Grundvöllur Buddhisma
Eftir Helenu Roerich

Hin mikli Gotama gaf heiminum fullkomna visku til fullkomins lífs. Hver tilraun til að gera guð úr þessum mikla leiðir til fáránleika.

Fyrir daga Gotama voru margir sem báru hag fyrir almennri velferð manna, en speki þeirra gleymdist á aldanna rás. Því má líta á kenningar Gotama sem þá fyrstu um lögmál efnis og þróun heimsins.

Þróun til nútíma samfélags má sjá sem brú frá Gotama Buddha til okkar tíma. Við segjum þetta hvorki til að upphefja eða niðurlægja, heldur sem óhrekjanlega staðreynd.

Lögmál óttaleysi, um afneitun veraldlegra eigna, um gildi vinnunar og um virðingu fyrir hverjum manni án stéttaskiptingar eða ytri aðgreiningar, um sanna þekkingu og um kærleika sem byggður er á sjálfsþekkingu skapar sáttmála við lærimeistaranna um áframhald á réttri braut fyrir mannkynið.

Byggjum því á grunni Buddhismans í birtingu þess sáttmála. Hin einfalda fræðsla sem er söm í fegurð sinni um allann alheim, mun afhjúpa hverja tilraun til guðsdýrkunar, sem er ósæmandi fræðurum mannkynsins.

Þekking er leið allra mikilla kennara. Þekking mun veita frjálsan og nauðsynlegan aðgang að hinni miklu fræðslu og er eins raunveruleg eins og birting hins raunverulega efnis.

Fögnuður til allra. Gleði til þeirra sem erfiða.

Tenging í enska útgáfu. Þessi bók hefur ekki verið þýdd á íslensku.