. Reyndar eru minningar um eldheiminn með eindæmum sjaldgæfari en fíngerðar birtingar. Fólk á oft ekki orð til að tjá eldlegar tilfinningar. Fólk hugsar yfirleitt ekki, heldur takmarkar hugsun sína með hefðbundnum orðum annarra og kynnir þannig dauð orð í hinu víðfeðma hugsanadjúpi.

172. Fellibylurinn, hvirfilvindurinn og svipuð eyðingaröfl minna á óbætanlega brotna vasann. Þess vegna verður maður að sameina hugsun sína með Helgiveldinu. Aðeins þannig mun jörðin ekki sökkva undir fæti. Ég fullyrði að jarðneskur grunnur er smám saman að missa endanlega merkingu sína. Fólk mun skilja að hve miklu leyti aðstæður heimsins knýja það til næstu skrefa!

173. Hjartað, kaleikurinn og sólplexusinn, eru sannarlega kosmískir vísar. Það verður að skilja hvaða spenna ríkir í heiminum, þess vegna tala Ég um að varðveita stórhug sem grunninn að góðri heilsu. Við verður að skilja hve brátt hjartað krefst stórhugs. Það er mikill fjöldi lítilla svarta stjarna, eins og þær séu merki um ásett myrkur.

174. Það umbreytingarástand sem tengir okkur við Helgiveldið er kallað „neisti viskunnar“. Þetta er hvorki tómleiki, sinnuleysi, né þvingun, heldur algjörlega meðvituð opnun hjartans.

175. Það sem er sérstaklega mikilvægt er yfirleitt vanrækt í hugsun. Raunverulegustu kringumstæður verða vandfundnar. Fólk er ekki tilbúið að taka eftir því hvernig skynjunargeta umfram hið líkamlega er að yfirgefa þau. Jafnvel við hósta, geispa eða hnerra getur maður tekið eftir augnabliksástandi sem er ekki líkamlegt. Við munum ekki einu sinni telja upp aðrar flóknari spennur, en hver sem hefur fundið ofangreinda tilfinningu um að vera utan líkamlegs ástands getur þegar byrjað að safna birtingarmyndum hinna sviðanna.

176. Fyrir þér liggur spenna í hálstöð samræmis; maður verður að skilja hve margar mismunandi spennur verða að sameinast til að geta haft áhrif á samræmisstöðina. Maður verður að takast mjög á við þessa spennu, því hún hefur áhrif á hjartað. Við slíkt ástand ætti að vernda liðbönd í hálsi, að minnsta kosti að utan, og ekki þenja þau með því að tala.

177. Hvílir Arhat, meistari, sig? Þú veist nú þegar að breyting á verki er hvíld, en sönn hvíld Arhat er hugsun hans um hið fagra. Mitt í ýmsum verkum er hugsunin um hið fagra brú, kraftur og straumur velvildar. Við skulum vega saman hugsun um illt og hugsun um hið góða og við munum sanna fyrir okkur að hin fagra hugsun er öflugri. Við skulum greina á lífrænan hátt mismunandi hugsanir og við munum sjá að fögur hugsun er heilsufjársjóður. Í fagurri hugsun sér Arhat stigann upp. Í þessari virku hugsun felst hvíld Arhats. Í hverju getum við fundið annan brunn velvildar? Það eigum við að muna þegar við erum sérstaklega undir álagi. Þegar lok sjálfselskunnar er kyrfilega fest alls staðar, þegar eldar eru slökktir í myrkrinu, er þá ekki tíminn til að hugleiða hið fagra? Við vonumst eftir kraftaverki, við leitumst við að brjóta lásinn, en stigi Arhats er aðeins í því fagra. Við skulum ekki lítillækka, ekki gera lítið úr þessari leið! Aðeins með því munum við laða að það sem virðist kraftaverk. Og er kraftaverkið ekki í óslítanlegum tengslum við Helgiveldið? Í þessu tengslum liggur öll eðlisfræðin, aflfræðin og efnafræðin og lausn fyrir alla hluti. Það virðist mögulegt með svolítilli viðleitni að færa allar hindranir, en uppfylling þessa skilyrða er ómælanleg erfið fyrir fólk! Af hverju hefur það klippt vængi fegurðarinnar?

178. Aðeins í meðvitaðri viðleitni getur þróun mannsins haldið áfram. Þegar þú hugsar um tilteknar þróunaraðferðir er nauðsynlegt að vekja alla samvinnu. Kennari segir við nemanda: „Þú munt ekki leysa vandamálið svo framarlega sem þú hefur enga löngun til að leysa það.“ Þannig er það einnig í lífinu, maður verður af sjálfsdáðum að vilja hreyfa sig með þróuninni. Leyfðu hverjum og einum að skilja þetta á sinn hátt, en jákvæð athöfn felur í sér að minnsta kosti einhvern möguleika. Hreyfanleiki hugsunarinnar tilheyrir þegar eldléninu.

179. Draumar hafa verið skoðaðir frá mörgum hliðum, en þó er yfirleitt horft framhjá þeim mikilvægasta. Bank á dyr að nóttu, léleg melting, erting og fjöldi yfirborðskenndra áhrifa er ekki litið framhjá, heldur er litið framhjá öllum viðbrögðum fíngerða heimsins, öllum áhrifum fjarhugsana, og að lokum er litið framhjá öllum hærri viðvörunum og eldlegum tilfinningum . Maður verður að hafa mjög rýrt ímyndunarafl og skynjun til að afneita þessum grundvallaratriðum drauma. Efnishyggjumaðurinn beindi ekki aðeins athygli sinni að yfirborðskenndum gögnum drauma, heldur takmarkar eðli slíkra viðhorfa allt. Efnishyggju er hægt að nota í viðleitni í veruleika efnisins, en ekki til minnkunar eða takmarkana. Að dreyma hefur gífurlega þýðingu í jarðnesku lífi. Næstum helmingur lífsins er í sambandi við þann fíngerða og jafnvel við eldheiminn. Maður verður að bera virðingu fyrir því ástandi sem maður eyðir næstum sama tíma og varið er í vöku. Maður getur ekki litið á ofát sem aðalatriðið. Maður verður að muna samviskusamlega og ótvírætt öll fjögur grundvallaratriði sem nefnd eru hér að ofan. Þannig er hægt að greina margt sem er bæði lærdómsríkt og fagurt.

180. Hærri draumar frá Helgiveldinu geta minnt á margt sem þegar hefur átt sér stað. Þannig, þegar nauðsynlegt er að minna á hversu brýnt það er að safna öllum gögnum, má sjá tákn um leitarmann. Gleymum ekki að ábendingar eru alltaf valdar af mikilli varkárni til að brjóta ekki á karma.

181. Oft er nauðsynlegt að minna á atburði sem þegar hafa verið mótaðir. Þetta er ekki hvatning heldur staðreynd. Fólki er stýrt mun oftar en það heldur. En enn oftar hugsa það alls ekki, heldur er því stýrt af straumi fordóma. Engu að síður kunnum Við að senda sýn eða draum um það sem varðar almannaheill. Um þessar mundir er heimurinn sérstaklega í þörf fyrir slíkar vísbendingar, annars getur hugaróreiða lokað einu leiðinni.

182. Hugaróreiða kemur í veg fyrir að mannkyninu hugsi um eldheiminn. Umsnúin efnishyggja hefur í raun snúið allri hugsun frá efninu sem uppsprettu ljóssins. Andanum hefur verið hafnað og efnið gleymst - markaðurinn hefur haldið velli! Fólk heldur að það sem sagt er hér séu ýkjur, en hér er einfalt dæmi - sendu einn sendiboða með beiðni um góðvilja og einn með beiðni um illvilja og berðu saman niðurstöðurnar. Þegar þú telur svörin munt þú skilja hvers vegna það er nauðsynlegt að flýta hlutunum.

183. Sálarlausar verur þekkja allir. Þetta er ekki tómt mál heldur efnafræðilegur veruleiki. Það má spyrja: Líkamast þetta fólk í þessu ömurlega ástandi? Spurningin gefur til kynna vanþekkingu á grundvallaratriðum. Enginn getur holdgast án þess að hafa í sér eldorku. Án Agni kyndilsins kemur enginn inn í efnislega heiminn. Eyðing eldsins, Agni, á sér stað hér innan um öll undur náttúrunnar. En eyðing Agni þarf alls ekki nauðsynlega að verða vegna ofbeldisglæpa. Af ýmsum kenningum vitum við jafnvel um að ræningjar létu af iðju sinni og fengu uppreisn. Venjulega á eyðing Agni sér stað í daglegu lífi þegar andinn blundar. Uppsöfnun Agni er bundinn þá af léttvægum athöfnum. Það verður að skiljast að ávinningur Agni vex eðlilega, en þegar myrkrið setur lok á alla viðleitni til sjálfsfullkomnunar, þá fer eldurinn ómerkjanlega - þó hægt sé að sanna það efnafræðilega - frá hinu verðlausa íláti. Fagurt er lögmál eilífar hreyfingar, annað hvort þróun eða hnignun. Fagurt er lögmálið sem leyfir hverri jarðvist að hafa í sér hið eilífa Agni, sem ljós í myrkri. Fagurt er lögmálið, jafnvel þrátt fyrir karma, gefur hverjum vegfaranda ljós. Fagurt er lögmálið sem kemur ekki í veg fyrir vöxt hins eldlega garðs hvers manns, alveg frá sjö ára aldri. Þrátt fyrir að þessi fyrstu blóm séu lítil, og þau blómstri við mjög litlar hugsanir, þá verða þau sannkölluð upphaf framtíðarhugsunarinnar. Margar fagrar hugsanir fæðist í hjarta sjö ára barns þegar daufar myndir fíngerða heimsins hafa ekki enn horfið úr heila og hjarta! Eyðing getur einnig hafist ef jarðvegur plöntunnar reynist vera rotinn. Ef slík gerist er mögulega hægt að hjálpa mikið, eða, eins og sagt var fyrir löngu, að „lána eld“. Slík lánveiting gerist einnig í allra minnstu athöfnum. Þannig hef ég minnt á molaslóð þegar þrisvar sinnum. Frá þessum neistum vaxa gífurlegir eldar.

184. Hugsaðu ekki um sálarlaust fólk sem skrímsli. Á ýmsum sviðum ná þeir jafnvel vélrænum yfirburðum, en eldur hefur yfirgefið þau og verk þeirra hafa myrkvast.

185. Auðvitað hefur hver og einn frelsi til að ákvarða örlög sín og jafnvel endanlegan upplausn. En sálarlausar verur eru mjög smitandi og skaðlegar. Andsetning á sér auðveldlega stað við slíkt ástand. Ekki líta á það sem ýkjur að næstum helmingur jarðarbúa er í þessari hættu. Sannarlegar er það mismikið, en þegar niðurbrotið byrjar gengur það hratt. Maður getur séð það sama hafa gerst innan fyrri menningarskeiða. Eldar andans dóu út eins og varðeldur sem veldur eitruðum reyknum nema einhverju gagnlegu efni sé bætt við eldinn.

186. Sambandið við eldheiminn hefur ekki aðeins kosti í framtíðinni, heldur einnig nútímann. Rétt er það sem sagt er að eldheit ósk muni rætast. Lítum ekki á þetta sem blekkjandi ágiskun, heldur samþykkjum það sem veruleika. Eldhugsun kristallast svo á samsvarandi sviði að hugsunin í sjálfu sér mun þegar vera staðfesting. Reiknum ekki samkvæmt jarðneskum tímaskeiðum, því staðbundnu eldarnir eru tímalausir. Skiptum ekki lífinu upp, því lífið er eilíft. En eldheit óskin mun rætast. Þannig eru margar myndir sem sjá mátti fyrir, þegar eru mótaðar í óbreytanlegum geymslum. Lítum á þessar eldheitu langanir með fullri vitund og verum ekki yfirborðsleg þegar við hyggjum að kjarna tilverunnar.

187. Oft hef ég talað um skaða sundrungar. Ef lífið er eilíft, ef við skiljum hvert annað, ekki með hefðbundnum hljóðum heldur með einhverju sem er handan tungumálsins, þá erum við skyldug til að nýta þennan kraft til einingar. Sá sem sundrar hefur rangt fyrir sér. Sá sem leyfir aðskilnað hefur rangt fyrir sér. Það er rétt að það besta er í einingu. Þetta er ekki sá tími, að hætti hellabúa, að hreykja okkur sem hinir útvöldu starfsmenn. Allir eru verkamenn, á öllu þrepum stigveldisins, en látum engan hindra uppfyllingu eldheitu óskanna.

188. Jafnvel fyrir einfalda rannsókn með geislum ávísar læknirinn sérstöku mataræði. En hversu miklu fíngerðara er samband við eldsviðið. Maður verður að undirbúa sig ekki aðeins með mataræði, heldur einnig með öðrum ytri og innri leiðum. Fæðiskröfur eru ekki flóknar. Aðalatriðið er að forðast blóð, þar sem það er frumefni sem geymir útstreymi sem er óhæft fyrir fágaða lífveruna. En jafnvel ef mikil nauðsyn krefur geta menn forðast blóð með því að nota annað hvort þurrkað eða reykt kjöt. Á sama hátt ættu menn að meta aðstæður líkamans þegar þeir skipuleggja korn- eða grænmetisfæði. Jafnvel án jóga getur sérhver skilið að allt umfram þörf sé skaðlegt. Og allir vita um vítamínin í hrávörum. En allar þessar aðstæður, eins og óhóflegt pranayama, eru ekkert í samanburði við skilning hjartans. Þið vitið sjálfir hvernig eldarnir blossa upp og hvernig fegurstu hugsanir leiða mann. Þú hefur kannski heyrt oftar en einu sinni um ræningjann sadhus og þeir eru líklega ansi ákafir að telja pranayama sitt. Þú hefur einnig heyrt um ákveðna Rishi sem, jafnvel við óþolandi aðstæður, hættu ekki að hjálpa fólki. Það er sérstaklega gott á hverjum minningardegi að rifja upp eldsöfnun hjartans. Öllum öðrum skilyrðum er beitt í samræmi við innri gildi hjartans. Hjartað fyllir sig ekki af framandi blóði eða dýrum, því eiginleikar hjartans samþykkir það ekki. Eldhjarta mun ekki kafna af illu tali, því það er andstætt eðli þess. Við skulum því taka vel á móti og alltaf aðstoða náttúrulega tendrun eldanna.

189. Hjartað þekkir aðferðirnar. Orð eru óhæfa til að tjá aðferðina. Engu að síður þekkir hvert þroskað hjarta hvaða aðferð á að beita.

190. Nýja tímaskeiðið er aðeins hægt að byggja upp með menningu. Þess vegna verður menning boðuð sem eina vörnin gegn upplausn. Nú á tímum ættu menn aðeins að leitast við í þessa átt. Boðun Okkar er að missa ekki af neinu tækifæri til að minna fólk á menningu. Þó að Við séum álitin ofstækismenn um efnið, munu menn engu að síður strita að og venjast því. Þannig kynnum við rétt mynstur heilans.

191. Við höfum talað um einlægni, vinsemd, stórhug — fullkomnum ferninginn með þakklætinu. Frá öllum stundum, við öll skref stigveldis, skíni neistar þakklætisins. Dýrmætir eru þessir eldar!

192. Jafnvel þó einhver geri gott fyrir slysni, lofaðu hann. Hrósaðu hverjum minnsta góðvilja. Fyrir þann sem hrópar í myrkri skiptir ekki máli hver færir honum ljósið. Að breikka sjónsviðið þýðir að koma með ljósið. Þessi athöfn er gagnleg, bæði fyrir þann sem gefur og fyrir þann sem tekur á móti ljósinu. Sending ljóss er efling sendandans. Það var einn logi, nú er hann orðinn að tveimur. Það þýðir að góðu hefur verið áorkað.

193. Í höndum manns er velvild eins og kvöldlampinn. Myrkur fellur, en lampinn er tilbúinn og reynslumikil hönd er til að kveikja á honum. En enn og aftur segi Ég - hrósaðu hverju góðverki, það er birtingarmynd örlætis. Leyfðu hverjum neista góðvilja að verða að loga. Þó góðvilji verði við tilviljun að miklu leyti, þá er það engu að síður af hinu góða. Það væri of mikið að krefjast alltaf meðvitaðrar góðra athafna; látið myrkrið dreifast, jafnvel með daufum ljósum. Jafnvel með einum neista ljóssins verður algert myrkur ekki lengur svart. Að baki hugsuninni, orðinu eða verkinu er ljósið til staðar. Þannig er sá sem veit hvernig á að finna neista ljóss þegar upplýstur samstarfsmaður.

194. Þegar maður veit af eldheiminum, verður maður að eilífu að gleyma því að hið smáa skiptir máli. Þar sem læknir lítur ekki á neitt sem ómerkilegt þegar blandað er læknandi efnasambandi, þannig er lítið byssupúður í hleðslu ekki lítið í afleiðingum. Við bregðumst við af raundæmum. Hvaða gagn hefur menntun ef heilinn er slægur og tungan fölsk? Skipta má fólki eftir fágun hjartans, en ekki eftir falsvitund. Haldið ekki að falsvitund komist hjá eldheiminum. Þannig komum við aftur frá siðferði að efnafræði.

195. Sérhver læknir mun segja þér að blanda af gagnlegustu innihaldsefnum myndar oft jafnvel eyðileggjandi efnasamband. Á öllum sviðum er blanda mjög hættuleg. Ljótir fylgikvillar fylgja stundum slíkum blöndum. Hversu varlega verður maður að fylgja vitundarstígnum, svo að maður finni ekki fæturna á mismunandi brautum! Markmið lífsins er að finna sig í eldheimi með öllum vitundarafli sínu.

196. Við eigum ekki að halda að í vitund sinni gæti Arhat misst sjónar á leiðandi viljanum, jafnvel um stund. Hann yrði einfaldlega dauðlegur, ef hann ber ekki alltaf staðfastlega kaleik uppsöfnunar. Kraftur hjarta hans sofnar um leið og hann hættir að finna fyrir þræði Helgiveldisins í hendi sér. Í þessum skilningi á stöðugri árvekni, liggur sérstaða Arhat. Þegar ég tala um árvekni kenni Ég þér grundvallaratriði skilnings. En þessi staðfesta er ekki auðveldur í óreiði umhverfisins. Að vera með vakandi viðleitni er ekki auðvelt þegar ryk hnignunar þyrlast um. Maður getur ekki gert sömu kröfur þegar jörðin er í krampa. Reyndar er það einungis Arhat sem getur bjargað mannkyninu úr óreiðunni.

197. Nýi kynþátturinn gæti fæðst á mismunandi stöðum á jörðinni. Ekki vera undrandi ef aðskildar birtingarmyndir birtast á óvæntustu stöðum; því seglum er einnig komið fyrir á þann hátt sem mannkynið grunar síst. Samt þegar slíkum seglum er komið fyrir er tekið tillit til margra aðstæðna. Þannig dreifist kynþátturinn sem myndast, til fjarlægra landamæra. En einn heimshluti ræður örlögum aldarinnar; Ég skal ekki nefna þann heimshluta en saga allra hreyfinga hefur merkt það nægilega.

198. Fólk greinir oft brot úr tónlist sviðanna, rétt eins og það greinir bylgjur ljóssins, og aðeins rangt viðhorf til alls, kemur í veg fyrir að fólk einbeiti sér að þessu. Þannig byrjar töfrandi hringur falsins. Birtingarmynd veruleikans fellur í flokk þess bannaða. Það er sorglegt að sjá hvernig fólk skammast sín fyrir bestu birtingarmyndir sínar. Þannig brjóta menn ekki aðeins í bága við eigin þýðingu, heldur skapa þeir ljótleika í fíngerða heiminum. Þeir sem hafnað raunveruleikanum bera varanlega merki lyga.

199. Maður verður að grafa höfuðið í blekkingum til að óttast að játa jafnvel fyrir sjálfum sér það sem maður sér og heyrir. Það er ekki krafist neinna falsraka til að meta með heiðarleika og án sjálfhverfu það sem gerist.

200. Maður ætti ekki að gleyma hve margir steinar hindra á uppgöngustígnum. Aðeins reynslumikil vitund mun ekki missa sjónar á möguleikum hliðarleiðanna. Óþrjótandi viðleitni verður einnig að umfaðma fullkomna útsjónarsemi. Stundum eru brjálæðingar dæmi um útsjónarsemi í viðleit sinni. Það virðist sem vitsmunir eigi ekki að tefja ferðalang!

201. Ekki aðeins með söng og hrynjandi tónlistar heldur með hverri vél skapast titringur sem tengist við eldorkuna. Svo er líka hver spenna, eða réttara sagt, höggsveifla, leiðari af sömu birtingarmyndum Agni. Þess vegna verður maður að venjast því að greina og þekkja neistann í hverri spennu. Maður þarf ekki að líkja eftir sérvitru fólki sem forðast spennu. Maður ætti að fagna hverjum eldtitringi sem hreinsunareldi. Það sem venjulegt fólk lítur á sem rólegt líf er ekkert annað en slökktur eldur. Fólk hefur jafnvel fundið upp heil kerfi frá bernsku til að slökkva eldinn.

202. Að leita grýttu brautarinnar er ekki náð hið ytra, það vex innan frá, eingöngu með uppsafnaðri reynslu. Maður verður að þekkja fullkominn óbreytileika og óendanleika lífsins til að halda áfram án ótta. Maður verður að skilja óeyðanlegt grunneðli okkar til að leggja þetta gildi á vogarskálarnar. Maður getur aðeins sætt sig við óbreytt gildi; þannig munum við læra að standa vörð um þetta gildi og staðfesta það. Við þýðir ekki að hugsa um að aðrir spilli andlegu gildum - svo verður að vera. Því að við berum örk mónadsins, vitandi að með því að lyfta henni mun heimurinn njóta góðs af.

203. Hið nýja getur ekki verið nýtt fyrir Arhat. Svo mikið hefur komið fyrir augu hans. Það er lærdómsríkt að fylgjast með því að á ýmsum tímum var sama þekkingin og uppgötvanir, ekki aðeins nefnd öðrum nöfnum, heldur var þeim fært í lífið á algjörlega annan hátt. Þannig er hægt að skýra margar munnlegar mótsagnir.

204. Djúpt andvarp er merki um sérstaka spennu. Þess vegna má ekki líta á áfall aðeins sem afleiðingu ógæfu og þjáninga. Oftar en einu sinni hefur þú heyrt talað um uppljómun rétt fyrir flogakast eða ákveðna aðra kvilla. En þetta er aðeins tilfærsla vitundar í eldlegri birtingarmynd. Þess vegna skiptu munkar og einsetumenn ekki slíkum eldheitum tilfinningu út fyrir nokkur verðmæti.

205. Þekkingin á vítamínum er merki um komandi öld. En við efni vítamína ætti að bæta meðvitaðri sálarorku og þá verður mörgum spurningum um líkamlega og andlega lækningu svarað. Þannig geta menn tekið vítamín með samsvarandi hugsun. Jafnvel við einföldustu líkamlegu athafnir getur maður tekið eftir áhrifum hugsunar. Til dæmis getur maður kastað bolta með samræmdri líkamlega áreynslu, en með því að fylgja honum eftir með mismunandi hugsunum mun krafturinn sem boltanum er gefinn auðvitað verða breytilegur. Þannig geta menn fylgst með því hve mikið, við annaðhvort hindranir eða aukningu við jafnvel venjulegar athafnir okkar. Menn verða að kynna svipaðar tilraunir í skólum til að sýna fram á mátt hugsunar á efnislega líkamann. Vítamín sjálf eiga við lén sálarorku. Með öðrum orðum, þau tilheyra logandi sviðinu, sem þýðir að samruni þeirra við eldheita hugsun framleiðir öflugustu samsetningu.

206. Meðal nytsamlegra uppgötvana verður að greina þær sem lúta að eldsviðinu. Fylgni þeirra getur leitt til gagnlegustu niðurstaðna. Þær munu leiða mann í átt að nýrri fágun og gefa til kynna hversu mörg gagnleg efni eru tekin úr notkun vegna vanþekkingar.

207. Rætur tilfinninga er botnlausar. Því geta menn skilið hvers vegna Ég tala um nálgun og stöðuga dýpkun tilfinninga. Hugleiddu að eldheit nálgun þekkir engin mörk - hún er handan okkar víddar! Slíkt ástand verður að taka alveg vísindalega. Aðeins nýlega var fullyrt að atómið væri óskipt, en eins og sannað var, var sú takmörkun aðeins afstæð. Þannig getur maður samsamast sér í hugsun um óendanleikann. En eins og við vorum sammála um, er að efnið er tilfinning og öfugt. Þannig skulum við byrja að skilja tilfinningu sem óendanleika. Með öðrum orðum, tilfinningin færir okkur að hliðum eldsins.

208. Þú ert undrandi á því að áður en jarðskjálftinn varð, voru aðgerðir hafnar til að koma í veg fyrir hjartaóreglu. Leiðir tilfinning ekki fyrst og fremst til slíka sendinga? Einmitt bein þekking krefst ekki neinna hefðbundinna tækja. En auðvitað er nauðsynlegt að næra þennan hæfileika. Hugsanir Urusvati voru í raun besta næringin fyrir þennan straum.

209. Ef innsæi skortir, hver getur þá ímyndað sér veruleika eldheimsins? En þennan eiginleika verður að rækta af alúð; og þessi hollusta hlýtur að vera einmitt í hjartanu, en ekki á bók. Einnig reynir á hugrekki að samþykkja hinn eldheita heim, því að hver fáfróð hugsun gerir uppreisn gegn hjartaeldunum.

210. Við gleðjumst af því að jafnvel fáir skilja tilgang lífsins og viðurkenna eldheima. Treystið ekki á fjölda neinstaðar, en hafið um leið heilar þjóðir í huga. Birtingarmyndir tilveruhnúta eiga sér stað á óvenjulegan hátt.

211. Ég er sammála ætlan þinni að safna gögnum um sálarorku og í tengslum við kirtlana. Fyrir þetta er nauðsynlegt að fylgjast með tímaröð samskipta. Í þeirri röð má skynja tiltekin takt. Það er ekki fyrir tilviljun að ýmsum í mörgum löndum eru gefnir vísbendingar. Skipting á öldum austurs og vesturs er heldur ekki tilviljun. Gleymda lénið er smám saman sigrað á ný. Enn og aftur nálgumst við grundvallaratriði tilverunnar. Einmitt á þennan hátt munum við aftur skilja lífið sem ferli sjálfsfullkomnunar og leysa þannig siðferðilega sem og efnahagslega tilveru. Þess vegna er svo mikilvægt að safna með mikilli alúð öllum gögnum um sálarorku, frá ýmsum aðilum, sem ekki eru heftir vegna andstöðu við hugtakið. Ekkert annað hefur vakið jafnmiklar deilur og sálarorkan. Þessum blómum tilverunnar er aðeins hægt að safna með þjálfaðri hendi, annars verður höndin óstöðug í öllum táknum þess í gegnum aldirnar og þjóða. Það hefur aldrei verið þjóð sem lét sig ekki dreyma um Agni og safnaði fyrir hana bestu samhljóðum. Einhliða vitund hrasar óhjákvæmilega fyrir öfgum og hræðist falsrök. En Sophia hefur ekki falsrök og tilraunir eru ekki fordómar - þannig getur maður dregið saman gagnlegu safni.

212. Ég samþykki Kalachakra, sem nú er safnað saman. Þessi eldheita kenning er þakin ryki, en hana ber að boða. Ekki rökhyggja heldur viska gaf þessa fræðslu. Það ætti ekki að vera í höndum fáfróðra áhangenda. Mörg þekkingarlén eru sameinuð í Kalachakra; aðeins hinn fordómalausi hugur getur ratað meðal þessara lagskiptingu allra heima.

213. Bólga og næmi kirtlana kemur sérstaklega fram á skólagöngunni. Læknar leitast við á allan hátt að reka þessa birtingarmynd inn á við, eða þeir fjarlægja kirtlana. En varla hefur nokkrum manni dottið í hug að sérstök næmni kirtlana sé vegna eldheitra birtingarmynda sem vakna með nýrri spennu í heila og hjarta. Það er hvorki kuldi né þröngt andrýmið, heldur ný virkni eldheitra orkustöðvanna sem veldur spennu kirtlana. Einnig bregst svipuð spenna á yfirborði húðarinnar. Auðvitað dregur hreint loft úr spennunni, því logi prana leiðréttir ójafnvægi á kirtlum og myndar eldlegt samræmi. En hvert brottnám kirtla er ofbeldi á eldlegu verkfæri og hefur tvímælalaust mikil áhrif í framtíðinni og lækkar næmi á móttækni sálarorku.

214. Til forna var talið gagnlegt að leggja á kirtlana rætur igniridaceae, en þetta er mjög frumstæð lækningaleið, vegna þess að hægt er að nýta logandi eiginleika þessara plantna mun betur. Þær geta skilað safa sem er gagnlegur til að auka eldlega virkni. Svo virðist sem fornmenn hafi ætlað að beita lækningunni, líkt með líku. Malurt er góð og sömuleiðis rósolía, sem virkar sem róandi lyf, þó ekki mjög fljótt. Reyndar hefur logandi eiginleiki plantna margs konar not og getur farið í samsetningu hressingarlyfja.

215. Óheppni fólks felst einmitt í því að þeim finnst gaman að grípa í það síðra, en vanrækja það fremra. En nálgunin að hærri kröftum skuldbindur þá til að skilja grundvallaratriði.

216. Það er nauðsynlegt að minna á virkni hugans sem þráir að grípa hið fjarlæga en vanrækir það nálæga. Í hugaóreiðunni kemur sérstaklega fram þessi óafsakanlega vanræksla á því sem er nálægra.

217. Í eldlegri spennu er sérstaklega gagnlegt að safna saman og beina eldinum í nýja stefnu. En fólk getur aðeins safnast saman ef ekki er pirringur. Svo eru þagnastundir líka eins og róandi smyrsl sem næra það sem er nærri hjarta manns.

218. Raunverulega er rauða ljósið ekki róandi. Maður verður að skynja hversu umhverfið er spennt. Ef aðeins leiðtogar þjóðanna myndu skilja að kosmískar aðstæður hafa ákveðna þýðingu! En því miður umvefja jafnvel hinir fáeinu stjörnuspekingar sig fáránlegum útskýringum. Maður ætti eins og í öllu að snúa aftur til þess einfaldasta og nákvæmasta. Inn í allar kenningar hafa síjast inn handahófskenndar viðbætur. Fortíðina þarf að skilja eins og hún væri túlkuð af heiðarlegum sagnfræðingi.

219. Hver af hefðbundnum manngerðum tjáir sig af eldheitu hjarta? Venjuleg tilhneiging hugsana kann að gera ráð fyrir að sú manngerð sé blóðþyrst að eðlifari, eða, að minnsta kosti illvíg, en þessi niðurstaða er fáviska. Eldheitt hjartað hefur samræmt eðli og ekki hægt að flokka í einstaka hefðbundna manngerð. Það er aðeins hægt að fullyrða að ímyndarveiki endurspegli ekki eldheitt eðli. Maður verður að ímynda sér að eldheitt hjarta hafi allt í sér. Eldar slíks hjarta verða heldur ekki einsleitir. Hver getur takmarkað Buddhi við bláann lit? Það má spyrja af hvaða tón bláa litarins sé sá titrandi? Á hvaða mælikvarða sem er, verður blár tónn, allt eftir ytri og innri efnafræði. Svo má ekki gleyma litblindu, sem er víða útbreydd. Þannig, innan eins lögmáls mun eldheitt hjarta finna allan þann auð sem hæfir glæsileika kosmosins.

220. Við skulum læra að greina - þannig verðum við örlát. Engin takmörkuð manneskja getur orðið andlega rík, en maður ætti að hafa samúð með litblindu náungans. Því að upp að hæsta þrepi er hver og einn háður ýmsum takmörkunum. Við skulum ekki krefjast þess að allir hugsi eins. Það er gott ef þeir geta gert greinarmun á ljósinu og myrkrinu. En næman titring er erfitt að verða vart við.

221. Sérstaklega meðan snætt er, ætti ekki að spenna innri eldinn. Það er ekki að ástæðulausu sem sumir kjósa þögn meðan snætt er. Sannarlega eru upplýsingar um allt daglegt líf til staðar. Fólk notar sjaldan heilnæm sannindi. Þannig, til dæmis, líkar fólki ekki aðeins að eignast marga hluti, heldur líka að nota þá strax en gleymir því að hver hlutur ber í sér margar flóknar lagskiptingar. Sú forna venja að reykkæfa hvern nýjan hlut hafði augljósa ástæðu. Þessi siður var varúðarráðstöfun, ekki einungis gegn pestum og skordýrum, en einnig gagnvart þeim fíngerðu, gegn öllum sálrænum áhrifum annarra.

222. Svo lengi sem mannkynið heldur áfram að búa í líkamlegri vitund er varla hægt að breyta aðferðum hefðbundinna lækninga. Aðeins með því að beina vitundinni að sálarorku er hægt að stöðva vitleysuna með tilraunir á dýrum í nafni læknavísinda. Að vinna með lifandi plöntum annars vegar og beita sálarorku hins vegar mun leiða tilhneigingu hugsunar inn í nýjan farveg; en hvernig sem á það er litið, tökum Við undir öll mótmæli gegn vísindatilraunir á dýrum. Slík mótmæli benda til þekkingar á birtingarmyndum fíngerða heimsins og skilningi á því að dýratilraunir geta orðið ný smituppspretta. Í framtíðinni mun fullnægjandi fyrirbyggjandi meðferð ásamt beitingu sálarorku, eyða öllum sjúkdómum. En á meðan, er nauðsynlegt eins og mögulegt er, að stöðva grimmd dýratilrauna og ítreka notkun á sálarorku. Með svo stöðugri áminningu mun orkan sjálf verða augljósari. Því að eldhugsun kveikir á kyndlunum.

223. Ný hugsun þýðir ekki að fella allt það gamla. Reyndar verður það besti vinur alls þess sem þegar hefur verið uppgötvað. Slík hugsun hafnar ekki formúlu sem ekki er skilin eingöngu vegna þess að hún er ekki skýr í augnablikinu. Vinur okkar mun leggja vandlega til hliðar óskýra formúlu. Oft er eitthvað óljóst ekki falið afrek, það er háð fjölda tímabundinna málvenja. Hvert tungumál er ekki varðveitt; jafnvel á einni öld er merkingu tjáninga breytt, sem leiðir til vaxandi flækjustigs hugsunarhátta. Við skulum ekki sjá eftir rennandi vatni, en gleymum ekki að við erum að horfa á gömul afrek með nýjum augum. Jafnvel mikill fjöldi einangraðra forna hugtaka kann að virðast undarlegur vegna þess að þeim hefur verið komið fyrir í framandi mállýskum og brenglast oft í framburði. Í fornöld söng fólk þessi merku orð til að leggja þau á minnið, en taktarnir hafa horfið eins og einhver óþarfi. En með því að missa taktinn hefur fólk gleymt mikilvægi titrings. Ný hugsun gleymir ekki grundvallarlögmálunum.

224. Umburðarlyndi er einn af eldheitum eiginleikunum. En hvað hafa menn búið til úr þessum eiginleika? Engin linkind heldur fullt réttlæti er er falið í umburðarlyndi. Eldheitt hjartað greinir áberandi illgirni. Það þekkir sköpunargáfuna sem útilokar illgirni sem einskis virði. Umburðarlyndi skynjar einnig hæfnina til að ná markmiðum, það er að segja hærri mælikvarða réttlætis. Um réttlætiskenndina höfum Við rætt mikið, en það er slíkt grundvallaratriði að maður ætti að staðfesta það í hverri fullyrðingu. Hvað annars mun koma jafnvægi á persónulega tilfinningu, þegar maður þarf að horfa á ljósið handan blóðugs glugga? Ekki að ástæðulausu segja menn um ósanngjarnan dómara að hann hafi blóð í augum. Þess vegna verðum við stöðugt að hafa stjórn á eldheitum tilfinningum í eldheitum viðbrögðum. Hver umræða um eldinn vekur þegar ákveðna spennu hans. Þess vegna verður hver sem hugsar eldheitt að skilja eldlegu ábyrgðina. Slík ábyrgð er mikilvægust, því hún felur í sér andstæðustu uppákomurnar. Því á milli neðanjarðareldanna og æðra ljóssins er víðtækt svið!

225. Meðal á átökum stendur er hægt að fá gagnkvæma andartakshvíld. Þú hefur skynjað eitthvað eins og stingandi strauma. Straumarnir sjálfir eru ekki stingandi heldur virðast þeir það vegna viðnámsins sem jarðsviðin veita. Þessar örvar púkanna fela sólina. Við verðum að efla alla orku og þess vegna er gagnkvæmni sérstaklega þörf.

226. Við hugsanaflutning koma erfiðleikarnir ekki svo mikið frá sendanda heldur í móttökunni. Sendingin fer fram með spennu í hjarta og vilja og því fer það alfarið eftir sendanda sjálfum. En viðtakandinn er venjulega við aðrar aðstæður. Hann getur ekki aðeins verið andlega ásetin, heldur hugsun hans og vitund getur verið fjarverandi. Þar að auki geta óvæntustu straumar skorið rýmið og þannig skekkt einhvern hluta sendinganna. Til að forðast, jafnvel að hluta, hindrunina, kennum við árvekni og vandvirkni. Þegar vitundin venst þessum aðstæðum er móttakandinn spenntur og opinn. Þessi aðferð við stöðuga vöku er ekki einungis Okkar, hún var þegar notuð í fjarlægri fortíð. Hver vígsla inn í leyndardóminn innihélt spurninguna: „Er eyrað þitt opið"? Slík opnun táknaði fyrst og fremst hæfileikann til að viðhalda vakandi árvekni. Forðast var að skera strauma með því að leitast til Helgivalds sem samband var komið á. Að vísu er hægt að gera skaðlegar tilraunir með það í huga að brjóta af sér eða festa straumana. Fyrir utan loftrásirnar sem nefndar hafa verið, er hægt að forðast hlerun með gagnkvæmri viðleitni - þetta er eins og að einangra rásina. Þannig er hægt að vissu leyti að ná fram mörgu gagnlegu. Enn fremur skulum við ekki gleyma því að þessi árangur eru óhagganleg.

227. Fólk má ekki hafa neitt rotið í húsum sínum. Tilvist gerjunnar eða staðnaðs vatns laðar að sér óæskilegar verur. Þegar ljósmyndun á verum fíngerða heimsins verður lengra komin, verður mögulegt að skrá á filmu muninn á umhverfinu af smá osti eða kjöti og ferskrar rósar. í stað þess að beita rökum geta menn í raun séð að það sem kjöt dregur að er fráhrindandi. Þessir unnendur niðurbrots fylgja jafnvel réttunum að munninum sem þeim líst á. Áður en myndartaka af árum er möguleg, má öðlast reynslu með því að taka myndir af hlutum í umhverfi sínu. Eins og alltaf krefst tilraunin þolinmæði og þrautseigju. Það ætti að byrja á tilteknum hlutum. Af hreinum ilmum verður maður að velja rósina; hún hefur í sér mjög varanlega olíu. En það má ekki gleyma því að blómum ætti að vera safnað áður en niðurbrot þeirra hefst. Ég bendi á rósir vegna þess að þær innihalda mest magn af eldorku. Þannig eru unnendur rósa nálægt eldorku. Verur sem nærast á niðurbroti forðast ilm eldorku. Maður verður að sætta sig við þessa ábendingu í öllum sínum einfaldleika, alveg eins og upplýsingar frá lyfjaverslun.

228. Við rannsókn á þyngdartapi er handayfirlagning notað, rétt eins og við þyngdaraukningu; þetta þýðir að hendur senda ákveðna eldorku. En þetta verður aðeins ákveðið eldheitt skref, næsta verður flutningur sömu orku með augntilliti, þar sem spurningin um fjarlægð verður aukaatriði. Þannig er mögulegt að auka eða draga úr þyngd hlutar úr fjarlægð. Í sannleika sagt, væri það ekki ánægjuleg iðja fyrir kaupmann! Þess vegna er það vel að birtingarmynd slíkra orku er ekki algeng í núverandi ástandi mannkyns. Það er hægt að benda á margar tilraunir sem geta létt af hversdagslegu jarðlífi; en í raun myndi fólk nota þau til að fjölga morðum. Á meðan bankar eldheit orkan á dyr fangavarðar síns. Tíminn er að koma þegar eldinum verður annaðhvort beitt á skynsamlegan hátt eða hann hellast yfir sem eldleg veikindum eða kosmísk áföllum. Þrír kostir liggja fyrir mannkyninu. Það að velja einn kostinn í samræmi við vitundarástand sitt. Valfrelsi er alltaf fyrir hendi. Enginn getur neitað því að fyrir hörmungar heimsstyrjaldarinnar var gefinn mikill fjöldi viðvarana. Jafnvel ekki mjög framsýnir menn fylgdust með þeim, en brjálæðið blindaði meirihlutann. Þessi birtingarmynd var fyrir augum lifandi kynslóða, en umhyggja þeirra jókst ekki. Tíu milljónir fórnarlamba yfirfylltu svið fíngerða heimsins. Fólk bað fyrir morðum en hugsaði ekki um friðþægingu fyrir brot á lögmálum tilverunnar! Í stað vitræns skilnings er fólk tilbúið fyrir ný morð; þau endurspegla ekki að eldorka muni flæða yfir jörðina sem eðlileg áhrif náttúrulögmálsins. Þannig að „Bók Eldsins“ er nauðsynlegt að skrifa fyrir þá fáu sem eru tilbúnir að hugsa um framtíðina.

229. Þegar spurt er: Eru heimarnir byggilegir? svarið játandi. Að vísu er frá jarðnesku sjónarhorni ekki búseta alls staðar en í skilningi tilverunnar eru heimarnir byggilegir. Reyndar eru öll þessi mismunandi þróun ekki alltaf aðgengilegar hvor annarri. Samt eru það ekki mistök að segja að rýmið sé byggilegt. Smásjáin sýnir líf um alla jörðina; sömu lögmál gilda einnig um geiminn. Snúum okkur aftur að skaða þess að deyða. Hver sprenging brýtur í bága við jafnvægi margra vera ósýnilegra fyrir okkur. Ekki milljónir, en óútreiknanlegir milljarðar eru skaðaðir af stríðinu. Maður má ekki gleyma öllu umróti andrúmsloftsins frá gastegundum og sprengingum. Þetta er ekki dulfræði, heldur vísindalega heilbrigð skynsemi. Láttu mannkynið því ekki gleyma endurkastinu.

230. Hugsun um endurkastið, eða karmað, ætti ekki að veikja mann; þvert á móti ætti það að hvetja mann til fagra athafna.

231. Reyndar er eldur sameiningarafl. Þegar eldurinn hverfur byrjar niðurbrot strax. Að vísu, í gerjun safnar niðurbrot nýjum eldi, en þetta er nú þegar sérstök tenging agna. Maður ætti að hugsa svipað um hverja athöfn. Það er ekki rangt að segja að eldhvarf úr hugsun valdi niðurbroti. Þegar Ég tala um sameiningu er ég einnig að bera saman eldlega samsuðu. Þar sem eldsmiðurinn veit rétt magn af málmi fyrir sambræðsluna, þá virkar eldur á sameiningu þjóða. Þessa sameiningu er hægt að tákna sem sköpun einnar risastórrar persónu, með allan kraft risa. Og við verðum að leitast við að mynda þetta samsafn andans. Við skulum ekki líta á þá sem gervi Golem. Skrímslið, Golem, var án elds andans og eyðilagði því sjálfan sig. Andinn er eldberandi segull og það er mögulegt að hann dragi að hluta til sín hærri orku.

232. Þeir munu koma - eldslökkvarar; þeir munu koma - spillendurnir; þeir munu koma - rógberarnir; þeir munu koma - myrkraöflin. Það er ómögulegt að forðast niðurbrot þegar það er hafið. En sá sem er vitur lítur ekki til baka, því að hann veit að eldur er óþrjótandi þegar kallað er á hann. Ekki að ástæðulausu hvet Ég þig fyrir að ítreka boðunina. Endurtekning jafnvel í sjálfu sér styrkir þegar grunninn.

233. Það er ekki við hæfi að dunda sér þegar skýin hrannast upp. Ég minni á að megin bjargræðið er eitt akkeri. Það er ekki við hæfi að líta til baka þegar leiðin liggur yfir hyldýpi. Maður verður einfaldlega að sameinast í þágu hjálpræðisins.

234. Þó við teljum upp öll himintunglin, eða mælum allt óupplýst djúpið, munum við ekki bæta líðandi stund. Með hugrökku hjarta verður maður að þekkja sárt myrkrið sem nálgast þegar eldarnir sokkna. Að mati margra er eining ónauðsynleg táknmynd. Þeir gera ráð fyrir að einstaklingshyggjan sé varin gegn sundrungu; en það er rökfræði myrkursins. En stundum í hættulegum faraldri, með því að muna eftir einföldum leiðum, finnur fólk hjálpræði. Svo einfaldar eru leiðir til sameiningar. Það slær myrkrið ótvírætt. Láttu því spjótið hika yfir drekanum.

235. Eldleg staðfesting á sér ekki stað í þægilegri syfju heldur í stormi og eldingum. Sá sem venur sig á að finna fyrir ró meðal eldinga, hugleiðir auðveldlega á eldheiminn. Það er nauðsynlegt að hugsa um heim ljóssins. Hugsanir ætti að senda til þeirra hæða. Þannig er mögulegt að taka andlega þátt, ekki aðeins í jarðneska bardaga, heldur einnig í bardaga fíngerða heimsins. Reyndar eru jarðneskar eyðileggingar ekkert í samanburði við eyðileggingar í fíngerða heiminum. Mikill fjöldi bestu fyrirætlana hverfa í holdsins lystisemdum ásamt viðbjóðslegum uppsöfnum. Á sama tíma taka íbúarnir þátt, sérstaklega þeir sem eru athafnasamir. Það eru margir slíkir, bæði í neðri sviðum sem og í hærri. Eldurinn sem slær í gegn skynjar alla sem ekki hafa vanið sig að eldríkinu. Þess vegna, þegar Ég ræði um að hugsa til fíngerða heimsins, ráðlegg Ég um mjög gagnlegan hlut og þegar Ég ráðlegg að hugsa um eldheima, er það um ómissandi þátt. Staðfesting eldheitrar hugsunar er þegar yfirráð á því ósigrandi. Þegar hlekkirnir í hlífðarbrynjunni eru smám saman strengdir saman, þá vex eldheitur vængurinn ósýnilega.

236. Maður getur ímyndað sér augnablik án frumefna jarðar eða vatns eða jafnvel lofts, en það er ómögulegt, jafnvel að skilja, augnablik án elds. Óvenjuleg uppbygging er það sem er grundvallaratriði og er ósýnilegt, en tilbúið til að birtast alls staðar á einfaldasta hátt. Fræðimenn vilja ekki samþykkja frumefni eldsins að fullu, en samt sem áður íþyngir hver skipting þess framtíðinni.

237. Heldur þú ekki, þegar þig skortir orð, að töluverður hluti eldheitrar orku þinnar hafi verið beint annað? Maður ætti ekki að vera undrandi á því að nota verður eldheita orku töluvert þegar fólk er í aðskildum löndum. Eldheitt efni musks getur með erfiðleikum bætt upp þessa útlát. Hugsun um fjarlægar athafnir eykur orkusendinguna. Maður getur verið ringlaður, eins og syfjaður, og orka verður varla til vegna þessa veika þrýstings; en máttur hugsunarinnar er eins og lyftistöng dælunnar og stimplar dælunnar mun skapa fjarlæga athöfn.

238. Maður verður að skilja hversu mikill árangur er af því að varðveita jafnvægi mitt í árás; Ég hvet til þess.

239. Með eldlegri náttúru sinni getur maður uppgötvað málma og vatn neðanjarðar. Þessi dulræni eiginleiki er þegar orðinn viðurkenndur þáttur. Þar sem slík notkun eldorku er möguleg þýðir það, að það geta líka verið margar aðrar birtingarmyndir Agni. Samsetningar eldorku með hljóði, lit, eða með öðrum eldgreinum hins mikla Fohat, lofar endurnýjun alls heimsins. Leyfðu fólki einfaldlega að nálgast eldheita strauma Uruvela. Allir búa yfir eldorkunni að einhverju leyti. Nýtingarmöguleikar Fohat eru fjölmargir; ekki aðeins fólk af eldfrumefninu, heldur jafnvel þeir sem tilheyra öðrum frumþáttum geta dregið úr kaleik Fohat. Ef tilraunir með hugsun á plöntum hafa sýnt ótrúlegar niðurstöður, þá geta einnig verið athuganir á áhrifum hugsunar á eld. Undir straumi eldheitrar hugsunar getur logi byrjað að nálgast eða hopa. Egyptskir leyndardómar bentu á það sérstaka hugarafl sem hægt er að senda í gegnum loga. Í þeim ráðum var að finna viðurkenningu á eldsþætti hugsunarinnar. Þannig geta menn beint athygli fólks að sviðum Fohats.

240. Einn fær samneyti frá eldkaleiknum; annar gleypir bolla af logandi víni. Sá fyrri er greyptur í andanum, sá seinni hristist í loganum og eyðist. Sá fyrsti getur fengið samneyti endalaust; sá seinni nær fljótt mörk eitrunar. Er lausnin ekki í andanum? Eiginleikar hugsunar nýtir eldinn til góðs. Ölvun er ömurleg, sem andhverfa hins heilaga elds. Síst af öllu er hægt að tengja eld við sjálfhverfu.

241. Er mögulegt fyrir þann sem er í jarðvist að skapa andlega í fíngerða heiminum? Það er mögulegt, sérstaklega ef Agni er að verki. Það er hægt að rækta og bæta plöntur. Það er hægt að búa til uppbyggileg form; maður getur tekið þátt í miklum fjölda úrbóta, að því tilskildu að þær séu ekki ljótar. Urusvati hefur séð tré gróðursett af henni. Þannig er hægt að búa til úr veikum viðkvæmum formum eitthvað sterkt og varanlegt. Þannig að við undirbúum fallega garða í framtíðinni í jarðvistinni. Hugsun í allri uppbyggingu sinni skapar líka okkar eigin framtíðarhamingju. Þannig höldum við áfram með hugsun út fyrir mörk jarðar.

242. Ljós út úr myrkri - þessi sannleikur heldur áfram að birtast mörgum sem þversögn. Þeir hafa ekki séð ljós og skilja ekki að æðra ljós er óaðgengilegt fyrir sjóninni, hvorki jarðnesku né fíngerðu; jafnvel neistar þess þreyta augun. H. var umvafinn öldum þessara neista og sérstaklega urðu augu Urusvati þreytt. Þessar umbúðir voru honum nauðsynlegar, það var dæmi um andlega sendingu í mikla fjarlægð. Þannig sendum við vísbendingar, en vegna ýmiss konar spennu brenglast mikið. Það er hægt að staðfesta að erting krefst tífaldrar orku og slík neistabönd geta skorið höfuð manns. Því þegar ég ráðlegg þér að forðast ertingu þýðir það að við erum að leita að besta árangri. Eldorka fer fram úr allri trú. Fólk er á móti þessu afli og gefur þannig mörg tilefni til ógæfu. Birtingarmynd umvafninga með eldneistum veltur á mörgum mismunandi orsökum. Eldleg herklæði verndar mann gegn óvinveittum örvum.

243. Maður má ekki nálgast eldinn með eigingjörnum markmiðum. Einföld bæn um fullkomnun opnar bestu hliðin. Sömuleiðis hjálpar einföld sönn afstaða við að greina raunverulega takta kosmosins. Það er auðvelt að skipta út græðgi fyrir kosmískan hrynjanda, en tengslin við Helgiveldið leiða til skilnings á sannleikanum. Reynsla af hinu fagra heldur manni innan áreiðanleikamarka. Þegar hinn jarðneski heimur er svo ríkur, þegar fíngerði heimurinn er enn ríkari, þegar logandi heimurinn er svo tignarlegur, þá er þörf á reynslu af fegurð. Aðeins nákvæmni athugana hjálpar til við að staðfesta fegurð. Það eru mistök að halda að tímabundnar aðferðir myndlistar geti skapað einfaldan grunn fyrir dómgreind. Reyndar veitir aðeins kraftur athugana, sem nærir þriðja augað, traustan grunn fyrir sköpunargáfu sem hentar einnig í fíngerða heiminum.

244. Sköpun í fíngerða heiminum er talsvert frábrugðin jarðneskum aðstæðum. Manninum er skylt að venjast svokallaðri andlegri sköpun. Að vísu getur hugsun í hremmingum sínum valdið mjög dimmum, flöktandi útlínum. Stöðug form fara ekki aðeins eftir krafti viljans heldur einnig af fyrri athugunum. Eins og steinefni í gegnum eldferli framleiða vel mótaða kristala, þarf einnig eldhæfi til að skapa. Eins og allt annað, safnast það smám saman og það tilheyrir óeyðanlegri uppsöfnum, þess vegna seinkar því aldrei.

245. Þú metur visku samstarfsmanna, það er nákvæmlega þannig í allri keðju Helgiveldisins. Þekking ein og sér mun ekki gefa eldlega árvekni hugans sem safnast af margri reynslunni. Hvað er mögulegt eða hvað er ómögulegt við allar aðstæður lífsins er ekki hægt að skrifa niður. Þekkingin ein er banvæn hætta, en beiting hennar er eldlist. Það er ástæðan fyrir því að við metum svo visku, þá beinu þekkingu sem hvíslar þegar maður ætti ekki að snúa lyklinum í lásnum. Sá sem hefur safnað slíkri beinni þekkingu verður ekki svikari, hvorki meðvitað né óbeint. Að gefa lykilinn án vitundarstigs þýðir að starfa sem svikari. Að taka ekki eftir slægðinni eða falsheitunum þýðir að vera ekki með góða skynsemi. Að vera skynsamur aðeins á morgun er ekki mikils virði. Slík skynjun kemur ekki í veg fyrir að maður detti fram af bjarginu - en hversu næm hlýtur uppsöfnun viskunnar að vera! Í hverjum skóla verður að kenna þroska skjótrar hugsunar; hvernig er hægt að fara án þess í gegnum logann?

246. Þú hefur lesið um þá staðreynd að í sautján ár hafa daglegir jarðskjálftar átt sér stað; þessar vísindalegu upplýsingar eru ekki alveg réttar. Í átján ár hefur jörðin stöðugt verið að skjálfa. Maður verður að staðfesta allar upplýsingar um tíma eldheits lokaþáttarins sem nálgast. Reyndar, í ljósi vaxandi skjalftabylgja jarðarinnar, ættu menn að vera vakandi og hugsa hvort allt sé í lagi. En ástandi heimsins lagast ekki af jarðskjálftamælingum. Jafnvel þó einhvern tíma yrðu allir jarðskjálftamælar ónýtir, hjálpaði það ekki neitt, og að auki, hvaða dagblað myndi birta eitthvað um það! Í orði hafa atburðir sem fólk hefur skapað meiri þýðingu en þeir halda. Teljið þannig aftur á bak átján árin og þú munt sjá merkilegan og mjög viðurstyggilegan atburð.

247. Skjálftar jarðar verður sterkari; spurðu þá sem eru með tvöfalda púls hversu mikið hann hefur aukist. Vafalaust hefur allt sem tengist eldorku eflst. Fólk styrkir þessi svæði með lifnaði sínum og hugsun. Ekkert pirrar eldþáttinn eins og óregluleg hugsun. Fyrrum var fólki, að minnsta kosti stundum, kennt að hugsa. Ekki vakti sjaldan lærdómur um lögmál lífsins hugsunarstrauminn. En vakning langanna og sjálfhverfu getur leitt til óreglulegrar hugsunar. Mitt í þessum brotum skapast óreiðukennd reiði. Af hverju að vekja upp eyðileggingar?

248. Meðan á tilraunum stendur með hugsanaflutning er hægt að fylgjast með að hve miklu leyti hugsun sem kemur utan frá rennur yfir heilann. Einn eiginleiki eldorkunnar er tilfinning í samræmi við eðli elds. Af þessum sökum er erfitt að halda í minninu samskipti að utan. Maður ætti ekki að kenna sér um þennan eldlega vana, heldur ætti að fylgjast með eiginleikum elds. Reyndar kemur árvekni að gagni, en samt getur maður ekki haldið eldlegum samskiptum við jarðneskar aðstæður. Það er ekki aðeins erfitt að muna hugsanir að utan, heldur er það einnig erfitt að aðgreina nokkrar samtímis sendingar. Og í slíku tilfelli er þráður Helgiveldisins einnig til gagns, því ein sterk viðleitni, sem slík, stillir allt gripið.

249. Um einn Rishis var sagt að jafnvel þegar minnst var á eitthvað illt, fann hann fyrir sársauka. Maður ætti ekki að líta á slíkan Rishi sem einhverja linkind, heldur vera undrandi á aðgreiningu hans frá hinu illa. Sannarlega, sérhver sem gerir sér grein fyrir eldi finnur fyrir hinu illa með sérstakri næmni sem algera andstæðu sinnar eigin veru. Maður verður að segja, hver verður að þróa með sér þetta andvægi við hið illa, andstæðing framfara. Maður verður að segja, hver maður verður að viðurkenna þessi mörk sem hindra framfarir í þágu þróunar. Maður heyrir kannski um hversu flókin slík mörk eru, en birtingarmynd elds mun leiða í ljós hvar þróun er og hvar niðurbrot er. Eldheimurinn er sannkallað tákn um óslitna þróun.

250. Ef við ímyndum okkur í augnablik að geimurinn samanstandi af pappírslögum og tengjum þeim eiginleikum útvarps eða sjónvarps, þá finnum við í hverju lagi mótaðar útlínur mynda; öll áhrif festast á staðbundnu pappírslögin. Þessi áhrif verða til áfram á Akasha sviðinu á nákvæmlega þennan hátt. Stundum erum við tilbúin að kvarta yfir því að sjá ekki hvers við óskuðum, en við íhugum ekki, að mynd þarf ekki að verða til í geimnum. Myndir sem ekki eru gerðar af mannshönd berast eins og pappírsblöð í hringiðu; þess vegna verður maður að venjast tilhugsuninni um að allt sé óafturkræft. Aðeins þannig er mögulegt að verða virkilega varkár og vandlátur varðandi umhverfi sitt. Menn mega ekki halda að það sé hægt að flýja lögmálin, sem koma fram jafnvel í einföldum líkamlegum verkfærum. Það er auðveldlega hægt að ímynda sér hvernig andlitsmynd, sem send er út í geiminn, getur verið stoppuð hvenær sem er á ferð sinni. Þú veist nóg um jarðnesk líkneski; þetta þýðir þá að það geta líka verið fíngerð líkneski. Þess vegna verður maður að standa vörð um allt dýrmætt, ekki aðeins á heimilinu heldur líka í geimnum. Hægt er að skapa vörn fyrir sendingar, en það tekur mikla orku. Við skulum því læra að standa vörð um hið verðuga hugtak.

251. Hvert jarðneskt verkfæri hefur fullkomna hliðstæðu í fíngerða heiminum. Enn fremur má auðveldlega skynja hversu einfalt það er að auka kraft þeirra með því að ákalla Agni. Þannig er mögulegt að endurgera fjölda tilrauna sem reyndust árangurslausar. Tilraunir Keely og jafnvel tæki Edison voru ófullkomið fyrir fíngerða heiminn vegna þess að orku Agni var ekki beitt; í öðru tilfellinu vegna tortryggni í kringum það, í hinu vegna persónulegrar vantrúar. Sagt hefur verið að jafnvel kerti sé ekki tendrað án trúar.

252. Það er erfitt fyrir fólk að skilja að frá einhverju flugi snúi það ekki aftur - svo dauflega sér það raunveruleikann. Nauðsynlegt er að rannsaka fortíðina í skrám gullgerðarlistarinnar og í annálum. Þegar skilningi á Agni var náð endurspeglaðist það í vísindum og einnig í vandamálum ríkisins. Menn mega ekki halda að Agni sé aðeins verksmiðjueftirlitsmaður, hann er hvatakraftur allra hugsana mannkynsins. Hans þarf ekki aðeins að gæta, heldur þykja vænt um.

253. Við ættum ekki að ætla að hægt sé að bæta hörmungarástand mannkyns, ef fólk hefur ekki hið ógnandi eldfjall í huga og grípur ekki til sálarorkunnar. Breyting Golfstraumsins er aðeins eitt af mörgum ógnvekjandi merkjum, mörg önnur má finna nærri.

254. Að tala í samræmi við vitundarstig hlustanda þíns þýðir að vera þegar á háu stigi. Ýmsar kenningar eru sérstaklega skaðlegar að því leyti að þær leggja til stífa framsetningu óháða vitundarstigi. Hversu margir afneitarar, hversu mikil reiði og rugl stafar eingöngu af misræmi í vitundarstiginu! Og ekki aðeins af mismunandi stigi, heldur er vitundarlyndið sem svo oft ræður. Nóg hefur verið sagt um skaðsemi pirrings, sem blindar vitundina; en til viðbótar þessum megin óvin verður maður að muna öll smærri hugarrótin. Maður verður að venja sig á að muna grunnhugsunina um tilveruna óskerta. Þegar skólakennarar læra hvernig á að takast á við nemendur í samræmi við vitund þeirra, mun hin sanna þróun hefjast. Það er ómögulegt að skipta mannkyninu eingöngu eftir aldri eða stétt. Við sjáum stöðugt hvernig ákveðin börn þurfa á tali fullorðinna að halda og aldrað fólk, stundum í stjórnunarstörfum, getur aðeins skilið barnslega tjáningu. Himnaríki er ekki aðeins fyrir seinni börnin! Nýja vitundin kemur ekki frá vélrænum reglum. Þannig verður maður að læra að tala í samræmi við vitund hlustandans. Þetta er ekki auðvelt, en það er frábær æfing í visku. Enn fremur á þetta einnig við um eldleg störf.

255. Eldspenna geimsins veldur óhjákvæmilega sérstakri þreytu í augunum. Nauðsynlegt er að hvíla augun og loka þeim í stutta stund. Maður getur líka notað volga rýju en það er mjög gagnlegt að loka augunum í stutta stund. Mikill fjöldi nýrra aðstæðna skapast á tímum eldsins. Maður verður að taka tillit til þessara nýju þátta við allar aðstæður lífsins. Helstu mistökin er að taka ytri skilyrði náttúrunnar sem eitthvað óhreyfanlegt. Að vísu virtist tunglið hafa verið í kyrrstöðu í fjölda kynslóða, en engu að síður var mögulegt að fylgjast með verulegum breytingum á því. Lampi á borði dettur einu sinni, en samt er möguleikinn á því alltaf til staðar. Þannig má ekki gleyma gagnlegri fyrirbyggjandi meðferð í tengslum við spennu eldþáttarins.

256. Fólk passar sig ekki alltaf að velta lampanum. Í þeirri umönnun er ákveðin virðing fyrir eldi. Hræðsla við eld er aðeins gróf staðfesting á virðingu. Það er ekki hægt að efast um, að fólk er ekki laust við að hafa sérstaka virðingartilfinningu fyrir eldþættinum. Birtingarmynd þessa undraverða frumþáttar hefur alltaf valdið sérstakri upplífgandi tilfinningu.

257. Grunur er í sjálfu sér ögrun. Ögrun getur verið meðvituð, en ef um er að ræða grunsemdir, eru ögranir sérstaklega óreglulegar. Burtséð frá öllum mikilvægum fylgikvillum, leiðir tortryggni til næmni fyrir smiti. Hve margir faraldrar hafa stóraukist einungis fyrir tortryggni! Karmískir sjúkdómsvísar verða til af tortryggni. Mörkin milli ótta og tortryggni eru nánast ógreinanleg. Vörður verður að vera vakandi en ekki tortryggin. Jafnvægi skapast ekki af tortryggni. Hugrekki leitar orsakanna en tortryggnir ekki. Þess vegna er tortryggni fyrst og fremst fáfræði.

258. Mikil athygli beinist nú að stjörnuspekinni. Jafnvel vísindi skynja loksins kosmísk lögmál. En það má taka eftir því að jafnvel með nákvæmum útreikningum kemur oft fram ónákvæmni. Maður ætti að vita hvaðan þessar sveiflur koma. Við megum ekki gleyma því að einmitt nú er reikistjarnan umvafin þungum sviðum; efnageisla er hægt að brjóta niður með svona mettuðu andrúmslofti. Ástæða minnkunar stafar af þessu fordæmalausa ástandi. Það sama má taka eftir á öðrum sviðum. Krafan um að fornir útreikninga séu rangir er vegna viljaleysis til að gefa raunveruleikanum gaum. Fólk vill að allt samræmist eigin skilningi. Þú sást einu sinni hvernig mannfjöldi tróðst inn í leikhús á meðan sviðið var þegar í logum. Þannig er það í öllu. Það er satt að afskorið hundshöfuð kann að gelta, en mannsandinn verður mállaus. Þvílík er rökleysan og skortur á jafnvægi! Tíminn er hættulegur; það er eðlilegt að finna fyrir angist.

259. Sannarlega er nálgun heimanna nauðsynleg. Það er nauðsynlegt, jafnvel í litlum mæli, að búa vitundina undir þessa nauðsyn. Fólk verður að vera tilbúið að hitta þétta líkami í lífinu án töfraþvingana; en fyrir þetta er nauðsynlegt að eldheitt hjartað hætti að vera óhlutdrægt.

260. Ég hef nýlega horft á nemanda Bekhtereff gera tilraunir með miðlun hugsunar í fjarlægð, en hann gat ekki náð tökum á einu einföldustu aðstæðunum. Hann gat ekki aftengt spennu frá ertingunni sem stíflaði tæki hans. Meðan hann hélt að hann beitti sér var hann í raun aðeins pirraður og gerði ráð fyrir að ekkert myndi leiða af sér. Þótt hugsun hans væri fræðilega rétt gat hann ekki aðskilið tilfinningar sínar. Þar að auki truflar gervivirkni, sem gerir ráð fyrir að allt sé eins fyrir alla við allar kringumstæðum. Vissulega getur þetta verið mögulegt eftir þróun tveggja kynþátta í viðbót, en nú má líkja þessu við þyngd fíls aftan á kakkalakka. Skilningur á andlegri orku er ruglaður. Jafnvel þó að hún sé kölluð eitthvað annað, skulum við viðurkenna hana. Nafnið skiptir ekki máli. Maður getur vitnað í fjöldann allan af nöfnum, en grófleiki mun ekki minnka vegna þeirra. Vaxandi gróf sálarorku er hræðilegasti faraldur.

261. Í forneskju kastaði hatur manna litlum nöðrum, en ekki risaslöngum. Mælið ekki hið illa af lengd þess. Reyndar samsvarar lítill höggormur betur við hið illa, þar sem hlutfallslega meiri eyðilegging kemur frá honum. Við skulum ekki treysta á ytri mælingar; hið illa leitast við að grafa undan gegnum smæstu aðila. Sömuleiðis byrjar upplausn með því minnsta.

Maður getur fylgst með því hvernig grundvallareðli heillar þjóðar breytist á einni kynslóð. Ekki þarf aldir til að svikasnákar byggi hreiður sitt. Það er undravert hvernig, fyrir okkar eigin augum, reisn þjóðar molnar; en hugur manna nær yfirleitt ekki að skilja svo sláandi uppákomu. Einu hafnaði orði kann að hafa lagt grunninn, engu að síður leiddi það til svika. Ef við minnumst atburðanna í lok átjándu og um miðja nítjándu öld, sjáum við sláandi samlíkingu við nýlegan atburð. Þannig er eðli heilu þjóðanna breytt.

262. Nýlega mátti taka eftir því að fólk nær oft útvarpsbylgjum án móttakara. Þó að þetta geti verið gagnlegt fyrir vísindalegar athuganir, erum Við aftur á móti óánægð með þessa straumablöndun. Leyfum mannkyninu að venjast því að miðla og taka á móti hugsunum. En það er ekki gagnlegt þegar eldlegum efnum er blandað saman við inngrip grófari strauma. Að vísu gefur slík birtingarmynd til kynna að hve miklu leyti eldþátturinn er þegar magnaður í mannkyninu, en það verður ekki til bóta ef hann, sem ekki er þekktur, brýst inn á óæskileg svið. Reyndar gæta þessi eldlegi faraldur náð slíkum hlutföllum að þau geta orðið eyðileggjandi. Ég fullyrði að eldlegir faraldrar geta byrjað einmitt af slíkum truflunum. Þegar Ég tala um jafnvægi og markhæfni vil Ég minna á samræmi í öllu lífinu.

263. Á hverjum degi eykst spenna í náttúrunni og hjá mönnum. Þannig geta menn ímyndað sér hvað gerist í dölunum, jafnvel þegar til fjalla er þörf á sérstökum ráðstöfunum. Sannarlega er þetta tími truflana; en þú þekkir lækninguna.

264. „Mitt, mitt, mitt!“ hrópar barnið og er ekki tilbúið að leyfa hinum eldri í það sem það er að gera. Muna kannski ekki hugur og hjarta stundum fram til sjö ára aldurs, ákvörðun um sjálfstæða tilveru á jörðinni? Seinna verða viturlegar minningar dimmar og oft snúið við. „Leyfðu þeim, háum sem lágum, að vinna fyrir mig!“ þannig talar maðurinn sem hefur gleymt sjálf-fullkomnun. En barnið man og ver sjálfstæði sitt. Þegar annað barn hvíslar: „Hvernig get ég náð því?“ er það tilbúið fyrir nýja reynslu og landvinninga andans. En það er ekki nóg að slík orð barna séu sögð - þeim verður að taka eftir og meta. Eldheit athygli ætti að skrá þessi köll og loforð fíngerða heimsins. Lítið barn segir: „Loksins er ég fæddur.“ Í þessari staðfestingu um jarðvist er tilvist fíngerða heimsins staðfest. Maður getur vitnað í mörg dæmi þegar ekki aðeins lítil börn heldur jafnvel nýfædd börn sögðu óvænt mikilvæg orð og féllu síðan niður í eðlilegt ástand. Maður verður að þroska með sjálfum sér eldlega minningu og umhyggju fyrir umhverfi sínu. Þannig safnar maður verðmætustu upplýsingum.

265. Hvar sem sannleikurinn birtist mun hann vera sem slíkur. Maður ætti að henda öllu frá sér sem hindrar viðurkenningu á fullkomnum veruleika sannleikans. Maður verður að knýja fram slíkan heiðarleika.

266. Maður ætti ekki að hlæja að því að eldinum sé hærri frumþátturinn. Hlátur og grín dregur úr siðgæði vitundar manns. Að lokum missir maður sjónar hvar mörk staðfestu og viðleitni byrja.

267. Ef við munum eftir ýmsum vísbendingum um skyggni hjá börnum getum við varla staðið á vélrænu frumukenningunni. Aðeins síðar missa menn skynjunina bæði af fortíðinni og hvert markmiðið var. Hversu oft hefur fullorðnum verið bjargað af börnum! Hve oft hafa börn ekki þorað að láta í ljós tilfinningar sínar! Falst hugleysi skapast af ljótleikanum í kring. Næmur og upphafinn andi dofnar fyrir sýktum sárum fordóma. Hversu oft banna fullorðnir allir spuna og gleyma því að þetta er söngur andans! Jafnvel þó að tæknin sé ófullkomin, hversu mörg fögur fræ er hægt að planta með slíkum hjartans orðum!

268. Ýmsar galdrabækur gera ráð fyrir látlausum áköllum. Sannarlega, jafnvel í svo lágsettum reglum búa enn sannindi sem frumþættirnir bregðast auðveldara við í slíkum endurtekningum. En lögmálið er það sama. Þú veist hversu mikið Við erum á móti öllum töfrabrögðum. En jafnvel í tilbeiðslu til Helgiveldis ljóssins er eftir sem áður mikilvægi kallsins í bæninni. Menn ættu að muna að jafnvel jarðneskir kraftar bregðast ekki við nema þeir séu ávarpaðir. Slíkur straumur, mjög efnislegur, er myndaður meðvitaða í ákalli til Helgiveldisins. Maður ætti að gera ráð fyrir að eldur sé nauðsynlegur í slíku ákalli, því lifandi eldurinn er besti hreinsarinn. En þegar eldur hjartans logar er enginn staðgengill nauðsynlegur.

269. Valfrelsi er bundið í öllu. Engin þvingun ætti að hindra stíginn, en það er leyfilegt að gefa öllum blys fyrir langa ferð. Uppljómun ein og sér getur hjálpað manni að skilja valfrelsi, því er uppljómun staðfesting tilverunnar. Frá bernsku ætti hver skóli að leiðbeina um að tengja raunveruleikann við kjarna þess sem er fyrirhugað. Aðeins þannig getum við tengt tilveru okkar við sjálfsfullkomnun. Valfrelsi, uppljómun, sjálfsfullkomnun, eru vegir eldsins. Aðeins eldverur geta skynjað sjálfstætt þessar undirstöður uppgangsins. En það verður að leiða alla í gegnum þessi hlið, annars koma upp eyðileggjandi truflanir sem ásamt ringulreið frumefnanna henda plánetunni í skjálfta. Þannig bætist taumlaus mannlegur ruglingur við æsing frumefnanna. Ég tel nauðsynlegt að ítreka um óreiðuna sem kremur alla hugmyndir um þróun.

270. Að jafnaði vill maður sem er bjargað, ekki þekkja björgunarmann sinn. Sá sem hefur tekið á móti eldi leitast við að þjóta í burtu, án þess að hugsa til þess að myrkrið getur gleypt hann.

271. Eldur verður ekki kveiktur undir vatni. Árangur skapast ekki í þægindum gufubaðsins. Mitt í mannlegum byrðum skulum við spyrja okkur, er þetta ekki þegar afrek? Í kúguninni skulum við spyrja, er það ekki að neyða okkur að hliðum afreks? Í sprengingunum skulum við spyrja: Höfum við ekki nægjanlegan styrk í okkur til að komast upp sjálf? Við skulum því skoða allar birtingar um hvort þær leiði til árangurs. Við skulum því taka eftir öllu sem færir okkur í átt að árangri. Hver getur séð fyrir nákvæmlega hvaða mótbátur koma nýjum aðstæðum í gang? En án mótstöðu breytist ekkert. Þessar mótstöður eru kallaðar „hjartasteinar afreka“. Aðeins þeir sem skilja skapandi efnið munu átta sig á því að það sem sagt er, er ekki bara hvatning heldur einungis útkoma lögmálsins. Maður getur breytt lögmálum í ógæfu, en það er rétt að átta sig á gagnsemina sem undirstöður tilverunnar gefa.

272. Hver móttaka er þegar samþykki elds. Orkuspenna er umbreyting óaðgreinds frumþáttar í virkan titring. Sönn móttaka er alltaf jákvæð, því eldorkan virkar þá beint. Hvert ólöglegt frávik og eyðilegging vekur svokallaðan svartan eld. Það hefur sérkennilega hliðstæðu við bláæðablóð. Blóðtaka hafði sína ástæðu. Hægt var að losa svarti eldurinn úr því. Sem betur fer kallar lýsandi eldur ekki á svona grófar ráðstafanir. Því eðlilegra sem eldurinn er kveiktur, þeim mun gagnlegri er hann. Þaðan kemur ályktunin að eldur ástarinnar sé hinn fullkomnasti. Þú vilt vernda Helgiveldið og þú gerir það ekki fyrir ótta, ekki fyrir gróða, heldur fyrir kærleika. Að skipta kærleik út fyrir ótta eða ágirndar leiðir til svartra elda. Niðurstaðan er sú sama þegar um aðrar óverðugar skiptingar er að ræða. Sérhver eldur er segulmagnandi; þess vegna ætti maður að forðast svo segulsvið svarta eldsins. Það sendir ekki agnir þétts útstreymis, heldur dregur að sér og íþyngir þannig rýmið. Þetta getur verið sérstaklega skaðlegt ef um er að ræða blóðbönd þegar þéttar ónýttar agnir laðast svo auðveldlega að og geta þvingað þegar veikt líffæri. Það er ekki vænlegt að kveikja í svarta eldinum.

273. Rannsókn á gagnkvæmum samskiptum fólks eru sönn félagsvísindi. Tengsl manns við mann sem rannsökuð eru í félagsfræði leiða ekki í ljós öll innbyrðis tengsl. Félagsfræðingar rannsaka ekki birtingarmynd andlegra viðbragða. Þeir láta sálfræðinni það eftir. En þessi vísindi, auk þess að vera yfirborðskennd, rannsaka venjulega aðskilda einstaklinga, en nauðsynlegt er að rannsaka tjáningar einstaklinga sem samfélag, því andleg áhrif eru óvenju mikil og snerting þeirra við kosmíska ferla leiðir til lausnar margra vandamála. Menn ættu að bera saman fjöldann og læra einnig að bera saman athafnir þeirra við eðlilega hegðun. Maður ætti ekki að líta framhjá þessum öflugu þáttum. Það er ekki nóg að þekkja áhrif á ferill byssukúlu; til þess er þetta of frumstætt. Það er miklu mikilvægara að þekkja áhrif augnaráðs fjöldans eða hróp. Maður ætti að gera sér grein fyrir að þessar öldur ná til stranda fjarri öllum eldstraumunum. Þannig geta menn uppgötvað orsakir margra óvæntra atburða, en þetta krefst athugunna.

274. Hver myndi trúa því að kaleikur jógans geti sent út mikla heilsustrauma, bæði nær sem fjær? Þessi útgeislun er mjög sársaukafull, eins og nálar sem eru að stinga innan frá. Kaleikurinn getur ekki forðast að senda uppsöfnun sína til velferð þeirra nánustu. Það er óskynsamlegt að líta á þessar velgjörðarsendingar sem sársaukalausar. Þegar bæði þéttu og fíngerðu meginreglurnar starfa verður að vera spenna. En andinn er tilbúinn til að sigrast á þessari spennu. Maður verður að skilja að slíkar sendingar styrkja eldheiminn. Samstarf við slíkan eld er ekki auðvelt!

275. Menn ættu að huga að fólksögnum þar sem spáð er fyrir um kosmíska birtingarmyndir. Mjög oft getur maður fundið nákvæma útreikninga í þeim. Það geta þó verið margar aðrar kringumstæður.

276. Ef ferðamaður á hraðferð spyrðist fyrir um tímann, gæti varla nokkurt hjarta verið svo grimmt að ljúga vísvitandi að honum. Í mikilli viðleitni er eldheita sannfæringu að finna. Reyndar er viðleitni einmitt krafturinn sem bjargar manni frá höggum haturs. Þannig að þegar við berum fram hið mikla hugtak, Agni, skilst viðleitnin í öllum sínum ákafa. Í hugtökum mannkynsins vex eldheimurinn, ásamt afrekum hugsunar. En reyndu ekki að sannfæra hjarta sem er ókunnugt um eldinn, um eldheiminn. Slík nauðung mun aðeins leiða til svarta eldsins. Ef við gætum talið fjölda þjóna myrkursins sem skapast vegna ýmissa þvingana, myndum við hræðast þann gífurlega fjölda. Maður verður að hafa fyllstu næmni til að skilja hvenær maður getur snúið lyklinum í lásnum í annað og þriðja sinn. Hvorki bókin né efnafræðin geta sagt hvenær leyfilegt er að bera fram hið heilaga orð. En eldur hjartans veit hvenær karma og vitund bróður verður ekki ofboðið; því birtingarmynd Agni má ekki vera byrði.

277. Allir eru sammála um að bækur ættu ekki að innihalda of mikið af undirbúningsefni. Jafnvel smiðir eru sammála um að fyrst verði að hreinsa byggingarstaðinn og draga saman nauðsynleg efni. Þið vitið sjálf hvað það þýðir að hreinsa staðinn - maður verður að eyða sannkölluðum frumskógi af öfund, efa og alls kyns rusli. Maður verður að beita öllu umburðarlyndi og hjartahlýju til að verða ekki undir álagi illgresisins. Auðvitað munu öll öfl myrkurs og fáfræði gera uppreisn af sérstakri hörku gegn eldinum. Þess vegna verður hver bók um áframhaldandi skref lífsins að vera ekki of stutt. Láttu síðasta hluta slíkrar bókar birtast sérstaklega, annars vilja allir lesa lokin í upphafi. Sá vani er sérstaklega þóknanlegur þjónum myrkursins. Þannig skapa þeir kviksyndi fyrir þá veiklunduðu.

278. Læknirinn ætti ekki að undrast að sjá að einkenni andsetu er í hlutfalli við faraldurinn. Þeir sem eru haldnir slíku eru miklu fleiri en mannshugurinn ímyndar sér. Ennfremur eru einkennin mjög fjölbreytt — allt frá næstum ómerkilegri sérvisku upp í ofbeldi. Ég hrósa lækninum fyrir að taka eftir tengslum við kynsjúkdóma. Sannarlega er þetta einn farvegur andsetunnar. Það má segja að meirihluti þeirra sem þjást af kynsjúkdómi séu ekki ókunnugir andsetu. En á einn hátt hefur læknirinn reynst of bjartsýnn - þó að kynsjúkdómur auðveldi innkomu andsetu, þá er lækning hans ekki fólgin í útburði þráhyggjunnar. Þannig getur pirringur í öfgafullu formi boðið inn andsetu, en ekki má búast við því að fyrsta brosið kasti honum út. Heill vísindi felast í slíkri athugun. Læknirinn hefur rétt fyrir sér í því að óska eftir að heimsækja ekki aðeins geðveikhæli heldur einnig fangelsi. Það væri ekki úr vegi að heimsækja kauphöllina eða þilfar skipsins þegar hætta væri á ferðum. Maður getur fylgst með langvarandi, langvinnum eða tímabundnum einkennum. Sömuleiðis er hægt að fylgjast með svitanum. Mörg einkenni verða smám saman augljós fyrir áhorfandanum. Meðal þeirra verða rakin smáatriði um fíngerða heiminn. Eitt er þó óumdeilanlegt - brottkast andsetu er ekki háð líkamlegum aðferðum. Aðeins Agni, aðeins hreina orkan, getur vegið á móti þessari ógæfu manna. Ég endurtek orðið ógæfu, vegna þess að það er í réttu hlutfalli við umfang faraldursins. Mikill fjöldi lækna mun líta á Agni sem hjátrú og trú á andsetu sem fáfræði. Fólk gefur svo oft öðrum eigin eiginleika. En á sama tíma munu andsetar af öllum stigum verða fyrir vandræðum vegna þessara rannsókna.

279. Oftar en einu sinni höfum við bent á æskilegt flug til fíngerða heimsins. En aðstæður geta skapast af slíkri spennu sem fær Okkur til að benda á að sýna varúð. Með bestu fyrirætlan geta flug verið óþolandi fyrir einhvern. Þegar aftur er komið í líkamann er fíngerða veran þreytt og hver illgjörn árás getur valdið skaða.

280. Einnig verður að vara lækninn við að vera varkár gagnvart þeim andsetna. Þegar maður nálgast þann andsetna ættu menn að muna að hafa jafnvel ekki ágiskanir um andsetu ofarlega í huga. Menn mega ekki gleyma því að andsetan er mjög næm fyrir hugsunum, þegar hann grunar að nærvera hans sé uppgötvuð. Hann getur lýst illsku sinni á margan hátt. Með því að eyðileggja andsetu getur maður skapað marga óvini, þess vegna ætti maður að gera athuganir sínar án þess að upplýsa það persónulega.

281. Meðal eldlegra birtingarmynda er útgeislun frá fingurgómum mjög athyglisverð meðan á vinnu stendur. Í kringum ritunarhöndina má sjá ljósbylgjur. Þar að auki breytast þær í samræmi við innihald skrifanna. Þannig geta menn fylgst með mjög mikilvægri birtingarmynd - sýnilegri þátttöku elds og einnig breytileika Agni orku í samræmi við innri gæði verksins. Auðvitað hefur þú ekki aðeins tekið eftir litabylgjum heldur einnig lýsandi myndunum sem koma upp við lestur bókar. Þessir boðberar ljóssins geta komið að utan sem innan, en báðir þjóna sem sönnun fyrir virkni eldorkunnar. Margir geta séð þessar stjörnur en þeir vita ekki hvernig þeir eiga að beina athyglinni. Þetta færir okkur aftur að sama stað - krampakenndur hvati hefur ekki meiri þýðingu en svefn, að því er varðar endanleg áhrif hans á verkið. Aðeins einbeitt athygli og þrautseigja án neikvæðni mun leiða til skilnings á lögmálinu. Látum engan halda að möguleikinn hafi ekki verið gefinn - heldur hefur hann ekki verið samþykktur.

282. Án efa eru tengsl milli handar við vinnu og kaleikisins, sem afhjúpar sig með útgeislun. Ef slík tenging er skynjuð má óska honum til hamingju með athyglisgetu hans. Ég met að jöfnu athuganir á bardaga ljóss og myrkurs; stjörnur ljóss og myrkurs eru nokkuð áberandi og tákna kosmískan bardaga. Maður getur séð fyrir hvernig í rás tímans verður hægt að finna stjörnuefnafræði grunn fyrir margar birtingarmyndir. Og hver skrá þeirra mun verða til mikillar þjónustu í framtíðinni.

283. Segðu einnig lækninum að ekki séu allar andsetur endilega myrkar. Það geta verið áhrif frá miðsviðunum, sem í trú andsetanna sé beint til góðs, þó að enginn sérstakur góður árangur fáist. andsetumenn eru af svo lágri gráður og líkamir innan seilingar þeirra ekki með mikinn þroska, þannig að tvíhyggja hugsunar, ójafnvægi og skortur á sjálfsstjórnun er niðurstaðan. Það eru margir slíkir menn, sem kallaðir eru veikburða; í raun veikja tveir viljar hvor annan. Maður getur aðeins læknað slíka einstaklinga með því að gefa þeim vinnu sem þeir kjósa, en í mjög áköfum mæli. Andsetan verður pirraður og fær ekki útrás meðan á slíkri einbeittri vinnu stendur, því hver andseti leitast við að tjá eigið egó. Þannig getur læknirinn fylgst með mismunandi tegundum af andsetu, en í grundvallaratriðum eru slíkir faraldrar óásættanlegir í þróun manna í átt að meiri þroska. Ennfremur hjálpar hugmyndin um Gurú mjög að verjast andsetu. Ef um er að ræða veikingu vilja býður kennarinn afl sitt til að koma í veg fyrir ágang myrkra áhrifa. Kennari með háa vitund er náttúrulega fær um að ákvarða hvenær þörf er á hjálp hans. Reyndar hefur slík leiðsögn ekkert með þvinganir að gera.

284. Eldheit viðleitni getur auðveldað allar greiningar, því að ekkert annað getur ákvarðað mörk þess fínlega, sem jafnvel munnleg skilgreining skortir. Ekki að ástæðulausu hefur verið sagt: Við skulum lyfta okkur upp á eldsviðið; þar er ekki lengur þörf á orðum.

285. Það er vissulega lærdómsríkt að fylgjast með eldkrömpum jarðarinnar, sérstaklega þegar þú veist um óvenjulegu áhrifin. Maður getur bent á hreyfingar eldsins eins og hægt er að fylgja hugsunum fólks.

286. Agni jógi er ekki aðeins segulmagnaður fókus heldur bætir hann einnig heilsufarsskilyrði umhverfis sig. Þannig taka Raja jógi og Agni jógi á sig strauma geimsins. Það er ekki ofsögum sagt að Yoga endurheimtir heilsu plánetunnar. Maður verður að flýta sér að átta sig á mikilvægi andlegrar fullkomnunar. Aðeins með slíkri framkvæmd getur maður létt álagi verka jógans, þar sem allir geta íþyngt honum, en aðeins fáir geta hjálpað. Maður ætti að ná að minnsta kosti skrefinu með einfaldri virðingu fyrir því óvenjulega. Engum vill sýna hversu auðvelt er að valda þjáningum vegna neikvæðrar illgjarnrar árásar hans. Hver fáfróður maður er sambærilegur þjóni myrkursins.

287. Að vísu vantar ekki Harmagedón, en jafnvel myrkraaflið sjálft kemur sér upp enn nýjum lævísum aðferðum. Við skulum ekki kvarta vegna margra árása. Það getur ekki verið öðruvísi. Hæfileikinn til að venjast hættunni er öflugt vopn gegn óvinum. Sannarlega er fólk í hættu á hverju augnabliki. Það er mikil blekking að halda að allt hvíli í öryggi. Maya birtist mönnum í skjóli kyrrðar, en einmitt jógi skynjar að kross tilverunnar stendur óhagganlegur. Aðeins samþykki krossins og hækkun fjallsins, þar sem eru jafnvel fimmfættir kálfar, aðeins slíkt hugrekki mun bera mann yfir hyldýpið. Við skulum ekki gleyma því að ég boðaði varúð, því að það er eiginleiki hugrekkis.

288. Fræðarinn gleðst þegar sameiginleg starf er mögulegt. Höfnun sameiginlegrar vinnu er fáfræði. Aðeins háleitur einstaklingur finnur í sér mælikvarða á sameiginlegum hugtökum. Svo lengi sem persónuleikinn óttast sameiginlega vinnu er hún ekki enn þá einstaklingsmiðuð; hún er enn í kæfandi andrúmslofti sjálfselskunnar. Aðeins sönn greining á óeyðandi frelsi gerir kleift að fylgja sameiginlegu starfi. Aðeins með slíkri sannri gagnkvæmri virðingu getum við náð fram samræmdu vinnuafli - með öðrum orðum, náð virkri gagnsemi. Í því góða er kveiktur eldur hjartans; þess vegna er hver birtingarmynd samræmds starfs svo gleðileg. Slíkt eykur sálarorkuna verulega. Leyfðu verkinu að fara fram að minnsta kosti með stuttu sameinuðu vinnuafli; jafnvel þó að það sé stutt í fyrstu, þá verður það að vera í fullu samræmi og ætlað að ná árangri. Í upphafi er óhjákvæmilegt að þreytast vegna sundurlyndis, en síðar mun samstillt samtakaflið tífalda orkuna. Þannig að jafnvel í litlum kjarna er hægt að reka áfram fyrirmynd framfara heimsins.

289. Sólfuglar fljúga ekki niður til jarðar. Í þessari goðsögn er bent á aðskilnað eldheimsins frá jarðneskum aðstæðum. Maður sér að menn hafa veitt eldþættinum sérstaka lotningu frá fornu fari. Reyndar, á maður að líta á hverja eldlega birtingu með athygli! Mitt í daglegu lífi getur maður greint neista hærri eldsins. Þetta þýðir að í kringum hvern slíkan neista vex hreinsað andrúmsloft; þess vegna er sérstaklega viðurstyggilegt að slökkva þessa glampa. Þeir blossa óvænt út en útrýming slíkra ljósa hefur afleiðingar sérstaks óstöðugleika. Sannarlega hefur verið sagt að betra sé að fæðast ekki en að auka við viðbjóðinn.

290. Vinna er besta hreinsun alls viðbjóðs. Vinna skapar áhrifamikinn svitaþáttinn, sem jafnvel hefur verið sett fram sem leið til endurnýjunar mannsins. Svitnun hefur verið mjög lítið rannsökuð; það hefur sjaldan verið rannsakað í samanburði við persónuleika mannsins og lítið hefur komið fram í tengslum við hina ýmsu þætti. Jafnvel óreyndur rannsakandi tekur eftir mörgum mismunandi tegundum svita. Það er í raun auðvelt að taka eftir því að eldeðli tengist ekki svitamagni og í öllum tilvikum gerir það alkalískt. Á hinn bóginn eru jarðar og vatn frumþættirnir mettuð svita. Þannig er hægt að sjá hvernig ein fyrsta þróun mannsins var gefin til kynna.

291. Ekki ætti að líta framhjá hinum ýmsu stigum mannlegrar þróunar. Margt kann að virðast skrýtið frá okkar sjónarhorni, en höfum í huga að allar aðstæður hafa tiltölulega breyst. Þá munum við komast að þætti, sem, þó að hann sé framandi, er ekki undarlegur. Það er villandi að ímynda sér öll líf í heimunum samkvæmt skilningi okkar samtíma. Við gleymum svo auðveldlega gærdeginum og ímyndum okkur morgundaginn svo dauflega að margir dómar okkar eru eins og haustlauf. Það er viðeigandi að finna fyrir lítillæti frammi fyrir hverju kosmísku lögmáli. Hins vegar eru eldlegir vængir veittir fyrir nálgunina að eldheiminum.

292. Vandræðin alls staðar og alltaf um leið og aðstæður lagast eitthvað, reynir dökk hönd að varpa litlum loðum boltum í leiðina. Maður sér greinilega hvar litlar skaðlegar sprungur birtast. En í eldstæðinu þar sem þrýstingur er mikill, gerir lítil sprunga skaðlegu gasinu kleyft að losna. Mitt í lífinu geta menn orðið vitni að tilraunum í hærri efnafræði. Þess vegna er svo mikilvægt einungis að fylgjast með.

293. Heilun með dáleiðslu hefur verið kölluð eldleg viðleitni. Það er satt að þessi lækningaaðferð er nú þróuð í meira mæli. Þess vegna ættu menn að afstýra hugsanlegum skaða vegna fáfróðrar notkunar eldorku. Dáleiðsla geta stöðvað sársauka, en ef dáleiðandinn veit ekki uppruna veikindanna, má líkja þessum aðferðum við skaðleg fíkniefni. Það er annað mál þegar dáleiðslu er beitt af reyndum lækni; hann léttir ekki aðeins viðbrögð sársauka heldur rekur einnig flæði sjúkdómsins og getur beint til viðkomandi líffæra um að þau hefji eðlilega starfsemi sína á ný. Vitur læknir mun heldur ekki vanrækja stjörnuspeki. Maður getur hlegið eins og maður vill, en vísindalega stjörnuspá mun hjálpa til við að greina veikindi sjálf og ákvarða aðstæður sem stuðla að því. Maður ætti að huga að stjörnuefnafræði og skilja styrk dáleiðslunnar. Ef dáleiðsla nýtir eldorku, hversu djúp og öflug áhrif hafa eldar! Maður verður að afnema siðinn á stuttum skipunum og bönnum sem nú er notað af dáleiðendum. Aðeins þekking á lífverunni og öllum kringumstæðum gerir lækninum kleift að beita skipun sinni á alla viðkomandi hluta. Veikt líffæri er hægt að endurheimta töluvert með því að leiðbeina og samræma þau við hjartans eld. Sérhver læknir verður að þroska með sér dáleiðsluaflið.

294. Það er ábyrgðarlaust ef læknir leyfir fáfróðum dáleiðanda aðgang að sjúklingi sínum. Grófur kraftur getur ekki fylgt flóknu ferli sjúkdómsins. Þetta snýst ekki bara um að svæfa sjúklinginn, það þarf að taka tillit til allra aðstæðna og rekja flókna farvegi sjúkdómsins. Hvert orð, hver tónfall sefjunar hefur eldlega þýðingu. Þess vegna getur aðeins upplýstur hugur fylgt lögmálunum og aðferðum sefjunar. Aðeins slíkur hugur mun átta sig á fullri ábyrgð á því að hafa áhrif á eldorkuna.

295. Þú veist að meðan á dáleiðslu stendur ætti maður ekki að veifa handleggjunum eða stara á sjúklinginn. Almennt er ekki einu sinni nauðsynlegt að líta í augu sjúklingsins, heldur ætti að varpa viljanum frá hjarta til hjarta. Aðeins eftir á eftir ætti maður að beita vilja sínum frá miðjunni, í nauðsynlega átt. Það er algerlega gagnslaust fyrir sjúklinginn undir dáleiðslu að vita hvað er að gerast. Reyndar hefur undirbúningur dáleiðslu oft kallað fram óæskilega mótstöðu. Að auki, þó að sjúklingurinn geti trúað því að hann sé tilbúinn að fara í meðferðina, mun hugur hans standast áganginn. Því lengur sem báðar vitundir eru í jafnvægi hvort við aðra, því mun öflugri verða áhrif dáleiðslunnar. Hins vegar ætti ekki að tilkynna tilraunina fyrirfram; hver meðferð ætti að fara fram óvænt. En líkamlegar aðstæður verða að vera hagstæðar. Hitinn ætti að vera í meðallagi, þægilegur, án ertingar af völdum hita eða kulda. Loftið verður að vera hreint og ráðlegt að hafa léttan ilm af rósum eða tröllatré. Maður ætti að sjá til þess að sjúklingurinn sitji þægilega. Rúm hentar síður. Allt sem er skyndilegt eða hávaðasamt ætti að forðast til að koma í veg fyrir áfall. Það má ekki gleyma því að meðan á dáleiðslu stendur, er fíngerði líkaminn í mikilli spennu og reynir að yfirgefa líkamann. Þess vegna ættu menn með varúð að banna það að fara úr líkamanum. Eðlilega ættu allar skipanir að vera hugarlegar en ekki munnlegar. Vestrænir dáleiðendur hallmæla hugmyndinni um slíkt; þeir halda að orð og fingur geti ráðið viljanum. En við skulum láta þeim eftir mistök sín stundum. Í ákveðnum frumstæðum ættbálkum var sjúklingurinn laminn á ennið með kylfu. Slíkur verknaður lagði einnig undir sig viljann. En þar sem fræðsla hjartans og eldsins er, eru aðferðirnar aðrar.

296. Auðvitað er til fólk sem mun segja að högg með kylfu, sé bein aðferð og sé því leyfileg, en að eldheit aðgerð sé eitthvað leynt og óheimilt. Með slíkum rökum er hver og einn sem hugsar um hið góða þegar hættulegur, en morðinginn sé aðeins spegilmynd samfélagsreglunnar. Þeir eru ekki fáir sem hugsa á þennan hátt og hindra þannig allt það fíngerða. En kylfan nýtist ekki lengur; fínni lausnir og virðing fyrir hjarta mannsins eru nauðsynlegri.

297. Tónun fylgir heilun hjá sígaunum, í þeirri trú að aðeins þannig muni úrræðið skila árangri. Hefðum Okkar í Himalaya er viðhaldið í gegnum margar kynslóðir innflytjenda. Sannarlega, ef við berum saman áhrif lyfja sem tekin eru fúslega eða með áminningu, þá er munurinn ótrúlegur. Jafnvel öflugustu lyfin geta haft nánast andstæð áhrif ef þeim fylgir samsvarandi dáleiðsla. Hægt er að skrifa merka bók um afstæði líkamlegra viðbragða. Hægt er að safna saman staðreyndum frá ýmsum sviðum til að sanna að meðal afgerandi þátta er hið líkamlega ekki það mikilvægasta. Svona skref fyrir skref ættu menn að rekja hreyfingu Agni. Maður þarf ekki að fara strax í flóknar formúlur heldur getur gengið út frá sláandi sönnunargögnum hversdagsins. Ef náttúruheilarar skilja hvar ríkjandi meginregla um velgengni er að finna, ætti menntaður læknir að greina enn betur úrslitaþættina. Á þessari braut mætast fortíð og framtíð.

298. Agni er eilífur! Eldorkan eyðist aldrei! Í þjóðsögum er oft talað um eilífa gleði og sorg. Óeyðandi gleði og sorg sem sendur er út í geiminn hefur verið rannsökuð mjög vísindalega. Margir bera sorg annars og margir grípa gleðina sem ekki tilheyrir þeim. Þannig verður maður alltaf að muna hina eilífa sáningu. Hugsun, ef hún er ekki kraftmikil, getur verið gleypt af straumum umhverfisins; en efni sorgar eða gleði er næstum eins óeyðandi og eldfræið. Það er gagnlegt að færa umhverfinu gleði og mjög hættulegt að dreyfa sorg um himininn. En hvar getur maður fundið brunn gleðinnar? Vissulega ekki á markaðnum, heldur nærri útgeislun ljóssins, í gleði Helgiveldisins. Aukin sorg er ein af orsökum eldlegra faraldra, en þegar lífeðlisfræði mun kenna mönnum hve slæmar afleiðingar sorgar eru, mun leitin að gleðinni hefjast. Smám saman verður klettur gleðinnar staðfestur og upphafinn staðfestan hefst, viðurkennd sem heilbrigðasti þátturinn. Ekki að ástæðulausu höfum við bent á ávinninginn af nærveru heilbrigðs fólks. Gleði er heilsa andans.

299. Maður verður að þroska hæfileikann til að skilja skap annara. Þetta er ekki hugsunarlestur, heldur bein þekking á eðli náungans. Það er auðveldara að fylgjast með hvað er í fjarlægð þegar við vitum hvað er nærri. Margir standa á þröskuldi slíkrar beinnar þekkingar en koma í veg fyrir skilning á umhverfi sínu með krampa sjálfshyggjunnar.

300. Fljótir pílagrímar - það eru þeir kallaðir sem þekkja hinar miklu leiðir. Aðeins með því að gera sér grein fyrir hinni skammvinnu jarðnesku leið er mögulegt að skilja glæsileika óendanleikans og læra ferlið við að fullkomna andann. Öryggi hefur enga tilvist og blekking öryggis er skaðlegasta vofa. Samt sem áður, án þess að reiða sig á hinn líkamlega heim, ættu menn að læra að meta hvern mola hans. Leyfðu hverri hreyfingu elds að kalla á kraftinn sem viðheldur jafnvæginu. Ef reikistjarnan er jafnvægi af innri eldinum, mun hver vera einnig finna stuðning í eldi hjartans.

301. Maður þarf ekki að vera hissa á ljósblikum fyrir lokuðum augum. Spámennirnir sögðu: "Drottinn, ég sé ekkert myrkur!" Þetta er ekki tákn hollustu heldur vísindaleg sönnun þess að orkustöðvarnar hafa kviknað. Maður finnur stöðugt tilvísanir í þessi ljós. Maður ætti að leita að þeim, ekki aðeins til forna heldur ætti einnig að spyrjast fyrir um þau meðal blindra og barna. Skáld gæti skrifað ljóð um það hvernig himinn opinberar sig fyrir lokuðum augum.

302. Það er gagnlegt að taka ljósmyndir, ekki aðeins á mismunandi tímum heldur einnig í fjölbreyttri kosmískri spennu. Hvenær, ef ekki á spennustundinni, getur maður séð bregða fyrir blettunum í algeru myrkri? Hvenær, ef ekki meðan ójafnvægi frumþáttanna er, getur maður orðið fyrir flóknum áhrifum? Okkar eigin sveifla endurspeglast í filmunni, en einnig er hægt að tryggja áhrifin af ýmsum fíngerðum birtingarmyndum. Þetta getur byrjað við einföldustu aðstæður, því það er nauðsynlegt að vinna við mismunandi aðstæður.

303. Draumar um framtíðina eru útbreiddir. Spádómum er dreift í þúsundatali og fólk í ýmsum löndum er að venjast ákveðnum dagsetningum. Þannig er verið að staðfesta þróunarskeiðið. Svo er líka verið að hugsa um ógnvekjandi dagsetningar. Maður gæti sagt að aldrei fyrr hafi mannkynið deilt örlögum sínum. Það er ekki hægt að brjóta meira gegn frjálsum vilja meira en nú er gert. Þú sérð sjálfur hvernig dagsetningarnar eru dregnar upp í hugann á óvenjulegustu vegu, en blindir eru þeir sem ekki vilja sjá. Þú sérð sjálfur líka hversu erfitt það er að koma á staðfastri einingu, jafnvel sem heilsuúrræði. Þú sérð einnig hvernig hægt er að draga úr mjög margri eyðileggingunni. Þar sem högg hefði orðið verður aðeins smá áfall. En ekki hvíla í trúnni á örugga tilveru. Allt er óstöðugt; Aðeins stigi Helgiveldisins er stöðugur.

304. Fólk elskar að ræða þróun og hnignun en forðast að beita þessum hugtökum á sig. Það fylgir ekki sinni þróun og dregur að sér svipuð og ómerkileg fylgi frá fíngerða heiminum! Fíngerði heimurinn er í raun að leitast að hinu jarðneska, en í fullu samræmi. Þar af leiðandi, ef fólk myndi leitast við þroskast, myndi það laða að þroskaðar verur. Þannig væri bætt ástand heimsins í höndum mannkynsins sjálfs. Þannig skapar hver viðleitni til góðs, viðbrögðin verða ekki aðeins í fíngerða heiminum heldur einnig í eldheiminum. Ef slík viðleit er af einhverjum ástæðum ótjáð, er hún engu að síður í geimnum að fullu. Möguleikar góðs eru eins og ljósastólpar. Smiður, skósmiður eða læknir getur hugsað jafnt um hið góða. Stöðugleiki og staðfesta í góðu er þegar landvinningur. Sumir kunna að líta á tímann sem varið er í Ashram sem fangelsi, en með þróun andans verður það heilsusamlegast allra ferðalaga. Þú veist hvernig tíminn flýgur og í þessu flugi venst maður óendanleikanum.

305. Auðvitað getur útstreymi orku jafnvel valdið sundli, sérstaklega þegar sent er í fjarlæga staði; þá tekur við eins konar tregða. Þyngdarkraftur finnst svo sterkt að betra er að vera ekki í uppréttri stöðu.

306. Maður getur séð í daglegu lífi mikið sem snýr að siðum fíngerða - og eldheimanna. Skipta má mannkyninu í tvær gerðir: mann sem skilur aldrei eftir sig óhreinindi og þegar hann býr sig til brottfarar, færir allt í reglu og hreinsar allt svo að einhver annar þurfi ekki að burðast með ruslið; hinn tekur engar afleiðingar til greina og skilur eftir sig hrúgu óhreininda. Þú gætir verið viss um að sá síðari er langt frá eldheiminum. Þú gætir verið jafn viss um að sá fyrri sé af eldlegum toga og hreinsi, eins og eldurinn sjálfur. Hægt er einnig að fylgjast með því hvernig maður fer hjá litlum viðkomustöðum. Sá sem er meðvitaður um verkefni sitt flýtir sér áfram, hann er vel búinn fyrir allt sem hann kann að mæta. Hinn stoppar á hverri stöð og með uppátækjum og trufla umhverfið. Sá fyrri er reynslumikill eftir að hafa gengið í gegnum margar jarðvistir og skilur að gistihús er ekki hús föður hans. Hinn getur ekki greint sönn gildi og er reiðubúinn að tefja við hvert verslunartækifæri á leið sinni. Þannig afhjúpar fólk sífellt eðli sitt. Aðeins reyndur ferðamaður veit að næturgisting er ekki ákvörðunarstaður og skilur hve vandlega maður verður að meðhöndla hluti sem gætu nýst þeim sem eftir koma. Hann mun ekki eyða öllum eldiviðnum heldur hugsa um aðra. Hann mun ekki menga brunninn vegna gagnsemi hans fyrir aðra. Þannig geta menn fylgst með hvar er ljós og hvar er myrkur.

307. Er hægt að ímynda sér að fólk hugsi aðeins um það sem gagnlegt er? Auðvitað er það hægt; skaðlegar og óagaðar hugsanir eru fyrst og fremst gagnslausar. Maður getur vanið sig á gagnlegum hugsanir og slík æfing verður besti undirbúningurinn fyrir eldheiminn. Hugsunarvani til góðs næst ekki fljótt; samt, það leiðir til eldlegs skilnings. Þannig nálgumst við eldheiminn í athöfnum daglegs lífs, ekki í birtingu sérstaks heims.

308. Sjálfsfullkomnun er ljós. Sjálfselska er myrkur. Maður getur byggt svo upp líf sitt svo að hver dagur verður sem sá síðasti, sem sagt endirinn. En maður getur einnig lýst upp lífi manns svo hver stund verði nýtt upphaf. Þannig getur maður endurreist jarðvist sína fyrir eigin augum. Aðeins þannig verða spurningar framtíðarinnar og skilningur á eldheitri fullkomnun áberandi. Þor ætti að finna til að endurreisa líf manns í samræmi við nýjar uppsafnanir. Að deyja í rúmi afa síns er afturhvarf til miðalda. Við mælum meira að segja að gefa þessi rúm á safn; það yrði líka hollara fyrir heilsuna. Við ættum þó ekki að takmarka morgundaginn við mælingar gærdagsins; ef við gerum það, hvernig getum við nálgast skilning á eldheiminum, sem var eins og vítiseldur fyrir forfeðrum okkar. Og nú, þegar lotning tendrar ljósið og mikilfengleika eldsins, getum við átt mjög andríkan morgundag.

309. Í tvær vikur hefur þú fundið fyrir jarðarskjálftum. Ímyndaðu þér hvernig jörðin er að þróa hreyfanleika. Ekkert hugvit manna getur hamið frumþættina, en ef þú hefur skýra hugmynd um fíngerða- og eldheiminn, getur engin jarðneskur skjálfti hulið hinn óvíkjanlega geislandi morgundag.

310. Úr austrinu, Hvíti örninn - þannig opinberum við nýja vitund. Ekkert er mögulegt án Austurlanda. Saga mannkyns var sköpuð annað hvort af austrinu eða fyrir Austurlönd. Það er ómögulegt að ímynda sér hið gífurlega umfang menningarinnar, þar sem Musterið þess er svo mikið.

311. Ráðleggðu unga fræðimanninum að safna öllu varðandi eld frá fornu kenningum. Láttu ekki Puranas á Indlandi, brot úr kenningum Egyptalands, Chaldea, Kína, Persíu og algerlega allar kenningar sígildu heimspekinnar gleymast. Auðvitað, Biblían, Kabbala og kenningar Krists, allt skilar miklu efni. Sömuleiðis munu fullyrðingar síðustu tíma bæta við dýrmætar skilgreiningar Agni. Slík samantekt hefur aldrei verið gerð. Getur maður samt haldið áfram í átt til framtíðar án þess að safna táknum árþúsundanna?

312. Sannanir frá nýjustu rannsóknum ættu að vera metnar. Þegar fólk byrjar að svífa upp í hæstu lög og komast inn í neðanjarðarhella, má búast við samræmdum ályktunum. Ekki vanrækja athuganir á áhrifum neðri lögum andrúmsloftsins. Reyndar ætti að taka bókstaflega mið af öllu afstæðinu, sem getur aðeins sýnt smæð mannsins. Það er nauðsynlegt að innan um alla þessa afstæðu að við finnum not jafnvel fyrir hálfbrennt gjall. Hvar sem virkur eldur hefur verið getur það veitt verðugar athuganir.

313. Enginn getur myndað sér rétta skoðun á myndun sólkerfis án þess að hafa kynnt sér eldfrumþáttinn. Það væri sambærilegt við að arkitekt byrjaði að byggja steinbyggingu án þess að hafa kannað eðli steinsins og viðnám byggingarefna. En hugarástand samtímans er svo fjarri heilbrigðu samræmi!

314. Jarðspennunni er ekki lokið. Okkur tekst að brjóta áföllin upp í létta skjálfta. Almennt ætti maður að muna þessa aðferð við að kljúfa hið illa. Oft er ómögulegt að koma í veg fyrir uppsafnaða spennu illskunnar. Þá er aðeins eftir að kljúfa þessa spennu myrkursins.

315. Kínverska lækningaaðferðin með nálastungu í samsvarandi orkumiðjur, sem þú hefur nýlega lesið um, er ekki lækning heldur aðeins tímabundin léttir. Forn Egyptar framkölluðu sömu viðbrögð með því að ýta á samsvarandi orkumiðjur. Og jafnvel nú til dags eru bollaglös og heitir plástrar í sama flokki. Þannig að í gegnum allt lífið ætti að útrýma ertingu með samsvarandi aðferðum. Fræðslan í Kína til forna hafði einnig lækningu með því að auka lífskraftinn. Einmitt Kína hefur metið ginseng og langvarandi notkun muskus. Þess vegna er ekki að undra að nýjustu læknisfræðilegu rannsóknirnar uppgötva þætti af hærri orku. Sömuleiðis geta menn tekið eftir glóðum í birtingu lífskraftsins. Megi bestu læknar læra hvernig á að greina eldlegan uppruna lífsgefandi þátta úr jurta- og dýraríkinu. Ekki ætti að fresta slíkum tilraunum; þegar eldheitnir faraldrar ógna, gleymum því ekki, að líkt læknar líkt.

316. Hvers vegna að undra sig á að þróun sjónarinnar krefst hóflegrar lýsingar? Það er alveg ljóst að skær ljós leyfa ekki aukningu innra ljóssins. En einungis viðleitni til sjálfsfullkomnunar veitir traustan grunn. Því til forna fylgdi vígsla inn í leyndardóma langvarandi dvöl í myrkri, þar til augað sigraði hindranir myrkursins með innri sjóninni.

317. Ekki aðeins er atvinnuleysi manna að ná hættulegum hlutföllum, heldur vekur iðjuleysi einnig athygli. Maður þarf aðeins að hafa í huga hversu fljótt blómstrandi gróðri breytist í dauða sanda. Ógnvænlegur dauði jarðskorpunnar ætti að heita sjálfsmorð en ekki óstjórn. Sandar, jöklar, aurskriður gera ekki ráð fyrir glæsilegri framtíð. Það er ómögulegt að flýta fyrir lækningu náttúrunnar, jafnvel þótt fólk snúi sér að heilbrigðri hugsunarstefnu. Það mun krefjast áratuga að endurheimta yfirborðið sem eyðilagðist á jörðinni. En til slíkra sérstaklega gagnlegra aðgerða, er þörf á mannlegu samstarfi. En sjáum við merki um slíka gagnkvæma vinnu? Er ekki eyðilegging og ósætti ríkjandi í hugum manna? Er ekki allri viðleitni til einingar mætt með hæðni? Fólk vill ekki hugsa um veruleika framtíðarinnar. Við tölum um hinn mikla Agni en minna en þúsund hugar þora að hugsa um óumflýjanleika hann.

318. Maður ætti að huga að yfirvofandi atburðum. Menn ættu að gera sér grein fyrir því að mannkynið er að fara inn í tímabil samfellds hernaðar. Slík stríð eru mismunandi, en eini grundvöllur þeirra er sá sami - fjandskapur alls staðar og í öllu. Enginn veltir fyrir sér hve hrikalegt eldsvið verður til þegar fjöldi fólks myndar eyðingarhring um alla jörðina. Þetta er þessi eiginlegi höggormur sem er hrikalegri en snjóflóð og jöklar. Ekki halda að þetta sé smáerjur. Nei, hver dagur ber vott um eyðileggingu. Hin eilífa beinagrind sefur ekki, en léttúð reynir að beina allra augum frá eyðingunni.

319. Vopnastríð, viðskiptastríð, atvinnuleysi, þekkingarstríð, trúarbragðastríð - margbreytileg eru stríðin og jarðnesk mörk hafa þegar misst merkingu þeirra! Plánetulífinu er skipt upp í óteljandi markalínur.

320. Millefolium, eða „Þúsund lauf“, hét fornt koks af villtum jurtum. Mikilvægi þess var fólgin í þeirri trú að flórusviðið sé í sjálfu sér þegar samansöfnuð lækning. Auðvitað er slík samsetning plöntukraftanna mjög athyglisverð; hver er betri en náttúran að geta passað upp á næstu nágranna! Hlutföll og aðlögunaraðferðir hvíla í höndum mannsins. Sannarlega, hver sinfónía gróðurs kemur manni á óvart í samstæðu sinni. Sköpunarmátturinn er ríkur, bæði að utan og innan, en að jafnaði brýtur fólk grimmilega í bága við þessa dýrmætu blæju móður heimsins. Í stað ránsins skilja þeir eftir sig glott dauðs höfuðs í sandinum. Stjórnmálahagkerfið ætti að byggja á skilningi á gildum náttúrunnar og skynsamlegri notkun þeirra; annars mun ríkið hvíla á sandi. Þannig má í öllu rannsaka hinn gullna meðalveg, sjálfa leið réttlætisins. Fólki hryllir við þegar truflun á frumöflunum á sér stað. Þau truflast af albínóum; samt er þetta aðeins brot á eldlegu meginreglunni. Maður getur orðið vitni að svipuðum truflunum í öllum konungsríkjum náttúrunnar. Þau eru ekki aðeins viðurstyggð, þau eru smitandi og skaðleg. Maður verður stöðugt að snúa til heilsusamlegrar ráðgjafar, en er ekki eldheiti þátturinn voldugur lækningarmáttur? Eldur er staðfesting lífsins.

321. Maður verður að sannfæra fólk um að varðveita eigin fjársjóði. Óhamingjusamasta manneskja jarðarinnar sóar oftast mestu. Nýi heimurinn, ef og þegar hann kemur, mun sýna kærleika til fjársjóða náttúrunnar og þeir munu veita bestu samsetningu nauðsynlegasta kjarnans. Fjöldinn verður að hverfa frá borgunum út í náttúruna, en örugglega ekki til eyðimarkanna! Í öllum heimshlutum hafa myndast eyðimerkur. Að sama skapi hefur vitund mannkyns molnað niður í illskukorn. Sérhver eyðimörk var einu sinni blómstrandi vellir. Ekki náttúran heldur mennirnir sjálfir eyðilögðu blómin. Láttu hugsun um eld neyða fólk til að hugleiða sparsemi.

322. Margir þrá að vita í smáatriðum um fíngerða heiminn, en margir verða mjög ráðvilltir. Allur skynjanleiki fíngerða heimsins er afstæður, allt eftir þróun vitundarinnar. Maður getur verið hrifinn af ljósinu, eða maður getur lent í þoku. Maður getur byggt falleg mannvirki með viljaafli, eða maður getur verið áfram á ruslahaugum. Maður getur samstundis tileinkað sér tungumál andans eða verið áfram heyrnarlaus og mállaus. Allt í samræmi við verk hans. Hver og einn skynjar í samræmi við vitund sína. Fíngerði heimurinn er ástand hins sanna réttlætis. Maður getur fylgst með því að vitund, jafnvel þó að hún sé einföld, þróast ef hún er upplýst af kærleika. Markaðs-litaðar tilfinningar jarðarbúa líkjast kærleikanum lítið. Kærleikurinn er oft óraunhæfur. En í fíngerða heiminum er kærleikurinn lykillinn að öllum lásum. Fyrir mörgum er ímyndunaraflið óumræðilega afstæð, en í fíngerða heiminum er hvert korn af uppsöfnun ímyndunaraflsins leið að möguleikum. Fyrir jarðarbúa eru móðgun, biturð og hefnd undirstaða galls og lifrar; en í fíngerða heiminum, jafnvel í meðalvitund, falla þessi lítilsgildi burt sem einskis virði. Þess vegna endurtökum við eindregið um eldheita vitundina, til þess að manni verði beint strax á æðri sviðin. Maður ætti sannarlega að leitast við, með öllum háleitum leiðum, að eldheitri vitund.

323. Dómur þinn er réttur varðandi þörfina fyrir fólksflótta frá pestarborgunum og jafnari dreifingu íbúa jarðarinnar. Ef mannkynið er í grundvallaratriðum eldberi, er þá ekki hægt að skilja hversu mjög skynsamleg dreifing þessa frumefnis er nauðsynleg? Það verður að skiljast að veikindi plánetunnar ráðast að miklu leyti af jafnvægi manna. Maður ætti ekki að yfirgefa víðfeðm rými og safnast saman í þrengingum í sýkingum og blóði. Ekki fyrir slysni stofnuðu fornu höfðingjarnir herbúðir sínar á nýjum svæðum. Í dag eru vísindin sjálf hlynnt eðlilegri dreifingu íbúum í opnum rýmum. Engum verður gleymt eða útilokaður og náttúruöflin, sem kölluð eru til samstarfs, munu heila ástand jarðar. Þá má aðeins vona að verkið verði metið að verðleikum og að í stað ráðinna starfsmanna fæðist samstarfsmenn. Hugsun fólks mun einnig gangast undir umbreytingar þegar áhersla hugsunar er beint að jafnri dreifingu vinnu yfir allt yfirborð jarðar. Menn ættu að líta á þetta sem tryggingu fyrir einu lausninni. Annars hristir fólk aðeins okið og finnur ekki sannleikann sem býr í hjörtum þeirra. Eldheitur er þessi sannleikur!

324. Vissulega má spyrja hvers vegna í fornöld skapaðist ekki hætta á offjölgun. Í fyrsta lagi voru íbúar tiltölulega fáir; enn fremur skulum við ekki gleyma örlögum Atlantis, Babýlon og annarra þéttbýla staða sem nú liggja í rústum. Mannkynið man aðeins eftir nokkrum af þessum grafreitum, en kosmísku lögmálin hafa virkað oftar en einu sinni. Þess vegna ættu menn ekki að vera undrandi á því að kosmísk spenna eykst samhliða smiti neðri sviðanna.

325. Þegar við tölum um eldheiminn ættum við ekki að forðast jarðneskar lausnir. Eldlega ríkið fer svo verulega fram úr því jarðneska, að mesta jarðnesks jafnvægis er krafist til að leyfa samfélag við eldinn. Mörgum jarðneskum aðstæðum verða að ná saman til þess að hugsunin skilji eldlíkamann. Látum presta verða meiri fræðimenn og fræðimenn verða andlegri. Með þessari viðleitni, þó að þær séu hógværar, gætu verið reistar mikilvægar undirstöður fyrir nauðsynlega brú. Þetta brúarhugtak hefur verið boðað frá fornu fari, en nú er það orðið bráðnauðsynlegt.

326. Ákveðnir óróaseggir vona að með því að fella stöðugt allt sem þeir geti, tryggi það eigin eignir. Þessar hugsanir eru mjög til marks um rán og sundrungu. Það er algerlega óheimilt að hugsa um að laða að eldheita þáttinn í þeim tilgangi að ræna og eyðileggja. Ég endurtek, þetta eru leiðir fáfræði, sem verður að yfirgefa. Sá sem hefur höggvið tré gróðursetur strax annað á þeim stað. Láttu garðyrkjumanninn uppskera með annarri hendinni, en sá með hinni. Einföldu reglurnar gegn ráninu verða að vera meðal fyrstu kennslustunda sem kenndir eru í skólanum. Kennarinn verður að undirbúa andann fyrir eldlegustu aðlögun. Aðeins með því að staðfesta stöðugt leiðir framtíðarinnar er hægt að undirbúa stríðsmenn andans.

327. Einhver vildi vita um hæstu heima, en hann lifði eins og svín. Að grafa undan rótum er ekki í samræmi við leitast við upp á við. Fyrir svínin - er svínastían.

328. Fræðslan verður fyrst og fremst að hvetja mann upp á við. Þannig er auðveldara að tala um eldinn, sem verður að skilja sem hinn hæsta. Það er lærdómsríkt að spyrja minnstu börnin hvernig þau sjá fyrir sér eldinn. Ólíkleg verða svörin en þau munu vera merkingarfull. Aðeins fullorðnir tengja eldinn eigin þjónustu.

329. Nákvæmni í allri gerð er lögmál eldsins. Maður ætti að venjast hinni heilögu nákvæmni. Maður ætti ekki að halda að því sé auðvelt að ná. Í henni koma fram markhæfni, einbeiting, lotning og hugljúfur máttur. Ekki er send löng útlistun heldur kjarni þess. Maður getur einbeitt krafti í eitt orði og þannig margfaldað áhrifin. Ekki straumur heldur elding er tákn boðunarinnar. Það þarf mikla innri vinnu til að framleiða það hnitmiðaðasta og sannfærasta. Þess vegna samanstóðu fornum töfrabrögðin af stuttum áköllum. Maður getur fylgt slíku látbragði með hendi, en slík bending er ekki nauðsynleg, þó að það geti verið öflugur hvati fyrir sjálfan sig.

330. Tónlistar er þörf fyrir alla eldlega sáningu. Maður ætti að velja góða tónlist; það sameinar tilfinningar okkar. En maður ætti ekki að láta tónlistina líða hjá eyrum manns annars hugar. Fólk hefur oft fyrir sér stórkostleg fyrirbæri og samt heyrir það ekki það hæsta og skynjar ekki það bjartasta. Fólk einangrar sig gjörsamlega frá umhverfi sínu en áttar sig ekki á því að einmitt þetta ástand er mjög dýrmætt ef það er skynsamlega framkallað.

331. Það er skylda kennarans að fylgja eiginleikum hugsana nemandans. Ekki hugarflækjur heldur tilhneiging hugsana gefur vísbendingar um framfarir. Þessi skilningur á hugsun annars er ekki yfirnáttúrulegur heldur er hann fenginn úr mörgum hreyfingum og svipum. Með aðeins smá athygli mun kennarinn skynja eldinn í augunum. Þessar blikur eru töluverðar og gefa vitrum lækni alla skráningu á innra ástandi.

332. Maður ætti ekki aðeins að hlakka til tilkomu þéttingu fíngerða líkamans, heldur ætti að leitast við með öllum kröftum sínum að verða meðvitaður um fíngerða heiminn. Það er ekki aðeins að gera fíngerða heiminn að veruleika heldur verðum við að fyllast áræði svo að við fáum skynjun á eldlegum öflum. Við ættum að venjast tilhugsuninni um að okkur sé fyrr eða síðar ætlað að ná til eldsstranda. Við skulum því læra að kasta stærsta netinu til að ná sem mestum afla. Ekki aðeins í draumum heldur í daglegum athöfnum, verðum við að beina hugsunum okkar að fjarlægum eldlegum birtingarmyndum. Annars, þegar við finnum okkur í fíngerða heiminum, munum við samt eiga í erfiðleikum með að þekkja eldútgeislunina. Ekki aðeins augað, heldur verður vitundin sjálf að venjast ljósi. Fólk þjáist mest af vanhæfni til að beina sér áfram. Takmörkuð vitund lítur aðeins til baka og byrjar því oft að endurtaka mistökin. „Himnaríkið, eldheita ríkið, er tekið með stormi“ - þessi sannleikur var borinn fram fyrir löngu, en við höfum gleymt því og hafnað allri áræðni. Margar dýrmætar vísbendingar hafa verið afskræmdar. Fólk hefur brenglað hugmyndina um auðmýkt, svo þörf er á henni í tengslum við Helgiveldið. Til að auðvelda sér hefur fólk gert lítið úr því. Iðjuleysi var ekki boðað, því að maður verður að leitast við af öllu áræði og vinna í átt að eldinum, hinu fagra. Það er enginn jarðneskur hlutur sem hefur slíkt gildi að afneita eigi eldheiminum fyrir það.

333. Öll jarðnesk skynfæri umbreytast þegar þau stíga upp til eldheimsins. Ekki aðeins verður sjón og heyrn andlegri, heldur fær bragðskyn nýtt notagildi. Án þess er ómögulegt að skilja margar efnasamsetningar. Í sköpunarferlinu er þörf á samræmi með öllum skynfærunum. Þess vegna er nauðsynlegt að betrumbæta skynfærin á jörðinni. Í tilhlýðilegum tilgangi bjó einsetumaður daglegt fæði úr jurtum og laufum til að betrumbæta bragðskyn sitt. Þegar vegfarandi spurði ástæðuna fyrir þessu svaraði hann: „Til að elska þig betur.“ Þannig nýtist hver næmni við skilning á grundvallaratriðum.

334. Látum eins og við hefðum verið þar og ræðum um fíngerða og eldheita heiminn. Láttu þessar viðræður snúast um sérstæð efni; engu að síður munu vitundir sem ganga í sömu átt birtast. Á þennan hátt munum við uppgötva þá sem í hjartaskjálfta hvíslar um eldheiminn, þá fögru veröld.

335. Má líta á þekkingu á framtíðinni sem galdra? Getur vitneskja hins óumflýjanlega verið töfrar? Hver trú, sem hlekkur við hið hæsta, finnur orð til að tjá óbreytanleg umskipti yfir í fíngerða heiminn. Jarðneska vitundin heldur öllum skynfærum sínum í fíngerða heiminum, þó í umbreyttri mynd. Nákvæmu augnabliki umskipta yfir í fíngerða heiminn fylgir tilfinning um sundli, eins og við yfirlið eða í upphafi flogaveiki. Skynjunin sem fylgir fer algjörlega eftir undirbúningi vitundarinnar, eða öllu heldur af eldlega sjálfinu. Ef vitundin hefur verið hulin eða deyfð er ekki hægt að flytja skynfærin yfir í nýja ástandið. Í þessu tilfelli á sér stað eins konar gleymska eða syfja. Þetta ástand er ekki skemmtilegt. Ég vísa að sjálfsögðu ekki til dimmrar stöðu glæpamanna og siðlausra - kvalir þeirra er ólýsanlegar! En æskilegra er að tala um lýsandi möguleika. Þannig að ef Agni hefur verið vakinn á lífsleiðinni með þekkingu eða hetjulegri tilfinningu mun það strax ná fram mikilli umbreytingu. Eins og sannkallaður kyndill mun það gefa til kynna veginn; eins og geislandi helíum mun það bera mann upp á fyrirfram ákveðið svið. Þó svo ómerkjanlegt í jarðnesku lífi, verður Agni leiðarljós í fíngerða heiminum. Ekki aðeins lýsir hann leiðina í fíngerða heiminum, heldur virkar það sem leiðarvísir fyrir eldlegar verur. Án Agni er ómögulegt að eiga samleið með ljósi eldheimsins. Þar sem skortur er á eldinum, þá eru reikandi andar blindir. Við sjáum berum eldinn og stígum upp með logann. Það eru engir aðrir hvatar og því er eldvitund blessun!

336. Ef hver fruma ber í sér alheim, þá er frumgerð skaparans að finna í hverri manneskju, gegnum óendanleikann. Hversu nauðsynlegt er að læra að virða heilagan anda! Maður getur gefið honum öll hæstu nöfnin. Maður getur jafnvel fyllt hjarta sitt af því án nafns, þegar öll nöfnin streyma fram eins og úr yfirfullum kaleik. En ærumeiðingar eru óásættanlegar, því það slítur þráðinn frá ljósinu. Staðfesting tengsla við fræðara er nauðsynleg, sem eðlilegt skref í átt að skilnings á Agni.

337. Hvers vegna birtast eldverur sjaldan jarðarbúa? Fyrir því er líka vísindaleg skýring. Sá háleiti sagði: „Snertu mig ekki.“ Þannig var einfaldlega áberandi kjarninn í sambandi milli eldheimsins og þess jarðneska. Í jarðneskum skilningi er eldheimurinn eins og öflugur rafall. Jarðlegi líkaminn myndi eyðast með snertingu við eldveru; nálægðin ein er nóg til að stöðva hjarta hans. Logandi kyndil ætti ekki að bera í eldfimt húsnæði. Jafnvel venjulegur læknir veit hversu mikinn rafkraft hjarta manna þolir og styrk rafmagns er ekki hægt að bera saman við eldaflið. Birtingarmynd Fohat sjálfs er kannski ekki alltaf sýnileg. Hve sjaldan geta þá geislandi gestirnir komið fram! Agalaust fólk er annað hvort hrætt eða reynir að snerta og eyðist. Gleymum ekki að ótti getur brennt hjartað burtu. Jafnvel í hvítagaldri, við jákvæð áköll, lokar boðberinn sig í hring til að vernda sig gegn eldstraumum. Auðvitað getur hjarta, sem þekkir eldinn, smám saman tileinkað sér hann.

338. Það er erfitt að snúa frá jörðinni inn í eldheiminn. En það er jafn erfitt að nálgast jarðnesku sviðin frá fíngerða heiminum. Það má líkja slíkum dýfingum við vinnu kafara. Eins og kafarinn verður að klæðast þungum kafarafötum til að standast þrýsting hafsins, svo verður sá sem nálgast jörðina að klæða sig í þéttan líkama. Líkami nýfædds barnsins er skynsamlega hannaður, því það getur þannig smám saman tekið á sig þunga jarðarinnar. Meira en eitt sjö ára tímabil er nauðsynlegt til að ná tökum á jarðvist. Þess vegna ættu menn að vernda börnin vandlega.

339. Hinir myrku blunda ekki. Þeir viðhalda miklu meiri einingu við stigveldi sitt en svokallaðir stríðsmenn ljóssins. Þeir myrku vita að eina hjálpræði þeirra liggur í myrkrinu, en eldflugurnar flögra mikið, rökræða mikið og elska stigveldi sitt fremur lítið.

340. Fylgdu mér. Leitaðu mín. Aðeins þannig geturðu skilið framtíðina. Hvað gæti verið ákjósanlegra en ljósaflið? Trú manns er hægt að endurnýja sem óbreytanlegt afl. Trú sem ekki stýrir öllu lífi manns er einskis virði. Ég bendi á löndin sem hafa misst braut sína; vélin gengur enn, en án endurnýjunar vitundarinnar er ekkert til að lifa fyrir. Ný vitund getur aðeins komið frá andanum. Nýja aflið er aðeins hægt að styrkja með þekkingu á hærri heimum. Uppsöfnun slíkrar þekkingar mun styrkja lífið. Maður getur hafnað því mikilvægasta ef ekki tekst að huga að framtíðinni! Maður verður að sætta sig við allar umbreytingar sem endurbætur. Eitt hugarflug getur flutt okkur yfir hyldýpið. Jafnvel það sem virðist óhjákvæmilegt fer eftir gæðum hugsunarinnar. Staðfesting hugsunar getur jafnvel breytt endurkomu til jarðar. Fíngerði heimurinn er almennt álitinn aðgerðalaust ástand, en hann þarf ekki aðeins að vera slíkur; hann getur líka verið virkur. Ef sagt hefur verið: „Eins og á himni, svo á jörðu,“ það þýðir að þar eru líka skilyrði fyrir meiri afrekum. Við ættum ekki að dæma aðeins eftir meðaltalinu. Ef meðaltímin milli jarðvista er um það bil sjö hundruð ár, getur það einnig verið sjö ár eða jafnvel þrjú ár. Karmísk skilyrði sjálf verða að gefa eftir fyrir hamri viljans. Hugsunin sjálf er besti eldlegi forráðamaðurinn. Hugsun er óeyðanleg! Jafnvel maður á jörðu niðri sem er fullur trú og hugsun verður léttari. Hugsun leiðir einnig til hærri heima. Þegar hún er úr jafnvægi biður maður um andartak. Þessi frestur veitir viljanum tækifæri á uppsöfnun. Án vilja er engin trú. Þannig brynjum við fólk með ljósvopnum.

341. Birtingar frá fíngerða heiminum sjást venjulega í óljósum jarðneskum útlínum. Orsökin liggur ekki aðeins í þéttleika jarðarsviðsins heldur einnig í tregðu til að fylgjast með. Sá sem vill sjá, getur séð. Jafnvel í jarðnesku rökkri verður maður að þenja sjónina, með öðrum orðum, blása hugsun í sýn sína.

342. Á ferðum sínum sagði Apollonius frá Týana stundum við lærisveina sína: „Verum hér. Þessi staður er mér þóknanlegur. “ Af þessum orðum vissu nemendur hans að segull var þar falinn eða að kennarinn ætlaði að grafa segul þar. Skynjun á segulsvið næst með sérstökum straumi sem tengist krafti Agni. Með tímanum geta vísindin kannað þessar segulbylgjur, því þær viðhaldast í aldaraðir. Seglar eru eins og vegvísar á stöðum sem hafa sérstaka þýðingu. Þegar sáðmaður ber með sér svolítið af jarðvegi sínum, rifjar hann upp þann forna sið að koma með handfylli af jörðu sem óendanlegt tákn. Og nú veistu líka hvernig jarðvegur var borinn á minningarstað. Örlög þess eru ekki einföld; illir vildi dreifa honum, en góðviljuð hönd leyndi fjársjóðnum viljandi og hann gleymdist. Hugsunin sem fylgir þessum venjum er enn til og er áhrifaríkari en maður gæti haldið - þannig lifir hugsunin. Hlutur sem er segulmagnaður með hugsun hefur sannarlega kraft. Þannig, án hjátrúar, en alveg vísindalega, ættu menn að kanna lagskiptingu hugsunarinnar - þær eru verk elds.

343. Sálarrannsóknarfélög gætu skipt máli, en þau einskorða sig við lægri sviðin. Þau eru sátt við spádóma, þó þau gætu endurnýjað andlega þætti lífsins. Við fordæmum ekki þessi félög, því þau þurftu að byrja á hinu lítilfjörlega og ómerkilega, en eftir hálfa öld ættu að vera vísbendingar um að sumir leituðu til hærri heima. Þetta er þó vart áberandi.

344. Stundum er gagnlegt að sitja rólegur og beina anda sínum að óendanleikanum. Það er eins og sturta frá fjarlægum heimum. Við verðum sjálf að laða að okkur straumana, annars geta þeir runnið hjá án þess að skilja eftir sig ummerki. Hugsun dregur að sér jákvæða strauma eins og segull og hrindir frá sér neikvæðum eins og skjöldur.

345. Gúrúinn gæti spurt lærisvein sinn: „Hvað ertu að gera, hvað þráir þú, hvað kvelur þig, hvað veitir þér gleði?“ Þessar spurningar munu ekki benda til þess að Gúrúinn sé ekki meðvitaður um hugarástand lærisveins síns. Þvert á móti, með fullkomna þekkingu vill Gúrúinn sjá hvað nemandinn sjálfur telur mikilvægast. Vegna skorts á reynslu getur nemandinn bent á það ómerkilegasta af öllum kringumstæðum. Þess vegna spyr kennarinn ekki eingöngu af kurteisi heldur sem prófraun á meðvitund lærisveins síns. Þess vegna ættu menn að vega svör sín vandlega. Ekki svokölluð þægindi, heldur stöðug vitundarvakning er áhyggjuefni kennarans.

346. Nemandi verður einnig að vita um deilanleika andans. Maður verður að leitast við að átta sig á nærveru kennarans í andanum. Þeir sem sjá fyrir sér nálægð kennarans hafa ekki alveg rangt fyrir sér. Það er betra en gleyma kennaranum af léttúð að öllu leyti. Þeir sem leggja orð fræðslunnar á minnið hafa ekki svo rangt fyrir sér. Í skólanum eru textabrot lærð utanbókar til að styrkja minnið. Svo, einnig þegar fræðslan brennur í hjartanu, rís hún upp í stuttum óafturkallanlegum formúlum. Fyrir sumum er auðveldara að tileinka sér nákvæma tjáning. Ekki koma í veg fyrir að hver og einn fari eftir eigin karma. Það er betra að þvinga ekki þegar einstakir eldar koma í ljós.

347. Einn þráir auðveldustu leiðina; annar vill þá erfiðustu. Einn getur ekki talað, en stendur þétt á varðbergi; annar er orðheppinn og flýgur á eftir orðum sínum. Sumir geta skynjað mikilvægustu birtingarmyndirnar, en aðrir velja að búa í því misheppnaða. Hægt er endalaust að telja upp slíkan mun, en aðeins nærvera hjartaeldsins umbreytir einkennum persónuleikans. Þannig munum Við ekki þreytast á endurtekningu um margbreytileikann. Garðyrkjumaðurinn veit hvernig á að samræma plöntur sínar, þess vegna er hann húsbóndi garðsins.

348. Það er augljóst að fólk þráir að breyta núverandi aðstæðum. Höfðingi bað um að sáttur maður fyndist. Loksins eftir langa leit fannst einn og í ljós kom að hann var - heyrnarlaus, mállaus og blindur!

349. Líta ber á sérfræðingaveldi sem tæki hinna myrku. Þeir myrku hafa oft leitt fólk til vélrænna lausna og vonast þar með til að ná athygli mannkynsins, aðeins til að beina því frá andlegum vexti. Samt er hægt að leysa vandamál lífsins með aukinni vitund. Það má sjá hvernig vélrænar tilgátur yfirtaka auðveldlega vonir mannkynsins. Þannig var blekkingin einnig til forna, sem mátti trufla með minnsta áfalli.

350. Hreinleika í hugsun verður að beita bæði á andlega og jarðneska sviðinu. Menn verða að gera tilraunir, styrktar með eldheitum aðferðum, á hugsunarferla. Menn ættu að huga að verkun fosfórs eða uppgufun eucalyptus við hugsun. Menn ættu að sannreyna að hve miklu leyti hugsun er bætt af musk. Þú ættir að safna öllum gögnum varðandi ýmsa kjarnasafa. Að lokum verður maður að muna allar þær samsetningar sem eru næst virkni elds. Þessar tilraunir ættu að vera gerðar með einstaklingum með sterka eldheita hugsun. Slíkar tilraunir á vilja lífsins verða ekki efldar með hugsunarleysi vitsmunanna. Núna er þörf andlegrar árvekni. Maður verður að elska þessa árvekni sem ástand sem hentar til að minna mann ekki aðeins á vítamín heldur líka á Agni. Viðleitni lækna til að einbeita sér, ekki aðeins að innri úrræðum, heldur einnig viðbrögðum lyktarskynsins mun skila þeim árangri sem þarf. Fólk er alvarlega veikt. Myrku öflin leitast við að tæla með alls kyns fíkniefnum, og þrengja mörk mannsins.

351. Margir smærri hringir eru dreifðir um alla jörðina. Svörtu stúkurnar vita hvað þær eiga að gera. En þjónar Ljóssins, vegna skipulagsleysis þeirra, skaða jafnvel hvor annan. Ókunnugir nálgast ekki svörtu stúkurnar, en þjónar Ljóssins, vegna góðvildar eða öllu heldur fáfræði, eru oft tilbúnir að faðma hættulegasta svikarann. Maður verður að hætta afskiptaleysinu, sem lamar bestu öflin. Sannarlega getur maður orðið örmagna, ekki eins mikið vegna óvina eins og afskiptaleysis vina. Hvernig er hægt að skilja eldmóðinn þegar maður er auðmjúkur og áhugalaus? Eiginleikar eldsins eru andstæðir afskiptaleysinu. Maður verður að varast þvinganir óvirka fólksins, þó stundum geti maður skammað það eða að minnsta kosti vakið reiði í þeim. Andlegur samdráttur er eins og lok lífsins.

352. Við skulum ekki dvelja við afskiptaleysið; það sýnir aðeins hve skammarlegt slíkt ömurlegu ástand er. Jafnvel þegar við erum að yfirbugast hættum Við samt ekki sameiningarstarfinu. Stundum er ekki einu sinni hægt að koma saman fólki sem er jafnvel nærri hvert öðru. Það skiptir ekki máli; látum það vera tímabundið í sínum aðskildu heimilum, en láta þau að minnsta kosti forðast að kæfa eldinn. Þannig verður maður að vera vakandi fyrir því að eldar slökkvi ekki.

353. Gúrú hélt sig ekki í sjónmáli í hellinum sínum. Og þegar lærisveinar hans báðu hann að sýna sig, svaraði hann: „Þið kjánar - er það ekki ykkar vegna sem ég hef falið mig? Því að ég vil ekki valda ósætti meðal ykkar vegna viðveru minnar. En þegar þið samþykkir mig sem þann sem er ekki til staðar, þá brenna kannski ykkar eigin eldar því meira. “ Jafnvel með slíkum aðferðum sýnir Gúrú áhyggjur af því að vekja eldunum svo hjartað logi!

354. Mjög oft hefur vaknað spurning um hvor hugsunin sé áhrifaríkari, sú sem er sögð eða ósögð. Reyndar kann það að virðast sem munnleg framsetning geti gefið hugsuninni styrk. Fólk laðast að því að orð auki skilvirkni hugsunarinnar. En orð auka ekki gildi kjarna hugsunarinnar. Orðlaus hugsunin er miklu öflugri og birtir hreinni eld. Maður getur tekið eftir að ósögð hugsun helst algerlega laus við þær takmarkanir sem tungumálið hefur í sér að orða hugsun. Hún nálgast eldtunguna og margfaldar eigin kraft. Við sendum eldhugsanir og þær skiljast af eldhugum. Slíkan skilning má kalla beina þekkingu, en uppruni hans má kalla tungumál eldsins. Við fáum, ef svo má segja, skeyti frá fíngerða heiminum, en frá hærri eldlegum sviðum hans. Eldheimurinn er fyrst og fremst innra með okkur, ef við aðeins greinum búsetu hans! Þannig að þegar maður efast um hvort samfélag við eldheiminn sé mögulegt, ættu menn að muna nærveru hans alls staðar. Hins vegar verður að koma á streymi í gegnum hjartað en ekki heilann. Maður getur fundið stöðugt samband við fíngerða heiminn, en eldheimurinn krefst sérstaklega góðs hugarheims. Orð munu fremur færa okkur frá, en nær eldheiminum.

355. Taktur eða laglína? Réttilega er það hrynjandi sem skapar titring. Eins og þú veist samanstendur tónlist sviðanna fyrst og fremst af hrynjanda. Eldurinn er í taktinum, en ekki í laglínunni. Auðvitað geta verið skemmtilegar tilviljanir þegar laglína verður að takti. Maður ætti að skilja rækilega tengslin milli hrynjanda og elds.

356. Efinn er aðalinngangur hinna myrku. Þegar efinn byrjar að hrærast minnkar eldurinn; og útidyrnar opnast upp á gátt fyrir myrka hvíslarann. Maður verður að efla samræmi og finna gleði, jafnvel í hænu að verpa eggi. Þannig, í stórum og smáum, yfirvinnum við óvininn.

357. Það eru margir sem vilja spyrja ákveðinna spurninga en þora ekki. Sem dæmi, vildu þeir gjarnan vita hvort heilsa þeirra muni versna þegar nálgast er eldheiminn. Sem svar, má minnast dæmisins um góðgerðarmanninn sem hætti ölmusugjöfum sínum af ótta við smit vegna snertingar við fátæka. Auðvitað var hann ekki sannur mannvinur. Sömuleiðis er sá sem óttast eldheita heiminn ekki eldberi. Við skulum því líta á eldheita heiminn sem eitthvað frumlegt, ófrávíkjanlegt, sem birtist í hugrekki og gleði hjartans.

358. Pythagoras bannaði alla stríðni meðal lærisveina sinna, því það, umfram allt, raskar staðfestu. Sá sem heilsar sólinni með sálmi tekur ekki eftir smáblettunum. Í þessari skipun er staðfesting fegurðar. Látum hina myrku halda fyrir sig örlög hæðninnar. Þeir sem þurfa að beita gríni munu ekki skilja eftir sig minni hins vitra. Áhersla hans á staðfestu sálma sýnir Pýþagóras sem eldbera. Við skulum taka dæmi frá slíkum eldberum, sem hafa dreift fegurð á sinni jarðnesku leið.

359. Þeir munu segja, að deilur er bannað; að hæðast er bannað; að svíkja er bannað; að baktala er bannað; að slá annan er bannað; að vera hrokafullur er bannað; að þjóna eigingirni er bannað; að nota forréttindi er bannað - hvers konar líf er þetta? Við skulum bæta við - að skilja óhreinindi eftir sig er einnig bannað; því að hver sá sem skilur eftir sig óhreinindi verður sjálfur að hreinsa þau.

360. Og enn önnur spurning hvílir á huga ákveðins fólks. Þap vill vita hvort fræðslan hindri lestur hinna helgu bóka? Það er ekki til að hafa áhyggjur af. Við ráðleggjum sérstaklega gaumgæfilegan lestur þessara sáttmálsbóka. Við beinum stöðugt athygli fólks að nauðsyn þess að kynna sér 1. Mósebók. Er ekki getið um eldheiminn þar?

Ennfremur hversu fagurt og hnitmiðað er - „Við munum ekki deyja, heldur umbreytast“ og „Eins og á himni, svo á jörðu.“ Slíka sáttmála getur aðeins verið borið fram af Innvígðum. Þessar helgu bækur geta veitt mikið af upplýsingum um birtingarmyndir eldsins. Þess vegna á að hvetja áhugasama til að lesa ítarlega þessa sáttmála. Svo geta líka annálar um líf dýrlinganna gefið skilning á eldheiminum. Staðfesting slíkra sagna eftir margar aldir ættu að innblása leitandi vísindamenn. Ég endurtek, það er sorglegt að fylgjast með aðgreiningu vísindanna frá hæstu undirstöðum tilverunnar. Í tengslum við söguna er vísindamönnum að minnsta kosti skylt að gefa skráningum fyrri tíma gaum og virðingu. Samt sem áður, ekki aðeins vísindamenn heldur jafnvel listamenn sem ímyndaraflið nærir forðast að einbeita sér að fjársjóðum Ritninganna. Eins og slík þekking væri óæðri annarri þekkingu! En eitt er ótrúlegt - að þeir sem spyrja Okkur um hinar helgu bækur, finni engan tíma til að lesa þær þrátt fyrir ráð Okkar. Sá sem logar í hjarta mun ekki tefja vegna óleystra spurninga.

361. Að skipuleggja mataræðið til lengri tíma er ekki viturlegt. Sem orka ætti matur fyrst og fremst að ákvarðast af þörfum. En þær kröfur birtast í samræmi við kosmíska strauma. Birting ákveðinna kosmískra strauma getur næstum útrýmt þörfinni á að fylla magann, eða þvert á móti. Meðan á spennu straumanna stendur er matur sérstaklega skaðlegur. Það getur valdið sjúkdómum í lifur og nýrum og krampa í þörmum.

362. Þú hefur lesið um algengi þess að heyra raddir. Lífveran virkar eins og útvarp. Slík næmni gæti komið að gagni, en vandræðin eru þau að þó að ákveðin nákvæm kosmísk tímamót nálgist, er vitund mannsins langt á eftir. Þess vegna, í stað þess að vera til góðs, verður til skaðleg niðurstaða sem stuðlar að þráhyggju. Mörg slík frávik koma einnig fram á öðrum sviðum, þegar vitundin, kyrkt af vélvæðingu, drukknar í brjálæði.

363. Á erfiðu tímabili er staðfesta nauðsynleg. Maður skyldi ekki halda, að ef maður heldur lífi, hafi tímabilið ekki haft áhrif á hann. Maður ætti að vera framsýnn.

364. Menn ættu að greina hvaða eiginleikar verða meira áberandi með skilningi á eldheiminum. Meðal þeirra er réttlæti sérstaklega áberandi. Það er ómögulegt að koma orðum að þessum eiginleika, sem, þegar bein-þekking verður viðurkennd, verður talinn mestur. Handan jarðneskra laga vita hinir réttlátu hvar sannleikurinn er. Lögin leiða til margs óréttlætis, en sá sem er meðvitaður um eldheiminn veit hvar sannleikurinn liggur; þrátt fyrir hið augljósa skynjar hann raunveruleikann. Þannig umbreytir eldvitund lífinu. Eldlegt píslarvætti veitir einnig æðri þekkingu. Svo getum við líka greint aðra eiginleika andans sem vaxa undir eldflæðinu. Hófsemi án elds verður áhugaleysi, en gullna leiðin sem styrkt er eldi er besta dæmið um hófsemi. Að sama skapi verður hugrekki án elds ófyrirleitni, en hugrekki innblásið af eldum hjartans verður órjúfanlegur veggur. Reyndar mun þolinmæði, samúð og vinátta taka á sig breytta liti í ljósi eldsins. En aðeins í athöfnum og prófraunum getur kennarinn gengið úr skugga um hversu mikill eldurinn er. Orð henta síst fyrir slíka fullvissu. Hve mörg orð hreinsa þröskuld fangelsa, en fáir fangar geta státað af því að vera réttlátir. Hversu mörg orð eru til um þolinmæði! Engu að síður skapa fyrstu mistökin óþolandi sjálfsnægju. Auðvitað þarf ekki að útskýra hvernig hugrekki í orðum breytist í miklið hugleysi. En sá sem vill nálgast eldinn verður að fylgjast með öllum hvötum sínum.

365. Gríðarlegur fjöldi vísindalegra niðurstaða hrannast upp, en samt er erfitt að finna fólk sem er ekki í fjötrum. Grísku heimspekingarnir þekktu þessar fjötruðu sálir. Þeir skildu hve takmarkaður maðurinn er þegar hann hefur verið skilinn eftir með lítið. Hann er eins og storkur á öðrum fæti! Svona átök væru erfið fyrir storka, sem þekkir hreiður sitt í ákveðnu tré og stendur á öðrum fæti. En þekkingin á eldi krefst tveggja fótleggja, með öðrum orðum, tveggja eðlisheima.

366. Ég er með langan lista yfir fólk sem er að skaða sjálft sig. Hvernig geta menn vakið athygli þeirra á öllum tækifærunum sem hafnað er? Minnsta höfnun getur haft gífurlegar afleiðingar í för með sér. Sá tími mun koma að listinn verður birtur og undrunin verður mikil.

367. Maður ætti að muna skaðlegu hlutina. Fólk er stundum tilbúið að viðurkenna að líkneski hafi ákveðna merkingu sem er hannað í þeim tilgangi að hafa áhrif á fólk. En þegar öllu er á botninn hvolft hafa margir hlutir áhrif á þau. Ekki er sjaldgæft að hlutir sem voru gerðir á haturs stundu, þreytu, skelfingar eða örvæntingar; muni bera þessar sendingar með sér inn í heiminn. Og ef þeir lenda í höndum eiganda sem er undir sömu stjörnu aðstæðum, munu þeir starfa í samræmi við skilaboðin sem þeim hafa verið fengin. Félagsfræðingar eru að reyna að bæta vinnuaðstæður. Það er rétt, en auk þess ætti að efla andlegt stig verkafólks. Það skiptir ekki máli hvort þeir skapa frábæra hluti eða litla, eitrað munnvatnið getur mettað þá á sama hátt. Fyrir náttúrulega segulmögnun er engin þörf á sérstökum svartagaldri. Svartur eldur fyllir hvert illt hjarta, við skulum því vera vel á verði varðandi hluti. Minna má á að Apollonius frá Týana snerti aldrei hluti sem honum voru ókunnir. Fyrst skoðaði hann þá vandlega, sérstaklega þegar þeir voru fornir. Þegar einn af lærisveinum hans vildi setja hring á fingur, varaði kennarinn hann við að snerta eitur. Upp komst um leynt banvænt eitur í hringnum. Og Apollonius bætti við: „Slíkt eitur er ekki eins banvænt og eitur hjartans.“ Menn ættu ekki að líta á orðatiltæki vitringanna sem fjarstæðu. Oft hafa þau bókstaflega merkingu, sem verður að muna og nota. Við kaupun ekki fatnað smitaðan af bólusótt; enn sú sýking verður aðeins einn þúsundasti hluti smitsins sem er til staðar. Hversu oft hef ég lýst því yfir að uppsöfnun hugsana sé miklu meira smitandi en eitur! Rétt eins og eldur oxast á málma, svo er eldur hugsunarinnar óafturkræfur þegar hún mettar yfirborð hluta. Meðal hreinsiefna er eucalyptus gagnlegt, því það inniheldur mikið eld. Allur lifandi eldur er líka gagnlegur. Miklum smiti hefur verið eytt í kringum bálköst.

368. Af hverju, jafnvel í fíngerða heiminum, skynja margir lítið af eldheiminum? Sjón þeirra er illa stillt. Á jarðvistartíma þeirra gáfu þeir ekki gaum að eldheiminum; þeir hæddu það; þeir neituðu öllum hærri þáttum; þeir afneituðu því og skömmuðust sín fyrir hverja hugsun um grundvallaratriði tilverunnar. Með slíkri afneitun fóru þeir yfir í fíngerða heiminn. Gætu augu þeirra skynjað útgeislun sem er ekki til fyrir vitund þeirra? Hver og einn fær sitt í samræmi við ágæti sitt. Þó eru þessi ágæti ekki erfitt að öðlast, ef aðeins afneitunin væri ekki hindrunin. Fíngerði heimurinn veitir gjafir sínar í samræmi við vitundina. En ef trýnið er ofan í jörðinni, verður þá ekki göltur næsta afrekið?

369. Þú útskýrðir alveg rétt lækningu berklatilfellið sem þú þekktir. Reyndar koma fram mörg sjúkdómstilfelli, sérstaklega kvenna, vegna kviknun orkustöðvanna. En hægt er að eyða slíkum bruna með því að veita vitundinni gagnlega leiðsögn. Það er mögulegt að eldheit vitundin hafi verið að banka á í langan tíma, en neistar Fohats komust inn á svæðið í kaleiknum án þess að vera nýttir. Það er á þennan hátt sem brennslan byrjar og berklar eru algengasta afleiðingin af ónýttum eldi. Að samlagast í vitund þýðir líka að samlagast líkamlega. Þessi tenging vitundar við líkamann er sérstaklega áberandi í dæminu um eldinn, sem veldur nokkuð augljósri líkamlegri hrörnun ef eldurinn er ekki fyrir hendi. Þess vegna er það gagnlegt að framkvæma eldlegt pranayama meðan á veikindum stendur, einkum slímhúðarbólgu. Þetta pranayama er mjög einfalt - venjulegur andardráttur í gegnum nefið og útöndun í gegnum munninn á meðan prana er beint að sæti sjúkdómsins. En til að auka aðgerðirnar ættu menn að hafa í huga að kosmískum eldi er andað að og hinu neytta Ur, andað út. Þannig er eldur aftur lækningin og læknirinn getur létt á ástandi sjúklingsins með því að fullvissa hann um hversu auðvelt það er að laða að grunnorkuna. Sem betur fer styrkja veikindi og efla trúarviðhorf og alvarlega veikur sjúklingur sættir sig auðveldar við veruleika eldsins.

370. Staða veikinda eykur verk andans. Læknirinn getur með góðum árangri ráðlagt margt sem veitir sjúkdómnum gagnlega leið og styrkir vitund andans. Það er mjög mikilvægt að styrkja ákveðið vitundarástand. Í þessu skyni var við siðaathafnir og áköll notaðar tilteknar upphrópanir til að leggja áherslu á stundina þegar valdið kom niður.

371. Aukin aðlögun eldsins krefst ákveðins rólyndis. Það er ómögulegt að meðtaka hærri orkuna meðan staðið er á toppi eldfjallsins. Þess vegna er nauðsynlegt að staðfesta með orðum Salómons: „Þetta mun líka líða hjá!“

372. Stífkrampafaraldur tilheyrir eldlegum veikindum. Fullyrða má að slíkur faraldur geti breiðst út eins víða og krabbamein. Það er hægt að bæta ástandið með fjallalofti, en helsta krafan er aðlögun að eldorkunni. Hvaða áfall sem er getur valdið krabbameini eða stífkrampa; þetta bendir til þess að lífveran geti verið í grundvallaratriðum í ójafnvægi, þannig að jafnvel minnsta áfall framkallar sjúkdóma með því að opna alla innganga. Hann sem talaði um fjársjóð vitundarinnar var mikill læknir. Það er brýnt að koma á fyrirbyggjandi eldlegum áhrifum . Í dag hefur þú heyrt um krabbamein, á morgun um stífkrampa, daginn eftir, krampa í barkakýli, síðan kýlapest, eftir það nýjan heilasjúkdóm; þannig mun sannkallaður skelfingarkór þruma út á meðan fólk veltir fyrir sér ástæðunni. Auðvitað vildu þeir frekar kenna það bensíni en áhrifum eldsins, sem er hvorki skilinn né viðurkenndur af þeim.

373. Eldleg skynjun á andsetu er kallað „Urumiya“. Maðurinn er ekki sá eini sem býr yfir þessari beinu þekkingu; ákveðin dýr nákomin manninum skynja þetta hræðilega ástand. Sérstaklega skynja hestar og hundar nálægð og forðast andsetinn einstakling. Í Kína til forna var sérstök hundategund, mikils metin, sem var mjög næm og gagnleg til að greina andsetu. Í fornöld var einnig siður að sýna gestum hesta og hunda og fylgjast um leið með viðbrögðum dýranna. Margir sendimenn voru settir í þetta próf. Maður ætti að taka eftir því að kettir skynja líka andsetu, en venjulega frekar öfugt. Andseta vekur hamingju í þeim. Til dæmis, þegar köttur skynjar andsetna manneskju eða nærveru hans, felur hann sig ekki heldur gengur um mjálmandi glaður, en hundur rís upp og reynir annað hvort að fela sig eða ráðast á slíkan mann. Maður ætti að þróa Urumiya með sér, ekki aðeins til verndar heldur einnig í þeim tilgangi að reka burt andsetann. Mjög oft byrjar eitt samtal um mikilvægi Agni að virka á andsetann. Það að minnast á eldorkuna vekur reiði hans og neyðir hann til að hörfa, því hann óttast eldinn.

374. Urumiya, tengist einnig vísindum eldsins. Leikni við að stjórna eldinum liggur ekki verkfræðinni heldur í skilningi á hærri orku, sem aflað er með reynslu í fíngerða heiminum. Ný ör mun ekki fljúga með munnlegri skipun; elds er þörf, sem rýmið ræður ekki yfir. Sannarlega geta jafnvel öflugum örvum verið hrundið af svarta eldinum þegar athafnir eru gerðar af tilviljun. Þá er betra að bíða eða verja sig.

375. Fræ andans og deilanleiki andans veita skýringar á mónadinum. Fræ andans er ómissandi fyrir lífið. Deilanleiki andans gerir bæði eflingu og hnignun mónadsins mögulega. Maður getur meðvitað skipt anda sínum í þágu heimsins og sent frá sér aðskilda hluta hans til athafna. Af því leiðir aðeins auðgun. En fáfræði kann að eyða fjársjóðnum og staðna í sofandi fræi. Af þessu leiðir sálarleysi. Reyndar geta hlutar andans sem fallið hafa í vanþekkingu orðið ráðandi þáttur, og þá, vei hinu sofandi hjarta! Við skulum því muna að fræ andans getur sofið, eða getur geislað af árvekni til að forðast að snúa aftur að deilanleika andans. Aðeins með þessu ljósi er segull hjartans skapaður, sem dregur í faðm sinn aðskilda hluta anda síns. Það er mikill munur á því að sleppa frjálsum eða missa. Þannig ætti hver að muna að sofandi fræ andans, þó það lifi, uppfyllir alla eiginleika sálarleysis.

376. Einnig skulum við binda enda á hið ruglaða hugtak, hópsál. Andi samsvörunar er tjáður með sérstökum krafti í dýrum, áður en einstaklingsvitund verður til. En það er rangt að kalla samræmda sál, hópsál. Þýðingar og tilvitnanir hafa valdið þessu rugli. Hugmynd Platons um tvíburasálir var ekki aðeins nær hinu sanna heldur tjáð fagurlega. Við skulum því ekki nota þetta ranga hugtak, hópsál; heldur skiptum því út fyrir hugtakið, andleg samsvörun. Meðal manna er slík samsvörun verðugt afrek; það byggir upp einstaklingsvitundina. Við skulum ekki flækja það sem auðvelt er að skilja. Fyrir langa ferð er nauðsynlegt að sjá sjálfum sér fyrir því nauðsynlegustu. Það væri óheppilegt að hlaða á sig óþarfa byrðum og gleyma lyklinum að húsi föður síns. Faðir okkar hefur ekki þörf fyrir óþarfa skraut. Mundu einföldustu leiðir ljóss Agni. Auðvitað, lestu bækur, því að maður ætti að þekkja leiðir fyrri hugsana, en fyrir framtíðina búðu þér lampa Agni.

377. Þenslunnar eru margar og maður getur lært að gleðjast yfir árangri. Árangur er ómögulegur í þunglyndi. Þunglyndi er dauði, eins og götótt pyngja! Við þunglyndi spillist hið dýrmætasta og því er rétt að kalla þunglyndi „dauða“. Þegar maður rís úr rekkju vegna vinnu, þá opnar hann dyrnar að árangri. Við verðum að kveikja eldana með sérstakri birtu þegar við göngum til sigurs. Mundu þetta sérstaklega á tímum kúgunar. Það er ekkert annað en bogastrengur fyrir örina.

378. Hreint hjarta skynjar hvar spenna er og mun ná árangri í að yfirvinna kúgun og óvini.

379. Maður ætti að tala um eldheiminn, jafnvel við mjög ung börn. En fyrst ætti maður að segja þeim að tómarúm sé ekki til og að það sé engin einmanaleiki. Þannig geta menn nálgast efnið um verndara og leiðarvísi. Börn munu venjast tilhugsuninni um að ekkert sé leynt. Slíkur grunnur mun veita þeim raunverulega vörn gegn ótta. Það er sérstaklega skaðlegt þegar foreldrar, í fáfræði, reyna að sannfæra barnið um að óttast ekki vegna þess að ekkert er til staðar. Slíkt afneitunarfræ getur skýjað allt líf barnsins og brotið niður vitund þess. Barnið er fullkomlega meðvitað um að alls staðar er eitthvað til. Það sér margar myndir, jafnvel eldlegar. Þau eru heimsótt af óþekktum börnum sem koma að leika, sem og fullorðnum. Fáfróðir læknar munu reyna að drekkja þessari skynjun með yfirborðsmennsku - eins og bera blý á vængi. En eitur hjálpar ekki! Aðeins skynsamleg skýring á raunveruleikanum mun færa börnum heilsu. Maður ætti að hlusta jafn gaumgæfilega á hvert brot sannleikans. Lama segir: „Maður á að biðja á hverjum degi, annars er betra að biðja alls ekki.“ Og í grundvallaratriðum veistu að þetta er svo. Maður á að varðveita hærri titringinn og missa ekki tengitaktinn. Þú veist gildi stöðugs vinnuhrynjandi. Þú veist að hvaða marki, hve mikil áreynsla opnar hliðin.

380. Þar sem Hatha Yoga gerir kröfur um ákveðnar líkamsæfingar, gæti spurningin vaknað hvort slíkra æfinga sé einnig þörf fyrir önnur jóga? Hvorki Arhatar né miklir andans menn stunda slíkt. Sannarlega eru þær prófraunir andans, sem aga ekki aðeins líkamann, heldur koma í stað allra æfinga holdsins. Aðeins sannfæring andans getur komið í staðinn fyrir allt.

381. Meðal minni vímuefna skal sérstaklega varast bróm. Það slekkur alla elda, en er samt mjög oft notað í ýmsum efnasamböndum. Valerian kveikir hins vegar eldana. Meðferð með fíkniefnum er eins og lækning með notkun snákaeiturs. Atlantsbúar notuðu snákaeitur en menn geta auðvitað ímyndað sér hversu oft slík meðferð var banvæn. Fyrir lýðheilsu verður að gæta þess að matvæli mengist ekki. Ekki má nota ofgerjaðan ost og önnur matvæli sem eru fyllt með niðurbrotseitri. Eldur krefst hreins eldsneytis.

382. Ég leyni því ekki að þrýstingurinn er mikill. Maður getur þagað, en betra fyrir mótaður andi er að vera meðvitaður og senda frá sér góðviljaðar hugsanir. Gagnslaus er sú mennska sem er ánægð og muldrar: „Litlu hugsanir mínar eru gagnlausar.“ Sérhver hugsun er þörf, ef hún er hugsun.

383. Það er erfitt að aðskilja þrjú grundvallaratriði í sjálfum sér. Auðvitað er hægt að aftengja eldheitu brotin. Ætti það að vera svo? Aðeins koldimm ringulreið ýtir til hliðar öllum eldlegum myndum. Hugsun um hin þrjú meginatriði getur auðgað hugmyndir manns um hin þrjú faratæki, en það er eitt að byrja að hugsa og annað að halda áfram og þróa hugsun sína. Kosmíski þátturinn í tilverunni virðist vera einföld hugsun, en þó verður að beita því sem ábyggilegri og samfelldri viðleitni til að veita henni fegurð. Í leiðbeiningum geturðu tekið eftir einu og sama ástandinu í öllum tilvikum. Það er ekki nægilegt að beina nemandanum, heldur verður að leiða hann til að ná árangri. Jafnvel innan heimilis, geta menn verið vissir um að verkin verði unnin rækilega? Hversu oft fer maðurinn að kaupa og kemur aftur með vasana óvænt tóma! Þú hefur þegar séð marga sem, eftir að hafa byrjað af skynsemi, hverfa af brautinni og kveikja í öllu því sem þeir höfðu öðlast. Skaðinn af slíkri brennslu er mikill, ekki aðeins fyrir hann sjálfan, heldur fyrir þá sem eru tengdir honum með karma. Maður getur ímyndað sér hversu hræðilegt það er að afsala sér þegar uppsöfnuðu sannleikskorni! Slík eyðileggjandi slit stafa venjulega af óskipulegri hugsun. Slíkir samstarfsmenn eru gagnlausir jafnvel til að sendast á á markað - ætla að kaupa túrban en kaupa óvart keypt einn inniskó. Þess vegna getur aðeins rétt og óbilandi hugsun yfirgnæft myrkrið í ringulreiðinni.

384. Látum ekki hverja veifu verða okkur til skammar! Hve hættulegt er það að hrasa þegar maður ber eld!

385. Flugmaður, sem hefur náð methæð, er enn fullur óánægju. Hann ákveður síðan að reyna við meiri hæð. Óánægja er hliðið að óendanleikanum. Óánægja ætti að vera metin til fulls. Ánægja er nágranni þæginda, en gleðin er vængir óendanleikans. Fræðsla eldsins verður að varðveita hverja kviknun elds og verja gegn allri kæfingu. Ánægja er merki um meðalmennsku og fáfræði. Ekki ánægja, en gleði í eilífri vinnu er hlutskipti hins mikla og stighækkandi manns. Nú á dögum mega heimskingjar hlæja þegar við tölum um eilífa hækkun. Jafnvel gröfin mun ekki forða fíflinu frá eilífðinni. Aðeins barnsheili gæti ekki skilið að jarðneska flíkin er ekki fullnæging. Eldarnir kalla á það ókunna og jafnvel blindir sjá þessi ljós. Gleymið ekki að spyrja þá blindu um eldana. Sumir þeirra sjá eldtákn og skilja tengsl þeirra við hjartað. Þannig leiðir ákall óánægjunnar til eldheimanna.

386. Meðal fyrirbyggjandi gagns gegn krabbameini og öðrum eldkvillum má ráðleggja valerian. Ég tala oft um þetta styrkjandi og fyrirbyggjandi úrræði, en hvers kyns fyrirbyggjandi meðferð verður að vera kerfisbundin - öll kvöld svikalaust, eins og daglegur sólargangur.

387. Kerfi, hrynjandi, hefur úrslitaþýðingu. Í ævisögum má skynja hvernig hrynjandi hefur styrkt hugann og eldinn. Reyndar er um þessar mundir mikið talað um hrynjanda en honum er ekki beitt í lífinu. Hugsun er mjög óskipuleg og lífið er óreiðukennt. Fornmenn kynntu ákveðinn takt í pranayama æfingum sínum , en nú er allt leyfilegt og maðurinn er þræll alls. Agni Yoga eldsins ætti að vera önnur áminning um mikilvægi mannsins.

388. Það er mjög slæmt að fara yfir í fíngerða heiminn fullur svörtum eldi illskunnar; það hefur í för með sér blindu. Fyrir utan blindu, sviptir slík illska manni samskiptamáta, með öðrum orðum tungumáli andans. Þegar við tölum um óviðunandi illgirni bjóðum við bestu ráðin; því að illgirni er ekki mannlegur eiginleiki, það er lægsta fáfræðin. Fyrir illsku lækkar maðurinn sig niður í dýraríkið með öllum afleiðingum þess. Þess vegna, ef maður fullur af illsku fer inn í fíngerða heiminn, verður það sérstaklega erfitt fyrir hann að rísa upp. Ef alls kyns ástríða hindrar hækkunina, brennur illgirni, eins og rauðheit járn, alla uppsöfnun. Verur á miðju sviði fíngerða heimsins munu ekki finna leið til að hreinsa sig fyrr en sjálfblindan geta fundið hluta af hinni brotnu andlegu vitund. Ráðin um góðan vilja verða að endurtaka oft fyrir ýmsu fólk. Látið börnin líka heyra það.

389. Góður vilji er ekki veikur vilji. Oft hefur fólk, sem hefur svipt sig einum eiginleika, misst marga aðra nauðsynlega eiginleika með því. Maður ætti ekki að blanda saman skammarlegum úreltum þáttum við verðug afrek. Þannig, illgirni er óverðug, en reiði andans er sú uppreisn frumefna sem er að finna í hæstu sáttmálum. Andlegur bardaga á ekkert sameiginlegt með illsku. Þannig rýfur ljósið myrkrið ekki með illsku.

390. Blinda í fíngerða heiminum er hræðileg. Ímyndaðu þér að fara inn í hálfmyrkvað hús, í hornum þess leynast ógreinanlegar myndir, allar blandaðar saman og umkringdar ógreinilegum blettum. Jafnvel þar sem engin sérstök skrímsli eru til mun sá sem er blindur og illgjarn sjá hræðileg form. Reyndar, í stað eldlegra vera, mun hann greina óljóst tvo eða þrjá neista sem hafa enga þýðingu fyrir hann. Því ætti maður að lyfta sér frá jarðneskum þáttum upp til fjarlægari heima.

391. Fólk skaðar oft sjálft sig með neita að hugsa um fíngerða heiminn og trúa því að það sé eitthvað óhugsandi. Maður verður að líta á fíngerða heiminn sem fullkomnasta ástand verðugustu tilfinninga okkar. Aðeins þannig getur maður búið sig undir betri búsetu í fíngerða heiminum.

392. Víkjum enn og aftur að afleiðingum illgirni. Þegar hálfblind moldvarpa þreifar sig um undirganga fíngerða heimsins getur hann lent í jarðtengingum Fohats. Þessar miklu losanir, sem eru eins og eldingar, eru mjög sárar. Þú hefur séð rafvörn andlegrar orrustu. Sókn sálarorkunnar skekur alla líkamann. Maður getur ekki snert eða jafnvel nálgast svona lifandi verkfæri. Í samræmi við slíka spennu er allt umhverfissviðið hlaðið. Eyðing og mikill sársauki mun hrinda hverjum myrkri frá sem nálgast. Því á að endurtaka það enn og aftur, að illgirni steypir manni í myrkrið og myrkrið er fullt af óvæntum hættum.

393. Stundum á hættustundum veitir fræðarinn vernd og tekur hættuna yfir á sig. Hann hylur sem sagt myrkrið með höndum sínum. Á slíkum stundum verður að gæta sérstakrar varúðar. Öflug spenna er nærri. Á þeim tíma er best að finna fyrir sérstöku þakklæti til fræðarans. Umfram allt, varðveitir þessi tilfinning ásamt staðfestu samræmi og réttan titring með fræðaranum. Skjöldur ljóssins er ekki alltaf til staðar fyrir mann. Hinir fáfróðu gera ráð fyrir að heimurinn skuldi þeim lífsviðurværi, en skynsemin veit hversu erfitt það er að byggja upp úr glundroða og koma steini sínum fyrir í uppbygginguna.

394. Aðeins kjánar falla í örvæntingu. Hver stund færir sína lexíu og þess vegna verður maður að vera þakklátur fyrir hverja reynslu. Nóttin leyfir rannsókn á fjarlægum heimum og fjarlægum leiðum. Sömuleiðis fyllir hver stund dagsins möguleika á rannsóknum. Maður verður að vera þakklátur fyrir slíka uppsöfnun. Vísindin leita lausna í kirtlum, en þora ekki enn að hugsa um eldorkuna.

395. Maður ætti að fylgjast með kosmískum birtingarmyndum í tengslum við líf á jörðinni. Margar líkingar munu koma í ljós. Ég hrósa þeim sem fylgjast með því sem öðrum yfirsést. Tímarnir núna eru alvarlegir. Maður getur lesið í ýmsum Puranas ritum um tímabil. Ef sumir vísindamenn geta reiknað út myrkva og jarðskjálfta geta aðrir vísindamenn reiknað aðrar tímasetningar - umskiptin frá Kali Yuga til Satya Yuga hefur verið lýst með töluverðri nákvæmni og nálægð þess tíma hefur verið gefin til kynna.

396. Þegar Ég bendi á gagnleika þakklætis, þá er Ég ekki að meina að einhver þurfi á því að halda, heldur felur það í sjálfu sér efnafræði uppljómunnar. Það verður að greina efnafræði ýmissa tilfinninga; slíkar athuganir munu hjálpa til við að finna sálarorkuna. Ekki vítamín, heldur eldorkan hlýtur að ráða ímyndunaraflinu. Opinberunin á kjarna mannlegrar tilveru er ekki hægt að líta á sem eitthvað dulrænt! Maður ætti að laða marga huga að þessum rannsóknum; þeir munu einnig fylgjast með öðrum gagnlegum sérkennum tilfinninga. Þannig ætti maður að koma fyrst á þróunarstefnunni. Það geta ekki verið tvær leiðir í framvindunni. Það getur verið aðeins ein sönn leið og öll önnur viðleitni verður villandi. Þetta ber að muna, því margir rugla saman einstaklingsferlinu og tíðaranda tímabilsins. Ef tiltekið tímabil styrkir vitundina um kraft sálarorkunnar, getur engin vél skimað mikilvægi framþróun heimsins.

397. Hæfileikinn til að greina hina sönnu stefnu er mikill og eldlegur eiginleiki. Maður getur skilið að slíkan eiginleika sé ekki auðvelt að styrkja. Það krefst ekki aðeins umræðna heldur gaumgæfustu rannsókna á lífinu. Enginn trúir því að maður geti stokkið, í einu stökki, frá dýravitund til beinnar-þekkingar. Eðlishvöt dýra er frumlag beinnar-þekkingar, en mikið er hyldýpið milli hunds sem skynjar húsbónda sinn og manns sem er meðvitaður um eldheiminn! Að skynja eldheiminn í jarðneskum líkama er þegar uppljómun.

398. Ennfremur ættu menn að skilja í stórum dráttum þegar Ég tala um varúð. Það hættulegasta er að leitast aðeins í eina átt. Maður getur bjargað fætinum en hálsbrotnað. Þess vegna eru fyrirfram ákveðnir dómar skaðlegastir fyrir viðleitina. Fólk fylgir fúslega fyrirfram mótaðri áætlun og hindrar sig þar með frá betri örlögum.

399. Þróunin er sjálfstæð og sjálfviljug, þetta eru grundvallarlögmál. Það eru ekki aðeins grunnþættir karma heldur einnig eldheimurinn sem eru birtingarmynd meðvitaðrar þróunar. Það er ómögulegt að neyða fólk til að þróast andlega. Ekki er hægt að þvinga sofandi hjarta til góðs. Menn geta bent á, menn geta sett tímamót, en að rjúfa vitundina er að drepa rót framtíðartrésins. Milljónir ára geta virst langar, en hvorki ár né aldir eru til. Fólk hefur skipt tilverunni í sekúndur og drekkt sig í núllum. Þess vegna er sálfræði fíngerða heimsins svo mikilvæg, þar sem tímans er ekki þörf og aðeins árangur er mikilvægur. Fólk er oft móðgað yfir boðun fræðslunnar og hrópar: „Af hverju gefur bókin ekki endanlegar formúlur?“ En slík krafa sannar vanþekkingu á undirstöðunum. Fræðslan gefur nákvæma leiðbeiningar og kveikir eldana á allri leiðinni. Maður getur haldið áfram með þessum leiðarljósum. Maður getur fundið lausnir sem kosmosinn geymir þegar. Maður heyrir kannski nákvæmar vísbendingar en andinn verður að sjálfu að raða þeim í myndina. Til að staðfesta leiðina er Boðun hins mikla arkitekts. Eins og í þjóðsögum verðum við að leggja eyrun við jörðu svo að við missum ekki af einu skrefi eða hvíslum. Þó fólk lesi mikið, er það fremur lítið notað. Engu að síður eru tímamörkin nálæg!

400. Fólk hugsar ekki um dagsetningar, heldur treystir á gangverk klukkunnar. Auðvitað er kosmosinn fullt af gangverki, en meðal helstu áhrifavalda er Agni í fyrsta sæti.

401. Sá sem sagði að ljósblikur væru ekkert nema hugsanir var ekki langt frá hinu sanna. Reyndar eru staðbundnar hugsanir eins og rafhleðslur og geta valdið talsverðum ljósáhrifum. Litaðir neistar fara eftir orkugæðum sem kalla fram losunina. Við getum sent hugsanir sem ekki aðeins skapa lýsandi tákn, heldur skapa einnig líkamsskynjanir. Umbreyting hugsunar í tilfinningu sannar aðeins að hugsun er orka. Þannig ætti maður að venjast hugsunarorku frá bernsku. En til þess verður skólinn að fræða um efni andans. Maður getur fylgst með að hve miklu leyti mannkynið hefur vikið frá andlegum meginreglum síðustu árin. Margar bækur sem hefðu átt að beina fólki nákvæmlega að andlegu lífi, náðu þvert á móti, ekki einu sinni að vekja athygli fólks. En það getur ekki haldið þannig áfram. Með öllum aðferðum verður maður að minna fólk á kjarna andans. Tilvist fjölmargra sértrúarsafnaða er engum til hjálpar og leiðir fólk í tilgangslaust flakk. Eðli Kali Yuga tímans einkennist af því að dreifa lífverunni í marga hluta. En blessuð móðirin rís við í dögun til að safna þessum dreifðu hlutum verunnar. Móðir heimsins vekur athygli þjóðanna og bíður Morgunstjörnunnar.

402. Hið óvænta lamar öll skilningarvit manna. Heyrn, sjón, lykt og snerting tapast. En þetta er ekki afleiðing ótta, heldur aðeins umskipti frá ætlaðri leið. Reyndar, af öllum frumþáttunum býður eldurinn upp á það óvæntasta. Fólk bindur vitund sína aðeins við nokkrar birtingar Agni. Þess vegna eru allar aðrar tegundir eldsins einfaldlega ekki í vitundinni. Þetta þýðir að enn er margt sem á eftir að tileinkast sér og því óvænta er hægt að breyta í hið væntanlega. Maður ætti einnig að takast á við aðrar framandi birtingar í lífinu með sama hætti. Maður ætti að vopna sig andlega til að ekkert í fíngerða heiminum komi manni á óvart. Margir vonast til að hitta ættingja og leiðsögumann; jafnvel andlausar kvikmyndir hafa sýnt slíka fundi oftar en einu sinni. En í öllum heimum er best að treysta á eigin vitund og styrk. Þess vegna ætti að útrýma öllum möguleikum á að stuða þrönga vitund. Maður verður að losa sig við að vera stuðaður af hinu óvænta. Það eru mörg óvænt hugtök, form og samsetningar sem hrista vitundina, en því meira sem við viðurkennum og ímyndum okkur, því minna erum við bundin. Þannig skaltu þróa ímyndunaraflið þitt á heiminn. Fólk neitar að trúa því að hið óvænta, með öðrum orðum, fáfræði, valdi taugalömun. Þó að það sé alltaf stutt, grípa slík viðbrögð verk eldsins. Hvar sem mögulegt er, ættu menn að venja sig við hið óvænta. Þetta ráð ætti sérstaklega að muna.

403. Maður sem fullyrðir að trúarbrögð hindri skilning hans, rægir trúarbrögðin og lastar þannig andann. Innihald er ekkert skraut.

404. Kannski er sjöunda vítamínið eldurinn. Oft hefur komið skýrt fram að hreint loft veitir mun æskilegri næringu en borgarloft. En af hreinleika ættu menn að skilja sérstaka eldlega mettun. Fólk í hæðum fjalla getur lifað lengur án matar og án þess að þurfa svefn. Næring andans, eða Agni, getur fullnægt þeim án þess að þurfa þungan mat. Rannsóknir ættu að vera gerðar á næringu með prana í hæðunum.

405. Hugmyndin um að hafa að minnsta kosti hálftíma daglega til íhugunar er góð. Ég á ekki við einhverja sérstaka einbeitingu. Það er gagnlegt að hugsa um besta þáttinn í öllu sem á sér stað. Jafnvel lítil tákn sem endurspegla það besta í lífinu veita innsýn í ljósið. Þau örva einnig flæði þakklætis og örlætis. Slíkir eldar jafngilda skammti af muskus. Hugsun um það besta býr til leitandi taugaspennu. Taugarnar ættu einnig að fá verk að vinna, en aðeins hið góða styrkir taugarnar.

406. Segulmögnun vökva er nú næstum gleymd, en ekki alls fyrir löngu var það notað bæði fyrir ljósið og myrkrið. Mikilvægi slíks segulsviðs er augljóst og gefur enn og aftur til kynna hve eldlegur slíkur ferill er. Sem varúðarráðstöfun var hendi haldið yfir bikar með óþekktum drykk í þeirri trú að húðin myndi endurspegla hugsanleg eitureinkenni innihaldsins. Við segulmögnun, var notað járn og litíumvatn, en forðast var allar brennisteinsblöndur. Í fornum ritunum eru vísanir í miðlun hugsunar í gegnum vatn og skírnarvatn. Mjólk var ekki notuð við segulmögnun vegna lífrænna efnisþátta hennar. Þetta var rangt, því mjólk heilbrigðra kúa hentar vel í þessum tilgangi. En til forna óttaðist fólk smit frá dýrum og vildi því ekki segulmagna mjólk.

407. Arhat býr yfir hæfileika til að forðast að tilfinningar sínar deyfist. Þennan sjaldgæfa hæfileika öðlast hann aðeins með eldspennu. Þetta má kalla agaða sjálfsfórn. Það laðar að hjörtu fólksins. Hann sem þú last nýlega um þekkti þessar sterku tilfinningar. Allir sem nálguðust hann fundu fyrir óbilandi ferskleika hjartans. Þessi stöðuga næmni næst ekki með sérstakri tækni, heldur með einfaldri opnun hjartans. Hann vorkenndi sér aldrei og þessi eiginleiki var ekki vitsmunalegur heldur var hann orðinn annað eðli hans. En vegna deyðandi áhrifa daglegra venja, hversu margir prestar hafa misst það sem þeir höfðu öðlast! Dagleg venja er hinn mikli prófsteinn. Hún opnar hlið eilífðarinnar og staðfestir eldinn.

408. Arkitektinn mikli byggir að eilífu. Það er tilgangslaust að ætla að ákveðnir hlutar alheimsins séu fullgerðir og haldnir kyrrstöðu. Mikið er gert úr hugtakinu þróun, en fólk hefur nákvæmlega enga hugmynd um þetta ferli í raunveruleikanum. Mikið hefur verið rifist um samfélagsgerðina en alltaf hefur verið talið að samfélag manna sé til í einhverju mótuðu og endanlegu. Sögurnar um flóðið og jökulskeiðið eru álitnar nærri því að vera einungis táknrænar. Og það er ekki einu sinni rétt að ræða um Atlantis, þrátt fyrir vitnisburð grísku rithöfundanna. Maður getur séð hvernig vitund manna sniðgengur allt sem ógnar staðfestum þægindum þeirra. Sömuleiðis er hugmyndinni um þróun breytt í eitthvað afstætt og truflar þannig ekki meðvitund hins skelfda hjarta að minnsta kosti. En vekur ekki himneska hvelfingin hugsanir um eilífa hreyfingu? Aðeins með slíkum þróunarmyndum er hægt að ná fegurð hinnar jarðnesku pílagrímsferðar sem ferð upp á við. Þessi mjög stutta leið ætti ekki að trufla mann, þvert á móti, það ætti að veita manni gleði, eins og snúning sólarinnar gerir. Það er brýn nauðsyn að útskýra að þróunin er án afláts í höndum hins mikla arkitektar alheimsins. Maður ætti að finna að plánetan svífur í geimnum, rétt eins og sjómenn vita að víðáttumikið hafið er undir skipi þeirra. Í fyrstu eru sjómenn hræddir við að vera yfir hyldýpinu en veruleikinn og reynslan venur þá við þennan sannleika. Allir íbúar plánetunnar eru á svipuðu skipi - fyrir neðan hana er hyldýpið. Sjómenn geta ekki verið alfarið treyst skipi sínu og vísindalegum útreikningum, ef þeir gætu það, yrðu engin skipsbrot. Stjörnufræðin þekkir nokkra himinhnetti, en hún þekkir ekki upphafsstað halastjarna og hún sér ekki fyrir risavaxna loftsteina. Aðeins við augljósa birtingu þeirra verður fólk vart við þá. Stundum er tekið eftir eyðileggingu heilla heima, en oftar á hún sér stað án þess að vekja nokkra athygli. Stjörnufræðin er næturvarsla! En hvað um atburðina sem eiga sér stað að degi til? Þannig sjáum við aðeins um það bil helminginn af því sem augljóst er. Hversu mikið sem er óvænt er hulið sofandi hjarta!

409. Skráðu alla óvenjulega atburði. Aðeins með slíkum skrám er hægt að varðveita margar merkilegar birtingarmyndir; annars hverfa þeir í rökkri afskiptaleysis. Hvað ef dýrmætustu ævisögur hefðu ekki verið skráðar? Nú myndirðu ekki hafa þekkt þá og margur innblásturinn hefði ekki kviknað í hjörtum ykkar. Verið því ekki feimin að skrá, þó stutt sé, það sem þér virðist hafa sérstaka þýðingu. Ekki meta hvort það sé lítið eða mikið, heldur dæmdu það af óvenjulegum tilvikum. Reyndar mun það óvenjulega skila mörgum athugunum á eldheiminum. Hver neisti þess er í sjálfu sér mikilvægur.

410. Hver getur státað af því að hafa náð mestri viðleitni? Sannarlega er enginn slíkur vitfirringur til. Hvert hjarta skilur hvar gagnleg leið eldhröðunar liggur. Blessun viðleitninnar verður oft að minnast með mannlegum hætti. Hversu fagurt er að þegar hún logar stöðugt! Það er engin dýflissu svo að eldur hjartans getur ekki lýst hana upp. Vertu því logandi af fegurð!

411. Tungumál andans er nauðsynlegt fyrir fíngerða heiminn. Kjarni þess liggur í fíngerða eðlinu, en það er hægt að venjast, því jafnvel meðan hann er í jarðnesku ástandi. Slík tilhneiging er gagnlegt eldprófraun. Skólinn verður að uppgötva útsjónarsemi nemenda með því að prófa að gefa eitt orð og síðar kemur verkefnið að skilja í fljótu bragði. Síðari tilraunin er næst fíngerða heiminum. Að auki geta menn þróað afstæðiskennd með því að ávarpa viðmælanda sinn í samræmi við eðli hans. Þannig að í jarðneskum samræðum lagar hver og einn sitt tungutak að samferðamönnum sínum, með hliðsjón af vitundarástandi þeirra. Sérhver skólakennari veit hversu margbreytilegt tungutak hans þarf að vera til að eignast vini í nemendum sínum. En fyrir utan skólann lærir maður á hverju heimili að greina hugarfar húsfreyju hússins. Þannig birtast í daglegu lífi einkenni næmrar skynjunar. Maður þarf aðeins að taka eftir þeim, komast inn í þær og auka þessar athuganir. En til þess ætti maður að vera innblásinn lotningu fyrir framtíðinni og læra að elska ráðandi þáttinn í fíngerða heiminum - Agni. Ég ítreka þessa tjáningu „að elska eldslega“, aðeins þannig getur maður tileinkað sér þennan frumþátt sem er svo erfiður fyrir jörðina. Umræður okkar ættu fyrst og fremst að leiða til skilnings á fíngerða heiminum og aflátsleysi hans, færa mann óttalaust að útgeislun eldheimsins. Við fögnum því í jarðneskri dvöl að víddum fíngerða heimsins sé komið á. Í gegnum það færum við jörðina í nánara samstarf við fjarlægu heimana, með öðrum orðum, við tökum þátt í þróunarferlinu.

412. Nú á tímum eru afneitanir dagskipunin; samt mun enginn fara yfir í fíngerða heiminn án ótta, nema hann hreinsi sig með því að baða sig á sviði beinnar-þekkingar. Ekki alls fyrir löngu hefði slíkur hugsunarháttur verið kallaður ljóðrænn og enginn hefði veitt honum neina athygli. En nú skilst að mótun samræmis mun vera til mikillar hjálpar. Þegar skjótt er um brottför er kveðjan til ferðamannsins eitt brýnasta orðið; þess vegna sendum við orðið - Agni.

413. Hugsanir eru eins og sveppir í skóginum; þeim verður að safna. Þegar maður fer í sveppaleit, er ekki leitað að hnetum. Þannig verður maður að vita hvað er nærtækast á hverri stund . Berum saman mismunandi birtingarmyndir, en munum hið næsta og finnum styðstu leiðina að því. Það verður staðfestan.

414. Ég staðfesti að nú ætti maður að safna öllum sínum styrk og þori. Um allan heim eru myrkraöflin í árás. Er mögulegt að góðu öflin séu að berjast sín á milli? Hjartaverkur stafar í raun af hugsunum sem sendar eru. Læknirinn getur kallað það krampa í ósæð, án þess að taka tillit til ákveðinna mikilvægra utanaðkomandi orsaka. Getur maður aðeins séð áhrifin án þess að greina orsakir þeirra?

415. Sannarlega er erfitt að skilja hvers vegna þeir sem þjóna sama markmiði gera lítið úr hvor öðrum. Bein-þekking, jafnvel í litlum mæli, ætti að þróa. En gagnkvæm vanvirðing er ein skammarlegasta syndin. Ég þekki enga betri skilgreiningu á því en synd, svo eyðileggjandi er verk gagnkvæmrar tortímingar. Þetta er hægt að útskýra sem ákveðinn þátt í þráhyggju, en skömm fyrir þá sem, eftir að hafa nálgast þekkingu á grundvallarþáttum, halla sér að slíkum grunni. Leyfðu þeim sem lítillækka og eyðileggja að huga að eigin vitund. Þeir eru langt frá eldi hjartans.

416. „Verið hljóðir, ó strengir, svo að nýtt lag megi koma til mín,“ segir sálmur um grísku leyndardómana. Slík endurfæðing andlegs samræmis er ekki „tóm“ eins og það er stundum kallað. Að opna hjartað þýðir ekki að eyðileggja það; þvert á móti, þegar síðasti ómur strengsins deyr út, látið viðleitni andans verða enn bráðari, til þess að ná upphöfnu samræmi.

417. Maður ætti oftar að meta kyrrðina, sem getur styrkt eldana. Maður getur ímyndað sér astral hvirfill sem getur hrist jafnvel þrálátasta logann. Þessi æsingur kemur ekki innan frá loganum sjálfum, heldur utan frá. Þess vegna verðum við að vera mjög varkár, því þrýstingurinn er mikill.

418. Fólk upplifir oft óútskýranlegan fögnuð eða þunglyndi. Það rekur þetta til magans frekar en nálgunar góðra eða myrkra afla. Samt koma þessar birtingarmyndir oft fram og geta verið ákafar. Fólk upplifir oft snertingu eða pot. Það kennir slíku kóngulóavefs eða ryki, en dettur ekki í hug að aðilar fíngerða heimsins geti þannig haft samband við þá. Á sama hátt sér fólk oft hreyfingar eða heyrir rask en hugsar um mýs eða margfætlur til að hrekja burt alla hugsun um birtingarmyndir fjarlægs heims.

Sama fólk mun kvarta yfir því að fíngerði heimurinn birtist þeim ekki. En fíngerðar hreyfingar eru ekki eins og hamarshögg ! Eins og með allt annað ætti að viðurkenna nálgun fíngerða heimsins og rannsaka óttalaust. Við megum ekki fordæma það sem við veittum ekki einu sinni athygli. Samt ef einhverjir eru svo lánsamir að sjá eldlegar verur, hugsa þeir fyrst um púka. Slík er spilling samtímavitundarinnar! Slík gróf vanþekking er kölluð efahyggja, gagnrýnin dómgreind eða fræðimennska, þegar miklu réttara væri að kalla það einfaldlega heimsku.

419. Andlegar hugleiðingar er sannur eldlegur eiginleiki. Það er eins og herðing blaðsins fyrir bardaga. Það er eitt að hafa hverfula hugsun, þó gagnleg sé, sem skimar aðeins yfir vitundina og dreifist fljótt í geimnum. En það hefur miklu dýpri þýðingu þegar hugsunin er staðfastlega mótuð í hjartanu. Maður getur skoðað það ferli frá líkamlegu sjónarmiði einu saman. Þess vegna er það gagnlegt við upphaf hugsunar að gefa sjálfum sér eftirfarandi skipun: „Ég mun leggja þessa hugsun á hjarta mitt!“ Þetta ráð munu veita hinum hugsandi byrjanda mikinn aga. Ennfremur, hvað sem er meðvitað lagt í hjartað verður áfram í kaleiknum.

420. Neistar og aðrar birtingar ljóss skapa mikið af tengivefum við fíngerða heiminum. Maður getur meira að segja tekið eftir neistaflæði frá munni og augum þegar eldspennan er sterk. Spyrja má hvort þetta séu fyrirbæri rafmagns. Sem svar, verður að segja að það sé frekar fyrirbæri Fohats, sem tengist orku eldheimsins. Þannig geta þeir sem hafa ekki stíflað augu og eyru með skítkasti fáfræðinnar, ekki aðeins fylgst með fíngerðu heiminum heldur einnig eldheiminum. Maður má ekki, í sjálfsánægju, halda að fyrir okkur á jörðinni sé eldheimurinn óaðgengilegur. Sáttmálarnir segja frá því að tilteknir einstaklingar sem ekki hafa sérstaka fræðslu, geta nálgast samstundis og beinustu leiðina að eldlegum hátindum. Öll trúarbrögð fullyrðinga slíkt.

421. Heit af ólíkustum toga hafa verið gefin í ýmsum kennisetningum. Hvert heit er mjög gagnlegt frá agasjónarhóli. Það er erfitt fyrir fólk að trúa því hve nauðsynlegt slík heit eru fyrir afrek í framtíðinni. Heit binda á enda sundurleysið. Óákveðið og óábyrgt sundurlyndi hefur í för með sér hörmulegustu afleiðingar í fíngerða heiminum. Það er eins og barn sem leikur sér að eldi. Maður ætti að hafa stöðugt í huga hættu á sundurlyndi. Í fíngerða heiminum er erfitt og sársaukafullt að byrja svo seint að losa sig við sundurlyndi. Það er betra að prófa sig hér á jörðu með ýmsum gagnlegum heitum. Fólk lendir oft í fáránlegum aðstæðum þegar það tekur heit aðeins í hættuástandi. Fornmenn sýndu betri skilning á þessu í heitum sínum í nafni hins hæsta og styrktu þannig upphafið og staðfast hugarástand þeirra. Þetta var ekki hjátrú eða samkomulag við hærri öflin heldur flutningur anda sem hafði öðlast nýtt frelsi.

422. Það var rétt hjá þér að rifja upp þann gagnlega Burma-sið að minna þá sem eru alvarlega veikir eða deyjandi á bestu gerðir sínar. Jafnvel frá læknisfræðilegu sjónarmiði eru slíkar áminningar án efa gagnlegar. Hvað andlegu hliðina varðar, þá sanna þeir auðvitað hve margir vitrir siðir eru ennþá meðal fjölbreyttustu þjóða. Þessir siðir eru sprottnir af djúpri þekkingu. Þeir sanna tengsl við nútímann og til marks um það hversu gaumgæfilega maður ætti að líta á siði þjóða.

423. Jafn viturlegar áminningar er að finna í sönglögum. Kóreumenn syngja um þrjá ferðamenn sem sáu himininn. Einn sá hann sem kornóttan, annað sá hann eins og í dropum og sá þriðji sá hann logandi. En sá fyrsti hafði ryk í augunum, sá seinni hafði fengið kuldahroll og sá þriðji hafði bjarta og hlýja gistingu. Þannig skildu menn kjarnana þrjá og einkenndu þá skynsamlega. Einn ferðamaðurinn var ekki hræddur við logandi himininn og eldur gætti hans í myrkrinu.

Jarðbundnir fjötrar hylja augun og fíngerði heimurinn lætur vegfaranda skjálfa ef hann hefur ekki uppgötvað eldinn.

424. Maður ætti ekki að halda að ekkert hafi gerst neins staðar yfir daginn bara vegna þess að ekkert hefur komið fyrir hann. Þvert á móti, þegar stjörnumerkin eru öfug, geta sporðdrekar komið upp úr óvæntustu holum. Tígrisdýri kann að öskra, en sporðdrekar geta stungið þegjandi. Við skulum safna saman hugsunum í kringum fræðarann.

425. Maður ætti að beina allri vitund sinni inn í framtíðina. Sjaldan finnur maður hugrekki til að viðurkenna að óæskilegt er að snúa aftur til fortíðar. Sönnun um þrá eftir framtíðinni benda til þess að andinn sé tilbúinn fyrir eldlegan skilning. Aðeins slík upplýst vitund mun halda áfram hugsunarsköpun sinni í fíngerða heiminum. Aðeins slík óþrjótandi hugsunarsköpun og viðleitni til fjarlægs flugs mun veita eldlega nálgun. Öll skelfing liðsveita myrkursins getur ekki sigrast á ákafri leit að framtíðinni. Þó að hinir myrku nálgist, missir leiðarljósið ekki mátt sinn. Svo eru gagnleg verk einnig að hjálpa okkar nánustu. Maður ætti ekki að líta á þessi gagnlegu ráð sem siðferðileg fyrirmæli ofar föli lífsins. Þau styðja okkur og beina okkur eftir styttri leiðum.

426. Hæfileikinn til að draga hring um svæðið, sem hinir skríðandi og myrkrið ræður, getur hjálpað til við að staðfesta eigið óttaleysi. Maður getur komið í veg fyrir nálgun hinna myrku með því að endurtaka nafn Mitt sem ákall. Þannig getum við skilið hvers vegna mannkynið ber ábyrgð á orðum. Ef framsögn velvildarhugtaks leiðir til róandi stöðu, mun hinn gagnstæði pirrast, og gera lítið úr því sem fyrir er. Fólk sem fyllir heiminn með skaðlegustu orðunum; munu ekki ill fljót renna frá þeim? Maður hlýtur að hafa misst virðingu fyrir mannlegri reisn, að viðurkenna ekki, að afleiðingar illrar tungu séu hræðilegar. Stöðugt er talað um að illverk beri ávöxt eftir öld. Sagnfræðingurinn getur staðfest uppskeru af slíkum svörtum fræjum.

427. Það eru ekki margir sem sækjast eftir vitundarlífi Okkar, en sem betur fer skapar minnihlutinn. Þess vegna mun hinn myrki fjöldi trufla ekki dvalarstað Okkar. Þeir munu segja að þeir hafi ekki haft neina fræðslu, en enginn þeirra hefur neina löngun til að læra, jafnvel þó að það taki aðeins sjö ár. Fólk er fjarri því að geta tekist á við lengri tíma, vegna þess að það veit ekki hvernig á að hugsa um óendanleikann.

428. Rógburður er sérstaklega skaðlegur fyrir rógberana sjálfa. Þessi sannindi ættu menn að hafa í huga sem hafa slæmar venjur. Hugsun sem samsvarar raunveruleikanum myndar farveg fyrir frumþættina. Allt verðugt, strangt, lífsnauðsynlegt, dregst að skapandi hugsun og styður skapara sinn til góðs. En rógburðurinn laðar til sín grófar frumverur, sem finna ekki tilverugrunn og munu beinast að rógberanum. Þess vegna, þegar ég vara fólk við því að lúta í lægra haldi fyrir rógburði, færi Ég aftur ekki fram siðferðileg fyrirmæli heldur bendi á mjög sársaukafullar afleiðingar. Það er ógeðfelldast að finna sig í fíngerða heiminum mitt í ofsafengnum frumþáttum. Hræðilegar er slíkar hringiður fylltar með eigin brotum illgjarnra hugsana. Allar þessar verur verða að einni og hanga áfram og öðlast raunverulega líkamlega þyngd. Hugsanir, eins og dropar af orku, laða að litlar frumverur. Eðli þessara gerla andans er fjölbreyttir: allt eftir efni þeirra, þeir geta birst sem næstum ómerkjanlegir fósturvísar sem nærðir eru af hugsunarfóðrinu. Þeir geta myndað grunn steinefna og jafnvel plantna. En maður getur ímyndað sér mjög skýrt hvernig þessar hugsanir sem eru lausar við lífsnauðsynlegar undirstöðum lýsa neðri jarðsviðið. Geimryk er ósýnilegt auganu, en það skilar sér í mjög verulegu seti. Þess vegna geta menn ímyndað sér hversu mikið ryk hugsana er, enda áhrif orkunnar mjög mikil! Afleiðingar þessa rusls hugsunar veldur veikindum plánetunnar.

Sáðmenn ills og rógburðar, getið þið gert ykkur grein fyrir því hversu kæfandi dýflissu þið útbúið ykkur? Illar hugsanir munu finna sinn farveg. Í slík myrkri getur skapari ekki flúið eigin verk. Þrátt fyrir allt, mun einhver halda að þetta sé uppfundinn fuglahræða, fremur en að viðurkenna að hugsunin sé eilíf orka.

429. Hugurinn hefur verið táknaður sem eldur. Eldleg hugsun er þekking frá eldheimi. Slíkt niðurstig markaði hin miklu tímabil, sem kallast Dagar Heimsmóðurinnar. Jafnvel í sögu jarðar má rekja nokkur slík tímabil. Mun framtíðin ekki bera með sér slíka ljósdaga ef fólk gerir sér grein fyrir gagnsleysi hins illa?

430. Innöndun elds er stunduð af ákveðnum jógum og er hreinsandi aðgerð. Maður ætti ekki að skilja þetta bókstaflega. Maður getur ekki andað eldi að sér, en eldlegar útgeislanir eru gagnlegar. Fyrir slíka innöndun velur jóginn kyrrlátan stað og heldur hryggnum uppréttum. Jóginn kveikir eld úr sedrus-viði, eða, ef sedrus er ekki fáanlegur, bali-kvistir, þannig fyrir komið að reykurinn berist ekki til hans. Þá framkvæmir jóginn venjulegt pranayama, en á þann hátt að útgeislun trjákvoðunnar nær andardrætti hans. Með þessu fæst tvennt - í fyrsta lagi hreinsun á líkamanum; í öðru lagi styrkingu Agni orkunnar. Ekkert hjálpar svo við að kveikja í Agni sem eiginleika sedrus. Eins og þú veist geta skordýr ekki þolað styrk sedrustrjákvoða. Þú veist líka að ófullkomnir aðilar geta ekki nálgast eld úr þessum viði. Venjulega kýs sedrus frekar eldfjallajörð til að vaxa í; á þennan hátt kemur fram veruleg skyldleiki. Jarðvegur eldfjalla ætti almennt að rannsaka ásamt gróðri hans. Ekki aðeins hefur innöndun elds verið stunduð af jógum heldur einnig legið á sedrusplönkum þannig að hryggurinn kemst í snertingu við hjarta skógarins. Ýmsar fornar heimildir benda til hve ákaflega fólk hefur leitað að eldlegra frumþátta. Tilraunir eru nauðsynlegar til að skilja gildi sedrusviðar. Mikilvægi elds ætti að hafa í huga til að skilja eldfjallajörð.

Í suðurhluta Indlands hefur sandelviður einnig verið notaður til eldlegrar innöndunar.

431. Það má sjá að birtingarmyndir fíngerða og eldheita heimsins er óvæntar. Hvað þýðir það þá, að með væntingum hindrum við oft slíkar birtingarmyndir? Með því sannast munurinn á líkamlegri orku og eldorku. Líkamleg orka liggja oft að baki svokölluðum væntingum. Þær byrja að detta í þvingaðar hugmyndir og hindra þannig fíngerða nálgun í stað þess að hjálpa. Með eftirvæntingu sinni byrjar fólk ómeðvitað að móta jafnvel form og stað sýninnar og þannig verða skaðlegir krossstraumar til.

432. Það má líka spyrja: Hvers vegna fara sýnir saman við sérstakar stundir lífsins? Er þetta afleiðing leiðsagnar sem gera sér grein fyrir nálgun tímans sem skiptir sköpum, eða er það vegna aukins andlegs viðhorfs sem gerir manni kleift að sjá það sem ella væri óséð? Það er hvort tveggja. En fyrir utan okkar eigið vitundarástand nálgast ákveðnir kosmískir straumar sem umbreyta jarðneskum sviðum. Vafalaust hafa ekki aðeins astralefni áhrif á okkur, heldur einnig ákveðin hærri orka, sem uppruni hennar er óendanleikinn. Neti, Neti, hið óskiljanlega, leiðbeinir okkur og oft erum við snert af hæsta aflinu.

433. Hvernig er hægt að ganga úr skugga um sannindi fræðslunnar? Fjöldi góðra orða kann að hylja eitthvað miðlungs; en sannleikurinn, vitum við, óttast ekki skoðun. Þvert á móti, þegar hann er rannsakaður, nálgast sannleikurinn og skín í gegn. Þess vegna má ráðleggja hverjum rannsakanda fræðslunnar: „Nálgastu af fullum krafti; rannsakaðu með nákvæmum ráðstöfunum; skoðaðu með öllum aðferðum; skildu af öllu áræði; afhjúpaðu með óþreytandi elju og gleðstu við hverja uppgötvun sannleikans.“ Fræðslan getur ekki verið röng. Hún víkur ekki frá brautum gagns og góðs. Maður ætti ekki að trúa einungis fullyrðingum. Trú er skilningur á sannleikanum, milduð í eldi hjartans. Fræðslan er óendanleg, annars væri hugmyndin um óendanleika ekki til. Maður ætti að leita sannleikans. Sannleikurinn hafnar ekki - hann leiðbeinir. Í fræðslunni geta engin brengluð hugtök verið til. Lítið á braut fræðslunnar sem staðfestingu á því sem er handan alls vafa. Maður ætti ekki að nálgast sannleikann eftir hlykkjóttri leið. Maður verður að prófa hvert orð, hverja staðhæfingu og hvern sáttmála. Ef fræðslan er sönn, verður hvert skref til hennar fræðandi og upplýsandi. Vanvirðing, afneitun og svívirðing eru lélegir leiðarvísar! Oftar en einu sinni heyrir þú frá prédikara þá yfirlætislegu athugasemd að eina rétta fræðslan sé sú sem hann þekkir. En þá er gott að minna hinn montna á mikilfengleika óendanleikans, um milljónir ára líf á jörðinni, um milljarða stjörnuheima - láta hann hugleiða víðáttu sannleikans og hve traust staðhæfing hans er hans er. Maður getur verið sammála aðferð tortryggninnar, ef aðeins eitthvað leiðir af henni. Að jafnaði tærir tortryggnin sköpunarþáttinn. Óþreytandi anda er þörf til að halda áfram í stöðugum framförum. Aðeins slík útvíkkun og staðfesta mun færa raunverulegt umburðarlyndi gagnvart öllu sem er fánýtt, það lærist með afstæðishyggju. Segðu því við þann sem efast um fræðsluna: „Prófaðu það, vertu logandi í hjarta þínu og efldu anda þinn!“

434. Að skilja fræðsluna sem ljóshálsmen er dýrmætur þráður upp á við. Láttu milljarða heima vera ósnerta af hættu á höfnun.

435. Lygi og myrkur fylla endalok Kali Yuga. Maður verður að átta sig á þessu til að missa ekki styrk sinn. Það er ómögulegt að forðast myrkra daga og aðeins þekking á ástæðu þeirra veitir þolinmæði til að lifa þá af. Fólk vill ekki einfalda leiðina að sannleikanum; og byrðar eins og tækniveldið, þjóna einungis til að afhjúpa myrka hlekki efnisins. Guðlast, í allri sinni meinsemd, afhjúpa einnig myrkur afneitunar öfugt við skilning á ljósinu. Þú getur lesið um þessi tákn í Puranas, þess vegna má gera ráð fyrir uppfyllingu allra hinna spádómanna. Við verðum nú öll að laga okkur að frumþætti eldsins - þetta er einnig staðfest í Puranas. Ég tel að það sé kominn tími til að kalla fólk til skilnings á tilverunni.

436. Hvaðan koma sveiflur skyndilegrar gleði eða angistar? Þær eru álitnar ástæðulausar, en orsakir liggja til grundvallar öllu. Ég ráðlegg þér að skrá slíkar sveiflur, sem annars gætu gleymst. Með hverri hreyfingu framleiðir hver maður mikilvæga tilraun, en samt hafnar hann þessum þekkingarblosssum. Gleði og angist er ekki að ástæðulausu og skráning á þessum skapsveiflum munu minna mann á þegar jarðnesk samskipti staðfesta þau. Eldleg skilaboð staðfestast með jarðneskum skilaboðum. Auðvitað eru margar orsakir fyrir því, ekki aðeins jarðneskar heldur líka frá fíngerða heiminum, sem ná kannski ekki til okkar, en samt geta menn skynjað mikilvægar samhæfingu milli atburða og tilfinninga. Þannig safnast reynsla upp sem er sannfærandi heild. Sannarlega eru mestu tilraunir mannsins í rannsóknarstofum lífsins!

437. Við skulum skrifa niður og segja lækninum frá þráhyggjunni. Reyndar geta verið tilvik þar sem andsetinn nær slíkri stjórn á líkama hins andsetna að hann næstum yfirtaki hann. Maður getur líka lent í tilvikum þar sem innrásin er nýtt af lífsafli þess andsetna svo að brottrekstur andsetans mun valda dauða hins andsetna. Hann hefur svo yfirtekið sálarorku þess andsetna að sá síðarnefndi missir lífskraft sinn við aðskilnað. Því verður brottvísun alltaf að fara fram mjög varlega. Í fyrstu fylgist maður með mataræði sjúklingsins og fylgist með sálarorku hans. Ef vart verður við minnkandi lífskraft má ekki leggja of mikið á veiklað hjartað. Brottvísun er yfirleitt auðveldust við reiðiátök. Slík orkuvakning hjálpar til við að vinna bug á hugsanlegri hnignun hjartastarfsemi, sem annars gæti endað í fullkominni lömun.

438. Eins og við allt, er eldleg sjálfssótthreinsun besta fyrirbyggjandi vörnin. Einmitt eldur ver gegn andsetningu. Einmitt Agni er lausn við krabbameini, berklum og öllum öðrum sjúkdómum. En þangað til fólk tileinkar sér mikilvægi Agni, verður maður að nota grænmeti og steinefni. Einfaldasti, eðlilegasti og nauðsynlegasti eiginleiki allra virðist vera vanræktastur. Þú veist að hve miklu leyti þeir sem mundu eftir sálarorku sluppu við marga sjúkdóma. Þú sást það og sannfærðist. Við nálgun eldorku er nauðsynlegt að fólk skammist sín ekki fyrir að viðurkenna eldþáttinn í sjálfu sér. Þetta verður ræktun Agni.

439. Það er jafnvel ómögulegt að ímynda sér framtíðarstefnu mannkynsins ef það hreinsar sig ekki með eldi! Að leita að hinum eldlega heimi mun gefa fyrstu sýn á Agni. Margar svívirðilegar aðgerðir munu falla burt eins og hýði, við eina hugsun um eldheiminn. Engar prédikanir að utan geta gert þeim kleift að ná þeim heilsubótum sem verða til af einum neista innan frá. En það er erfitt að knýja vitundina að hærri mælikvörðum. Við munum óþreytandi hvetja vitundina í átt að þessum fyrsta geisla uppljómunnar; það sem á eftir kemur verður mun auðveldara.

440. Að koma með eld, er hið forna tákn hreinsunar andans. Fræ andans er ekki hægt að saurga, en skip getur þakist sjávargróðri, sem hindrar gang þess. Eldleg móðir skilur hvenær nauðsyn þess að hreinsa nálgun fræsins. Nýrri sáningu er aðeins hægt að ná með hreinum fræjum. Maður verður að hjálpa þegar sá tími kemur fyrir sáðmanninn að fara út á völlinn.

441. Lokatímabili fylgir oft staðbundin hringing. Þessi hringing sannar að straumur orkunnar er eins og strengur sem endurómar við snertingu við mótstrauminn. Reyndar bendir hver slík hringing til spennu. Við slíka hringingu ætti maður fyrst og fremst að hafna öllum gagnslausum hugsunum, til þess að meira samræmi geti sameinast leiðarstraumnum. Kannski skapa jarðneskir atburðir slíka spennu. Kannski nálgast líka atburðir fíngerða heimsins og maður verður að vera tilbúinn að taka á móti þeim. En þegar eyrað er opið fyrir hringingu fjarlægu straumanna, þá er vitundin einnig hæf fyrir mat á atburðum. Þannig vinnur Agni og umbreytir öllu sem til er.

442. Einn erfiðasti eiginleikinn er að geta forðast að upplýsa um það sem ekki er fyrirhugað að afhjúpa, til að forðast að valda skaða. Dæmið um Æskýlos er lærdómsríkt. Þættirnir koma niður á þeim sem neyðir þá út úr ástandi samræmis. Það er ómögulegt að bjarga slíkum hugsanalitlum svikara. Þú veist að svipuð svik eru framin í litlum málum sem og miklum og mörg þeirra eru ekki af illsku heldur hugsunarleysi. Það skiptir ekki máli hvernig búr villtrar skepnu opnaðist.

443. Erfiðasti en ómissandi aginn felst í athöfnum til heilla fyrir heiminn. Það er ekki auðvelt að fylgjast með sjálfum sér í að hafna sjálfhverfum hugsunum og gjörðum. En þegar allur persónuleikinn er helgaður heiminum er agi ekki aðeins auðveldur heldur finnst jafnvel ekki fyrir honum. Að finna upphafsstað fyrir sjálfsafneitun þýðir að leggja beina leið að eldheiminum. Staðfesting persónuleikans með öllum afleiðingum himinhnattanna er ekki sjálfhverfan sem kæfir þránna í átt að sjálfum þroskanum. Sjálfhverfan er af jörðinni. Það er ekki til í eldheiminum. Leifar hennar í fíngerða heiminum eru eins og þungar keðjur. Það er ekki erfitt að skynja hvernig merking sjálfshverfunnar endar í jarðnesku ástandi, hún gengur ekki í fíngerða hækkun. Jarðbúar, sem finna sig í fíngerða heiminum, undrast sérstaklega fjarveru sjálfhverfunnar á hærri sviðum hans. Ekkert hjálpar svo mjög að binda enda á jarðnesk efni sem frelsun frá sjálfhverfunni. Að vera meðvitaður um eldheiminn opinberar á einfaldasta hátt, hversu einskis virði pyntingarnar eru sem sjálfhverfan hefur í för með sér. Ljós eldheimsins virkar sem mikil sótthreinsun. Kristalar Fohat sameinast svo mjög í þessari útgeislun að hver nálgun við þennan kraft hreinsar sálarorku okkar. Ég tel að sjálfsagi sem beinist að almennu góðæri sé nærtækasta leiðin til mikils árangurs.

444. Láttu kvalarana halda að þeir pynti þig alvarlega. Leyfum þeim jafnvel að gætast yfir því, en láta þá stundum íhuga hvað það þýðir að skaða náunga sinn. Það er ekki auðvelt að losa sig við slíka myllusteina um hálsinn!

445. Kennari verður að muna að hver og einn ber sína byrði. Það er ómögulegt að gera alla jafna. Maður getur ekki krafist sama hraða af öllum og maður verður að hvetja hvern þann sem veit hvernig á að bera byrðar sínar. Það er ekki auðvelt fyrir kennarann og enginn ætti að halda að Arhat hvíli sig. Er hægt að ímynda sér þægilega hvíld í jarðneskum skilningi þegar við nálgumst fyrirætluð tímamót?

446. Það er rétt að álykta að breytingar á efnafræðilegum áhrifum himinhnattanna útiloki ekki fyrri áhrif. Miklu kann að hafa verið sáð, en eldingar eyðileggja ekki alla uppskeru. Þannig ætti maður ekki að hætta sáningu og ekki halla sér um of á stafinn þegar gengið er hratt. Hæfileikinn til að halda áfram er venja sem náð var frá fyrri reynslu.

447. Orkustöðvarnar, eldhjólin minna á ótal hringi upphafs og fullnaðar. Maður getur ímyndað sér hvernig jafnvægi heimanna er byggt á eldvirkni orkustöðvanna. Þær hafa samband og tengjast innbyrðis og mynda óafturkræfa hlekki. Að sama skapi geta menn ímyndað sér hvernig orkustöðvar mannsins ákvarða eldheitt eðli hans og koma manninum inn í heild annarra eldlegra myndanna. Fólk hefur þegar yfir að ráða geislum sem koma ekki fram í jarðvist; svo munu einnig uppgötvast geislar sem geta fangað eldheita orkustöðvar á filmu. Þetta mun sýna hvernig orkustöðvar mannsins samsvara eldmyndunum geimsins. Táknmynd logandi mannsins rennur saman í hrynjanda geimsins. Þannig er hægt að sýna fram á að það líkamlega, að svo miklu leyti, að allt er undir einu lögmáli hrynjanda. Auðvitað, til að ná árangri í svona lærdómsríkum tilraunum er nauðsynlegt að þroska eldlegu orkustöðvarnar sjálfar. Þær eru til í hverri lífveru, hugsanlega, en sálarlausar verur geta ekki sýnt þær, jafnvel ekki daufa skímu frá slokknum eldum.

448. Maður ætti ekki að halda að athafnir sem slíkar, séu lægra settar en kærleikstilfinning. Menn ættu að greina skýrt taktfastar athafnir frá sjálfhverfum athöfnum, sem svara ekki hrynjanda kosmosins. Sjálfhverfa er sjálfseinangrun eða uppreisn gegn samvinnu. Jafnvel frábærum hugum tókst oft ekki að greina hvar sjálfhverfa holdsins var og hvar athöfn háleit samvinna. Hvernig geta orkustöðvarnar glóð í nærveru sjálfhverfu holdsins?

449. Ég staðfesti tilgangsleysi samskipta við miðsvið fíngerða heimsins. Það pirrar aðeins aðila þar með ýmsum endurminningum og jarðneska flæðið truflar þá. Þar að auki lærir fólk ekkert af þeim. Taktur geimsins kemur fram á hærri sviðum.

450. Það er erfitt að ímynda sér að skráningar um eldheiminn geti átt heima í slíkum bardaga! Það er ekkert mannlegt ímyndunarafl sem getur myndað glundroða kosmískrar orrustu! Áframhald þessara átaka eru umfram styrk mannlegs eðlis. Fólk getur ekki einu sinni skilið hvernig slík kröftug orku eiga sér stað ofar daglegu líf.

451. Aðkoma eldlegra og fíngerðra vera einkennist af skjálfta í hjarta og tilfinningu um kulda eða hita. En ef við erum stöðugt umkringd verum fíngerða heimsins, af hverju skynjum við þær einungis stöku sinnum? Hér ráða lögmálið og gæði hugsunar. Ef þessar verur nálgast okkur - með öðrum orðum, hugsa til okkar - skynjum við þær ekki aðeins með eldlegum orkustöðvar okkar heldur jafnvel líkamlega. Það er venja að tala um að hárið rísi af hræðslu, þetta er ekki skelfing; það er sérstök orkuviðbrögð, nokkuð svipuð rafmagni. Á grundvelli slíkrar tilfinningar liggur líka hugsun. Ekki dáleiðsla, heldur eiginleikar hugsunar leiða til þessara tilfinninga. Jafnvel augnaráð fær mann til að snúa höfði sínu. Hve miklu öflugri vinnur þá eldorka hærri heima! Það þýðir að fyrir okkur liggur heil röð gagnlegra tilrauna og athugana á því hvernig, og á hvaða orkustöðvum eldorkan hærri heima vinnur. Menn ættu einnig að hafa í huga að kuldatilfinning verður stundum og sömuleiðis ætti að fylgjast með því hvort svipuð tilfinning finnist nálægt rafvél á hreyfingu. Rannsóknin á ytri viðbrögðum við hugsun hlýtur að vekja athygli vísindamanna.

452. Hugsanir mynda ekki aðeins líkamlegar birtingarmyndir heldur kallar þétting orkunnar fram öflug viðbrögð. Þú veist örugglega um skynjunina frá birtingarmynd ljóssins. Kúgandi tilfinning frá svörtu stjörnunum eða tilfinningin um ró frá þeim bláu, eru mjög ólíkar. Þú veist líka að slíkar skynjanir stafa ekki frá þér heldur berast þær úr geimnum. Hugsunarheimurinn er arfur til framtíðarinnar. Rannsóknir á hugsun munu einnig leiða til sálarorku. Maður getur byrjað athuganirnar frá ýmsum sjónarhornum. Þess vegna beini ég athygli þinni að mismunandi nálgun að sama viðfangi ljósberandi hugsana.

453. Indverski jóginn biður vísindamanninn að rannsaka spurninguna um sjálfs-varðveislu: Sannarlega er kominn tími til að rannsaka eldlegt eðli manns. Það hefði átt að skiljast fyrir löngu, að það er ekki aðeins viljinn, heldur eldleg orkan sem umlykur manninn með heilsusamlegri blæju. Menn ættu örugglega að rannsaka þetta á rannsóknarstofum, en slíkar rannsóknarstofur verða að vera aðrar en þær sem fást við jarðvegsfrjóvgun. Það er löngu kominn tími fyrir vísindamenn að átta sig á því að fyrir fíngerðar tilraunir þarf fíngerð skilyrði. Sömuleiðis er kominn tími til að viðurkenna að þessar aðstæður skapast ekki með vélrænni sótthreinsun. Hver tilraun krefst eldlegrar andlegrar hreinsunar. Reyndar getur margt áunnist innan náttúrunnar og í musterum þar sem útgeislunin er ekki svo saurguð. En á venjulegum rannsóknarstofum, sem eru ekki einu sinni loftræstar, og þar sem rykið er fullt af eitruðum útfellingum, er litlu er hægt að koma til leiðar. Ekki að ástæðulausu spurðu læknar áður en þeir læknuðu: „Hefur þú trú?“ Og þá var niðurstaðan sérstaklega farsæl. En ekki aðeins var læknirinn að vekja trú, einnig var þörf á eldi orkustöðvanna. Þegar eldlegu orkustöðvarnar fóru að snúast átti sér stað töluverð hreinsun. Láttu læknirinn því ekki aðeins taka eftir vilja heldur einnig að huga að undirstöðu geðheilsuorkunnar. Leyfðu honum að muna að andrúmsloftið í kring hefur gífurlega þýðingu. Það virðist vera óhæft að vekja athygli á þessu, en eftir milljónir ára jarðvist, taka menn samt jafn lítið eftir gæðum umhverfis og þeir gerðu líklega á tímum hellisbúa.

454. Oftar en einu sinni í árangursríkri rannsóknarvinnu hefur framgangurinn verið truflað af smávægilegum erfiðleikum. Meðal þessara erfiðleika hefur andúð, svokölluð, sérstaka þýðingu. Það stafar af mörgum aðstæðum, bæði utanaðkomandi og karmískum. Það er erfitt að lýsa með orðum þessari tilfinningu sem lokar svo að segja á eld orkustöðvanna og sviptir þá afli. Eflaust er andúð í ætt við ótta. En til að þroskast verður maður að sigrast á andúðinni. Í fornum leyndardómum var sérstakur helgisiður til að sigrast á andúðinni.

455. Menn geta lagt áherslu enn frekar á að fólk ætti ekki að vera undrandi á því, að það sjálft verði að setja lokasteininn í mósaíkina. Þessi lögmál eru réttlát þar sem venjulega er varla löngun til að setja jafnvel fyrstu steinana. Margt hefur verið gefið og miklu hefur ekki verið beitt. Það hefur verið tekið skýrt fram að endurmeta verður margar vélrænar formúlur með eldorku. En eins og áður kallar fólk þetta dulspeki og óttast jafnvel að hugsa um slíkar tilraunir.

456. Að ganga á vatni eða sitja á vatni, eins og að ganga á eldi, eru merkilegar sannanir fyrir hugarafli. Við skulum rifja upp til dæmis hvernig að sitja á vatni er náð. Að vísu verður að hreinsa líkamann með ströngu grænmetisfæði og flutningi andans. En auk þess ættu menn að vita hvernig á að synda og að fljóta á vatninu, til þess að betra sé að vernda sjálfan sig fyrir efa höggormsins. Með því að velja grunnt og hljóðlátt vatn undirbýr jóginn léttan stuðning úr tré sem hann situr á, þannig gerðan að vatnið nær upp að mitti. Síðan einbeitir hann sér með takti paranayama og lyftir hugsun sinni í átt til hins óumræðanlega hæsta. Þannig er nokkrum dögum eytt, hvílst til skiptis og nálgast aftur þessa andlegu upplyftingu. Og þegar hugsunin losar sig frá jarðnesku aðdráttarafli léttist mannslíkaminn. Þannig rís jóginn upp á vatnið og tréstuðningurinn svífur í burtu. En haldist hugsunin haldast á upphaflegu stigi, verður staða líkamans óbreytt. Að auki geta menn tekið eftir lýsandi útgeislun líkamans sem, samkvæmt fornu orðtaki, tengir manninn við himininn. Eini afgerandi þátturinn í þessum tilraunum eru gæði hugsunarinnar. Það er ómögulegt fyrir ógeðfelldan mann að sitja við vatnið, eins og ónæmi fyrir eldi næst ekki án ákveðins hrynjanda og upphafningar. Hver getur ákvarðað hve mikinn tíma þarf fyrir ögun líkama og anda, til að ná slíku hástigi hugsunar? Það má segja að þolinmæðin, þrautseigjan og staðfestan sé óendanlega mikil og að auki eru ákveðin áhrif kosmískra aðstæðna einnig mjög nauðsynleg. Ekki ætti heldur að hlæja að því að heyra að aðstæður séu hagstæðari í kringum fullt tungl.

457. Það er dæmisaga um erfiðleika tilrauna, þar sem sýnt er fram á að fólk reynir alltaf að velja auðveldasta leiðina, en það sem virðist auðveldast reynist erfiðast. Nefna má dæmi bæði skemmtileg og hörmuleg. Það er réttilega bent á að snjallasti maðurinn geti talið upp fyrir sjálfum sér öll smáatriðin í auðveldu verkefni, en gleymt bara því eina sem reynist erfiðast. Aðeins með líkamanum einum getum við ekki flúið eld og vatn. Maður ætti að muna um logandi hugsun.

458. Ef fólk gæti aðeins gert sér grein fyrir hversu mikið það tapar andlega, þegar það gæti stöðugt verið að öðlast! En myrkur leyfir ekki ímyndunaraflinu að blómstra. Hins vegar er erfitt að muna eftir ímyndunaraflinu þegar við erum þegar í fíngerða heiminum. Þar verðum við að beita því, ekki skapa það.

459. Við verðum að skilja að hver árangur byggist á gæðum hugsunarinnar. Maður ætti að skilja að við getum ábyrgst árangur þegar hugsun flýgur til Okkar.

460. Maður ætti ekki að hlæja að þeirri staðreynd að vissir jógar nota bambusreyr eða rúllu af papyrus við að svífa. Vissulega er hægt að ná svipuðum árangri án þessara hjálpartækja. En ef einhver þarf fjöður í hendi fyrir að geta svifið, þá skulum við ekki svipta hann þessari litlu aðstoð. Það nauðsynlega er ekki að finna í fjöðrinni eða í papyrusrúllunni, heldur í hugsuninni, í eldorkunni. Það eru mörg tákn sem geta kallað fram orku og allir geta fundið næsta leiðara. Þannig þurfa sígaunarnir vatn eða bráðið vax, en kjarninn liggur í sálarorku þeirra, sem er mjög sterk hjá þessum þjóðflokki. Það er auðvelt að fá leiðbeiningar frá þeim. Því miður verður maður að fylgjast vel með vandvirkni þeirra. Mjög oft tengist aukning orku, sem er uppsöfnun hefðanna, miðlungsvitund. En læknirinn og vísindamaðurinn verða að kanna alla möguleika. Á sama hátt geta margir kynþættir í norðri veitt áhugavert efni, sérstaklega í Noregi, Finnlandi, Skotlandi og meðal Eskimóa. Auðvitað, jafnvel frumstæðar framsetningar á þessa orku nýtast vísindamanninum.

461. Örverur í andrúmsloftinu ættu ekki að koma á óvart. Staðhæfingin um að lífið sé í öllu víkkar sjóndeildarhringinn einfaldlega. Ef örvera getur komið fljúgandi út úr geimnum, hversu margra nýrra athugana má búast við! Eldur geimsins gefur nýjar ályktanir um eldinn sem lífsnauðsynlegt efni. Maður verður að hvetja vísindamennina til að lifa í meira samræmi, svo að dýrmætar athuganir hverfi ekki í andúð og afneitun.

462. Hvers vegna er svo erfitt að tengja athuganir frá mismunandi vísindasviðum? Tíminn nálgast þegar þörf verður á fullkomnu samkomulagi milli vísindamanna úr ólíkustu greinum vísindanna. Nauðsynlegt verður að sameina nýjar uppgötvanir á fornri menningu við vélrænar og líkamlegar athuganir. Beinagrind risa finnst ásamt hlutum sem krefjast margvíslegra athugana. Og að lokum verður forn þekking á himninum þörf í tengslum við undarlegar breytingar á plánetunni okkar. Sterka einingu er þörf, til þess að víkka sjóndeildarhring nýrra rannsakenda.

463. Hvernig er hægt að skýra ójafnvægið milli hita og kulda? Maður ætti ekki að óttast að tala um eldlegar öldur; þær minna á eldlegu hættuna. Margar eru núverandi spár sem koma úr mismunandi áttum og benda á sömu tímasetningar. Það er ekki fyrir tilviljun að ókunnugir byrja að endurtaka sömu orðin. Hins vegar ættu menn að forðast að veiða í polli afneitunar.

464. Aðgerðaleysi, sem og andúð, verður að sigrast á. Margir taka ekki mark á þessum skaðlega samferðamanni. Samt sem áður má greinilega rekja hvernig ekki einungis óþekktar orsakir, heldur er virðist meinlausustu hversdagslegu hlutirnir koma í veg fyrir strauminn í eldorkunni. Ekki aðeins fráhrindun heldur ákveðin tegund af ómerkjanlegu aðgerðaleysi lamar vinnuspennuna. Algengustu hlutir fá alla athygli heila og hjarta. Stundum verður mynstur dúks, hrynjandi söngs, hnífaglampi, tindrun málms eða margs konar svipaðra brotakenndra til að draga tilfinningu frá eðlilegri viðleitni. Hvaðan kemur þetta aðgerðarleysi? Hvenær og hvar voru þessir endurómar og blikur afgerandi þættir í tilveru okkar? Neitum ekki uppsöfnun fortíðarinnar; þetta er enn einn vitnisburðurinn um tilvist fyrri tíma. Menn ættu að líta á þessar endurminningar mjög yfirvegað og jafnvel skrá þær sem æfingu í athugun. En maður ætti ekki að vera andlega þjakaður af þessum brotum fortíðarinnar. Maður getur líka lent í hlutum sem geta veitt hvatningu til viðleitni manns; maður getur glaðst yfir slíkum félögum liðinna slóða, en jafnvel þeir mega ekki taka athygli okkar of lengi. Áfram, áfram, alltaf áfram! Hvert augnablik aðgerðarleysis er tap á framsækinni hreyfingu. Hve oft hefur verið sagt að hreyfing sé skjöldur gegn fjandsamlegum örvum! Þannig höldum áfram eldlogandi. Láttu eld þinn vera leiðarljós fyrir félaga þína. Maður ætti að muna að maður verður að gefa ljós í gegnum hugsun.

465. Maður ætti að forðast hæðni sem er hávaðasamasta meindýrið. Allt háð er til þess fallið að snúa baki í Okkur. Versta og óumflýjanlega endurkastið er að niðurlægja nágranna sína. Það má segja að eldur sé hulinn þegar hann er nærri háði. Maður ætti að taka alvarlega merki um misnotkunar og háð. Háð er eins og vera grýttur til bana. Og móðir spottans er illkvittni.

466. Þurrkur í hálsi gefur ekki aðeins til kynna þurt loft heldur einnig eldspennu. Það er mikil uppsöfnun margra tákna en furðu lítill gaumur er gefinn að þeim. Þvert á móti, með yfirborðskenndri vanþekkingingu, eru einkennilegustu skýringar gefnar á þeim. Grunnsemi þessara skýringa bendir til þess að fólk kjósi að vera áfram með sjónhverfingar sínar en að takast á við raunveruleikann.

467. Sá sem deyr með skoðun sinni að það sé ekkert líf eftir dauðann, sýnir í raun dæmigert dæmi um sjálfstæða athöfn sálarorkunnar. Hann skipar sér nánast að hætta að lifa og nær árangri skipunar sinnar. Það eru mörg svipuð mál en enginn tekur eftir þessum sláandi dæmum sem eru opin fyrir almennri athugun.

468. Samvinnuleysi gerir fólk nokkuð hjálparvana. Taktleysi eyðileggur alla möguleika að nýjum árangri. Þú sérð sjálfur hvaða erfiðleikar verða vegna óeiningar. Slíkt ástand er mjög hættulegt.

469. Fegurð, ljós og glæsileiki eldheimsins er staðfestur af hverri nálgun hans. Þar að auki er sérstök ljómun vakin af tilfinningu um einingu. Eldljósið leiðir til gagnkvæms aðdráttarafls, með öðrum orðum til sannrar einingar. Holdið, þvert á móti, gefur hvata fyrir sérhverja óeiningu. Þessi eiginleiki líkamlega heimsins hindrar móttöku einingar á þessu rykótta og þokukennda yfirborði. Þess vegna ættu menn að beina hugsunum sínum meira að eldheiminum, til að samræma sig með einingartilfinningunni þegar hana skortir. Maður ætti að hlaða sem sagt segullinn sem hefur verið ónotaður. Þekkingin á því hvernig á að nota segul er nauðsynleg jafnvel í daglegu lífi. Á hinn bóginn hverfur kraftur eldsins sem hefur verið látinn ónotaður í djúpið og verður óaðgengilegur. Maður verður að kalla það aftur til baka með öllum bestu minningum um það og með bestu ímyndunum. Sannarlega, þarf að hreinsa ímyndunaraflið svo gæði eldsins skíni. Maður ætti að skilja að þéttu formin geta ekki gefið neina hugmynd um eldheiminn. En augnabliks uppljómun getur varað að eilífu sem óumflýjanleg tilfinning byggð á einingu.

470. Maður getur tekið eftir í öllum sáttmálunum að undir sameiginlegum jarðneskum táknum eru falin mikil hugtök um eldheiminn. Verður borg endilega að vera jarðbundin? Eða verður kú endilega að vera tengd jarðneskum hjörðum? Eða þarf mjólk að vera aðeins úr jarðneskum kúm og eru höggormar aðeins á jörðinni? Maður getur fundið mjög margar slíkar áminningar í öllum kenningum. Ástæðan fyrir þessu liggur bæði í ólýsanlegum hugtökum eldheimsins og í því að höfundar og lesendur þekktu skilgreindar merkingar, sem gleymst hafa í hafi tímans.

471. Eftir blómatímabil, féll fólk í hrylling holdsins, verðugustu hugtökin gleymdust eða færðust yfir í aðrar merkingar. Maður ætti ekki að gleyma þeim jarðneskum umskiptum og ætti að nýta sér þessi dæmi. Vélrænu hugtökin eru í grundvallaratriðum svo áhrifalítil að maður ætti að snúa sér bænfullur að fræi andans, sem glóir bjartari en allir raflampar. Menn ættu ekki að líta á áminninguna um eldinn sem ævintýri. Margir meðal ykkar munu aðeins hugsa um eldinn sem pínu vitundarinnar. En eldheimurinn þekkist gegnum gleðina!

472. Fátækur er iðnmeistarinn sem nýtir sér ekki alla kosti náttúrunnar. Fyrir hæfum útskurðarmanni er bogið tré dýrmætur fjársjóður. Góður vefari notar hvern blett til að skreyta teppið sitt. Gullsmiðurinn gleðst yfir hverri óvenjulegri málmblöndu. Aðeins miðlungs iðnaðarmaður mun harma allt óvenjulegt. Aðeins fátækt ímyndunarafl er sátt við þau takmörk sem aðrir setja. Sannur meistari þróar með sér mikla snerpu og útsjónarsemi. Blessuð töfraverk hans losar verkamann hans við kjarkleysi. Jafnvel nóttin færir ekki meistaranum myrkrið, heldur aðeins ýmsar myndir af eldinum eina. Enginn getur tælt meistara í tilgangslausar vangaveltur, því hann þekkir óþrjótandi kjarna tilverunnar. Í nafni þessarar einingar safnar meistarinn sérhverjum blóma og byggir upp eilíft samræmi. Hann harmar sóun hvers efnis. En fólk sem hefur ekki leiknina missir mestu verðmætin. Það endurtekur bestu bænirnar og áköllin, en þessir brotnu og óraunhæfu taktar berast í burtu eins og duft. Þekkingarbrot breytast í sand dauðrar eyðimerkur. Mannshjartað veit um eldinn, en vitið reynir að hylja þessa augljósu visku. Fólk segir: „Hann fylltist reiði; hann visnaði af öfund; hann logaði af löngun. “ Í mörgum orðatiltækjum, nákvæmum og skýrum, sýna menn þekkingu á mikilvægi eldsins. En þetta fólk er ekki iðnmeistarar og er alltaf tilbúið í hugsunarleysi að dreifa perlunum sem það sjálft þarfnast! Maður getur ekki skilið mannlega sóun sem eyðileggur fjársjóði ljóssins. Fólk neitar sér ekki um eitt tækifæri til afneitunar. Það eru tilbúið að slökkva alla elda í kringum sig, aðeins til að lýsa því yfir að enginn eldur sé í þeim. En að slökkva elda og viðurkenna myrkrið er skelfileg fáfræði.

473. Þú tekur eftir hversu miklu sterkari ljós geimsins eru en útgeislun sólarljóssins. Í myrkrinu er erfitt að áætla ljós, en með því að bera þau saman við sólarljósið getur maður haft hugmynd um glæsileika eldheimsins. Það verður að skiljast að jarðnesk augu geta ekki þolað mestu útgeislunina, þess vegna líkjum við þeim við eldheiminn, með neistum og ljósum. Maður ætti ekki að vera eins og svín, að beina augum aðeins niður í jörðina.

474. Þú tekur eftir því að stundum berum Við nefnum ekki nöfn, heldur skiptum þeim út fyrir tákn. Með vísan til stríðskappa gefum Við í skyn sameiginlegt hugtak allra stríðandi afla. Því, við megum ekki íþyngja fólki, jafnvel með því að nefna nöfn þeirra.

475. Samskipti í andanum er töluverður hluti jarðvistarinnar og tilheyrir efalaust eldlegu eðli. Það á sér ekki aðeins stað í svefni, heldur finnum við fyrir mörgum viðbrögðum frá slíkum samskiptum meðan á vöku stendur. Enginn, ekki einu sinni grófasti maður, myndi þora að neita því að stundum hefur hann fundið fyrir ákveðnum tengingum eða hughrifum utan frá. Fræðarinn kann að benda á að slíkar tengingar geta verið frá mörgum aðilum, annaðhvort eftir þræði Helgiveldisins, frá fíngerða heiminum eða frá jarðneskum íbúum. Það er mjög einkennandi að hugsun sem kemur utan frá gleymist nokkuð auðveldlega. Ekki að ástæðulausu ráðlagði hin forna viska að drekka kalt vatn eftir slíkar hugsanir, eins og bráðið efni þyrfti að kólna til að halda forminu. Þetta forna ráð er ekki án ástæðu. Hugsun sem kemur utan frá, kveikir að því er virðist í orkustöðvunum og ætti að markast og breyta henni í hefðbundna orku. Sama á við um drauma og sýnir. Við fáum ekki aðeins eldlegar hvatir að utan heldur beitir fíngerði líkaminn okkar öllum sínum logandi kjarna til að þétta skynjunina og efla sannfæringuna. Það má sjá hvernig eldleg skynjunin safnar öllum einkennilegustu smáatriðum. Stundum kemur það manni á óvart hversu athugunin er góð og auðveldar sveigjanleika eldaugans, samanborið við hið jarðneska. Maður getur skrifað niður marga drauma og tilfinningar sem munu leiða í ljós skýrleika þeirra upplýsinga. Oft þéttir eldleg sköpunargleðin smáatriðin. Það lýgur ekki, heldur sameinar alla einsleita hluta. Þess vegna mælum við eindregið með því að fylgjast vel með eldlegum tilfinningum; í þeim liggur sannleikurinn - mótaður af eldinum, þeim einstæða. Það getur tekið áratugi að skynja með vitsmunum hvaða logandi uppljómun hefur áhrif næstum samstundis.

476. Eldvitundin veitir þá ósigrandi bjartsýni sem leiðir til sannleikans. Í kjarna sínum er sannleikurinn sjálfur jákvæður. Það er engin afneitun þar sem eldurinn skapar. Maður verður að sætta sig við aðstæður heimsins í samræmi við stig eldmeðvitundarinnar. Aðstæður lífsins hindra oft eldvitundina. Það er erfitt að vera sáttur við hefðbundna umgjörðina. Að takast á við mörg smáatriði á lífsleiðinni hindrar eldmóttöku. En fyrir hann sem hefur jafnvel einu sinni haft samband við eldheiminn, verða öll hýðin lítilsgild. Því verður að leiðbeina manni á hærri stigum, ekki láta truflast af ófullkomleika umhverfis síns. Eins fyrir þá sem eru ekki góðviljaðir, þá verður að beita öllum góðum ráðum. Eldheitur skilningur er ekki sjálfselska.

477. Það er alveg eðlilegt að eldleg skynjunin verði á undan jarðskjálfta sem er í sjálfu sér afleiðing eldheitrar spennu og losunar. Tilgátan um að loftsteinar valdi jarðskjálftum er of þröng, það eru margar orsakir sem valda eyðileggingu á undirstöðunum.

478. Eldleg öndun er til, vegna þess að eldlíkami er lifandi. Sjaldan er hægt að fylgjast með leiftrandi logandi öndun í jarðneska líkamanum, en hreinsaður líkami getur stundum fundið fyrir slíkum andvörpum. Þeir kunna að finnast annað hvort í höfuðkórónu, í hjarta eða á öðrum orkustöðvum; maður getur fundið fyrir einhverju eins og stækkun þessara orkustöðva, sem slíkum. Þetta getur jafnvel valdið svima eða ógleði, vegna þess að líkamlegi heimurinn getur ekki auðveldlega lagað sig að slíkri birtingarmynd eldheimsins. Meðal orsaka stækkunar hjartans geta verið eldöndun. Oft stækkar hjartað en missir taktinn og getur þannig ekki dregist eðlilega saman. Í svifi skiptir eldöndun miklu máli; hún tekur líkamann úr líkamlegum aðstæðum. Hér bendum við aftur á að hugsun er eldsköpun. Þið vitið sjálf að á meðan á lyftingu stendur léttist líkaminn. Þú verður líka að muna að hugsun um svif átti sér ekki stað - það var öll veran sem leitaði til Helgiveldisins. Yoga áminnir stöðugt: „Hugsaðu aðeins um það hæsta, svo langt sem vitund þín nær. Ímyndaðu þér að þetta hæsta sé besti þátturinn. Ímyndaðu þér að þetta hæsta sé í ólýsanlegu ljósi. Þvingaðu vitund þína eins og í átt að einhverju alveg áþreifanlegu. Sýndu þína bestu hliðar. Safnaðu saman öllum gersemum hins góða, því að rödd þagnarinnar sagði: „Með hinu góða stigum við upp!“ “Þú sérð enn og aftur hve fornar ráðleggingar voru skýrar til nota í lífinu. Maður getur stöðugt ráðlagt vísindamönnum að lesa vandlega yfir forna fræðslu.

479. Hver myndi trúa því að lífvera mannsins bregðist, ekki aðeins við truflunum á jörðinni, heldur einnig við straumum alls sólkerfisins? Samt væri það óskynsamlegt að neita þessu og svipta manninn samvinnu við fjarlægu heimana. Verkefni okkar er að minna menn á að þeir geta verið miðstöðvar til að sameina heimana sem hæsta tjáningu hins opinberaða heims. Aðeins með því að innræta þessa hugsun er hægt að beina mönnum að sönnum framförum.

480. Að halda mannkyninu frá hærri hugsun er svipað og morð. Þetta eru ekki ýkjur, því að grófleiki og lækkun hugsunarstigs leiða að lokum til vonbrigða og útrýmingar. Þannig, þegar sagt er að hugsunin sé ljós, eins og súla musteris, má skilja það svo að eldleg uppljómun veitir eilíft líf.

481. Aðstæður heimsins hafa ekki batnað. Ekki að ástæðulausu ertu full væntinga. Ígerðin er að komast í höfuðið. Við erum á verði og sá sem er með Okkur bjargast. En að vera með Okkur þýðir að þekkja fræðsluna; að vita, þýðir að nota.

482. Í Tíbet er hestum gefið hlébarðakjöti til að gera þá grimmari. Kshatriyasanar frá Rajputana eru háðir kjötfæði til að viðhalda stríðsandanum. Þessi tvö dæmi ein sýna merkingu kjötáts. Fólk slátrar ekki miklum fjölda nautgripa til að verða fágaðri. Eins og hellisbúar eru þeir tilbúnir til að gleypa bjarndýr. Menn verða að átta sig á því að fjöldaslátrun dýra fer fram með fullri meðvitund. Fólk veit að grænmeti eða ávextir gefa mikilvægari orku en blóðbolli, en þeir kjósa að borið sé fram blóðugt kjöt og una mjög þessum grófleika. Það er ekkert annað heiti yfir þetta en æði í blóðneyslu. Fólk er fullkomlega meðvitað um að handfylli af hveiti eða byggi er nægjanlegt til að viðhalda lífinu, en dýrið, í eðlishvöt þeirra, reynir að draga hugann aftur til dýralífsins. Reyna dýr ekki að rífa hvert annað á hol? Hvetur myrkrið ekki fólk til lægstu athafna? Gleymum ekki að fjöldamorð, hvort sem er í stríði eða í sláturhúsi, menga bæði andrúmsloftið og brjóta í bága við fíngerða heiminn. Það verður að gera sér grein fyrir því að hvert meðvitað dráp hristir allt umhverfið í kringum það. Ennfremur styrkja þessar athafnir myrkraöflin og óreiðu og brjóta taktinn. Maður verður að forðast að trufla fíngerða heiminn á nokkurn hátt. Við mælum með mataræði í grænmeti, brauðmeti og mjólkurvörum, einnig egg, það ferskasta og í fljótandi formi. Þú veist hversu fráhrindandi kjötið verður fyrir lífveruna sem er vön grænmetisfæði. Þannig að í reynd verður maður að venja sig á fágun og muna að jafnvel fíll eykur styrk sinn með plöntum einum saman. Maður á ekki að halda að fólk borði kjöt vegna fátæktar. Með sem minnstri áreynslu er hægt að fá grænmeti; að auki eru margar mjög nærandi jurtir og rætur ekki nýttar. Maður gæti lært margt af ákveðnum dýrum, þeir vita miklu meira um náttúrulegan mat en maðurinn, kjötætan. Ekki hafa áhyggjur ef þeim blóðelskandi hæði grænmetisfæði; mundu aðeins eftir honum, því hann er úr myrkrinu. Margir eru áhugalausir um kjöt og neyðast aðeins til þess af vondum heimilisaðstæðum. Við meinum þá ekki. Við hörmum meðvitaðar vampírur og hræætur. Vertu því einfaldari og fágaðri í mataræðinu.

483. Látum hugsunaeiginleika fíngerða heimsins minna okkur á hvers konar mögnum er opinberuð okkur. Sannlega, sá sem fer yfir í réttlæti margfaldar réttlætið og sá sem fer yfir í illu verður uppspretta ills. Þannig getum við margfaldað orku okkar án takmarkana. Það er því skylda okkar að betrumbæta lífveruna okkar til að hún verði verðug viðtæki. Og þessar aðgerðir er hægt að framkvæma í höllum sem og í kofum. Aðeins meðvitund um stórfengleika eldheimsins leiðir til einingar.

484. Varðandi spurninguna um næringu, þá skal tekið fram að nauðsynlegt er að hafa hrátt grænmeti eða ávexti á hverjum degi; hrámjólk er sömuleiðis ákjósanleg ef kýrin er þekkt og einnig brauð af nokkuð grófu hveiti. Þannig geta menn fengið nægjanleg vítamín án þess að auka óþarfa mat. Þess vegna ætti maður ekki að íþyngja sér með hugsuninni um mat, því slík hugsun byrgir oft marga dýrmæta viðleitni. Sá sem hefur fundið jafnvægið milli líkamlegra og andlegra krafna stendur nú þegar á mörkum skilnings á hærri heiminum.

485. Að prófa gæði hugsunar í tengslum við ýmsar líkamlegar aðstæður mun veita manni skilning á mörgu eldlegu. Ef við berum saman hugsun námumanns í djúpri gryfju og flugmanns í hæstu flughæð hans, munum við finna ótrúlegan mun á hugsunargangi þeirra, bæði í aðferð og styrk. Það væri þess virði að fylgjast með hugsun um boginn sáðmanninn og hestamann. Hugsanir þeirra um eitt og það sama endurspeglast mjög mismunandi í þeim. Líkamlegar aðstæður virka eins og undirleikur við lag andans. Meðan á byggingu stendur verður maður að æfa allt ímyndunarafl sitt til að finna samhljóma margvíslegra aðstæðna. Samsöfnuð vitund þjóða sýnir lærdómsríkt sjónarspil.

486. Þegar Ég ráðlegg varúð hef Ég mismunandi aðstæður í huga. Heilsufarið er bundið af mörgum kosmískum orsökum. Þannig að maður ætti ekki að leita orsaka vegna kvefs eða meltingartruflanna. Efnafræði himinhnattanna er hliðstæð stórum skömmtum af lyfjum og blöndum sem geta haft áberandi áhrif á lífveruna. Á sama hátt geta taugaverkir ekki aðeins verið raknir til andsetninga heldur einnig til viðbragða við straumum geimsins. Af hverju að vera hissa á fjölda taugasjúkdóma? Oftar en einu sinni hef Ég gefið til kynna hryllinginn við slíka faraldra. Þeir eru smitandi og í mörgum myndum eiga þeir einn sameiginlegan þátt - einmitt veikindi fíngerða líkamanum. Nú geta menn skilið enn og aftur af hverju það er svo nauðsynlegt að rannsaka eldorkuna án tafar.

487. Sögulegar athafnir sem höfðu mikla þýðingu voru oft framkvæmdar í samræmi við leiðbeiningar sem gefnar voru í sýnum. Ósýnilega ríkisstjórnin hefur lýst ákvörðunum sínum oftar en fólk grunar. Hærri verur eða fráfarandi ættingjar koma með skilaboðin um yfirvofandi dagsetningar. Maður getur aðeins harmað ef slíkum sýnum og heimsóknum er leynt, það er að segja, nema beðið hafi verið um leynd. Brennandi innsiglið á vörunum er mjög varanlegt. Hins vegar getur maður upplýst sannleikann fyrir afkomendum í endurminningabókum sem munu styðja mörg hjörtu. Þér vitið nú þegar um heila röð sögulegra atburða sem voru byggðir á viðvörunum og ábendingum. Þannig geta menn tekið eftir röð atburða frá forneskju til okkar daga sem voru að því er virðist hlekkir einnar leiðandi hugsunar. Það er rétt að safna þessum logandi uppljóstrunum; í þeim birtist eitt heimskerfi. Maður verður að kafa í sögulegar staðreyndir, til að skilja þessa vitru uppbyggingu. Ég ráðlegg skráningu allra þekktra sögulegra atburða sem áttu sér stað eða tengdust hærri sýnum. Við slíka vinnu finnast mun fleiri staðreyndir vegna þess að leitandi hugsun er eins og segull.

488. Margir þekkja óljósan innri skjálfta sem virðist ekki hafa neina sýnilega orsök. Enginn mun líta svo á að hann geti orðið snortinn af straumi einhverrar kröftugrar hugsunar. Kannski er móttakari hans ekki stilltur að þessum takti en orkan sjálf hristir sólarplexus hans. Þannig renna margar eldtilfinningar yfir líkama fólks, eins og að biðja um eftirtekt.

489. Skólar ættu að vita að fram að þrítugu eru ekki allar orkustöðvar tilbúnar fyrir hærri birtingar. Nauðsynlegt er að ungdómurinn viti hve skynsamlegt það er að búa líkama og anda undir vinnu uppgangsins. Nauðsynlegt er að kennarar séu leiðtogar í lífinu. Það er nauðsynlegt að hið óhlutdræga verði raunverulegt og styrki allt lífið. Margir hreinir andar eru tilbúnir til að taka þátt í meðvitaðri vinnu, en þeir leita réttrar nálgunar. Kennarar ættu að hafa í huga að leið neitunar er mest eyðileggjandi.

490. Það er ekki hægt að draga í efa að eyðsla innri orku er miklu meiri við andlega en líkamlega vinnu. Þessa fullyrðingu ætti að leggja í grunn menningarinnar. Einnig er kominn tími til að átta sig á því að vítamín og mörg önnur efni öðlast kraft aðeins þegar þau komast í snertingu við eldorku mannsins. Látum þessa síðbúnu uppgötvun einnig bera vitni um kraft mannlegar eldorku. Viðleitni til uppgötvunar á eiginleikum sálarorku mannsins mun sýna formun lífsins. Menn ættu að fylgjast gaumgæfilega með að hve miklu leyti maðurinn sjálfur umbreytir jafnvel öflugustu efnum. Við skulum bera saman áhrif lyfja sem tekin eru með trú og lyfja sem tekin eru í vantrú. Við höfum oft orðið vitni að því hvernig, undir áhrifum ábendinga, lyf höfðu öfug áhrif; hvernig vatn öðlaðist öflugustu eiginleika lyfja. En það var ekki utanaðkomandi vilji sem framkallaði þessar umbreytingar. Viljinn stýrði aðeins eldorkunni og í ofni eldsins átti sér stað umbreyting. Það verður að skilja að við sjálf staðfestum kraft okkar með skilningi á eldheitri orku. Maður getur ekki tjáð það kröftugra en að segja að maðurinn sé skapaður í mynd hins hæsta; þannig er tilvist hærri orku gefin til kynna. En það hefur ekki verið sagt að maðurinn geti aðeins nýtt þessar orkur með gervitilraunum. Orka eru fólgin í mannlegu eðli; þetta þýðir að þeir verða að starfa við náttúrulegar aðstæður tilverunnar. Þannig snúum við aftur að uppbyggingu lífsins. Ef töfrar tákna gerviskilyrði, eru þeir örugglega ekki hæfir til að endurmóta lífið. Náttúruleg ræktun andans og skilningur á eldheiminum verður einfaldasta lausnin fyrir von manna. Það er líka réttilega sagt að lúxus sé andstæða fegurðar. Lúxus er tegund töfra, en þar sem fegurð er til þarf enga töfra.

491. Meðalmennska stafar af því að manninum tekst ekki að átta sig á eðlislægum öflum sínum. Meðalmennska er smitandi; sem varað hefur í kynslóðir; það drepur mannveruna á þröskuldi lífsins. Í meðalmennsku er staðfest almennt ástand þar sem persónuleiki og mannlegum afrekum er útrýmt. Meðalmennskan hefur sérstaka andstyggð á uppbyggingu. Reyndar, fyrir meðalmennskuna er eldheimurinn mjög ógnvekjandi.

492. Mitt í hringiðu atburða, verður þú að læra að greina í þeim fjölda þær raddir sem tala fyrir nýja heiminum. Mjög margir vilja ekki átta sig á því að þeir geta tekið þátt í uppbyggingu heimsins. Látið þá bera steina í musterið - sem er þeim ósýnilegt.

493. Þú hefur heyrt af mörgum jarðskjálftum og óteljandi loftsteinum sem falla á jörðina, en jarðskjálftar eru skráðir frekar ómarkvisst. Á ákveðnum svæðum eru þeir skráðir með mikilli nákvæmni, en úthafsskjálftar er aðeins skráð af og til, þó að þeir geti reynst sérstaklega hættulegir. Skráning loftsteinafalls er einnig ómarkviss. Það er rétt að margir loftsteinar falla í vötn og höf, en fallið ræðst af segulmagni. Þannig dregur járn og aðrir málmar að loftsteina, sérstaklega þegar útfellingar eru í náttúrulegu ástandi og tengjast ekki kosmískri segulmögnun. Kosmísk segulmögnun kemur vel fram hjá svokölluðum málm- og vatnsvísum. Tilvist slíks fólks hefur verið þekkt frá fornu fari. Sem betur fer neita vísindi samtímans ekki þessum staðreyndum. Þannig hafa vísindin staðfest einn eiginleika eldorkunnar. En það merkilegast er að þetta fólk skynjar nákvæmlega hvar neðanjarðar vatn og málmar eru. Slíkt fólk bregst ekki við vatnstanki eða húsi sem er smíðað úr stáli. Þessi segulmögnun er stýrt með eldbrautum og bregðast fyrst og fremst við náttúrulegu ástandi efnis. Þetta er líka kjarninn í öllum eldlegum samskiptum. Náttúruleiki og beinsleitni eru kjarni eldorkunnar. Maðurinn hugsar kannski aldrei um eld og skynjar aldrei eld og lokar þannig fyrir aðgang manns að eldheiminum. Ég endurtek að í fíngerða heiminum er erfitt og sársaukafullt að þekkja eld, ef að minnsta kosti einhver nálgun hefur ekki fundist til hærri heimsins í jarðnesku ástandi. Viturlega er sagt: „Sá sem vill fara til forfeðra sinna mun fara til þeirra.“ En með þessu er aðeins lægra ástandið skilgreint. Af hverju að vera sviptur ákveðnum fyrirætluðum fögrum sviðum?

494. Þreyta og hungur eru dæmi um kraft eldorku. Berðu saman mann sem deyr úr hungri sem er meðvitaður um óumflýjanlegan endi hans og mann sem notar hungur sem lækningu. Athugaðu hve lengi sá seinni mun varðveita styrk sinn og hversu hratt þeim fyrri hrakar. Aðeins eldorka sem færð er til leiks viðheldur þeim síðari, sem vill læknast. Athugaðu líka tilraun með þreytu - sá sem getur komið Agni í verk finnur ekki fyrir þreytu, en sá sem tekur eftir þreytu sinni fellur. Fólk kallar slíkar aðgerðir „sjálfsefjun“, en á hverju virkar þessi sjálfsefjun? Það kallar fram eldheita orku; það setur af stað kyrrt hjól eldsins og hann kemur slíkum sigrum til taugamiðstöðvanna. Hægt er að minnka jarðneskan mat í litla skammta; líkaminn þarf ekki meira þegar Agni logar. Maður skyldi ekki halda að slíkir eldflutningar séu sérkenndir aðeins ákveðnum meisturum. Allir sem eru meðvitaðir um kraft Agni geta alveg náttúrulega sótt í þessa óþrjótandi orku. Aðalatriðið er að byrja á litlum hlutum, fylgjast með innri hvötum manns. Engar sérstakar rannsóknarstofur þarf til skoða sjálfan sig við ýmsar aðstæður lífsins.

495. Kennarinn veit hvernig á að skilja kjarna persóna lærisveinsins. Óhæfur er sá kennari sem vill jafna alla lærisveinana; með því lítillækkar hann sjálfan sig og fremur óbætanlegan verknað og brýtur gegn karma þeirra sem til hans hafa komið.

496. Réttlæti er fyrst og fremst athugun. Maður ætti að taka tillit til allra eiginleika lærisveinsins og áætla að hve miklu leyti hann er fær um að tileinka sér nýja kosti. Sérhver skortur á aðlögun þroska leiðir til hræðilegrar röskunar á lífinu. Viðmiðið er á þróun eldorkunnar. Maður sem logar í hjarta verður aldrei sníkjudýr. Slíkur skilningur á sníkjudýrum mun leysa alla tilhneigingu hugsana. Það verða engin sníkjudýr, það verða engir lausagangar.

497. Saga afneitunar leiðir í ljós að menn hafa gert mestu uppreisnina gegn birtingarmyndum eldheimsins. Þetta gæti hafa verið skelfing við að horfast í augu við hið óþekkta. Kannski var það venjuleg uppreisn fáfræðinnar. Kannski var okkur sagt að það væri speglun óreiðu sem vanvirðingu við allt sem fyrir var. En eitt er augljóst, á öllum sviðum lífsins hafa menn reynt að afneita öllu sem tengist eldorkunni. Fjöldi píslarvotta vegna eldheimsins er meiri en fjöldi þeirra sem þjáðust fyrir sannleikann. Samhliða sögu píslarvættisins verður að skrifa afneitunarsöguna. Menn verða að rannsaka, á sviði trúarbragða og einnig meðal vísindalegra uppgötvana, hvernig hverri tommu eldlegs skilningi hefur verið náð með því að berjast gegn fáfræði með mesta hugrekki. Ekkert hefur krafist jafnmikillar fórnfýsi og staðfesting eldheimsins. Jafnvel venjuleg birtingarmynd ljóss kallar fram sprengingu tortryggni. Augljósasta birtingarmyndin er útskýrð á fáránlegasta hátt. Nákvæmlega, eldur sem hæsti þátturinn, er erfiðast að skilja fyrir vitund mannsins. Auk fáfræði eru margar orsakir fyrir þessu. Fólk sem hefur umkringt sig myrkri mun fara yfir í fíngerða heiminn í myrkri. Eldheitur svipur er svo ómerkjanlegur fyrir þá og löngunin til hækkunar svo ómerkjanlegt að ljósið er áfram óaðgengilegt. Svo þeir ganga um í myrkri og berjast gegn ljósinu.

498. Eldaugað varpar ljósgeisla ef það beinir athygli sinni að mikilvægum hlut. Jafnvel þó að þessi geisli sé ekki alltaf sýnilegur, vekur hann engu að síður athygli þeirra sem nærri eru með segulmagni hans. Slíkar segulmyndir lúta að eldheiminum. Þetta er ekki sefjun sem hefur áhrif á viljann, það er segulleiðsögn, alveg í samræmi við lögmál sameiginlega segulsins. Þannig gegnsýra hin miklu lögmál og það er heppilegt þegar þeim er beint að hinu góða.

499. Orsakast ekki ótti við eldinn af því að aðeins eyðileggjandi þáttur hans er sýnilegur líkamlega auganu, en eldheitur sköpunarkraftur hans er ekki veruleiki í líkamlegu ástandi? Maður verður með sérstakri sannfæringu að upplýsa fólk um, að vegna eðlis þess hafi þau einstaka leið til elds. Getur sá læknir sem hefur andúð á sjúklingi sínum verið góður læknir? Eða mun kappinn, sem titrar af ótta, sigra? Þess vegna munum við leggja fyrir okkur hæsta verkefnið og þannig munum við ekki taka eftir skrefum umbreytinga. Hver þáttur útilokar fyrst og fremst ótta. Að sigrast á ótta um stundarsakir þýðir ekki að uppræta hann. Við megum ekki vera eins og lítil börn, sem eru hugrökk í dag en kunna að skjálfa af hræðslu yfir tómu drasli á morgun. Við megum heldur ekki vera eins og ofdekrað fólk sem leitar áræðinna ævintýra í dag en á morgun munu grafa sig í dúnmjúkum púðum. Við skulum ekki vera undir ógn morgundagsins, því af öllum þáttum mun einmitt Agni ekki þola ótta. Við verðum að skilja að Agni er ekki tortímandi, heldur skapari! Í þessum tveimur þáttum Agni liggur hinn sanni prófsteinn eðlis okkar.

500. Það er sérstaklega erfitt að útskýra fyrir fólki að á alvarlegum tímum þurfi ekki að hafa verið neinir sérstakir atburðir og að gæfilegustu tímum í stjörnuspám geti jafnvel fylgt óheppni. Fólk lítur slíkan samanburð sem dæmi um fáránleika stjörnuspádóma. Það gleymir að uppskerunni er safnað eftir sáningu. Ef til vill geta bestu kosmískir straumar dregið tiltölulega úr umfangi áhrifanna, en hver áhrif hafa sína ófrávíkjanlegu orsök. Þess vegna verður maður að sýna mikla varúð, staðfestu og stórhug mitt á dimmum tímum.

501. Hugsaðu um eldinn með sem mestum góðhug. Maður verður að samræma anda sinn við spennu frumþáttarins. Það má sjá að á mismunandi stöðum birtist eldspennan á annan hátt. Aðeins mesta fáfræðin tekur ekki eftir þessari birtingu.

502. Vökudraumar eru afleiðing eldorkunnar á kaleikinn. Þetta eru ekki veikindi; fremur sem boðberar um nálgun eldorkunnar. Aðstæður fíngerða heimsins byrja að sýna sig með svipuðum hætti. Þeir geta verið jákvæðir, en með þéttingu eldlegs andrúmslofts geta þeir valdið geðveiki. Besta lækningin felst í því að útskýra orsök þessarar birtinga, með öðrum orðum, í vitneskju um Agni Yoga. Augljós þörf knýr Okkur til að bjóða ráðgjöf til víðtækra nota. Þar til fyrir stuttu hefði verið litið á möguleikann á farsótt vökudrauma sem fáránlega. En nú standa jafnvel læknar á sjúkrahúsum frammi fyrir nauðsyn þess að rannsaka fjölda birtinga slíkra óvenjulegra einkenna. Sömuleiðis munu önnur óskiljanleg einkenni nýrra aðstæðna lífverunnar byrja að birta sig í lífinu. Er mögulegt að fólk vilji ekki búa sig undir nýjar aðstæður? Slík vanþekking rifjar upp söguna um barnið sem átti það til að sjá í myrkrinu en móðir þess bað læknirinn að lækna barnið af þessu sérkenni. Vísbendingar um störf eldlegra orkustöðva hafa orðið tíðari meðal fólks. Það er óskynsamlegt að hafna þessum gjöfum sem veita lausnina í nánustu framtíð.

503. Forspá um atburði sýnir mjög mikilvægan hluta af eldlegri forskynjun okkar. Stundum getur maður séð fyrir nálægar og jafnvel daglegar athafnir; en oft erum við fær um að skynja fjarlægustu atburðina eins og yfir fjarlægan straum. Margar orsakir skapa slíka óreglu. Það er enginn sök þó forsýn vari okkur við morgundeginum; og það verður ekkert skarð í fjarlægri framtíð sem rís upp fyrir þriðja augað. Eldkrafturinn þekkir enga fjarlægð; það er eins og að horft af hátindi og fyrir neðan sést hvar leiðir á jörðinni mætast. Þar sem alheimsstjórnin sér fyrir sér fjarlæga framtíð getur veikt augu okkar séð glitta í af þessum eldlegum ákvörðunum. Með staðfestu og umhugsun ætti maður að fá þessar uppljómanir! Maður ætti ekki að ræða þær strax og á jarðneskan hátt; maður verður að gæta þeirra sem vörslu helgan fjársjóð!

504. Nákvæmlega— “Eyðið því guðlausa!” Maður getur glaðst þegar þessi tilskipun er bæði skilin og henni beitt. Maður verður að hafa vel þróaða vitund til að skilja raunverulegt guðleysi og til að skilja vopn ljóssins sem myrkrið er slegið með. Maður getur glaðst þegar myrkrið magnar ljósið. Jafnvel myrkrið sjálft skapar ósýnilegt ljós. Það hefur verið sagt að fyrir jóga skíni máninn á daginn og sólin á nóttunni. Safnið saman svo miklu ljósi að ekkert rúm verið fyrir myrkrið.

505. Óttaleysi kemur ekki með því að sannfæra sjálfan sig í hverju tilviki fyrir sig. Þvert á móti, slíkar tillögur knýja óttatilfinninguna inn á við og leyfa henni að snúa aftur af fullum krafti við fyrsta tækifæri. Ennfremur mun skelfingin aukast í hlutfalli við þrýsting tilbúinnar tillögu. Fangelsaður ótti er mjög hættulegur dómari og það er nauðsynlegt að losa sig við ótta - svo segja allar fræðslur. Hægt er að uppræta ótta með samanburði. Bentu á skelfinguna manns sem horfist í augu við grimmt dýr og er ógnað af eldi og hann mun segja: „Ég myndi vita hvernig ég á að flýja villidýr, en hvernig get ég sloppið undan logum þessa elds?“ Safnaðu þannig öllum mögulegum ástæðum ótta og hver á eftir öðrum falla þeir eins og þurr lauf. Sömuleiðis ættu menn að kalla fram fullkomna afstæðishyggju til að venjast takmarkaleysi eldheimsins. Aðdráttarafl jarðarskorpunnar skapar blekkingu öryggis; þetta skýrir tengsl manna við jarðneskan heim. Það er alveg rétt að einmitt hér ætti maður að meðtaka margar tilfinningar og leggja grunn að móttöku, þess að þræða eldheitar öldurnar auðveldar. Af þessum sökum er jarðnesk sérhæfing ekki eins dýrmæt og eiginleikar móttækni og innihalds. Það kemur ekki á óvart að skipting sviða fíngerða heimsins falla ekki saman við þær sem eru í hefðbundinni skiptingu á jörðinni. Maður getur fundið sig í fíngerða heiminum með óvæntum nágrönnum. Slíkt ógnar aðeins þeim sem fara yfir með fullt af jarðneskum byrðum. En sá sem hefur betrumbætt andleg viðmið sín mun finna væntingar sínar.

506. Maður getur fagnað þegar fögrum útlínum fíngerða heimsins er náð. Maður getur sannfært fólk um að hugarsköpun geti mótað, ekki aðeins persónuleg form, heldur einnig þau sem eru fær um að laða að og gleðja bestu hjörtu. Hæfileikinn til að skapa með hugsun er einnig þróaður á jörðinni; en hversu háleit verður slík sköpun þegar fólk áttar sig á því að það er ekki að skapa fyrir jörðina, heldur fyrir það hæsta og mikilfenglegasta!

507. Verum eins og örvar sem streyma til himna frá eldheitum bogastreng. Reynum að finna í hverjum jarðneskum hlut andlegan kjarna sem mun skapa fallega sýn á óendanleikann. Þannig skulum við skammast okkar fyrir að senda vondar hugsanir inn í heim fegurðar. Hver dagur ætti að sýna fyrirmynd að fögrum framförum. Fólk skammast sín fyrir að tala viðurstyggileg orð í hátalara. Af hverju ætti maður þá að fylla umhverfið með vondum hugsunum? Látum staðreyndir um stórbruna heimsins minna þig aftur á gæði hugsunarinnar.

508. Já, já, já, fræ góðs eru í andanum, en þeim er ekki veitt nægileg athygli. Fólk man eftir uppsöfnunum; en, þó það varðveiti ekki andlegan skilning sinn, leitast það við að safna jarðneskum hlutum. Í djúpi anda síns vita menn um flugið inn í hið óendanlega, en hafa gleymt mikilvægi fjarlægu heimanna og ráfa stefnulaust um á jarðskorpunni. Maður á ekki að tala gegn jarðneskum hlutum, sem eru afurðir sköpunarinnar; maður ætti ekki að tala gegn ferðalögum, sem geta verið mesta skólunin - alla jarðneska tilveru verður að skilja frá sjónarhóli hærri heimsins. Getur maður aðeins framkvæmt gagnlegar athafnir í jarðnesku lífi? Auðvitað getur maður það. Það er auðvelt að ímynda sér heilt líf sem samfelldan nýtingarstraum fyrir aðra. Santana er ekki tilgangslaus steinaveltingur. Lífið er eins og áin sem nærir aðliggjandi tún, eins og lækur sem færir hreinsun inn á heimilið, eins og rigning sem fær sáðfræ til að springa út. Þannig að maður þarf ekki að vera sérstakur vitringur til að ímynda sér líf sem nýtist á öllum sviðum. Þegar eldheitar öldurnar munu neyða fólk til að leita öryggis í turnum andans sér það eftir með andstyggð hverri gagnslausri jarðvist. Í angist reynir það að safna molum af jákvæðri hugsun. Hver er tilgangurinn með því að bjóða ráð til að eyða ekki dýrmætri orku! Maður verður að hugsa um nálgun mjög óvenjulegra tíma. Hvorki grimmd né rán, landráð eða lygi munu hjálpa manni að standast eldheitar öldur. Þjáningin fremur en skömm mun óska hjálpræðis.

509. Hæfileikinn til að greina milli þess stóru og smáu er mótaður í eldi hjartans. Ekki halda að skrif færi aðeins frábæra hluti. Maður verður að greina uppruna þessara skrifa! Mörg þeirra eru röng, þó með aðlaðandi lýsingum sem eru samsuða um eyðingu heimsins. Maður ætti að setja fram athugun sína, til að greina hvernig skriðdýr myrkursins læðast inn til að saurga hugsunina. Óhreinindi koma ekki frá ljósinu.

510. Ég nefni aftur skilning á stund árangurs. Ég skal ekki þreytast á að ítreka að maður verður að hugsa hátt til að rísa upp fyrir rykið.

511. Sá sem hugsar um hógværð og auðmýkt er hvorki hófstilltur né hógvær. Eðlilegar dyggðir krefjast ekki mótaðra sjónarmiða. Mikil hégómi er upprunninn af slíkri mótaðri gervihógværð og gervilegri auðmýkt. Í öllum eiginleikum sem tengjast eldi, er leiðsagnar þörf. Ef maður hefur ekki öðlast lotningu fyrir Helgiveldinu, getur engin skipun látið hann finna fyrir fegurð þessarar viðleitni; ytri aðstæður munu sundra fræi viðleitninnar. Það er mikil rökvilla hjá fólki sem er byrjað að hugsa um hinn hæsta að breyta ytri aðstæðum í lífi sínu. Skósmiður sem þú þekktir hefði getað yfirgefið iðn sína, en hann vildi helst staðfesta sig í takti fortíðarinnar þar sem hæstu hugsanir hans höfðu myndast. Þetta er ekki ósveigjanleiki heldur tillitssemi við þann dýrmæta takt sem þegar hefur verið komið á fót. Maður getur tekið eftir því að ytri skilyrði skapað hvata fyrir hugsunina. Þessi umfjöllun er mjög gagnleg við eldleg verk. Tónlistarmaður skilur ekki við hljóðfæri sitt, jafnvel ekki á ferðalagi. Ástæðan fyrir því liggur ekki aðeins í sjálfu hljóðfærinu, heldur, meðvitað eða ómeðvitað, varðveitir virtúósinn þannig takt sem þegar hefur verið komið á. Samfella í vinnu er þörf fyrir samhæfingu orkustöðvanna alveg eins og Pranayama. En reyndur verkmaður veltir ekki fyrir sér notkuninni á verkum sínum. Vinna fyrir hann er matur; hann getur ekki lifað án þess. Láttu lækninn nefna dæmi um þetta. Í tengslum við Agni er óreglulegt, ótaktvisst starf sérstaklega skaðlegt og nauðsynlegt er að taktur verði vani án þvingunar. Þá má búast við því að Agni verði örugglega sjálfvirk herklæði. Eiginleikar eigin frumkvæðis er eldlegt verk. Það kemur ekki utan frá, heldur aðeins með vitundarvíkkun. Án staðfestingar vitundar er ekki hægt að koma á eigin frumkvæði.

Hugrekki kemur ekki eftir pöntun. Það vex innan frá og gefur tilfinninguna að vera kjarni spíralsins. Ef hugrekki skýtur rótum einu sinni, getur ekkert útrýmt því. Það er fallegt að átta sig á tilvist ferils þar sem hægt er að öðlast eiginleika sem vaxa eins og voldugt tré.

512. Eldur á fjallinu gefur til kynna spennu andrúmsloftsins. Ekki að ástæðulausu kallar fólk þessa elda „sendiboða“. Spennan opinberar sig í silfurlituðu ljósi. Margir munu neita jafnvel svo augljósri birtingarmynd. Margir geta nefnt ofskynjanir og gleymt því að raunveruleg smáatriði eins og uppljómuð ský geti ekki verið ímynduð. Það er undarlegt að sjá að jafnvel einföldustu birtingarmyndum af eldlegum toga má hafna. Ekki var heldur hægt að sjá eld sem blekkingu. Sannarlega eru þessir eldar boðberar.

513. Lærisveinn spurði Rishi sem ræddi við hann um Agni: „Ef ég endurtek stöðugt orðið Agni, mun ég þá hafa einhvern hag af því?“ Rishi svaraði: „Auðvitað. Þú hefur verið svo langt frá þessu hugtaki að jafnvel með hljóðinu mun eðli þitt tengjast við hinn mikla grunn tilverunnar. “ Á sama hátt ræðum Við enn og aftur um ýmsa eiginleika og hliðstæður hins mikla Agni. Megi fólk samþykkja þetta hljóð í kaleiknum! Leyfum þeim að vera svo gegnsýrð ómi sínum að það samþykki hann sem óaðskiljanlegan þeim sjálfum. Ef þau, jafnvel í færslu milli tilveru, nefna „Agni“, mun það vera þeim til hjálpar, vegna þess að þá eru þau ekki fjandsamleg gagnvart eldinum. Fíngerði heimurinn mun hjálpa til við skilning á hærri meginþáttum, en ekki er hægt að nálgast þá með andúð og afneitun. Markmið fyrstu bókarinnar um eldheiminn er að staðfesta og venja fólk við skilning á Agni. Leyfðu þeim að sjá hversu mismunandi eldur hefur verið skilinn, allt frá fornu fari til nútímaskilnings. Megi neistar þessara hjartaelda rifja upp margar dularfullar birtingarmyndir og endursögn þjóðsagna gamla fólksins. Maður verður að greipa í vitund sína aðlaðandi uppbyggjandi ímynd. Maður ætti að viðurkenna það sem eigin eign sem leiðir upp til hæðanna. Þess vegna er jafnvel endurtekning hljóðsins, Agni, gagnleg.

514. Mannkynið er sannarlega, sem slíkt, lím reikistjörnunnar; það hjálpar til við að halda saman þeim þáttum sem óreiðan ógnar. Óbyggður heimur sundrast auðveldlega. En maðurinn má ekki hreykja sér af þessu verkefni, hann verður að finna sig vera vörð á vaktinni. Sannarlega, aðeins sá sem er styrktur með herklæðum Agni getur fullnægt örlögum sínum. Agni má ekki vera í aðgerðaleysi. Þáttur eldsins er sá virkasti, skjótasti og staðbundnasti og birtist mitt í spennu hugsunarinnar. Ver ekki maðurinn jörðina með hugsun? Dýrmætustu efnin eru sköpuð með hugsun. Berðu saman umfang hugsunar og áhugaleysis. Ég vitna að fólk getur safnað fjársjóði hugsunar, sem, í takt við kosmosinn mun skapa nýja tíma.

515. Þjóðir vonast til að bæta upp skort á Agni með grófu ofbeldi; en enginn kraftur, hrár og lágur, getur kveikt eld ljóssins. Maður getur fylgst með áður óþekktri þrautseigju sem fellur saman við hnignun Agni í hjörtum manna. Er ekki augljóst að enginn kraftur mun aðstoða manninn við að finna sálarorku? Ennfremur hamlar allt ofbeldi, persónulegt sem þjóðar, uppgötvun manna á sálarorku. Þetta þýðir að í stað brýnnar samvinnu við uppgötvun Agni beita menn afli til eyðingar plánetunnar. Þetta er ömurlegt og óverðugt!

Látum þá ekki biðja um birtingu Mína þar sem hatur og skilningsleysi ríkir! Við erum á miklum tímamótum!

516. Sumir verða að leggja á minnið gagnlegar ráðleggingar en aðrir þekkja grundvallaratriði lífsins í hjarta sínu; báðir þurfa kennara. Þeir fyrri verður að læra, en síðarnefndu ætti að staðfesta sig. Sumir skilja bestu leiðirnar fyrir mannleg samskipti frá fyrstu árum en aðrar verða að fara í gegnum þreytandi skólagöngu til að forðast skaðlegar athafnir. Báðir þurfa kennsluna sem áminningu um skilyrði tilverunnar. Það er furðulegt að hve miklu leyti sumir muna dæmi frá fyrri ævi, en aðrir hafa misst allar minningar frá fyrri uppsöfnun sinni. Karmísk orsök skýrir ekki alveg svo áberandi mun á lífsskilningi. Sannarlega er afgerandi þáttur í slíkum skilningi ekki í aðstæðum fyrri lífs heldur í samþykki á Agni. Fólk kallar slíka visku hæfileika en það er enginn sérstakur hæfileiki að halda Agni í ljósinu. Aðeins kviknun orkustöðvanna skapar samfellda árvekni vitundar. Jafnvel að hluta til varðveitir birting Agni uppsöfnunina óbrotna. Agni er vinur okkar en ekki skaðvaldur. Það verður að útskýra að efling andans er öruggleg birtingarmynd Agni.

517. Maður ætti ekki að hafa áhyggjur vegna skrifa sem endurspegla hatur manna; myrkrið er mikið! Maður getur kallað fram geislandi öfl, en þeir sem eru myrkir munu hylja jafnvel bestu birtingar. Þeir myrku geta aðeins leynst. Ef þeir eru spurðir hvernig þeir geti bætt hlutina verða þeir reiðir því markmið þeirra er ekki að bæta hlutina heldur öfugt. Maður getur séð hvernig vond öfl komast inn í lífið undir ýmsum formerkjum. Maður ætti ekki að hugga sig við þá hugmynd að hinir myrku geti ekki nálgast; Þeir munu nota hvert rykkorni til að hylja sig. Þar sem þeir sjálfir þora ekki að nálgast, henda þeir inn sporðdreka. Þeir myrku hafa margar leiðir. Þess vegna verður maður að venjast á mikla árvekni.

518. Heilun í gegnum strauma er sérstaklega áhrifarík fyrir taugamiðstöðvarnar. Þess vegna ráðlegg Ég að lífveran sé varin gegn meiðslum. Taugamiðstöðvarnar, eins og eldskip, munu fúslega taka við sendingum Agni. En maður ætti ekki að hindra slík viðbrögð, sérstaklega með pirringi; sem eins og skjöldur dauðans lokar öllum sundum. Þú veist nú þegar hvernig ég hef varað við lífshættulegri ertingu í lífinu. Slík boðuð upphrópun berst yfir hafið og sá sem er hjartahreinn verður að átta sig á ábyrgð sinni. Nákvæmlega er það hjartahlýja mun vernda gegn pirringi.

519. Það er sannarlega ótrúlegt þegar vélrænn risi reynir að slá eldheitt hjarta, en ber þess í stað steina fyrir eigin gröf. Þetta dæmi er oft endurtekið en við hvert tækifæri ættu menn að gleðjast yfir sigri Agni. Fólk biður um kraftaverk en óteljandi kraftaverk eru í kringum þau. Þau verða einungis að hreinsa pirringinn úr augunum.

520. Varnarleysið sem stafar af skaða á árunni er hræðilegt. Maður getur ímyndað sér hvernig ein rifa í árunni leiðir til skaða á allri uppbyggingu þess. Svefnhöfga, sem hægt er að taka eftir ef ára er rifin, stafar af stöðugt aukinni virkni eldorkunnar þegar henni er beint að ytri geislun. Meðan á endurbótaferlinu stendur er lífveran og sérstaklega hjartastarfsemin undir álagi. Af þessum sökum tel ég varúð nauðsynlega í athöfnum eins og við mótbylgjur. Af hverju ætti maður að íþyngja hjörtum vina meðan á bardaga stendur? Maður gæti framkvæmt fjölmargar tilraunir sem sýna hvernig skaði eigin geislunar endurspeglast í raun í hjartanu. Fólk samþykkir með trega ráð um að gæta varúðar varðandi eigin geislun; en jafnvel áður en ljósmyndun leiddi það í ljós, voru vísindin þegar meðvituð um tilvist geislunar frá öllum hlutum. Menn ættu að bera fulla virðingu fyrir lífverunni og skilja að hvert áfall skaðar astral líkama fyrst og fremst. Að auki, ef lífverur hafa unnið saman lengi í einingu, geta þær skaðað hvor aðra enn meira. Slíkur skaði verður ekki aðeins á hvor öðru, heldur munu koma fram hjá öðrum nærri þeim. Maður ætti þess vegna að eyða öllum átökum með mikilli gætni. Maður getur séð fyrir sér myrka herdeild sem gerir áhlaup á hverja rífu í árunni. Það er hræðilegt að næra slík meindýr með sínum innri geislunarlögum. Varnarnetið eitt og sér hindrar árás myrkra sveitanna. Hver rifa á árunni ógnar líka manni af andsetningu. Verum því enn varkárari.

521. Litið var á andvarp áður fyrr sem viðbragð við Guði. Styrkur eldorkunnar skapar þennan krampa. Takið eftir að morðingjar og illir glæpamenn andvarpa ekki. Þessi spenna á sér stað í tengslum við hærri tilfinningar. Maður gæti skrifað bók um andvarpið og hægt að sýna fram á að það væri mjög líkt bæninni. Öll velvildarviðbrögð má einkenna á sama hátt. Það er engin ástæða til að líta á þau sem siðferðislegan þátt; það er betra að samþykkja þau sem undirstöður heilsunnar.

522. Hefur mannkynið hag af áhyggjuleysi? Sumir líta svo á að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur og treysta á æðri öfl. Þeir halda að vegna þess að þeir hafa holdgast hér, verði einhvern að vera ábyrgur fyrir þeim. En hin mikla þjónusta er mikil staðfesta. Maður getur ekki ímyndað sér dag eða stund þegar maður getur verið án umönnunar, það er að segja, geta sleppt að hugsa. Það má ekki líta á umhyggju sem einungis byrði, heldur það sem einkennir manninn. Meðal forréttinda Bodhisattvas er umhyggja fyrir öllu sem til er, og sem er gimsteinn í kórónu þeirra. Sömuleiðis ætti að taka umhyggju fagnandi sem fúsum eldi. Ekki smávægilegar hugleiðingar, heldur einbeittasta umhyggjuhugsun slær neistum ljóss frá hjartanu. Það er óskynsamlegt að forðast áhyggjur, því að maður verður að hraða elda andans. Þeir sem óttast umhyggju afhjúpa fremur litla uppsöfnun. Hinn reyndi vegfarandi segir: „Axlaðu mig umhyggju þegar ég kem inn í fagra garðinn.“ Maðurinn, sem hefur fengið hugsunina að gjöf, hefur ekki samþykkt síst þessar skyldur. Sagt hefur verið að bros auðmanns sé lítils virði, en fátæki maðurinn sem hefur haldið brosi sínu verður félagi Guðs. Svo sýnir fólk skilning á gildi brosins í umhyggjunni. Ráð mitt er að þú gerir þér grein fyrir því að ekki er hægt að draga úr umönnun. Aðeins þannig gerum við okkur grein fyrir að gleði er sérstök viska.

523. Ekkert getur ruglað ferðalanginn sem þegar hefur séð leiðina heim. Hvað getur þá hindrað vitundina sem leitast til eld heimsins? Ekkert getur bannað manni að setja sjálfum sér mesta markmiðið. Aðeins þannig er hægt að uppljóma umhyggju og fylla hugann mikilfengleika. Aðeins þannig er hægt að kjósa raunveruleg gildi sem gera þeim kleift að ganga að Helgiveldinu án hindrana.

524. Að efast um sannanir fyrir eldheiminum þýðir að stöðva ferðina; horfið því ekki til baka. Leyfðu ferðinni að þróast í framsækið aðdráttarafl, eins og straumur. Eins og fallandi hlutur getur náð ægilegum hraða, þá getur framsækin hreyfing myndað segulkraft sem dregur mann í ætlaða átt. Maður fer ekki langt með muldri, en eldheit hugsun ber mann yfir hið óvænta. Vitið hvernig á að fylgjast með vexti vitundar. Vissulega er það erfiðara en að fylgjast með vexti hárs eða grass. En heystakkurinn bendir til vaxtar grassins. Svo getur vitundin einnig skilað dýrmætum birgðum.

525. Velferð þjóða mótast kringum einn persónuleika. Það eru mörg dæmi um þetta í gegnum tíðina, á mörgum ólíkum svæðunum. Margir munu rekja þessa augljósu birtingarmynd til persónuleikans sjálfs. En þannig hugsa hinir skammsýnu; þeir sem eru víðsýnir skilja að slík samhæfing er ekkert annað en birtingarmynd afls Helgiveldisins. Í öllum slíkum birtingarmyndum velur Helgiveldið áherslu sem hægt er að beina straumnum að. Að auki býr þessi persónuleiki yfir eldi, vitandi eða óvitandi, sem gerir samfélagið auðvelt. En einnig er ómissandi ákveðinn eiginleiki af hálfu þjóðarinnar sjálfrar - að treysta á og viðurkenna aflið. Því í mismunandi málum ítreka Ég svo oft um yfirvald. Þessa eiginleika er þörf sem hlekkur í eldaflinu. Þið sjáið sjálf hvernig þjóðir komast áfram með því að staðfesta leiðtoga. Þið sjáið sjálf að það er engin önnur leið. Þannig verður að skilja tengingu Helgiveldisins. Maður á ekki að vera skammsýnn.

526. Auðvitað hefur þú tekið eftir ástandinu milli svefns og vöku. Sérstaklega er það merkilegt að við minnstu hreyfingu gætir eins konar svima. En í þægilegri stöðu getur maður fundið fyrir þyngdarminnkun. Þetta ástand er engin blekking. Reyndar má athuga þyngdarbreytinguna á vigt. Sviminn sjálfur eru yfirgnæfandi áhrif fíngerða líkamans. Hin forna fræðsla segir að þegar maðurinn snúi aftur til jarðnesks líkama skynji hann á stundinni gæði fíngerða heimsins. Maður getur fundið fyrir sama ástandi í alsælu andans og í byrjun flogaveiki. En þyngdarminnkun miðils kemur öðruvísi fram; þá tekur ytri grunnorka þátt. Birtingarmynd eldheimsins er sérstaklega nærri þegar eldlíkami umbreytir skynjun okkar í jarðneskum aðstæðum; Þess vegna getum við staðfest að aðstæður þriggja heima geta einnig komið fram í jarðnesku lífi.

527. Ein, að því er virðist einföld birtingarmynd vekur athygli: þegar tíu menn prófa hæfni sína sérstaklega, munu þeir komast að því að summan af framlagi hvers og eins, er minni en samanlagt átak þeirra. Þetta dularfulla, eitthvað, er kóróna samvinnunnar. Aftur snertum við eldlénið. Aðeins sameinaður taktur átaks kallar á eldlega varasjóði. Er ekki svo útreiknanleg styrking sönnun á eldorku? Leyfðu vísindamönnum að safna jafnvel örfáum gögnum um birtingarmynd eldorku. Leyfðu þeim að fylgjast með þessu, eitthvað, er ekki eins og dulrænt, heldur raunverulegt og vaxandi hugtak.

528. Hvers vegna töldu prestar Egyptalands eldingareldinn hafa sérstaka segulmögnun? Var það hjátrú eða þekking? Af hverju var þekking prestanna talin svo mjög rökstudd? En staðreyndir, sem sannast með rannsóknum, staðfesta eld þessara kennara í Egyptalandi. Var það ekki með tilraunaaðferðum sem egypsku prestarnir komust að segulmögnun elds eldinganna? Maður getur ímyndað sér sérstaklega þétt ástand eldorku við svo öfluga losun. Auðvitað getur slík spenna verið hættuleg, en með réttum hætti getur hún framleitt hreinsandi orku.

529. Algeng mistök fólks er að hætta að læra eftir að skóla lýkur. Lærisveinar Pýþagórasar og sambærilegir heimspekiskólar Grikklands, Indlands og Kína sýna fram á dæmi um stöðug nám. Sannarlega bendir takmörkun menntunar við tilskilinna skólagöngu fáfræði. Skyldunám er aðeins inngangur að raunverulegri þekkingu. Ef við skiptum mannkyninu í þrjá flokka - þá sem eru algerlega ómenntaðir, þá sem eru bundnir við skyldunám og þá sem halda áfram að mennta sig - mun fjöldi þeirra síðustu reynast ótrúlega lítill. Þetta sýnir fyrst og fremst afskiptaleysi gagnvart framtíðinni. Í anda sínum eru menn áhugalausir jafnvel um eigin framtíð. Það ætti að vera skráð að á þessu merka ári sé nauðsynlegt að minna fólk á það sem var gagnlegt fyrir þúsund árum. Auk grunnmenntunar ætti að efla menntun fullorðinna. Nokkrar kynslóðir eru samtímis á jörðinni og þær eru allar jafn áhugalausar um að skoða framtíðina, sem þær komast ekki undan. Slík vanræksla er stórfurðuleg! Nám er orðið tóm skel. Samt sem áður í einföldu fríi finnst fólki gaman að klæða sig sem best. Er mögulegt að fólk telji enga þörf á að tryggja sér ljósbúning fyrir hátíðlega búsetu í eldheiminum? Maður ætti að gleðjast, ekki yfir ofstæki, ekki hjátrú, heldur með upplýstum huga og ekki aðeins í skólum fyrir börn heldur einnig á sameiningu fullorðinna í stöðugu námi.

530. Það er rétt að ítreka veikindi plánetunnar. Það er rétt að skilja eyðimörkina sem skömm mannkynsins. Það er rétt að beina hugsun sinni að náttúrunni. Það er rétt að snúa hugsun sinni að verkefninu samvinnu við náttúruna. Það er rétt að viðurkenna að það að ræna náttúruna er að sóa fjársjóðum fólksins. Það er rétt að gleðjast yfir náttúrunni sem athvarf frá eldlegum faröldrum. Sá sem hugsar ekki um náttúruna þekkir ekki aðsetur andans.

531. Mannleg orka verður að komast í snertingu við kosmíska eldinn. Mannleg orka er djúpt sökkin í þétta efnissviðinu og hver rifa þessara jarðlaga færir háleita uppljómun. Eldur brennir burt allt rusl.

532. Þegar hugsunin leitar áfram og lendir í straumi fjandsamlegrar sendingar, þá myndast ægilegt áfall sem hefur áhrif á hjartað. Ég hef þegar sagt þér frá hræðilegu fjandsamlegu örvunum. Fyrir utan þessar sendingar eykur stöðugur skjálfti jarðar einnig spennu orkustöðvanna. Slíkt ástand er óeðlilegt og aðeins viðvarandi leit að hinum eldheita heimi mun veita mannkyninu aðra hugsun.

533. Við skulum ekki treysta á þá hugsun að ekkert muni yfirtaka okkur. Slík sannfæring hefur tvíeggjaða merkingu. Það er gott að skynja styrkleika sinn, en hver hunsun óvinanna er ekki viturleg. Það er betra að gera ráð fyrir að óvinurinn nálgist og óttaleysið muni viðhalda okkur fulla styrk.

534. Fyrir löngu nefndi Ég að verja afbrot væri óhæfa. Maður verður að sýna skilning á fullkomnum óverðugleika afbrota. Afbrot er fötlunarástand. Það er eins og falinn ígerð. Búdda sjálfur, þegar hann tók eftir einhvers konar afbroti hjá lærisveini, sendi hann lærisveininn strax og sagði: „Farðu og baðaðu þig í köldu vatni.“

535. Rót hugsunar eða hvetjandi orsök hennar, verður að vera ljós fágaða vitundar. Það er ómögulegt að þekkja allar hugsanir, vegna margbreytileika mannlegra hugsanabrota verður maður ruglaður og einungis óstöðugar hugsunar gagnast engum. En það er gagnlegt að skynja orsakarhvata hverrar tjáningar. Svo eldleg staðfesting verður við kviknun orkustöðvana. Maðurinn er farinn að þekkja tilgang orða. Ytri tjáningin er ekki mikilvæg fyrir næman áhorfandann. Stundum á ræðumaður sjálfur erfitt með að ákvarða aðalástæðuna fyrir eigin orðum. En eldheitt hjarta veit hvernig hin talaða uppskrift fæddist. Enginn svipur eða bending mun leiða þriðja augað í villu. Slíkt innsæi fæst ekki auðveldlega. Margar kynslóðir bæta ögn við vitundina. Skildu að staðfesting elds næst með mörgum jarðvistum. Rót hugsunarinnar mun veita leið til að öðlast skilning á öðrum rótum.

536. Maður getur ekki gert sér grein fyrir nema með erfiðleikum hversu mjög þörf jarðneska sviðsins er fyrir fíngerða uppbyggingu. En margar mótunargerðir fíngerða heimsins eru, sem slíkar, raunverulegar fyrirmyndir fyrir framtíð jarðar. Oft eru slíkar fyrirmyndir nauðsynlegri en jarðnesk uppbygging. Í þeim er sem sagt rót uppbyggilegrar hugsunar. Þess vegna fögnum við þegar frumgerðinni er þegar lokið. Auðvitað geta menn aðeins glaðst yfir farsælli frumgerð.

537. Krampar sem koma fram tákna merkilega birtingarmynd. Fíngerð lífvera speglar stórheiminn og bregst fyrst og fremst í sláandi samræmi við hreyfingu reikistjörnunnar. Krampi jarðarinnar endurspeglast í eldlíkamanum. Ekki aðeins jarðskjálftar heldur allir leyndir innri krampar á jörðinni munu ekki fara framhjá eldheitu hjarta. Enn fremur, þar sem krampi á jörðinni fylgir þrýstingur á pólanna, getur krampi líkamans fylgt þrýstingur á Kundalini og þriðja augað. Orka getur einnig streymt frá útlimum, alveg eins og það getur orðið samdráttur á jarðskorpunni við innri krampa - sannarlega er maðurinn smáheimurinn.

538. Ranghugmynd manna hefur gengið svo langt að ætla að maður sem er smitaður af ógn pirrings eða illsku, er stundum kallaður eldheit vera. Jafnvel illmenni er stundum lýst sem logandi. En þar sem Agni er samtengdur, allsráðandi þáttur, er hann í raun reglan um jafnvægið. Mannlegi andinn hefur aðgang að þessum þætti þegar hann þroskast áfram; jafnvel í vélrænni hækkun er eldþátturinn notaður. Það ætti að útskýra að logi pirrings samsvarar á engan hátt hreinsuðum Agni. Fólk reynir sjálft að ígræða í vitund sína vanvirðandi merkingu margra frábærra birtingarmynda. Reyndar er það góð æfing að eyða eins og einum degi án þess að gera lítið úr nokkru.

539. Hugsun um einingu við Helgiveldið er einnig frábær hreinsun. Þegar öll skriðdýr illskunnar skríða úr holum sínum, þá er aðeins eftir að stefna upp á við. Söfnum saman öllum aðferðum jafnvægis. Hugsum ekki um þreytu, sem kemur frá því í gær; við skulum líta til morgundagsins sem ekki er fylltur vanvirðingu.

540. Kvíði er óhjákvæmilegur þegar hugarugl vekur titring neðri sviða. Við skulum ekki hafa áhyggjur af þessum birtingarmyndum; við værum dauð ef við fyndum ekki fyrir óreiðunni. Þvert á móti ættum við að sækja sérstakan styrk með því að halda okkur við Helgiveldið. Ef við göngum út frá því að það sé önnur leið, erum við leiksoppar frumaflanna.

541. Jörðin hýsir enn ræningjann góða og grimma hollustu. Ætla mætti að fólk, sem hæsti þáttur jarðarinnar, myndi þróast mun hraðar en aðrir þættir jarðarinnar. En undarlegt fyrirbæri eiga sér stað - með því að hafna siðferði andans, lokar fólk sig inn í andlegri tregðu. Svo virðist sem jafnvel loftslag breytist hraðar en vitund manna. Margar uppfinningar hafa komið fram á þessari plánetu oftar en einu sinni. Gengnar þjóðir vissu mikið, en gæði hugsunar hefur mjög lítið breyst. Og enn tala menn mikið um nýjan kynþátt og nýtt mannkyn. En enginn Golem á að vera frumgerð nýja kynþáttarins. Hugarfar verða að vera frábrugðið því sem var á fyrri öldum. Hugarfarið verður að endurnýjast að fullu og meðvitað, en án þess að skilja heimana þrjá er ómögulegt að reisa hugsunina á nýtt stig. Sá sem þráir ekki fullkomnun sjálfs síns mun ekki hugsa á plánetusviði. Sá sem lítur á umfjöllun um hinn eldheita heim sem hjátrú eða heiðni getur ekki virt mynd frelsarans. Það þarf ekki að undra að fólk venjist svona hægt við heiðarlega hugsun, því að í gegnum margar jarðvistir sínar hefur það verið svipt bestu myndum af hetjum mannkynsins. Fólk sér stöðugt fyrir sér, það voru einmitt hetjurnar sem voru pyntaðar og drepnar fyrir þeirra eigin augum. Með slíkri hugsun komast menn ekki að hugmyndinni um nýja manninn.

542. Á fleiri en einn hátt er hægt að ákvarða með tilraunum hvernig andinn hjálpar jafnvel þróun vöðva. Ég tala ekki um Hatha Yoga, þar sem líkamsrækt er fyrst og fremst áherslan. Í öðrum jógastefnum hefur líkamsrækt ekki slíka þýðingu, en andlegur þroski gefur vöðvunum sérstakan tón. Taktu tvo íþróttamenn - láttu annan þroskast með líkamlegum aðferðum einum saman og hinn að gerir sér grein fyrir krafti andans. Hve miklu meira mun hið síðarnefnda skara fram úr!

543. Af hverju ætti hið illa stundum að virðast vera sigurvegari? Aðeins vegna óstöðugleika hins góða. Einungis með lífeðlisfræðilegri aðferð er hægt að sanna að yfirráð illskunnar er skammvinn. Illt leiðir af sér ógæfu, en getur í fyrstu skapað einungis sterkt leiftur; eftir það byrjar það að hraka og eyðileggur smám saman sinn eigin skapara. Þetta þýðir að ef Agni birtist jafnvel að hluta til, mun það ekki minnka. Þannig, þegar ógæfan byrjar að brotna niður, öðlast Agni þvert á móti fullan styrk sinn. Þess vegna ráðlegg Ég að fyrsta árás illskunnar sé umborin, svo hið illa bíði eigin eyðingar. Ennfremur, í einvíginu milli ills og góðs - með öðrum orðum milli ógæfu og Agni - mun hið síðarnefnda vaxa hlutfallslega, þar sem ógæfan tortímir eiganda sínum. Þannig ætti maður að fylgjast með einvíginu milli þess lága og hins háa, en aðeins þroskuð vitund getur hvatt mann til að standast hið illa. Það er gagnlegt að muna þetta og safna ekki aðeins styrk heldur einnig þolinmæði til að sigra það sem er í sjálfu sér dæmt til tortímingar. Ég fullyrði að sannleikurinn „Ljós sigrar myrkrið“ hefur jafnvel lífeðlisfræðilegan grundvöll.

544. En hver mun þá hjálpa til við að safna gagnlegum dæmum? Maður getur talið þá upp, en of fáir læknar velta fyrir sér merkjum elds og þýðingu þeirra í þeim málum sem eru undir eftirliti þeirra, . Ég ráðleggi ekki lækninum okkar að gera allar tilraunir og athuganir á sjálfum sér. Hann gæti orðið uppgefinn vegna þreytu. Hann hefur mikinn fjölda dæma í kringum sig.

545. Hjartanu getur sárnað þegar athugasemdir er gerðar um Helgiveldið á óverðugan hátt. Hjartað er miðja. Helgieldið er líka miðja. Allt það mikilvægasta er sent til þess Hæsta og öfugt. Þegar fólki er ókunnugt um eitthvað, þá ætti það ekki að saurga það sem er þeim ofar. Það ætti að hafa næga mannúð til að skilja hvar hið óumræðanlega byrjar. Maður getur gert sér vonir um, að ekki verði haldið áfram að kasta steinum að bestu myndunum. Sumir kjánar, fullir yfirlætis, halda að þeim sé allt leyfilegt. En þegar þeir missa tennurnar ættu þeir ekki að vera undrandi, heldur ættu að leita sér nærri að orsökinni.

546. Að gefa er guðlegt framlag. Óendanleg gjafmildi er að finna í mismiklum mæli í allri náttúrunni. En eldur er sá þáttur þar sem gjafmildi er augljósust. Eðli elds er umbreyting og stöðug gjafmildi. Eldur er ekki til án fórnargjafa; sömuleiðis er eldfræ andans til fyrir gjafmildi. En fórnin er aðeins sönn þegar hún er orðin eðli mannsins. Huglæg og þvinguð fórn er hvorki eðlileg né guðleg. Aðeins þegar fórnin verður ófrávíkjanlegur eiginleiki lífsins verður hún óaðskiljanleg vitundinni. Þannig kenna eiginleikar eldsins okkur í þroskaleitinni. Hver sem vill öðlast þekkingu segir við sjálfan sig: „Ég verð eins og Agni.“ Maður verður að elska eldfórnir sem nánustu leið til samfélags við eldheiminn. Án þessarar fórnfýsi er ekki auðvelt að rísa úr klóm illskunnar. Eins og eldur, sem er vandfundinn, hreyfist vitundin þegar hún sameinast Agni. Maður verður að nálgast fórnir, ekki í örvæntingu heldur með eldlegum mikilleika. Maður getur ekki skilgreint eld með öðru hugtaki en mikilleika. Sömuleiðis er ekki hægt að líta á eldheiminn á annan hátt en birtingarmynd mikilfengleika.

547. Það er hægt að skynja, hvernig á stundum eldsendingar rekast á myrkrarvegg. Aðeins í sérstökum tilvikum vegna árásar myrku aflanna verður þessi hindrun möguleg. Ætti maður að tæma varasjóð eldsins við slíka árás eða ætti maður að velja aðra átt? Þú veist nú þegar að bylgja myrkurs stendur stutt yfir; þess vegna er betra að velja strax aðra stefnu fyrir sendinguna. Vígi myrkursins er eins og mynd af nauti; maður þarf aðeins að þekkja eðli þess.

548. Ef þú finnur fyrir sérstakri syfju eða þreytu, ekki reyna að sigrast á þeim. Það er best að vera mjög varkár með geymslu eldorku. Hver veit hve mikilli og oft dýrmætri orku er fórnað í þágu þeirra sem eru ekki meðvitaðir um það? Þótt þeir fullyrði að engin eldsending sé til, gleypa þeir sjálfir ákaft styrk annarra.

549. Staðbundin hugsun mótar ákveðið efni sem í spíralmyndaðri hreyfingu verður ráðandi miðja fyrir ýmsar uppákomur. Það væri verðugt að skilja að hugsun manna hefur í sér öflugt efni; enn aðeins háleitasta og ákafasta hugsunin skapar orku sem er nægilega öflug. En smá hugsun - óraunhæf, óregluleg og óstöðug - gefur ekki skapandi hvata og getur jafnvel valdið skaða. Ef skortir rétta samhæfingu aðdráttar og fráhrindingar mynda óverulegar hugsanir sem sagt ljótar samsteypur og menga rýmið. Við köllum þau slím. Mikilli orku er sóað í að umbreyta þessum andvana fæddu skrímslum. Maður getur ímyndað sér hversu stórlega hægt væri að auka staðbundna sköpun, ef ekki væri fyrir þessa afkomendur manna. Í þessu skulum við ekki einungis kenna frumstæðu fólki um. Hugsunareiginleiki þeirra er ekki veikur, en meðalárangur siðmenningarinnar er algjör hrörnun í hugarfari. Slík hrörnun gefur af sér miklið slím sem getur breytt kostum Agni í andstyggð. Ekki eru sjaldgæf dæmin um skaðsemi smárra hugsana! Margar bestu rásirnar eru stíflaðar vegna þess að mannkynið virðir ekki hugsunina. Heilalaus hjátrú mun án efa ráðast gegn hverri áminningu um veruleika hugsunar; fólk mun tefla fram andstæðu náttúrunnar og uppljómunar, en neðri jarðvistin eru algjörlega ósambærileg við þau hæstu. Hugaragi mun óhjákvæmilega leiða upp á hæstu sviðin. Í stað þess að verða uppspretta smits getur maðurinn orðið hreinsari rýmisins.

550. Lítilvægar hugsanir stífla ekki aðeins rýmið, þær hindra sérstaklega miðlun hugsunar til lengri fjarlægða. Sérhver þátttakandi í hugarsendingu veit hvernig á stundum, hlutar sendingarinnar eins og tærast, eins og dökkt ský skyggi á nákvæmni tjáningarinnar. Reyndar hafa þessar litlu, slímugu og ljótu verur stíflað leiðina. Ein og sér eru þessi litlu skrímsli áhrifalaus vegna veikleika þeirra, en þau mynda slím sem er nægjanlegt til að þykkja rýmið og stöðva þannig straumana. Þess vegna verður að hvetja mannkynið til að láta af lítilvægum hugsunum sem hafa áhrif á hraðari hugsanasendingar. Jafnvel smá gætni í hugsun mun skila jákvæðum árangri. Ennfremur getur slímug smáhugsun verið uppspretta farsótta.

551. Í ævisögum er það mjög lærdómsríkt að rekja þær aðstæður sem grípa inn í og hjálpa til við að skilgreina lífsverkefni með óyggjandi hætti. Það má taka fram að margir greinilega óviljandi þættir hjálpuðu til í fyrirætlaða átt. Reyndar, ekki slys en margir djúpstæðar orsakir stuðluðu að slíkum árangri. Í þessu má sjá þátt fíngerða heimsins. Þegar andinn velur ákveðið verkefni aðlagar hann sig að mörgum hjálparáhrifum. Oft eru eftir í fíngerða heiminum bandamenn og samstarfsmenn sem stjórna viðbótaraðstæðum. Þannig er hægt að fylgjast með mörgum sjaldgæfum hvötum sem leiða til ákveðinna markmiða. Maður getur aðeins metið slíkar eldflugur í vegvísum leiðarinnar!

552. Þegar Ég ráðlegg stöðugt viðleitni að Helgiveldinu, verður að skilja þunga slíkrar boðunar. Hver og einn mun fúslega samþykkja það, en mun gleyma því við fyrsta tækifæri. Hann mun muna smáatriðin, en vanrækja það mikilvægasta. Mynd leiðbeinandans kaffærist í litlu brotunum. En sérhver jógi þekkir silfurþráðinn sem einu leiðarstjörnuna. Þegar hjartað gleymir því mikilvægasta skaltu að minnsta kosti láta heilann muna orðin um nauðsynlega hjálpræðið.

553. Um allan heim hækka kveinin. Það er augljóst að þetta getur ekki gengið. Krampar plánetunnar verða tíðari. Menn ættu að muna að þessum árum hefur verið getið í öllum kenningum.

554. Sá sem segir að hetjur sé ekki þörf rekur sjálfan sig frá þróuninni. Fylgstu með því að á mörkum meðalmennskunnar, trúleysis og sjálfhverfu, liggur sjálfseyðing. Áratugir kunna að líða áður en sjálfseyðandi ferli verður augljóst, en það vex frá sömu stundu og Helgiveldinu er afneitað. Það er ómögulegt að ímynda sér staðfestingu á framsækinni athöfn án Helgiveldisins. Maður verður að endurtaka þessa einföldustu fræðslu, vegna þess að fólk stefnir að hyldýpinu. Geislarnir frá herðunum valda ekki sársauka vegna krampa á jörðinni heldur vegna ofsa mannkynsins. Eins og vindstrókur dregur vatnið upp í súlur, þannig þyrlast sundurlaust mannkynið um. Þetta er mjög merkilegt ár uppreisnar mannlega andans. Eldi er aðeins hægt að halda aftur af að ákveðnum tímapunkti. Óhjákvæmilega mun hann brjótast í gegnum allar hindranir sem fyrir verða.

555. Það er auðvelt að verða andsetu að bráð en erfitt að hafa samvinnu við fíngerða heiminn. Í fyrsta lagi hugleiðir fólk að jafnaði lítið um sanna samvinnu; og í öðru lagi neita það alfarið að viðurkenna tilvist fíngerða heimsins. Í andsetunni á sér stað augljósasta ofbeldið og skynsamlegri samvinnu er eytt úr vitundinni. Margir íbúar í fíngerða heiminum vilja bjóða fram þekkingu sína en þeim er neitað um tækifæri vegna ýmissa fordóma og ótta. Ef þú bara vissir hvað mikil ókyrrð er nú í fíngerða heiminum þegar nýja skipting mannkynsins ruggar rýmið! Maður ætti ekki að gera ráð fyrir að nútíminn sé venjulegur; hann er fordæmalaus og getur vígt nýja tíma. Skapið engu að síður hetjur - það er boðað.

556. Maður þarf mikið ímyndunarafl til að byrja að hugsa um eldheiminn. Maður verður að geta séð fyrir sér stigveldi upp að eldheiminum og þegar mesta ímyndunaraflið er orðið uppurið verða menn að finna allt áræðið til að leita til hinna miklu eldlegu ímynda.

557. Allt dráp er andstætt eldeðlinu. Allir sem velta fyrir sér eldheiminum ættu ekki að drepa, heldur eru skuldbundnir til að koma í veg fyrir blóðsúthellingar. Hann verður að skilja að blóðsúthellingar skapa ekki aðeins rugling í ákveðnum sviðum fíngerða heimsins heldur er það brot á jarðnesku eðli. Meðal tiltekinna þjóða er bannað að tappa af trjám á vorin af sömu ástæðum. En ef fólk hefur frá fornu fari skilið þýðingu að tappa af trjám, hvernig geta þeir þá ekki skilið þýðingu úthellingu blóðs? Sjálf leiðin í fíngerða heiminn, ef hún er blóðlaus, bjargar manni frá nálgun þessara myrku vera sem laðast strax að blóði. Fyrir utan þessar líkamlegu ástæður er kominn tími til að átta sig á hvað það þýðir að stytta lífið ótímabærlega. Eyðing jarðneskra óvina með morði þýðir stofnun öflugs óvinar í fíngerða heiminum. Oftar en einu sinni höfum Við minnt á merkingu karma, en ef þetta orð höfðar ekki til sumra, þá skulum við kalla það guðlegt réttlæti. Aldrei íþyngja skilningi félaga þíns með sömu skilgreiningu. Hugsunin verður að beina að kjarna hugtaks, handan við venjulega tjáningu þess.

558. Úthugsað morð er eitt, sjálfsvörn er annað. Þegar maður verður fyrir árás frá myrku öflunum er nauðsynlegt að verja sig. Hugsun um varnir er ekki morð. Hver og einn getur varið sig fyrst og fremst með styrk anda síns. Sumir styrkja verndarnet sitt og sjá það fyrir sér sem skjöld. En eldheitt hjarta takmarkar sig ekki við skjöld; það sendir frá sér spíral Agni sem slær verstu örvarnar af. Auðvitað þarf hugrekki og útsjónarsemi til slíkra aðgerða.

559. Ómur náttúrunnar er oft skynjaður. Fólk til forna lagði átrúnað jafnvel á ákveðið hljóð friðar eða óreiðu. En vísindamenn geta skýrt þessa birtingarmynd með því að leita að eldlegum orsökum. Þar sem hvirfilbylgjur eldsins ómar getur næmt eyra greint þessa mikla ómun jafnvel í algerri þögn. Maður heyrir kannski samsetningar af svipuðum titringi í hljóðum jarðarinnar. Sagt er að Lao Tze hafi oft talað við fossa. Það er ekki ævintýrasaga, því hann hlustaði á ómun náttúrunnar og skerpti næmni heyrnar sinnar að því marki að greina eiginleika titringsins.

560. Það verður að hafa í huga að mikil þjónusta færir mann nær vitund hins mikla markmiðs. Skiljið það í öllu umfangi, eftir bestu getu, í fullkominni spennu andans. Fögur er slík spenna þegar ósýnilegir samstarfsmenn safnast saman í kringum hana. Þeir styrkja brynjuna, vernda fyrir örvum og lýsa stíginn. Maðurinn getur farið eins og vængjaður; hann hefur fengið óteljandi samstarfsmenn og þeir eru hlýðir Helgiveldinu. Þannig að ofar öllu líkamlegum hugleiðingum skulum við á stundum lyfta anda okkar í hæstu vígi. Þetta verður að vera staðfest sem skjöldur hinnar miklu þjónustu.

561. Það er betra að fara að sofa með bæn en með bölvun. Það er betra að byrja daginn með blessun en í beiskju. Það er betra að neyta matar með brosi en ótta. Það er betra að fara í verkefni með gleði en þunglyndi. Þannig hafa allar mæður heims talað; það hafa öll börn heimsins heyrt. Án jóga veit hið einfalda hjarta hvað þarf til framdráttar. Það er hægt að skilgreina það með hvaða hugtökum sem er, en mikilvægi gleðilegs og hátíðlegrar undirstöðu er varðveitt allan tímann. Yoga eldsins verður að styrkja grunninn að uppgangi. Agni jóginn er fyrst og fremst ekki hræddur um heilsu sína; hann kallar á alla þá sem eru sterkir og glaðir í andanum. Þegar gleðin heldur ljóma sínum jafnvel við erfiðustu kringumstæðurnar er Agni jóginn fullur órjúfanlegum styrk. Þar, eftir erfiðustu hækkunina, byrjar eldheimurinn. Birtingarmynd eldheimsins er óbreytanleg. Jógi veit að ekkert getur komið í veg fyrir að hann nái eldheiminum. Þannig eru fyrsta bæn móður og mikilfengleiki eldheima á sama hjartaþræðinum.

562. Þegar Ég leyfði þér að taka upp samskipti Okkar, duldi Ég þig þess ekki að fólk myndi viðhafa mörg ill orð um háleitustu hugtökin. Sá sem hugsar um hið góða má ekki undrast þegar hann er kallaður hræsnari, galdramaður, morðingi og lygari. Eins og með andsetuna, mun fólk kenna henni um mestu óhæfuna. Þar sem engin góð hugsun er til, er hin vonda tunga alltaf tilbúin.

563. Í dag er erfiður dagur, þess vegna skal Ég segja dæmisögu. „Púki einn ákvað að freista frómrar konu. Hann klæddi sjálfan sig eins og heilagir menn og fór inn í skála konunnar teljandi perlur sínar. Hann bað um skjól og konan bauð honum inn, lagði mat fyrir hann, en bað hann um að biðja með sér. Púkinn, til að ná meiri árangri, ákvað að verða við beiðni hennar. Þau báðu saman. Þá bað konan hann um að segja sér frá lífi dýrlinganna og púkinn byrjaði að kveða eins og besti klerkur. Konan reis upp í svo mikilli alsælu að hún stráði heilögu vatni yfir allan kofann og stráði náttúrulega nokkrum yfir sjálfan púkann. Síðan lagði hún til við púkann að þau framkvæmu pranayama saman og smám saman laðaði hún slíkan kraft fram að lokum gat púkinn ekki yfirgefið kofann og varð áfram að þjóna hinni trúuðu konu og læra bestu bænirnar. Rishi, heilagur maður átti leið framhjá skálanum, leit inn og sá konuna og púkann í bæn og sameinaðist þeim í lofgjörð til Brahma. Þannig sátu öll þrjú við arninn og sungu bestu bænirnar. Þannig hvatti einföld kona, með hollustu sinni, púkann og Rishi til að syngja í lofgjörð saman. En í hæstu hæðum olli þetta samstarf ekki skelfingu, heldur laðaði fram bros. Þannig getur jafnvel illi andinn neyðst til að taka þátt í bæninni. “

564. Við skulum segja aðra sögu um hjartað. „Sumir söfnuðust saman til að státa af hæfni sinni: sumir sýndu vöðvavöxt sinn; aðrir hrósuðu sér af því að temja villt dýr; einn sýni styrk höfuðkúpu sinnar með barsmíðum, annar með fráum fótum - þannig voru hinir ýmsu hlutar mannslíkamans upphafnir. En einhver mundi eftir hjartanu sem hafði verið ónefnt. Þá fóru allir að hugsa um hvernig mætti meta styrk hjartans. Að lokum sagði einn nýkominn: „Þið hafið rætt ýmsar samkeppnir, en hafið gleymt því sem er nærri hjarta mannsins - keppni í hjartahlýju. Láttu tennur þínar, greipar og höfuðkúpu hvílast og deilum saman hjartahlýju. Það mun hraða vegferð hjartans til eldheimsins. ’Það verður að játast að allir urðu mjög áhyggjufullir, því þeir vissu ekki hvernig þeir ættu að sýna góðmennsku. Og þess vegna var birting kærleikans órædd, því að jafnvel gáttin að henni var ekki samþykkt á neinum stað í keppnishæfni. “ Sannarlega, ef góðmennska finnst, þá mun kærleikurinn kveikja elda hjartans.

565. Oft hefur deilanleiki hjartans ýtt undir útsjónarsaman huga. En hvernig getur maður skipt því sem er gegnsýrt með einum eldinum? Maður getur kveikt á mörgum aðskildum lömpum frá slíkum eldi, en eldinum sjálfum er ekki hægt að skipta. Þannig að heilshugar leit að Helgiveldi er óskipt. Ég tel að margur óstöðugleikinn sé af skilningsskorti á einingu Helgiveldisins. Sá tími er að koma að allar aðstæður lífsins munu knýja fólk til skilnings á hinu eina Helgiveldi. Það hefur verið viturlega gefið til kynna að mesta skiptingin verði hvati til einingar. Er nútíminn ekki tími mestu óeininga? Getur mannkynið orðið enn klofnara? Þetta er dögun að komu einingar. Minnkandi tungl býr sig undir komu nýs tungls. Er ekki nýtt að koma?

566. Lítum sérstaklega á átökin í fíngerða heiminum. Óteljandi hjarðir eru að berjast í öllum sviðum. Það þarf sterkt hjarta til að átta sig á þessum öflum. Jafnvel á jörðinni geta mönnum verkjað í axlirnar af þessum bardögum. Maður verður að vara fólk við því hve mikið það er háð fíngerða heiminum. Fólk leitar oft að svörum. Hvaðan kemur það sem virðist innra áfall? Orsök þess getur legið í einhverri birtingarmynd fíngerða heimsins.

567. Sérhvert ósamræmi og ójafnvægi er merki um óreiðu. Þegar þessi merki koma fram í neðri myndum náttúrunnar, má vona að við umskipti í hærra ástand geti þau umbreytts. En hvað með hæstu sköpun jarðarinnar - mennina, ef kemur í ljós, að þeir eru að fyllast mestu óreiðu óstöðugleikans? Það er ótrúlegt að sjá á síðustu öldum aukið ójafnvægi meðal ýmissa verka. Enginn og ekkert hvetur fólk til að hugleiða gildi jafnvægis. Kenningar allra þjóða tala um Gullnu leiðina, en samt hugsa menn allra síst um það. Með ójafnvægi sínu, óskipulegu ástandi, hefur mannkynið kallað á upprisu eldsins. En jafnvel á barmi hættunnar hafnar fólk öllum gagnlegum ráðum um sjálfsbjörg. Sem fyrr munu þeir kastast frá því mjög gamla til hins mjög nýja, jafnvel þó að það sé tálsýn. Því hvernig er hægt að útskýra fyrir þeim að Agni Yoga er hvorki gamalt né nýtt? Þáttur sem er ævarandi og alls staðar er ekki háður afmörkun tímans. Eldurinn er alveg við þröskuldinn! Maður verður að huga að því, hvernig á að mæta honum og maður verður að skilja að aðeins Agni, sálarorkan, getur verið túlkur við nálgun eldsins.

568. Maður getur haldið áfram gagnlegum athugunum á fínnæmni fyrir eldlegum birtingarmyndum. Það er gagnlegt að hafa í huga hvernig lófar okkar eða enni skynja útgeislun manna í fjarlægð. Slík næmni er breytileg, sem og hitageislun. Þegar þú lokar augum og eyrum skynjar þú mannlega hitaútgeislun í talsverðri fjarlægð. Slík athugun er jákvæð sýning á manninum sem þungamiðju eldorku.

569. Svefnleysi getur í raun verið afleiðing af innlifun í fíngerða heiminn þegar átakaspenna er of öflug. Venjulegur hæfileiki til að flytja fíngerða líkamann fljótt getur flýtt því að falla í svefn. En þegar spenna er mikil getur maður ekki tekið áhættu á því; maður gæti jafnvel mistekist að snúa aftur. Þess vegna mega menn ekki falla í botnlausa hringiðu meðan á bardaga ljóss og myrkurs stendur.

570. Hugarsendingar innihalda venjulega óvenjulegar tjáningar sem þú hefur oft tekið eftir með undrun. Óvenjulegt orð er stundum notað í þeim tilgangi að tryggja betra minni. Þetta er mjög forn aðferð. Það er erfitt að halda í venjuleg orð, sem geta runnið hjá í stað þess að komast inn í vitundina. Því óvenjulegra, því betur samsett, þeim mun endanlegri sem slík sending er, þeim mun betra er þess minnst. Nauðsynlegt er að minna oftar en einu sinni á fjarhugsun, sem fer um yfirborð vitundarinnar. Maður ætti ekki að skammast sín fyrir gleymsku; þvert á móti, þessar hjá rennandi hugsanir sem varpað er frá fjarlægum stöðum sanna aðeins, að þær koma að utan en ekki frá innri vitund. Einnig ætti að rækta móttöku fyrir framandi hugsunum í skólum. Fólk veit svo lítið hvernig á að hlusta eða hvernig á að skilja það sem það les ætti því að gefa sér sérstaka tíma til að sannreyna það sem heyrst hefur. Hvernig má búast við því að tekið sé eftir eldorku, ef ekki er einu sinni hugað að einu orði sem talað er hátt? Oftar en einu sinni höfum við talað um þroska eiginleika meðvitaðs heyrnarleysis og blindu, þetta er allt annað. Í venjulegu ástandi okkar verðum við að vera mjög móttækileg.

571. Hér er annað dæmi um áhrif hugsunar. Það er satt, að við að rannsaka skráð gögn aldanna sér maður eins og endurtekningu á sömu hugsunum. Ekki aðeins finnum við tjáningu sömu hugsana, heldur getur maður oft fundið alveg eins sérstök orð. Samt er hægt að fullyrða að rithöfundarnir þekktu ekki hver annan, né hefðu ómögulega getað lesið skrif hvers annars. Þessa birtingarmynd má sjá á öllum sviðum sköpunar. Fáfræðin myndi gruna einhvers konar leyndan ritstuld, en hver sá sem hefur haft samband við raunverulegt sköpunarafl veit að hugsun sem send er út í geiminn getur náð ólíkustu viðtökunum. Slíkar birtingarmyndir ættu að vera rannsakaðar. Þeir geta raunverulega sannað möguleika á áhrifum sálarorku; að auki geta sömu sjónarmið beint hugsun í átt að Helgiveldinu - með öðrum orðum, stystu leiðina.

572. Maður getur ekki látið hjá líða að undrast viðvarandi afneitun á birtingarmyndum eldheima allt umhverfis fólk. Maður getur snúið sér að örlitlu dæmi um súrefni í föstu, fljótandi, loftkenndu og jafnvel eterísku ástandi. Fólk viðurkennir fúslega þessar efnismyndir, en sér ekki sláandi samskonar dæmi í eldþættinum. Eldur er of fastur í huga fólks í sinni grófustu mynd; en svo fullkomlega óþróað er ímyndunarafl mannsins að það getur ekki hugsað framlengingu og fágun hráu formsins inn í óendanleikann. Fólk mun segja: „Af hverju sjáum við ekki eldverur?“ Þannig kjósa þeir frekar að kenna eldheiminum um frekar en að velta fyrir sér vitundarástandi sínu.

573. Falsvísindi hindra þekkingu á alheiminum. Hugsun er ekki hægt að takmarka með vélrænni hugmynd. Jafnvel mestu stærðfræðiheilar hafa viðurkennt eitthvað ofar formúlunum. En meðalmennska hefur ekkert hugsunarflug og vill í heimsku sinni frekar leiða sig út í horn en líta upp á við.

Tiltekinn kennari spurði nemanda: „Hvar býr heimska?“ Drengurinn svaraði: „Þegar ég veit ekki lexíu mína, bankarðu á ennið á mér. Líklega er heimska þar. “ Maður verður að skilja af hverju Við bönkum nú á hjartað en ekki ennið. Höfuðið hefur geymt marga útreikninga en hjartað hefur verið eftirbátur í þroskanum. Þannig verður maður að jafna það sem dregst aftur úr.

574. Sannarlega mun birtingarmynd fórnarinnar miklu fara um allan heim. Það verður innprentað í hjörtu manna með sláandi sönnunum. Þess vegna skaltu fylgjast vel með táknunum; þau eru fjölmörg.

575. Þegar fólk finnur sig í Preta-loka, á dauðasviðinu, byrjar það að sjá eftir því að hafa ekki fargað úrslitnum tötrum sínum fyrr. Eldur geimsins verður að uppræta sársaukafullt, það sem hefði átt að leysa upp með ljósi Agni. Maður getur losnað við óþarfa byrðar löngu fyrir umskiptin. Hinn lífsnauðsynlegi Agni getur hreinsað skaðlegan óhreinleika. Hæfileikinn til að snúa tímanlega til Agni er markviss aðgerð sem hvatt er til af reynslu hjartans. Birtingarmynd einingar lífsins gæti kallað fram spurnina: „Ef lífið yrði framlengt endalaust, hvernig væri hægt að komast að vitneskju um margar hliðar þess?“ Reyndar, ef líkaminn kemur í veg fyrir að komast inn á mörg sviðin, yrði maður að beita gervi ráðstöfunum, sem í eðli sínu eru andstæð frjálsum vilja. Aðeins með beinni eldheitri þrá hjartans að Helgiveldi getur maður sannarlega sameinað sig hærri sviðum. Maður ætti ekki einu sinni að skipta Helgiveldinu eftir persónulegum forsendum, heldur ætti að leitast eftir eldþræðinum þangað sem mannlegt orð leysist upp og er gleypt af útgeislun.

576. Þegar Ég ræði aftur um fegurð, vil Ég venja þig við mikla fegurð eldheimsins. Allir sem elska hið fagra, umbreyta þar með hluta af jarðnesku lífi. Aðeins með nákvæmri andlegri þekkingu er hægt að brenna óþarfa tuskur hér fyrr. Slík brennsla á sér ekki stað í sérsmíðuðum bálköstum á opinberum torgum, heldur í kærleiksbrosi hversdagsins. Aðeins að hluta skiljum við fegurð andaheimsins. Dvöl okkar á hinum ýmsu sviðum er stutt, en þegar við komumst inn í eldheiminn getum við verið þar. Og þegar við komum þaðan, varðveitum við eldheita staðfestuna hvar sem við erum.

577. Sá sem eyðir lífinu hrokafullur hefur ekki eldeðli; sá sem eyðir því í sjálfsniðurlægingu hefur ekki eldeðli. Aðeins einfaldleiki er í ætt við eldinn.

578. Jafnvel í jarðnesku lífi umbreytir fólk útliti sínu með ástríðum sínum. Hvesu mikið er þessi eiginleiki réttlætis aukinn í fíngerða heiminum! Þú hefur þegar séð hvernig íbúar fíngerða heimsins umbreytast - sumir verða lýsandi, aðrir verða myrkvaðir og jafnvel afskræmdir á hræðilegan máta. Með örfáum undantekningum er enginn á jörðinni að sjá lögmál réttlætisins í þessari sjálfsumbreytingu. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því að það verður að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir í tæka tíð, að minnsta kosti vegna eigin útlits. Hver hugsun hunangssmurð í hræsnisfullu brosi blómstrar samkvæmt verðleikum sínum í fíngerða heiminum. Og ef Agni hefur ekki verið kallaður til verka verður hin ljóta gríma þessa sanna persónuleika næstum óafmáanleg. Þar að auki hafa fáir þeirra sem afskræmdir eru af illsku nægilegt vit til að snúa sér að ljósinu í tíma. Samkvæmt framfaralögmálinu halda þeir áfram að rúlla niður í dimma hylinn þar til snöggur viðsnúningur á sér stað og dregur oft fram jafnvel mótstöðu frá hinum vonda sjálfum.

Ekki af ótta við refsingar, heldur í að létta eigin örlög, ætti fólk að snúast til hreinsunar. Það að hver og einn dregur sín eigin mörk er ekki refsing heldur réttlæti. Hugsunin um hreinsun hlýtur að leiða til þess að eldur verður að veruleika. Eldskírn er vísasti sáttmálinn, en hvernig getur það komið niður á manni ef hjartað er ekki mildað og býr í grimmd? Gríma grimmdarinnar er hræðileg; það er ekki hægt að þurrka hana út, rétt eins og Addison-sjúkdómurinn verður ekki þvegin af andlitinu. Grimmd er hræðilegur sjúkdómur! Jafnvel skepna ræðst að grimmri veru. Þannig minni Ég á þá sem eru með andlit sem ekki er hægt að hreinsa, sem hafa gleymt hjartanu, á eldheiminum og stigveldi ljóssins.

579. Ekki tala illa um þá sem eru komnir yfir í fíngerða heiminn. Jafnvel um vondan mann ætti ekki að tala illa um. Hann hefur þegar fundið fyrir sinni sönnu sýn. Og að tala illa um hann þýðir að kalla á skaðlegan óvin. Oft vex illskan og maður getur kallað yfir sig mikla illsku og alla samtarfsmenn sína. Það er betra að senda hinum vonda ósk um að hann verði leystur frá viðbjóðslegri grímu sinni - það er vísara.

580. Maður verður aftur að muna það sem ætti að vera börnum kunnugt. Fólk þekkir og skilur oft eitthvað, en seinna, þegar það kemur að skiptingu atómanna, er það hulið rusli! Það geta aðeins klofnað en enginn getur byggt hús í reiði eyðileggingar.

581. Móðir sagði syni sínum frá dýrlingi miklum: „Jafnvel sandkornið undan fótum hans verður mikið.“ Það kom að því að þessi dýrlingur fór um þorpið. Drengurinn fetaði í fótspor hans, tók upp ryk úr því, saumaði það í poka og bar um hálsinn. Og þegar hann fór með lexíur sínar í skólanum hafði hann alltaf þennan poka í hendi sér. Drengurinn fylltist því af slíkum innblæstri að svör hans voru alltaf merkileg. Dag einn þegar hann yfirgaf skólann hrósaði kennarinn honum og spurði hvað hann hefði alltaf í hendinni. Drengurinn svaraði: „Jörð undir fótum dýrlingsins sem fór um þorpið okkar.“ Kennarinn sagði: „Þessi helga jörð þjónar þér betur en gull.“ Nærliggjandi verslunarmaður, sem heyrði þetta, sagði við sjálfan sig: „Þvílíkt heimskur strákur að taka aðeins klípu af þessari gullnu jörð! Ég mun bíða komu hins heilaga manns og safna öllu rykinu þar sem hann gengur. Þannig get ég fengið arðbærasta varninginn. “ Og verslunarmaðurinn sat í dyragætt sinni og beið til einskis eftir komu dýrlingsins. En hann kom aldrei. Græðgi er ekki skyld eldheiminum.

582. Skömm er landinu þar sem kennarar búa í fátækt og vöntun. Skömm er þeim sem vita að börn þeirra eru kennd af manni í þörf. Að hugsa ekki um kennara komandi kynslóðar er ekki aðeins til skammar fyrir þjóð heldur merki um fáfræði hennar. Getur maður falið börnum þunglyndum manni? Getur maður horft framhjá útgeislun sem skapast af sorg? Getur maður hvílt sig fáfróður um þá staðreynd, að þunglyndur andi getur ekki vakið áhuga? Getur maður litið á kennslu sem ómerkilega atvinnugrein? Má búast við upplýstum anda hjá börnum ef skólinn er staður niðurlægingar og móðgunar? Getur þú skynjað uppbyggingu meðal gnístra tanna? Má búast við eldmóði hjartans þegar andinn þegir? Það segi Ég, þannig endurtek Ég að þjóð sem hefur gleymt kennurum sínum hefur gleymt framtíð sinni. Tökum ekki klukkustund í að beina hugsuninni að gleði framtíðarinnar. Og við skulum ganga úr skugga um að kennarinn sé metnasti meðlimur stofnana landsins. Sá tími er að koma að andinn verður að vera upplýstur og gerður glaður með sannri þekkingu. Eldur er við þröskuldinn!

583. Maður verður að milda hjörtu kennara, þá munu þeir haldast stöðugt í vitundinni. Hjarta barnsins þekkir það sem er logandi og það sem er slokknað. Það er ekki fræðslan sem gefin er, heldur gagnkvæm þrá kennara og nemanda sem afhjúpar undraheiminn. Að opna augu nemanda þýðir að deila með honum kærleikanum á mikilli sköpun. Hver efar að maður verði að hafa fasta fótfestu ef markmið manns er mjög fjarri? Bogamaðurinn mun staðfesta það. Lærum þannig að þykja vænt um allt sem staðfestir framtíðina. Eldur er við þröskuldinn!

584. Það er lofsvert að þú dáir daga fórnarinnar miklu. Leyfðu hverju mannshjarta að sækja styrk til afreka frá kaleik frelsarans. Við skulum ekki taka okkur villimenn til eftirbreytni, í fjandskap hver við annan. Tími krossfestingar og dráps verður að ljúka. Heyrið þið! Postula sannleikans er þörf, sem stefna að eldskírninni. Láttu illgirni hætta, að minnsta kosti á dögum mikilla þjáninga eins og gerðist þegar kaleikurinn er tæmdur fyrir allan heiminn! Þú ættir að skilja að fókus Alverunnar er einn. Það geta ekki verið tvær snúningsmiðjur. Þeir eru brjálaðir sem afneita umfangi óendanleikans! Á þessum mælikvarða er hin óþrjótandi fórn mæld. Þegar jarðneskur líkami hraðar sér að taka við fórninni fyrir endurnýjun alls heimsins, geta engin mannleg orð lýst ástæðunum fyrir þessari heilögu hetjudáð. Maður getur safnað saman æðstu tjáningum, en hjartað eitt og sér, í skjálftanum eftir að reyna, skilur þessa glæsilegu fegurð. Leyfðu ekki rógi né guðlasti, jafnvel frá misvitrum. Hver guðlastari steypir sér í myrkur brjálæðisins. Fræddu því um staðfestingu hjálpræðis andans, svo að engin snerting myrkursins verði á dögum eldlega kaleiksins.

585. Það er ekki tilviljun að þú færð fréttir af landráðum og lygum á þessum miklu tímum. Þvílíkt brjálæði, að svikararnir séu þeir, sem slíkir, verndarar hærri skilnings! En lögmál myrkursins er óumflýjanlegt og framgangur lyganna munu ekki stöðvast fyrr en hjarta mannsins hefur mýkt. Ef jafnvel minningin um hina miklu fórn nýtist til að innræta lygi og svik, þá er hina mikla þjónusta óaðgengileg. Víkjum frá myrkrinu; jafnvel plöntur kunna að teygja sig í átt að ljósi.

586. Að fljóta gegn straumnum á lótus var álitið tákn hinnar miklu þjónustu í fornöld. Sæluvíma afreks hugsar ekki um hyldýpið eða hvort maður nái yfir. Gleði andans yfirvinnur jarðneskan ótta. Aðeins sá sem svífur á lótus þekkir þessa hreysti og gleði. Því þarf ekki að hugsa um hættuleg rif þegar andinn skynjar markmiðið.

587. Á þessum helgu dögum ætti maður að muna alla þá sem strituðu. Maður má ekki dvelja í grimmd, ekki eina stund, þegar blæðir Þyrnikórónunni enn. Dveljum í réttlætinu.

588. Sérhver misnotkun Frelsarans, fræðarans og hetjanna, steypir heiminum í villimennsku og veldur óreiðu. Hvernig er hægt að útskýra að ringulreið er mjög nærri og það þurfi ekki yfir haf að fara til að finna hana? Það er líka erfitt að útskýra að villimennska byrjar í því allra minnsta. Hvað er eftir þegar fjársjóður staðfestunnar tapast og perlur þekkingar hjartans dreifast? Maður man hvernig fólk hæddi hina miklu fórn. Hefur ekki allur heimurinn svarað fyrir þessa villimennsku? Maður sér hvernig það endurspeglast í hnignun. Þessi hnignun er verst af öllu. Ég segi: „Blessuð sé öll orka; en enginn skal sökkva í fnyk upplausnar. “ Þannig skulum við muna alla mikla tíma!

589. Allt ljós var í honum. Hann afsalaði sjálfinu og jarðneskum eigum. Hann þekkti höll andans og musteri eldsins. Ekki er hægt að taka jarðneska hluti inn í eldinn og ekki er hægt að gera höll andans að fjársjóði úr gulli. Þannig ætti að fylgja fordæminu mikla. Maður getur stundum borið saman hluti nútímans, en hvernig getur maður metið hluti framtíðarinnar? Því eru eldlegar myndir óviðjafnanlegar og óaðgengileg fyrir okkur um þessar mundir. Þess vegna ættu menn að leita djúpt í hjarta sér til að geta litið neista eldheita heimsins í mynd hinna miklu dæma. Ef, þó ekki nema í augnabliki, maður gæti fundið sig í Lótusbátnum, skerandi strauma allra óreiðubylgja! Maður getur beðið um að á virkilega erfiðri stundu fái maður að upplifa sömu gleðivímu í upplausn óreiðunnar.

590. Maður getur ímyndað sér fegurð sameinaðar þjónustu fjölda fólks þegar hjörtu þeirra stefna í eina átt. Við munum ekki segja „ómögulegt“ eða „neitað.“ Kraft má fá að láni og frá ljósinu getur maður orðið upplýstur. Ef maður getur aðeins skilið hvar ljós og kraftur liggur! Einhver hlær nú hrossahlátri að þessu, en hann hlær í myrkrinu. Hvað getur verið viðbjóðslegra en hávær hlátur í myrkri! Samt mun ljós fylgja þeim sem leitar þess.

591. Upprisa og ódauðleiki - beina þau ekki hugsunum okkar til uppruna tilverunnar? En jafnvel þessi óneitanlegu sannindi hvetja menn til óeiningar frekar en samvinnu. Margir eru velvildarstraumarnir sem hellt er yfir jörðina. Birtingarmynd ávinningsins kemur mun oftar fram en almennt er talið, en engu að síður eru helgar gjafir sjaldnar samþykktar af mönnum en vonast var til. Þannig eru lögmál frjáls vilja sérstaklega túlkuð af jarðarbúum. Myrku öflin reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir birtingarmynd ávinningsins. Vilji manna hvetur til margskonar afbökunnar. Menn ættu að fylgjast með þegar góðviljaðar hugsanir birtast, hvernig eins og undan þrýstingi svört hönd slekkur neistann. Þér var sýnt hvernig jafnvel öflugur geisli er hluti fyrirætlana hinna myrku. Þess vegna endurtek ég um fordæmalausa tíma. Það er rökvilla manna að halda áfram að líta á núverandi tíma sem eðlilega. Engin sjálfsdáleiðsla eða endurminning getur hjálpað skipi í stormi; aðeins traustur klettur framtíðarinnar getur haldið akkerinu! Svo margar ofsafengnar raddir hrópa úr geimnum og ætla að hindra gang skipsins! Þess vegna reynir svarti örninn af slíkri grimmd, en úr döguninni kemur sá hvíti og með honum straumar velvildar!

592. Hinu illa er aðeins hægt að uppræta með því góða. Slíkur sannleikur er einfaldur og samt skilst hann ekki. Hið góða í fólki er yfirleitt dormandi og er því óvirkt. Fólk getur ekki ímyndað sér hvernig gott getur vísað hinu illa út og styttir þannig tilvist sína. Hið góða er virkasta, lífsnauðsynlegasta, óþrjótandi og ósigrandi þáttur, í öllum athöfnum sínum er það laust við grimmd. Í því, og einnig í frelsi sínu frá sjálfhverfu og yfirlæti, liggur ein mikilvægasta aðgreiningin frá hinu illa. Þannig að ef trúarbrögð og sendiherrar þeirra sýna grimmd, þá geta það ekki verið trúarbrögð sem eru tengd hæstu góðvildinni! Hvernig er hægt að ímynda sér að þjónn trúarbragða sé grimmur? Með grimmd sinni myndi hann verða óvinur hins góða. Ennfremur væri hann að gefa til kynna vanþekkingu sína varðandi sjálfan sáttmála trúarbragðanna. Hið góða getur ekki samþykkt grimmd! En þegar þú staðfestir hina heilögu kenningu um virka góðvild verður þú að hugleiða hvernig á að nota allan sinn tíma til vegsemdar því góða. Slík upphefð verður ekki aðeins tákn, hún verður eldur hjartans. Ef við viljum sækja fram verðum við að beita virkri gæsku. Við verðum að skilja að við getum skipt út gryfju með sönnu musteri. Skref fyrir skref verðum við að fylla hylinn með vígi ljóssins. Við verðum að leggja steina góðvilja, yfir og ofar hverskyns persónulegum þáttum. Láttu litlu plánetuna brenna sig út, en hús föður okkar hefur mörg híbýli. Hver aðgerð til góðs er eilíft markmið. Þegar dreggjar illskunnar er löngu liðnar í sundur munu staðir hins góða blómstra.

593. Við skulum einnig biðja um að augu okkar opnist fyrir því góða. Mörg augu, rykblind, greina ekki hið góða. Vegna þjáningar þeirra greina þeir aðeins gróft form. Maður verður að sýna mikla spennu til að forðast að kremja græðling góðvildar. Hjartað sem hefur rekið af sér grimmd þekkir þó öll fræ góðs og endar með hjartahlýju og ást.

594. Maður ætti að skilja og stjórnast af góðvild. Margt sem er gert með gleymsku er ekki af hinu illa, en minnisleysi skapar oft glæpamenn. Satt er að sjálfhverfa sem ekki er yfirstigin fær mann til að gleyma öðrum. En eldheit vitund gleymir ekki markmiði lífsins þegar hún þjónar hinu góða í heiminum. Fólk veit oft ekki hvernig á að hugsa um hag heimsins og telur sig lítilsgilt. Þetta er rangt, vegna þess að andinn, eldheita fræið, stafar frá hinum eina eldi og leitast til eilífa ljóssins. Það skiptir ekki máli hvar kyndillinn brennur sem vísar týnda ferðamanninum veginn!

595. Jafnvel plöntur og tré hafa áhrif á hvort annað. Sérhver garðyrkjumaður þekkir þessa gagnkvæmu athafnir, veit hvar vaxa sameiginlegir vinir og hvar óvinir. Hversu miklu áberandi eru þá þessi samskipti í dýraríkinu og vissulega meðal manna! Í venjulegu samtali við kvöldverðarborðið finnur reynslumikið auga gestgjafans slíkt gagnkvæmt aðdráttarafl og fráhrindingar. Eldheitt hjartað skynjar slík gagnkvæm samskipti mun skýrar en hvernig þær birtast. Það er ekki nóg að skynja þau; það verður að flytja þau til vitundarinnar, til að nýta að lokum til góðs. Hæfileikinn til að flytja tilfinningar til vitundarinnar kemur með reynslunni. Fyrir vandaða tilraun ættu menn að beina hugsun í þessa átt. Margt er markað í vitundina með einfaldri hugsun. Einnig ætti að líta á náttúruna sem frábæran leiðarvísi. Minnir ekki fjólublái blómaknúppurinn á fjólubláa verndarneti árunnar? Þannig má finna í lit og hljómum frábærar hliðstæður við undirstöður lífsins.

596. Fylgstu með augljósri villu mannsins þegar hann með fordómum reynir að fela það sem hann hefur lengi vitað í hjarta sínu. Eilíf átök sem eiga sér stað geta komið niður á líkamanum. Maður getur ekki afneitað refsilaust því sem við vitum af fyrri reynslu. Hversu mörg þjáningarfull augu sjást á leiðinni! Mikil er kvölin eftir að hafa dæmt vitundina til myrkurs. Mikil er örvæntingin þegar eldorkan beinist gegn sjálfum sér. Og oft sjáum við þá sem næstir okkur eru leyna fornu þekkingunni af ótta. Maður verður að vorkenna þeim sem eru veikir í anda.

597. Og mesti misskilningur felst í því að menn búa sig undir dauðann í stað þess að mennta sig til lífsins. Þeir hafa heyrt nógu oft hugtakið að dauðinn hafi verið sigraður. Þeir hafa heyrt nógu oft um þörfina á að breyta slíðrunum sjö. Nægilega hefur verið áréttað að þessar breytingar eiga sér stað með nánustu samvinnu eldsins. Þetta þýðir að maður ætti að aðstoða eldlega umbreytingar, þar sem þær eru óhjákvæmilegar. Hvers vegna að eyða öldum og árþúsundum í það sem hægt er að ná miklu hraðar! Við ættum að undirbúa vitund okkar fyrir eldheita móttöku einbeittra líkama okkar. Ef eitthvað tilheyrir eldlegum athöfnum, þá skaltu framkvæma það góða á sem stystum tíma. Að hugsa um slíka umbreytingu hjálpar lífveru okkar mjög að tileinka sér þetta ferli í vitundina. Þú veist nú þegar að samþykkja eitthvað inn í vitundina þýðir líka líkamlega aðlögun. Í almennum hugmyndum okkar er löngu kominn tími til að venjast umfangi eldheimsins. Við erum undrandi á muninum á fávita og snillingi, en ímyndunaraflið getur ekki séð þetta frávik út í hið óendanlega. Ímyndunarafl okkar er jafn ómenntað við að sjá fyrir sér nálægð eldheimsins og í líkama okkar. Mjög sjaldan sjá menn hæstu svið fíngerða heimsins, en þeir sem eru verðugir sjá glæsileik fjalla og hafs fíngerða heimsins og ljóma blóma hans, geta séð fyrir sér hreinleika eldlega konungsríkisins! Maður getur einnig ímyndað sér tengingu við eldheiminn, jafnvel meðan á líkamlegri tilveru stendur er hægt að fara í fíngerða líkamanum á mismunandi stað samtímis. Þannig skulum við venjast eldheiminn sem eina hlutskipti manna.

598. Staðreyndir um svipaðan birtingu hins fíngerða líkama á mismunandi stöðum ættu að eyða fordómum um að hærri verur geti ekki komið fram í ýmsum heimshlutum samtímis. Ef jafnvel í líkamlegu ástandi er hægt að vita af deilanleika andans, þá vissulega í eldheitu ástandinu, umfram allt, væri engin takmörkun á einum tíma, einum stað. Þegar manni tekst, rökrétt og skynsamlega, að sjá fyrir sér helstu eiginleika eldheimsins, getur maður strax byrjað að tileinka sér veruleika hans. Þvílík gleði þegar óendanleikinn hættir að vera gínandi tóm!

599. Svefnleysi var enn og aftur ástæðan fyrir því að halda aftur af fíngerða líkamanum frá of miklum bardaga í fíngerða heiminum. Syfja er oft merki um ferðir fíngerða líkamans en leiðsögnin verður að fylgjast með svo að ekki verði óhófleg hætta.

600. Eldheimurinn endurspeglast í jarðneskri vitund sem eitthvað andstætt öllum hversdagslegum hugtökum. Ímyndaðu þér mann sem hefur sofið í gegnum allar sólaruppkomur; hann þekkir aðeins sólarlagið og kvöldskuggana. En ef hann er einu sinni vakinn við dögun við jarðskjálfta, þá hleypur hann út úr húsi sínu og stendur forviða fyrir rísandi ljósi, sem hann hefur aldrei séð hingað til. Ef maður getur ekki sætt vitund sína við svo náttúrulega atburði, hvernig getur hann tileinkað sér fínustu birtingarmyndir eldsins? Fólk hefur aðeins kynnst grófasta þætti fínni og eterísku orkunni og fagra eldtákninu er varpað í lén hjátrúarinnar. Það er hræðilegt að fylgjast með því að einmitt fáfræðin gerir athugasemd við hjátrú. Það er erfitt að ímynda sér hversu fráhrindandi er þegar þekking er hulin í myrku ráðabruggi. Efnafræði og jafnvel grunn eðlisfræði gefa hugmynd um meiri birtu. En jafnvel slík dæmi lyfta ekki hugsuninni upp. Fólk vill búa í hinu illa, með öðrum orðum, í fáfræði. Menn ættu staðfastlega að muna að hver vísun í hið eina ljós mun vera uppspretta fjandsamlegra árása.

601. Ennfremur skulum við ekki gleyma því að eldlíkaminn óttast ekki högg heldur, þau jafnvel styrkja grunnkraftinn. Yfirlýsingin um að högg styrki aðeins orkuna gerir ekki lítið úr eldheiminum. Með einföldum tilraunum í eðlisfræði er hægt að sýna fram á þessa reglu. Þannig að við skulum læra að sýna lotningu fyrir eldheiminum, frá þeim einfaldasta til þess hæsta.

602. Ahamkara, eigin sköpun, er hið háa ástand eldfræsins þegar það getur þekkt sig án sjálfhverfunar. Þannig opnast eldhliðin ekki aðeins þegar sjálfhyggjan brennur burtu, heldur verður rétt mat á sjálfinu náð. Aðeins þá getur andinn fært sína sönnu arfleifð að altari ljóssins. En á þessari löngu ferð hvað verður um óvinina sem ollu slíkum kvölum með ósamræmi sínum? Þegar myrkrið tekur yfir eigur sínar, þá geta þeir sem eftir eru stigið upp og er skipt eftir geislum. Þannig hverfur ósamlyndið og fjandskapartilfinningin leysist upp af sjálfu sér. Andarnir safnast saman og stíga upp að sínum bústað eins og bylgjur samstillts ljóss. Þannig er hún sett niður spurningin, sem manninum er óskiljanlegust, um einingu ljósfræjanna í uppstigi til hærri heimsins. Fjandskapur, svo óleysanlegur í hinum líkamlega heimi, sundrast af sjálfu sér í eterískum hreinsuðum geislum. Ekki aðeins á hærri sviðum, heldur þegar á miðju sviðs fíngerða heimsins, fjandskapartilfinningin visnar vegna gagnsleysis hennar. Skilningur á þessum lögmálum um skiptingu geislanna er nauðsynlegur. Skilningur á þessum lögmálum, einn og sér mun draga úr illsku fjandskapar, jafnvel hér. Við skulum heldur ekki gleyma því að fjandskapinn kemur lífverunni úr jafnvægi og skilur hana eftir sem bráð ýmsa sjúkdóma og andsetninga. Þess vegna ráðlegg ég þér að íhuga fjandskapinn út frá þessum fyrirbyggjandi þáttum. Af hverju ætti maður að vera veikur, smita aðra og vera bráð brjálæðisbragða þegar ein viðleitni andans varðveitir ósnertanleika lífverunnar?

603. Það er undrunarefni að jafnvel nýlega var miðlun mynda talin óframkvæmanleg. En nú eru myndir þegar sendar yfir langar vegalengdir; orðið þrumar um mörg svið, jafnvel lengra en fólk ímyndar sér. Eldheimarnir hafa sömuleiðis engar hindranir í flutningi og samskiptum. Maður ætti ekki að vera undrandi á slíkum eldlegum áhrifum þegar jafnvel efnisheimurinn hefur þegar náð tökum á grófu formi sömu möguleika. Og hversu mörg afrek banka upp á hjarta mannsins!

604. Getur mannlegt tungumál tjáð það sem er handan jarðneskra tjáninga? Þrátt fyrir það verða menn að hugsa um eldheiminn. Þeir ættu að líta á það sem það mikilvægasta og leiðandi; annars, í rugluðum draumum, geta þeir ekki nálgast það eins og fyrirskipað hefur verið. Virðing fyrir hinu eina ljósi er jafn eðlileg og hugmyndin um eina föðurinn. Fólk er eins í eldfræjum sínum, en líkamleg frumhyggja setur það í mismunandi fjarlægð frá sannleikanum. En hærri eldarnir standa yfir öllum skiptingum. Lestu um fjölmargar sýnir eldhuga í öllum löndum heims og þú munt finna sömu tákn og árangur í þeim. Sannarlega falla öll skil milli þjóða niður frammi fyrir hærri heiminum. Allt fólk skynjar jafnt andardrátt hærri heimsins. Það er jafnt stillt í hjarta og líkama. Það skilur rödd sendimanns ljóssins. Með erfiðleikum snýr fólk aftur til venjulegs jarðríkis. Slíkar birtingarmyndir og uppljómun andans við snertingu hærri vera er öllum ógleymanleg. Maður ætti ekki að gleyma því að ólíkasta fólk hefur litið hærri verur í sömu mynd. Er þetta ekki merki um einingu ljóssins og stigveldi hinna góðu? Þannig ætti maður að sætta sig við eldheiminn í hjarta og huga. Maður verður að finna að allur innblástur stafar af því. Heiðarlegir skaparar og samstarfsmenn geta borið vitni um að bestu lausnirnar koma utan frá. Eins og öflugur rafall sendir eldheimurinn frá sér regni af bestu hugmyndum. Maður ætti ekki aðeins að nota þær, heldur einnig að bera vitni um þær í hæstu metum. Þannig geta menn sameinast í eldum hjartans við æðsta ljósið. Þetta er ekki yfirlæti, því ljós þekkir engar hindranir.

605. Það er ekkert öruggara hjálpræði en hollusta. Maður getur fyrirgefið mikið þar sem óbilandi hollusta er. Það er hægt að reiða sig á manninn sem er dyggur í hjarta. Það er ástæða til að fagna þegar Helgiveldi er haldið uppi af alúð. Sem stendur er þess sérstaklega þörf. Ef rugl gærdagsins virtist gífurlegt, hvað getur maður sagt um morgundaginn? Ég hef þegar undirbúið þig fyrir vöxt Harmagedón og þú veist að svartir vængir myrkursins þola ekki eldsverðið. Vertu ekki hissa - orrustan magnast!

606. Sannarlega verður maður að losa sig við sjálfhverfu til að umbreytast og staðfesta geislandi sálina. Maður getur borið hið umbreytta sjálf að altari ljóssins án þess að óttast að verða brennt. Hvað þá mun sviðna, ef ekki sjálfhverfan með öllum sínum viðhengjum? Sjálfhverfa, eins og vellandi krabbamein, stafar af skorti á Agni. Gleymum ekki að sjálfhverfan laðar að sér og fyllir sig með holdlegum girndum og fæðir hið illa. Kringum tælingu sjálfhverfunnar streyma áhrif fjölskyldu, ættar og þjóðar. Setlög hins líkamlega og fíngerða heims leitast við að vinda sig um sjálfhverfuna; slíkur hárugur bolti er ekki hentugur fyrir eldheiminn. En mótað og meðvitað eldsjálf kemur inn í eldheiminn sem velkominn gestur. Þannig skulum við greina allt sem hæfir hærri heiminum. Við skulum ekki líta á þetta aðdráttarafl til hærri heimsins sem afrek. Látum það aðeins vera lýsandi skyldu. Það er ekki við hæfi að líta á fyrirfram ákveðið verkefnið sem einstakt afrek. Fólk ætti að venja sig á umbreytingu hjartans sem augljósa leið, sem þekkt var fyrir löngu.

607. Við skulum líka gleðjast yfir slíkri leið. Látum hugsunina um umbreytingu hjartans verða gleðigjafa. Margar sorgir og erfiðleikar koma frá sjálfhverfu. Margur hryllingurinn hefur stafað af sjálfhverfu. Margar hindranir eiga upptök sín í sjálfhverfu. Maður ætti að hætta að hugsa um takmarkanir. Þar sem okkur er veitt eldfræ, ættu menn að gleðjast yfir því að við berum svo mikla perlu vegna trausts Helgiveldisins sjálfs.

608. Hikið ekki við að líta púkanna. Samúð með þeim er skarpari en eldsverð. Með samúð getur maður hrundið áræðnustu árásinni. Skepna þolir ekki augntillit samkenndar, en ræðst til atlögu þegar það skynjar óttaskjálftann. Sannarlega er ótti illur, en sem í eðli sínu er óverulegur vegna þess að hann er fáfræði. Þú hefur fengið mörg tækifæri til að sannfæra sjálfan þig um að uppfinningar illskunnar koma af fáfræði. Því skaltu safna þér rými fyrir samúð.

609. Hvaða glæpur er mest eyðileggjandi fyrir mónad glæpamannsins? Vissulega svik. Þessi glæpur umbyltir skyndilega straumnum sem þegar hefur verið komið á og leiðir af sér ægilegt endurkast. Svikari getur ekki lifað lengi í heimi efnisins og þegar hann fer yfir í fíngerða heiminn, þar sem hann er algjörlega án lífgjafandi orku, sogast hann í óreiðu og er dæmdur til upplausnar. Svik eru aldrei hvatvís. Þau er alltaf úthugsuð og örlög þess því verri. Það verður að skilja að afturhvarf til óreiðu er í fyrsta lagi óumræðanlega sár. Að auki er tilfinningin um fræið ennþá til og það að mæta vonleysi eftir skjótum umbreytingum krefst ólýsanlegs hugrekkis. En svikarinn er án hugrekkis. Hann er umfram allt fullur af yfirlæti. Því ætti að vara fólk við, að jafnvel frá líkamlegu sjónarmiði séu svik óþolandi. Svikarinn fordæmir ekki aðeins sjálfan sig heldur smitar víðfeðm svið kringum sig og myndar eldstorma. Maður ætti ekki að halda að óeðlileg mannleg athöfn muni ekki hafa áhrif á umhverfið. Það bregst fyrst og fremst við börnum yngri en sjö ára, áður en andinn hefur tekið sér bólfestu í lífverunni. Á þessu tímabili eru eldstormar sérstaklega hættulegir; þeir valda sérstakri taugaveiklun á hjartastarfssemi þeirra sem þegar bera þungrar byrðar frumbernsku. Þannig svíkur svikarinn ekki aðeins einstakling, heldur brýtur hann um leið heila kynslóð og hefur jafnvel áhrif á líðan allrar þjóðarinnar. Leyfðu hverjum þeim sem hefur velt fyrir sér eldheiminum, að forðast svik, jafnvel í hugsun. Engin svik eru lítil - þau eru mikil í illsku og fjandsamleg alheiminum. Slík illska er í sjálfu sér hindrun fyrir andlegan þroska.

610. Það er lærdómsríkt að fylgjast með, frá vísindalegu sjónarmiði, eðli andrúmsloftsins sem umlykur efnið í fíngerða eða eldheiminum, þegar þetta andrúmsloft er þétt til birtingar í hinum líkamlega heimi. Maður getur rifjað upp drögin sem eru á undan birtingarmyndum; í einu tilfelli skynjar maður svala eins og af fjöllum, jafnvel í fylgd með ilmum, en í öðru tilfelli skynjar maður kuldakast og óþægilegan lykt. Þannig má greina svið heimanna. En maður gæti einnig greint ýmis efnasambönd í þéttu andrúmsloftinu. Er þetta ekki birtingarmynd hærri veruleika? Þannig er hægt, andlega og líkamlega, mögulegt að átta sig á umfangi ósýnilegu heimanna. Maður verður ekki aðeins að venjast þessum fagra veruleika, heldur verður einnig að aðlaga athafnir sínar í samræmi við mikilfengleika kosmosins.

611. Búast má við miklum birtingum í lífi jarðarinnar. Fordæmalaus er sá tími þegar kosmískum atburðum er hellt í kaleik erkiengilsins!

612. Ef Háleitar verur bera vitni um að hafa ekki staðið frammi fyrir æðsta Upphafinu, ætti ekki að skilja þetta sem afneitun. Þvert á móti, sannar þessi vitnisburður um heilagan óendanleika hins Hæsta heim, aðeins hversu óumdeilanlegt hugtakið, Æðsta Ljós, er. Hann hefur rétt fyrir sér sem þekkir leiðina til ljóssins, en aðeins hinn fáfróði, í yfirlæti, mun gera ráð fyrir að heilinn geti metið hið háleita. Maður verður að læra að skilja einingu uppgöngunnar. Í útgeislun smáheimsins má sjá hliðstæðuna við hið óendanlega. Maður verður að læra að meta að hver daggardropi endurspeglar fjölda heima. Með tilraun getur maður hafnað öllum afneitunum. Birtingarmynd stigveldis ætti að samþykkja hrósandi. Bein vitund getur leitt auga andans að perlustrengnum sem teygir sig inn í óendanleikann. Maður getur skilið lotninguna fyrir hugtökunum um samhljóm og sammæling. Maður getur lyft andanum í átt að ljósi og flogið yfir myrkur. Flýgur maður ekki í draumum og eru slík flug ekki eðlislæg frá barnæsku? Andinn man eftir þessum eiginleikum annarra heima. Engar jarðneskar hindranir geta svipt mannshjarta hugtakinu um flug og sama hjartað mun kenna lotningu fyrir uppruna Upphafsins.

613. Hugsun skapar; umfang hugsunar í geimnum er óumdeilanlegt. Þannig þjóna margar tilraunir, aðeins að hluta, til að auka skilning á krafti hugsunar. Fólk er undrandi á hinum óútskýranlega eðli framtíðarskyggni og áttar sig sjaldan á því að eldur hugsunarinnar kveikir og smíðar framtíðarmynd. Hugsanir frá ýmsum tímum og innihaldi, skapa fíngerða heima sem eru aðgengilegir skyggnishæfileikanum. Meðal margra orsaka í þróuninni hefur hugsunarsköpun mesta þýðingu. Þess vegna endurtek Ég svo oft um gæði hugsunar.

614. Mikið er rætt um jarðneska atburði í fíngerða heiminum, en samt er margt sem ekki er hægt að skilja þar. Maður verður að hafa samúð með slíku skilningsleysi, rétt eins og á jörðinni. Einmitt, eins og á jörðinni, svo líka á himnum, ættu menn ekki að auka ástandið með pirringi. Maður ætti að fylgja helgiveldinu í fullu trausti, rétt eins og það helgiveldi fylgir hærra Helgiveldi. Slíkri hollustubraut ber að unna. Maður verður að halda fast við það af heilum hug, svo að hver annar hugsunarháttur verði ómögulegur. Sannarlega, með slíkri hollustu eru heimar byggðir. Maður getur lesið um fegurstu dæmi um hollustu og þannig verður sagt frá hetjum. Maður ætti jafnvel að læra að lifa eins og hetjurnar. Maður ætti að elska eldsviðið.

615. Sérstök flækjustig myndast vegna mismunandi tímaskilyrða í ólíkum heimum. Að vísu geta menn séð mjög fjarlæga framtíð, en jarðnesk tímasetning hnikast og virðist allt önnur þar sem enginn tími er til. Þar að auki gera hefðbundnir dagar okkar og nætur ráð fyrir mismunandi þáttum jafnvel á öðrum reikistjörnum sem fyrir eru. En fíngerði heimurinn og eldheimurinn enn meira, eru gjörsneyddir þessum skilyrðum. Þetta þýðir að stjörnuspeki geta þjónað þar, en jafnvel hún er skilgreind með mismunandi aðferðum, vegna þess að geislar himinhnattanna brotna á annan hátt þegar Agni sigrar. En fyrir okkur hérna er erfitt að ímynda sér aðstæður í hærri heimum. Astral ljósið er örugglega staðfest samkvæmt lögum lofthjúpsins; ákveðin svið fíngerða heimsins búa í rökkri, því ljós íbúa þeirra er dauft. Fáir skilja hvernig íbúarnir sjálfir geta verið eins og ljósvitar. En nákvæmlega hreinsaður Agni þjónar sem leiðarljós fyrir alla. Þannig þjónar hugsun um Materia Lucida, ljósefnið, sem leiðarljós fyrir afrek. Margir spyrja sig: „Mun ég skína?“ Aftur skulum við ekki gleyma því að sjálfhverfan er eins og dökkur hleðslusteinn á hjartanu, en hið hreina sjálf er eins og geislandi eðalsteinn!

616. Ekki er hægt að greina hugsunarsköpun á jarðneska sviðinu; í því liggur munur þess og eldheimsins. Hærri verurnar skynja áhrif hugsana sinna strax, en hér getum við aðeins vitað stefnu þeirra og endanleg niðurstaða birtist aðeins eftir ákveðinn tíma. Þannig geta menn smám saman myndað sér muninn á birtingarmyndum í ýmsum heimum. Sömuleiðis er hægt að nálgast eldvitund smám saman og uppræta hindranir milli heima. Maður getur ímyndað sér ástandið þegar dauðinn verður ekki lengur og umbreytingin verður venjulegur árangur. Það er ómögulegt að skilja hvernig slíkur aðskilnaður milli heima skapaðist, þar sem hann er ekki nauðsynlegur fyrir þróun, nema fólk hafi búið til metnaðarfullt hugtak fyrir jörðina. Það er hægt að uppgötva að í fjarlægri fornöld var meiri skilningur á kúlulögun jarðarinnar en eftir jökulskeiðið. Sannarlega hafa margar fornar hefðir verið misskildar og fyrst núna byrja menn að leggja rétt mat sitt á samfellu lífs á jörðinni okkar. Það er ótrúlegt hve greinilega lærðir menn ræða hátign Guðs, en samtímis reyna að gera lítið úr sköpunarverki hans. Ef vísindamenn fyrir tvö hundruð árum hefðu þorað að gefa í skyn hinn mikla aldur plánetunnar, eða stinga upp á öðrum byggðum heimum, hefðu samtímamenn þeirra sennilega gripið til vel reyndra úrræða bálkastarins. Og maður getur verið jafn viss um að jafnvel nú verði einhver hófstillt kenning, þó hún sé byggð á tilraunum, svikin. Þannig líta menn á örlög þessarar plánetu sem alfa og ómega alls alheimsins. Mikinn sannfæringakraft þarf til að minna mannkynið á að í öllum gefnum sáttmálum var spáð fyrir um eldtímabilið.

617. Það er næstum ómögulegt að ímynda sér hugmynd um yfirvofandi eldlega innrás. Það eru mörg merki um það en fólk neitar að hugsa um sumarið á veturna. Enginn skilur, að ekki er hægt að jafna þrautir þjóða með aðferðum síðustu aldar. Fræðslan um fíngerðustu líkamlegu ferli gera ráð fyrir að alls staðar sé eitthvað sem er ekki hægt að skilgreina. Maður verður að sætta sig við þetta „eitthvað“ líka í uppbyggingarferlum þjóðanna. Rannsókn á þjóðfræði er mjög nauðsynleg til að átta sig á ömurlegu ástandi plánetunnar. Hugtakið um heiminn sem er umvafinn ósýnilegum heimi mun breyta sálfræði fólks. En þetta er enn þá fjarri! Jafnvel í félögum sem helguð eru sálarrannsóknum eru niðurstöður tilraunanna ekki fluttar út í lífið. Eftir tilraunir sínar er fólkið áfram eins og áður. Ekkert ætti þó að hindra mann frá því að miðla þekkingu sinni og hvetja til vitundarvakningar. Í því liggur ást á samferðamönnum sínum.

618. Alls staðar er gefið til kynna að þjáning sé besta hreinsunin og stytti leiðina. Þetta er tvímælalaust rétt við núverandi aðstæður á jörðinni. En gæti verið til sköpun með óbreytanlegu ástandi þjáninga? Nei, sannarlega er engin þörf á þjáning í mikilli sköpun. Með hræðilegum ákafa keyrir fólk sig inn í þjáningahringinn. Í árþúsundir hafa menn einungis reynt að vera tvífætt skepna. Þeir reyna að þyngja andrúmsloft jarðar með illsku. Sannarlega mun hver læknir bera vitni um að án illsku væru engar þjáningar. Við skulum helga okkur því að forðast þjáningu með göngu þess góða. Sannarlega útilokar braut hins góða þjáninguna í gegnum eldinn. Þannig lyftir eldleg umbreyting jafnvel á jörðinni, manni yfir þjáningu. Maður ætti ekki að forðast þjáninguna, því án þjáninga verður jarðneskur árangur ekki til. En hver og einn sem er tilbúinn til afreka kveik elda í hjarta sínu. Þeir verða vísbendingar um brautina og skjöldinn, sem ekki er smíðaður af manna höndum. Einhver hefur spurt: „Hvernig greinir Drottinn þá sem nálgast hann?“ Svarið er: „Með hjartaeldum þeirra.“ Ef við erum forviða af krafti eldsins sem jafnvel hér umvefur okkur og mettar klæði okkar, þá getum við skilið hve háleit eldglóð hjartanna er í keðju Helgiveldanna!

619. Fólk trúir ranglega að eitraðar lofttegundir eyðileggi aðeins jarðneskt líf; það er miklu meiri hætta í deyðandi gasgufunum - þær spilla lögum lofthjúpsins, með öðrum orðum, trufla geisla hininhnattanna. Lofttegundirnar stofna ekki aðeins lífi í hættu heldur geta þær komið plánetunni úr jafnvægi. Vissulega, ef jafnvel gas frá skurðeldum er mjög skaðlegt fyrir vitsmuni, hvað um útblástur frá verksmiðjum, og umfram allt, hvað um eiturgas í styrjöldum? Þessi síðasta uppfinning er kóróna mannhaturs. Heilbrigð kynslóð getur ekki fæðst ef illt er sett í grunn lífsins.

620. Ennfremur er það hin mesta ófrægð að mannkynið stundi einnig galdra, einmitt svörtustu galdramenn hneigast til ills. Slíkt meðvitað samstarf við myrkraöflin er ekki síður hræðilegt en eiturgas. Það er ótrúlegt að menn sem telja sig vera í trúarbrögðum þess góða framkvæmi skelfilegustu galdra. Ég myndi ekki minnast á þessa svörtu hættu ef hún hefði ekki náð svona hræðilegri hlutdeild eins og er. Óþolandi helgisiðir hafa verið settir á ný til að skaða fólk. Í fáfræði fjöldans hefur hann verið leiddur í fjöldagaldra. Það er óleyfilegt að leyfa slíka upplausn á jörðinni! Það er óheimilt að leyfa myrku öflunum að ná að tortíma allri þróun. Galdramál eru ekki leyfileg, enda þrýstingur á umhverfið andstætt náttúrunni. Alls staðar, leggðu áherslu á hættuna af göldrum.

621. Það er eðlileg löngun að vilja vita hvernig umbreytingum á mismunandi sviðum er náð. Það er ekki erfitt að skilja að hreinsaður Agni er afgerandi þáttur. Ef við fyllum smám saman blöðru af brennandi gasi, þá stígur hún hlutfallslega. Ef blaðran heldur ekki gasinu mun hún síga niður. Þetta er gróft dæmi um meginregluna um umskipti yfir á mismunandi svið fíngerða heimsins. Fíngerð veran getur farið upp sjálf ef eldheitt fræ hennar er fyllt á viðeigandi hátt. Eldurinn - umbreytarinn - hjálpar til við að tileinka sér nýjar og hærri aðstæður. Agni auðveldar skilning á tungumáli hvers sviðs, vegna þess að samskipti vera verður fágaðra þegar við hverja hækkun. Auðvitað yfirgefur leiðsögnin ekki þá sem leita, en til að tileinka sér leiðbeiningar er hollustu þörf. Þannig getur veran farið upp stigann - það er ekkert annað tákn sem getur skilgreint nákvæmari hækkun andans. Ef veru er haldið í einu þrepi er orsökin augljós í árunni. Svo margir ferðalangar finna sig alveg óvænt nokkrum skrefum neðar! Venjuleg ástæða fyrir slíkri afturför er einhver jarðnesk minning sem vekur löngun. Leiðsögnin hefur ómissandi þolinmæðin við að vernda þá sem hrasa. En maður ætti ekki að sækja of oft í þessa dýrmætu orku. Veran sem getur uppgötvað orsökina sjálf mun í raun hækka hraðar. Sannarlega fylgir hækkun gleði nýrra félaga og að lokum dettur jarðneska öfundinni í burtu og hugsunarsköpunin er ekki lengur hindruð af straumum illgirninnar. En maður ætti að búa sig, jafnvel núna, fyrir hreyfanleika vitundar. Dauf vitund hindrar leit Agni. Við skulum því sjá uppgöngustigann skýrt fyrir okkur.

622. Maður ætti á engan hátt að brjóta gegn frjálsum vilja fólks. Fræðsla ljóssins umbreytir lífinu þegar andinn viðurkennir af sjálfsdáðum nauðsyn hækkunar. Ekki íþyngja öðrum með áminningum. Fólk mun bæta sig og ná sjálfu sér. Í sögu mannkynsins má sjá hvernig andi fólks ratar í átt að ljósi. Með ljósi sínu finnur hver andi leiðina á sinn hátt. Margir eru ekki tilbúnir að samþykkja allt sem boðið er upp á og leita sjálfir eftir leynilegri nálgun á sannleikann. Maður verður að sýna sem mesta umhyggju með slíkum sjálfstæðum aðdáendum; ekki vilja allir vera í kór. Athugun mun leiða til viðeigandi ráðstafana. Hins vegar verður maður að viðurkenna sérkenni manna. Jafnvel sandkorn eru ólík. En hver ætti að virða einstaklingshyggjuna ef ekki þjónar ljóssins! Þannig ætti maður ekki að koma á neinu með valdi. Það er sagt: „Þó að maður leiti ekki í dag að ljósinu, grætur hann að morgni yfir því.“

623. Ég hrósa þér að undrast ekki að sjá, að skothvellur hafði ekki áhrif á dáleidda konuna. Það er enn ein sönnun þess að andleg orka ræður efnislegum lögmálum. Maður ætti að fylgjast með hinum fjölmörgu dæmum í lífinu. Fyrir utan tilvik þar sem utanaðkomandi stjórn er að ræða, notum við oft okkar eigin sálarorku og með hjálp hennar forðumst öflugustu fjandsamlegu örvarnar. Hafa ber í huga að hlekkurinn við helgiveldi er sterkari en herklæði. Með hvaða hætti sluppu margir stríðsmenn og leiðtogar úr beinni hættu? Einmitt í gegnum hlekkinn við hina hæstu. Birtingarmynd slíkra tengsla krefst stöðugrar varðveislu ímyndar Drottins í hjarta manns. Maður getur komist yfir ófærustu hyldýpi ef böndin við Drottinn eru sterk. En ef þessi hlekkur er tímabundinn getur orðið hlé á verndinni. Þannig ætti maður að fylgjast með sönnunum í lífinu. Þær veita mörg merkileg dæmi um kraft sálarorku og nærveru ljósaflana.

624. Jafnvel í samtímanum er að finna fjölmarga menn sem minna á dýr. Slíkar ómyndir eru venjulega raktar til ótta eða áfalls sem móðirin upplifi. En þrátt fyrir margar skýringar er yfirleitt litið framhjá aðalorsökinni. Það má skilja að í fíngerða heiminum eru ákveðnar aðilar háðir holdlegri löngun. Við þessar langanir sökkva þær niður á dýraríkið. Ennfremur er Agni hafnað að svo miklu leyti að meginreglur dýra taka hina föllnu. Auðvitað, með tímanum geta þeir aftur farið upp, en snertingin við dýrið er svo öflug að það getur breyst við endurfæðingu í dýraform. Stundum stuðlar erfðir að slíkum endurfæðingum, því að í grunninn kýs andinn samsvarandi form fyrir sig. Og stundum er það hvorki frumhyggja né erfðir, heldur hörmulegt dýfing inn í dýraheiminn, sem innsiglar brjálæðið. Aftur er lærdómsríkt að hafa í huga hvernig minnkun Agni leyfir birtingu dýralíkindi.

Agni, frelsarinn, leiðir til fagra heima, en maður verður að þykja vænt um hann og ekki gleyma tilvist hans. Margir andar, á meðan þeir lækka sig ekki niður í dýraríki, stimpla sig skammarlega á einn stað og jafnvel óttast Agni. Á jarðneskum ferðum sínum óttuðust þessir huglausu allt og eldurinn er þeim hið skelfilegasta hugtak. Þeir gleyma ljósinu, sem gæti dregið þá að fegurðarheiminum, og ótti er lélegur ráðgjafi.

625. Mettuð lausn myndar kristala; svo er með ýmsar aðstæður sem líða hjá okkur. Þannig skapar mettun hugsunarathafnir. Af hugsun fæðast líkamleg áhrif. Þannig skapar mettun karma loks líkamlegar afleiðingar. Margir huglítir reyna að koma í veg fyrir karmískar afleiðingar, en eldhugi flýtir skynsamlega fyrir því með öllum ráðum. Hann skilur að rifinn dúkur geta hindrað hækkunina. Skilningsleysi ætti ekki að trufla þann sem flýtir sér. Hann viðurkennir í hjarta sínu að hið óhjákvæmilega verður að gerast og hann fagnar að hægt sé að komast yfir allt - styrkur Agna er í honum.

626. Að gefa er grundvallaratriði í eldlegum guðdómleika andans. Samlíkingin við eldinn er sláandi á öllum þroskastigum. Allt frá grófustu lífsformum og upp í það hæsta er gjafmildin augljós. Menn ættu ekki að mótmæla ef villimaður, sem ekki þekkir gildi andlegra gjafa, býður guði sínum verðmæti heimilis síns. Með slíkri hringrás nær mannkynið hæstu gjöfum. Háleitar verur skilja gjafmildi sem gleðileg skylda. Maður ætti að leitast við að verða slíkur, því þá komumst við í jafnvægi við meginreglu eldsins og gjafmildi verður móttaka. Síðar, þegar maður er án sjálfselsku, tekur veran við hæstu gjöfum. Og í slíkum hraðabreytingum á orkuflæði sér stað. Þessi stöðuga endurmótun endurnýjar vitundina og hlífir manni við meðvitundarhléi við umskiptin í fíngerða heiminn. Þannig geta menn munað umskiptin í bæði hinu lægsta og hæsta. Hið stöðuga umskipti eyðir út mörkum milli lægsta og hæsta, með öðrum orðum, það hækkar hið almenna stig. Slík vinna mun gagnast okkar nánustu, því hún dregur þá inn í brautina að viðleitni vitundarinnar. Sýnir skilning á umskiptum efnisins.

627. Stundum heyrir þú eins og kvein og raddkviður. Reyndar eru þetta bergmál frá lögum fíngerða heimsins. Þetta nær til okkur annað hvort í gegnum innri orkustöðvar okkar eða vegna spennu í straumum. Hjá Okkur, er skynjun á fíngerða heiminum umbreytt í raddir, að því er virðist líkamlegar, en þú veist að fíngerði heimurinn hefur engin líkamleg hljóð eins og við þekkjum þau. Þannig er orku skipt út í samræmi við mismunandi svið. Ómurinn af titringi umhverfis jörðina er þungur, en í fíngerðari mynd verður hann einungis ákveðinn þáttur í rafmagni sem er ósýnilegt jarðneskum augum. Svo er líka fínn titringur óheyranlegur í sinni mestu spennu. Maður getur fylgst með lærdómsríkum breytingum í mismunandi heimum, en eldlegi þátturinn er óbreytanlegur gegnum öll sviðin.

628. Missir trúarbragða hefur hrist hreyfinguna áfram. Án Guðs er engin leið. Kallið hann það sem hverjum hentar, hæsta Helgiveldisþættinum verður að fylgja, annars er engu að fylgja. Því verður maður að skilja hvernig tilbeiðsla fólks upp á við umvefur jörðina eins og verndarnet.

629. Í frumstæðri tilbeiðslu byggðist dýrkun guðdómsins á ótta. En ótti vekur skelfingu og óhjákvæmilega reiði. Mannlegt eðli varðveitir í eðli sínu þá vitund að hinn mikli uppruni Upphafsins á ekkert sameiginlegt með skelfingu. Sá sem finnur fyrir kærleika til Guðs getur borið nafn hans fram á sínu tungumáli. Aðeins með slíku allsherjarhugtaki er hægt að lýsa verðugri dýrkun. Ekkert á jörðinni getur kveikt eld hjartans eins og kærleikurinn. Engin dýrð sem fyrir er, er sambærileg við kærleikann. Fólk skammast sín ekki fyrir að afhjúpa reiði og pirring í sinni grófustu mynd, en hinu heilaga hugtaki, ást, fylgir ruglingur og jafnvel hæðni. Maður sem þorir að sýna ástúðlega hollustu er þegar álitinn nokkuð vafasamur; frá þessu rugli grundvallarhugtaka skapar óreiðu í heiminum. Mannshjartað getur ekki blómstrað án þess að leitast til uppruna Upphafsins - óútskýranlegt í orðum, en þekkt af eldi hjartans. Við skulum því kveikja elda hjartans og ást til þess hæsta. Við skulum gera okkur grein fyrir því að jafnvel vísindin, með afstæðinu, halda leiðinni að óendanleikanum opinni. Getur maður dvalið í illsku, í morði, í svikum, í mikilfengleika heimanna? Aðeins myrkur getur hýst alla skaðlega glæpi! Engin lögmál réttlæta illan vilja. Illur vilji er hræðilegur, því hann leiðir út í myrkrið. En hvaða jarðneskur máttur getur sigrað myrkrið? Sannarlega eldur kærleikans.

630. Þeir munu spyrja: „Hvernig getum við þjónað best á jörðinni til að ná sem mestum árangri um þessar mundir?“ Maður verður að endurheimta heilsu jarðar. Með óteljandi leiðum verður maður að sinna veraldarverkefni endurnýjunar. Maður verður að hafa í huga að fólk hefur tortímt auðlindum jarðar án miskunnar. Menn eru tilbúnir að eitra jörðina og loftið. Þeir hafa eyðilagt skógana, þessar geymslur Prana. Þeir hafa slátrað dýralífinu og gleymt því að dýraorkan nærir jörðina. Þeir telja að óprófuð efnasambönd geti tekið sæti prana og jarðnesks útstreymis. Þeir ræna náttúruauðlindunum, og huga ekki að því að jafnvægi verði að halda. Þeir velta ekki fyrir sér orsökum hörmunga Atlantis. Þeir líta ekki á þá staðreynd að efnafræðileg innihaldsefni verður að prófa í aldir, því að ein kynslóð getur ekki ákvarðað einkenni þróunar eða úrkynjunar. Fólki finnst gaman að reikna út kynstofna og kynþætti, en mjög einföld hugmynd, að reikna sundrun plánetunnar dettur þeim aldrei í hug. Þeir halda að með einhverri miskunnsemi muni veðrið skána og fólk verði velmegandi! En vandamálið við að endurheimta heilsuna kemur ekki inn í hugsanir þeirra. Þess vegna skulum við elska alla sköpun!

631. Hnignun jarðneska garðsins er hættulegt. Enginn hugsar um mikilvægi heilsu plánetunnar. Ein hugsun um það - ein hugsun - myndi í sjálfu sér framleiða staðbundna hvata. Maður getur vaxið í kærleika til uppruna Upphafsins og alls mikilfengleika sköpunar hugsunarinnar.

632. Við eflingu eiginleika er ekki hægt að halda í eitt kerfi eða eina röðun. Hver sem finnur í hjarta sínu þörf fyrir að öðlast þolinmæði, megi hann setja sér það verkefni. Sá sem leitast við að þroska hugrekki, leyfið honum að safna þeirri reynslu. Maður getur ekki bannað þeim sem vill hugsa um samúð eða tjá sig í samstarfi. Enn verri eru hefðbundnar þvingunaraðferðir sem neyða lærisveininn til að leitast við þá eiginleika sem eru honum fjarlægastir, sem ekki er enn hægt að tileinka sér. Með öllum aga grískra heimspekiskólans var bannað að hefta frjálsan vilja nemanda. Til dæmis voru öll móðgandi orð bönnuð með gagnkvæmu samkomulagi, án þvingana, annars gæti maður sent andlega enn verri misnotkun. Maður ætti örugglega að benda byrjendunum á þörfina fyrir að bæta eiginleika sína, en í því sem þeir eru hæfir til. Eldar hjartans kveikja orkustöðvarnar í samræmi við sérkenni. Þess vegna ættu menn að meta þessa eldheitu leiðsögn. Það verður að skilja af hverju Við krefjumst náttúrulegrar umbreytingu lífsins. Það er vegna þess að annars munu áhrif frávika frá eðli viðleitninnar leiða til brota á öllum undirstöðum.

633. Forn bandalög voru innsigluð með því að stökkva í gegnum eld. Í eiðum var hendinni haldið yfir eldi. Sem vígsla gekk maður í gegnum eld. Slíkar tengingar um eld hefur átt sér stað í gegnum allar aldir. Það verður að taka sem viðurkenning á eldsþætti hreinsunarinnar. Jafnvel við hugsun ættu menn að venja sig á að þenja hugsunina, ef svo má segja, í gegnum hjartans eld. Þessum ráðum verður að beita í athöfn. Maður getur fundið í slíkri athöfn stund sælu sem kallar fram hjartahlýjuna. Tilfinningin í hjarta um hlýju, þyngd eða skjálfta mun staðfesta þátttöku orku hjartans. Menn ættu ekki að líta á þessar vísbendingar einungis sem aðdraganda að eldheiminum. Styrkur margra af áðurnefndum eiginleikum verður nauðsynlegur fyrir eldheiminn sjálfan.

634. Sjálfstjórn er mjög flókinn eiginleiki. Það samanstendur af hugrekki, þolinmæði og samkennd. En hugrekki má ekki verða reiði, samúð ætti ekki að jaðra við móðursýki og þolinmæði má ekki vera hræsni. Þannig að sjálfstjórn er flókin, en hún er bráðnauðsynleg þegar komið er inn í æðri heima. Maður ætti að þróa þessa samhæfðu eiginleika með fyllstu aðgát. Í skólum ættu nemendur að horfast í augu við óvæntustu aðstæður. Kennarinn ætti að fylgjast með að hve miklu leyti áhrif eru móttekin meðvitað. Þetta er ekki ströng spartversk skólaganga líkamlegs úthalds og útsjónarsemi, hún sækir í orku hjartans til að skilja hlutina með reisn. Það eru ekki margir sem muna eftir sjálfstjórn. Um leið og þeir fara út fyrir landamæri hins venjulega byrja þeir að sýna röð af undarlegum hreyfingum, muldra óþarfa orð og almennt, að gera ráð fyrir áhrifum af anda og líkama. Það má ímynda sér hvernig slíkt fólk missir ró þegar það fer yfir hin miklu landamæri! Hafa verður í huga að þegar maður nálgast ljósið verður maður að bera lampann sinn óspilltan. Slík leiðandi fullkomnun verður að öðlast í líkamlegu ástandi. Þess vegna biðja reyndir menn um próf; annars á hverju geta þeir staðfest styrk sinn? Leyfðu hverri jarðneskri athöfn að leiða hærra. Látum hverja hugsun vera þannig að hún megi endurtaka sig fyrir eldheiminum.

635. Eitt erfiðara verkefni - það er ekki auðvelt að öðlast virðingu fyrir jarðneskri sköpun, en samt að frelsa sig samt frá tilfinningunni um eignir. Sá sem finnur fyrir mikilfengleika óendanleikans mun örugglega skilja ósamræmanleika tálsýnarinnar um eignir á svo tímabundnum stað eins og á jörðinni. Sá sem skilur umfang skapandi hugsunar mun meta hið háleita í allri jarðneskri sköpun. Þess vegna skulum við skynja hina miklu leið og láta ávöxt vinnu okkar þeim sem eftir okkur koma. Þannig munum við varðveita gildi vinnuaflsins, ekki fyrir okkur sjálf, heldur fyrir þá sem fylgja og halda áfram þessu bandi fullkomnunar. Einnig verður þetta sjónarmið varðandi eignir að vera staðfest í hjarta manns hér á jörðinni, annars berum við í fíngerða heiminn íþyngjandi tilfinningu jarðneskra eigna. Leyfum fólki að sameina hugtakið innri fullkomnun og viðurkenningu á fegurð jarðneskra hluta. Fegurð fyrir marga, er þetta ekki heilsueflandi eldur fyrir vegfarendur? Þannig að bæta eigið sjálf fyrir aðra er verðug ákvörðun.

636. Tímarnir eru mjög flóknir. Hatrið meðal manna hefur náð óvenjulegum hæðum. Maður getur ekki lengur talað um samanburð við samkeppni fornra ætta. Það voru barnaleikir samanborið við hatur nútímans. Þess vegna skulum við sýna sjálfsstjórnunina sem Ég talaði um.

637. Sá sem þorir í strauminn velur trausta steina. Hann skilur hvenær og hverjum hann getur treyst fyrir fræðslunni. Lífsfuglinn, geislandi Svanurinn, afhjúpar einnig beina þekkingu um hvar mörk notagildisins liggja. Ákvörðun um þessi mörk er ekki hægt að tjá á mannamáli. Það er hægt að skynja, en er ekki hægt að reikna út með líkamlegum mælingum. Þannig er búið til frábært próf fyrir hver svik. Annað frábært próf liggur í því að samþykkja heimilisleysi. Það getur verið gert mikið háð að miklum tilfinningum um heimilisleysis. Fyrir jarðneskan huga er hugtakið heimili alger nauðsyn. Ef einhver dirfðist að tala um hús ljóssins yrði hann tekinn fyrir vitleysing. Þess vegna er breyting á jarðneskum dvalarstöðum gagnleg stækkun hugmyndarinnar. Annað frábært próf er að heyra allar hugsanir. Hið aumkunarverða hugtak um jarðneskrar leynd leiðir fólk í margar villur. Tilfinningin um stolt og sjálfhverfu gerir uppreisn gegn afléttingu leyndar, en samstarfsmenn Helgiveldi ljóssins skilja nú þegar þetta stig samvinnu. „Ég er tilbúinn,“ segir hann og flýtir sér að opna hjarta sitt. Árangursrík tök á öllum prófunum liggja í hjörtum okkar og felast í kærleika okkar til Drottins. Getur hindranir verið fyrir hendi ef við fyllumst kærleika? Jarðnesk ást sjálf skapar kraftaverk. Margfaldar ekki eldheitur kærleikur okkar til Helgiveldisins krafta okkar? Þessi öfl munu hjálpa til við að breyta heimilisleysi í fallegt heimili, víðfeðmu og ótakmörkuðu! Maður getur ekki hugsað um fagrar víðáttur í þoku þægindanna. Sagt er að hungur hindri veginn til Guðs, en við munum líka bæta við að þægindin eru eins og gruggugt vatn. Sá sem skilur muninn á hungri og þægindum mun ganga í strauminn. En sá sem snertir ljósið umbreytist í fugl lífsins. Svo lengi sem fugl lífsins er ljóðrænt afstæði, er sá andi enn ekki tilbúinn.

638. Það er sagt: „Gakktu ekki í eld í eldfimum klæðum, komdu heldur með eldlegum fögnuði.“ Í þessari vísbendingu liggur öll forsenda samfélags við eldheiminn. Sannarlega, jafnvel föt fíngerða heimsins henta ekki alltaf fyrir eldheita heiminn. Svo verður einnig gleðin að fara ofar allri jarðneska gleði. Hún verður að skína og það ljós verða mörgum leiðarljós. Hver getur þá spottað gleði og ljós? Moldvarpan þekkir ekki aðdráttarafl ljóssins; og aðeins illur andi skilur ekki hvað gleði er! Þegar þú gleðst yfir blómum, þegar hugsunin leitast við að komast inn í dásamlega uppbyggingu þeirra, í sköpun lítils fræs, þegar þú metur ferskan ilminn, hefur þú þegar haft samband við fíngerða heiminn. Jafnvel í blómum jarðarinnar, í fjöðrum fugla og í undrum himnanna, getur maður fundið þá gleði sem býr mann undir að koma að hliðum eldheimsins. Aðallega má maður ekki vera ónæmur fyrir fegurð. Hvar getur maður fundið betri umgjörð en fegurð fyrir hollustu, fyrir þrá, fyrir viðleitni? Við jarðneskar aðstæður verður að læra að finna það sem á við um alla heima. Það verður enginn tími til umhugsunar þegar farið er yfir í fíngerða heiminn; uppljómun gleðinnar getur verið og verður að vera tafarlaus. Þannig er vitundin í raun varðveitt í gleði. En maður má ekki missa eina einustu stund hér á jörðinni við að læra að gleðjast yfir hverju blómi.

639. Láttu daga mikilla hetjuverka lifa í minningu þinni. Eins og vorblóm geta þau endurnýjað vitund þína. Verkefnin voru erfið vegna útilokunar þeirra frá vitund fjöldans. Það gerist venjulega að mikill andlegur leiðtogi þekkir ekki sanna samstarfsmenn sína; aðeins sjaldan getur hann sent þeim kveðjur sínar úr fjarska. Þess vegna gengur þér vel í skrifum þínum að benda á að senda kveðju um langar vegalengdir. Þannig kemur fram vinarþel og skyldleiki sálna.

640. Maður getur stundum velt því fyrir sér hvers vegna og hvernig fólk getur hist aftur eftir margar jarðvistir. Það eru margar ástæður fyrir þessu en aðalatriðið er kosmíska segulsviðið. Maður tekur kannski eftir því að fólk laðast einmitt gegnum karma; ekkert getur haldið aftur af skuldaranum. En jarðnesk hugtök gera það erfitt að samræma óendanleikann við birtingarmynd karma. Hversu mikið þarf aðdráttaraflið að vera til að halda slíkum ólíkum kröftum í samræmi! Ennfremur mun ein hliðin alltaf reyna að flýja, en lögmálið munu leiða það til endanlegs skilnings á óhjákvæmni. Í þessu er hægt að fylgjast með sálrænu aðdráttarafli sem sannar aðeins einingu grunnlögmálsins. Fólk á líka erfitt með að sætta sig við þá staðreynd að jarðvistir eru mismunandi eftir sálarþáttum en ekki eftir jarðneskri aðgreiningu. Það skilja ekki margir að konungur getur fundið sig verkamann og skósmiður getur orðið þingmaður. En hugtakið Agni leysir gátuna um breytingar. Breytingunni á tilverunni er úthlutað samkvæmt Agni. Eldorkan miðlar til okkar hærri verkum. Við metum ekki jarðneskar uppreisnir í formi morða - uppljómun ein er raunverulegur sigur Agni.

641. Hagkvæmni krafta aðgreinir þann sem er kominn inn í strauminn. Engin tilgangslaus dreifing er möguleg þar sem gildi orkunnar er metið. Ef við eigum dýrmætt úrræði sem ekki er hægt að endurnýja, ættum við þá að eyða því tilgangslaust? Maður verður að samþykkja Agni sem sannarlega dýrmætasta þáttinn. Menn verða að gera sér grein fyrir erfiðleikunum við að þróa þessa orku og að það er ómögulegt að bæta upp of mikla eyðslu hennar. Maður verður einfaldlega að vernda þennan guðdómlega eld með sérstakri aðgát. Sá sem getur viðurkennt dökkt hvísl verndar Agni ekki. Jafnvel í sérstöku hugarangri verður að varðveita sjálfstjórn, sem við höfum þegar talað um. Margt hefur verið sagt, en maður ætti að beita því í athöfnum. Enginn vill að tíminn fari í iðjuleysi, en svefn og vaka eru bæði hlutar sömu athafna. Í þessu sambandi ættu menn því ekki að dæma af jarðneskum ráðstöfunum einum saman. Leyfum fólki að venjast án tafar að hugsa um heimana tvo. Hugsun - ein og eilíf - má ekki einskorða sig aðeins við hið jarðneska svið.

642. Fræ andans þarf, sem slíkt, styrkjandi högg. Dauðaleg þægindi og tilgangslaus sóun lífsins eru andstæðar náttúrunni. Fólk getur ekki skilið gagnsemi einkenni högga sem ýta manni áfram eins og sprengingar í vél. Sprengingar orkunnar hreyfa mannkynið. Maður verður að gera sér grein fyrir að hve miklu leyti Agni byrjar að starfa nákvæmlega við birtingu orkunnar. Maður getur fylgst með mörgum dæmum í náttúrunni en fólk vill frekar undanskilja sig frá lögmáli einingarinnar. Það er rétt að án skilnings á framtíðinni eru höggin, sem hreyfiafl, óskiljanleg. Þau geta valdið kvörtunum og vonleysi. Þess vegna er svo nauðsynlegt að tileinka sér grundvallaratriðin í fullkomnun sjálfsins fyrir mikla framtíð. Að sækjast eftir framtíðinni mun þegar vera til vitnis um Agni. Ekki halda að það sé óþarfi að aftur sé talað um Agni og framtíðina. Ungbarnið verður að vera sátt við fyrstu verki. Kvörtun þýðir skilningsskort á vandamálum lífsins. Sérstaklega erfitt er að skilja raunverulega þýðingu þeirra meðan á höggum stendur. En upphaf hetjulegs árangurs í sjálfu sér táknar samþykki á knýjandi höggunum. Gleymum ekki tilganginum sem knýr fram höggin.

643. Sannarlega, þarf maður að greina vel til að komast að sannri merkingu. Margar eru blekkingarnar og skuggarnir sem torvelda mat á raunverulegum framgangi andans. Margar aðferðir myrkrasveitanna tæla eða hræða manninn. Slíkar árásir eru sérstaklega miklar á fólk með þráhyggju eða geðsjúka einstaklinga, sem eru eins og opin hlið, sem laðar ekki aðeins að sér verur, heldur skapar eins konar farveg fyrir alla í kringum þá. Markalínur sálrænna sjúkdóma eru alveg ómerkjanleg, þess vegna ráðlegg Ég mikilli varúð. Ég tel gagnslaust að eyða kröftum sínum í tilraunir með þráhyggju þegar eigin heilsubrestur truflar jafnvægið. Hvíslarar geta fest sig við eyrað sem er aumt. Og aðeins staðföst meðvitund getur hrist af sér þessar vespur án tafar. Þú veist nú þegar að engin veikindi ætti að vanrækja. Maður verður verja sig strax af krafti og ekki gleyma Agni.

644. Alsæla, Nirvana, guðleg nálægð og öll hliðstæð hugtök fyrir hærra ríki eru venjulega skilin jarðneskum skilningi. Þannig er alltaf litið á alsælu sem óminnistilfinningu og gleði einhvers konar ævarandi hvíldar; en óminni má skilja aðeins sem útrýmingu allra jarðneskra aðferða og viðmiða. Hvers vegna svo takmarkaðar jarðneskar leiðir, þegar sannarlega er hægt að starfa í gegnum hærri orku? Er mögulegt að bera kennsl á guðlega nálægð við leti og í óminni? Slík fylgni er andstæð sjálfri merkingu um nálgunar við hæsta meginþáttinn. Þetta samtenging við hið hæsta, þessi umbreyting í gegnum hærri krafta, hvetur mann fyrst og fremst til aukinnar spennu allra krafta. Jafnvel í mikilli spennu má maður ekki missa tökin á sjálfum sér. En innan snertingarinnar við eldgeislunina, kviknar fræ andans því meira, og leitast við ótakmarkandi hugarsköpun. Það má velta fyrir sér hvers vegna fólk reynir að takmarka og gera lítið úr mikilvægi eldheimsins. Þeir vilja klæða það í jarðneskar takmarkanir og telja einnig að íbúar annarra heima verði að vera til í jarðneskum líkama og búa við jarðneskar aðstæður. Aðeins óþroskað ímyndunarafl getur takmarkað alheiminn í slíkum mæli. Þess vegna legg Ég svo mikla áherslu á þróun ímyndunaraflsins sem grunninn að því að leita til hærri heima.

645. Hvernig getur maðurinn skapað andlega þegar hann getur jafnvel ekki ímyndað sér æskilegt umhverfi fyrir sig? Hvernig dettur honum í hug fágun formsins þegar hann myndar þau aldrei í hugsun og reyna þannig að gera umhverfi sitt verðugt hærri verum? Kjarninn er ekki í þægindum heldur í samræmi. Aðeins sönnun um samræmi getur lyft andlegri vitund. Fornmennirnir sneru sér að hlutfallslögmálinu og leituðu lausnarinnar í tölum, en eldvitundin er ofar tölum og skapar með óbreytanleikanum. Ekkert er gert lítið úr í þessum óbreytileika, sem í sjálfu sér endurspeglar eldlögmál á jarðneskri braut. Þannig geta menn smám saman skynjað hærri lögmál.

646. Strokkun er tákn sköpunar kosmosins. Sá sem hefur samþykkt svo einfalt ferli sem tákn fyrir mikla athöfn, hefur sannarlega skilið fylgni milli smáheims og stórheims. Á líkamlega sviðinu er spírall snúningur grunnur uppsöfnunar efnis og hugsunin virkar líka á sama hátt. Frá hátindinum niður í óreiðuna er geimurinn styrktur með spíralsnúningi vitundanna. Hugsun umbreytir sjálfum sér í efni og gegnsýrir allan kosmosinn. Maður verður að skilja og samþykkja umbreytingu hugsunar í efni. Þessi suða varðveitir framboð efnis, því hugsun er óþrjótandi. Á jörðinni getur verið mikill ávinningur af því að gera sér grein fyrir mikilvægi hugsunar. Fólk óttast sérstaklega að ofþreyta heilann en það er fráleitt, því hugsun getur ekki valdið ofþreytu. Geðsjúkdómar stafa af fjölmörgum öðrum óhófum. Reykingar, drykkja, kynferðisleg ofvirkni, svefnskortur, ofát, pirringur, þreytandi þunglyndi, öfund, svik og margur hryllingur myrkursins veldur álagi sem er rakið til andlegrar vinnu. Sem fyrirbyggjandi afl veldur hugsun ekki þreytu heldur stuðlar hún að skiptingu hærri efna. Að kenna hugsun um ofþreytu jafngildir brottrekstri Agni frá hjartanu. Báðir leiðararnir tengja mannkynið við hærri heima; maður verður að meta þessa þræði án þess að sökkva í óreiðu. Á Vesturlöndum merkja trúarbrögðin tengslin við Guð, við hæsta meginþáttinn; þetta þýðir að hvern þráð þarf að elska og mikilvægasta sambandið verður í gegnum eldlega hugsunarferlið. Þess vegna verður maður að losa sig við óttann um að hugsun geti valdið þreytu. En ef þú tekur eftir þreytu meðan á hugsunarferlinu stendur skaltu leita annarra orsaka; venjulega eru þeir nærri. Kannski er orsökin ekki í þér. Kannski hefur eitrað loft komist inn um gluggann eða eldiviðurinn er ekki hreinn. Litlar orsakir hafa oft alvarlegar afleiðingar í för með sér og það er sérstaklega miður að líta beri á ljósborna hugsun sem uppsprettu þreytu. Hugsun er heilsa, endurnýjun, skipting efnis - reynum að við skilja heilsueflingu hugsanna.

647. Þegar ég segi, „Íþyngið Mér meira,“ vík Ég ekki frá fyrrnefndri hagkvæmni kraftanna. Það ætti að vera vitað að byrði veldur viðnámi hjá fræi andans. Maður getur ekki hafnað þyngdarlögmálinu. Þannig ættu menn að skilja gildi byrðarinnar. Sérhver sjómaður getur sagt þér frá þörfinni á kjölfestu fyrir skip. Enginn sjómaður myndi einu sinni íhuga að leggja til hafs á farmlausu skipi. Jafn gagnleg er byrði jarðneskra storma. Óttist ekki byrðar, þær mun aðeins afhjúpa eld hjartans. Þannig ætti maður að hugsa í hverri athöfn. Þannig ætti maður að enda hverja ráðleggingu.

648. „Eldfaðmurinn“ táknar myndun reikistjörnu þegar flókin efnasamsteypa sendir frá sér samvinnu sína í átt að faðmi eldsins. Ætti maðurinn, smáheimurinn, ekki að reyna „eldfaðminn“? Með eldfaðmi dregst maðurinn að hæstu hugtökunum. Hann byrjar að leita að eldlegum þáttum í öllu umhverfi sínu. Þannig umkringir hann sig eldlegum samhljómum sem eru í ólíkustu þáttum nærri honum. Að skoða hlutina í kringum mann með opnum orkustöðvum er að skynja eldlegt samræmi. Maður verður að taka eftir venjum eldlegra manna; með öllum sínum víðsýnu viðhorfum eru þeir næmir á umhverfi sitt. Þeir skynja allt að sársauka það sem öðrum er hulið. Ekki að ástæðulausu er að eldurinn eigi erfitt í sviftivindi. Það eru einmitt jarðneskar hringiður sem þenur orkustöðvarnar. En er í raun skaðlaust; þvert á móti, það skapar gagnlega spennu. Eldlegur maður finnur djúpt fyrir hverfugleika jarðvistar og veit um hærri veginn. Ekkert getur leitt eldheitan mann frá markmiði sínu. Hvorki að degi né nótt gleymir hann fyrirætlaðri leið. Hann skiptir ekki máli hvar uppstigi hans verði náð. Ástand líkamans skiptir ekki máli fyrir leitandi anda. Við skulum ekki skilja þetta sem sérstaka vísun í líf dýrlinga, en við skulum líta á þá staðreynd að slíkur árangur er mögulegur í lífinu. Mörg tákn eru gefin mannkyninu, gleymum þeim ekki. Hvert ykkar man eftir þessum kennileitum sem dreifast um á æviárin. Þegar töflurnar eru opinberaðar verður maður bara að lesa þær og þora að ganga áfram í átt að ljósinu.

649. Þú skilur nú þegar af hverju það er betra að segja of lítið en of mikið. Þú hefur mörg dæmi um hvernig óundirbúin vitund getur afbakað fræðsluna. Það má sýna hvernig einfaldasta vísbendingin er afbökuð þegar hún er gefin óundirbúinni vitund. Svo mörg jarðnesk sjónarmið eru höfð að leiðarljósi til að beita ójarðneskum ráðstöfunum á jörðinni! Ekki aðeins fullkomlega ókunnugir, heldur jafnvel þeir sem þekkja fræðsluna, geta ruglast af skilningsskorti, þess vegna er Ég svo áhyggjufullur um hvar og hvernig fræðslan er gefin. Stundum verður maður líka að lesa á milli línanna, sérstaklega þegar sumir, sem eru augljóslega vinsamlegir fræðslunni, skilja enn ekki það sem bent er á. Fólk samþykkir með miklum erfiðleikum leiðbeiningar utan venjulegs viðmiðs þeirra. Það eru mörg dæmi um að fólk takmarki sig. Til dæmis - kona hefur misst eiginmann og börn; þau eru nærri, en hún mun syrgja missi sinn og mun ekki beita sér fyrir því að leita að þeim. Þannig gerist það ekki aðeins á jörðinni heldur einnig í fíngerða heiminum. Maður verður að þróa samvinnu og þrautseigju hér og einnig þar.

650. Í öllum kenningum eru myrku öflin sýnd skjóta eldheitum örvum sínum að hinum upplýsta. Þessum bardaga er lýst með fallegum táknum. Ekki síður fagurlega er gefið til kynna að illu örvarnar nái ekki skotmarki sínu heldur mynda verndarnet. Við skulum ekki líta á þetta sem ímyndanir; þetta tákn er fullkomlega raunhæft, jafnvel frá sjónarhóli nútíma vísinda. Illgjarn logi lendir í miklum eldi hjartans og verður undirgefinn og eykur aðeins Agni hins mikla anda. Þannig sýnir hjartað ósigrandi kraft sinn. Ef þú ert á undanhaldi skaltu leita þess næsta. Hefur hjartað viðhaldið öllu sínu valdi? Hefur ekki einhver tímabundin jarðnesk afstæða truflað? Hefur sjálfsvorkunn skapast? Hefur hræðsluskjálfti yfirskyggt hjartað? Leyfði efinn skýjum að hrannast upp? Sannarlega, þar sem Agni hjartans er ekki hulinn, getur enginn ósigur orðið. Oft sýnist manni að hann hafi náð mörkum sínum, en hann er blekktur af ruglaðri sýn og enn liggur mikil víðátta fyrir honum, einmitt þar sem sigurinn getur komið. Ótímabærni leiðir til ógæfu.

651. Hversu mörgum óbreytanlegum sannindum hefur verið hafnað! Þeir segja að eilíft líf sé ekki til. Samt er það til. Þeir segja að fíngerði heimurinn sé ekki til. Samt er hann til. Þeir segja að engin sambönd séu á milli heimanna. Samt er þau til staðar. Þeir segja að engin hærri leiðsögn sé til. Samt er hún til staðar. Þannig myndu myrkir afneitarar skerma ljósið frá hjartanu. En enginn læsing er til sem getur hindrað hjartað frá afrekum. Maður ætti ekki aðeins að ræða og lesa, heldur ætti að skynja hjartahlýjuna. Þessa hjartahlýju má mæla; þetta þýðir að það er aðgengilegt einföldum tækjum. Agni mun vísa leiðina til þess lands þar sem sigri hjartans er ætlað. Eldheimurinn kallar til sigurs.

652. Sjálf-fullkomnun er erfiðasta verkefnið. Fólk setur í þetta ferli svo mikið ósamræmi að birtingarmynd raunverulegrar sjálf-fullkomnunar er hulin. Sjálf-fullkomnun er einfölduð fyrst og fremst þegar helgiveldi er samþykkt. Allir ættu að gera sér grein fyrir því að fullkomnun vitundarinnar í sjálfu sér inniheldur alla aðra þætti umbóta, en maður getur ekki sætt sig við vélrænar endurbætur á smáatriðum daglegs lífs sem fullkomnun. Maður getur mögulega smíðað banvænasta sverðið eða uppgötvað banvænasta eitrið, en það er ómögulegt að líta á slíka vitsmunalega slægð sem verðuga framför. Engu að síður, til að skilja hugmyndir hærri heima, er nauðsynlegt að ákvarða hvað sjálf-fullkomnun er. Við getum komist að ákvörðun um hvað fögur afrek eru þegar við sjálf gerum okkur grein fyrir því hverju þau verða að ná. Það verður ekki einu sinni hugsað um afrek ef við höfum enga hugmynd um löngun til að bæta lífið. Tilvist líkamlega heimsins eins og sér getur ekki stuðlað að raunverulegri þróun vitundar. Taktu sögu mannkyns. Athugaðu hversu stutt tímabil efnishyggjunnar voru; þau enduðu undantekningalaust í blóðugum krömpum. Reyndar varð tilhugsunin uppreisnargjörn og réttur farvegur týndist, glæpir margfölduðust. Sjálf-fullkomnun er aðeins möguleg með fágun vitundar með því að leitast við að umkringja sig verðugum birtingarmyndum. Þannig getur vitund verndað okkur gegn litlum og skammarlegum hugsunum. Vitundin leiðir til eldheimsins.

653. Ímungst er sannarlega réttlætanleg þegar fólk vill kóróna borg sína með hrikalegum turni og byggja krá ofan á hann. Ekki að ósekju höfum við þegar vísað til þessa tákns. Spyrjið hvern sem er með hverju hann vilji prýða sjálfan sig og þú uppgötvar vitundarstig hans. Það eru ekki aðeins ólæsir einstaklingar heldur oft þeir skynsömustu sem eru ekki á móti því að skreyta sig með frumstæðum og grófum hlutum. Stundum undrast maður blikuna af næmni í svokölluðum villimönnum og maður getur staðið agndofa yfir fáránlegum sýningum svokallaðra siðmenntaðra leiðtoga. Hugleiddu hvar meira er af eldi hjartans og hvar auðveldara er að vekja vitundina.

654. Við skulum rifja upp forna kínverska sögu um erfiðustu stigin. Maður fór framhjá bústað hinna átta blessuðu og tók eftir því að þeir voru undarlega uppteknir. Einn þeirra flýtti sér að reyna að hoppa upp á við. Þegar vegfarandinn spurði ástæðuna fyrir slíkri æfingu svaraði hann: „Ég er að ná erfiðustu stigunum.“ Annar blessaður hélt höndum sínum yfir eldinum og vísaði til samu markmiðs. Þriðji stóð í ísköldum straumi og talaði um það sama. Þannig neyttu hinir átta blessaðir krafta sína í leit að hærri stigunum. Vegfarandinn hugsaði með sjálfum sér: „Ef jafnvel þeir sem þegar hafa náð sælunni verða að reyna svo kröftuglega að þekkja og ná stigunum, hversu miklu meiri spennu verð ég að beita svo að ég missi ekki hærri viljann!“ Í þessari sögu má skynja nokkur gagnleg hugtök. Í fyrsta lagi getur ástand mestrar spennu stuðlað að móttækni yfir höfuð. Í öðru lagi, þegar maður hefur þegar hafið vígslu, léttir það ekki endilega hættuna á því að uppfylla ekki hærri boðanir. Í þriðja lagi verður maður að taka á móti hvers kyns spennu, til að komast í samræmi við hærri heiminn. Hve oft streyma sjaldgæfar boðanir í gegnum geiminn og snúa aftur til fjársjóðs hinna ómótteknu! Það kemur á óvart hversu mikið brot á sáttmála það er, jafnvel að tala um erfiðar boðanir. Sumir brosa í vanþekkingu, aðrir áminna í stolti, aðrir hneykslast í grimmd. Þannig hunsar hver og einn á sinn hátt boðin - fíngerð boðunin, hverfur út í eterinn. Þannig getur gömul kínversk saga minnt okkur á athyglina um erfiðu boðin.

655. Eldlegar boðanir mega ekki aðeins ná ákvörðunarstað sínum, þær mega ekki vera áfram eins og vængir hræddra fugla. Spyrja má hvernig hægt sé að bera saman boðun og skjálfandi vængi þegar boðunin er eldheit ör? Sannarlega er hægt að líkja boðun við ör og hún mun komast á áfangastað, eins víst og hjarta verður að vera stöðugt logandi!

Í öðrum tilvikum má líkja boðun við vængi fugls sem er hræddur. Ennfremur verður maður alltaf að taka tillit til líkamlegrar ástands bæði manna og náttúru. Í þrumuveðri kann eldheit örin að auka spennuna í háskalegum mæli. Sannarlega eru rafdrægar birtingarmyndir styrktar með gagnkvæmum hætti, en á meðan á þessum birtingarmyndum stendur ætti maður ekki að fara yfir öryggislínu spennunnar í jarðneskum athöfnum. Það er skynsamlegt að fylgjast með líkamlegu ástandi félaga þíns. Því miður hlustar ræðumaður of oft aðeins á sjálfan sig og veitir áheyrendum sínum enga athygli. Aðeins eldheit vitund beinir allri athygli sinni að því að koma til móts við einkenni hlustenda. Slík athygli hefur í sjálfu sér stórhug.

656. Þegar Ég tala um spennu má ekki það túlka sem ofstæki. Þvert á móti getur spennan sem tengir mann við Helgiveldið verið einmitt andlegt frávik frá venjulegum aðstæðum. Þó að áður hafi fólk fallið í ofstæki líkamans þýðir það ekki að á andlega þroskaðri tímum þurfi að nota sömu frumstæðar aðferðir. Ef áður var nauðsynlegt að hóta fólki kvölum helvítis til að draga úr neyslu sinni á blóðugum mat, þá kemur grænmetisfæðið alveg eðlilega inn í lífið í dag. Svo líka þegar það er orðið ljóst að hjartað er þungamiðja andans, þá verður líkamlegum birtingarmyndum ofstækismanna skipt út fyrir opinberun á lífi hjartans. Svona, smám saman, jafnvel í erfiðustu tímum, er andlegu lífi komið inn. Það eru mörg grafalvarleg dæmi frammi fyrir þér um að heilar þjóðir hafi misst ímynd sína. En þegar eldheimurinn verður skilinn, mun hæsta jarðneska stigið, lítið og tímabundið.

657. Það er rétt hjá þér að tilvist ósýnilegrar heimsstjórnar ruglar marga, en ef það er til ósýnileg myrk stjórn, af hverju ætti þá ekki að vera heimsstjórn ljóssins? Er mögulegt að mannshugurinn sé svo gersamlega lokaður að hann viðurkenni allt myrkt frekar en að hugsa um ljósið? Fólk skilur raunar og hefur heyrt oftar en einu sinni um myrku öflin, sem eru almennt sameinuð, en heimsstjórn góðs og ljóss er sérstaklega efuð. Fólk er óvant því að vera sameinað til góðs. Menn líta á hið góða sem frumforsendur fyrir sundrung. Maður getur litið á allan sjúkdóm plánetunnar okkar sem afleiðingu fullkomins ósættis meðal þeirra sem hefðu getað sameinað krafta sína til góðs. Það er hörmulegast að jafnvel í musteri umbreytast hjörtu mannanna ekki til samstarfs. Við skulum því hugleiða hverja vinsemd, sem þegar er neisti samvinnu.

658. Samfélag okkar er ekki eingöngu til fróðleiks heldur á að meðtaka með hjartanu. Fljótlega muntu klára fyrri hluta skrifanna um Eldheiminn. Þau ættu ekki að vera gefin einungis forvitnum, því það getur fætt af sér guðlast. Merking guðlastar verður að skilja og fylgjast vel með henni. Guðlast hrindir ekki aðeins frá sér ljósi, hún ber í eðli sínu raunverulega sýkingu. Guðlastarinn er ekki alveg sá sami eftir framburð hans, því að hann hefur leigt hluta af verndarneti sínu. Þá má búast við ýmsum veikindum, því verndarnetið er ekki aðeins andleg vernd heldur einnig líkamleg. Þess vegna ætti að banna guðlastandi framburð, jafnvel í bernsku. Það er ömurlegt að fólk hafi misst ábyrgðartilfinninguna að því marki að það gleymir þýðingu orða. Við eldhliðin koma guðlastandi orð ekki upp í huga manns, en ef við leyfum þeim meðvitað að festa rætur munu þau brenna hjartað eins og rauðglóandi hnífar. Að missa orðið samræmi rýrir menn. Hvernig gat Pythagoras skilið mikilvægi dýrðarlíkama ljóssins? Ennfremur hefur útlit fjölmargra vélrænna uppfinninga eyðilagt töluvert vísbendingar um menningu. Reyndar eru upplausnaröflin mjög virk; þau slá allt sem er fallegt með hnignun, smiti og ósæmileika. Það er gnægð gagna um virkni myrku aflanna; ekki hjátrú heldur skjöl staðfesta fyrirætlanir þeirra. Það er hægt að verjast þeim með því að nota alla eldorkuna, en til að gera það verður maður að viðurkenna Agni sjálfan. Láttu þess vegna þá sem vilja fá framhald gagna um eldheiminn sanna að það sé mjög mikilvægt fyrir þá.

659. Samadhi er aðeins eldheitt ástand að hluta. Það er erfitt á jörðinni að skilja möguleika eldlegrar tilveru, þegar jafnvel Samadhi samsvarar henni ekki að öllu leyti. Ef Samadhi stofnar lífi jafnvel í hættu, hvaða spennu þarf til aðlögunar elds! En umbreyting vitundar skapar svo ákaflega himinlifandi ástand að athöfn eldspennu samsvarar einungis krafti nýrrar tilveru. Svefnganga setur upp þetta eldheita viðnám jafnvel á jörðinni. Í tilteknu ástandi öðlast svefnganga glóða sem verndar hann fullkomlega frá bruna, jafnvel í sterkum eldi; slík tilvik eru vel þekkt bæði í Austurlöndum og á Vesturlöndum. En auðvitað er svefnganga umbreyting vitundar sem kveikir sem sagt allt taugaefnið og þannig frásogast eldurinn af eldi árunnar. Þess vegna gefur það einhverja hugmynd um umbreytingu eldheita líkama. Maður getur rifjað upp dæmi úr venjulegu lífi þegar mæður björguðu börnum sínum og hafa þar með staðist trylltar árásir frumefnanna. Ákveðið efni umbreytti styrk þeirra. Ekki að ástæðulausu er sagt að duleðlisfræði sé ekki til - aðeins eðlisfræði. Einnig kennir eðlisfræðin að velgengni skapist í gleði. En hvað getur komið á fót óumdeilanlegri gleði andans ef ekki skilningur á eldheiminum? Maður verður að rækta þennan skilning eins og dýrmætt blóm. Silfurlitaði Lotusinn glóir til marks um opnun hliðar framtíðarinnar.

660. Greining er einn mest áberandi eiginleiki elds. Það er ekki beinlínis þekking, heldur glitrun, sem sagt, á tungumál eldheimsins. Sannarlega dæmir maðurinn með opnar orkustöðvar ekki með orðum; hann skilur alla innri merkingu málsins. Ef allir dómarar væru á slíku stigi eldlegra greiningar, myndu mörg brot birtast í öðru ljósi. En slík greining þarfnast ræktunar. Hún er í fræi andans, en maður verður að kalla það fram úr geymslum þess óbirta. Þess vegna verður að hvetja til að skerpingar vitundarinnar. Leyfðu sérhverjum sem nálgast að koma fram sem fyrirmyndardómari. Maður byrjar að dæma eftir augunum; síðan af raddblæ; og að lokum samkvæmt hreyfingum líkamans. Það skiptir ekki máli hvar maður byrjar, því innri eldurinn endurspeglast á öllum taugamiðstöðvum. Og það er fróðlegt að fylgjast með því hvernig orð endurspegla oft ekki hið innra ástand. Með þolinmæði er hægt að ná frábærum árangri og birta merki um eldlegan skilning. Vissulega verður þetta aðeins innsýn í eldheiminn, en hver neisti slíkrar þekkingar er þegar afrek. Þegar komið er inn í fíngerða heiminn ber að hafa í huga ákvörðunina um að fara í átt að ljósinu, að flýta sér til fullkomnunar sjálfsins og fyrir þetta er hvert ráð afar mikilvægt. Ef við hér á jörðinni nálgumst nú þegar greiningu, þá verður þessi árangur góður þegar við förum yfir í fíngerða heiminn. Helsti vandi er að örvænting og flækjur hindra aðlögun hinna nýju aðstæðna. En ef við munum staðfast hvers vegna og hvert við förum, munum við þegar í stað finna marga hjálparmenn. Samt er fólk sérstaklega brugðið vegna afléttingar leyndar þegar hið óskiljanlega ljós kemst í gegnum allt sem til er. Sælir eru þeir sem ekki þurfa að skammast sín fyrir hjartans uppsöfnun. Elskið allt sem getur lyft hjartanu.

661. Ofstæki er óheimilt. Það inniheldur hvorki hollustu né kærleika né stórhug, en er aðeins afturkast til dýraríkisins. Ofstæki vekur svikum, andúð og grimmd. Ofstækismaðurinn nær ekki eldheimi, því kærleikurinn er lykillinn að honum. Ofstæki er eins og vanræktur kvilli, ef honum er ekki er sinnt strax verður það ólæknandi. Slík vitund verður að lenda í miklum áföllum til að skilja sanna hollustu. Með fráhrindun einni getur maður ekki öðlast eiginleika segulsins. Þess vegna er Ég áhyggjufullur að þú missir ekki eitt einasta tækifæri til að sýna vinarþel. Besta eldsneytið ætti að varðveita fyrir eld hjartans. Brunnur vinarþels skapar sanna samkennd, sem er beinlínis andvíg grimmd ofstækis. Ofstæki þekkir aðeins sjálfhverfuna sem segir líklega: „Allt eða ekkert.“ Og þar sem allt er ómögulegt er ekkert eftir. Takið því mark á jafnvel minnstu merkjum ofstækis. Læknið þá með mestri þolinmæði eins og smitandi sjúkdóm. Það er einmitt ofstæki sem hefur skekkt fegurstu kenningar og spillt fræjum kærleiksins. Þú ættir að undirbúa vandlega allt sem auðveldar aðgang Agni að hjarta þínu.

662. Vöxtur vitundar er venjulega talinn hægur ferill. Samt er hægt að skynja hvernig vitneskjan vex fyrir augum manns, jafnvel við jarðneskar aðstæður. Vissulega er þörf fyrir slíkan vöxt, á annarri hliðinni, spennu og hins vegar samband við segulinn sem þegar er eldvitund. Maður getur glaðst þegar við hverja framvindu vitundar hin eldri uppsöfnun andans öðlast líf. Maður getur fagnað þegar kjarninn í lífinu endurnýjast með nálægð logandi hjarta; þó verður að greina muninn á því að vaxandi og upplýsandi vitund og lægri dulsálarfræði. Við erum alls ekki ánægð með að sjá samband við neðri svið fíngerða heimsins aukast. Menn mega ekki gleyma því að lægri aðilar, jafnvel fyrir utan varanlega andsetu, geta sem sagt verið meðvitaðir. Frá því lægsta kemur aðeins það lægsta.

Þannig skulum við enn og aftur skilja hvers vegna hjartað leitast til þess hæsta. Einföld sannindi mega ekki vera hrokafull; í þeim verður það nauðsynlegasta einfaldlega að staðfestast. Þegar stríðsmaður er tilbúinn í bardaga skoðar leiðtogi hans hann. Þess vegna er sérstök varúð þörf þegar ég tala um þennan fíngerða þátt, eldinn. Maður ætti ekki að skilja eld sem efnaformúlu. Maður ætti að skilja fullkomlega óskýranleika hans. Þegar í fornöld getum við fundið alls kyns lýsingar á einkennum elds; hvernig hann gegnsýrir alla hluti; hvernig allir himinhnettir, undantekningarlaust, eru gegnsýrðir eldi. Þannig getum við ekki flúið þetta lýsandi frumefni; og það er skynsamlegt að búa sig undir að mæta því og vita að vitneskja um hærra eld er gagnleg til að vinna bug á neðri eldunum.

663. Hvernig getur maður náð árangri? Mundu, með gleði - ekki með örvæntingu, heldur gleði. Ekki trúa eitt augnablik að Við veltum fyrir Okkur líkindum eða ólíkindum til árangurs. Hugsunin er, dugar gleði þín til að flýta fyrir hækkuninni? Við ráðleggjum alltaf gleði. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir og muna að þér hefur tekist þegar þú gleðst. Vissulega er þetta ekki kátína kálfs á túninu heldur sköpunargleðin sem umbreytir öllum erfiðleikum. Leikrit móður heimsins er í gleði. Hún umvefur hina upplýstu í gleði sinni. Gleðjist innan um blóm; og í miðjum snjó - jafn ilmandi - gleðjist líka!

664. Ef við lítum á plánetuna okkar að ofan munum við, auk augljósra eldfjalla, fylgjast með sérstökum hvirflum ljóss og myrkurs. Mannlegur andi getur búið til kraftmikla birtingarmynd orku. Maður getur fullyrt að hringiða ljóssins séu bjargvættir jafnvægis á jörðinni. Það er heldur ekki fjarri sannleikanum að fullyrða að hvirfilmyrkur innihaldi eyðileggjandi lofttegund, sem er ekki aðeins banvæn fyrir jarðskorpuna, heldur getur það breytt loftslagi og jafnvel haft veruleg áhrif á hreyfingu pólanna. Svo öflugur er mannsandinn. Þess vegna metum við Ashröm þar sem hreinsuðum Agni er safnað saman. Margar kenningar hafa bent á mikilvægi hreinna staða þar sem hægt er að staðfesta andlega orku. Tilvísanir í mikilvægi hreinna staða er að finna í helgu ritunum, í Biblíunni og í Rig-Veda; Tao inniheldur sömuleiðis þekkingu á þessum fjársjóðsstöðum jarðar. Við gleðjumst þegar við tökum eftir uppgangi nýrra Ashrama, því að fólk hugsar svo sjaldan um kraft anda síns!

665. Eldveggurinn, eldmistur, eldskírn staðfesta eldlegan veruleikann. Fólk vill til dæmis ekki skilja að eiginleikar eldsins sem þau bera, veltur á þeim sjálfum. Það ímyndar sér ekki, að það geti sjálft kveikt bæði heilsusamlega og eyðileggjandi elda. Þrautseigja í ólíkar áttir bætir óhjákvæmilega við eldinn kraft sinn og lit; þess vegna er svo erfitt að slökkva eldinn, sem kveiktir eru af vana. En jóginn skilur mikla þörf á að kveikja eldinn tengdan hinu góða. Góðhugsun er mælikvarði á vitundina. Sá sem öðlast hefur hækkunina í sjálfsafneitun og mælir skref sín eftir viðmiðinu þess góða. Hann veit að enginn getur sett upp grímu þess góða og dulbúið sig, því blekking er aðeins augnabliksblekking. Þess vegna skaltu ekki gleyma því hvernig dýrlingurinn sem þú elskaðir sendir vinum sínum kveðju úr mikilli fjarlægð. Hann vissi að vinur hans hefur lagt í afrek og hjörtu þeirra urðu eitt í opinberun. Ekkert getur hindrað opinberun hjartans. Þannig er gagnkvæm trúarjátning í sjálfu sér forsmekkur að tungumáli eldheimsins, þar sem hið hulda verður opinberað. Það kemur ekki á óvart að orð sannleikans er stöðugt endurtekin í gegnum tíðina. Hvernig er hægt að gleyma sannleikanum, þó að tímarnir geti verið mismunandi! Maður getur glaðst í hvert sinn sem minnst er á sannleikann, fyrir það sem við elskum tölum við um, í orðum og í hjarta.

666. Sönn mannleg vitneskja verður alltaf í samræmi við hinn eina sannleika. Það ber að bera saman alla þróun mannsins við fræðslu ljóssins og maður getur glaðst þegar skilningur heimsins heldur áfram að fylgja einum mögulegum sannleika. En í þessu skyni verður maður stöðugt að bera grundvallaratriðin saman við athafnir manna. Auðvitað geta sönn vísindi ekki verið í mótsögn við óbreytanleg lögmál. Þess vegna verður í nýjum rannsóknum að hafa töflur grunnatriðanna stöðugt í huga og í hjarta. Þær munu efla ósigrandi áhuga fyrir fræðimanninn sem, laus við sjálfhverfu og með heiðarleika heldur áfram rannsóknum sínum í þágu mannkynsins. Hann mun skynja bylgjur ljóssins og greina nýja orku meðal titringsins. Eldurinn, hinn mikli Agni, er hinn augljósi hliðvörður hins óumflýjanlega. Ljós hefur aðdráttarafl og sá sem fer inn í það mun ekki snúa við. Hvaða ferðamaður myndi fara fúslega í myrkrið?

Láttu hina heilögu ímynd, varin í hjarta, þjóna sem leiðarvísir. Leyfðu vinum þannig að átta sig á krafti og fegurð eldheimsins. Látum þá ekki vera aðeins forvitna, heldur að þeir finni í sjálfum sér traust tengsl við fegurðarheiminn.

divider

Þegar þú ert spurður um seinni hluta Eldheims skaltu svara: „Það verður gefið strax, að því tilskildu að þú hafir í huga staðfastann ferðavilja á hinni löngu ferð og varðveitir gleði og ákvörðun um að flýta þér í anda.“ Á meðan safnaðu nýjum niðurstöðum sem vísindin bjóða og fylgstu með því hvernig þær eru nýttar. Ekki gleyma því að Agni nærist af gleði og hugrekki og þreki.

Þannig skulum við fylgja leið eldheitrar vitundar.