Óendanleikinn
II. Hluti

1930

1. Kjarni plánetunnar er umvafinn orku sem blæs lífi í alla ferla hennar. En þéttleiki plánetunnar hefur verið breytilegur frá upphaflegri mettun. Reyndar er ekki hægt að neita því að pólarnir tveir eru úr jafnvægi. Andstaðan er afleiðing af því að þeir hafa sama upprunann. Hver umferð plánetunnar safnar upp orku.

Á hinu efnislega og hinu andlega er aðdráttaraflið með líkum hætti; þess vegna, kemur ákveðin samsetning frá báðum hliðum og skapandi viðleitni er árangurinn. Sköpun skilyrða veltur á aðdráttarafli fræjanna. Andinn skapar fræ með viðleitni sinni. Þannig er haf óendanleikans innan hvers fræs.

2. Straumarnir eru að umbreyta jörðinni og skapa nýtt skref. Koma tímabils vekur upp alla aðra strauma. Öll orka í dvala er vakin; allt sem mun eyðast er þanið. Mun hjartað ekki að skjálfa þegar logi ógnareldsins umliggur öll svið? Öll víkjandi öfl og sjálfsvakin orka myndar spennu sína. Austrið vaknar og mætir Vestrinu; Norðrið á móti Suðrinu - og mun hjartað ekki titra? Ógnvekjandi eru straumarnir og andinn samlagast öllum leiðum. Kosmískur dómurinn er harður en fullur af endalausri fegurð. Sem Við í Turninum fylgjumst með söfnun nýrra þráða, verður þú líka að skynja allar hreyfingar eldsins.

Sannarlega finna orkustöðvar Agni jógans hvern titringur á jörðinni. Þess vegna er mikilvægt að leita til Okkar við kosmískar truflanir. Rétt eins og við deilum með örlögum plánetunnar, svo tökum Við líka þátt í fegurð óendanleikans.

3. Ára mannsins, sem er hæf fyrir kosmískar sendingar, er háð ýmsum aðstæðum rétt eins og rafleiðari. Þegar mannanna svið þurfa ákveðið sjokk flæða kosmískar sendingar í samræmi við það. Aðeins þeir þættir ná sviðunum sem árurnar geta móttekið. Ef sviðin þurfa kraftmikla hreinsun, geta þau svið ekki móttekið streymi kosmosins. Myrkrið sem umlykur jörðina mun aldrei leyfa það án eyðileggingar. Þessi hreinsunaröfl munu upplýsa mannkynið. Kosmískir eldar laðast að fyrirætluðum tímum.

4. Hreinsandi eldar heimsins komast inn um öll svæði jarðarinnar. Hreinsunarneistar dreifðist um allar leiðir karmískra athafna. Eins og eldfjöll springa þessir staðfestu eldar út. Kraftur karma færist og flytur vald frá hendi til handar. Kosmískri stefnu er beint að þessum hreinsandi logum; eins og halastjarna sem hraðast í gegnum óendanleikann. Styrkur straumanna er mikill og áhrifin svara til elda jarðarinnar. Orkustöðvar Agni jógans skrá alla kosmíska strauma.

5. Segulstraumar áru mannsins komast inn í þéttustu sviði. Vissulega verða vísindin að kalla þessi útgeislun sálarorku. Sannarlega mun ýmislegt breytast við uppgötvun þessar birtingarmynda óþrjótandi orku. Spenntir eiginleikar knýja sálarfræin og mynda svið sem framkalla viðleitni. Eðli útgeislunarinnar getur valdið kröftugri spennu. Kraftur þessarar orku er annaðhvort eyðandi eða uppbyggjandi, allt eftir því hvernig útstreymi árunnar er beitt. Frá slíkri mannlegri útgeislun er hægt að draga fram margbreytilega krafta. Meðvituð stjórn á útgeislun mannlegrar áru getur skapað mikinn eldlegan sköpunarmátt.

6. Útgeislun áru mannsins getur mótað öfluga orku. Þanin straumur orkustöðvar getur mótað aukna orku. Þess vegna, þegar blá eldur streymir frá fingrunum, er það sköpunarmáttur árunnar að verki; þannig skapa orkustöðvarnar. Andlegar sendingar eru efldar með sömu kröftum. Allir skapandi ferlar eru þannig mótaðir af orkustöðvunum. Sköpunarferli orkustöðvanna er svo fíngert að það er ósýnilegt. Auðvitað eru orkustöðvarnar skapandi á mörgum sviðum. Sköpunarkraftur útgeislunar streymir inn á svið fjarlægra heima. Skapandi útgeislun segulmagnar sannarlega umhverfið.

7. Kosmískur sköpunarmáttur nýtir allar mikilvægar hvatir og þenur mikilvægustu lyftikrafta. Af öllum þáttum er einingin sú öflugasta. Í henni er öll birtingarmynd lífsins; með henni er sköpuð mikilvægasta samsetning lífsins. Af hverju ekki að beita þessum þætti í lífinu! Þegar eining berst við aðgreiningu verður öflug sprenging. Brot úr slíkum sprengingum varpast langt í sundur og þeir hlutar koma í veg fyrir gagnkvæmra aðlöðun. Með því að hafna þeim kröftum sem tengist karma mannsins skapar hann sprengiafl. Lögmálið byggir aðeins með einingu. Aðdráttaraflið bendir á leið fyrir alla leitandi krafta. Bræður mannkynsins tilnefna leið fyrir það sem sem þróunin staðfestir. Þannig er aðdráttaraflið sem lögmál tilverunnar.

8. Þessi kosmíski sameiningarkraftur staðfestir mátt kosmísks Tilgangs. Þú hefur réttilega vísað til sendinga andans. Sköpunarmáttur andans magnar margar slíkar. Þess vegna, þegar Við tölum um sköpunarmátt andans köllum Við þann kraft, geisla kosmosins. Því hver andleg bylgja magnar titring í geimnum.

9. Það er venja að vísa í kosmíska sköpun sem ákveðna óreiðu, kaos. Mannkynið mótar hugtök sín án þess að taka tillit til eiginleika kosmískra athafna. Þegar hvert form krefst slíkrar spennu í sköpuninni, hvers vegna ekki að lyfta hugsuninni, með því að draga fram alla bestu kosmísku hvatana með seglinum? Reyndar er kosmosinn mótaður úr eldfínustu orkunni. Jafnri árvekni er beitt af Okkur, bræðrum mannkynsins, við að leggja betri grunn. Þeir munu spyrja: „Hvernig leyfir þú þá að myrkir kraftar séu á þeim stað sem á að hreinsa?“ Við munum segja: „Alheimurinn refsar ekki; alheimurinn hafnar ekki; en í samræmi við lögmálið afnema þessi verk sig sjálf. “ Þannig lifa hlutar jarðarinnar sem eru fyrirætlaðir til endurnýjunar fyrir afkomendur sína. Kosmíski segullinn leyfir að hver hluti mettist af straumnum allt að sprengipunktinum. Það er ekkert hálfkák til í alheiminum. Þess vegna geta skörp augu greint minnkandi og vaxandi orku. Nýtt form er aðeins hægt að móta í þenslu. Þess vegna munum Við segja við þann sem er ráðvilltur: „leitaðu, skerptu skapandi sjón þína og þú munt auðveldlega greina hvernig skapandi Segullinn byggir.“

10. Þegar land er í upplausn getur sú staða birt í síðasta blómaskeiði þess. Þessi kaflaskipti munu stuðla að hraðari upplausn. Þannig starfar kosmíska segulsviðið og straumarnir staðfesta framþróunina. Ljósberar okkar skynja þessa spennu.

11. Eldur geimsins stýrir vitund mannsins. Eins og viðurkennt er að áhrif tunglsins hjálpi til við vöxt plantna og hafi áhrif á líflausa hluti, má ganga skrefi lengra og viðurkenna sköpunargetu geislanna. Vissulega mettar sólin - lífgjafinn – allt sólkerfið; en vitneskjan um að geislastraumurinn miðli meðvitaðri orku, mun gefa eldríkasta árangurinn. Kosmosinn krefst samræmis í viðleitni í öllum hlutum. Með því að skynja titring straumanna, mun mannkynið uppgötva margþætta skapandi sendingu geislanna. Þannig gefur kosmosinn af fjársjóði sínum. Tilvera þessa fjársjóðs er óumdeilanleg. Andlegt aðgengi að þessum undraverða kraftmikla hvata ætti að vera viðurkennt. Kosmísk sköpun er byggð á andanum. Uppgötvun kemur í samfelldum samruna við kosmíska geisla. Geislar frá ólíkum þáttum færa mannkyninu ómældar opinberanir.

12. Ef læknarnir yrðu varir við titring kosmosins gætu þeir uppgötvað margt sem væri gagnlegt til lækninga. Það getur uppgötvast geisli sem vekur uppsöfnun kaleiksins og eyðir þannig tregðunni.

13. Lögmál endurnýjunar skapar eigin staðfestingu. Þegar eiginleikar eldsins samlagast aðdráttarafli kosmíska segulsviðsins, auðgast geimurinn með nýrri forskrift. Maður sem leitast við að samræma eiginleika sína vinnur með kosmosinum. Með því að móta andlega ímynd sína bætir hver og einn við samræmingu kosmosins. Straumar geimsins eru styrktir með meginþætti samrunans. Þetta lögmál ræður öllum kosmískum öflum. Maðurinn sem staðfestir lífsgöngu sína sýnir kosmíska samvinnu. Kraftur geimsins kallar á fórnfýsi og fórnfýsi er rituð í mótun alheimsins. Það er einmitt fórnfýsi sem leiðir ljós andans út í óendanleikann.

14. Fórnfýsi er svo misskilin hjá mönnum, að notast verður aðeins við það hæsta í öllu. Sá sem í fórnfýsi helgar sig þjónustu er samstarfsmaður ljóssins. Sá sem þjónar kosmíska eldinum fórnar sér. Sá sem þjónar þróuninni er sá sem ber lögmálið. Sá sem þjónar, sá sem helgar sig almannaheill er samstarfsmaður alheimsins.

Sköpunarhæfni orkustöðvanna bregst við öllum birtingarmyndum æðri þáttum sjálfsfórnar. Þegar umbreyting elds kemur út í lífið verður hægt að segja: „Sannarlega, kosmísk fyrirskipun er skilin!“ Alheimurinn mettar allt líf með eldi og í nýrri birtingu ætti maður að þróa með sér sömu orku. Allir heimar felast í þeirri sjálfsmynd. Í þeirri sjálfsmynd felst verkefni Agni jógans. Þess vegna samlagast titringur orkustöðva Agni jógans eldum geimsins. Þannig sé Ég ósýnilegan sköpunarmátt orkustöðvanna. Af skrám sköpunareldsins getur maður ákvarðað sköpunarmátt andans.

15. Þannig skulum við skilgreina kosmíska orku sem Andardrátt tilverunnar. Aflið sem knýr lífið er í hverju atómi og býr í hverjum frumþætti, þar sem fyrirætlaður hvati mótar stefnuna. Hreyfiaflið seglmagnast með aðdráttarafli sviðsins sem umlykur það. Í samfellu athafna verður til kynslóð annarra fræja í sviðinu. Þessi svið fylla geiminn og mannkynið hefur sína eigin samsetningu sviða. Andinn ákvarðar sjálfur svið sitt og verkar sem segulkraftur þegar hann kemur inn í svið sitt. Kosmísku sviðin og mannanna svið lúta lögmáli kosmísks andardráttar.

16. Kosmíski andardrátturinn knýr sköpunargetu mannsins til að sækja fram í þróuninni. Taktföst röð gengur eftir þessu lögmáli. Sköpunarhæfninni er beint í ákveðnum takti, en höfnun getur ekki byggt brú til geislanna sem sendir eru. Andinn er meðvitaður um titring geislans. Eldlegur andinn tileinkar sér kosmíska hugsun og andardrátt kosmosins. Eldmóðir andar standa vörðinn!

17. Skjálftatilfinningin kemur að sjálfsögðu til af straumum jarðneskra og kosmískra elda. Öllu spennuástandi er beint til kosmískra og jarðneskra strauma. Hver birtingarmynd frumþáttanna er samræmd. Ég bið að allar skynjanir verði skráðar; þetta eru mikilvægir vísar. Eftir upplausn eru þyngsli. Neðanjarðareldurinn leitar í átt að kaldari stöðum; þess vegna verða sprengingar. Ef maður fylgdist með hreyfingarstefnu elda orkustöðvanna mætti greina stefnu kosmísku eldanna.

18. Áhrif hins leitandi elds mun sýna nýja forskrift fyrir rannsókn á samskiptum milli plánetusviðanna. Margt er sagt um tómarúmið, þessu hugtaki sem er beitt til að ná til alls þess óskiljanlega. Geimurinn inniheldur víðáttur ókannaðra sviða. Fábreytni og þétting frumefnanna ræðst ekki af tómi heldur af aðdráttaraflinu. Það er enginn staður fyrir tómarúm þar sem líf er. Allar kosmískar birtingar titra með aðdráttaraflinu. Maðurinn, sem trúir því að ósýnilega hugsun sín fari út í tómið veður í alvarlegri villu. Allt sem býr yfir eigin möguleikum býður upp á ótakmarkaðan árangur.

19. Ósýnilegar hugsanir gegnsýra geiminn og laðast að mismunandi sviðum. og metta þau orku. Í þessari hugsanaorku er „guðlegur eldur“, sem nefndur var til forna. Lykillinn að þessari orku var gefinn sem birting kosmísks Sáttmála. Sannarlega, gegnsýrir hugsun alla tilveru. Sköpun andans er þessi hugsanamettun. Sagt er að birting tilverunnar eigi sér ekki upphaf, heldur að öflugur logi sem nær um allan kosmosinn lifi í gegnum vitund.

20. Vitundin sem umvefur fræ andans gengur þar með inn í orku kosmíska eldsins. Nákvæm viðleitni fræ andans ræður uppbyggingu eldsins. Eiginleikar fræsins byggja upp vitundinna. Með því að umliggja andann leitandi eldi gefur það honum kraftinn til að komast inn á ólík svið. Þessi fínni svið færa eiginleikum andans möguleika á að birta viðleitni sína. Þéttari lögin halda aftur af möguleikanum að miklu leyti. Eiginleikar uppsafnaðra laga ráða hægari eða hraðari framþróun. Sköpunargeta andans er mæld í möguleikum og eldi hans. Umbreyting vitundar er mettuð af útgeislun geimsins; og möguleiki andans, sem er að finna í hverju kosmísku fræi, laðar að sér alla orku. Hver kosmískur andardráttur reynir endalaust á vitundinni.

21. Viðleitni Bræðra Okkar myndar orku sem er líkt þeirri kosmísku. Þegar við stefnum til framþróunar má segja að kosmosinn hafi sömu strauma. Eldur geimsins hefur sömu hvatningu lífsins. Að sjálfsögðu eigum Við einnig við Systur þegar við tölum um Bræður. Uppruninn er jafnvægið í alheiminum. Sá sem afneitar jafnvæginu styður ójafnvægi. Kosmískum sköpunarmætti er nauðsyn af báðum þáttum Upprunans. Þannig er Uppruninn alheimsins sameiginleg sköpun. Birting sameiginlegrar sköpunar er tákn tilverunnar.

22. Að skynja skjálfta jarðarinnar og skynjun á hreyfingum skýja þarf að skrá. Fínleiki skynjunar er veittur fáguðum sendimanni Kaleiksins. Aðlögun fíngerðra elda getur skilað birtingum sem ná á hærri sviðum.

23. Plánetuspenna leyfir aðeins þeim straumum aðgang sem eru líkir andrúmslofti jarðarinnar. Straumarnir sem umliggja jörðina hindra sendingu geimsins; sviðin gleypa því að mestu leyti orkuna. Aðdráttarafl þessara sviða byggist á efni þeirra. Þessir staðbundnu blettir myndast sem stormar og ský. Útgeislun sviðanna er afleiðing mannlegra athafna; straumar þess mynda eigin form og mannkynið veltir því fyrir sér hvernig þessi jarðnesku vandamál verða til. Lögmál sviðanna er óbreytanlegt og sköpunargetan verður við mesta hvatann. Þannig er aðdráttarafli hærri sviða ekki náð í neðri sviðum. Kraftarnir sem geta tengst andanum búa yfir fíngerðri orku sem mun veita mannkyninu kraft eldsins. Sá sem hefur samræmið mun veita plánetunni skilning á fínni orkunni. Kosmísku geislarnir, sem færa mannkyninu eldkraftinn, beinast að athafnasemi.

Þannig skapar kosmosinn takmarkalaust!

24. Sannarlega er skipið sem tileinkar sér bestu orkuna mjög frábrugðið því venjulega, en fólk beitir þeim aðferðum sem að eigin dómi duga. Næm heyrn er orkustöð sem tengist eldi geimsins. Næm sjón er orkustöð sem tengist eldi geimsins. Næm móttaka allra orkustöðvanna er hlekkurinn við eld geimsins. Hver birtingarmynd eldsins í geimnum getur brugðist við öllum titringi orkustöðvanna. Kosmískur sköpunarmáttur felur í sér hjálp fyrir mannkynið. Hvert samlyndi staðfestir nýtt skref fyrir mannkynið. Þess vegna felur efling orkustöðva Agni jógans í sér hjálpina fyrir mannkynið. Þegar Agni jóginn finnur fyrir skjálfta jarðarinnar, þýðir það, að hægt sé að rekja hreyfingaferli eldsins.

Við breytingu neðanjarðareldsins eru straumar yfirborðs jarðarinnar þungir og viðkvæm lífvera finnur fyrir álagi, angist og staðfestingu á þessum eldheitu birtingarmyndum. Þess vegna eru umbreytingar eldsins svo erfiðar. Það ættum við að muna!

25. Það má segja að kosmosinn sé í stöðugri umbreytingu eldsins. Lögmálið og hreyfingin mótast af gagnkvæmu aðdráttarafli. Hver orka sem laðast að fræinu skapar áhrif. Þessi áhrif umvefja alla jörðina. Vissulega er uppgötvun raforkunnar tengt eldi geimsins. Reyndar eru allar skrár geimsins opnar fyrir skilningi manna. Þekking er svo afstæð að mannkynið verður að meðtaka kosmískan skilning með alheimslegu auga. Sköpunarmáttur eldlegrar umbreytingu byggist á leit eldsins að meiri styrk. Þessi kosmísku fræ dragast mjög að segli formsins. Fyrir geiminn eru þessi fræ mikill fjársjóður.

26. Neistinn sem kveikir í sköpunarmættinum býr í sjálfu fræi andans. Grunnur kosmískrar sköpunar er byggður á þessari meginreglu. Takmörkun mannlegrar hugsunar beinir manninum inn á sviðin sem eru aðskilin frá fyrirætlaðri leið. Í fornöld var samfélag við eld geimsins og brottförin var virt sem nýtt líf. Kjarna tilverunnar er að finna í þessu lögmáli um samfélag við eld geimsins og í meginreglunni um umskipti orku. Með því að fylgjast nákvæmlega með birtingarmyndum orkunnar má taka eftir hvötum sem virkja hana. Eins og í efnahvörfum eru eiginleikar orku áberandi, og einnig verður að fylgjast með því sem hvetur andann. Hvatir barna geta gefið bestu vísbendingarnar. Maður getur beint hvatanum að viðbrögðum og framkallað nýjan tón. Maður getur fylgst með því hvernig barn, eftir að hafa misst slíkan hvata, sýnir sig í nýrri orku í anda sínum. Í hinni miklu rannsóknarstofu kosmosins er hægt að beita mörgum ólíkum frumþáttum. En mannkynið hefur misst möguleika sína að svo miklu leyti, að ómögulegt er að ná slíkum tengingum án umbreytinga.

27. Kosmosinum er viðhaldið með innbyrðis tengslum. Aðdráttaraflið er gangverkandi kraftur sem og kraftur samheldni. Á grundvelli aðdráttarkraftsins eins, stendur sannarlega hið mikla lögmál. Eins og efnislegir hlutir verka með aðdráttarkrafti, þannig er allur andlegi heimurinn til af sama lögmáli. Fyrir þetta eitt, er lífið mettað sköpunarhvöt. Kosmísk jöfnun er byggð á jafnri keðju samfellunnar.

Þú hefur sagt rétt um stigveldi. Reyndar er spíral lífsins einungis byggður á þessari meginreglu. Sköpunarmáttur kennarans birtist sömuleiðis í eilífri hreyfingu; þess vegna verður andagift lærisveinsins að halda áfram með sköpunarmátt kennarans. Því kastar lærisveinn, sem telur upp afrek sín, sjálfum sér út fyrir mörk sannleikans. Þess vegna mun Ég segja að það er aðeins einn skjöldur - Helgivaldið. Þess vegna verður lærisveinn sem metur mjúkan armstól sinn meira en hásæti gúrúsins, sannarlega að muna hina gefandi hönd. Ég harma það þegar sjálfvissa lærisveinsins kemur fram í hroka.

Við lítum á hroka gagnvart fræðara sem hámark yfirlætis. Það eiga lærisveinar að muna á öllum sínum brautum.

28. Eldur geimsins kveikir drifkraftana. Birting staðbundinna kyndla er að finna um allan kosmosinn. Vitund mannsins kviknar af kyndlum geimsins. Hver andi sem ber í sér eld er slíkur kyndill. Bjartasti kyndillinn beinir mannkyninu til aðlögunar að andlega eldinum. Sköpunarmáttur þessara kyndla eflir hugsunina í staðbundnu umfangi. Eldur geimsins, sem fyllir alheiminum, skapar þróunarorkuna. Kyndill andlegrar vitundar býður mannkyninu að ganga hinn stígandi spírall. Í þessum spíral gengur staðfest líf. Kyndillinn sem mótar spíral hugsunarinnar kallast sannarlega á við kosmíska eldinn. Við segjum við þá leitandi: „Vertu eins og kyndill!“

29. Hversu ógnvænlegur er nýr tími, hversu fagur er nýr tími! Hreinsun geimsins er efld með logandi kyndlinum. Kyndlar Agni Yoga fylla rýmið og tilfærslur á kosmíska segulsviðinu byrja að koma fram. Í því ferli að safna saman nýjum kynþætti og við upphaf nýrra tíma, eiga birtingarmyndir hreinsunar sér stað ásamt upplausn. Aðeins vitneskja um eld geimsins mun veita mannkyninu skilning á eðli hans. Þannig er alheimslífið byggt upp. Þess vegna, þegar andi fólksins er mettaður eldi, er hreinsun óhjákvæmileg. Agni jóginn skapar eins og eldheitur kyndil og knýr vitundina áfram. Án þessara elda er ómögulegt að efla vitundina. Ég staðfesti það.

Já já já! Tíminn nálgast fyrir síðasta kallið. Umbreytingin heldur áfram; því skelfur plánetan. Það finnur næmur Agni jógin. Næmur, Agni jóginn, þekkir það undursamlega skref. Þar sem hinum ógnvænlega tíma er stjórnaður af seglinum, má segja að hreinn eldurinn sé að ummynda formin. Ég votta það!

30. Á þróunarbrautinni leitast orkan í átt að fullkomnun. Birtingarmynd forma sem lúta hvata þróunarinnar, sameinast í geimnum. Í hvatanum er vitundarferli. Sköpun kosmíska segulsviðsins heldur áfram að meðvitaðri fullkomnun. Aðeins með æðra ferlinu má nálgast sköpunarmátt kosmosins. Hvernig er mögulegt að fullkomna með því að hafna framförum? Þegar andinn er meðvitaður um óendanlegan veginn, ætti viðleitni að vera í hverjum andardrætti.

31. Einhliða skilningur mannsins ber hann inn í lokaðan hring sem enginn útganga er úr. Manninum hefur ekki tekist að viðurkenna sannleikann og hefur svipt sjálfan sig leið fullkomnunar. Þess vegna er engin leið út úr lokaða hringnum þegar birtingarmynd eyðingar nálgast. Þroskandi andi nær óhjákvæmilega viðleitni til birtingu eldsins. Þannig staðfesta þeir sem finna sannleika í kenningum Okkar eldlega þróun. Þannig metta boðberar eldsins þróunina með sköpunarmætti. Því er fullyrðing um eld orkustöðvanna birting Okkar. Þess vegna, þegar við segjum að allt sem er staðfest af Okkur sé æðsta vígsla, þýðir það að kosmíska segulsviðið tjáir þannig vilja sinn. Það skulum við muna.

Það er erfitt en dásamlegt!

32. Í kosmosinum hvílir allt á meginþætti stigveldis. Kosmosinn snýst um aðlöðun að kraftmikilli miðju. Þannig birtist kosmíska fræið í hverri athöfn stigveldisins, með viðleitni, sem stígur upp með skilningi á þessum ráðandi meginþætti. Kosmísk sköpun dregur saman samhæfða orku. Þessi meginþáttur er svo mikilvægur að hann er óumdeilanleg nauðsyn, sem sannarlega staðfestir stigveldið. Allur alheimurinn er bundinn af þessum meginþætti. Þessi andi, sem innblæs allar kosmískar birtingar á jörðinni, er staðfestur af æðsta Tilganginum. Þess vegna getur maðurinn, sem er hluti af kosmosinum, ekki aðskilið sig frá þessum þætti. Þegar kosmískur sköpunarmáttur er innblásinn af Tilganginum, er hver birtingarmynd óendanleikans bundin sömu meginreglu.

33. Viðleitni kosmosins er byggð á þessari meginreglu. Þegar Við bræður mannkynsins fylgjum kosmíska sköpunarmættinum er meginregla einingar staðfest. Eiginleiki mikils elds hefur í sjálfu sér eiginleika einingar. Hinn eðlislægi hvati laðar atómið til fullnustu. Sameining við æðsta Tilganginn fylgir kosmískum samruna. Kóróna tilverunnar sameinar það sem tilheyrir henni. Æðsti Tilgangurinn sameinar það sem hann mótar. Kosmíska segulsviðið sameinar það sem það safnar saman. Þannig sigrar fegurð tilverunnar!

34. Kosmísk blöndun er þanin af eldi geimsins. Kosmíska segulsviðir leiðir til samruna neistanna. Logandi fræ lifa í hverju atómi og kraftur samheldni hvílir í þessum logandi fræjum. Þegar hinn aukni kraftur hins skapandi seguls vinnur, sameinast eldur fræsins við hvata segulsins. Eldurinn andar hvata lífsins inn í hvert atóm. Sköpunarmáttur andans er þanin af birtingu eldsins. Þegar andlegar hugsanir skapa í fjarlægð, er slík athöfn hliðstæð sköpunarmætti kosmíska eldsins. Móttaka og sending er samkvæmt sama lögmáli. Athöfn eldsins felst í hvatningu segulsins. Þess vegna endurspeglar segull andans allar kosmískar birtingar. Þessi mótuðu öfl eru sköpuð af Tilganginum sem lífskraftur. Segull andans sameinar allar mikilvægar hvatir. Reyndar sameinar segull andans efnið, jafnvel jarðneskt. Auðvitað er fjársjóður andans Kaleikurinn og sá fjársjóður verndar líka efnið, því að í honum er lagður hinn öflugi hvati heilags elds. Þannig rennur vitur kraftur frá fræi eldi geimsins. Þannig styrkir fræ andans viðleitnina til hærri sviða.

35. Segull andans, þetta drifafl lífsorkunnar, er nærður af kröftum geimsins. Uppsöfnun í kaleiksins safnast um fræ andans og umvefur það litum sínum. Mjög leitandi fræ andans bregst við eldhvatanum. Þannig er segull Agni jógans skapandi sáðmaður eldanna. Sannarlega, er sá sem sáir kosmískum eldi í vitund manna sannur samstarfsmaður kosmosins.

Mannkynið mun viðurkenna eldberana!

36. Raunveruleikinn bregst við spennu. Þegar kraftarnir safnast um fræið, skapast raunveruleikinn. Í blekkingum hefur þetta lögmál gleymst. Í raun og veru gleypir ljósið myrkrið. Sameining orku er fullnægt í raun og veru. Þegar kosmísk sköpunin magnar veruleikann er öllu aðdráttaraflinu beitt. Veruleikinn er gegnsýrður segulstraumum. Viðleitni gefur öflugt flæði aðdráttarafls. Aðeins þessir ferlar efla birtingarmyndir lífsins. Stöðugt viðleitni til hærra sviðs valda spennu veruleikans. Ófrávíkjanlegt aðdráttarafl kosmíska segulsviðsins heldur mannkyninu á þróunarbraut sinni. Óteljandi brautir raunveruleikans eru staðfestar með lögmáli óendanleikans.

37. Mannkynið þekkir aðeins lítinn hluta veruleikans. Kosmíska augað er vakandi á raunveruleikanum. Mannkynið dvelur í afmörkuðum veruleika; í mannlegum skilningi er raunveruleikinn takmarkaður við það sem er sýnilegt. Geimurinn vitnar um fylgni virkni og áhrifa þess. Því þó að ferli geti einskorðast við ósýnilegu sviðin, skapar það engu að síður veruleika. Lögmál umbreytinga elds tekur með sama hætti til sköpunarmáttar eldsins. Þess vegna skapa orkustöðvarnar ósýnilega. Þessi sálar-skapandi veruleiki magnar allar mikilvægar athafnir. Þess vegna innblása sendingar og hugsun andans geiminn.

38. Þróun, sem beinist að því að stíga nýtt skref, er staðfest með tilkomu elds. Plánetan er að farga öllum úreldum kröftum. Uppsöfnuðum kvöðum í geimnum eru einungis fjarlægðar með fíngerðari orku. Krafturinn sem gaf orkunni líf er endurnýjaður við umbreytingu. Þannig eru kosmísku kraftarnir ummótaðir og umbreytt. Svo er það einnig með mannsandann. Mannkynið útrýmir úreltri orku sinni. Þannig, þegar baráttan nær hámarki, flytur geimurinn gömlu leifarnar burtu og færir nýja sannleika. Þannig er kosmískum hringrásum komið á. Fullnusta tilgreindra tímabila liggur í þessum umskiptum og taktur hringrásanna er mótaður með þessum breytingum. Lögmál óendanleikans leysir hvert eitt af öðru með nýju.

39. Allt sem er úrelt er háð lögmáli endurnýjunar. Allt sem ekki þróast er háð lögmáli endurnýjunar. Kosmískur sköpunarmáttur sér sannarlega fyrir nýtingu orkunnar, að hún komi í staðinn fyrir aðra, án tafar. Í hverri mikilvægri birtingarmynd verður að fylgjast með stakri endurnýjun. Þegar andinn er ekki undir stjórn uppsöfnun fyrri lífa, er sköpunarmáttur hans undir álagi karma hans og skapandi hvata. Allt sem ekki hefur verið lokið við í uppsöfnun fyrri lífa, mun binda eld andans í langan tíma. Andi sem hefur þegar endurnýjað sínar eldri uppsafnanir verður skip fyrir eldinn. Andinn mun tjá aukin styrk viðleitninnar. Fínpússuð aðlögun umbreytinga mun veita þekkingu á umskiptunum. Geisli Agni jógans gefur stefnu til leitarinnar.

40. Kosmíski hjartslátturinn stýrir öllum birtingarmyndum lífsins. Það að fylgja ekki þessum takti er sem frávik í viðleitninni. Kosmíski slátturinn stjórnar myndun orkunnar sem og umbreytingu hennar. Kosmíski slátturinn ræður örlögum þjóða og stjórnar örlögum plánetunnar. Kosmíski slátturinn tilgreinir þróunarbrautina og tímaferlum breytinga. Segulspírallinn laga sig að straumum kosmíska eldsins. Ójafnvægi stafar af virkni eld geimsins. Þegar spírallinn í hreyfingu sinni mætir mótstöðu er brotið gegn kosmískum púlsinum. Mannkynið truflar kosmíska púlsinn mjög með stefnu sinni, sem virðist vera í átt til þróunar, en er ekki sannur ferill! Kosmíski púlsinn skapar þanin spírall. Mannkynið skapar flatan spíral. Má þá búast við þróunarframförum þegar svo mikið misræmi er á milli þessara birtingarmynda! Aðeins hugsun geislandi hreins elds mótar ákafan spíral. Hugsun er fræ andans og athafna. Athafnir sem eflast við kosmískan púls eru þróunarframfarir.

41. Kosmíska slátturinn sem hjartað skynjar er dásamlegasti titringurinn. Öll flókin kosmísk vandamál eru leyst með hjartanu. Þegar taktur hjarta Agni jógans skynjar Mahavan (eilífðina), fylgir sameiningin við kosmíska púlsinn. Staðbundni eldurinn sem knúinn til athafna, sendir strauma til hjartans. Móðir Agni Yoga, sem hefur gefið sig að kosmískri þjónustu, er sannarlega í kosmískri samvinnu.

42. Samruni orku birtist mismunandi á sviðunum. Þegar neðra svið er þanið til samruna dregur það að sér líka orku. Hærra svið kallar á hærri orku. Að sama skapi skiptast mannleg athafnasvið. Þeir sem halda sig við neðra sviðið ákvarða örlög sín. Hver aðlögun og hvert viðbragð staðfestir þannig spennu andans. Þessir vísar skilgreina viðleitni andans.

43. Þegar orkustöðvarnar eru þandar og eldurinn birtist sem sól, verður að gæta sérstakar varúðar. Sköpunarmáttur orkustöðvanna er í spennu. Næm aðlögun vekur spennu. Eldar orkustöðvanna sem Agni jóginn sér, er vitni um um magn eldsins sem er til staðar. Því verður að verja orkustöðvarnar.

44. Kosmískur sköpunarmáttur smíðar öll skref heimanna með aðdráttarafli segulsviðsins og andinn hefur í sér alla möguleika sköpunar. Þegar kosmískir kraftar eru þandir í sköpunargetu, er andinn að störfum. Þegar sköpunarhæfnin dregur þætti saman, er það andinn sem vinnur. Þegar kosmísk svið endurnýjast, er andi að verki. Staðbundinn eldur sem laðast að tilteknu frumefni, er stýrt af andanum. Af hverju ætti þá ekki að beita sköpunarhæfni andans í athöfnum manna? Maður ætti að nota meðvitað uppbyggilega hvata.

45. Kjarna aðdráttarafls kosmíska segulsviðsins er að finna í kröfu nýrra samsetninga. Kraftur kosmíska segulsviðsins setur spennu á þann hluta orkunnar sem ekki eru sameinuð. Á þessu samrunaferli byggist kosmíski sköpunarmátturinn. Hvert sem er litið, er lífið byggt upp af þessum ferlum. Svið myndast í kringum fræ andans og í kringum kosmíska fræið; og kosmíska fræið byggir sviðin. Í sameiningu skapa kosmísku sviðin. Óendanleikinn byggir á þessari sköpun.

46. Auðvitað, veldur sérhver kosmísk þensla spíralspennu í Agni jóganum; þess vegna verður spenna í orkustöðvunum. Gæta verður mikillar varúðar varðandi orkustöðvarnar.

47. Þráin eftir birtingu kemur fram í allri þaninni orku. Þannig er hægt að sjá á öllum sviðum viðleitni vakna af þessari örvun. Þetta er hvati sem kallar fram birtingu; það er samsöfnuð örvun; það er lífsörvun. Allar birtingarmyndir slíkrar örvunar eru efldar af segulafli lífsins. Hverri meðvitaðri viðleitni er stýrt af þessum hvata. Staðbundinn eldur sem innblæs hvert fræ, hefur í sér þessa örvun. Þess vegna er kosmosins svo máttugur. Aðeins aðdráttarafl segulsviðsins getur skapað ný form. Kosmískur sköpunarmáttur magnast mjög af þessum kraftmikla hvata. Þannig eru þáttum tiltekinna krafta safnað saman.

48. Mikil eining ríkir í kosmosinum sem máttugt lögmál. Aðeins þeir sem fylgja þessum lögmáli geta sannarlega tekið þátt í kosmískri samvinnu. Eining efnisins í öllu hvetur mannkynið til sköpunar. Þegar vitundin dregur af fjársjóðum geimsins spennist kosmíska segulsviðið. Fjársjóður geimsins er tjáning orku sem er mettuð einingu. Þess vegna verður hvert andans fræ að finna fyrir þessari einingu. Hvert fræ andans tilheyrir hinni kosmísku einingu sem öll kosmísk sköpunargáfa kemur af. Mannkynið sviptir sig þessu með því að víkja frá þessum sannleika, með því að setja fram lögmál aðskilnaðar. Óbreytanlegt er lögmál einingarinnar í óendanlegri fjölbreytni!

Aðeins með þessu lögmáli getur maður byggt, því þegar aðdráttarafl skapar, er einingin krafturinn í athöfninni. Sköpunarmáttur kosmosins er takmarkalaus í gegnum einingu!

49. Öll tilveran byggir á einingu. Lögmálið eru svo stórkostleg að öll kosmísk bygging hvílir á þessum meginþætti. Í hverri birtingu dregur þetta lögmál þættina saman og sameinar þá sem tilheyra hver öðrum. Þetta mikla lögmál er kóróna kosmosins.

50. Í eilífri sköpun lífsins gildir lögmál einingar. Kosmísk sköpunin gengur fram sem eldsleg skipun; skipun sem leiðir til samruna; skipun sem skipar örlög; skipun sem leiðir endurnýjun á einu fyrir annað; skipun sem leiðir til fullnustu; skipun sem leiðir til ódauðleika; skipun sem skipar líf í hvert atóm; skipun sem leiðir til nýrrar orku; skipun sem skipar nýja tíma. Þannig er kosmískri sköpun náð með segulsviði lífsins. Hvernig er þá hægt að skipta upp sköpun kosmosins? Hvernig er þá hægt að aðgreina það sem tilheyrir öllum? Hvernig er þá hægt að aðgreina það sem sannarlega gengur frá einum til annars.? Sannarlega er mettun kosmosins þaninn fyrir eldslegan samruna! Aðeins kosmískur Tilgangur getur gefið mannkyninu ímynd einingarinnar. Tilgangurinn gefur mannkyninu æðstu ímynd sköpunar eldheits Hjarta. Tilgangurinn safnast saman í heilagleika; þess vegna, er þetta lögmál kosmosins skapað af lífi. Hvar er þá endirinn, þegar allar kosmískar birtingar koma af tvískiptum Uppruna? Þegar andi hefur samskipti við æðri sviðin birtist kosmískur sköpunarmáttur fyrir honum sem lögmál óendanlegrar einingar. Þegar andinn nær æðstu einingu, má segja með sanni að hann sæki hana úr kaleik kosmískrar gleði. Já já já!

51. Tilhugsunin um dauðann vekur andanum hroll. En þegar vitundin nær kjarna tilverunnar er hugmyndin um einingu staðfest. Þegar andinn skilur hve stöðugt lífsbirtingin streymir, er hægt að sjá samtengda keðju í öllu. Hugsanakeðju, athafnakeðju, keðju afleiðinga, keðju viðleitinnar, keðju lífa - hver keðja leiðir af sér það sem á eftir kemur. Sköpunarmáttur seguls lífsins liggur í þessum samtengingum. Andinn þarf ekki að skjálfa við tilhugsunina um dauðann og breytinguna heldur við tilhugsunina um að slíta keðjuna. Ef maður gæti fylgst með skrám um slitnar keðjur í geimnum myndi andinn sannarlega skjálfa. Þegar hin mikla breyting verður, mun aðeins sá ná árangri sem hefur fylgt einingu þróunarinnar.

52. Hversu mikið er eytt í leit mannkynsins að fyrirbærum, án þess að huga að röddinni sem beinir því að krafti sálarskilnings. Hefur efnisbirting slíkt aðdráttarafl að það eyði skilningi á sambandi anda og orku? Hvernig getur efnishyggja, sem kæfir vitundina og leiðir aðeins til sýnilegra hluta, beint andanum að fjarlægum heimum? Sérhvert birtingarform er í sjálfu sér kosmískt fyrirbæri. Mannkynið hefur bundið sjálft sig í að leita einungis að því sýnilega. Þegar talað er um fjarheimana ætti maður viðurkenna víðtækan skilning á óendanlegum vexti. Við skulum binda vitund okkar við hugsunina um fjarlæga heima. Örvun andlegs sköpunarmáttar felur í sér ótakmarkaða viðleitni. Í henni er varðveitt hin mikla kosmíska leit. Aðeins með skilningi á ósýnilegri efnismyndun getur átt sér stað raunveruleg leit, því að í hinum mikla púlsslætti alheimsins felst allur kosmískur sköpunarmáttur.

53. Þar sem stöðug umbreyting á sér stað í kosmískri sköpun, getur mannkynið beitt kosmískum lögmálum mjög auðveldlega. Viðurkenning á lögmáli þróunarinnar mun auðveldlega leiða til skilnings á lögmáli kosmískar framvindu andans. Það verður hægt að nálgast veginn til fjarlægra heima. Getur mannkynið, sem lifir aðeins í heimi afleiðinga, tekið framförum? Að missa sjónar á heimi orsakanna hefur mannkynið vissulega misst tengslin við lögmál tilverunnar. Aðeins skilningur á óslitinni keðju lífa getur veitt skilning á orsökum í birtingu lífa. Þess vegna, þegar Við segjum að andinn sem er að ljúka leið sinni hafi undirbúið líkama sinn í árþúsundir, er þetta sönn fullyrðing. Allar orsakir af viðleitni andans skapa afleiðingar og í þessu lögmáli einingarinnar felst kosmískur sköpunarmáttur.

54. Ef mannkynið myndi skilja tilgang tilverunnar, gæti það tekið þátt í kosmískri sköpun. Hvernig er hægt að þroskast án þess að átta sig á hinni eilífu kosmísku umbreytingu? Aðeins þegar viðleitnin nær út yfir þau mörk sem lífið opinberar, getur maður skynjað kosmískan sköpunarmátt. Múr heimskunnar hefur verið reistur; þoka þægindanna er eins og spegill. Þegar mögulegt er að komast inn á svið sannrar kosmískrar sköpunar, mun kosmísk vitund koma fram. Ásamt sköpunarmætti kosmosins er mannsandinn virkur hluti þess. Kosmískt jafnvægi krefst þess að viðleitnin sé til endalausrar fullkomnunar. Þess vegna, þegar mannkynið vinnur með kosmíska segulsviðinu, dregst það að þeim mörkum sem dregur viðleitni þess til hins óendanlega. Þannig undirbýr mannkynið sig fyrir það að ganga út fyrir múr þægindanna og að landamærum kosmísks réttlætis.

55. Þú hefur rétt fyrir þér að tala um skort mannkynsins á innsæi. Þegar við nálgumst ógnarstundina verður að herða á öllum kröftum fyrir hið volduga skref. Það hefur þegar verið sagt að tímabil Maitreya nálgist og táknunum er stráð sem eldheitum fræjum; þess vegna mun ógnarstundin vera ljós fyrir þá sem eru í takt við kosmíska segulsviðið. Þess vegna mun óheillavænleg stund verða sem framtíðarljós fyrir þá sem berjast fyrir mikilvægi tímabils Maitreya. Þess vegna færir samvinnan við Okkur fyrirætlaðan sigur. Þess vegna munu samverkamenn sem ganga óeigingjarnir fram, sigra. Með því að halda áfram í takt við kosmíska segulsviðið staðfestir þú sigur! Já já já!

56. Mannkynið álítur að ókönnuð orka sé ekki til. Það er ekki viðleitni, heldur afneitun sem knýr mannkynið til að hafna fíngerðustu orku. Þegar kosmísk sköpun þenur vogarafl sitt myndast fyrirætluðu formin. En mannkynið hafnar frekari framförum ef það hafnar nýjum formum. Allt umvefur mannkynið, en orka tekur aðeins á sig form þegar hún kemst í snertingu við vitund mannsins. Þess vegna er urgandi bylgjan fyrir daufum eyrum aðeins einangrun frá kosmískum gjöfum. Þannig sviptir mannkynið sig því dýrmætasta.

57. Sannarlega beinist nýja orkan að fullkomnun lífsins. Þegar mannkynið mun samþykkja hugmyndina um staðbundinn eld, mun það skilja hvernig kynslóð nýrra krafta ganga fram. Þegar við tölum um staðbundna eldinn höfum við í huga þau fræ lífs sem þenja öll form í átt til birtingar. Þess vegna er móttaka Agni jógans svo eldheit. Þess vegna er viðleitnin að kosmísku straumunum svo augljós. Því staðfesti Ég að hærri móttaka orkustöðvanna birtist fyrir aðlögun þeirra hæstu. Þannig staðfesti Ég að orkustöðvarnar munu veita mannkyninu ný dýrmæt vísindi.

58. Sannur árangur fæst með viðleitninni til að þekkja Vilja æðsta Tilgangs. Það er erfitt að meðtaka kosmíska stefnu án þess að skilja Vilja æðsta Tilgangs. Þrír fjórðu hlutir mannlegrar viðleitni beinast gegn kosmískri fyrirætlan. Mannlegur andi reynir ekki að ganga út fyrir mörk þess sýnilega og andstaðan við hinn æðsta Vilja leiðir til tortímingar. Sannarlega skiptir kosmískt lögmál einu út fyrir annað. Vissulega er í þessari fyrirskipan andi endurnýjunar. Vissulega felur meginþátturinn í endurnýjun í sér lögmál fullkomnunar. Þess vegna þróast mannkynið svo mjög hægt. Eiginleikar fortíðarinnar fæða framtíðina. Óendanlegur er vöxtur eiginleikanna! Þar sem umbreytingin leiðir til nýrra framfara eru öll öfl þanin. Þar sem fortíð var gegnsýrð andstöðu, er kosmískri hreinsun komið á. Þannig mun umbreyting á tímabili eyðileggingar vitna um afleiðingar hennar. Þær eru óhjákvæmilegar en eiginleikinn mun hækka stig þess.

59. Í blómstrandi möguleikum andans sjáum við samhæfinguna. Hversu kröftuglega þessi blómstrandi möguleiki heldur áfram og hversu stöðugt hann stefnir að fullnustu! Birting þessarar fullnustu segulmagnar alla lífskeðjuna andans sem þekkir kosmísk lögmál. Staðreyndir tilverunnar leiða þannig andann. Við kosmískan samruna verður lögmálið að leiða og eftir að hafa haft fundið titring kosmíska segulsviðsins, þá stefnir eðli andans staðfastlega að samruna.

60. Maðurinn ætti að leita sanninda utan marka mannlegs skilnings. Víðsýnt kosmískt sjónarsviðið, sem hefur tapast, hefur ekki leitt til framfara. Þegar hugsunin bjó á neðri sviðinu var viðleitnin í samræmi við umfang þess sviðs. Í stað útþenslu varð viðleitnin að takmörkuðu sviði, því sýnilega, og því varð sjóndeildarhringurinn sannarlega þröngur. Kosmískur sköpunarmáttur safnar saman formbirtingum sínum eftir skyldleika. Aðdráttarafl tengdra agna segulsviðsins samsvarar sviði andans. Þú sagðir rétt um sviðin sem mettuð eru af andanum. Aðeins þegar andleg leit leiðir til skilnings á eðlisvídd hinna ýmsu sviða er skilningur á æðri heimum staðfestur. Maðurinn getur tekið ótakmarkaðan þátt í þróuninni.

61. Handan hins sýnilega kemst andi Agni jógans inn með eldi orkustöðvanna. Þannig getur móðir Agni Yoga komist í gegn með augljósri viðleitni. Þannig er vitneskjan um óséða heiminn færð í anda Agni jógans. Já já já!

62. Þegar til forna var talað um hreinsunareld og eldheitt helvíti, var vissulega átt við umbreytingu og karma. Lögmálin voru þekkt. Nákvæmni þekkingar kom fram í birtingu kosmíska segulsviðsins. Þekkingin á karma var sótt í himintunglin. Hreinsunareldurinn var settur í stað karmískrar viðleitni. Hreinsunareldurinn í núverandi skilningi kemur frá umbreytingarlögmálinu. Eldheit helvítið kom af lögmáli karma. Karma og umbreyting eru óaðskiljanleg! Annar meginþátturinn ákvarðar hinn og spenna annars kallar fram viðleitni hins. Hið mikla aðdráttarafl byggir upp allar meginþætti alheimsins. Aðeins viðleiti til að birta eldinn getur sýnt raunveruleikann. Mannkynið hafnar þessu algilda lögmáli með tillitsleysi sínu. Sannarlega, stýra karma og umbreyting þróun andans. Kosmosinn endurómar þessi lögmál og lögmál kosmíska segulsviðsins beinir viðleitinni fram til þróunar. Næmt eyra grípur þennan samhljóm.

63. Karma og umbreyting eru þættir sem beinast að framförum; þau skapa áhrifin með drifkrafti karma og og umbreyting andans mótar stefnuna. Þegar leitandi sköpunargáfan dregur andann að kosmíska segulsviðinu, þá eru áhrif eldsins óhjákvæmileg. Ég fullyrði að lögmál karma og umbreytinga leiða til fullnustu. Leitandi eldblásinn andinn laðast að kosmíska segulsviðinu. Þegar Við, bræður mannkynsins, tölum um kosmíska segulsviðið, skynjum við í því allar birtingar æðri lögmála. Sannarlega felst allt það tærasta og fegursta í þessu lögmáli. Þess vegna, þegar Við sögðum að kosmíska segulsviðið setti þenslu í allar birtingar sem hefðu í sér alla fegurð tilverunnar, höfðum Við í huga birtingu kosmíska segulsviðsins.

64. Tengslin milli sýnilegra og ósýnilegra heima eru staðfest með tengingu við kosmíska segulsviðið. Eins og í öllu í alheiminum, er hlekkurinn nauðsyn. Hver orka og hver frumþáttur mynda hlekk við skylda orku. Sömuleiðis eru sviðin ekki einangruð. Þannig hefur ósýnilegi heimurinn tengsl við hinn sýnilega. Fíngerða orkan kemst inn í svið aðdráttarafls. Þess vegna leitast staðbundni eldurinn að sviðum manna og andinn leitar inn á ósýnilega sviðið. Þannig laðar geimurinn með gagnkvæmum hætti hina leitandi orku. Hinn ósýnilegi heimur skapar áhrif sín. Þannig er aðdráttarafl orkunnar takmarkalaust.

65. Í tengingu sviðanna felst sköpunarmáttur kosmíska segulsviðsins. Aðeins aðdráttarafl skapar og segulsviðið knýr kraftanna til staðfestra forma. Aðdráttarafl ákvarðar líf mannsins. Þegar karma knýr andann á áfangastað, skapar segulsviðið. Þannig ýtir karma á hæla mannlegs uppstigs. Þannig verður bygging fullkomnunar til. Þess vegna, þegar andinn veit veg sinn, bregst segulsviðið við. Það er þannig sem það fyrirætlaða er staðfest og kosmíska segulsviðið bregst við.

66. Kosmosinn er byggður á aðdráttarafli. Misleit orka laðast að einu fræi. Þannig er hreinn eldur undirstaða hverrar kosmískrar samsetningar. Kosmísk sköpunin kemur fram í samsöfnun bestu samsetninganna. Geimurinn er segulmagnaður af straumhraða kraftanna. Kosmíska segulsviðið sameinar oft eiginleika mismunandi krafta til bráðra umbreytinga. Þess vegna, þegar kosmíska segulsviðið er þanið, laðast ýmis ófullkomin form að fræinu, sem vinnur þau aftur. Þannig tengir geimurinn form sín. Þess vegna, þegar við tölum um sköpunarmátt kosmíska segulsviðsins, höfum við í huga hinn hreina eld sem býr í hinum ýmsu kröftum. Þannig er mannkyninu stjórnað af kosmíska segulsviðinu, en aðeins meðvituð viðhorf skapa framfarir.

67. Sköpunarmáttur andans byggist upp eins og kosmíska segulsviðið. Vörn mannkynsins liggur í andanum. Þjóðir mótast af þessu afli. Aðeins sköpunarmáttur andans lyftir mannkyninu. Þannig getur þróun eflst kröftuglega. Viðleitni andans magnar örlög þjóðanna.

68. Kosmískt aðdráttarafl beinist að allri birtingu. Hjartað samlagast öllum kröftum sem beint er að því. Hjartað tjáir alla viðleitni í lífinu. Öll kosmísk orka laðast að hjartanu. Þeir sem neita meðvituðu aðdráttarafli hjartans neita mikilvægi segulsins. Staðbundinn eldurinn dregst til hjartans og í þessari meginreglu fellst allt kosmíska ferlið. Þess vegna hvílir alheimurinn í aðdráttarafli hjartans. Aðeins orkan sem byggist á aðdráttarafli hjartans skapar líf. Því er lífkeðjan endalaust mótuð af hjartanu.

69. Lífskapandi kraftur hjartans er öflugastur og það má segja að hann sé segull. Þannig er sköpun hjartans drifkraftur til fullnustu. Aðeins þetta aðdráttarafl mettar kosmíska sköpunarmáttinn. Þannig titrar kosmíska hjartað í Arhat. Þannig titrar kosmíska hjartað í Tara. Þannig titrar kosmíska hjartað í atóminu. Þegar vitundin vaknar, ómar kaleikurinn. Þess vegna er vegur Okkar lagður af hjartanu.

70. Hið Algera er ekki í tímabundnu formi en andi formsins tjáir Algeran Tilgang. Skel kosmíska fræsins í umbreytingu sinni er háð lögmáli tímans, en andi fræsins varir handan tímans. Þannig er kosmíska formið endurnýjað að eilífu, en efnið í leitandi fræinu er háð kosmíska segulsviðinu. Þannig er fegurð tilverunnar mettuð af kosmíska segulsviðinu. Andinn sem hefur gengist undir efni karma þráir að frelsa fræið úr skelinni. Þessar skeljar safnast eins og þoka utan um fræið. Hvert fræ fer í gegnum baráttu sína á leið sinni til óendanleikans.

71. Þessar orrustur og sigrar eru snarlega staðfestir með umbreytingunni. Aðeins þegar andinn er þaninn í eldheitri viðleitni er hægt að umbreyta skelinni. Aðeins þegar andinn leitar hreina eldsins er hægt að umbreyta skelinni. Þegar andi Agni jógans endurnýjar skel sína er logandi umbreyting staðfest; þetta er æðsta ferlið og í spennu þess nær það yfir öll kosmísku sviðin.

Þegar lungnaorkustöðin kviknar þenst hver logi í nýjan straum. Eldur mannsins tengist þannig eldi geimsins. Þess vegna verður að vernda orkustöðvarnar svo mjög. Fyrir fullnustu óma orkustöðvarnar af sérstakri næmni. Þess vegna kemur aðskilnaðurinn frá jörðinni mjög vel fram. Hjartað geymir allra fínustu orkuna. Fínustu straumar hljóma hjartanu.

72. Ósamrýmanleiki anda og efnis þjappar sér saman eins og ósamræmd hringiðu. Þegar andinn er íþyngdur af ófullkomleik efnisins byrjar hann baráttu sem opinberar þann ófullkomleika. Skelin sem heftir andann er eins og byrði sem hægir gönguna. Sannarlega byrðar! Kosmísk sköpunin hreinsar stöðugt viðleitni til myrkursins. Helsti skortur mannkynsins, er skortur á skilningi og felst í ósamræmi. Þegar andinn og skelin sem klæðir hann, verða í sátt, mun mannkynið komast nær kosmískri einingu. Þannig að þegar eldferlið verði aðlagað verður nýtt skref staðfest. Ófullkomleiki mannkynsins er af röngu hugarfari. Um æðsta samræmið er sagt að kosmosinn skapi í einingu lífsins. Þess vegna getur maður aðeins náð þroska í einingu. Þannig sameinar hið óendanlega anda og efni.

73. Kosmosinn er þaninn í samruna þátta hans. Svo öflugur er samrunaþátturinn að fullyrða má að öflugasta vogaraflið sé einingarlögmálið. Segulmögnun andans tjáir ákvörðun kosmíska Viljans. Aðeins sköpunarverk andans er sannarlega hægt að kalla sköpunarverk eilífðarinnar. Skapandi fræ andans þenur hverja frumu. Andinn ræður keðju jarðlífanna; því er kosmísk eining svo öflug. Þess vegna er þessi eining byggð á aðdráttarafli andans. Já já já! Samkvæmt kosmísku lögmáli birtir andinn það í söfnun þeirra fræja sem bregðast við aðdráttarafli segulsviðsins.

74. Í samspili kraftanna er auðkenni dregið fram eins í birtingu aðdráttarafls seguls og þessara krafta. Hvert samspil leggur grunn að segulspíral og á honum byggist heimsorkan. Eldheitur Agni jóginn upplifir tengingu við heimsspíralinn. Allir andlegir leiðtogar mannkyns finna fyrir aðdráttarafli þessa spíral heimsins og bregðast við í samræmi við það. Andlegu leiðtogarnir vinna með þróuninni. Þess vegna, þegar samspil við kosmíska segulsviðið verður til, eru kosmískir eldar samþættir. Þess vegna þegar staðbundnir eldar skapa komast andlegu leiðtogarnir inn í eldspíralinn. Næmni andlegu leiðtoganna gerir þeim kleift að tileinka sér orku fínni sviðanna og beita henni í lífinu. Þess vegna getur lífið ekki streymt án þessara eldstrauma.

75. Andlegu leiðtogarnir gegnsýra lífið með kjarna sínum. Þegar sköpunarmáttur andans er efldur geta öll verkefni verið uppfyllt. Kosmíska segulsviðið skapar sinn spíral. Sá spírall fær eigið eldlegt aðdráttarafl. Kosmískur samruni þróast með spíralnum. Sannarlega er verið að tengja æðra sviðið við jörðina. Reyndar á sér stað samruni við kjarna staðbundna eldsins. Sannarlega er hægt að segja að lífið sé spegilmynd kosmísks geisla.

76. Eldur stýrir öllum ferlum í kosmosinum. Hinu ósýnilega ferli lífsins er stýrt af eldi andans. Óbreytanlegt er lögmál eldlegrar sköpunar; í henni fellst öll birting og ber í sér alla skapandi möguleika. Við skulum því leita eldsins í öllum óútskýranlegum kosmískum birtingarmyndum tilverunnar. Upphaf lífs og umbreytingar þess er ein og sama birtingarmynd eldsins. Hinn ólýsanlegi sköpunarkraftur hefur eld í fræi sínu - ósýnilegan, hreinan, skapandi eld.

77. Kosmísk endurnýjun skapar ný form. Kosmísk endurnýjun útrýmir úreltum formum og vekur ný til lífsins. Þannig færist hrynjandi kosmískrar endurnýjunar inn í staðbundin form. Áhrif nýrra krafta þenja kosmíska spíralinn. Þannig jafnar kosmísk sköpun umbreytingu formana. Tími víkjandi orkunnar segir til um tíma komandi krafta. Þess vegna eru kosmískar umbreytingar tengdar tíma kosmískrar endurnýjunar.

78. Umbreyting andans upprætir fyrri mörk. Þegar sköpun andans þenst með nálgun sinni við kosmíska segulsviðið, tekur andinn þátt í kosmískri endurnýjun. Þessi endurnýjun eflir alla möguleika andans og ný þrep opna nýjar leiðir. Þess vegna, þegar skapandi eldur andans er þaninn til uppbyggingar þróunar, þá safnar hún til sín svipaðri orku. Þannig safnar Agni jóginn kröftum til endurnýjunar. Þannig skapa logandi orkustöðvarnar endurnýjun. Þannig er kosmíski eldurinn aðlagaður orkustöðvunum.

79. Kosmíski eldurinn við innsetningu lífs er nægur fyrir birtingu á jörðinni. Hver hvati í kröftunum sem eldurinn nærir safnar saman sálarkrafti sínum. Lífsloginn skapar og staðfestir möguleika fræsins.

80. Hver kosmísk athöfn ber í sér hvöt eldsins. Sköpunarkrafturinn er tvískiptur, fer bæði út í hið líkamlega og í sálarlífið. Í sálrænni sköpun er geisli eldsins hreinn. Birting sálarlífsins er svo öflug að lítilsverði hlutinn sem fór í efnislega sköpun er yfirtekin af henni. Við staðfestum að sálarefling skapar.

81. Í birtingu kosmosins sameinast óvenjulegustu aðstæður; því er mikil næmni orkustöðvanna nauðsynleg. Nýjar aðstæður munu veita óvenjulega möguleika. Ef menn telja að nýjar aðstæður verði tífalt fleiri, þá verða möguleikarnir hundraðfaldir. Hvílíkir möguleikar! Ég tel að jafnvel maur getur skilað mikilli uppskeru. Ef fólk myndi aðeins velta þessum lögmál fyrir sér og skilað að minnsta kosti eins miklu og maurinn!

Samhliða nýjum aðstæðum eykst spenna straumanna. Aukin spenna hefur áhrif á lífsbirtingu veikra lífvera. Þess vegna er styrking orkumiðstöðva manna svo mikilvæg.

82. Maðurinn áttar sig ekki á auðlegð lífsins, hve lífið er undursamlegt og gefur manninum takmarkalausa möguleika á eflingu andans. Mannkyninu er ekki gefið að horfa inn í fjarlæga framtíð og vitund þess hrærist í ryki augnabliksins. Svo lengi sem mannkynið lærir ekki að horfa til framtíðar verður ómögulegt að draga úr þjáningum manna. Erfiðleikar mannkynsins við að tileinka sér kosmíska eldinn seinkar verulega því ætlaða.

83. Loforð fræðara á að skilja á vísindalegan hátt. Aðeins ef vísbending er um skilning hjá lærisveini er loforðið gefið. Lærisveinninn getur annað hvort fest það loforð eða hafnað því. Styrking loforðsins getur skapað kröftug bönd sem ekki verða slitin þegar vitund lærisveinsins er í samræmi við það. Fylgni vitundarinnar við verkefnið er grunnur markmiðsins; þess vegna er mikilvægt að vitund nemans sýni þá fylgni.

84. Mikilverðasti vandinn er leit að nýjum leiðum. Vegna óvenjulegra aðstæðna í framtíðinni verður ómögulegt halda áfram eftir gömlum leiðum. Allir nýir verða að muna þetta. Það er verst þegar menn vita ekki hvernig á að komast úr gamla farinu. Það er hræðilegt þegar fólk nálgast nýjar aðstæður með sínum gömlu venjum. Rétt eins og það er ómögulegt að opna nútímalás með miðalda lykli, er einnig ómögulegt fyrir menn með gamlar venjur að opna dyr að framtíðinni.

Við alla segjum Við: „Það er nauðsynlegt, nauðsynlegt, nauðsynlegt, að finna nýjar leiðir!“

Eiginleikar til að finna nýjar leiðir eru dýrmætir. Þess vegna prófum Við getu lærisveinsins til að laga sig að óvenjulegum aðstæðum.

Birting nýrra strauma mun undra mannkynið. Eins og venjulega verða þessir straumar uppbyggilegir í höndum þeirra sem til þekkja; en í höndum fáfróðra verða þeir böl.

85. Straumarnir ganga fram samkvæmt lögmáli um minnsta viðnám. Þess vegna þjást veikustu þættirnir og verða útbrunnir. Þess vegna er vöxtur og styrking nauðsynlegust. Hvert hik á spennustundu er ekki aðeins hættulegt þeim sem hikar heldur er eyðileggjandi fyrir hluta jarðarinnar.

86. Ef mannkynið býst við árangri verður það umfram allt að sætta sig við framtíðina. Því það getur ekki náð árangri með fortíðinni. Þannig er leitin að nýjum leiðum fyrsta krafan. Sveigjanleiki í leitinni eru undirstaða velgengni.

87. Athafnir segulsviðsins úr fjarlægð er háðar móttökunni; þess vegna skiptir næmi andans mestu máli. Auðvitað getur öflugur segull sigrast á tregðu, en dreifing kraftsins verður mikil. Því hjálpar móttökunæmni þróuninni, en óvirkur andi seinkar henni. Með móttökunæmni getur kraftur segulsins verkað úr gífurlegri fjarlægð.

88. Mannkynið verður að þróa næmni ef það vill forðast miklar hörmungar. Hvernig er það mögulegt að það skilji ekki að hjálp geti aðeins komið ef leiðandi hönd er móttekin! Benda verður á að ef leiðsögnin er ekki virt eru hörmungar óhjákvæmilegar.

89. Hinn voldugi segull hefur áhrif á jörðina; straumarnir eru nú sérstaklega spenntir. Þetta þýðir aukin vöxt og það sem er veikt fyrir hverfur. Öflugur segull mun móta framtíðina.

Þegar við boðum næma móttöku er þörfin mikil. Mannkynið verður að skilja að Við getum ekki flutt fjöll. Vitund mannkyns verður að sýna næmi.

90. Mörg öfl hafa áhrif á jörðina og viðbrögð annarra himintungla eru aðeins hluti þessara krafta. Meðal ósýnilegra áhrifa eru mjög öflugir kraftar segulmiðja, sem stöðugt eflast. Birtingar þeirra verða brátt aðgengilegar með einföldum efnislegum athugunum. Rannsókn á krafti þeirra, spennu og fylgni mun færa mönnum ný vísindi.

91. Þegar áhrif kraftanna margfaldast, mun mannkynið verða skelfingu lostið og óskipulegt í athöfnum sínum. Alvarlegum sjúkdómum munu fjölga.

92. Nýjungar á öllum sviðum vísinda og í skólunum eru ómissandi. Maðurinn getur ekki farið langt í framtíðinni með gömlu vísindin. Útrýma verður öllum ónothæfum uppsöfnunum; og á hinn bóginn verða menn að fara dýpra í allar birtingarmyndir og auka afrek samtímans. Sem stendur líða of mörg ár áður en afrek rannsóknarstofa, rannsókna og uppgötvana ná til skólanna og almennings. Nauðsynlegt verður að stofna upplýsingadeildir í skólum með kynningum á nýjustu uppgötvunum. Meiri hraði í að koma þessum upplýsingum á framfæri er ómissandi, því dagblöð sleppa mörgum mikilvægum uppgötvunum.

93. Víðtæk miðlun þekkingar getur endurnýjað heiminn. Þekking getur gert kraftaverk. Við skulum rifja upp orð hins blessaða um fáfræði. Hver árangur veltur á þekkingu og ef einhvers staðar er árangursleysi þýðir það að fáfræði hafi læðst að. Því skulum við segja að þekking sé ofar öllu. Birting fegurðar er þar sem þekking er.

94. Loforð fræðarans endurspeglast í fegurð sambands fræðara og lærisveins. Í Austurlöndum er skilningur á fræðaranum dýrmætur fyrir lærisveinninn til að skynjar þessa fegurð.

Þegar fólk samþykkir hugmyndina um fræðarann verður nýtt skref undirbúið. Mikið, mikið tapar mannkynið á að hafna þessu hugtaki. Já já já! Allar nýjar leiðir eru þannig útilokaðar fyrir mannkynið og leitin verða að byrja með samþykkt þessa hugtaks.

95. Austræn fræðsla um jóga er óskiljanleg vestrænum huga og hjartað skynjar ekki fegurð þess. En skilningsleysið hindrar sókn til framtíðarinnar. Það er nauðsynlegt að staðfesta nýju nálgun með því að samþykkja hugmyndina um fræðarann.

Hvernig getur maður hafnað þessu fegursta hugtaki! Og þvílíkur missir mannkynsins af frestun þess ætlaða! Ógnandi tíma mun koma mörgum til skilnings og staðfesta nýtt upphaf.

96. Innsæið þróast í leit að nýjum leiðum. Þess vegna er sveigjanleiki einkenni beinnar þekkingar. Við skulum segja við alla nýja, að afgerandi höfnun gamalla venja og leit þeirra nýju eru undirstöður velgengni. Fólk verður loksins að skilja hvað það er sem nýtist þeim!

97. Lögmál umbreytinga skapar með því að safna saman þáttum sem lúta að nýrri kosmískri samsetningu. Aðdráttarafl þess laðar að sér alla óháða orku þangað sem henni er beint. Þess vegna er hvert nýtt skref aðdráttarafl kosmíska segulsviðsins. Andinn sem velur sér leið laðast örugglega að fræi sínu og fullnægir þannig kosmískri og fyrirfram ákveðinni leið. Þess vegna boðar lögmál Okkar: „Leitið til þess hæsta!“

Andinn sem byrjar leið sína er gegnsýrður staðbundnum eldi. Þess vegna getur andinn þegar hann er ekki ofhlaðinn lífinu, staðfest nýja leið sína og sýnt nýja eiginleika. Samkvæmt lögmáli Okkar eru nýir eiginleikar staðfestir og Karma mannkynsins getur ekki aðeins móttekið umbreytinguna heldur getur það auðgast með nýju karma. Þannig ljúkum Við skýringum á karmískum breytingum. Við skulum samþykkja lögmál umbreytinga á óendanlegri leið andans.

98. Þegar nýtt skref staðfestir nýja hamingju birtum Við vöku Okkar. Þegar nýtt skref er gegnsýrt nýrri viðleitni, birtum Við hjálp okkar. Þess vegna er birtingarmyndin augljós þegar Ég staðfesti nýtt skref.

99. Spenna kosmosins beinist að því að skapa nýjar samsetningar. Spenna andans beinist að smíði nýrra skrefa. Aðeins þeir sem hafa fylgt Okkur þekkja spennu skapandi athafna. Mistrið sem hylur skynsemi mannsins er samsett úr brotum skilningsleysis. Þannig lemur mannkynið jörðina. Þar sem efnið er ótakmarkað og í því allar spennur, ætti mannkynið að leitast við að ná spennu.

100. Margt er staðfest af Okkur og spennan mun birta hið fyrirhugaða. Þeir sem hafa helgað sig kosmískri spennu munu sigra. Þess vegna er sigur Okkar um allan heim óafturkræfur. Því gleði ómar þegar boðun bræðralagsins er fullnægt. Þess vegna hef Ég sagt það - Ég ábyrgist það! Ég sé sigur! Já já já! Á uppleið breytast erfiðar stundir í velgengni. Þetta skulum við muna - Sigur og gleði! Því nýja skrefið er ákveðið af kosmíska segulsviðinu.

101. Ósýnilega sviðið sem umlykur mannkynið er ofið úr viðleitni mannsandans. Þegar sviðið er ofið setur aukin sláttur fyrirhugaðra birtinga stefnu sína. Þannig efla hugsanir sviðið og hafa áhrif á atburðarásir. Svo nátengdir eru atburðarásir við hugsanastrauma og kosmíska stefnu. Geimurinn er þanin af þessum hugsunum. Fall og ris þjóða er háð þessum sviðum. Hver leitandi hreyfing í átt að æðri sviðum kallar fram hærri sköpun. Aðeins eiginleikar einkenna spennuna. Aðeins eiginleikar veita andanum rétta umbreytingu. Þannig eru eiginleikar endalaust smíðaðir í kosmosinum með spennu.

102. Það er rétt að tala um innri vöxtinn; það þroskar athafnir svipað og aðdráttarafl seguls. Þegar Tara Okkar sýnir fórnfýsi sína í þágu mannkynsins má segja að ósýnilegur logi færi mannkynið til samræmis við alheiminn. Þegar meistari Okkar í fórnfýsi sinni stígur niður á jarðnesku sviðin þýðir það að hann knýr ósýnilega framþróun mannsins. Þannig eykst vöxtur mannkyns með ósýnilegu vogarafli andans. Þess vegna er vöxtur verkanna í gegnum spennu svipaður og vöxtur innri segulsins. Þess vegna er kraftur andans ósigrandi.

103. Sannarlega byggjast verk Okkar á nýrri viðleitni. Því ný skref veitir mannkyninu nýjan skilning. Þess vegna munu þeir sem hafa lagt grunninn að kosmískri spennu gefa mannkyninu nýja eiginleika: þeir verða meðvitaðir samstarfsmenn. Þannig munu Okkar verk veita mannkyninu enn einn eiginleikann sem færir andann nær kosmískri samvinnu. Kosmíski segullinn vinnur kröftuglega.

104. Kosmísk lögmál krefst ekki undirgefni, en meðvitað samstarf sem beinist að uppbyggingu staðfestir kosmískan sköpunarmátt. Staðbundinn eldur hefur í sér margþætta eiginleika. Gildi samvinnu ætti að viðurkenna og allir þeir sem þekkja einangrun geta samþykkt þessi kosmísku lögmál. Þess vegna, þegar kraftur andans vex, leitast þeir sem þekkja kosmísk lögmál til samstarfs. Við skulum því leitast til takmarkalausrar samvinnu. Andinn sem þekkir lögmálið getur eflt alla elda. Leggjum áherslu á að leita þekkingar á tilverunni og fylgja lögmáli samvinnu kröftuglega.

105. Þátttaka kosmískra afla verður með aðdráttarafli þeirra að athöfnum þar sem betri samsetningu er safnað. Skapandi hvatinn er þanin þegar kröftunum er safnað saman til birtingar. Við uppbyggingu og umbreytingu laðast ýmsir kraftar að; þannig að hver drifkraftur skapar spennu og hverri athöfn er streymt af seguláhrifum sem dregst að fræi andans. Þegar lífið krefst farvegs athafna verður leitandi andinn að vinna í hreinum farvegi. Atburðarásin verður að vinna í samræmi við segulsviðið. Leitaðu þannig endalaust að farvegi athafna.

106. Sannarlega, geimurinn ómar af gleði þegar grunnur tilverunnar er boðaður. Kosmísk sannindi er skilningur á kosmískum lögmálum og gleði tilverunnar fyllir geiminn. Þannig skapar lögmál drottnanna straum nýs lífs. Þess vegna mun Ég segja að kosmísk sannindi séu klædd í útgeislun kosmískra birtinga.

107. Fullkomnun formanna beinist til æðstu birtingarmynda með drifkrafti orkunnar. Sama lögmál varðar leit andans. Aðdráttarafl andans til sköpunar er gegnsýrt viljanum. Eldur umbreytinga kemur fram í framvindu allra orkustöðvanna. Þess vegna, þegar vilji andans hefur umbreyst, verða framfarir í uppgangi hans. Þessi spíralframvinda heldur síðan áfram í öllum víddum. Þegar andinn getur lokið lífshringnum og hefur risið ofar upphafsstiginu, þá hefur andinn sannarlega náð þeirri viðleitni sem viljinn stefndi að í átt til kosmíska Viljans. Þannig stýrir kosmískur Viljinn sérhverjum framförum í hið óendanlega.

108. Birtingarmynd samvinnu við Okkur er spenna allra orkustöðva. Þegar spíralinn stefnir með þróuninni er andi samstarfsmanna Okkar sannarlega þaninn hreinum eldi. Þegar andi samstarfsmanna er gegnsýrður af hreinum eldi er sköpunarspíralinn virkur. Við skulum því viðurkenna lögmál spennu uppgöngunnar. Við staðfestum að þyrill viljans ber andann á vængjum samvinnu. Þannig sjáum við vaxandi uppgöngu andans. Þess vegna staðfestum við heilaga tengingu við hjartað og fögnum þegar vængir samvinnu geisla af spenntri gleði. Já já já!

Þannig boðar varnarskjöldur Okkar: „Kosmískt samstarf nýtir bestu möguleikana.“

109. Þegar umbreyting laðar orkuna að eldlegri sköpun, nær leitandi hvötin kosmískri athöfn. Hver skapandi orka er samstarfsmaður kosmosins. Með sama hætti er andinn sem kallaður er til athafna kosmískur samstarfsmaður.

Hvaða athöfn er það sem byggist á kosmískri samvinnu? Hver athöfn til framfara þýðir skref í þróuninni. Vísbendingar um gleymsku síns eigin „ég“, benda til fylgis við þróun. Lokaði hringur hjartans skapar þrúgandi form. Silfurlitaði Lótusinn sem opnar sig á allar hliðar bendir til þess að taka á móti og geyma alla kosmíska elda. Þannig er opið hjarta staðfest í alheiminum.

110. Já, já, já! Sannarlega nýr heimur! Gleði andans veitir alla möguleika. Þegar hin mikla framtíð er staðfest, umvefur sköpun Okkar allar birtingarmyndir. Þegar Við setjum saman nýtt kyn, eflum Við öll afrek. Þannig hefur þetta undursamlega ár leitt í ljós margvíslegar staðfestingar á mikilli framtíð. Geislandi undirstaða hefur verið lögð.

111. Vitneskjan um kosmíska segulsviðið mun hjálpa mannkyninu að skilja allar truflanir á jörðinni. Þegar andinn getur tekið við efni segulsins getur hann komist inn á æðri sviðin. Þekkingin á lögmáli segulmagnaðs aðdráttarafls, og því beitt í lífinu, mun veita skilning á æðri sviðum.

Þegar kosmíska segulsviðið ákvarðar birtingu á plánetunni setja lögmálin spennu í öll sviðin umhverfis hana. Þegar mannanna verk umlykja jörðina myrku sviði, þá bregst kosmíska segulsviðið vissulega. Þess vegna starfa himinhnettirnir nærri jörðinni í samvinnu við kosmíska segulsviðið.

112. Kosmíska segulsviðið magnar alla viðleitni manna. Sannarlega eru bandalög þjóða þannig efld. Geimurinn ómar, geimurinn kallar, geimurinn bíður.

Hver andi sem er meðvitaður um kosmíska segulsviðið verður að viðurkenna titringinn sem finnst. Þegar viðleitnin til þessa titrings staðfestist, þá mun óbreytanlegt markmiðið ljóma af skilningi á kosmískri Vitund.

Breyting tákna ekki staðfestingu; Þess vegna geta Okkar nánustu skynjað lögmál Okkar. Svo geislandi eru staðreyndir um kosmíska segulsviðið!

113. Í hverju liggur raunverulega auður mannkyns? Í smíði nýrra þrepa. Staðbundin hugsun hefur í sér spennu fyrir sköpun nýrra heima. Slík hugsun er eign mannsins. Þess vegna ætti lagskipting geimsins að vera forgangsverkefni mannkynsins. Hvernig er hægt að undanskilja mikilvægi þessa þáttar? Jafnvel einföld uppskrift segir að smíði þreps sé háð því hve bratt skuli fara. Því endurspeglar hvert þrep mótandi stefnu. Hugsunin er háð þeirri leið sem andinn gefur. Þess vegna endurspeglar staðbundin hugsun sameiginlega hugsun. Við skulum samþykkja þetta lögmál um staðbundna hugsun í þágu skýringar á kosmískum heimum. Hugsunarmolar hafa líka sínar afleiðingar. Þannig verður mannkynið að velja á milli hreinnar leitunar og staðbundins smits.

Leiðin að hinu óendanlega liggur í gegnum fullkomna vitund.

114. Auður mannkyns felst í sköpun andans. Meginþátturinn um uppsöfnun liggur í sköpunarhæfni andans. Meginreglan um viðleitni lifir í sköpunarmætti andans. Þess vegna er hægt að skynja kosmíska segulsviðið með sköpunargáfunni. Efling andlegs sköpunarmáttar mannsins er staðfest með uppsöfnun kaleiksins. Kosmíska segulsviðið þekkir leiðarljósið. Loforð framtíðarinnar liggur í sköpunarmætti andans. Já já já! Þess vegna ábyrgjumst við knýjandi kraft gjörða Okkar. Þannig mun það sem var stofnað af Okkur gefa heiminum nýja tíma. Þess vegna mun það fyrirætlaða koma. Kóróna tilverunnar geislar með öllum kosmískum eldum. Þannig er líf, fyrir Arhat, fjölbreytt sem geislun kosmísku eldanna. Já já já!

115. Skipulag kosmískra leiða er staðfest með ýmsum kosmískum samsetningum. Kraftur meginleiðarinnar kemur frá kjarna aðdráttarafls segulsins, sem er grunnur samheldni. Fræ andans er sá segull sem safnar öllum kröftum sem hafa verið innbyrtir. Þess vegna koma eiginleikar andans best fram í athöfn. Fræ andans og athafnir eru miðpunktur lífsins. Athöfn, framkvæmd af eiginleikum andans, er fyrirséð af uppsöfnun kaleiksins; þess vegna er tenging á milli orsaka og afleiðinga. Eiginleikar spennunnar verða að vera í samræmi við eiginleika athafna. Sérstaklega mikilvægt er að samræma afleiðingar við vöxt spennunnar. Þannig að eiginleikar andans gangi samhliða eiginleikum spennunnar.

116. Mannkynið hefur lagt mikla áherslu á hugtakið Verndarenglar. Þegar hugsun getur skynjað nálægð anda frá öðrum sviðum, hvers vegna ekki að meðtaka Ímynd Þess sem leiðir örlögin? Þegar mannkynið áttar sig á krafti hans, mun það átta sig á þýðingu hinna sönnu Verndara. Verndari andans, Verndari sannleikans, er Sá sem beinir skrefum okkar inn í kosmíska geiminn. Maðurinn getur hugsað um Verndara. Þannig getur andi sem er nærri Okkur skynjað Verndara í geimnum. Þess vegna leiðir skapandi andinn manninn til náinna Verndara. Megi viðleitni til verndara haldist á öllum brautum. Næm móttaka leiðir til þeirra.

117. Kosmískum umbreytingum fylgir alltaf ný spenna. Hverri umbreytingu fylgir þanin spíral. Þess vegna fylgir hverri umbreytingu margþætt birtingarmynd. Allt sem lýtur lögmáli kosmískra afla og umbreytinga eflist í leit sinni. Þannig færir lögmál umbreytinga álag á marga þætti. Ekkert helst óbreytt í kosmosinum og allt styrkist gagnkvæmt. Sköpunarmáttur andans eflist að sama skapi af fjölbreyttu striti. Umbreyting vitundarinnar færir manninn inn á braut þróunarinnar. Umbætur lífs á jörðinni velta svo mjög á umbreytingu vitundar og framfarir koma aðallega fram í breytingu á hugarfari. Þess vegna liggur mesta umhyggja mannkyns í framvindu hugsunar. Þegar leiðsögnin verður skilin verður mögulegt að taka þátt í sköpun kosmískra þátta.

118. Helsti tilgangurinn með athöfnum Okkar er að leiða mannkynið að vitundarbreytingu. Lærisveinar Okkar eru skipaðir sem slíkir samstarfsmenn. Hver umbreyting hugsunar hefur áhrif. Þess vegna er verkefni Okkar að leiða vitund manna til breytingu og verkefni lærisveina Okkar er að stilla taktinn við kosmíska segulsviðið. Vígi Okkar hefur að geyma kjarnann í vitundarvakningu mannkynsins og að beina henni að miðju þróunarinnar. Þess vegna er umbreyting hugsunar mesti læknir mannkynsins.

119. Hverri athöfn er lyft af andanum og hjartanu. Kosmísk sköpunarþrá byggir á þessu vogarafli. Í alheiminum er vogarafl andans vitund ljósefnisins, Materia Lucida, og vogarafl hjartans er birtingartákn aðdráttaraflsins. Hve mjög hefur mannkynið vikið frá hinni miklu meginreglu skapandi segulafls! Maðurinn hefur samþykkt að miðja sköpunarmáttar síns sé eigið Sjálf og sjálfhverfar athafnir gleypa alla spennuna. Þannig, að í stað kosmískrar athafna, verður áherslu á sjálfið. Sköpunarmáttur kosmosins kallar fram samvinnu. Sköpunarmáttur kosmosins kallar fram leit að fjarlægum heimum. Þungamiðja Sjálfsins, með því að hafna öllum ferlum kosmosins, myndar orsakir sem birtast í einangrun. Kosmosinn dregur að tímann sem fellur að stefnu kosmíska segulsviðsins. Kjarni Sjálfsins heldur áfram í einangrun. Sköpunarmáttur alheimsins birtist í takmarkalausri samvinnu.

120. Að ná andlegu þrepi getur beint mannkyninu að uppruna sannleikans. Aðeins með spennu og viðleitni getur maðurinn gengið með þróuninni. Sýnilegi heimurinn færir mannkyninu hugmynd um hið ósýnilega og sköpunargleði andans getur beint vitundinni til hins ósýnilega. Sköpunarmáttur andans getur náð hæstu hæðum. Þess vegna, þegar kosmísk spennan er send ósýnilega til mannsins, köllum Við það samvinnu við kosmíska segulsviðið. Sköpunarmætti andans er náð með samvinnu við kosmíska segulsviðið. Þegar andinn áttar sig sannarlega á spennunni og stefnu kosmíska segulsviðsins, er hann fær um að smíða þrep stigans.

121. Afrek andans er mikið þegar eldunum er umbreytt. Lögmál umbreytingar dregur til sín alla viðleitni. Sem eilífur kennari reynir andinn alla möguleika. Umbreyting elds staðfestir ekki aðeins undirgefni hins lægra til þess hærra heldur dregur einnig hæstu viðleitina að efni andans. Þess vegna, þegar andinn ákveður sannarlega að afhjúpa einangrun sína, opnar hann leið fyrir umbreytingu. Þess vegna verða lærisveinarnir að muna að umbreyting er aðeins veitt þegar andinn hefur sigrað sjálfshyggjuna. Sjálfshyggja er forfaðir allra gráleitra girðinga. Þess vegna, þegar birtingarmynd sjálfhverfunnar skyggir þannig á andann, má fullyrða að eldur umbreytingarinnar geti ekki haft samband við hann. Megi allir muna það!

122. Kosmosinn svarar ríkulega. Hver orka hefur sína eigin móttökutíðni og fyrirætlað afl veltur á móttökutíðni orkunnar, sem kemur á fullkomnun formsins. Sama lögmál er að verki í mannlegri uppbyggingu; þannig að móttökutíðnin sem svarar, er staðfest með aðdráttaraflinu. Lögmál móttökutíðni er innbyggð í ábyrgð mannkynsins. Eftir að hafa misst móttækni fínlegrar orku hefur mannkynið glatað fínnæmni skynfæranna. Móttökutíðnin er óaðgengileg fyrir slíkan mann. Þess vegna, þar sem viðleitni til móttöku er skrifuð á varnarskjöldinn Okkar, verður maðurinn að skynja leiðina til ábyrgðar. Við skulum fara með ákall um næmni.

123. Ábyrgðartilfinning er sannarlega öflug. Drottnarnir bera þennan volduga lykil til almannaheilla. Hin ýmsu svið eru hlaðin næmi orku. Spennan í mismunandi markmiðum birtir ábyrgðina og andinn sem sýnir næmni fyrir ábyrgð á skilið staðfestingu. Þannig ber Tara Okkar ábyrgð á framgangi hugsunarferli manna og hún býður tilraun sína til endurnýjun ábyrgðar. Þannig stofnar andlegur leiðtogi þróunarhreyfingu. Ég staðfesti að þeir sem bera þennan titring í kaleiknum munu veita nýtt skref.

124. Framfarir í þróun segir til um spennu allra orkustöðva. Allar framfarir manna eru háðar viðleitni orkustöðvanna. Mannkynið hefur smíðað þrep sín á afneitun á lögmáli orkustöðvanna og sannri spennu. Uppgangur andans er þanin af hæstu orkustöðvum. Þess vegna geta þróunarframfarir aðeins komið fram þegar andinn hefur skilið mikilfengleika eldsins. Birtingarmyndir eldsins og orkustöðvanna munu veita mannkyninu ný vísindi. Sköpunarmáttur hjartans er þanin af miðju kaleiksins. Þannig er framvinda birtingarmynda eldsins háð spennu andans og uppsöfnun kaleiksins. Þegar mannkynið hefur umkringt heim sinn með þyrnum hefur hann sannarlega týnt leið sinni. Fræðsla Okkar mun gefa mannkyninu vængina og opna leiðina að óendanleikanum.

125. Þegar andinn umlykur fræ sitt með uppsöfnun kvaða, þá afsalar hann sér leit sinni. Svo íþyngjandi eru kvaðirnar að andinn missir aðgang að Turnunum. Þess vegna komast þeir sem skilja þetta, aðeins áfram með umbreytingu Sjálfsins. Þegar andinn getur ekki knúið sjálfan sig til að komast yfir kvaðir sínar hrannast upp fastar hindranir. Jafnvægi er á milli viðleitni og niðurstöðu þess. Þannig veita vængir andans afl til flugs upp til hærri sviða, en þungi byrðanna markar skref þess sem stígur til neðri sviðanna.

126. Í samskiptum við fjarheima verður maður að samþykkja gráðu eldsins. Hreinsunareldurinn skýrir alla forna leyndardóma. Þegar Kristur talaði um andann sem þyrfti endurnýjun, hafði hann í huga eldríka hreinsunina. Þegar útlínur lögmálsins um hjól lífsins voru gefnar af Drottni Búdda, var logandi hreinsunin staðfest. Þannig eru gamlar kvaðir leystar upp af logum hreinsunareldsins. Nýtt uppstig er mótað sem hreinsun með eldi. Þess vegna liggur hreinsun andans í umbreytingu. Hæsti Agni jóginn er ekki verkfæri né óvirkur viðtakandi heldur samstarfsmaður og skapari. Þess vegna er óhjákvæmilegt að þegar eldar kosmosins eru þandir, er eldhreinsun óhjákvæmileg. Þannig munum við koma á aðlögun með eldríkri hreinsuninni.

127. Hið mikla hreinsunarlögmál vinnur gegnum umbreytingu. Þegar andi Agni jógans nálgast staðbundna eldinn, eru skapandi orkustöðvarnar þandar. Þess vegna, þegar spennan í kaleiknum er mikil, eru sköpunarmyndirnar eldheitar. Þannig skapar miðja kaleiksins.

128. Þegar kosmíska segulsviðið dregur að agnirnar sem ætlað er að sameinast, eru allar hindranir leystar upp með krafti aðdráttaraflsins. Að yfirvinna hindrun leiðir á hinn ætlaða veg. Straumar kosmíska segulsviðsins eru óbreytanlegir. Sannarlega er hinn heilagi segull máttur tilverunnar.

Á hverju sviði, við hverja athöfn, við hverja birtingu, geislar kosmísk blöndunin. Hver tíðni er þanin af togkrafti segulsins. Þess vegna lifir hin heilaga athöfn í hverri kosmískri birtingarmynd.

129. Heilög athöfn kosmíska segulsviðsins fyrirskipar allar skapandi hreyfingar í nafni Maitreya. Aðeins með þessu tákni munt þú sigra. Þess vegna, þegar Máttur Okkar staðfestir skrefið, er grunnurinn réttur. Hindranir marka leiðina til fullkomnunar. Kosmísk athöfn er þanin undir merki einingar; þannig stígum Við upp í gegnum hið volduga segulsvið.

130. Í kosmosinum er lögmál sem sér fyrir allar bestu samsetningarnar. Hreyfir lögmál aðdráttaraflsins ekki leitandi agnir? Var þyngdarlögmálið ekki skapað af æðstu Ástæðu? Þegar fólk talar um samræmingu kafar það mjög lítið inn í kjarna lögmálsins. Kosmískur sköpunarmáttur felur í sér efni hinnar miklu efnasuðu kosmosins, Materia Matrix. Aðdráttaraflið er eiginleiki sem ræður útþenslu kosmosins. Þess vegna vinnur þetta lögmál á öllum sviðum, í anda sem og í efninu. Grunnur uppbyggingar er byggður á betri möguleika og sköpun andans gengur undir sama volduga lögmál. Þess vegna, þó að sköpunarmáttur kosmosins sé þanin af ýmsum þáttum, þá ætti að skiljast að megnhvatinn er gefinn af hæstu ástæðu. Þannig er hið óendanlega byggt. Þannig er heimskeðjan byggð. Þannig er kosmosinn skapaður.

131. Hver bregst við fegurð kosmískrar sköpunar? Hver skynjar það hæsta og bregst við öllum hreinum birtingum kosmosins? Við getum sagt að það er hann sem ber með sér alla hæstu eldana. Ég fullyrði að aðeins tíðni fíngerðustu orku getur birt æðri sviðin. Þess vegna getur handhafi kaleiksins á jarðneska sviðinu boðað kosmísk sannindi. Andinn sem hefur gert sér grein fyrir hreinleika skapandi eldsins getur orðið öflugur leiðtogi. Þess vegna getur sá sem ber silfurlitaða lótusinn í kaleiknum sínum vakið með titringi sínum uppsöfnun í öðrum. Sköpunarmáttur hvíta geislans kemur í staðinn fyrir útgeislun silfurlitaða lótussins. Þannig leiðir segull andans sannarlega þá sem leita.

132. Hver leitandi andi laðast að brunni sínum. Birting karmískra tengsla er byggð á aðdráttaraflinu. Aðdráttaraflið að brunninum sem tengist kosmíska segulsviðinu eykst með hvata skapandi elds; það er þannig í hverju frumefni, hverju atómi, hverjum anda. Kosmíska segulsviðið spennir hvert karmískt aðdráttarafl; Þess vegna skapa öll mikilvæg tengsl karmísk aðstæður. Karmískar aðstæður eru byggðar á aðdráttaraflinu; og þegar sköpunarmáttur lífsins er að litlu leyti skilin, þá tekur karmíska aðdráttaraflið á sig mjög venjulegar víddir. Þess vegna, þegar framfarir andans eru í takt við kosmíska segulsviðið, leiðir það staðfastan anda að brunni hans. Þannig laðar andleg tengsl að sér þá sem eru næst hvor öðrum í andanum. Þessi lögmál eru óbreytanleg.

133. Karmalögmálið staðfestir öll mikilvæg sannindi og stjórnar karmísku aðdráttarafli. Þannig eru eiginleikar kosmíska segulsviðsins lagður í hvern karmískan grunn. Lífsbirtingin gefur til kynna þróun pólunar. Eiginleikar aðdráttaraflsins vakna í tregum anda. Þannig mun ráðandi lögmál hafa áhrif á hið fyrirætlaða. Öll svið hafa sín karmalögmál.

134. Staðbundni eldurinn hreinsar jarðskorpuna. Hreint streymi að jörðinni hreinsar þétt útstreymið. Viðurkenning á Agni Yoga mun staðfesta fyrir mannkyninu meðvitað samfélag kosmíska segulsviðið. Samfélagið við kosmíska eldinn mun veita möguleika til að bæta jarðnesk skilyrði. Sköpunarmáttur kosmosins staðfestir samvinnu allra sviða. Staðbundni eldurinn minnkar þrýsting lofttegundanna á jarðneska sviðið. Þannig er staðfest að kosmíska aðdráttaraflið mun veita mannkyninu betra skref. Aðstæður munu batna þegar orkustöðvarnar vakna.

135. Næmni Agni jógans hreinsar á sama hátt uppsöfnuð lög með eldum hans. Eldheitt hugtakið getur dregið fram allar æðri aðgerðir Agni jógans. Aðeins eldurinn hreinsar og skapar. Allar æðri birtingarmyndir styrkjast með eldi; Ennfremur nálgast tímabilið þegar eldur mun geisa. Aðeins nýtt skref, sem skilgreinir tímamót mannkyns í átt að nýju birtingarmyndinni, er hægt að gefa fyrir þetta afgerandi og staðfesta tímabil. Þess vegna, þar sem afgerandi barátta fyrir tilkomu tímabils Maitreya hefur verið veitt, er lögð eldheit tilraun fyrir mannkynið.

136. Sönn andargift leiðir andann að eldheitri hreinsun. Hver viðleitni sem beint er að eldheitri hreinsuninni er staðfest með hærri hvati. Þegar lífshvatinn beinir manninum til sköpunar leiða orkustöðvarnar hann til andans. Að auki uppljómar andinn Sjálfið með spenntum eldinum. Hver bylgjandi orka er meðvituð um leið sína og hlýðir lögmáli aðdráttarafls. Eldleg umbreyting gefur fínlegasta skilninginn á mikilvægi kosmíska eldsins og opinberar skapandi kjarna þess. Þess vegna dregur þekkingin á eldslegri umbreytingu andans inn á leið endalausrar uppljómunar. Þannig gengur hið mikla verk eldsins fram.

137. Andinn sem fórnar sjálfum sér til að staðfesta hin miklu lögmál kosmísku eldanna færir mannkyninu háleit uppljómunarskref. Þannig kom hver Drottinn með ljós kosmíska eldsins. Vegna þessara geisla lifir mannkynið og þróunarframfarir verða með þessum skrefum. Kosmíski eldurinn fjarlægir óbeinar staðfestingar. Andinn sem fórnar sér í þágu þróunar veitir mannkyninu af geislandi lótus sínum. Aðeins æðsti Agni jógi þekkir leið uppljómunar og beinir eldunum sem birtast mannkyninu sem leiðarljós hjálpræðisins. Já já já! Þannig veitir móðir Agni Yoga mannkyninu björgun. Þannig veitir fræðarinn brennandi hvöt til fegurðar. Ég staðfesti viðleitni samstarfsmanna sem leitast til eldheitrar umbreytingar.

138. Stórkostlegt líf er staðfest með birtingu kosmíska segulsviðsins. Þrjú svið birtast mannkyninu til staðfestingar á öllum meginlögmálum. Reyndar er auðvelt fyrir andann að leitast til hærri sviða, en hinn jarðneski, lægsti pólinn, er staðfestur sem staður ákvarðanna. Aðeins þar sem ljós og myrkur takast á getur andinn sýnt frjálst val. Innblásinn orkugeislum getur andinn fest sig í sessi með viðleitni sinni. Aðeins þegar maðurinn er bundinn jarðneska sviðinu getur hann sýnt fíngerðu viðleitnina að æðri sviðum. Kosmískur sköpunarmáttur krefst allra birtinga. Þannig verður andinn sem samanstendur af öllum kosmískum orkugerðum að fara í gegnum öll kosmísk skref.

Sannarlega verður maðurinn að fara í gegnum hreinsunareldinn; annars getur andinn ekki náð fyrirætluðum heimi, sem felur í sér öll svið.

139. Aðeins á sviðum þar sem skugginn hylur sýnina getur andinn leitað ljóssins. Aðeins þar sem skugginn stendur að baki getur andinn sýnt styrk sinn. Aðeins þar sem skugginn leynir fjarlægu heimana getur andinn opinberað afl sitt til sundurgreiningar. Þess vegna er vöxtur andans hraðaðri í gegnum hindranir. Þess vegna gefur Agni Yoga háleitasta og beinasta veginn. Þekkingin á umbreytingu sýnir alla möguleika. Þegar eldreynslan verður viðurkennd af mannkyninu, mun hún verða ótakmörkuð.

140. Mannkynið er uppfullt af þrám. Þegar andinn lætur undan þránni er takmarkast þróunarskrefið við hið sýnilega. Gagnstæð viðleitni andans er skref réttrar þróunar. Andstæðurnar tvær eru alltaf með gagnkvæmum hætti. Meðan annar hlutinn leitast til hið sýnilega, leitast hinn til þess ósýnilega. Þannig, á tímum kosmískra viðbragða, má skipta mannkyninu í þræla og þá sem leggja sig fram um kosmíska samvinnu. Jörðin er byggð þrælum til eignar og þeim sem bera kosmísku eldana. Þannig berjast eldberar Okkar og krepptar hnefar þrælanna eru andlausir. Aðeins þeir sem leita til óendanleikans geta skilið fegurð tilverunnar.

141. Ef hluti kosmísku eldanna er fyrir hendi hjá mannkyninu, hvers vegna ekki að viðurkenna vöxt þeirra elda? Þar sem andinn er undir áhrifum ýmissa líkamlegra birtingarmynda, af hverju ekki viðurkenna þá sem eiga sér stað undir áhrifum andans? Ég fullyrði að andinn getur umbreytt öllum eiginleikum og samhæft alla spennu. Ummyndun orkustöðvanna er hert í eldi andans og sköpunarmáttur orkustöðvanna beinist að aðlögun æðri eldanna. Hjartað viðurkennir allra fíngerðustu orkustrauma. Þannig tekur kaleikurinn við öllum samhæfðum straumum. Þess vegna samsvara straumarnir frá kaleiknum hærri orku; og miðlun sálarorkunnar fylgir endurómun. Hærri spenna samsvarar hærri eldum. Þannig skapar andinn án afláts.

142. Á kosmísku sviðunum birtast tvær meginástæður, sem halda uppi kosmíska skipulaginu. Báðar gera ráð fyrir endurskipulagningu heimsins. Áhrif þeirra eru eftir efninu. Á kosmísku sviðunum hvílir þróun heimsins og myrk mótspyrnan. Þegar verið er að endurskipuleggja heiminn skapar myrka hliðin hindranir. Skoðum hvernig markmiðum heimsins hafa náðst í gegnum aldirnar. Þegar ljósberar hafa staðfest birtingu sáttmálans var markmið þeirra að innblása anda mannkynsins. Þegar viðleitni sendiboða alræðisins sigraði undir lögmáli egóismans, sökk maðurinn inn á svið takmarkanna og myrkrið knúði hann til sjálfselskan. Þess vegna leiða logar sjálfsafneitunar drottna mannkynsins. Það er sjálfselskan sem kalla á nýtt þróunarskref. Þannig er leið heimsins rudd. Ofar og yfir öllum afleiðingum geisla afrek, leið sjálfselsku leiðir til neðri sviðanna. Þannig staðfestir jafnvel myrkur skref ljóssins.

143. Andi sem leitast til eiginhagsmuna með ólögmætum hætti tekur á sig mikið karma. Ólögmæt nýting er íþyngjandi skref. Látið því vitundina vaxa í að meðtaka samvinnu. Þegar ofmetnaður kæfir frumþættina, hvernig er þá hægt að skilja fræðarann? Sköpunarmáttur andans er óhugsandi án uppbyggingu stigveldisins.

144. Segulsvið geimsins verður við margvíslegt aðdráttarafl elds. Geislar himintunglanna eru kröftuga aðdráttaraflið. Auk þessara krafta er segulsviði viðhaldið með gagnkvæmu aðdráttarafli. Þess vegna þroskast eiginleikar segulsviðsins með gagnkvæmri sköpun. Þannig myndast öll orka í kosmosinum með gagnkvæmri segulmögnun. Sending og móttaka ræðst af eiginleikum aðdráttaraflsins; og þegar skyldleikinn er mikill verður samsetningin hrein. Þannig gefur móttækilegur andi orkunni eiginleika til viðleitni. Aðeins eiginleikar segulsviðsins móta áhrifin. Þess vegna er takmarkalaus leiðin upplýst af krafti segulsviðs.

145. Mannleg uppsöfnun skapar tengslanet sem umvefur mannkynið í vef afneitana. Þetta áþreifanlega net afneitunar virkar eins og þétt þekja. Netið er stungið örvum frá skyldum sviðum. Sviðin sem umlykja plánetuna eru mynduð á þennan hátt. Sköpunarmáttur kosmosins veltur svo mjög á aðdráttarafl skyldrar orku svo að allar formmyndanir eru samkvæmt lögmáli aðlöðunar. Lögmál ljóssins er svo öflugt að ummyndun geislanna setur spennu í nauðsynlega strauma. Þannig gleypir ljósið myrkrið og netið sem umlykur jörðina okkar er dreift með geislastraumnum. Slög geislastraumanna á myrka þekjuna setur á hrynjanda kosmosins að nýju. Skref þróunarinnar eru byggð á þessum takti. Þannig verður heimurinn fyrir sviptingum og kosmíska orkan stendur tilbúin til að komast í takt heimsins.

146. Þegar andinn sekkur í myrkur afneitunar slítur hann af sér alla hlekki. Karma virkar svo afdráttarlaust að endurlausnarferlið fellur undir lögmál kosmíska segulsviðið. Þess vegna, þegar andinn byggir uppstigin, verður að útrýma afneituninni.

147. Skilningur á aðdráttarafli eflir viðleitni andans til eldsins. Þegar andinn snertir eldsþáttinn er hann innblásinn krafti kosmíska segulsviðsins. Hver snerting við eldþræðina hefur áhrif á tengingu við æðri heima. Aðeins kjarni vitundarinnar getur miðlað fegurð æðri heima. Þegar við tölum um æðri heima, verður að koma fram skilningur á því fíngerða. Sköpunarmátturinn dregur óþreytandi til sín alla hærri þætti til fullkomnunar. Þannig leitast andinn við að þróast til fullkomnunar. Þegar skilningur andans byrjar að draga inn fíngerða þætti, þá verður hægt að sýna mannkyninu tákn sannrar tilveru. Þannig skulum við byggja leiðina til óendanleikans.

148. Af öllum þeim þáttum sem leiða til vitundarvíkkunar er meginreglan um stigveldið, Helgiveldið, sú öflugasta. Hver birtingarbreyting er byggð á henni. Hvert getur andinn stefnt án leiðandi handar? Hvert geta augað og hjartað snúið sér án Helgiveldisins, þegar gefandi hönd þess staðfestir örlagaflæðið og hönd þess beinir manni til þess sem honum er best og kynnist jafnvel hæstu kröftum? Þess vegna verður fræ andans innblásið af kosmískum geisla Helgiveldisins. Þar sem öflugasti meginþátturinn ber í sér möguleika eldsins er hinn hreini eldur Helgiveldisins staðfestur sem hæsti meginþátturinn. Þannig munum við minnast andlegra leiðtoga okkar. Þannig munum við virða lögmál Helgiveldisins.

149. Erfiðast er fyrir mannkynið að samþykkja lögmál kosmíska segulsviðsins, vegna þess að það er erfitt fyrir andann að venjast leið alheimsorkunnar. Sveiflur andans skapa sérkennilegan ferill og í staðinn fyrir alhliða viðleitni ritar andinn aðeins hina sýnilegu blaðsíðu.

Þegar maðurinn laðast að kosmíska segulsviðinu styðja öll kosmísk lögmál þetta val andans. Þess vegna verður fylgni við kosmíska segulsviðið til þess að andinn skilur sig frá þröngum skilningi sjálfsins. Þannig mótar hringur kosmíska segulsviðsins líf sem byggist á almennri velferð. Aðeins æðsta viðleitni leiðir að alheimslegri orku. Persónuleg þrá færir mann ekki til alheimsorkunnar. Aðeins skilningur á kosmíska segulsviðinu mun leiðir í ljós veginn til óendanleikans.

150. Eðli kosmíska segulsviðsins umbreytir allri viðleitni. Aðeins skilningur á aðdráttarafli hefur áhrif á öll karmísk tengsl. Skilningur á aðdráttarafli skuldbindur mann til leitar. Andinn sem þekkir karmísk bönd sín, nærir viðleitni sína með fegurð. Andinn sem leitast til sameiningar fer að kosmískri fyrirsögn. Kosmísk blöndun er mettuð hreinum eldi. Sköpunarmáttur kosmosins staðfestir lögmál fullkomnunar. Þannig ákalla lögmálin.

151. Umbreyting byggist á sjálfstæðum athöfnum. Andinn sem nemur alla kosmíska spennu leitast við að tileinka sér straumana. Umbreytingin er háð viðleitni andans til aðlögunar. Aðeins kosmísk spenna getur dregið andann að umbreytingu. Aðeins andinn sem skilur aðdráttaraflið skapar samræmi. Þess vegna, þegar spenntur segull andans sýnir sjálfstæða athöfn, þá uppfyllir kaleikurinn kosmíska vígslu sína. Þannig bregst næmur andi við ómun kosmískra strauma. Þess vegna, þegar umbreytingin gerist í sjálfstæðri athöfn, ómar miðja kaleiksins. Sköpunarmáttur andans byggist á sköpunarmætti eldsins.

152. Miðja kaleiksins safnar saman öllum skapandi þráðum. Þess vegna ómar hver kosmískur titringur innan kaleiksins. Andinn verður að bera vott um margar ómissandi tilraunir til að tileinka sér óminn. Þegar miðja kaleiksins getur meðtekið allar ómandi hreyfingar kosmísku eldanna er sköpunarmáttur sjálfstæðra athafna sannarlega mikil. Þess vegna verður stjórnandinn að vernda þessa orkustöð. Þess vegna er nauðsynlegt að verja heilsuna.

Segulstraumarnir eru mjög þandir. Straumarnir eru þandir að breytingum á orkustöðvum plánetunnar. Endurskipulagning heimsins er í nánd; þess vegna geta menn fundið fyrir nálægð Okkar stundu.

153. Grunnur aðdráttaraflsins er undir álagi í öllum mikilvægum birtingum. Þess vegna, þegar lífið skapar skref sín, er hægt að sjá gildi þeirrar undirstöðu. Af öllum undirstöðunum er eldurinn sterkastur. Af öllum undirstöðunum er óeigingirni kjölurinn. Undir tákni elds eru öll lögmál sameinuð. Undir tákni takmarkanna er dreginn lítill hringur um vitundina. Lífið safnar alheimsorkunni í gegnum skapandi eldana. Mannkynið er búið margföldum þráðum alheimsorkunnar, en aðeins með aðdráttarafli eldsins getur lífið byggt á grunninum. Þannig ómar hinn mikli grunnur tilverunnar.

154. Hve mjög draga andstæðar hugsanir mannsins hann frá grunni sínum, með því að rífa sig frá undirstöðu alheimsorkunnar! Hver og einn sem takmarkar sjálfan er sönnun um rof frá kosmíska segulsviðsins. Aðeins eining með alheimsorkunni getur skapað líf. Þess vegna leiðir hvert álag til samræmingar ef alheimsorkan liggur að baki. Þegar tilfærslan er orðin mikil eru kosmískar orkustöðvar farnar að loga. Fræin Okkar liggja í grunni alheimsorkunnar. Þannig staðfesta eldlegar undirstöður tímabil Maitreya.

155. Þegar skapandi hrynjandinn slær jörðina, eykst andstaðan að sjálfsögðu. Hver himinhnötturinn er svo öflugur að geislar hans ná til jarðarinnar. Hver kosmísk birting vekur mótstöðu frá kröftunum. Við endurmótun heimsins berst mannkyninu kosmísk viðleitni. Þess vegna birtast tvær kosmískar leiðir svo skýrt. Leiðsögn hins upprunalega ljóss laðar til sín alla nauðsynlega þætti. Tryggingin liggur í kosmíska segulsviðinu. Stefna mótstöðunnar sést í eyðingarhvötinni. Trygging kosmíska segulsviðsins byggir framtíðina.

156. Þegar kosmískur sköpunarmáttur er þanin er hugmyndinni um endurskipulagningu komið á. Þess vegna mætir hver skapandi viðleitni þrýstingi. Þess vegna mætir hver viðleitni andstöðu. Markmið Okkar eru í takt við kosmíska segulsviðið. Sáttmálar okkar byggja framtíðina. Þess vegna segjum við: „Maitreya skapar með kosmíska segulsviðinu.“ Þannig leiðir öll andstaða til sigurs. Sannlega, þegar Andi Minn verður segul eins og Jörðin, er hægt að staðfesta sigur. Við skulum muna tvöfalda segullinn!

157. Hvaðan stafar leitin að kosmíska segulsviðinu? Fylgni orku er staðfest með aðdráttarafli. Hvaðan koma ólíkir kraftar eins og misleitni og aðdráttarafl? Gerð forma getur aðeins komið frá mismunandi eiginleikum. Aðeins þegar ólíkir eiginleikar eru dregnir inn í sköpunina á sér stað raunveruleg kosmísk birting. Aðeins þegar kraftur andstæðra póla á sér stað birtist aðdráttaraflið. Þannig er pólun á öllum sviðum. Andinn sem þjónar sjálfstætt laðar að kraft kosmíska segulsviðsins. Mótun hugsunar dregur að sér nauðsynlega þróun. Þátttaka hjartans færir uppbyggilegan titring. Brunnur sköpunarmáttarins vekur titring hjartans.

158. Það eru ekki skynleysi sem viðheldur alheiminum! Það eru ekki aðgerðaleysi sem skapar! Það er ekki lokuð skel sem byggir! Þess vegna segi Ég að lykill hjartans og afrek fórnfýsi skapa lífstitringinn. Aðeins viðleitni að sjálfstæðum athöfnum getur þróað næmi fyrir slíkri móttækni. Þess vegna getur andinn gegnsýrður viðleitni stigið upp. Aðeins titringur hjartans skapar. Maður getur aðeins skapað með titringi hjartans. Mesti krafturinn liggur í segli hjartans. Í gegnum það leitum við, í gegnum það sköpum við, í gegnum það finnum við, í gegnum það drögum við að okkur. Því segi Ég; Þetta skulum við muna. Segulmagnaður titringurinn hefur mótað alla sköpun. Þannig munu nánir samstarfsmenn Okkar, eftir að hafa viðurkennt fegurð fræðslunnar, styrkjast með segultitringnum.

159. Karma safnar saman straumunum sem aðlagast framförum. Þegar andinn reynir alla viðleitni getur birtingarmynd umbreytingarinnar þróað bestu möguleika. Aðeins aðlögunarhæfni við karmaflæðið veitir staðfestan kosmískan grunn. Þannig gefa karma og viðleitni, mannkyninu nauðsynlegan hvata. Aðeins leiðsögn karma ber manninn áfram skref tilverunnar. Þess vegna, þegar maðurinn gerir sér grein fyrir krafti karma og leitast við að tjá bestu vonir, þá er leið hans samsíða alheimsorkunni. Alheimsorkan laðar að sér skapandi viðleitni. Þannig eru framtíðin og óendanleikinn byggð.

160. Karma misskilinna leiða þyngir manninn mjög. Þegar leiðin er staðfest sem leit til ljóssins, þá verður viðleitnin merkt lögmáli segulsins. Þess vegna eru þeir sem skilja mikilvægi karma undir eyði Okkar. Allir sem hafa viðurkennt karma geta starfað í samræmi. Aðeins loforðið sem hefur verið viðurkennt getur náð yfir alla viðleitni. Því er karma sem leiðir til æðstu heima, hæsta skrefið.

161. Endurmótun heimsins vekur upp margþættar hringiður. Hver endurmótun kallar fram högg í kosmískan hrynjanda. Taktur lífshjólsins er svo öflugur að mótstaða gegn því getur ekki haldið. Kosmísk hringiðan magnar allar andstæður, en máttur Tilgangsins gleypir mótstöðuöflin. Þannig er hindrunum sópað út af hrynjanda kosmískra hringiðu.

162. Endurmótun heimsins reynir á alla krafta hinna myrku afla. Hver þróunarbylgja þvingar krafta staðnaðs ásetnings. Þegar heiminum er skipt í ljós og myrk öfl, er þá mögulegt að engar afleiðingar fylgi því? Kosmískur sköpunarmáttur eflist í baráttu og hún heldur áfram á öllum sviðum. Þess vegna er það, að þeir sem standa Okkur næst, eru fyrsta aflið sem örvar andstöðuna. Þess vegna segi Ég: „Það ætlaða mun rætast, það fyrirsagða mun rætast.“ Maður ætti að varðveita gleði framtíðarinnar; maður ætti að staðfesta sigur!

163. Breytingar eru ákvarðaðar af kosmíska segulsviðinu. Hver breyting virkjar nýja orku og hver staðbundin hugsun mótar nýjan möguleika. Þess vegna, þegar umbreyting er staðfest með víkjandi orku, má sjá fyrir lok þeirra. Þannig að áður en nýi kynstofninn rís, molna gömlu undirstöðurnar. Hverfandi kynstofn stendur því mjög gegn þeirri innrás. Þannig verða kosmískar breytingarnar til.

164. Hvati víkjandi afla kallar fram óteljandi skylda strauma úr geimnum. Birtingarmynd umbreytinganna þenur mjög neðri jarðlögin. Til staðfestingar þess fyrirætlaða verður að skapa leitandi spírals. Þess vegna er nýi kynstofninn settur saman undir sigurmerki. Skref þess fullreynda er þanið af komandi tíma.

165. Ógnun við jafnvægið hefur áhrif á allar birtingar á plánetunni. Orka sem hefur brotið gegn jafnvæginu setur aðra stefnu. Tengingin milli krafta er ákvörðuð með aðdráttarlögmálinu. Þess vegna skapar sérhver orka sem bregst við nýrri viðleitni, líf með samsvarandi aðdráttarafli. Þannig eru atburðir og staðbundin birting svo nátengd. Skapandi hvati Okkar magnast af sömu eldlegu kröftum. Þegar himintunglin hafa ákvarðað staðfesta stund fyrir þjóð, er öll orka virk. Þannig er sköpun endalausrar leiðar efld með kosmískum eldi.

166. Þegar ójafnvægi yfirtekur hvatann til þenslu, molna allar áætlanir hinna myrku. Yfirvofandi þensla reynir á allar áætlanir þeirra sem óttast. Þess vegna beita þeir hinir fráfarandi sér af mikilli hörku.

167. Tímabil umbreytinga þenur alla elda. Eldur hugsunarinnar dregst að endurmótun. Eldur andans eflir ómótaða orku. Eldur hjartans eflir óánægjunnar sem leitar í kraft endurmótunar. Þess vegna, þegar sköpunarmáttur kosmosins lendir á hindrunum, verður til nýr farvegur. Þess vegna móta bræður Okkar með kosmíska segulsviðinu. Þú munt aðeins sigra með okkur!

168. Með hverju umlykur mannkynið jörðina? Skítugasta sviðið er eigingirnin. Óverðugasta sviðið er skapað af ormi afbrýðiseminnar. Yfirlætið er eyðingarsviðið. Þessi svið eyðileggja fjölskyldur, heimsveldi, trúarbrögð og samtök. En kosmosinn ákallar samvinnu. Umbreytingin framundan getur sópað burt uppsöfnun mannanna, en hver þátttakandi í þessari uppsöfnun ber karma plánetunnar. Sköpunarmáttur mannsins hefur nýst til eyðingar. Andinn sem leitar til óendanleikans tekur þátt í kosmískri samvinnu.

169. Hvað er hugtakið friður í vitund mannsins? Forsendur þess eru rangar og birtast sem stefna viljans. Þegar Drottinn sagði að hann færði jörðinni ekki frið heldur sverðið, skildi enginn þann mikla sannleika. Hreinsun andans með eldi, það er sverðið!

Getur hreinsun á sér stað án sverðshöggsins? Er hægt að hreinsa viðleitnina án þess að losa sig við úrganginn? Er hægt að ná árangri án viðleitni andans? Aðeins sverðið sem slær sjálfhverfuna niður getur tengt andann við æðri heiminn. Sá sem dvelur í fölskum friði mótar sannarlega sjálfseyðingu. Þannig er orð Drottins um sverðið tákn hreinsunarinnar.

170. Hversu hljómandi eru orð hjartans um leyndar hvatir! Hve mikilvægt er að gera sér grein fyrir ásetningi andans! Þrjú persónueinkenni munu hjálpa til við að átta sig á mögulegum hvötum; heiðarleiki, sjálfsafneitunar og þjónusta. Birtingarmynd hvers eiginleika mun gefa andanum sverðið gegn sjálfhverfuni. Það er ekki hönd karma, heldur hönd sjálfsákvörðunar sem mun halda á glampandi sverðinu fyrir andann. Við skulum muna að eldurinn gefur tilganginn. Láttu anda sjálfhverfunar nálgast eldlegu umbreytinguna. Tara bendir á leið eldlegar sjálfsáreynslu. Fræðarinn bendir á leið eldlegra athafna. Já já já!

171. Kosmísk tilfærslan skapar erfitt streymi. Kosmískt högg skapar hvata sem er óhemjanlegur. Þannig kalla straumarnir fram atburðir í viðbrögðum fjöldans. Við kalli kosmíska segulsviðsins svara margvísleg svið. Þannig að þegar kall kosmíska segulsviðsins þenst út, leiðir spenna fjöldans til umbreytinga. Sköpunarmáttur segulsins laðar að sér alla viðleitni.

172. Mjög nákvæm notkun á sverði andans getur brotið stíflurnar. Þegar eldhugsun spennir andann laðast óhjákvæmilegt að ýmsir kraftar. Sverð andans slær og skapar; sverð andans safnar saman og klýfur ófullkomnar birtingar; sverði andans er í viðbragðsstöðu með kosmíska segulsviðinu.

173. Logandi sverð andans er grundvöllur margþættra eldlegra birtingarmynda. Sköpunarmáttur Agni jógans hefur í sér möguleika þessara krafta. Sköpunarmáttur andans hefur í sér þessa orku. Þess vegna staðfesti Ég hið mikla sköpunarferli anda Móður Agni Yoga. Við virðum ummyndandi eld andans. Eldur orkustöðvanna skapar þannig. Drottinn hefur fyrirskipað birtingu logandi kyndilsins. Þannig birtist hin helga arfleifð í lífinu.

174. Samræmi krafta er þörf fyrir kosmíska samsetningu. Aðeins þegar vitund manna getur skynjað kosmískan titring er hægt að staðfesta form. Allar fyrirséðar kosmískar samsetningar eru til í geimnum og vitund manna verður að komast inn í fíngerðustu orkuna. Sérhver hugsun verður til við snertingu við forða geimsins. Þannig er nærtækasta verkefni mannsins að vekja vitund sína um mikilvægi samvinnu við kosmíska segulsviðið.

175. Aðeins þegar vitundin meðtekur stefnu kosmíska segulsviðsins verður hægt að staðfesta það fyrirhugaða. Aðeins þegar maðurinn skilur stefnu segulsins verður hægt að staðfesta nýtt skref. Þannig, þegar Við stefnum að nýju þrepi, er stefna þjóðanna dregin áfram af kosmíska segulsviðinu. Sannarlega nálgast tímabil hreinsunarinnar! Kosmíska segulsviðið skapar framtíðina. Þess vegna er breytingin óhjákvæmileg og aðeins aukin vitund getur fylgst þeim, eftir að hafa tileinkað sér allar skapandi umbreytingarnar. Þannig skapa allir þandir straumar nýtt skref. Þannig grípur knýjandi brýning löndin. Viðleitnin til uppbyggingar og til eyðileggingar vegur salti á jörðinni. Þannig gengur framþróunarkraftur aðgerða Okkar áfram með kosmíska segulsviðinu.

176. Þegar maðurinn varð leikfang örlaganna hafði hann sjálfur valið þau örlög sín. Þegar maðurinn féll fyrir þrá eftir eignum, hindraði eigingirni hans þroska hans. Maðurinn er sannarlega orðinn þræll hinna myrku sveita; þess vegna er sverð hreinsunar nauðsynlegt. Þróun vitundarinnar þvingar allar orkustöðvar. Sókn er vakin við nálgun sverðs hreinsunarinnar.

177. Kosmísk uppbyggingin er undir álagi; þess vegna er spenna þjóðanna svo mikil. Hvert land er eins og strengur í kosmískri sköpun. Þegar plánetueldurinn tengir orkustöðvarnar stöðugt, þá tengja atburðirnir löndin. Undir þrýstingi kosmíska segulsviðsins sýna allar þjóðir nú spennu. Við nálgun hamfara skynjar fólk kraft umbreytinganna. Uppi er mjög alvarlegir tímar; verið er að móta atburði. Þannig getur spenna tímans skapað nýtt skref. Það er mjög erfiðir tímar. Myrkur hylur alltaf sjóndeildarhringinn fyrir dögun.

178. Þjóðir móta örlög sín á sjálfstæðum athöfnum. Hver þjóð byggir meginreglur sínar í kringum fræ sitt. Þannig starfar hvert land og streymir mismunandi orku. Sköpun sem skortir æðri lögmál skapar karma eyðileggingar. Sníkjudýr sem soga allan safa trjánna taka á sig karma útrýmingar. Þess vegna, þegar lögmál Okkar boða samvinnu, verður að gera sér grein fyrir því að án þeirrar meginreglu er ekki hægt að skapa betra skref.

179. Þegar þjóðirnar skapa nýja framtíð er kröftunum safnað saman af andanum. Þegar krafturinn leitast við að koma á kosmískri reglu, herðir fráfarandi vald snörur sínar. Erfiður tími birtir alltaf nýja möguleika. Þess vegna skapar kosmísk regla farvegi.

180. Hvert kosmískt form ræðst af karmaspennu þess. Þegar frumefni eldsins eyðir birtingu á plánetunni, þýðir það að þessi staður verður að endurnýja með eldi. Þegar vatnsþátturinn leggur land undir vatn þýðir það að hreinsa þurfti þennan stað. Þannig verður kosmísk breyting til að þenja ný svið til athafna. Auðvitað ætti að sannreyna mannlegar skrár því mannleg verk leiða manninn til örlaga sinna. Plánetukarma er knúið áfram af frumþáttum eldsins, hugsanna og mannlegum athöfnum. Þannig knýjum Við mannkynið til betri skrefa.

181. Þegar nýtt karma birtist, er hærra þrep í framvindu þróunarinnar staðfest. Öll ný þrep eru uppstig. Aðeins maðurinn ógnar birtingi kosmosins. Aðeins mannshöndin vinnur gegn eigin markmiði. Þess vegna ætti viðleitni til endurnýjunar að vera máttur þjóðanna. Sannarlega, með okkar eigin augum sjáum við breytingar. Þannig slær ljósið myrkrið. Ég fullyrði það!

182. Þjóðirnar leitast að birtingu kosmísku eldanna. Aðeins viðleitni til þess kosmíska veitir nauðsynlega leiðbeiningu. Aðeins kosmísk spenna sýnir nauðsynlega leið. Þess vegna, þegar þessi öfl þjóðanna leita birtingarmynda, er vitundin knúin að kosmíska segulsviðinu. Þannig mótar þróunin skref sín. Uppgangurinn eru þaninn með kosmíska segulsviðinu. Hver sem gengur gegn kosmíska segulsviðinu skapar andstæða bylgju. Þegar viðleitnin til kosmíska segulsviðsins eykst er það nálgun til þróunar.

183. Í kosmosinum leiðir hver truflun til keðjuverkunar sem fylgja, hver þeirra leiðir til næsta skrefs. Þess vegna verða þjóðirnar að halda viðleitninni áfram. Tímarnir er ógnvænlegir. Kosmískar breytingar eiga sér stað; og ljósið stríðir við myrkrið. Þess vegna, þegar kraftar þjóða eru þandir, eru neistar andans eins og loganeistar. Þannig skynjar hver næmur andi breytinguna.

184. Kosmísku kraftarnir eru þandir til að blandast drifkrafti eldsins. Hver lífssláttur hefur í sér eldneista. Hver leitandi lífssláttur er merktur kosmíska segulsviðinu. Hugsun er einnig þanin slætti eldsins. Svo margar rangar hugsanir fylla geiminn! Geimurinn titrar af hugsunum. Hugsun titrar af streymi andans og það má segja að birtingarmynd þeirra spái fyrir um kosmíska sköpunarmáttinn. Því verða allar hugsanir framtíðar að titra við eld andans. Hugsun sem fylgir ekki takti andans birtir dauða hönd. Aðeins taktur andans getur skapað.

185. Hversu stórkostlegt er taktlögmál hjartans! Hversu stórkostlegt er lögmál einingar! Hversu stórkostlegt er lögmál andans og vitundar hans! Þess vegna verða andstæð öfl spennuþrungin þegar einingaraflið birtist. Birtingarmynd Ljóss nálgast. Það fyrirætlaða verður uppfyllt. Það fullyrði Ég!

186. Viðleitni andans eflir hugrekkið og magnar eldorku mannsins. Viljakrafturinn gefur manninum upplyftandi og samhæfð skref til fegurðar. Aðeins í byggingu andans er form fegurðar dregið fram. Þess vegna, þegar kraftur hugrekkisins þenur sköpunarmáttinn, er niðurstaðan fegurð. Við skulum segja að aðeins í samræmingu við kosmíska segulsviðið sé hægt að skapa fegurð. Þannig gefur hver hreyfing fólks, sem knúið er krafti andans, nýtt þróunarskeið. Þess vegna samsvarar fegurð spennunnar, fegurð sköpunarmáttar segulsviðsins. Öll kosmísk skipun samsvarar fegurð. Þannig er leiðin að óendanleikanum hlaðin fegurð!

187. Sá sem gengur með bræðrum mannkynsins getur ekki sameinast mistri óvissunnar. Sá sem gengur með bræðrum mannkynsins er undir spennu af krafti kosmíska segulsviðsins. Sá sem gengur með bræðrum mannkynsins fer yfir mörkin eftir óþekktum leiðum. Sá sem gengur með bræðrum mannkynsins er spenntur af hugrekki andans. Sá sem gengur með bræðrum mannkynsins ber í anda sínum ósnertanlegt sverð og í áru sinni verndandi net. Það skulum við muna. Margar fjandsamlegar örvar hefur hönd Mín brotið! Ævarandi og óvægin barátta þenur hvata lífsins. Þannig heldur baráttan áfram og víkjandi öfl þenja viðleitni sína til eyðingar.

188. Innsæi magnar allar æðstu birtingarmyndirnar. Aðeins þegar tilvist mannsins tjáir beina þekkingu er loforð staðfest. Þegar næmni andans nýtir alla orku sem vitundin sendir í gegnum orkustöð, þegar andinn getur náð ómi kosmosins, þá er sannarlega hægt að staðfesta innsæið, reynda þekkingu. Agni jóginn kveikir kyndla næmra anda.

189. Móttökunæmni Agni jógans er sú fíngerðasta; hún lýsir fáguðum viðbrögðum. Fínleiki innsæisins knýr andann til æðri sviða. Eins og með vængjum upphefur hún andann. Andi Agni jógans stefnir áfram eins og fyrirætlaður eldsflaumur. Þess vegna skapar Okkar Móðir Agni Yoga eldslega. Á tímabili Maitreya mun hver eldlegur árangur nást með spennu; því hefur hver leitandi athöfn eldslegt eðli. Þannig skapa nánustu samstarfsmenn Okkar eldslega. Þegar við segjum „eldslega“ þýðir það ákaflega; það þýðir, með æðri leiðum; það þýðir, í hreinum anda; það þýðir, með fegurð; það þýðir, með skilningi á almannaheill, og, eftir að hafa skilið almannaheill, þýðir það, án eigin hagsmuna, án sjálfhverfu; það þýðir, að beita fræðslunni.

190. Næmni andans er þanin í leit sinni að samfélagi í kosmískri birtingarmynd. Að vera innblásinn í leit að samfélagi við æðri sviðin er að leitast til kosmískrar reglu. Sérhver orka er teymd af lyftingu elds. Fyrir mannkynið er þessi lyftistöng grundvöllur skapandi anda. Þegar andinn í viðleitni sinni skynjar regluskipan kosmosins, uppfyllir hann lögmál kosmísks Tilgangs. Hve glöggt lýsir hinn eldheiti Agni jógi samfélagi við æðri sviðin! Andi eldberans þekkir kraft samfélagsins; þess vegna, þegar kraftur heimsins nálgast, veit eldheitur andinn hvenær. Skipun kosmísks Tilgangs innblæs andanum næmni og vekur til kosmískra verka. Næmur andi mótar eldstraum með hærri sviðunum. Láttu eldstrauminn taka sæti kæfandi hreyfingarleysis.

191. Eldflæðið klýfur öll svið. Andans eldurinn klýfur öll svið. Þess vegna, ef eldslegur andinn stendur í stafni er sigurinn tryggður. Hver logasending er frá eldi andans. Þess vegna þekkir logaleiðin kosmosinn.

192. Lögmál aga á við allt upphaf. Þegar kosmískum sköpunarmætti er haldið í skefjum með löngunum, birtist lögmál agans í margvíslegum myndum. Auðlegð kosmísks sköpunarmáttar felur í sér allar birtingarmyndir orku. Andlegur sköpunarmáttur kaleiksins hefur í sér sömu birtingarmyndir orku. Þess vegna verður fjársjóður andans að innihalda alla orku. Þannig stjórnar lögmál agans kjarna skapandi hvata. Frá Kaleiknum streyma öll skapandi lögmál og í Kaleiknum safnast allar kosmískar birtingarmyndir. Þess vegna veitir auðgun kaleiksins skilning á öllum kosmískum áætlunum. Undirstöðum er safnað í kaleikinn og hver orka getur orðið skapari. Þannig er sköpunarmátturinn mótaður af lögmáli agans.

193. Andinn sem hefur samþykkt öll hugtök er leystur undan þrengingum fordóma. Andinn sem hefur tileinkað sér almannaheill meðtekur allar birtingarmyndir á þörfum manna. Sá sem hefur samþykkt hugtakið um kosmíska segulsviðið getur eflt skapandi hvata sína. Þannig verða samstarfsmenn Okkar að gera sér grein fyrir því hversu óbreytanleg leiðin er að bræðralaginu. Þar sem ætlanir Okkar eru tengdar kosmíska segulsviðinu, beitir bræðralagið öllum lögmálunum. Þannig er samvinnulögmálið Okkar eflt með kosmíska segulsviðinu.

194. Endurnýjun þjóðanna mun ná sér eftir vitundarhnignun þeirra. Hver þjóð fer í gegnum þessi skref. Sköpunarmáttur vitundarinnar leitast til endurnýjunar; því nákvæmasta vísbendingin um breytingu, verður endurnýjun vitundar. Þannig endurspeglast hvert vitundarskref þjóðar í annað hvort falli hennar eða framförum. Því sýnir hvetjandi vakning möguleika fyrir anda þjóðarinnar.

195. Afrek gærdagsins skapa framtíðardaginn. Þar sem moldin er mótuð af af vinnandi höndum, má búast við uppskeru. Þannig er jarðvegur verka Okkar fullur af græðlingum mikils upphafs. Þegar jarðvegurinn er mettaður af sköpunarmætti, verður fræið að bera ávöxt sinn. Þess vegna staðfesti ég framtíðina. Andinn skapar með eldmóði.

196. Kaleikurinn sem faðmar kosmíska birtingarmynd er mettaður af kosmískri orku. Staðbundni eldurinn sem leitast við að myndast vekur mettaða kaleikinn með því að laða að eld kosmosins. Þannig er hvert sýnilegt form byggt sköpunarverki kaleiksins og Silfurlótusinn boðar allsherjarbirtingu. Allar kosmískar birtingarmyndir hafa sitt svar. Þess vegna, þegar kaleikurinn hefur að geyma alla elda, þekkir andinn tilveruna og hinn silfurlitaði Lótus þekkir kosmískan sköpunarmátt. Þannig ómar kaleikurinn og ber alla birtingu inn í óendanleikanum.

197. Kosmískur ómur knýr mannkynið að staðbundna eldinum. Þegar hugsunin gengst undir breytingu, þá tengir kosmíski eldurinn við þessa hugsun. Maðurinn verður að skilja spennuna í þeirri hugsun, sem er drifkrafturinn, sem kemst alls staðar inn. Vísbendingar um staðbundinn eld ættu að vera þekktar í öllum birtingarmyndum. Allar skrár yfir staðbundinn eld bera með sér kosmískan óm. Þess vegna, þegar mannkynið mun skilja kraft eldsins, verður auðvelt að staðfesta móttækilegan óm og sköpunarmáttur mannsins mun þróast í eldlegri uppbyggingu. Þannig er sköpunarmáttur heimsins þaninn endalaust af eldi geimsins.

199. Titringur hjartans þenst út eins og segulbylgja andans. Ómur hjartans þenst út eins og ljósgeisli. Í öllum kosmískum birtingarmyndum laðar segull fullkomins hjarta til sín. Aðeins lyftistöng hjartans getur beint athöfn að hinni sönnu uppsprettu. Þegar vitundargeislinn tengist staðbundna eldinum kemur kosmíski ómurinn inn í lífið. Þess vegna mun meðvituð stefna geisla hjartans leiða til sköpunar. Þannig er kosmískt aðdráttarafl runnið af hjarta alheimsins. Þegar ómur hjartans reynir að skapa, bregst orka kosmíska segulsviðsins við þeirri viðleitni. Þannig mun meðvitað aðdráttarafl framkalla takmarkalausa leit.

200. Ómur hjartans dregur andann að markmiðinu og spennir allt sem lyftir andann að því sem ætlað er. Þess vegna, þegar sköpunarmátturinn er knúin til fullnustu, ómar hjartað. Hver leitandi ómur fær svörun og geislinn sendir samsvarandi titring. Þess vegna veitir næmni hjartans geislunum sem sendir eru þann sama óm. Vissulega veldur geislinn ekki þreytu þegar óminum er náð. Þannig má segja að einsleitni hafi áhrif á samræmi. Ég fullyrði það svo.

201. Eðli andans birtist í viðleitninni. Spenna kaleiksins staðfestir álag andans. Allir þræðir sem koma frá kaleiknum leiða til athafna sem tengjast staðbundnum eldi. Það má segja að sköpunarmáttur kaleiksins tengir staðbundna eldinn við uppsöfnun kaleiksins. Aðeins vitundarhringurinn veitir viðleitni til sköpunar. Þannig boðar lögmál Okkar staðfestingu á kaleiknum. Hver ómur dregur að sér ósýnilegan eldinn og næmi andans þenur neista kaleiksins.

202. Næmni logandi anda Agni jógans gefur hvata til kosmíska segulsviðsins. Þar sem við höfum sent til jarðarinnar nýja staðfestingu á eldinum þýðir það að tíminn nálgast.

203. Mannkynið kemur í veg fyrir að kosmísku öflin komist inn á braut jarðarinnar. Sérhver kosmísk orka laðast að vegna kosmíska segulsviðsins, en aðlögun þess er háð mannkyninu. Aðeins vitund getur laðað að uppbyggingarmátt. Þess vegna, þegar mannsandinn er í afneitun, geta kosmískir kraftar ekki birt sig. Því sköpunarmáttur verður til í vitund manna. Aðeins sköpunarmáttur andans nær öllum kosmískum möguleikum og máttur hjartans setur stefnu andans. Vitundin sem bregst við kosmísku aðdráttarafli skapar form sálarlífsins. Skilningur á svörun gefur til kynna ábyrgð andans. Aðeins í óttaleysi fyrir óendanleikanum gerir andinn sér grein fyrir tilgangi tilverunnar.

204. Þegar segull bregst við skyldum þáttum er samruni tilgangur aðdráttaraflsins. Þegar Við sameinum vitundarbrot er hringnum lokað. Þannig sameinar kosmísk athöfn alla skylda krafta og aðdráttarafl milli þáttanna á sér stað. Fyrir löngu benti ég á sköpunarmátt segulsins. Við skulum því muna hið mikla kosmíska lögmál.

205. Mannkynið veltir lítið fyrir sér uppruna sköpunar. Alla ytri birtingu tekur mannkynið sem sjálfsagða. Staðbundin eldur lýsir tiltekinni athöfn. En að baki viðkomandi orku stendur uppruni hinnar óþrjótandi alheimsorku. Mannkynið ætti að velta fyrir sér þessari ósýnilegu og allsráðandi uppsprettu. Hverri skapandi hugsun verður að beina til þessa uppruna. Keðja orsaka og afleiðinga verður að greina í öllum kosmískum athöfnum. Þessi keðja er takmarkalaus í öllum víddum.

206. Keðja orsaka og afleiðinga þenur logandi lífin. Eins og harður straumur vekur hin logandi vitund skapandi hvata. Keðja orsaka og afleiðinga þenur loga orkustöðvanna. Þannig eru birtu ferlarnir dregnir að með kosmíska segulsviðinu. Þess vegna óma orkustöðvarnar svo mjög og geislarnir endurspeglast í hjartanu.

207. Þegar andinn er fær um að skilja tilgang tilverunnar, er hægt að sýna streymi sköpunarmáttar bræðralags Okkar. Þegar Við leitumst við að koma á jafnvægi, bendum við á kosmíska segulsviðið. Yfirburðir verða ekki þar sem yfirráð ríkir, né í farvegi yfirráða, heldur þar sem þróunarkraftar eru saman komnir; ekki þar sem viðleitni er beitt af sjálfselsku, heldur þar sem skapandi þrep eru smíðuð í nafni almannaheilla. Þannig skapar mannkynið sitt karma.

208. Sannarlega eru öll lögmál samankomin í vitundinni. Aðeins slík vitund getur mótað form og ný líf. Slík vitund dregur að sér þekkingu á kosmískum lögmálum. Slík vitund skilur að hvert form svarar tilverunni. Aðeins slík vitund skapar í gegnum allar kosmískar orkustöðvar. Vitundin sem hefur í sér kosmíska elda sýnir samsvarandi birtingu. Við náum fylgni við kosmíska segulsviðið; og aðeins þá má segja að andinn búi í geimnum. Öll leitandi orka dregur fram í birtingu samsvarandi orku. Þannig mótar andinn þróunina, sem hefur í sér kraft kosmíska segulsviðsins.

209. Sköpunarmáttur Agni jógans leitar til æðri heima. Vitundin gefur lykilinn að kosmískum kröftum. Vitund Agni jógans leitast við að vera í samræmi við kosmíska segulsviðið. Sköpunarmáttur orkustöðvanna ómar við allar kosmískar birtingar.

210. Vitundin sem umvefur kosmísku orkustöðvarnar staðfestir barmafullan kaleikinn. Vitundin sem umfaðmar tilveru eldsins mun gefa mannkyninu nýja möguleika. Andinn leitast til kosmíska segulsviðsins án þess að slíta keðjuna. Aðdráttaraflið að kjarnanum er sannarlega eiginleiki logandi anda. Vitund um óendanleika alheimsins gefur logandi geisla.

211. Aðeins sú vitund sem leitast til kosmíska segulsviðsins getur skilið kraft komandi breytinga. Aðeins þýðingarmiklir tímar geta komið slíkum öflum í leik. Því það er spenna í öllum kosmosinum og í hæstu spennu er skjöldur framtíðarinnar smíðaður. Þess vegna vekur stund endurmótunar nýja möguleika.

212. Geislar geimsins komast inn í fræið og efla möguleika andans; aðeins með þessum hvata getur andinn skapað. Þegar möguleiki andans kemst í snertingu við kosmíska geisla er andlegur sköpunarmáttur vakinn. Þannig myndast hvert form af andanum og kosmískum geisla. Hve lítið veltir fólk fyrir sér glæsileika sköpunarinnar! Hve lítt skilst hugsunin sem spennt er af kosmíska geislanum! Hversu lítið skilst kosmískur máttur í öllum sínum birtingarmyndum! Þegar mannkynið skilst að sköpunarmátturinn samanstendur af kosmískum fræjum, mun það tileinka sér kosmísku geislana.

213. Eldur orkustöðvanna er öflugur og meðvitaður kraftur. Þegar þandar orkustöðvar skynja kosmíska breytingu skapa þær með kosmosinum. Þess vegna er sköpunarmáttur andans svo öflugur og hver vitundarspenna kallar fram viðbrögð.

214. Mettun geimsins er mikilvægust og það verður að leggja áherslu á eiginleika þeirrar mettunar. Þegar geimurinn er ofhlaðið því sem ekki ber leitandi orku, hanga yfir dimm ský mistaka. Hver hugsun sem hlaðið er upp í geiminn hefur eigið litarefni. Þess vegna er svæðið í kringum hverja athöfn mettað eiginleikum hugsunar. Hver hugsun hefur eigin stimpil og bregst við óbreytanleik hvatans. Trú á óbreytanleika kosmíska segulsviðsins verður að metta rýmið. Kosmísk tilfærsla verður bein afleiðing af staðbundnum eldi og andinn sem skilur ábyrgð á hugsunum sínum mun þenja sviðin með hreinum eldi. Því meira spenntur, því hreinni. Þannig er sköpunarmáttur kosmíska segulsviðsins byggður.

215. Hversu öflug er sköpun anda Agni jógans! Mikil er viðleitni eldabera hreins elds! Margir eru möguleikarnir sem vakna! Hver hrein hugsun skapar sýnilegt ljósasvæði í geimnum. Eins og hreinsandi eldur logar hrein hugsun Agni jógans. Inn í þetta svæði laðast að ýmsir kosmískir geislar. þannig hefur geimurinn sit regnboga svæði. Þannig skapar hreinn eldur Agni jógans.

216. Kosmískum eldum er stjórnað af kosmíska segulsviði. Þar sem segullinn togar, þangað dragast kosmískir eldar. Geimurinn þenur eldana í átt að seglinum. Þess vegna liggur aflið í stefnu eldsins. Hver hugsun í geimnum dregur að sér sköpunarmátt eldanna. Það skal leggja áherslu á að mannkynið verður að halda viðleitninni til kosmískra elda; því þá mun tímabil kosmískrar orku nálgast. Þróunin byggir á þessum skilningi.

217. Orkustöðvar Agni jógans draga að elda sem munu færa mannkyninu þekkingu. Þess vegna skapa orkustöðvarnar með þróunarstraumnum. Þannig þjóna orkustöðvar leitandi Agni jógans almannaheill. Þegar kaleikurinn er fylltur eldi dregur áran að sér segulkraftinn. Það verður að viðurkenna kraft orkustöðvanna, því orkustöðvarnar skapa andlega og logandi sköpunarmátturinn breytir vitund mannkynsins.

218. Ef mannkynið gæti aðeins lært að aðskilnaður sviða leiðir til eyðileggingar öflugasta máttarins – samvinnu heimanna! Öll kosmísk svið eru bundin af einni og sömu meginreglunni; þeirri, að eldhvatinn mettar öll svið.

Aðeins kosmísk einangrun getur ýtt undir tortímingu. Þess vegna, þegar mannkynið skilur að allur alheimurinn andar með sama hvatanum, verður mögulegt að færa nýju orku nær. Þannig eru ný skref þróunarinnar gengin.

219. Mikilvægt er að átta sig á bindandi þræði milli sviðanna! Næm móttækni Agni jógans er þessi bindandi þráður. Á þessum þræði er byggt upp kosmískt samstarf. Kosmíski eldurinn og orkustöðvarnar skapa í sátt; hver og ein orka þenur orkustöðvarnar.

220. Þegar umbreyting þjóða á sér stað er öll orka þanin. Í þræðina er safnað saman öllum þöndum kröftum og hin mismunandi viðleitni mótuð; þess vegna varar hver staðbundin hugsun andstæðingana við. Hver þráður hefur skilgreind mörk og hver kraftur hefur sína braut. Þannig þenur kosmísk hugsun sem er ofin úr ómi kosmíska segulsviðsins til ósigrandi athafna. Eyðingarkraftar gegn þróuninni, eru mettaðir sjálfseyðandi andstöðu. Takmarkalaus sköpun gengur þannig ofar eyðingu.

221. Þegar viðleitnin er til kosmíska segulsviðsins er vegur andans innblásin eldi. Villandi viðleitni skapar mjög skaðlegt karma! Þegar andinn brýtur karma sitt niður í þætti ólíkra sviðum, í stað þess að nýta farveginn sem segulsviðið stýrir, verður þessi andi að fara í gegnum mörg skref. Þegar stefnan er í takt við kosmíska segulsviðið, þá heldur viðleitnin áfram í skrefum þróunarinnar. Þannig nálgast þjóðirnar sem eru í takt við kosmíska segulsviðið æðri sviðin.

222. Þegar andinn umbreytir uppsöfnun sinni, dregst viðleitni hans að seglinum. Þannig kallar hver spenna orkustöðvanna fram nýja kosmíska samsetningu. Sköpunarmáttur orkustöðvanna dregur að aukna orku. Þess vegna er öll sjálfstæð athöfn orkustöðvanna gegnsýrð eldi og logi andans kveikir hvatir þeirra sem nærri eru; þess vegna verður maður að meta hvernig sálarorkunni er beitt. Það verður að duga fyrir alla hluti; þess vegna verður að verja styrkinn. Maður á ekki að þreyta sig eftir sólsetur.

223. Samtenging kosmískra umbreytinga er kallaður kosmískur sköpunarmáttur. Þegar kosmosinn færir kraftana til, er jafnvægi sviðanna raskað. Þegar jafnvægi þessara krafta er í uppnámi dragast kraftar í geimnum inn í nýja spennu. Þannig að þegar kosmosinn umbreytir hreyfast öll svið. Reyndar eflast allir kraftar í svörun við aðdráttarafli og kosmískt samræmi magnast af kosmíska segulsviðinu.

Þannig er óendanleikinn mótaður.

224. Sköpunarmáttur andans magnast af kröftum kosmíska segulsviðsins. Sköpunarmáttur andans umfaðmar alla mettaða elda. Umbreyting er þanin af krafti andans. Aðeins andinn sem þaninn er af kosmíska segulsviðinu getur náð mestu möguleikum sína á jörðinni. Aðeins þegar móttökuhæfni er fyrir hendi, getur maður birt spennuna; aðeins þá getur maður náð að komast í umbreytingu kosmískra krafta. Þeir sem Við treystum sýna þessa móttækni.

225. Uppsöfnunin umhverfis plánetuna er svo þétt að það er erfitt fyrir geislana að komast í gegnum þennan massa. Þess vegna getur staðbundni geislinn aðeins náð samband við þá sem hafa fágað sviðið með viðleitni sinni. Andinn, með þanda áru sína, dregur að sér kosmísku geislana úr geimnum. Þannig verða skrár til í geimnum um þennan aðdrátt kosmísku geislanna. Andinn sem hefur fágað uppsöfnun sína gengur kröftuglega til liðs við þróunina. Því er aðdráttaraflið sem mettað er af viðleitni, þanið af kosmíska segulsviðinu.

226. Skapandi hvatinn knýr andann að kosmíska segulsviðinu. Skapandi hvatinn fæðir alla viðleitni. Skapandi hvatinn kallar fram úr geimnum birtingarmyndir kosmísku geislanna. Vissulega er það aðeins eldmóður andi sem getur spennt alla þá krafta sem þarf til sköpunar. Skapandi orkustöðvar Agni jógans safna geislum frjálsrar orku og því skapar eldur orkustöðvanna strauma til viðleitni. Þannig dregur viðleitni að kosmísku geislana. Þannig staðfestum Við að kaleikur Agni jógans sé máttugur fjársjóður.

227. Við samsöfnun kosmískra krafta, þróar kosmíska segulsviðið sköpunarmátt eldsins. Hver orka dregur að eigin strauma. Þannig leiðir skortur á samhæfingu anda og efnis til viðleitni til umbreytinga. Í þeirri umbreytingu liggur allur kosmískur veruleiki. Þess vegna, þegar andi er spenntur í sannri leit, laðar hann að sér nýja möguleika. Þannig er sköpunarmáttur alheimsins takmarkalaus.

228. Andi sem umbreytir vitund sinni er skapari mannsins. Aðeins þegar eldberar Okkar kallar fram þessa spennu, laðar ferilinn með Okkur fram nýja möguleika.

229. Titringur spennukrafts kosmíska segulsviðsins nemur orku viðleitninnar. Kraftur viðleitinnar laðar að sér alla mikilvæga krafta. Þess vegna, þegar við veljum til afreka, söfnum við saman öllum leitandi sálum. Sköpunarmáttur andans er mjög þaninn. Þegar kosmískir eldar draga mann inn í sveiflutíðni kosmíska segulsviðið, knýr eldsleg viðleitnin andann til sköpunar. Þess vegna, þegar kosmíska segulsviðið ákvarðar stig uppstigsins, þá þenur kosmíska segulsviðið alla lyftikrafta. Þannig ber andi Agni jógans í sér hvetjandi afl eldanna og þróunarskeiðinu er stýrt af eldi andans.

230. Þegar hugsun dregur birtingarmynd elds úr geimnum, þenur kosmíska segulsviðið andann. Allir drottnar gengu undir handleiðslu spennu segulsviðsins. Aðeins ákafur stuðningsmaður almannaheilla beinir eldunum til afreka. Það er ástæða fyrir ákafri viðleitni Agni jógans. Í kosmosinum eru birtingar eldmóðs andans náð. Þess vegna, þegar sendiboði Okkar gengur í spennu, eru ný þróunarþrep byggð. Þess vegna verður að verja orkustöðvarnar vandlega. Öflug þrep eru lögð.

231. Mikið er sagt um kosmískan sköpunarmátt, en skilningur er aðeins á endanlegri sköpun hinna ýmsu birtingarmynda frumþáttanna. En litið er framhjá aðalatriðinu: að kosmíska fræið er innblásið af æðri öflum. En þegar sköpun alheimsins þenst út, leita neistar þanins elds til upprunaeldsins. Aðeins eldur skapar andlega og hornsteinninn er hið eilífa lögmál aðdráttarafls. Þess vegna er mikilvægasta orkan efld í samruna með ómótstæðilegu aðdráttarafli. Því má segja að kosmískur sköpunarmáttur sé háður óbilandi afli eldsins. Í kosmosinum hefur aldrei átt sér stað svörun aðdráttarafls án þess að hreinsun hafi fylgt.

232. Samhliða kosmískri sköpun, ganga umbreytingar áfram. Aðeins aukin vitund getur náð vitneskju um þessar umbreytingar. Nauðsynlegt er að leggja áherslu á vöxt kosmískra athafna til að skilja alla kosmísku spennuna. Aðeins þar sem kosmískur sköpunarmátturinn er spennuþrungin getur maður fundið fyrir mikilli umbreytingu. Þessir grafalvarlegir tímar sýna framtíðina. Lykillinn liggur í þessari kosmískri umbreytingu. Kosmíska uppbyggingin er þanin með kosmíska segulsviðinu.

233. Þegar við tölum um kosmíska krafta, beinum Við hugsuninni á æðri sviðin. Sköpunin er háð eilífri virkni. Kosmískur sköpunarmáttur felst ekki aðeins í samsetningunum einum saman heldur í viðleitni að mesta hvatanum. Helsta virkni kosmíska segulsviðsins felst í því að birta öflugasta hvatann. Þess vegna, þegar vitundin vinnur með afli eldsins, má staðfesta að lífshvatinn eflist með titringi andans. Sköpunarmáttur liggur ekki í mettun heldur í spennu.

234. Í lífshvata andans liggur trygging fyrir andlegri sköpun. Í honum er allur eldur andans, sem magnar öll líf. Þess vegna boða lögmál Okkar að eldur andans sé óumbreytanlegur. Sköpunarafl andans inniheldur þannig í sér aðdráttaraflið innra með sér.

235. Öll viðleitni í logabirtingum andans er staðfest í endalausu eldhafi lífsins. Aðeins þegar sköpunarmáttur vitundarinnar gengur með kosmískri viðleitni samþykkir alheimurinn viðleitnina. Þess vegna skapast aukin vitundin við aðdrátt að uppsprettu eldsins. Táknið fyrir uppbyggingu þanins segulsviðs er hið mikla og eilífa lögmál aðdráttarafls. Endalaust eldhafið er því gegnsýrt af spennu.

236. Aðeins þegar andinn fylgir sköpunarmætti kosmíska segulsviðsins er hann fær um að taka þátt í sköpuninni; aðeins þá dragast möguleikarnir að andanum. Andinn skapar aðeins ákaflega þegar hann ber tiltekin markmið heimsins. Uppbyggjandi viðleitni vekur alltaf andstöðu; þess vegna er baráttan undir verndarskildi Okkar. Sigurinn er einnig skráður á skjöld Okkar.

237. Hvert nýtt þrep krefst nýrrar mótunar. Í hverri mótaðri ákvörðun ætti að fæðast ný vitund, því að fyrir lífið, verður árangurinn að vera innblásinn nýrri kosmískri samsetningu. Það vekur til lífs hvata nýrrar fylgni, og innblásið fræ andans hefur nýja viðleitni. Þess vegna, þegar við segjum að mótun forms hafi nauðsynlega hvatningu, þýðir það að aðeins í þróun vitundar og aðdráttarkrafta nær hún kjarna lífsins. Aðeins eilíf hreyfing gefur öllum myndum líf.

238. Andinn innblásinn af eldheitri viðleitni skapar drifafl fyrir alla mikilvægar hvatir. Eins og hver kraftur stefnir að skyldum þætti, svo nær andi öflugs Agni jóga einnig hjörtu þeirra sem leita sannleikans. Þannig mótast menn af krafti hjartans. Upplyfting hjartans mótar allar spennta viðleitni. Þetta er ástæðan fyrir því að fólk laðast að eldheitu hjarta Agni jógans. Þannig staðfestir kraftur hjartans viðleitni Agni jógans. Sköpunarmáttur hjartans getur birt loforð Ljóssins. Ég fullyrði það!

239. Tilvist ósýnilega heimsins verður að komast inn í jarðneska vitund. Kosmískur sköpunarmáttur dregur sköpun sína úr hinum ósýnilegu sviðum. Þegar uppspretta sköpunarmáttar er spennt, staðfestir vitundarhvatinn grundvöll formsins. Maður verður meðvitað að huga að uppruna allra hugmynda. Aðeins viðurkenning á hinum ósýnilega heimi mun veita þekkingu á kosmískum birtingarmyndum. Aðeins samþykki eldsins í geimnum í öllum birtingarmyndum þess mun veita skilningi á upprunanum. Aðeins ósýnilegi heimurinn inniheldur alla þanda krafta. Allar kosmískar spennur búa í fjársjóðum geimsins.

240. Þegar andinn leggur sig fram um aukinn sköpunarmátt, tengist það uppsprettunni sem birtist í kosmíska segulsviðinu. Þegar vitundin er orðin vön að fljúga inn á æðri sviðin þá tileinkar hún sér margþætta lífshvata. Þegar andinn er knúinn áfram af lögmáli aðlöðunar myndast straumur sem tengist við staðbundin eldinn. Þannig er andi Agni jógans þaninn af vitund eldsins.

241. Logandi sköpunarmáttur býr í allri tilveru. Jafnvel frumstæð vitund hafði skilning á eldi. Styrkur eldsins er mælivog framfara. Hver kynþáttur hefur tileinkað sér sköpunareldinn og afl sköpunarmáttar hans er háður vitund hans. Þannig skapar hver kynþáttur þroska sinn. Eldur er hvati lífsins, hvati sköpunar, hvati viðleitninnar. Sérhver meðvituð viðleitni veitir andanum vitneskju um möguleika hans. Hver staðbundin hugsun gefur andanum vitund. Þess vegna, þegar alheimurinn sendir mannkyninu gjafir sínar, er hlekknum á milli segulsviðsins og andans lokað. Næmni móttökunnar gefur öllum mönnum möguleika á að fylgja kosmískri sköpunarmætti.

242. Þegar eldurinn er mótaður af Agni jóga, segjum Við að hjartað meðtaki silfraða þræði. Þegar Við bendum á fegurð eldsins sem Agni jóginn tileinkar sér, erum Við að gefa til kynna hjarta sem tekur í sig alla þessa þræði. Þegar Við bendum á vitund sem hefur tileinkað sér beina þekkingu Agni jógans, bendum Við á óbreytanlega viðleitni. Þess vegna nefnum við nafn Agni jóga. Þannig mun Agni jógi byggja brú til æðri heima.

243. Uppbyggingarmáttur kosmosins er efldur með aðlöðunarmætti kosmíska segulsviðsins. Sköpunarmáttur safnar þöndum þáttum sem búa yfir slíkri aðlöðun. Hver hugsun sem ber staðbundinn eld mótar form sem segulsviðið staðfestir. En sköpunarmátturinn er ekki aðeins fólgin í slíkri þéttun. Aðalatriðið er lífshvatinn, sem skapar kosmísk mót. Hvert svið lifir aðeins vegna lífshvatningar og fullnæging mótar einungis birtingarmynd eyðingar. Þess vegna geta menn fullyrt að áköf leit skili sköpunarmætti. Þegar kosmíska segulsviðið þenur alla krafta, verður til skapandi keðja. Þannig heldur hið óendanlega áfram með birtingu eldhvatans.

244. Þegar eldur andans þenur geisla kaleiksins, dregst viðleitni að fræinu. Aðdráttarafl kosmískra elda dregur inn logaþræði samræmis. Agni jóginn veit hvenær best er að laða að eldana úr geimnum og miðjur aðdráttarafls svara titringi kaleiksins. Þess vegna hefur innsæi Agni jógans lykilinn að vitund atburða.

245. Samræmi skapar kraftmikinn straum. Þessi kraftmikli straumur leiðir til samsetningu sem hefur sjálfsmynd. Í samræmdri samsetningu er segulaflið mettaður með togkrafti. Þess vegna ber hvert samræmt form í sér undraverðan aðdráttarloga. Þannig, þegar kosmíska segulsviðið þenur krafta sína, bregst staðbundinn eldur við með titringi. Viðbrögð við ákalli segulsins skapar kosmíska viðleitni. Ákallið og viðbrögðin efla alla kosmíska strauma.

246. Spenna leitandi anda dregur til sín samsvarandi titring. Aðeins aðdráttarafl hjartans skapar; og Agni jóginn, tendraður af kosmíska segulsviðinu, skapar í gegnum hjarta sitt. Þannig að þegar fórnfýsi andans þenur sviðin, setja spennuhvatar álag á sviðin í kring. Þess vegna, þegar geislar eldsins snerta við orkustöðvum Agni jógans, sendir hver orkustöð frá sér eldstraum.

247. Kosmísk undirstaða er viðleitni segulsviðsins. Öll kosmísk bygging hvílir á krafti viðleitninnar; og hvert þrep er lagt með segulsviði eldsins. Eldurinn skapar alla heima. Neistinn verður að eldsviði og allt kosmískt upphaf vex í umfangi eldsins og nær yfir alla viðleitni. Andinn sem er getinn í eldi gegnsýrir kosmíska eldinn. Þess vegna er fræ andans mettað eldlegri viðleitni.

248. Í athöfnum Okkar, þegar andinn byrjar að skapa, nær hið ætlaða að rætast. En á leiðinni að markinu eru margar hindranir. Vitandi um lögmál kosmíska segulsviðsins og spennuna, endurtökum Við áminninguna um óvini og hindranir. Hinn blessaði hvatti til gleði og að hefja sig yfir hindranir. Þannig reynir á áframhaldandi baráttu fyrir nýja möguleika. En leið Okkar er óbreytanleg.

249. Svo mjög er álag jarðarinnar að lofttegundir neðanjarðar eru farnar að vakna. Andlegt ástand er lágt og í samsvarandi óróa. Útstreymi þessara strauma dregur aðeins að spennta elda, en þéttir straumar sem mannkynið skapar eru svo öflugir að barátta sviðanna er gífurleg. Þannig að þegar heimurinn er í óreiðu er baráttan milli ljóss og myrkurs áköfust. Þegar tilfærsla lofttegunda á sér stað eykst kosmíski eldurinn. Þess vegna er allir kraftar ljósaflanna þandir. Sannarlega er baráttan um sannleikann staðfest. Þannig boðar kraftur alheimsins takmarkalaust ljós.

250. Þegar uppbyggingu Okkar er komið á, skapa allir kosmískir kraftar. Ljósið gleypir myrkrið. Uppbyggingarmáttur Okkar er þaninn á heimsvísu. Þess vegna gengur uppbyggingarmáttur Okkar með þróuninni. Sannarlega vinnum Við með vaxandi segulsviðinu.

251. Tímabilum eru stjórnað af himinhnöttunum. Geislar þeirra stýra kosmískum umbreytingum. Mismunandi samsetningar gerir viðleitnina að veruleika. Hver umbreyting hefur ábyrgð sína. Þannig að þegar tímabilið nálgast veita kosmísku geislarnir vitundinni hvata. Því þegar umbreyting gerir atburðina að veruleika, skapar kosmíska spennan í samræmi. Þegar kosmosinn kallar á nýja birtingu, sameinast segulsviðið með himinhnöttunum. Einingin í kosmosinum þenur alla strauma og skapar stöðugt í óendanleikanum.

252. Kosmosinn þenur allar orkustöðvar og sendir alla elda. Aðeins vitundarvakning veitir sjálfstæða athöfn. Aðeins sjálfstæð athöfn sem er í takt við kosmíska segulsviðið og sköpunarmátt andans, sem hefur áhrif á tiltekið þrep, framkallar viðleitni. Þess vegna, þegar margbrotnir kosmískir kraftar umbreytast, segulmagna orkustöðvar Agni jógans hugsunina. Þegar kraftar kosmosins umbreytast, þá hefur kosmísk spenna áhrif á næma tilveru Agni jógans. Þegar lækir andans streyma á skapandi hátt bregst næmt lífkerfið við. Mikill er sköpunarmáttur andans.

253. Kraftarnir þéttast í samsetningu gagnkvæmra aðdráttarkrafta. Aðeins aðdráttarafl frækjarnans mótar kosmíska samsetningu. Margvísleg orkan eflist í titringi eldsins og andi gegnsýrður aðdráttarafli bregst við samhæfingu. Þannig safnast tengingar í kosmíska segulsviðið. Hver kosmísk samsetning er innblásin eldorku. Sannarlega hafa öll kosmísk form í sér eld. Takmarkalaus er byggingarmáttur alheimsins!

254. Öll kosmíska sköpunin er byggð á lögmáli viðleitninnar. Öllu kerfinu er viðhaldið með kosmísku aðdráttarafli. Afleiðingar af verkum mannkynsins skapa sín eigin svið. Þess vegna, kallar spenna Okkar fram athafnastrauma til tiltekinna verka.

255. Ástand plánetu okkar ræðst af verkum manna. Staðbundni eldurinn skapar svið umhverfis jörðina sem vernda hana gegn köfnun. Aðdráttarafl eldsins er svo öflugt að líkja má því við segulsvið. Þannig, þegar kraftar kosmosins stefna að umbreytingu, heldur mettun geimsins áfram með krafti segulsviðsins. Jörðin getur ekki skilið sig frá kosmíska seglinum og viðleitnin til að efla þróunina tengir óneitanlega alla heimanna. Þannig skapa allar aðgerðir kosmískra afla öfluga kosmíska samhæfingu og allir heimar þjóna lögmáli einingarinnar. Þess vegna verður mannkynið að vera hluti þessa lögmáls!

256. Þegar umbreyting knýr öll öfl til verks laðar kosmosinn undantekningarlaust til sín þau öfl sem nauðsynleg eru fyrir framtíðina. Aðeins þannig er hvert nýtt þrep smíðað. Þess vegna er þéttun þess staðfesting á að umbreytingin á sér stað. Allir kraftar vaxa með aðdráttarafli kosmíska segulsviðinu. Allar staðfestingar sem leita til Okkar laða að að nýja möguleika. Þannig ganga öfl alheimsins í takt við eldinn Okkar.

257. Vitund mannkynsins er ekki áþreifanleg í hinum sýnilega heimi. Að samþykkja fylgni milli sýnilegu og ósýnilegu heimanna er hægt að sýna fram á svið kosmísks samræmi. En mannkynið byggir allt á hinu sýnilega; því er andinn ekki að leita æðri sviða. Sérhver leitandi andi veit að aðskilnaður heimanna getur stöðvað þróunina, því þar sem tengslin milli upprunans og lífsins eru rofin, þar má búast við eyðingu. Kosmískur sköpunarmáttur byggist á eilífri sameiningu.

258. Fórnfýsi Agni jógans felst í skapandi hvatanum og viðleitni sinni til birtingu á æðri orku. Þess vegna, þegar andi Agni jógans leitar umbreytinga, segjum við: „Þar sem umbreyting beinist að hreinsun geimsins, sýnir andinn sannarlega mestu eiginleikanna.“

259. Andinn sem einblínir á hinn sýnilega heim afsalar sér birtingu æðri sviðanna. Þegar andinn lifir í skilningi á einingu alls kosmosins, er hann tengdur öllu í kosmosinum. Sköpunarmáttur andans kemur ekki utan frá, heldur með viðleitni fræsins til samfélag við kosmíska segulsviðið og staðbundna eldinn. Fræ andans þekkir öll lögmál sköpunarinnar; og andinn sem er meðvitaður um kjarna þess leitar eftir hlekknum við hærri sviðin. Óbreytanleiki einingar knýr kosmosinn. Sannarlega nær vitundin fínustu orkugerðunum, en hvatinn sem hefur náð viðleitninni verður að spretta frá fræinu. Þannig er lykillinn að árangri fólgin í sjálfstæðum athöfnum.

260. Sjálfstæð athöfn Agni jógans opnar alla möguleika. Viðleitni andans ber hann inn í æðri sviðin. Sköpunarmáttur andans magnast með tengingum. Þannig er hver orka samræmd í kosmosinum. Segulsvið andans þenst með öllum tengingum.

261. Aðeins mikil sköpunarmáttur gefur árangur. Aðeins þanin spíral skilar hreyfingu. Aðeins endurkastið gefur meðvitaða hvatningu. Þegar ljósið berst við myrkrið dregur þaninn spíralinn allan titring að grunninum. Í öllum kosmískum sköpunarferlum leitar þaninn spírall að segulsviðinu. Ósamrýmanleiki myrku aflanna hvetur til eyðingar. Sannarlega byggja umbreytingar Turna sína á grunni kosmíska segulsviðsins. Þannig kemur umbreytingin stöðugt í stað víkjandi afla.

262. Aðeins aðdráttarafl Turna Okkar staðfestir sigur. Aðeins stjórnun kosmíska segulsviðsins flytur staðfestingu. Þess vegna óttast víkjandi öflin Okkur svo mjög. Sannarlega er baráttan mikil og öll orka geimsins er spennuþrungin. Þannig sköpum Við eldslega.

263. Í samfélagi heimsins eru allir andlegir hvatir látnir í ljós. Þannig tjáir uppruni Okkar jafnvægi kosmíska segulsviðsins. Samfélag heimsins er brotið af mannkyninu og í stað samvinnu kemur mannkynið á völd með yfirráðum. Sköpunarmáttur mannkyns skapar aðeins yfirráð. Þess vegna er óeyðandi vegur lagður. Bræður mannkynsins, sem koma mannkyninu til hjálpar, bæta sannarlega geiminn með skapandi eldi.

264. Bræður mannkyns bera í sér hjálpræði jarðarinnar. Sérhver lífshvati býr í hjarta Arhats. Hvöt kosmíska segulsviðsins finnst í hjarta Arhats. Hjarta Arhats þekkir geislaflæði himinhnattanna. Hjarta Arhat þekkir leitina að fullnustu. Þess vegna streyma þræðir Okkar spennuþrungnir að sameiningu.

265. Vísindin smjúga inn í kosmísku sviðin og setja manninn í beina tengingu við kosmíska segulsviðið. Þegar grunni sköpunarmáttar kosmísku eldanna er hafnað, verður að skiljast að hver birtingarmynd viðleitni er lífsnauðsynleg. Vísindin færa manninum tök á staðbundna eldinum og öll viðleitni til uppgötvunar á kosmískum tengslum færir mannkyninu kosmískan kraft. Þess vegna verða vísindin að lýsa upp vitundina og staðfesta mannkynið í því óendanlega.

266. Sérhver vitund sem hafnar kosmísku eldunum gengur inn í myrkan geiminn. En þanin Agni jóginn viðheldur jafnvæginu. Þess vegna reynir sköpunarmáttur kaleiksins á alla orku. Allir þræðir kosmíska segulsviðsins ná inn í kaleikinn; þess vegna eru allar orkustöðvar Agni jógans undir álagi.

267. Eldsþátturinn laðar alla orku til sköpunar. Þegar leitandi og skapandi hugsun veitir geimnum andagift og kosmískur eldur eflir sköpunarmátt hugsunarinnar, öðlast formin líf. Þegar tilgangur tilverunnar fær tilhlýðilega athygli verður mögulegt að veita mannkyninu aðgang að staðbundna eldinum. Þegar tilverunni verður komið á hærra þrep, verður tilvist kosmíska segulsviðsins skilin. Hvert þróunarskref ber með sér nýja orku. Sannarlega er vitund mannkyns þróuð í samræmi við öfl kosmosins. En vilji mannsins ákvarðar hvert skref. Þannig myndar mannkynið kosmísk mörk sín, því vitundin um aðdráttarafl getur skapað svið fyrir það.

268. Sérhver alheimshugsun knýr vitundina til sköpunar. Eins og eldur nær hún vitund margra; Þess vegna beinir hver slík hugsun samstarfsmanna Okkar staðbundna eldinn til umbreytinga. Aðeins í spennu næst sigur. Þess vegna eru allir kraftar þandir og margfaldaðir að mætti.

269. Þegar hvatinn birtir kosmíska segulsviðið fyrir mannkyninu er tengingin við alheiminn staðfest. Því í gagnkvæmum aðdrætti getur kosmískur straumurinn nálgast manninn. Aðeins sjálfstæð athöfn mannsins færir hann nær upprunanum. Þess vegna færir hver slíkur hvati manninn til hærri sköpunar, þar sem staðbundni eldurinn sýnir sig. Þegar andinn þenst upp á við, kemst hann inn á öll svið.

270. Ég finn hversu þandar orkustöðvarnar og hjartað eru. Ég veit hversu erfitt það er. Spenna orkustöðvanna er tengd kosmísku eldunum og kosmíska segulsviðinu. Eins og segulnál bregst hjartað við atburðum. Þess vegna verður maður að fara varlega. Arhat veit um allt afl ósýnilegrar sköpunar.

271. Hver andi öðlast spennu undir kraftmiklum hvata trúarinnar. Aðeins þessi hvati gefur manninum möguleika á að komast inn í æðri sviðin. Og fyrir vissuna verður andinn að vera fullur viðleitni. Þess vegna, þegar leit mannsins leiðir hann áfram einungis á áköfum hvata, beinir lögmál hreinnar trúar honum að Sannleikanum. Í allri alheimssköpuninni stjórna lögmál trúarinnar öllu upphafi. Trú vísindamanns, trú til almannheilla, trú lærisveina drottnanna og trú drottnanna, - þetta eru allt í senn og gegnsýrt af hreinum eldi geimsins. Þannig verður kosmísk viðleitni til.

272. Öflug trú laðar að sér alla möguleika. Aðeins ef vog hjartans eykur sköpunarflæðið, aðeins ef straumurinn er styrktur, er tengslum við segulsviðið komið á. Trú allt til enda veitir alla möguleika.

273. Skortur á hæfni mannkyns til samræmis setur upp meinta hindranir. Hvert dæmi um ósamkvæmni hindrar leiðina að Sannleikanum. Hver stöðvun hefur afleiðingar og setur fjötra á þróunina. Þess vegna verður maður að efla allar hugsanir fyrir hið almenna góða og leið samræmis verður leið andans.

274. Það samræmi athafna sem við höfum samþykkt opnar nýja möguleika. Þess vegna færir hver sveipandi bylgja annað skref. Þannig gengur umbreyting þjóðar áfram samkvæmt lögmáli samræmis. Þegar víkjandi orka þjóðar er notuð til eyðileggingar staðfestum við þyngdarafl tímans.

275. Hið mikla lögmál samræmis hreyfir allan alheiminn. Þegar öflin sameinast í meðvituðum sköpunarmætti færir kosmísk viðleitnin spennu í alla neista staðbundna eldsins. Sköpunarmátturinn, sem kosmíski viljinn hreyfir, er fylltur krafti fullkomins hjarta. En þar sem hið fullkomna hjarta er ekki, er engin uppbygging. Sannarlega er það sem byggt er með vilja hins fullkomna hjarta þróun. Þess vegna lifir aðeins það sem er staðfest af lögmáli hjartans í óendanleikanum.

276. Hver leitandi hugsun skapar í geimnum. Hver leitandi hugsun skapar form. Hvernig er mögulegt að skilja andlegt ferli, ef sjálfsafneitun er ekki til staðar? Í andlegu ferli virkar sama meginreglan og andinn sem skimar sig í sjálfinu sér ekki hið sanna ljós. Þess vegna er hin fagra leið þjónustunnar, viðleitnin til sjálfsfórnar.

277. Spenna kosmísku eldanna streymir til jarðarinnar. Skrár geimsins magnast af eldtitringi. Sköpunarmáttur kosmosins er háður þessum logandi titringi. Þannig skapar andinn með logandi titringi. Þess vegna, þegar hugsun kemst í snertingu við kosmísku eldana, er sköpun skráð, og andinn sem laðar að eldana staðfestir tengslin við kosmíska segulsviðið.

278. Orkustöðvar Agni jógans staðfesta alla kosmíska elda. Þegar Agni jógi heyrir óminn, er hlekkur bundinn á milli orkustöðvanna og kosmísku eldanna. Þessi reynsla er fyrsta afrekið í átt að því að koma á tengingu við fjarheima. Þess vegna er spenna orkustöðvanna mjög mikil og sýna verður mikla varúð. Það er mjög mikilvæg birtingarmynd eldsins. Þannig erum við mettuð geimnum. Ég fullyrði að svo sé!

279. Allar sviptingar í heiminum og andlegar tilfærslur stjórnast af eldi. Aðeins þegar regla Okkar verður staðfest á jörðinni hefst tímabil Satya Yuga. Allt mannlífið er tilgangslaust fyrir þá sem sætta sig ekki við hið fullkomna hjarta og upphafningu tilgangsins. Aðeins fíngerð upphafning skilar viðleitni til eldsins. Sannarlega loga orkustöðvar alheimsins af spennu og andinn sem leitar óendanleikans endurómar þessum eldum.

280. Leit Agni jógans er í beinu samræmi við kosmosinn. Þannig eru orkustöðvar Agni jógans í beinu samræmi við mettaðan eld kosmosins. Maðurinn er vanur að leggja mjög litla áherslu á bein tengsl sín við alheiminn; hann hafnar hugmyndinni um að hver taug og hver titringur birti samhljóm við spennu kosmosins. Þróun allra tilfinninga og næmni er möguleg í gegnum orkustöðvarnar.

281. Hve skilningur á kosmískum aðdráttarafli er óþroskaður, er augljóst af sköpunarmætti mannsins. Í átt að hverju er viðleitni hans beint? Í hvaða farveg er viðleitni hans safnað? Með hvaða hvata er mannkynið hreyft? Við skulum sýna skilning. Venjulega dreifir maðurinn orku sinni í stefnulausri leit að grófu lífi, útilokar sjálfan sig frá kosmísku keðjunni. Þess vegna segjum við að maðurinn geti búið til sinn eigin heim sem hluta af heimssamfélaginu eða orðið hlekkur við alheiminn og þannig orðið að kosmískum samstarfsfélaga. Viðleitnin kemur manninum til óendanleikans.

282. Þetta er ástæðan fyrir því að mannkynið þarfnast þeirra sem hafa kosmíska vitunda. Aðallega beinist viðleitni mannsins að tilvist sem er án vitundar. Að þekkja framtíðina þýðir að vera staðfestur í nútíðinni. Að þekkja mikilvægi tilverunnar þýðir að vera sannfærður um tilgang tilverunnar. Samstarfið við kosmosinn kemur skýrt fram hjá eldberunum.

283. Grundvöllur samfélagsins er vísindalega staðfestur og hver meginregla sem tjáð er þar verður virkjuð í samræmi við heimssamfélag. Sköpunarmátt lífsins er hægt að þróa með hvetjandi aðlögun að segulsviðinu. Aðeins veruleg viðleitni til verðugustu meginreglna mun koma mannkyninu á betri stað. Þannig getur bygging samfélags byrjað í fræinu og getur endað í samfélagi heimsins. Maðurinn verður að endurskipuleggja öll viðhorf sín til að vitundin geti gengið í samfélag heimsins. Þess vegna ætti ekki að vera ótti fyrir umbreytingum heldur staðfesta á ákveðinni lifun. Við skulum því við endurnýjun samfélagsins stefna á samfélag heimsins. Aðeins aukin vitund getur gefið ósigrandi formúlu fyrir samfélagið. Þegar ákveðið skref er tekið, vinnur kosmosinn með umbreytingum. Sannarlega mun klukkan brátt slá. Sannarlega mun það fyrirboðaða koma.

284. Hver viðleitni er efld með vogarafli hjartans. Aðeins hrein viðleitni gefur andanum kraft. Þetta lögmál eru grunnur í kosmosinum. Hver þáttur kosmíska eldsins er staðfestur með vogarafli hjartans. Viðleitni mannsins er öflugasta hreyfiaflið. Drottinn birtir eld viðleitni sinnar. Agni jóginn eykur viðleitni sína við þá áru. Andlegur sköpunarmáttur og logandi orkustöðvar Agni jógans skapa betri skref fyrir mannkynið. Hversu hvetjandi er eldur Agni jógans á meðan á kosmískum umbreytingum stendur! Þannig að þegar viðleitnin við umbreytingu spennir plánetuna vekur kraftur samvinnunnar eld geimsins.

285. Aðeins þegar efni er mettað eldi má segja að það sé alltumvefjandi. Aðeins þegar athöfn er gegnsýrð eldi skapar hún. Aðeins þegar kveikt er á öllum kyndlum, slær ljósið á myrkrið. Þess vegna stendur allt sem er byggt með Okkur krafti, og grundvöllur viðleitninnar laðar að eldhvatanna. Við, bræður mannkynsins, sköpum með vogarafli hjartans og við segjum: „Fegurð viðleitninnar opna allar leiðir.“

286. Þegar geislar styrkja orkuna er ekki hægt að stöðva viðleitnina. Þegar andinn er eins og segull, sameinast hann kosmíska seglinum. Þegar verið er að byggja nýtt skref sviptir kosmíska viðleitnin öllum hindrunum burt. Lögmál umbreytinga og lögmál uppbyggingar fara saman að einu markmiði. Þess vegna lúta allar staðbundnar tilfærslur lögmáli uppbyggingar. Birtingarmynd lögmáls umbreytinga þenur öll svið.

287. Kosmíska sverðið er reist af vitund um breytingar. Aðeins aðdráttur togar að seglinum. Sú viðleitni sem gengur gegn straumi kosmíska segulsviðinu vekur vitundir með sverðtákninu. Þroskaður andinn veitir sverðinu mátt vitundarinnar og kosmísk viðleitni þroskar bráðan hvatann. Þannig miðlar andinn til sköpunarhvatann til vitundarinnar.

288. Sverð andans knýr allar þandar vitundir. Hver vitund sem leitast við að breytast skapar í samvinnu með kosmíska segulsviðinu. Þannig sköpum Við með sverði andans. Þannig skapa samstarfsmenn Okkar með sverði andans. Sköpunarmáttur Agni jógans þenur vitundir í gegnum eldinn.

289. Þegar kosmískir eldar komast í snertingu við orkustöðvarnar, þá verður hámarksspenna. Þeir sem hafa eflt sköpunarkraft orkustöðvanna öðlast tengingu við kosmíska segulsviðið. Aðeins þegar orkustöðvarnar eru móttækilegar fyrir öllu kosmísku aðdráttarafli er hægt að greina loga framtíðarinnar. Þannig þenjum við sköpunarmátt heimsins.

290. Sköpunarmáttur orkustöðvanna er þaninn af kosmísku eldunum. Þegar kosmísk umbreyting á sér stað getur logandi ferlið birst með sérstökum skýrleika. Þegar eldur andans sameinast kosmískum eldunum þá verður sköpun hans kosmísk. Þess vegna verður logandi Móðir Agni Yoga að birta mannkyninu tímaskeiðseld Maitreya, því mikla umbreytingaskeiði. Þannig uppfyllum Við mikla vígslugerð.

291. Hvert nýtt þróunarskeið krefst breytinga. Þegar þandir frumþættirnir spenna kosmíska segulsviðið eru nýju skrefin skilgreind með eldi. Þannig virkja víkjandi öflin nýju kraftanna.

292. Spenna orkustöðvanna birtist sem afleiðing kosmísku eldanna. Reyndar skynja orkustöðvarnar allar kosmískar truflanir. Agni jóginn skynjar alla strauma.

293. Kosmísk hugsun er efld með hinu hvetjandi kosmíska segulsviði. Staðbundinn hugsun er þanin af vogarafli segulsviðsins. Allar mannlegar hugsanir eru hvattar áfram með samræmingu við segulsviðið. Öll öfl sem fylgja segulsviðinu í öllum athöfnum magnast með viðleitni. Þess vegna dregur öll andstaða við hvata segulsviðsins, styrk sinn frá víkjandi andstæðum straumum. Maður getur staðfest spennu kraftanna í samræmi allra orkustöðva. Andstaða kalla fram spennu í kosmosinum, sem eflir sköpunarmáttinn. Allir meðvitaðar kraftar skapa þannig þróun.

294. Vissulega skynjar Agni jógi alla kosmíska elda. Allir kvillar Agni jógans eru af völdum kosmískum orsökum. Þess vegna verður maður að gæta að viðkvæmri lífverunni. Þetta eru mikilvægir tímar og sköpunarmáttur orkustöðvanna er mikil! Þannig afhjúpum við orkustöðvarnar fyrir mannkyninu. Hvert boð til mannkynsins hefur sínar miklu afleiðingar.

295. Fólk óttast mest af öllu vitundaraukningu. Allt innan marka venjunnar er mjög nærri manninum og hver ný hugsun vekur andstöðu. Þess vegna, þegar Við sendum einhvern til afreka, miðlum Við fyrst hvötinni til nýrrar vitundar. Aðeins ótakmörkuð viðleitni til aukinnar vitundar og til þess óvenjulega getur fært vitundina til þroska.

296. Aukin vitund er markmið viðleitni Okkar og þegar samstarfsmenn Okkar bera þennan kaleik er staðfest full samvinna. Þannig skapa bræður Okkar með að efla vitundir manna. Hin mikla tilraun með Agni Yoga mun veita mannkyninu aukna vitund og meiri skilning á heimunum tveim.

297. Mannanna verk samsvara að litlu leiti undirstöðum tilverunnar! Þróun mála er hægt að staðfesta með orku sem er enn óbirt. En sú staðreynd að maðurinn hefur nýtt öfl kosmosins með slíkum skorti á samhæfingu vitnar um seinagang þróunarinnar. Lítill skilningur mannsins gerir hvert það sem gefið er ónothæft, að birtingarmyndir þess stífla sannarlega geiminn með því. Hugtök eins og Ríki, ríkisstjórnir og fjölskylda eru orðin svo bjöguð í skilningi manna! Því mun efling vitundar veita nýtt skref inn í óendanleikann.

298. Sérhver hugsun Agni jógans er eins og perla fyrir endurnýjun vitundar. Þannig er geimurinn hlaðinn af bræðrum Okkar. Vissulega getur þjóð, sem knúið er áfram af vélrænu kerfi, ekki öðlast mikið án eyðingar þess gamla. Þess vegna metum við hverja skapandi hugsun og gull alls heimsins getur ekki keypt vöxt hugsunarinnar.

299. Fylgni kosmískra afla er svo spennuþrungin að vitund mannkynsins er knúin að eldinum. Við myndun formanna öðlast hver kraftur afl frá núverandi eldi og hvert skref endurnýjunar er færir nýjan skilning. Eldur skapar andlega og eflir alla sköpun. Þannig vex vitundin ótakmarkað.

300. Orkustöðvarnar eru þandar til að opnast undir sköpunarmætti sólargeislanna. Á þessu stigi tilraunarinnar samsvarar sólarplexusinn snúningnum með sólinni; þess vegna myndar hver snúningur sólarplexusinn tengingu við kosmíska segulsviðið. Þetta er ein mikilvæg staðfesting á tilrauninni með Agni Yoga; því er bráðnauðsynlegt að verja sólarplexusinn frá þenslu eftir sólsetur.

301. Mannkynið er svo skelfilega hrætt við hið óþekkta. Þar sem hver skynjun verður til af innri birtingarmynd sem tengist umheiminum, staðfestir mannkynið hina ýmsu þætti sem það móttekur. Hvernig getur maður skilgreint líf hverrar veru? Í efnisheiminum er hver tilvera háð stöðugri hreyfingu. Þess vegna, getur í stað hins óþekkta, komið eilíf hreyfing óendanleikans.

302. Fyrir efnislega augað eru allar birtingarmyndir sýnilegar í hinum efnislega heimi; en vitund andans veit hvernig heimurinn hreyfist. Þess vegna tengir reynsla Agni Yoga og sköpunarmáttur andans hið sýnilega og hið ósýnilega.

303. Í hverri viðtöku manna blandast viðleitni og kosmískir kraftar að erfitt er að einangra staðbundna birtingu. Fyrir utan augljósar birtingar hefur mannkynið þurft að búa til tímamælingu, því án þróunarskrefanna getur mannkynið ekki staðsett sig í vexti sínum. Þannig mælir hver uppbygging vaxtarþrep í þróuninni.

304. Athafnir hafa mismunandi spennu. Andinn sem leitast til að kosmískra athafna sýnir alltaf kosmískar aðferðir. Aðferðir andans sem ýta undir aukna sjálfhverfu ýta ávallt undir það sem tefur þróunina. Þannig eru allar leiðir til athafna þandar af mannlegum fyrirætlunum. Plánetan okkar berst í kröftugri spennu og leiðir til athafna snúa þannig að karmískum áhrifum. Þess vegna stífla mannlegar athafnir sviðin með uppsöfnun.

305. Í verkum koma fram margskonar andlegar leitir. Sá sem leitar, sá sem afsalar sér, sá sem er fórnfús, sýnir þar með spennu sína; þá skilur andinn almannaheill. Sá sem heldur áfram í eigingirni staðfestir sínar eigin athafnir. Þannig er hringrás mannsins barátta að eilífu.

306. Mælikvarðinn á þjónustu við mannkynið knýr andann til viðleitni. Þegar andinn þekkir aðferðir til góðs, þá beinir hann meðvitað möguleikum sínum. Hringur andans umlykur áru mannsins með kröftugri viðleitni. En sjúk ára og ára umkringd herptum línum skapa slíka mettun í geimnum. Slíkar árur bregðast með tvíþættum hætti við þeim sem eru í kringum þær. Í skyldum árum vekja þeir aukna neikvæðni. Í andstæðum árum vekja þeir tvíþætta viðleitni: að berja myrkrið og þjóna hinu góða. En hlúð er að þessum veiku árur með útgeislun heilbrigðari ára. Hversu mikilvægt er að sjúk ára sé meðvituð um varnir sínar! Það er mikilvægast að gera sér grein fyrir þessu lögmáli. Framför þróunarinnar er í gegnum ljósið.

307. Ef hvorki er ummyndun né samfella í framförum í einhverri veru, hvernig geta menn þá útskýrt líf alheimsins? Lögmál um framlengingu er eitt og hið sama í öllu alheiminum og allar meginreglur fylgja sama lögmáli. Þess vegna verður hver lífsorka að vera í áframhaldandi tilveru. Þessar útvíkkanir eru í margskonar umbreytingum og hver andi sem hefur náð meðvitaðri viðleitni um lögmálið áttar sig á umfangi tíma og víðáttu.

308. Lengd slíkrar framlenginga er kölluð leið sýnilegrar tilveru. Þess vegna, þegar viðleitnin þenur andann, nær vitundin örugglega yfir alla kosmíska elda. Hver spennubylgja endurspeglar orkustöðvar Agni jógans. Leikur kosmísku orkunnar endurspeglast kröftuglega í orkustöðvunum. Þess vegna verður maður að gæta hjartans vandlega – sem er nákvæm vísbending. Þannig verður maður að vakta allar skynjanir. Maður verður að taka eftir öllu, því að allt er mikilvægt og allt hefur samræmi.

309. Þegar orkan kemst í snertingu við plánetuna er fjölbreytni komið á. Móttæki manna eflir skipulag forma. Aðeins mannleg snerting setur form inn í alheiminn. Þótt tilvist fegurðar hafi verið skipulögð af Vilja kosmosins, þá er það mannkynið sem þarf að staðfesta þann veruleikamátt. Andinn tileinkar sér og umbreytir - þannig verður maðurinn að hugsa. Hver bylgja kosmískrar orku hefur fyrirboða sína.

310. Þessar helgu bylgjur eru fluttar til andans sem meðtekur þær með næmni. Sköpunarmáttur andans er háður móttökunæmni. Móttaka er aðeins aðgengileg orkustöðvunum. Það getur verið móttaka að hluta; þá sannar andinn það með sérhæfni. Auðvitað er í sköpunarmættinum allt sem stefnir að umliggjandi samræmi, auk sérhæfni. Þannig er lífið smíðað! Þess vegna er hver staðbundin venja aðlöguð. Orkustöðvar Agni jógans tileinka sér kjarna allrar orku. Árangurinn er mikil. Sérhver ný vísindi verða að koma á sínum meginreglum áður en þau boðar heiminum þekkingu sína. Þess vegna fullyrði Ég að eldur orkustöðva Móður Agni Yoga er mikill árangur.

311. Sannarlega skapar hugsunarferli samsvörun við kosmíska auðlegð og þannig skapar hver hugsun mótaða skráningu. Hugarstöðvarnar eru háðar móttækni. Mannlegar þarfir móta greinilega þá stefnu sem mannkynið hefur tekið. Samsvörun er beinlínis komið á. Þess vegna krefst viðleitnin augljóslega auðkennis.

312. Í verkum Okkar samsvarar hugsun athöfn. Sköpunarmáttur andans staðfestir allar leiðir. Sannarlega gefur hugsun hvata til allra skapandi byrjanna. Þess vegna skapar hver hugsun Agni jógans úr fjarlægð.

313. Öflug víkkun vitundar leggur grunninn að öllum hugsunum. En skilja fávísu það þannig? Skilja afneitandi efnishyggjumenn það svona? Allt er í geimnum og hvert form lifir gegnum ótölulegar breytingar. Þess vegna veitir víkkun vitundarinnar manninum endurmótaðan skilning á geimnum. Þannig ber hver hugsun framvindu allra orku geimsins. Sköpunarmáttur andans tengir fræ sitt við kosmíska segulsviðið. Þannig er andinn öflugasta tjáning kosmíska segulsviðsins. Að leitast til óendanleikans mun veita skilning á sköpunarmætti Okkar.

314. Birting uppstigsins er órjúfanlega tengd við sköpunarmátt kosmískrar orku. Hin nýju vísindi Agni Yoga gefur þær aðferðir sem þarf til næmrar móttöku. Með þessum eldlegu vísindum mun geimurinn verða skilinn og eldformúlan þekkt. Þannig eru vísindi framtíðarinnar mótuð.

315. Athafnir mannsins sýna eiginleika af öllum gerðum og að beina allri viðleitni að þungamiðjunni. Þessar margvíslegu mannlegar athafnir eru þandar af ýmsum eigindum. Í þróuninni eru baráttan um fjársjóði geimsins skýrt skilgreind. Þannig er þroskastigið í höndum mannkynsins og hversu þróuninni seinkar, er einnig í höndum mannsins. Sannarlega skapa þessir tveir möguleikar spennu í athöfnum veraldarinnar. Eldberar og andstæðingar þróunarinnar takast á um þróunina. Því er framfarir mannkyns háðar því hvert þróunin leiðir.

316. Eldsþátturinn er svo öflugur að sköpunarmátturinn snýr að upptökum eldsins; og Heimsmóðirin beinir geislum sínum inn á svið Okkar. Aðeins aðferðir Okkar munu móta þróun jarðarinnar og munu ákvarða endurbygginguna. Þess vegna munu átökin um þróunina enda í sigri Okkar og hver steinn sem óvinurinn leggur í götu okkar mun verða þrep til sigursins. Þannig nýtum við sannarlega hverja hindrun. Sannarlega mikil sköpunarmáttur! Tara eldsins mun miðla nýjum vísindum til mannkynsins.

317. Tenging við kosmíska segulsviðið eflir viðleitni andans. Sköpunarmáttur mannsins gengur eftir farvegi viðleitninnar. Tilveran krefst skilnings á eiginleikum viðleitni. Þannig getur hver möguleiki aðeins birst með markmiði. Með markmiði sem grunn getur maðurinn skilið ástæðu tilverunnar. Efnið tekur á sig form með anda mannsins; þannig eru orsök og afleiðing ástæða tilverunnar.

318. Mótun markmiðs er mjög lærdómsrík. Ef mannkynið í leit sinni myndi sýna meiri vitneskju um þetta gæti jörðin okkar stigið nýtt skref. Mannkynið lifir áfram og heldur áfram í þessum skorti á markmiði og árangurinn margvíslegur og dekkir mannlegt svið. Tímabil jarðhræringa er í samræmi við uppsöfnun æðri sviða. Þjóðir sem eru sveipaðar skýjum skilningsleysis á kosmíska segulsviðinu munu þjást - við skulum muna það. Þess vegna sýnir sólarplexusinn, í beinni tengingu við kosmíska segulsviðið, margvísleg merki um truflun. Þekkingin á kaleiknum færir mjög oft örvæntingu. Reyndar er jörðin böðuð mannlegum tárum. Þannig þenur kosmosinn orkustöðvar Agni jógans; næma lífveran sýnir titring sem svarar. Þannig þjónum við alheiminum.

319. Vitundin og skilningur á veröldinni ræðst af stöðu andans. Hver andi skapar sinn eigin heim og fegurð eða ljótleiki veraldar hans er háð eiginleikum vitundarinnar. Því gefur skilningur á kosmískri orku andanum sköpunarmátt. En andinn sem afneitar kjarna kosmíska segulsviðsins er dæmdur í lén fáfræði. Maður getur sagt mannkyninu að veröldin sem það hefur skapað, sé veruleiki, en að heimur sannrar viðleitni býr í eldvitund og í óendanleikanum.

320. Heimar óendanleikans; staðfestir heimar; heimar samræmis; mörk heima; heimar ljóss og myrkurs - þannig skapar mannkynið og mótar athafnasviðið. Þannig birtist sköpunarmáttur mannkynsins. Hver hugsun sem ræðst inn í geiminn skapar form. Þessar hugsanir fylla heimana með kraftmiklum titringi sínum. Þannig skapar eldur andans sinn eigin heim. En andinn sem beygir sig fyrir ósvífni afneitunar skapar heim myrkurs. Þessir tveir þættir skapa baráttuna um geiminn. Logandi orkustöðvar skynja alla baráttuna; þess vegna bregst hver orkustöð við staðbundnum titringi.

321. Óbirt efnið er aðeins fært til lífsins með andanum. Aðeins formið gefur efninu birtingarmynd lífsins. En andinn verður að staðfesta þann skilning, að þó efnið fái að gjöf lífsbirtingu vegna andans, þá fer ferlið sjálft eftir eiginleikum eilífa eldsins. Hugsunin mótar athafnir en möguleiki andans skapar. Mannkyninu er því skipt eftir möguleikum andans.

322. Hver skapar þá með krafti andans? Handhafi eldsins, ákafur þjónn þróunarinnar, skapari mannanna, sá sem gefur alla sína elda til vaxtar mannkynsins. Mannkynið hlýtur að vera eins og þessir ljósberar í leit sinni.

Hvernig skapar Helgiveldið þá á jörðinni? Með því að lyfta öllu umhverfinu. Þannig eru öllum sviðum lyft upp af hreinum loga Helgiveldisins.

323. Lagskipting plánetunnar er grunnurinn að þeim áhrifum sem Karma ákvarðar. Í viðleitni í að nýta bestu kraftanna, mun mannkynið vefja sig með samsvarandi birtingarmyndum. Þess vegna, þar sem maðurinn gengur hægt í andlegri hækkun, er yfirlýst stig lagskiptingar að beita þrýstingi á jarðskorpuna. Jarðgufur þenjast og straumar jarðar eru mjög þungir. Þess vegna eru mjög margar truflanir á jarðneska sviðinu. Þannig staðfestast spádómarnir.

324. Þegar við sögðum að Agni jóginn skynjaði allar spennur, vísuðum Við þar með til hörmunganna. Allar umhleypingar koma fram í orkustöðvunum eins og bylgjur. Hver staðbundinn barátta spennir hverja orkustöð. Hver ör sem kemur frá Turnum Okkar gerir orkustöðvunum viðvart. Þess vegna er líkami Móður Agni Yoga undir miklu álagi. Mikill er staðbundna baráttan. Auðvitað hefur nálægð Okkar mikil áhrif og bylgjurnar bera vott um logandi spennuna.

325. Jarðlögin eru mjög spennuþrungin vegna þess að allar jarðneskar orkustöðvar skjálfa í viðleitni til umbreytinga. Hvert skref kosmískrar umbreytinga vekur spennu. Þannig svara bæði efni og andi. Andinn sem streymir inn í svið þróunar er undir aðdráttarafli kosmíska segulsviðsins. Hvernig er þá hægt að staðfesta anda sem ekki ber eldana? Hvert þróunarskeið er smíðað af kosmíska segulsviðinu. Aðeins þegar andinn getur byggt uppsöfnun kaleiksins getur hann orðið samstarfsmaður kosmíska segulsviðsins. Öll viðleitni til að fara út fyrir mörk hins venjulega lýtur að uppbyggingu. Eftir að hafa stigið út fyrir jarðsviðið skilur andinn þarfir jarðarinnar. Þannig mun andinn sannarlega átta sig á hinu óendanlega.

326. Lögmál viðleitninnar ber allar staðfestingar. Viðleitni til hins góða nýtir allar æðri leiðir, en reiðin, sem er í andstöðu við kosmíska segulsviðið, notar grynnstu leiðirnar. Þess vegna styrkjast myrkraöflin í kosmosinum af neðri sviðunum. Á afgerandi stundu umbreytinga er sköpunarmáttur þjóða skýrt tjáður og kosmosinn þenur krafta ljóssins til sigurs. Þannig sigra ljósstraumarnir í endalausum kosmískum athöfnum.

327. Sviðsmyndirnar í kringum þjóðirnar tákna eiginleika lagskiptingarinnar. Andi þjóðar segir alltaf til um efni framtíðarinnar. Karma áhrifanna titrar í hverri þjóð; þess vegna, á meðan fólkið leitast svo ákaft að sannleikanum, komast aðeins hinir útvöldu áfram eftir leið sinni. Hugmyndin um sannleikann er brengluð umfram allt. Þess vegna, þegar Við segjum sannleikann, köllum Við til leikni fíngerðrar orku og til kosmíska segulsviðsins. Maður getur séð tíðni hverrar þjóðar. Sannasti vísirinn er hugsun þjóðar. Viðleitni hennar gefur vitneskju um það. Þannig byggir þjóðarsálin þrepin.

328. Maður getur fullyrt að Agni jóginn þjáist ekki eingöngu af líkamlegum verkjum. Allir líkamlegir verkir, en sem sýna fram á nærveru fíngerðrar orku, eru kallaðir eldlegir; þess vegna vekur hver spenna heilaga sársauka. Næmi aðlögunar er svo öflug að maður verður aðallega að forðast álag.

329. Veröld sem andinn lifir í er tjáning á eigin viðleitni. Andinn sem skynjar áleitna strauma sína verður að leitast við að ganga braut kosmíska segulsviðsins. En er sköpunarmáttur sviða þess staðfestur af mannkyninu? Hver andi sem leitast við að tengja sig kosmíska segulsviðinu mun finna sína eigin sköpun birtast. En andinn sem er hneigður til sjálfselsku skapar dauðadæmdan heim. Þessir heimar metta rýmið og saman mynda þeir truflun. Í kosmosinum er allt tengt og af þessum sökum ber mannkynið ábyrgðina fyrir hvert skapað svið. Þannig eru kosmísku sviðin sköpuð.

330. Ótrúlega fagur skapandi heimur sem Agni jógi byggir í kringum sig! Sviðin eru sannarlega mettuð lifandi hugsunareldi. Þegar hugsunin spennir sviðin óma staðbundnu eldarnir. Þessar hugsanir eru eins og stingandi ómur! Birtingarmynd hugsunar setur upp titring í geimnum. Þess vegna er skapandi hvati Okkar eldheit hugsun.

331. Þegar heimurinn er í upplausn, hvernig er þá mögulegt að átta sig ekki á kosmísku umbreytingunni? Þegar veröldin er til fyrir þróunina, hvernig er þá ekki mögulegt að vinna sannri uppbyggingu? Í hinni miklu uppbyggingu er allt fyrirfram ákveðið að endurvinnslu og aðal áhyggjuefni mannkynsins ætti að vera gæði framlags þess. Þess vegna, þegar Við eflum alla skapandi hvata, hvernig er þá mögulegt að þekkja ekki uppbyggingu kosmosins? Fegurð tilverunnar felst í skilningi á allri fínni orku. Í þessu felst öll endalaus sköpun.

332. Þegar heimurinn er í umróti laðast fíngerð orka að plánetunni. Þess vegna verður mannkynið að átta sig á því að þetta er stund niðurbrots og breytinga og að nýja dögun ber við sjóndeildarhringinn. Sköpunarkraftur kosmosins er stöðugur og stöðugt er verið að skipta út hinu úrelta fyrir nýtt. Þegar gamlar hugmyndir um þróun heimsins eru úreltar, kviknar dögun eldanna. Sannarlega er tímabilið logandi og Agni Yoga tekur sæti kraftanna sem víkja. Þannig kveikjum Við nýja dögun og bylgjur kosmískrar uppbyggingar er kröftugastar. Allar orkustöðvarnar titra, óma við kosmísku endurreisnina. Það er mikil dögun og mannkynið getur fundið leið þróunarinnar. Þannig mun ljós eldanna Okkar veita mannkyninu nýjan hvata. Já já já! Ég fullyrði það!

333. Svo mikið hefur verið staðfest af drottnunum varðandi framtíð mannkynsins; en andinn veltir lítið fyrir sér vandamálum tilverunnar og fortíðin býr mannkynið undir erfiðleika. Sköpunarkraftur fer eftir samsetningu orkunnar. Framtíðin staðfestist einnig þannig. Margt hefur manninum verið sagt um ætlaðan sköpunarkraft og um hið fyrirskipaða. Maðurinn verður að átta sig á þessum örlögum. Staðfest lögmál Okkar benda til hvatvísra þátta í ferlinu og menn ættu að gera sér grein fyrir að framtíðin er afleiðing fortíðar. Þannig að viðleitni andans við karmískum afleiðingum gefur af sér forspá framtíðarinnar.

334. Þeir sem hafa skilið fræðslu Okkar verða að fara varlega í að ákvarða eigin gerðir. Björt framtíð er að verða til undir skjöldum okkar. Maður getur ekki öðlast neitt nema með hreinni leit, en fjötrar sjálfselskunnar umlykja fræðsluna misskilningi. Þess vegna er mjög mikilvægt að skilja eðli þeirrar viðleitni sem birtist. Sannarlega munu víðtækir möguleikarnir skila víðtækum skilningi. Ég fullyrði það.

335. Viðleitni til kosmíska segulsviðsins hefur mikil áhrif á mótun framtíðar. Þegar afleiðingar viðleitni koma fram myndar hvert skref þeirra sitt eigið form. Keðja tímabila mótast af fyrri leiðum. Þannig að þekkja nútíðina getur maður sagt fyrir um framtíðina. Maður getur sagt fyrir um hvern segultitring sem viðleitni þjóða framkallar. Rannsókn á orsökum mun skila ákveðnum niðurstöðum. Leyfum því hverri þjóð að rekja eigindir viðleitni og væntinga sinna. Besti vísirinn er andlegar framfarir. Þannig, að með endalausri viðleitni, er komið á öflugri framþróun.

336. Skortur á samræmi milli krafta knýr fram sprengingar í kosmosins. Er slíkur skortur á samhæfingu milli orku andans og hugsunar? Hver hugsun lifir gegnum hvata sínu. Hver hugsun lifir gegnum eiginleika sína. Kosmískir kraftar knýja viðleitnina til athafna. Mannleg hugsun skapast aðeins með upplyftingu hjartans. Orðið sem hjartað meðtekur ekki, getur ekki skapað. Þannig að án samræmi milli orðs og hjarta leiðir aðeins til átaka í geimnum.

337. Reyndar metum við einlægni umfram allt. Orðið sem hefur ekki staðfestingu hjartans er ógilt. Aðeins möguleikar andans geta veitt sköpunarmættinum kraft. Þannig er hver hugsun sem nær ekki þessum undraverða eldi svipt lífi. Þess vegna dáum Við hverja einustu hugsun sem hjartað magnar.

338. Í skilningi á samhæfingu krafta felst kosmískur sköpunarmáttur. Þess vegna er svo mikilvægt að leitast við samhæfingu. Allt kosmíska valdið felst í þessu lögmáli. Beiting hærri skilnings á kosmískri samhæfingu mun leiða andann. Þegar andinn knýr á frelsi sitt fer stefnan eftir vali á leiðum. Þannig er samhæfing andans og kosmosins efld með möguleika fræsins. Skortur á jafnvægi andans er mjög eyðileggjandi, því hver og einn sem nálgast Okkur ber sitt karma. Þannig er sköpunarmættinum beint af andanum inn í val á kosmískum straumi.

339. Örlögin eru uppfyllt af plánetunni og þrár mannkyns smjúga inn í geiminn. Þess vegna, með því að fylgja fræðslu Okkar, eru mörg ákveðin svör gefin fyrir þróun mannkyns. Með því að samþykkja fræðsluna í bókstaflegum skilningi stígur andinn ekki upp.

340. Þegar orku er umbreytt eru margvísleg öfl þanin til athafna. Við umbreytingu á þjóð kemur allt vogarafl við sögu. Sköpunarmátturinn, sem leiðir til kosmíska segulsviðsins, er þanin af eflingu ljóssins. En þegar straumur myrkraafla dregur til eyðingar, koma öll kosmísk öfl til athafna. Sýnileg spenna birtir aðeins sýnilegar athafnir. Ósýnileg spenna vinnur ósýnilega. Þannig hefur hver óbilandi viðleitni sín svið athafna og umbreytingar þjóðar styrkjast eftir tveimur leiðum.

341. Vissulega getur þjóð sem villst hefur af leið sinni ekki fundið rétta athafnaleið. Vissulega er þjóð sem notar efnislegar aðferðir verið ómeðvituð um æðri birtingarmyndir. Drukknandi þjóð berst af krafti fyrir lífinu. Það er af þessum sökum sem Við erum undir slíku álagi; voldugasti straumurinn verður til í mestu spennunni. Af því sköpum Við og óvinirnir skynja nálægð okkar.

342. Að metta geiminn með birtingum andans er meðvituð viðleitni. Þegar hugsun manna gengur út fyrir mörk hinnar efnislegu jarðar, er það framlag viðurkennd gjöf til mannkynsins úr geimnum. Sérhver hugsun sem knúin er út í geiminn þýðir háleitara afrek. Í viðleitni hugsunar felst nýtt afrek í staðbundnar skrár. Hver útvíkkuð hugsun ber andann á tind geimsins. Þannig getur sá andi sem þekkir flugið út fyrir mörk jarðar gert sér grein fyrir sköpunarmætti óendanleikans.

343. Reynslan sem andinn kemur með handan marka jarðarinnar er sá hlekkur sem sameinar andann við æðri heima. Hver slík reynsla kemur fram í meðvitaðri viðleitni andans. Eldberi beinir mannkyninu til skilnings á sköpunarmætti andans. Þannig gefur tilraun Móður Agni Yoga mannkyninu nýjan hvata.

344. Tenging við kosmíska segulsviðið getur opinberað andanum allar leiðir að almannaheill. Hvert getur andinn gengið þegar hann veit ekki hvert á að stefna? Með hverju getur andinn róað hugann? Hvernig getur andinn tengt sig æðri heimum? Allir kosmískir kraftar geta fyllt andann skilningi hvert skuli gengið. Aðeins kosmíski mátturinn gefur manninum meðvitaða viðleitni. Þegar andinn hefur gert sér grein fyrir gangi kosmíska segulsviðið getur hann valið leið sína. Þess vegna leiðbeinir næm móttaka andanum örugglega að kosmíska segulsviðinu.

345. Við byggjum nýja möguleika á móttökunæmni. Sköpunaröflin eru sérstaklega öflug þegar þau eru þanin af næmri móttöku. Aðeins þegar næmir strengir móttökunnar óma geta menn leitast til kosmíska segulsviðsins; aðeins þá getur andinn haldið á öllum þráðum til sköpunar. Tenging við kosmíska segulsviðið hefur knúið alla drottna til hinnar miklu fórnfúsu afreka. Það er þess vegna sem við metum svo mikið hjartað sem skynjar gang kosmíska segulsviðið.

346. Þegar mannkynið tapar öllum þráðum móttökunæmninnar, þarf að beita logandi leiðum: logasverð hreinsunar, logasverð endurmótunar, logasverð nýrrar viðleitni, logasverð nýrrar orku. Öll eldspennan mun gefa mannkyninu sköpunarmátt eldlegrar mettunar. Þegar samvinna er um vígða kosmíska möguleika færir logsverðið mannkyninu fyrirskipaða möguleika. Þegar kosmíski sköpunarmátturinn er þannig vígður mun öll orka vera til reiðu. Það er afgerandi augnablik og sem lyftir vitund mannsins. Þannig mettast mannleg hugsun óendanleikanum

347. Þegar samstarf er við kosmísku öflin, veitir móttökunæmnin sameiningu við birtingarmyndir alheimsins. Staðbundni eldurinn getur veitt andanum skapandi spennu sem staðfestir þetta samræmi. Þar sem andi Agni jógans skynjar allar truflanir, opnar samvinnan honum allar leiðir til þekkingar. Þannig óma allir kosmískir kraftar í sólplexusnum. Fínleikinn ákvarðar gæði hverrar móttöku. Öll þróunin er byggð á þessu lögmáli.

348. Hugsun hefur ákveðna þýðingu sem hvati sköpunarmáttar. Fjölbreytni kosmosins magnast með hærri hugsunum. Aðeins þegar viðleitni til hugsunar er veruleiki er hægt að skilja fínlega eiginleika orkunnar. Þar sem mannkynið talar mikið um hugsun verður vissulega þýðing hugsunar að vera meðvitað form sem snertir sköpunarmátt kosmosins. Í sköpunarmætti kosmosins birtist hver hugsun sem hreyfing. Í mannlegum sköpunarmætti er hugsun hreyfiafl hvers skrefs, í smáum sem stórum. Merking hugsunar er mikilvægust!

349. Hreinar hugsanir bera mann sem á vængjum; dökkar hugsanir hylja sýn eins og flokkur svartra hrafna. Andinn verður að átta sig á þessu. Andinn verður að fordæma myrkar hugsanir sínar. Aðeins hrein leitandi hugsun mun staðfesta árangur. Þess vegna verður hver og einn sem hefur fylgt fræðslunni að styrkjast í mikilvægi hugsunar. Sannarlega segi Ég að öll hugarleit er flug andans.

350. Vitundarvíkkun liggur í sköpunarhvötinni. Þegar kosmosinn dregur hugann að meðvitaðri samvinnu, þá er leitinni svarað. Þess vegna getur andinn sem gætir sköpunarmáttar síns og knýr til meðvitaðrar samvinnu, aukið alla elda. Hve mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að hver hugsun hefur áhrif á lífið! Ekki með orðum heldur með hugsunum hreyfum við heiminn. Þannig getur hver hugsun hjálpað kosmísku orkunni.

351. Vissulega mun skapandi hugsun endurnýja heiminn. Sá sem hefur hugsun á valdi sínu skapar þróun. Þannig getum Við fært vitund manna til framfara. Við sköpum með hugsun.

Mannkynið verður sannarlega að átta sig á mikilvægi hugsunar! Fræðslan verður sannarlega að meðtaka með næmum hugsunum! Hver leitandi hugsun getur hvatt andann til afreka. Þess vegna metum við svo mikils hæfni til að móta hugsanir sínar. Hver mikil hugsun er tengd keðju Helgiveldisins. Þannig er þróun mótuð.

352. Hver skynjun á kosmísku orkunni veitir hvata til samfélags við kosmíska eldinn. Þegar orkustöðvar jarðnesks elds eru virkar er óhjákvæmileg spenna í staðbundnu eldunum. Þegar kosmosinn er þanin eru engir kraftar óvirkir. Eldfjöllin eru að verða virk og þau vekja mannlega spennu. Þegar mannkynið spennist vegna skapandi elds umbreytinga styrkist leitandi flug Okkar af kosmíska segulsviðinu. Þess vegna getur andinn sem þekkir tíma og gang kosmíska segulsviðsins skynjað eldvirkni efnislegu og andlegu sviðanna.

353. Óvinirnir eru hræddir við þessa eldvirkni. Eldfjöll andans eru virk og eðlishvöt óvinanna leiðir þá til að greina eldberanna. Aðeins eldur Okkar Turna getur sigrað. Eldfjöllin starfa og vígi óvinanna er eytt.

354. Straumarnir eru þandir í kosmosinum fyrir upplyftingu. Hver kosmísk bylgja kemur með orku sína. Andi plánetunnar er þanin í tengslum við kosmísku kraftanna; þannig herða strengir hvers kosmísks straums andann. Við umbreytingu kosmísku kraftanna eru hvatar kosmísku eldanna þandir. Þannig svarar hver strengur andans straumi kosmíska eldsins.

355. Hvaða máttur felst í mótun hugsunar! Allur sköpunarmáttur mannsins fer í mótun hugsunar. Maður getur fullyrt að viðleitni til meðvitaðrar hugsanamótunar beri í sér lífið. Aðeins þekkingin sem stafar af hreinni viðleitni gefur hugsun sköpunarmátt. Þess vegna leiðir öll þokukennd hugsun til samsvarandi myndunar. Þessir gallar andans eru svo götóttir og verndarnetið þjáist mikið af þessum stungugötum! Samstarfsmenn Okkar verða að læra að hugsa án slíkra nálagata.

356. Hvað felst í sköpunarmætti hjartans! Hægt er að losa um alla kosmíska spennu með ljósberandi geisla. Hvernig getur maður eytt fljúgandi ör? Aðeins með eldingu ljósgeisla. Þess vegna verður elding ljósgeislans að komast inn að öllum erfiðleikum sem upp koma. Það verður að lýsa upp öll myrku hornin þar sem fáfræðin leynist. Allt sem reist er á vanþekkingu og ágreiningi ætti að eyða, því það stuðlar ekki að uppbyggingu. Þegar Við byggjum sköpum Við með hreinni viðleitni. Allar skaðlegar uppsafnanir sem mannkynið er ókunnugt um, eru þróunarhindranir. Því mun elding ljósgeislans lýsa upp öll myrku hornin.

357. Mótun hugsunar getur skapað keðju betri áhrifa. Aðeins viðleitin getur mótað hugsun. Hvernig er hægt að þekkja uppbyggingu heimsins? Aðeins með mótaðri hugsun sem varpað er upp á æðri sviðin. Ef mannkynið myndi hugleiða aðlögun að æðri byggingu, hversu auðveldlega gæti það öðlast aukna getu! Þannig að viðurkenning á að öll mikilvæg lögmál séu til staðar á öllum sviðunum mun vekja hugarmótun.

358. Kosmísk lögmál kalla á mannkynið um að fara eftir þeim. Jarðnesk lögmál hafa brenglast af mannkyninu. Æðri lögmálin eru upplýst af anda og hjarta Arhats. Geimurinn er háður þessum tveimur ólíku hugmyndum. En kjarni kosmískrar tilveru boðar að í alheiminum hafi allt sína samfellu, upp og inn í fegurð óendanleikans.

359. Þanin sálræn hugsun, samhliða næmum tilfinningum, gefur hæsta sköpunarmáttinn. Sköpunarmáttur fágaðra tilfinninga er knúin áfram af fíngerðri orku. Aðeins þegar hugsunin er knúin rétt inn á æðri sviðin skapar þessi viðleitni skapandi spennu. Næmar tilfinningar og skynjanir eru skyldar hinum spennta eldleitanda. Kosmísk hugsun getur farið inn í sálrænt fágaða vitund. Skilningur á mismun fíngerðra og grófra beitingu mun marka fyrsta skrefið í framförum mannkynsins. Þannig að á leiðinni að Turnunum verður maður að huga að fáguðum sálarhugsunum.

360. Næmni er nauðsynleg til að skilja fræðarann. Að átta sig á því að í innblæstri hærri skilnings frá fræðara í anda lærisveinsins felast framfarir lærisveinsins. Sköpunarhæfni andans rís aðeins ef hugsunin rís. Tengslin milli fræðarans og lærisveinsins myndast með andlegri viðleitni. Sannarlega, hver mun lyfta anda lærisveinsins ef ekki fræðari hans? Aðeins það hærra getur lyft því lægra. Án þessa skilnings er ómögulegt að þroskast. Við skulum því ljúka með því að leggja áherslu á móttökunæmnina.

361. Allar sálrænar lífverur tileinka sér kosmíska strauma. Þegar hugsun tengist við æðri sviðin er hún gegnsýrð straumum staðbundins elds. Þannig, þegar jarðneska sviðið er mettað straumum Okkar, er logandi spennan staðfest. Skynjun sálnæmra lífvera er mjög frábrugðin skynjun grófra lífvera. Þess vegna getur aðeins næm móttaka brugðist við hærri straumum.

362. Sannarlega, aðeins með næmri móttækni getur maður skynjað óskir Okkar. Aðeins Agni jógi í næmni sinni þekkir hvernig á að ná árangri. Sannarlega er allt aðgengilegt fyrir æðri Agni jóga!

363. Næmni orkustöðvanna mótar næmni sköpunarmáttarins. Allir skapandi hvatar fíngerðra skynjana koma fram í fínleika formsins. Þess vegna verður mannkynið að þroska fíngerðar skynjanir sínar. Öll fögur form kosmosins eru byggð á fíngerðum skynjunum. Allar fágaðar skynjanir skapa fáguð form. Í óendanleikanum getur mannkynið betrumbætt skynjanir sínar.

364. Kosmískur skynjunarmáttur mettar geiminn. Aðeins þegar aðlöðun verkar á næma móttöku verður árangur. Þess vegna, þegar kosmísk samsetning er knúin til samruna, er það næmnin sem skapar. Þannig skapar kosmosinn stöðugt næmari lífverur.

365. Næmni skynjunar sameinar allt mannkyn á æðri sviðum. Þessi meginregla sameinar fræðarann og nemann. Þannig að næmi er höfuðgæði nemans. Næmni andans gefur skarpleika skynjunar. Þannig, með því að beita næmi hjartans, getur maður náð hæstri viðleitni.

366. Þegar kraftarnir staðfesta nýjan farveg, þá er spennan mikil. Hver sókn dregur að sér nýja möguleika. Í kosmískri viðleitni raskast umfang birtinga í kosmosinum; það eru því þess vegna sem athafnir manna eru óstöðugar og löndum er eytt. En kosmíski sköpunarmátturinn getur haldið jafnvæginu í umbreytingum. Öflugt og kraftmikið er umbreytingartímabilið!

367. Sannarlega mikið skref! Sannarlega blaktir borðinn kröftuglega. Sannarlega, þegar heimurinn er í umróti, styrkjum við krafta hærri leiðanna. En vörn andstöðunnar notar lægstu ráðin. Þess vegna eru öflugustu möguleikarnir dregnir fram. Þess vegna er andstæð aðferð, Tactica Adversa, okkar mælikvarði.

368. Allur kraftur andans felst í kosmískum skilningi. Allar aðferðirnar sem notaðar eru verða að vera í samræmi við hærri skilning. Með kosmískum skilningi finnur andinn sköpunarmáttinn. Aðeins athafnir með fegurð eru aðferðir lífsins. Þannig er hægt að fullyrða að sköpun betri þróunarskrefa er með fegurð. Andinn verður að fara eftir þessari miklu meginreglu.

369. Þegar sköpunarmáttur kosmosins er þaninn er öllum kröftum beint í aukna uppbyggingu. Þess vegna verður að efla hvern kraft að nýrri uppbyggingu. Sköpunarmáttur sem nær nýrri tengingu vinnur í gegnum eflingu ljóssins. Staðbundni eldurinn setur öll sviðin undir álag. Andi mannkyns er samofinn kosmosinum að svo miklu leyti að tilfinningar styrkjast með sömu öflunum. Þannig, í takmarkalausum sköpunarmætti, getur maður eflt geiminn með næmri viðleitni.

370. Hugsun kemst inn á öll svið og festir þar áletrun sín. Það er sköpunargeta í því að festa nýjar birtingar í vitundina. Sérhver orka hefur sköpunarmátt. Fíngerðasta vitundin hefur bestu móttækni. Öflugasta viðleitnin festir áletrun hugsunar sinnar. Skapandi kraftur er staðfestur af orkustöðvunum sem búa yfir næmri móttöku. Hver fíngerð orka endurspeglast í sköpunarmætti andans. Hugsun skapar og hún staðfestir hverja áletrun! Þannig skapa drottnarnir. Á sama hátt skapar Agni jóginn. Ef mannkynið myndi skilja hve máttugur sköpunarhvati hugsunarinnar er, þá myndi öllum hugsunum sem myndast, verða varið í sameiginlegan góðvilja. Þannig skapar hver perla andans betri möguleika.

371. Orkan sem eyðir spennu kosmískra afla er mjög fíngerður máttur sem byggir upp nýja möguleika. Sköpunarkrafturinn felst í umbreytingu gamalla hauga. Aðeins þegar eyðingarmáttur víkur fyrir öðrum kröftugum hvötum er hægt að fullyrða um kosmísku umbreytinguna. Hvetjandi sköpunarmáttur segulsviðsins er hægt að skilgreina sem anda breytinganna. Aðeins þannig getur maður byggt kosmísk skref. Komandi þróunarhreyfing heldur áfram með umbreytingum. Þannig er lífið byggt upp með drifafli kosmíska segulkraftsins. Endalaus er kosmískur sköpunarmátturinn!

372. Hvert aukið afl fær sína andstöðu. Hvert aukið afl hefur sinn tilgang. Brýrnar sem styrktar eru af andstæðingum eru besta hækkunin. Aðeins þegar allir andstæðingar eru þandir í andstöðu er hægt að koma stærstu áætlunum í framkvæmd í lífinu. Þannig á hver grunnur að nýta sér andstæðu aðferðirnar, Tactica Adversa.

373. Samræmd áætlun kosmosins er mettuð af ýmsum straumum. Þessir straumar leita sambands við andann. Aðeins lítið brot þessara strauma hefur mannkynið tileinkað sér og farvegur mikilvægustu athafna er straumurinn sem mótaður er af fíngerðustu söfnuninni. Aðeins þar sem er samræmi, er hægt að auka þensluna. Aðeins þar sem staðbundinn eldur getur endurómað fíngerðum samhljómum er hægt að koma á kosmísku samræmi. Þess vegna kemur þróunarskref inn í lífinu með næmri móttöku.

374. Staðbundni eldurinn er aðlagaður orkustöðvum Agni jógans. Mikil er tilraunin þegar fíngerðir straumar eru aðlagaðir. Hver getur sent fíngerða strauma til mannkynsins? Aðeins Agni jógi í gegnum háa hugsun hans. Ef eðlishvöt hefur þróast í tilfinningar meðan á þróuninni stendur, þá mun fágun leiða til beinnar þekkingar, innsæis. Hver fáguð tilfinning þýðir snertingu við staðbundna eldinn. Þess vegna miðlar aðeins hæsti Agni jógi mannkyninu fíngerðustu orkunni. Öll þróunin er byggð á fágun.

375. Því fleiri árásir sem verða, því fleiri möguleikar verða. Í kosmískri sköpun er jafnvæginu viðhaldið með þróun nýrra möguleika. Orkan sem myndar öflugan straum þenur alla hvata. Aðeins kraftur kosmískra umbreytinga getur fært ný öfl í spennuna. Kraftur umbreytinga er svo mikill að þessir framknúnu kraftar metta viðleitnina. Þannig styrkist samræmd röð kosmískrar sköpunar með kosmískri umbreytingu.

376. Hver hugsun sem gefin er mannkyninu er til athafna. Annars af hverju að metta geiminn? Skortur á athöfnum flækir sköpunina. Hver hugsun sem gefin er fyrir hækkun vitundar verður að komast til athafnar. Hinn mikli Andi er skapari og hver hugsun verður að komast inn í lífið. Mikilvægasta athöfnin er hugarbeiting mikilla skapara. Þess vegna, þegar mannkynið skilur beitingu hugsunar, verður hægt að staðfesta að allar meginreglur æðri sviða séu komnar inn í lífið. Þannig er birting umbreytinga í samræmi við beitingu hugsunar í lífinu. Aðeins að leitast til mikilvægra athafna skilar umbreytingum. Þannig er þróunarsporið byggt af hugsun skapara og mikilvægri beitingu þess.

377. Falleg er hugsunin um bræðralag á jörðu. Hver ögun andans framkallar viðleitni. Aðeins viljinn getur veitt andanum aga. En þegar hugsunin flakkar og fellur í sjálfselsku, þá er sannarlega enginn farvegur fyrir raunverulega mikilvæga athöfn. Sérhver beitt hugsun mun færa andanum vöxt. Þannig stuðlar hver beitt hugsun að aukinni vitund.

378. Þegar mikið verk er mótað, verður hver aðferð að vera í samræmi við það. Þegar ytri myndin er mótuð hverfulli viðleitni, þá endist sköpunarmátturinn vissulega ekki. En þegar hver aðferð innri eldsins glóir þá endist uppbyggingin. Þess vegna er hægt að staðfesta árangur þegar kraftur andans lýsir verkið. Í kosmosinum er mikilvæg athöfn efld með hvata innri eldsins. Sérhver orka flyst með þessum möguleika. Sérhver mikilvæg athöfn er flutt af eldlegum anda. Að gera sér grein fyrir þessari meginreglu getur stuðlað að þróun hugsunarinnar; þess vegna, þegar viðleitni eykur sköpunarkraftinn, laðar hann að fíngerða orku.

379. Reyndar metum við framar öllu mótun sem byggir á æðra samræmi. Auðvitað verður hver fíngerð aðlöguð hugsun sem grunnur að viðkvæmri athöfn. Sköpunarmáttur fegurðar er byggir á þessari meginreglu og samræmingarkraftur er þannig staðfestur. Aðeins í einingu er hægt að skapa voldug verk.

380. Þegar mikið verk er byggt hefur hver þáttur þess sína þýðingu. Hvert skref í þróun heimsins er í samræmi. Það er rétt að segja að mannkynið byggi kosmísk skref sín í viðleitni sinni og aðlögunum. Mannkynið tekur annaðhvort á móti eða sleppir hinum birtu kröftum. Einmitt, þjónusta þess við hið góða gefur mannkyninu ris sitt. Þegar tilbeiðsla manna er takmarkalaus, er hægt að staðfesta kosmíska samhæfingu. Hversu dásamlegt er að átta sig á sambandinu við kosmosinn! Hversu fögur er bygging kosmískrar þróunar!

381. Þegar andinn skilur að þjónusta við kosmosinn er að koma æðri gildum inn í lífið, lyftir hann sínu besta. Ómarkviss tilvera er afleiðing af dvala allra æðri orkustöðvanna. Þegar hugsun mikils anda vekur vitundina til meiri skilningi á þjónustu, er hægt að staðfesta að kosmísk viðleitni sé veitt mannkyninu. Þess vegna er mikilvægast að hugsunin um þjónustu gegnsýri mannkynið. Sendiboðar æðri hugsana til þroska staðfesta vilja Okkar. Þannig er komið á æðra kosmísku samstarfi. Þannig berum Við kosmíska þjónustu saman.

382. Hugmynd mannkynsins um Alheimsveruna er svo frábrugðin Alheimskjarnanum að endurskoða þarf allar skilgreiningar. Þegar merking Tilverunnar er mettuð skilningi á Alnánd og Alsamruna, þá sannarlega gerir kosmosinn ráð fyrir logandi ímynd. En ef hver orka er einangruð í skilningi manna, þá eru fullyrðingar um lífið vissulega í samræmi við það. Lögmál samtenginga ræður mannlegri tilveru. Þannig ræður vitundarstigið eiginleikum þróunarstigsins, því andinn sjálfur og viðleitni hans eru undirstöður tilverunnar.

383. Þegar merking Tilverunnar er mettuð skilningi á Alnánd og Alsamruna, þá gerir kosmosinn sannarlega ráð fyrir logandi ímynd. Þess vegna er leitandi hugsun Agni jógans ávallt í tengslum við eldflauminn. Sérhver hugsun Agni jógans ber með sér logandi viðleitni og greypir í staðbundna skrá. Þess vegna gefur sköpunarmáttur hugsunar kröftugan hvata til þróunar.

384. Kosmíska spennan kemur fram í drifkrafti allrar orku á öllum sviðum. Þess vegna getur aðskilnaður efnislega og andlegra heima ekki leitt til skilnings á hærri samhæfingu. Aðeins þegar samhæfingarþátturinn er staðfestur í vitundinni er hægt að leitast við að tileinka sér æðri orkuna. Samhæfing setur manninn í tengingu við birtingu kosmísku eldanna. Samhæfingarþátturinn knýr andann til hærri skilnings. Þess vegna veitir skilningur á alheimsorkunni andanum þekkingu á eigin efni. Þegar andinn meðtekur hærri hvatirnar má segja að hann skapi með kosmosinum.

385. Hver færir þá þessa æðri orku til mannkynsins? Fínleiki og viðleitni bera í sjálfu sér kosmíska samhæfingu. Þessir eldberar miðla næmni og þekkingu til mannkynsins. Allt þetta hefur skapast með boðberum hugsunarinnar. Þegar eldarnir metta geiminn sendir vörn andans fram sköpunareldinn. Þannig er hvert tímabil mótað. Þannig mun tímabil Agni Yoga berast inn í lífið.

386. Í endurreisn heimsins er hver orka aðlöguð af kosmíska flæðinu. Aðeins þegar hugsun manna er gripin af ákveðnum straumi er hægt að skilgreina kosmísk áhrif. Þannig er hver viðleitni manna mettuð af mannlegu flæði og hver skapandi orka laðast að kosmíska segulsviðinu. Þess vegna mettar meðvitaður máttur viðleitni manna. Þannig mótar mannkynið göngu sína inn í óendanleikann.

387. Hugmynd mannkynsins um heiminn er nokkuð langt frá því sanna. Aðeins þegar skilningurinn samsvarar kosmískum sannindum má búast við réttri viðleitni. Takmörkun vitundar er hellir andans; í henni er að finna fullkomna útilokun á bestu möguleikunum. Þess vegna, þegar vitundin er takmörkuð af hinum sýnilega heimi einum, eru engin tengsl við kosmosinn. Aðeins sú vitund sem umfaðmar heiminn með miklum athöfnum getur orðið sannur samstarfsmaður kosmosins. Lögmál orsaka og afleiðinga er svo öflugt að mannkynið verður að beita skilningi á lögmál samhæfingar. Það er venja að líta svo á að tíminn leiði mannkynið, en þennan skilning verður að víkka. Við segjum að drifkraftur athafna tímans hafi kosmískar afleiðingar. Þannig skapast óendanleikinn!

388. Mettun geimsins af hærri viðleitni er mesti hvati sköpunarmáttarins. Ekkert getur svo þanið og umbreytt vitundinni eins og öflug hugsun! Mótun grunnlögmála er og fer eftir hvata hugsunar. Þú hefur réttilega bent á að hver vandaður hugsuður skilgreini tímabil sitt í samræmi við vitund sína. Tímabil er hægt að skilgreina eftir hugsanaviðleitni þess. Með því er hægt að leiðbeina nýju kynslóðinni. Hæfileikinn til að skilgreina hvata hugsanna og afleiðinga hennar getur leitt til aukinnar vitundar.

389. Þegar hreyfing kosmískrar spennu dregur framknúna krafta inn á brautir sínar getur ekkert fjarlægt þá frá þessum straumum. Hringiða getur bæði dregið til sín og kastað út. Þannig getur aðeins látlaus straumur byggt upp kosmískan sköpunarmátt. Aðeins líkur kraftur getur dregið til sín það sem líkt er. Þess vegna, þegar sköpunarmátturinn dregur orku inn á braut sína, halda hringiðurnar eiginleikum sínum samkvæmt því. Í tilfærslu andlegrar spennu á sama ferli sér stað. Þess vegna getur hver orka dregið til sín sterkan sköpunarmátt.

390. Andlega þenslan lýtur lögmáli auðkennis. Hringiður stjórna allri andlegri viðleitni. Þess vegna, þegar andinn er þanin til umbreytinga, getur ekkert stöðvað það. Skaparar slíkra hringiða metta geiminn og draga kosmískar hugsanir inn á brautir sínar. Þess vegna er hver hugsun Agni jóga hringiða; og logi andans magnast af hinum leitandi Agni jóga. Þannig skapar hver leitandi hugsun nýja braut og þenslan er skynjuð af orkustöðvum hins logandi anda.

391. Kosmísk vitundin endurspeglast í allri heimsmyndun. Aðeins mannkynið er takmarkað af vangetu til að viðurkenna heilindi tilverunnar. Allt tengist hvert öðru í alheiminum. Lífshringrásir lifa í endalausu hringferli alheimsins. Kosmíski geislinn er í öllum geimnum. Aðeins geisli mannsins takmarkast við sín svið. Í stað þess að endurspegla í anda sínum alla hina augljósu tilveru, grefur mannkynið sig í takmörkuðum heimi. Það er ekki aðskilnaður í kosmosinum og atburðarásir er nátengdar inn á öll sviðin. Þess vegna fara saman kosmískar hreyfingar og andlegar breytingar. Þannig er hringrás innan hringrásar; og í þessum takmarkalausu breytilegu sviðum flæðir karma manna inn í óendanleikann.

392. Alheimsvitundin skynjar keðju sviðanna og tengiþræðina við staðbundna krafta. Það er ekki hægt að skilja sviðin sundur; hið mikla Alheimsafl blandar öllum birtingum. Þannig vekur núverandi hreyfing kosmosins andann. Atburðir á einu sviði örva atburði á öðru sviði og þeir beita einnig vitundinni af sama krafti og kosmísk spenna staðbundnu eldanna. Þess vegna reynir á einingu kosmosins og aðstæður í heiminum um þessar mundir, á allt líf. Þess vegna verður bæði hugsun kosmíska tilgangsins og mannkynsins að fara saman á kosmískri brautinni. Ótakmarkað samstarf!

393. Rétt er hugtakið kosmískur úrgangur! Kosmísk viðleitni nær yfir allar kosmískar birtingar en andinn sem takmarkast af hugmyndinni um einangrun getur ekki skapað í takt við púls kosmosins. Þess vegna, þegar nýtt þróunarskref er tekið, virkar kosmískt rusl eins og stíflur. Vissulega býr hver stífa til þungt karma. Þess vegna greinum Við ljósberanna frá kosmísku rusli. Eldur andans færir mannkyninu viðleitnina til hærri gilda.

394. Vitund og hugsun skapa kosmísk skref. Hver er þá afstaða mannkynsins til alheimlegrar orku? Það hugsar þessa geimorku frá öðru sjónarhorni en hinu rétta. Ef andinn viðurkennir ekki að eldurinn fylli alla skapaða hluti, hvernig getur hann þá tekið við kosmískri orku? Og alveg sérstaklega, hvernig getur hann þá fundið í sjálfum sér neista sköpunarmáttar? Sannarlega staðfestir andinn möguleika sína með því að átta sig á því að vitund og hugsun skapa.

395. Þegar hugsun mettar geiminn er kraftur þess í samræmi við kosmosinn. Sérhver eðlileg orka endurspeglast í hugsuninni. Sannarlega, hugsun og vitund sýna öll kosmísk gildi og sköpunarmátt. Þess vegna verður mannkynið að auka skilning sinn og leitast við að átta sig á því að sérhver orka fær einungis líf og form með hvata hugsunarinnar. Hugsun er drifafl þróunar. Hver og einn sem hefur tileinkað sér þjónustu mettar allt með eldi sínum. Þegar hugsun þenst út með innri eldi, loga orkustöðvarnar.

396. Leitandi viljinn skapar margþættar samsetningar. Aðeins þegar hugsun leiðir til skilnings á löngun getur maður skapað. Allt felst í viðleitni. Grunnurinn að hverri athöfn er viðleitni. Þess vegna, eftir því sem viðleitnin er ákveðnari því skýrari verður skilningurinn og sköpunin máttugri. Fólk kann ekki að móta viljann. Fólk þekkir ekki leiðirnar til sköpunar. Fólk beinir ekki löngunum sínum til afreka. Hver leitandi hugsun getur frelsað andann frá kosmískum úrgangi. Þannig mun hugsun aðstoða löngunina og andlegu orkuna. Mikið færir sálarorkan lífinu! Mótun langanna gefur hvatningu til sköpunar. Þannig eflir hugsunin alla skapandi orku.

397. Sá sem hefur löngun til að skilja skapandi segulsviðið verður að skilja afl viðleitninnar. Sá sem hefur þegið kaleik Amrítu þekkir leitandi hugsunina. Aðeins þegar hægt er að staðfesta öfluga aðlögun er spennan í takt við segulinn. Sannarlega óma orkustöðvarnar með kosmíska segulsviðinu. Eldberinn miðlar löngunum sínum í þaninni viðleitni. Þess vegna er hver eldheit hugsun í samræmi við spennu segulsviðsins. Þess vegna er hugsun eldberans í sjálfu sér sköpunarmáttur í heiminum og óskir eldberans stuðla kröftuglega að þróuninni.

398. Af öllum orkugerðum er hugsunin sú fíngerðasta. Það má með sanni fullyrða að hugsun lifir allt. Hugsun er ódauðleg; hún lifir áfram með því að skapa nýjar samsetningar. Þess vegna, þegar kraftur sálarorkunnar er efldur, getur ekkert hindrað hann. Þegar vitund fólks krefst nýrra skrefa verður að virkja kraft andlegrar orku og knýja hana út í geiminn. Vitneskja um að hugsun sé eilíf og ósigrandi mun vekja hjá mannkyninu viðleitni við að móta skapandi hugsun. Þegar hugsunin mettar geiminn, eykst segulmagn þess. Þannig er geimurinn endalaust fylltur!

399. Hugsun kemst í snertingu við staðbundinn eldinn með gagnkvæmri mettun. Þess vegna, þegar hugsun gengur inn í lífið, skapa kosmísk öfl. Þess vegna veita þeir mannkyninu líf sem gefa heiminum af sköpunarmætti hugsanna sinna. Við staðfestum að gull alls heimsins getur ekki keypt skapandi hugsun. Sannarlega verða samstarfsfélagar okkar að auka vitundina.

400. Í meginatriðum hefur hver athöfn í heiminum merkingu. Í meginatriðum hefur sérhver hlutur merkingu. En ef hugsunin sem litar hluti og athafnir hafa ekkert gildi snertir hún ekki kosmíska strauminn. Á kjarna hverrar birtingar er lífið byggt. Þess vegna, þegar þjónustan kallar á eflingu þróunarinnar, þá er aðeins átt við kjarnann. Menn vita ekki hvernig á að skilgreina kjarnann; lítið samsvarar litun mannkynsins innsta eðlinu. Er markmið í sérhverri mannlegri hugsun? Kosmískur sköpunarmáttur er byggður á brautum þess innsta. Þannig er hið eilífa mettað af fíngerðum eldum kjarnans.

401. Sannarlega, þegar uppbygging kjarnans er knúin áfram í gegnum hærri eldana til að veita heiminum nýtt skref, þá eru engir jarðneskir mælikvarðar til að mæla það. Aðeins það sem hefur auðkenni getur skapað það sama. Það sem er gert af því hæsta, er aðeins vegið af því hæsta og engir jarðneskir kvarðar geta mælt Kjarnann.

402. Vitundin sem lofar aðferðir lífsins getur nálgast kosmískt samstarf í staðfestri tilverunni. En þegar mikilvægustu meginreglunum er beitt gengur andann undir lögmál æðri víddar og það litar tilveru hins leitandi anda. Því lítur hver andi alheiminn sínum augum, en kjarnann þekkir aðeins sá sem hefur tileinkað sér hærri gildiskvarða. Sérhver leitandi hugsun leiðir að hærri víddum.

403. Hver leitandi hugsun sem beinist að því að skilja heiminn leiðir mannkynið inn í æðri vídd. Þess vegna leiðir hver hugsun mettuð af eldi Agni jógans til frekari þróunar. Þess vegna, eins og tilgangur tilverunnar leiðir til vitundarvíkkunar, bendir hvert efni í alheiminum til lögmál samvinnunnar. Þannig leiðir hver eldhugsun til staðfestingar á kjarna alheimsins.

404. Kjarni uppbyggingar er í vitundinni. Aðeins þegar merking kosmískrar uppbyggingar skilst, getur maður beitt hæstu víddum. Þess vegna, þegar vitundin nær ekki yfir kjarna kosmískrar uppbyggingar, hefur hún aðeins skilning að hluta. En vitund að hluta getur aðeins skilið hluta uppbyggingar. Sérhver samþætt viðleitni til kosmískrar uppbyggingar er því mikilvægust, því í henni er þróun og sköpunarmáttur.

405. Þegar eldberi tekur þátt í kosmískum smíðum færir hann meiri sköpunarmátt. Sköpunarkraftur á jörðinni er af völdum þessara eldbera og aðeins sá sem hefur tileinkað sér vitneskju æðri víddar getur fært mannkyninu þanin vitundarsegul.

Móðir Agni Yoga, sem skilur æðri víddirnar og eldlega sköpunina, færir sannarlega kjarna lífsins. Við, bræður mannkyns, lifum og mælum eftir æðri víddinni.

406. Sköpunarmátturinn sem mótar kosmíska uppbyggingu tilheyrir kosmíska segulsviðinu. Aðeins þegar æðri víddin er algerlega móttekin, getur maður skilið kosmíska uppbyggingu. Aðeins þegar fegurð er algerlega móttekin birtist kosmíska byggingin. Þeir sem geta fylgt kosmískri uppbyggingu geta beint mannkyninu að fegurð. Aðeins lyklar hærri vídda opna hliðin. Aðeins beiting hærri fágunar mun veita lykilinn að kosmískum sköpunarmætti. Þess vegna verður mannkynið að leitast við að þekkja æðri víddina.

407. Uppbygging bíður. Uppbygging kallar á. Mannkynið verður að skilja þetta mikla ákall. Sá sem er ábyrgur viðtakandi eldsins, færir mannkynið í átt til þróunar. Þess vegna er næmi hugsandinn áhrifavaldur í þróuninni. Þannig er hin kosmíska viðleitni byggð. Þannig hreyfir hugsun mannkynið.

408. Kraftarnir sem laðast að eru dregnar að næmnismiðjunni. Viðleitni andans dregur að sér fíngerðu kraftanna og gefur þeim líf. Þannig upphefja orkustöðvar Agni jógans lífið. Þannig byggjum við betra þrep

409. Sköpunarkraftur andans er svo öflugur að sólardrekinn, sem hefur safnað að sér kosmískum eldum, sýnir samræmi, þess vegna titra logandi orkustöðvar Agni jógans. Öll kosmísk öfl eru þanin og kraftur aðlögunar vex.

410. Sköpunarmáttur Okkar er umfram skilnings manna. Sérhver uppbyggjandi möguleiki er þanin af æðri máttarvöldum og Við vinnum með æðri máttarvöldum. Þess vegna staðfestir kosmíska segulsviðið styrk Okkar. Þess vegna ýtir hver þenslubylgja undir viðleitnina. Þannig sigrum Við; þannig verður hver bylgja sem kemur frá hjartanu að sigra.

411. Mannkynið leggur mikla áherslu á hið sýnilega, en hver tímabundin orka er ekki megindrifkrafturinn. Sá drifkraftur er lítils metin af takmarkaðri sjón! Aðeins þegar velviljuðum sköpunarmætti kosmosins er beitt við uppbyggingu mun þekkingarleitin opna hliðin og opna möguleika á samstarfi við alheiminn. Þess vegna verður andinn að skynja hvern ósýnilegan mátt. Sannlega, þannig eru þróunarþrepin byggð.

412. Hæstu sviðin eru ósýnilega tengd. Öflugustu viðleitnir eru ósýnilega tengdar. Ósýnileg sveifla tengir andana kröftuglega. Þannig leitar hver alda viðleitni til líkrar orku. Þess vegna, þegar útvíkkuð vitund sendir frá sér öfluga viðleitni, er sams konar sköpunarviðleitni efld.

413. Í spennu kosmísku eldanna er allur sköpunarmáttur fíngerðu orkunnar. Aðeins ferlið við eflingu orkunnar getur skapað og stækkað alla kosmíska birtingu. Hvernig getur þá mannkynið ekki viðurkennt birtingarmynd fíngerðu orkunnar? Öll svið eru samtvinnuð og kosmísk tengsl renna saman í sköpunarmætti hins volduga elds. Fíngerða orkan eru knúin inn í sviðin sem eru þeim skyld og hver andi velur sína braut. Þannig er það sami eldurinn sem kallar fram viðleitni í hverri birting andans.

Heilagastur eldurinn er í anda hins sanna Agni jóga. Hreyfanlegur, óbreytanlegur og ósigrandi eldurinn liggur í kaleik Þess sem færir mannkyninu eldinn. Þannig eru brautir stækkaðrar vitundar óendanlegar.

414. Já, aðeins þessi fíngerða orka sem snertir við andanum getur veitt mannkyninu sköpunarmátt. Aðeins fegurð andans getur hreyft við mannkyninu. Sköpunarmátturinn er í eldi andans. Þannig gefur hinn voldugi Agni jógi sem andar að sér logaafli kosmískra elda heiminum mikið af hjarta sínu og geislaflæði. Sköpunarmáttur andans eflist á geislandi braut. Þess vegna, þegar andinn birtir fíngerða aðlögun eldanna, þá gefur hann jafnmikið til heimsins og varðveitir jafnvægi sköpunarmáttarins. Þess vegna er kosmískur sköpunarmáttur í hverri eldlegri aðlögun. Þannig er kosmíska þróunin byggð. Þess vegna eru eiginleikar elds Móður Agni Yoga svo heilagir. Það er þannig sem Við byggjum upp óumbreytanlegar athafnir Okkar. Þannig er framtíðarþrepið byggt.

415. Aðeins mikilvæg tengsl geta valdið sköpunarbylgju. Aðeins mikilfengleiki kosmosins staðfestir birtingu mikilvægra tengsla. Kosmísk fræ eru í öllu og kosmíski eldurinn kemur fram í öllu. Hvernig getur mannkynið metið tilvist sína án þeirrar meginreglan sem birtist í mikilvægum tengslum? Lögmál tilverunnar dregur andann inn á braut kosmíska fræsins og þegar andinn leitar samfélags við æðri sviðin, þá er hægt að staðfesta samstarfið. Aðeins þegar samskipti eru innblásin meðvitaðri viðleitni, er hægt að staðfesta kosmíska samvinnu. Þess vegna getur æðri orka sem andinn meðtekur komist til mannkynsins með meðvitaðri viðleitni. Þannig gefur birting samskipta takmarkalaust samstarf.

416. Hin eilífu kosmísku tengsl sameina og knýja til fullnustu agnirnar sem tilheyra hver annarri. Sköpunarmáttur kosmosins dregur að sér agnir lífsins sem stefna að staðfestri fullnustu. Aðeins þegar andinn þekkir lögmálið dregur kosmosinn kröftuglega til sín. Þess vegna, þegar tilhugsunin um fullnustu kallar á, knýja agnirnar á samruna í eldlegri viðleitni.

417. Mikilfengleiki alheimsins skapast með voldugasta vogaraflinu. Mikilvæg athöfn er svo staðfest af fíngerðri orkunni og aðeins eldar geimsins geta mettað slíkt ferli. Þannig að viðleitni fræsins og styrkleiki staðbundna eldsins skapa í eilífum samskiptum. Þess vegna, þegar kosmískur kraftur verður til, eiga sér stað samskipti sem myndast frá innri hvötum til kosmíska fræsins. Sérhver mannleg athöfn er mettuð af sama aðdráttaraflinu; þess vegna verður andinn að leita einbeittur að þeim meginreglum sem vísa leitandanum til vitund um æðri orku.

418. Hver andi verður að leitast við að skilja æðra aðdráttarafl. Áætlanir drottnanna munu veita mannkyninu vitneskju um hærra aðdráttarafl. Hver miðlar þá æðri skilningi til mannkynsins? Aðeins eldberar. Hærra aðdráttaraflið kemur til þess sem bregst næmur við öllum kosmískum eldum. Þannig er segull hjartans jafn öflugur og kosmíski eldurinn. Kraftur andans byggir tilveruna. Mikilvægasta aðdráttarafli byggir alheiminn.

419. Lögmál virkni mettunar er beitt með aðdráttarafli og auðkenndum krafti. Þegar sköpunarhvati safnar saman staðfestum kröftum í geimnum, safnar lögmál samskipta saman eldunum. Mannkynið verður að skilja að sérhver kraftur sem birtist í lífinu skapar á sýnilega sviðinu, en er efldur af ósýnilegu vogarafli. Þess vegna verður maður að leita í geimnum að mettandi eldi og samþykkja lögmálið sem þjónar sem hlekkur milli viðleitninnar og sköpunarmáttar eldsins. Þannig, eflum Við staðbundna birtingu í samræmi þá kosmísku. Lögmál staðbundinna elda og athafnir manna hafa líkan drifkraft. Þannig laðar það lægsta að sér það lægsta og það hæsta laðar til sín það hæsta. En lögmálið krefjast viðleitni og þróun er byggð á æðra aðdráttarafli.

420. Þegar aðdráttarafl eldanna eykst titra allir kosmískir kraftar. Þannig vinnur hvert lögmál í gegnum drifafl segulmagnsins. Kosmíski eldurinn dreifist í gegnum allt sem til er. Þess vegna þenur hver kosmísk alda vitund manna. Í þessu lögmáli fellst allur máttur sköpunar. Allir jarðneskir og kosmískir eldar bregðast við sama lögmáli. Aldrei hefur það gerst að mannsandi hafi verið ósnortinn af öldu kosmosins. En aðeins andi sem leitast til þróunar getur skilið einingu alheimsins. Þess vegna eru þessir upplýstu andar megin drifafl kosmískrar sköpunar. Þannig skapar þekking betra skref. Þannig staðfesta eldberar Okkar betri tíma. Þannig laðar hið ósýnilega hið sýnilega inn í æðri sviðin. Þannig fyllum Við lífið með nýju áskorunum. Við mótum þannig þróunina.

421. Mannkynið verður að viðurkenna að hver birtingarmynd hins ósýnilega er lögmál sem leiðir til sköpunar. Í alheiminum breytast birtingarmyndir þess ósýnilega með því sýnilega. Þess vegna, þegar geimurinn er mettað af lifandi víxlskiptum eldsins, er enginn mörk til. Ef sviðin væru aðskilin væri flutningur kosmískra krafta ekki mögulegur. Ekki er hægt að aðskilja mikilvægustu þræðina. Tilveran er í öllu og við erum í henni. Endalausir er möguleikar lífsins og fræ mannkynsins geta aðeins samræmst kosmískri viðleitni þegar þau eru vitundarlega samþætt. Þannig að í þekkingu á kosmosinum getur maður leitast við að þróast.

422. Hver þekkir þá kröfur þróunarinnar? Hver mun þá safna saman mikilvægustu þráðunum? Aðeins andinn skilur hvernig hið ósýnilega er samofið hinu sýnilega. Aðeins aukin vitund getur skilið hvernig andi og athafnir fléttast saman. Aðeins leitandi vitund getur miðlað mannkyninu skilning á æðri öflum. Þannig færir hver verðug hugsun sem stuðlar að mettun geimsins mannkyninu skilning á alheiminum. Þess vegna, þegar hugsun eldberans mettar geiminn, tvinnast hún við æðri orkuna. Mikilvægir þræðir Okkar eru samtvinnaðir við allar vitundir og lífsstrauma. Hin mikla fortíð og hin mikla framtíð eru samofin geislandi breytingum á lífinu. Þannig gefur braut Okkar mannkyninu nýtt skref.

423. Þegar umbreyting tekur á sig sýnilega mynd í umbrotum, koma allir þandir kraftar kosmískra elda fram í athöfnum. Aðeins þegar hugsun dregur að eld geimsins kemur spennulosun fram í gegnum kosmíska segulsviðið. Segulbylgjurnar draga saman alla meðvitaða orku. Mannkynið vill ekki skilja einingu alheimsins. Kosmískur sköpunarmáttur knýr logandi alla frumþætti áfram og birtir hið eina lögmál; þess vegna er hver bylgja sem er þanin af mönnum aðeins hlekkur í alheimskeðju þróunarinnar. Þess vegna, þegar viðleitnin spennir bylgju þjóðar, hefur umbreyting átt sér stað. Þannig staðfestir hugsunin umbreytingu og lögmál samskipta innblæs alla hvata. Hugsanir mannkynsins mótar þannig mettun geimsins.

424. Þegar geimurinn þrumar með umbreytingum verður maðurinn að vernda orkustöðvarnar sem svara. Þegar sköpunarmáttur kosmosins safnar hærri spennu, verður maðurinn að berjast fyrir staðfestingu ljóssins. Það er gagnkvæm þensla milli mannkyns og fegurðar kosmosins og aðeins þannig geta menn samþykkt kosmískt einingarvald. Slík viðleitni hefur uppbyggjandi áhrif. Sköpunarmáttur hugsunar hefur stöðuga innri blöndun og andi kosmísks skapara þekkir hugsun kosmísks tilgangs. Þannig þekkir næmur Agni jógi flæði þróunar og hver staðbundin hugsun finnur staðfestingu. Hver hugsun sem birtist með eldi skapara hvetur til vitundar. Þannig sköpum Við umbreytingu andans og staðfestum upplýsta vitneskju.

425. Hægt er að tryggja mikið kosmískt skref með meðvitaðri samvinnu við kosmíska orku. Meðvituð tengsl geta veitt fullan skilning á öllum æðri kröftum. Hver viðleitni inn á braut kosmíska segulsviðið mun verða áfangi til hærra þreps. Þannig eru lögmál hins mikla samræmis óumbreytanlegt. Við uppbyggingu á kosmískri þróuninni verður að muna eftir tengslunum. Geimurinn og mannsandinn eru mettaðir af þessum kröftum. Það tekur árþúsundir að safna upp drifafli sem heldur áfram í þöndum takti. Skapandi andinn þekkir þessa sönnu hvatir; og hver vilji sem gengur með kosmíska segulsviðinu mun í tengingum sem birtast í viðleitni gefa mannkyninu lögmál raunverulegra samskipta. Þess vegna er viðleitnin svo mikilvæg. Tengsl innblása alla skapandi hvata.

426. Sérhver viðleitni til vitundar um framtíðina leiðir til sköpunar. Svo margar byrjanir hafa hafist á jörðunni. Hversu margar fordæmalausar truflanir hefur plánetan okkar upplifað! Aðeins andinn veit hvernig á að vera á braut kosmíska segulsviðsins og það er þannig sem eldheitur hvati Agni jógans er staðfestur. Spenna orkustöðvanna er í beinu hlutfalli við aðdráttaraflið. Þannig eru orkustöðvarnar dregnar inn á braut kosmíska segulsviðsins; og aðdráttarafl og samræmi koma á eilífum mikilfengleika. Þannig er skapandi drifafl Okkar staðfest. Auðvitað, getur aðeins andlegt aðdráttarafl aukið samræmi. Þess vegna eru andlegu böndin sterkast ofin í hinni miklu göngu alheimsins. Þannig smíðum Við skref Okkar.

427. Skilyrði nýrra vísindalegra afreka verða að samsvara kröfum framtíðarinnar. Ef vísindamenn myndu skilja að stöðug útþenslu liggur til grundvallar vexti vísinda væri enginn staður fyrir glæpsamleg andóf. En Við viljum ekki koma árangri þeirra í uppnám - aðeins að útvíkka þau. Hver vísindamaður sem skilur lögmál eflingu vitundarinnar hefur þegar brotið niður múra fordóma.

428. Þekking, þekking, þekking! Ef fólk myndi hugleiða þá staðreynd að þekkingin er eina hjálpræðið, þá væri ekki ögn af núverandi þjáningu. Öll sorg manna er afleiðing vanþekkingar. Þess vegna er sérhver efling vitundar samvinna við þróunina. Hvað sem hindrar eflingu vitundar er andstætt þróun. Þess vegna eru athafnir fjandmannanna glæpsamlegar og karma þeirra er hræðilegt. Við ítrekum að þekking mun binda endi á þjáningar mannkynsins.

429. Aftur verður að minna vísindamennina á að kenningar Einsteins fara ekki í bága við Euclíða þrívíddar lögmálið, heldur nær yfir það. Rétt eins og þriðja víddin gerir ekki lögmál sviðanna að engu, er kenningin óendanlega stærri en sú síðarnefnda, og lögmál andlegrar þekkingar ná yfir öll lögmál mannsins, enda óendanlega víðtækari. Leggðu því andstöðu til hliðar sem hindrun á þróun.

430. Birtingarmynd segulstorma liggur til grundvallar truflunum í andrúmsloftinu. En bilin á milli slíkra birtingarmynda eru óregluleg og stundum mjög mikil; þess vegna er erfitt að uppgötva lögmál þess.

431. Dreifing strauma út frá miðjum seguluppsöfnunar skapar birtingar andrúmsloftsins. Lögmál um samspil straumanna er almennt það sama og rafsegulmagnsmyndanir. En rannsókna og athugana er þörf, sem auðga mannkynið með mikilli uppgötvun.

432. Segulstraumarnir hafa áhrif á stærri svæði en rafsegulbirtingar. Að vísu eru nútímatæki einungis leikföng. Samt er þetta svið vísindanna aðgengilegra en leyndardómur kjarnorkunnar. Afl jafnvel lítils seguls er mjög mikið, en fólk skilur jafnvel ekki stefnur þess og tekur aðeins eftir efnislegu aðdráttarafli þess.

433. Kraftar sem vinna í beinni andstöðu hver við annan eyða hvor öðrum. Kraftar sem starfa samhliða og í sömu átt eru samvirkir í heild sinni og kraftar sem stefna gagnstætt hver við annan minnka í hlutfalli við frávikshornið. Af hverju geta menn ekki viðurkennt að þessi grundvallarlögmál eðlisfræðinnar séu líka grundvallarlög um samvinnu?

434. Leiðsla segulstrauma yfir jarðneskt yfirborð dregur línur loftslagsbreytinga. Þegar segulstraumar líða undir jarðneskt yfirborð móta þeir jarðskjálftabeltið. Vissulega ætti að koma upp athugunarstöðvum víða og störf þeirra ættu að vera nákvæm og samhæfð. Þú segir réttilega að það sé óheppilegt að ekki sé samhæfing aðgerða og þannig tapist mikil orka og margar dýrmætar athuganir. Þess vegna er skipulag raunverulegs samstarfs á jörðinni mjög nauðsynlegt.

435. Staðfesting á kosmískum aðdráttarafli er samþykkt af mannkyninu í tengslum við miklar birtingarmyndir. Hver aðdráttarorku dregur með sér samsvarandi hring. Aðeins lokaður hugur getur ekki samþykkt eiginleika samsvaranna. Aðdráttarafl kosmískra afla gefur plánetunni alla öfluga hvata; þess vegna er uppbygging eigin brautar háð viðleitni sinni. Þannig er hver braut sem felur í sér lífsleið sköpun eiginleika aðdráttarafls. Þannig geta menn þroskast á óendanlegri leiðinni.

436. Þjónustan við drottnanna gengur inn á braut kosmískra uppbyggingar. Þannig fer andleg viðleitni inn á braut kosmískra aðdráttarafla. Öll viðleitni andans skapar eins og staðfestur eldur. Þannig er hægt að fylgjast með óþrjótandi sköpunarmyndum í kosmosinum. Aðeins andinn sem skynjar framtíðina getur boðið kosmosinum viðleitni í nafni sannrar uppbyggingar. Þess vegna sköpum Við í nafni almannaheilla. Já já já!

437. Hvernig getur maður skynjað kosmíska umbreytingu? Hvernig getur maður skynjað kosmískan mátt? Allar næmar hvatir verða að dragast að kosmíska fræinu með viðleitni og beina andanum til skilnings á mikilvægustum kröftunum. Viðleitnin kemur ekki utan frá; andinn dregst ekki óvart að uppbyggingu. Kosmísk staðfesting á mikilvægustu orkunni, sem felst í eldinum, er allstaðar í alheiminum. Þannig er uppbygging mikilvægustu brautanna háð viðleitni. Þessi eldlegi hvati lifir í óendanleikanum.

438. Hver mun þá færa mannkyninu þennan mikilvæga hvata? Hver mun miðla skilningi á fíngerðu orkunni? Aðeins andinn sem hefur mikilvægasta hvatann. Maður ætti ekki að leita þess í fullyrðingum efnislegra hvata, heldur í hinum ósýnilega eldi, sem er andardráttur lífsins. Þannig færir næmur eldur anda Agni jógans mannkyninu mikilvægasta hvatann. Þess vegna er næmleiki þessara eldhvata Okkar svo mjög metinn af Okkur. Þannig er það þessi mikilvægi hvati sem færir fullkomnun - þessa lífsnauðsynlegu hvatningu sem er gætt af hinni kosmísku Ástæðu og sem mettar kosmískt vitundarafl. Þannig lifum við öll eftir þessari eldlegu meginreglu.

439. Tog eldþráðanna getur mettað öll svið. Samband sviðanna gefur alheiminum drifafl eldsins. Aðeins tog kosmísku þráðanna getur mótað eiginleika staðbundinna elda. Hvert svið er sameinað af eiginleikum sínum. Þannig eru andlegar framfarir gegnsýrðar vitundareiginleikum viðleitninnar. Sérhver eldheit viðleitni á upptök sín í eiginleikum aðdráttarafls. Þess vegna, þegar kosmísk umbreyting er ákvörðuð, verður andlega vogaraflið virkt. Hvernig dregst þá andinn að fræi staðbundins elds? Aðeins með hvata tengslanna. Þess vegna ýtir þróun kosmískra eldanna undir viðleitni. Þannig ber logandi tilflutningur andann til sigurs.

440. Vissulega getur andi sem stendur nærri uppbyggingu fundið fyrir tengingu sviðanna. Þannig vekja tengsl meðvitaðar hvatir. Sköpunarmáttur Agni jóga fylgir stefnu segulstrauma. Þess vegna, þegar öll öfl eru efld, verður mannleg hugsun hreyfiaflið. Þess vegna finnur andstaðan fyrir hinni voldugu samhæfingu og myrku öflin skýla sig fyrir ljósinu.

441. Kosmísk breyting laðar til sín alla staðbundna elda og mannsandinn myndar eigin spennu. Aðeins þegar mannkynið laðast að uppbyggingu er það í takt við kosmíska segulsviðið. Þess vegna mun leitin að leiðum kosmíska segulsviðsins færa mannkyninu skilning á æðri orku. Þannig, að þegar mannkynið fyllir geiminn með leit sinni, bregst geimurinn við með því að senda æðri orkuna. Aðdragandi orkan getur tekið á sig mynd nauðsynlega þörf. Hver hugsun laðar að samræmi; á þessu er lífið byggt. Þess vegna tekur aðeins meðvituð viðleitni á sig mynd og hver möguleiki verður til með aðdráttarafli hugsunar. Því leiðir hugsunar eru óendanlegar.

442. Logandi hugsanir Agni jógans eru öflugastar. Eldkröftunum safnar hann að sér úr geimnum og beinir í nauðsynlegan farveg. Þess vegna, þegar hugsunin Agni jógans leitar sköpunar, öðlast allir kraftar lífskraft. Þannig getur hvern möguleiki staðfests í lífinu. Hindranir kalla fram eflda hugsun og auknar hindranir er besta vísbendingin um mikilvægi verksins. Þess vegna er hinn eldmóði Agni jógi ofsóttur vegna hugsunar sinnar.

443. Eiginleikar orkunnar efla hverja athöfn. Kraftur orkunnar er ekki í athöfninni heldur í hvatanum. Þegar form er mótað er það eigind orkunnar sem ákvarðar lífskraft þess. Þess vegna ætti að skilgreina sköpunarmátt kosmíska segulsviðsins sem birting eiginleika. Aðeins skapandi orka senda hvata til myndun mikilvægra elda. Þess vegna, þegar hugsunin mótar alla eigind viðleitninnar, er um að ræða kosmíska vitund. Við skulum því viðurkenna allar birtingarmyndir slíkra eiginda sem leið til lífssköpunar. Sköpunarmáttur óendanleikans er mettaður eigindum kraftanna.

444. Vöxtur vitundar felst í aðgreiningu á eigindum kraftanna. Aðeins með þeirri þekkingu getur andinn skapað kosmískan sköpunarmátt. Þess vegna leiðir þekking andans til aðgreiningu á eiginleikum orkunnar. Þannig þekkja næmar orkustöðvar Agni jógans regluskipun kosmíska segulsviðsins. Þess vegna óttast óvinurinn svo mjög þekkingu Okkar. Þaðan kemur slík andstaða og þess vegna svo margar hindranir og svo margir miklir sigrar. Þannig mettum við geiminn.

445. Eigind orkunnar ákvarðar hverja mannlega athöfn. Sköpunarmáttur andans er innblásinn af eigind orkunnar. Viðleitni manna verður að beinast að skilningi á eiginleikum orkunnar. Andinn mun nálgast þekkingu á æðri orku ef hann skilur hvernig mettun verður með eldi. Í hverri hvöt er þessi logandi eiginleiki til staðar. Hver mikil viðleitni er knúin áfram af þessum eiginleika. Skilningur á þessum eiginleika mun vekja skilning á öllum mikilvægustu hvötum óendanleikans.

446. Skapandi hvatinn er gegnsýrður eldlegum eiginleikum. Þess vegna er öllum eldslegum birtingum Agni jógans beint aftur að mikilvægum hvötum. Hvati hins eldsins myndar keðju skapandi möguleika. Þannig brennur eldur andans í allri mikilvægri viðleitni. Birtingarmynd einingar gegnsýrir allan alheiminn og öll fjölbreytni lífsbirtinga fellst í eigindum eldsins. Þess vegna eru tilfinningar Agni jógans svo margvíslegar. Þess vegna getur Móðir Agni Yoga endurómað allar kosmískar truflanir.

447. Eigind hugsunar mettar geiminn og hver viðleitni fólks er knúin áfram af kosmíska eldinum. Sömuleiðis myndar hver hugsun spennu og sköpunarmáttur andans ræður umbreytingunni. Þannig að þegar kjarni lífsins leggur á vogarstöng umbreytinganna, birta allir eiginleikar þeirra tengsl. Þess vegna, þegar líf er þanið margþættum kröftum, verða eiginleikar orkunnar að verða mótteknir. Staðfesta vitundarinnar verður að efla alla eiginleika orkunnar. Þannig er endalaus leit mótuð.

448. Þegar saga þjóðar er lögð, verða menn að byggja eins staðfastlega og mögulegt er. Á ýmsum tímum verður söguleg uppbygging. Hvert sögulegt tímabil samsvarar breytingu á kosmíska segulsviðinu; því eru spor Okkar fögur.

449. Staðbundnir eldarnir lagskipta öllum sviðum. Taktur kosmískra athafna er óheftur. Maðurinn er móttakandi staðbundnu eldanna, en maðurinn afneitar öllum æðri lögmálum. Þess vegna geta staðbundnir eldar ekki nálgast og hafið sköpunarverk sitt þegar slíkt samhæfingarleysi kemur í ljós. Þess vegna eru allar þessar kosmískar truflanir sem koma fram á jörðinni. Áhrif kosmísku geislanna eru tvíþætt og eru mjög öflug. Samhljómur í móttöku straumanna og ringulreiðin í aðlöguninni skapar mikilvægar bylgjur á plánetunni.

450. Þess vegna skynjar andinn sem tileinkar sér alla strauma, staðbundna elda greinilega. Glundroði jarðarinnar er svo mikill að hreinsunareldur verður að koma fram. Agni jógi staðfestir þessar hreinsanir. Þess vegna finnur Móðir Agni Yoga ákaflega fyrir öllum staðbundnum hreinsunum og því eru orkustöðvarnar svo spenntar. Hver orka sem mannkynið aðlaðast ekki, titrar gegn orkustöðunum og viðkvæmt hjartað tekur í sig allt.

451. Kosmísku eldarnir eru óaðgengilegir andanum sem leitast aðeins til hins sýnilega heims. Þegar andinn leitast til fíngerðu sviðanna, birtist honum víðátta alheimsins. Þess vegna laðast kosmíski eldurinn aðeins að skapandi anda sem skynjar alla fíngerðu orkuna. Þannig er mikil sköpun byggð á gagnkvæmu aðdráttarafli. Staðbundnir eldar dragast inn á braut kosmískrar viðleitni; þess vegna getur aðeins andinn sem þekkir mátt ósýnilegra afla dregið að sér kosmísku eldana. Þannig verður samræmi framkvæmt. Þannig verður til kosmískur sköpunarmáttur, með mestri samhæfingu andans og alheimsins.

452. Allar kosmískar birtingar eru gegnsýrðar af gagnkvæmu aðdráttarafli. Staðbundinn eldinn er aðeins hægt að staðfesta með spennu segulsviðsins. Þess vegna er aðeins hægt að staðfesta þessa strauma með kosmískum aðdráttarafli. Næm lífvera kann að enduróma spennu kosmískra elda. Þess vegna skapar hver titringur í viðleitninni farveg fyrir staðbundna eldinn. Ef tenging verður milli kraftanna, er komið á tengingu milli strauma hærri heima og þess jarðneska. Þannig undirstrikar mesta samhæfingin eldheita aðlögun Agni jógans. Þess vegna staðfestum Við eindregið kosmíska samhæfingu. Þannig gengur allt inn í lífið.

453. Þegar raunveruleg tilhneiging er til kosmíska eldsins staðfestast kosmísk tengsl. Aðeins þegar maðurinn skilur að athafnir er háðar hvatanum, er þroski viðleitinnar og innri eldurinn staðfestur, þar sem ómögulegt er að koma á fylgni við kosmíska stefnu án þess að efla hærri gildin. Skortur á samræmi stafar af ójafnvægi þessara birtingarmynda. Hvert tímabil er mettað kosmískum eldum og eiginleikum móttökunæmni manna. Þess vegna, þegar andinn vinnur ekki með kosmísku eldunum, verður til andstæður straumur. Þannig ákvarðar maðurinn karma sitt. Þessi skortur á samsvörun orsakar veikindi plánetunnar.

454. Aðeins orsakir kosmísku eldanna geta komið á jafnvægi. Þannig beinir þekking á straumum segulssviðsins manninum til sannrar sköpunar. Mestu áhrif mannsins er í gagnstæða átt. En hver upphafsbylgja eldlegra anda vex með samtengingu. Þetta er ástæðan fyrir því að spenna orkustöðvanna samsvarar ástandi staðbundinna strauma.

Við, bræður mannkyns, boðum að kosmísku eldarnir eru háðir móttöku hins eldlega Agni jóga. Allir straumar fara um orkustöðvarnar. Þess vegna eru allar uppbyggingar okkar öflugar. Þannig er blandað samband Okkar öflugast. Sannarlega vöktum Við jafnvægið.

455. Kosmísk samsvörunin þenur alla sköpunarkrafta og þegar strengirnir óma í samræmi getur kosmíska spennan stuðlað að skapandi formúlu. Þannig að þegar eiginleikar orkunnar er tileinkaðir meðvitað, er hægt að staðfesta uppbyggingu. Þess vegna eru aðeins eiginleikar samræmis sem veitir sanna viðleitni. Aðeins þegar eigindir orkunnar tileinkar sér eiginleika kosmísku eldanna eru hærri samsvaranir staðfestar. Þannig að í hverri hvöt verður að leita að gildum hærri samsvörunar og allur kraftur athafna er haldið í hinum ósýnilega heimi.

456. Samsvörun spennir allar orkustöðvar Agni jógans. Þetta er ástæðan fyrir því að lífveran er svo næm fyrir öllum kosmískum straumum og því þarf að gæta svo vel að heilsufarinu. Meðan á umbreytingum kosmísku straumanna stendur finna orkustöðvarnar fyrir öllum titringi; þess vegna er varúðar þörf.

457. Undir spennu kosmísku aflanna metta ólík öfl sviðin. Sköpunarmáttur ljóssins reynir þannig á samsvarandi orku, en myrkrið skapar snörur sínar. Reyndar getur aðeins kosmísk samsvörun skapað fegurð. Þess vegna er hægt að fullyrða þegar jörðin er mettuð eldi umbreytinga er hægt að staðfesta eiginleika sigursælu orkunnar. Þannig er staðfest sköpun kosmískrar orku.

458. Kosmísk uppbygging krefst samræmi ólíkra þátta. Þegar andi bregst við kosmískri uppbyggingu er komið á tengingu milli alheims og manns. Þess vegna, þegar andinn skapar með alheiminum, er kosmíski hlekkurinn staðfestur. Hvernig er hægt að staðfesta mann í kosmískri uppbyggingu? Aðeins í gegnum eiginleika samræmis. Eiginleikar samræmis gefa hvata til allra kosmískra breytinga og mannkynið boðar á þennan hátt vitnisburð um framgang anda síns. Þannig er verið að staðfesta takmarkalaust samræmi.

459. Þegar ákveðinn kosmískur möguleiki er staðfestur, eflast allar hindranir. Geimurinn ómar þá við spennu kosmískra elda og myrku öflin eru mjög þétt fyrir. Þar af leiðandi eiga afgerandi átök sér stað. Þess vegna eigum Við ekki svo erfiða tíma.

460. Kosmísk endurreisn felur í sér allar viðleitni manna. Þegar kosmísk endurnýjun gengur yfir jörðina, þenur kosmískur hvati andann. Þar á eftir hópa kraftar sig saman eftir pólun og metta þannig sviðin í kringum uppbyggingu. Það er ekki hægt að aðgreina viðleitni manna frá kosmískri endurnýjun. Einn og sami hvatinn mótar alla krafta; því er hvert svið einnig í kosmískri uppbyggingu. Þannig getur mannleg ástæða ekki lagt fram neina kvörtun gegn alheiminum. Í lífinu er allt byggt upp frá lögmálum afmörkunar og samræmis og eiginleikar samræmis eru takmarkalausir.

461. Meðan á kosmískri uppbyggingu stendur er augljós birting dimmra strauma sem eru andstæð kosmíska segulsviðinu. Hver ljósbylgja vekur spennu myrkra afla. Þannig er kosmískur Vilji ljós í kosmískri uppbyggingu. Hliðaverðir þess illa reyna að hylja kosmíska uppbyggingu með kæfandi gasi, en í kosmísku endurreisninni verður máttur ljóssins virkur og umbreyttur eldur. Þannig brennir ljósið myrkrið. Þannig staðfestist kosmísk uppbygging í óendanleikanum.

462. Aðdráttur kosmíska segulsviðsins framkallar segulstorma í geimnum. Jarðneska sviðið kallar einnig fram kraftanna sem frelsa andann; og öll jarðnesk orka miðla krafti sínum til geimsins. Og einnig allir kraftar sem ekki hafa enn komið fram mettast geimnum. Þetta er ástæðan fyrir því að andinn er svo ákafur í leit sinni til kosmíska segulsviðsins og braut athafna er þannig ákvörðuð gagnkvæmt.

463. Óróinn sem þvingar plánetuöflin staðfestir kosmíska uppbyggingu og andlega framþróun. Tilhneiging andans að kosmískri uppbyggingu er vakin með meðvitaðri viðleitni. Allir kraftar sem ganga með kosmíska segulsviðinu bæta geiminn með kosmískri uppbyggingu. Staðbundinn eldur eflir alla lífsferla og allar kosmískar birtingarmyndir. Þess vegna knýr snertingin við braut kosmíska segulsviðið eldmóð andans. Svið athafna eru mettuð af kröftum óendanleikans.

464. Snerting við straum kosmíska eldsins veitir andanum hvata; og mikilvægasta athöfnin er efld með þessum lífsins eldi. Þess vegna skynjar hinn eldmóði Agni jógi allar kosmískar truflanir og þenur alla staðbundna þræði. Þetta er ástæðan fyrir því að aðdráttaraflið til þess Hæsta hræðir óvinina svo mjög. Þess vegna, þegar sköpunarorka Okkar gengur inn í lífið, eru andstæðingar Okkar þvingaðir í mótvægi. Því þannig er kosmísku réttlæti komið á.

465. Sköpunarmáttur kosmosins færir staðbundna elda nær jörðinni. Andleg viðleitni verður að herða þræði sína og finna leiðir til staðbundinna elda. Þess vegna eflist hver uppbyggilegur möguleiki með hugsun. Andlegu eldanna má finna þegar andlegu samræmi er komið á. Ójafnvægið á jörðinni er afleiðing þess að þessi nálgun er ekki til staðar. Þannig eru veikindi plánetunnar af eigin ójafnvægi.

466. Mikilvæg athöfn er efld með leitandi orku andans. Aðeins staðfestur segull andans getur kallað fram sköpunareldinn til lífsins, en mannkynið beitir kröftum sínum í göngu sem ekki alltaf í takt við kosmíska segulsviðið. Þess vegna er jafnvægið eða ójafnvægið undir mannlegum anda komið. Þannig er hvert kosmísk skref spennt af andanum og með lyftingu eldsins. Það er þannig sem mikilvæg athöfn fer inn á kosmíska braut.

467. Við kosmíska endurreisn er mikilvæg aðgerð aukin með straumi kosmíska segulsviðsins; þess vegna eru viðleitni manna mjög fjölbreytt. Þegar spenna segulsins framkallar samræmi er andinn meðvitaður um áfangastaði sinn, en þegar andinn þekkir ekki kosmíska brautina þá er vissulega kosmískt ójafnvægi aukið. Þannig leggur hver andi sitt af mörkum og ábyrgðin fyrir stefnunni er í andanum. Þess vegna eru öfl myrkurs og ljóss undir miklu álagi og baráttan svo mikill. Já já já!

468. Á hærra sviði er nauðsynlegt að viðleitnin sé með öllum hærri tilhneigingum. Sköpunarmáttur hærri spennu getur staðfest kosmískan kraft. Tenging við staðbundinn strauminn er aðgengileg andanum sem er staðfestur í kosmískri nánd. Þannig getur einungis kosmísk vitund veitt mannlegum anda hvata.

469. Sannarlega er öll spenna myrkraaflanna á móti afli ljóssins. Þess vegna birtist ójafnvægið í kosmosinum greinilegast í átökum. Tenging við stefnu kosmíska segulsviðið getur mettað alla viðleitni, en aðeins öfl ljóssins geta vísað brautina til uppbyggingar. Öll andstæð öfl styrkja því strauma sína.

470. Kosmísk spenna endurspeglast á öllum sviðum og umbreyting andans á sér stað á plánetunni. Aðeins kraftur hugsunarinnar getur veitt andanum spennu og umbreyting andans umbreytir því veika. En uppgangan er öflug fyrir þann sem er í takt við kosmíska segulsviðið. Kosmískur sköpunarmáttur eflir þannig viðleitina. Þess vegna reynir umbreyting andans á allt í kringum sig.

471. Staðfesting á kosmískri uppbyggingu magnar alla staðbundna elda. Skilningur á tilveru kosmíska eldsins veitir uppbyggingunni andlega eiginleika. Sköpunarmáttur kosmískra elda magnast með lögmáli segulmagns. Þess vegna er í aðdráttarafli kosmíska segulsviðsins að finna allan kosmískan sköpunarmátt. Sköpunarmáttur kosmosins er tengdur spennu kosmískra elda og andleg staða jarðarinnar er háð hvata kosmísku eldanna. Þess vegna er mannkynið undir álagi eigin viðleitni; og hinn frjálsi vilji skapar kosmíska hvöt eða gagnstæða birtingarmynd. Þannig að þegar andi mannkyns laðast að kosmíska segulsviðinu þá er leið andans fundin. Andinn leitast þannig til þess óendanlega.

472. Þess vegna eru hin myrku öfl þanin á erfiðum dögum kosmískrar uppbyggingar; en þegar öfl ljóssins taka völdin kæfir kosmosinn þau andstæðu áhrif. Þannig metta öfl Okkar geiminn en hinir myrku reyna enn að ná yfirburðum.

473. Kosmísk uppbygging magnar alla staðbundna elda. Þess vegna verður hver vilji fyrir auknum áhrifum. Þannig að þegar hugsun leitar farvegs, liggur áköf leit hennar í eiginleikum kjarna hennar. Þess vegna, þegar hugsunin er þanin af drifkrafti segulsins, er hægt að tryggja árangurinn. Þannig mun hver orka sem nær þeirri spennu segulsviðsins vera öflugust, því ljósið gleypir myrkrið. Uppbygging þróunar er því háð hvetjandi tilhneigingu hugsunar.

474. Eiginleikar orkunnar hvetja hverja athöfn. Styrkur athafnar ræður spennu orkunnar en eiginleikar orkunnar liggja í kjarna andans. Eiginleikar athafna koma frá eiginleikum viðleitninnar. Þess vegna, þegar eldhvatinn eykur sköpunarmátt andans, ná eiginleikar orkunnar mestri hæð.

Þegar þjóðir setja karmíska stefnu sína eru eiginleikar athafna þeirra háðar karmískri andlegri viðleitni andans. Þannig dregur hver andi sem skapar eigið karma úr þessum fjársjóði andans. Ótakmörkuð og öflug er sköpun andans.

475. Þegar kosmíska segulsviðið þenur alla krafta byrjar geimurinn að óma. Þannig eykst hver kraftur með straumi endurómunar. Í upphafi kosmískrar göngu er mikilvægt að þekkja tilurð segulsins og eiginleika orkunnar í andlegri viðleitni. Öll andleg uppbygging ómar staðbundinni meginnótu. Eftir þessari nótu endurómar næm lífveran. Þannig virkar skapandi hljómur andans í geimnum.

476. Á jarðnesku sviðunum safnast upp lofttegundir sem hjálpa til við losun kosmískra vinda og einnig andlegar umbreytingar. Jarðnesku sviðin eru mjög hlaðin af ýmsum átökum. Geimurinn er vettvangur mikillar baráttu! Sannarlega er enginn blettur sem er ekki lifandi með eldheita neista!

477. Hver bylgja almannaheilla eflist af öflum ljóssins og einnig af mótbyr. Birtingarmyndir ljóss og skugga ná til alls alheimsins. Þess vegna framkallar hver bylgja almannaheilla aukna mettun ýmissa strauma. Hver bylgja magnar sköpunarhvötina og verkefni mannsins er að finna stefnu kosmíska segulsviðsins með því að knýja hugsanirnar í átt til almannaheilla. Þannig skapar hugsun í geimnum. Endalausar eru leiðir þróunarinnar.

478. Kosmíska brautin samanstendur af aðdráttarafli allrar skapandi orku. Hver eiginleiki orku hefur sinn hvata og lífið magnast af þessum kröftum. Sprengingarnar sem fylla geiminn eru vegna ósamræmis. Hins vegar skapar hver meðvituð orka samhæfingu. Þegar kosmíska segulsviðið kallar til aðgerða dreifist aðdráttaraflið í gegnum geiminn og eflir alla orkuhvata. Þannig knýr lífið áfram aðdráttarafl sitt.

479. Birting lífs í kosmosinum er ekki án þeirra nauðsynlegu krafta sem Uppruninn veitir. Sannlega, kraftur Upprunans blæs andann í öflin. Þess vegna flæðir kraftur Heimsmóðurinnar um allan geiminn.

480. Sköpunarmáttur kosmíska segulsviðsins safnar saman öllum bestu kröftunum. Eiginleikar orkunnar laðast að samsvarandi orku. Þess vegna er mettun geimsins svo mjög háð eiginleikum viðleitninnar. Að svo miklu leyti mynda eiginleikar hverrar hvatar birtingu athafna. Þannig ræðst hugsun mannkynsins af viðleitni hvatans. Eina leiðin til að átta sig á sköpunarmætti kosmíska segulsviðsins er vitneskja um fíngerðasta eldinn. Þannig er óendanleikinn staðfestur.

481. Grunnur verka Okkar er hinn fíngerði eldur. Þannig er sköpunarátak Okkar í takt við kosmíska segulsviðið. Öll verkefni Okkar halda áfram með kosmíska segulsviðinu.

482. Aðeins í nafni sannleikans ættu hvatar til baráttu að aukast. Aðeins í nafni sannleikans ættu þéttustu eldar að eflast. Vissulega dregur hver orka, sem kemur af skilningi á hinni Miklu kosmísku áætlun, að sér kosmíska elda. Hver meðvituð hugsun laðast að braut kosmísku áætlunarinnar. Þess vegna verður öll viðleitni í nafni sannleikans krýnd með sigri. Þannig er óendanleikinn byggður.

483. Við kosmíska uppbyggingu eru allar ytri ákvarðanir spenntar af innri eldum. Við umskiptin eru allir kraftar sem þurfa að víkja, þvingaðir af þeim eiginleikum sem felast í komandi eldi. Þess vegna verða öflin sem koma inn í lífið að yfirbreiða hverja andstöðu sem birtist, með eldum sínum. Þannig byggist öll kosmísk uppbyggingin á umbreytingu og sköpunarmáttur kosmosinn er sífellt að umbreytast.

484. Ekkert þolir umbreytandi eld, en óvinirnir halda sér fast að síðustu súlurnar. Þess vegna stígur umbreytandi máttur Okkar upp með kosmíska segulsviðinu og allar áherslur Okkar munu sigra með mettun geimsins. Þannig sköpum Við.

485. Hver möguleiki sem er settur til hliðar er háður kosmískri spennu. Kosmíski viljinn mettar alla spennta möguleika og hver bylgja dregur til sín fjölmarga krafta. Þess vegna dregur snerting segulsins við kosmísku brautina nýja orku úr geimnum. Þannig magnar kosmíska umbreytingin alla skapandi krafta. Aðeins með þessum mikla lögmáli er hægt að knýja fram þróunina. Þannig er hin mikla kosmíska þróun mótuð.

486. Efling vitundar nær yfir allar hugmyndir sem leiða til þróunar. Trú á umbreytingu allra krafta veitir skilning á öllum nýjum hreyfingum. Þegar andinn er innblásinn af þýðingu kosmískra breytinga er hægt að skilja að hve miklu leyti kosmísk þróun er háð því að vitundarstigið breytist. Mikilvægi allra breytinga verður að koma inn í vitundina. Spenna leitandi anda leiðir af sér mikla leit að nýjum leiðum. Þannig eru þróunarþrepin mótuð.

487. Þegar andinn er fær um að dvelja á sviðum án jarðnesks þrýstings, getur hann örugglega opinberað allt sem hann hefur safnað. Jarðneskar aðstæður eru svo erfiðar að það er ómögulegt að afhjúpa alla eiginleika innri orkunnar. Þegar þörf er fyrir jarðneskan bardaga verður að vernda næmu orkustöðvarnar. Þess vegna verður að lifa slíka spennu af fullri varúð.

488. Þegar persónuleg markmið ganga fyrir viðleitni fyrir mannkynið, þá getur ekkert hreyft vitundina. Þess vegna eru allar vísbendingar um persónulega leit lyftistöng fyrir gagnstæða kosmíska spennu. Þar af leiðandi, þegar óvinirnir þenja geiminn með þrá sinni, lyftir kosmíska segulsviðið voginni. Þannig er Óendanleikinn mótaður.

489. Braut kosmíska segulsviðsins samanstendur af allri kosmísku þróuninni. Sköpunarmáttur kosmíska segulsviðsins veltur á spennu eldsins. Þannig er eldmettun óbeint í hverri athöfn og í samhæfingu eldanna og í viðleitni í öllu sköpunarferli. Þess vegna verður andinn að leitast við að þekkja elda sína og ef hann finnur samræmi á milli kosmískrar brautar og eigin viðleitni gæti hann orðið samstarfsmaður kosmíska segulsviðsins. Sigurviss þarf andinn að fylgja segulbrautinni og beina sínum eigin eldum. Þannig verður andinn að reyna meðvitað að skapa sína eigin eldlegu braut.

490. Fögur er braut andans sem þekkir sinn áfangastað. Stefna hvers anda verður að vera markmiðsföst en hver andi verður að þekkja lögmál þróunarinnar.

491. Upprisa andans næst með viðleitni, ekki með einhæfum hæfileikum sem taka hug manns. Siðir er venja; venja er dofi; venja er dauði fyrir andann. Aðeins þegar andinn skilur markmið sín getur hann gengið inn á kosmísku brautina.

Hvers vegna er andinn þá hertur með ýmissi áreynslu? Fegurðin við að móta andann fellst í eiginleikum viðleitninnar. Þess vegna, þegar andinn leggur sig fram í leit að upprunanum, rofna venjur lífsins. Með því að útrýma því venjulega getur maður náð því óvenjulega. Í þessu verður mannkynið að staðfesta sig. Öll fegurð og sköpunarkraftur drottnanna er byggður á því óvenjulega. Þrá mannkyns til þess óvenjulega mun því veita skilning á hinu nýja og mun koma því í átt að óendanleikanum.

492. Að ná almannaheillum er með leit að braut kosmíska segulsviðsins. Aðeins þegar andinn getur tengt sig við kosmíska strauminn, getur hann náð skilningi á æðri lögmálum. Gangur kosmíska segulsviðsins ber eldinn í geimnum, sem enduróm kosmíska segulsviðsins. Þess vegna nær hver möguleiki sem er í takt við kosmíska segulsviðið til almannaheilla. Það samræmi er mögulegt í leitinni. Þess vegna er lykillinn að almannaheill að finna í leit andans. Þannig gefur hver öflug spenna lykil að sameiginlegu góðæri.

493. Þegar andinn fylgir almannaheill eru allar leiðir honum færar og hver bylgja er samþykkt sem fórn. Þegar andinn leitar samvinnu með kosmíska segulsviðinu, getur efld vitundin komið á hringrás athafna. Þess vegna, fyrir utan staðbundna hvatann, verður maður að þekkja eigin viðleitni. Þannig er Óendanleikinn byggður.

494. Öll lögmál sem leiða til staðfestingar á umbreytingu eru byggð á almannaheill. Hverri nýrri orku er varpað út í geiminn til að öðlast skapandi eiginleika. Kraftarnir er þannig knúnir úr óreiðu og hver kosmískur straumur getur veitt sköpunarmátt. Umbreyting er aðeins staðfest með lögmáli kosmíska segulsviðsins. Þar sem kraftur kosmíska segulsviðið virkar, er markmiðið skýrt. Þess vegna er hægt að staðfesta að þegar því gamla er skipt út fyrir hið nýja, sýnir hið kosmíska markmið mikilvægt lögmál.

495. Þegar spenna eldberanna kemur í ljós sem breytingarkraftur vex spenna andstæðra afla. Þess vegna eru allar ráðstafanir sem óvinirnir grípa til, í réttu hlutfalli við vöxt spennunnar. Sérhver veggur sem óvinurinn reisir verður að molna undir síbylju eigin mistaka. Þannig eru óvinirnir mettaðir eigin eitri. Eldberar Okkar eru þandir á kosmíska vísu og sigurinn er óumflýjanlegur. Þannig mun heimurinn þekkja allar hindranir sem eldberarnir verða fyrir. Eldur andans innblæs geiminn.

496. Hærri öflin er alltaf þanin í sköpun í samræmi við alheimsorkuna. Þegar umbreyting krefst hæðstu þenslu munu Verndarar uppfylla hærri markmiðin. Sköpunarmáttur ljóssins setur upp samsvarandi staðfestingar. Uppbyggingarhæfni Verndara ljóssins leitar ávallt bestu leiða að markmiðinu. Þannig gengur uppbygging æðri aflanna í hæsta samræmi og óendanleikinn verndar öll kosmísk markmið.

497. Þvílíkar hræðilegar hugsanir dreifast um geiminn! Hvaða boðskapur byrgir rödd ljóssins! Mannkynið veltir ekki fyrir sér þeim hugsunaformum sem maðurinn sjálfur þarf að uppskera. Geimurinn er gegndrepa af hugsunum manna og allt samkynja dregst saman. Þar af leiðandi spinna afleiðingar hugsana karma mannkynsins og eiginleikar athafna manna í samræmi þá viðleitni. Því verður mannkynið að leitast endalaust við að frelsa sig.

498. Sem mótvægi við þessar öfugþróun móta eldmóðir andar uppbyggingu ljóssins. Þess vegna, sem andstaða við myrkrið, skapa eldberar bestu karmísku aðgerðirnar. Þetta er ástæðan fyrir því að eldberar Okkar eru svo þandir. Móðir Agni Yoga ómar í öllum orkustöðvum. Þannig sköpum Við nýtt skref. Þannig bætum Við bestu möguleikana.

499. Orka vanþróunarinnar leiðir af sér afleiðingu. Hver óheyrileg hugsun færir manninum öruggan ósigur. Hver hugsun sem laðar að birtingarmynd uppgjafar getur skapað kosmískar truflanir. Þess vegna verður maðurinn að leitast við meðvitaða og heiðarlega sköpun. Þannig mun meðvituð viðleitni koma á vitneskju um óendanleikann.

500. Næmur Agni jóginn þekkir allar leiðir til skilnings á óendanleikanum. Innsæi andans les bók lífsins og viska aldanna er uppsöfnunin í kaleiknum. Þess vegna eru lögmál einingar að finna í samsæmi kaleiksins. Á þessari þekkingu byggjum Við dásamlegt skref Okkar. Við höfum mótað líf Okkar í árþúsundir. Kosmísk lögmál eru fögur. Í fræ andans er fegurð tilverunnar lögð.

501. Lögmál fórnar krefst þess að mannkynið bjóði sína bestu þætti. Þegar andi mannsins áttar sig á að viðleitni til hærri árangurs er það mikilvægasta athöfnin og mun hann halda fast við kosmíska segulsviðið; og fórnarhugtakið fær þá merkingu sem þjónusta við Hæsta Tilganginn. Kosmískur sköpunarmáttur er máttugasta vogarafl þróunarinnar og andinn skynjar beitingu bestu kraftanna. Þegar skilningur vaknar á vitund lífsins, skiljum við að lögmál fórnarinnar er hæsta afrekið.

502. Þeir sem eru í þjónustu Okkar og hafa gert sér grein fyrir krafti fórnarinnar, þekkja fegurð afreksins. Þess vegna öðlast þeir sem hafa skilið þjónustuna í hjörtum sínu. Þannig veitir þjónustan, í krafti máttugs afreks, tilverunni fegurð. Öll karmísk áhrif eru smíðuð úr blandaðri viðleitni andans og öll viðleitni er skráð í lífsins bók. Þannig er lífið byggt og líf og fegurð tilverunnar skilgreind.

503. Í bók lífsins verður að leita birtingarmynda sem leiða til hugmyndarinnar um Æðri Tilveruna. Þess vegna leiðir aðeins samtenging til markvissra athafna. Hvers vegna berst mannkynið svo hart við að réttlæta áhrifin af eigin verkum? Hvert samræmi sýnir staðfestu sína. Þannig leiðir hver möguleiki mettaður viðleitni að sátt og magnar eld andans. Í þessum átökum eru brautir anda og hjarta reyndar. Þess vegna, í sköpunarmætti Okkar, reynum Við þessar brautir. Þannig sköpum Við betri möguleika.

504. Í bók lífsins er skráð hver orka sem hreyfð hefur verið af hvöt andans. Eiginleikar orkunnar er lituð karmískum áhrifum. Geimurinn er mettaður þessum karmískum áhrifum og hver straumur andrúmsloftsins magnast af þessum kröftum. Þess vegna krefst syndaaflausn manna hreinsun. Bók lífsins felur í sér allar kosmískar forspár. Sköpunarmáttur er í samræmi við viðleitnina og hún leiðir að kosmískum farvegi ef kyndill leitarinnar logar. Því er hver síða sem leiðir til veruleika kosmíska segulsviðsins betra blað og leitandi andinn mun opna hliðin að skilningi á tilverunni. Þannig er óendanleikinn byggður.

505. Þegar andi leitast við að skrifa betri síðu í bók lífsins opnar hann öll hlið í samþykki sínu fyrir þjónustu almannaheilla. Þess vegna, þegar hugsun hins logandi Agni jógann innblæs geiminn, skapar andinn sannarlega með alheiminum. Þannig er hið hærra samræmi staðfest. Þess vegna óttast óvinir Okkar svo mjög hærra samræmi, en sigur Okkar verður þeim mun öflugri.

506. Í boðuðu lífsins lögmáli er samræmið sannarlega tignarlegt! Oft rekur maðurinn athafnir sína til góðra hvata, en kraftur andans er kannski knúinn í gagnstæðar áttir. Þannig hugsa þeir sem ekki vilja líta beint til ljóssins. Með slíkri hugsun viðurkennir andinn skort á vilja og skortur á vilja er ringulreið. Þar sem við vitum að afleiðingar leiða af orsökum verður hver andi að skoða hvatir sínar. Öll bók lífsins varðar eiginleika hvatanna.

507. Í bók lífsins er að finna strauma skapandi elds. Aðeins samkvæmt æðra lögmáli er hægt að staðfesta síðu hærri tilveru. Sigurviss þarf andinn að leita skilnings á öllum fíngerðu þáttunum til að öðlast hærri þekkingu. Bók lífsins inniheldur allar leitandi athafnir. Bók lífsins hefur í sér allar birtingarmyndir allra mikilvægustu eldanna. Hjartað ber í sér allar áletranir lífsins. Hjartað ber í sér fegurð tilverunnar og takmarkalausan skilning. Sannarlega staðfestir náð hjartans alla möguleika. Sannarlega, mótar hjartað öll bestu skrefin.

508. Þegar í kraftur ljóssins víkur myrkrið og geisli sannleikans kemur inn í lífið. Þegar geislinn kemur frá möguleikanum dregur leitandi andi að sér alla elda. Þess vegna, þegar mannkynið skilur eiginleika hugsunar, mun það ná valdi á sterkasta aflinu. Mannkynið verður að leitast óþreytandi að því að átta sig á þessu volduga vogarafli.

509. Öll þróunin gengur áfram í kosmískri spennu. Kraftur andans skapar í kosmískri spennu. Hinn mikli leyndardómur alheimsins rætist í kosmískri spennu. Kosmísk athöfn er aðeins hægt að skapa í aðdráttarafli samskipta. Þannig magnar samkvæmni allar kosmískar athafnir og mesta spenna gefur mestu verk.

510. Sköpun hinnar miklu tilfærslu krefst bestu spennu. Hin mikla tilfærsla fyllir allan geiminn og það felst í aðdráttaraflinu. Öll lögmál verða til í eldlegu aðdráttarafli og allar kosmískar meginreglur eru gegnsýrðar af einingu eldsins. Full samhæfing gefur af sér fullan samræmingu og aðdráttarafl milli agna sem tilheyra einu fræi er kröftuglega innblásið af blöndunarlögmálinu. Þannig mettar eldur kosmísks Vilja öll líf. Öllum meginreglum sköpunarmáttar er stjórnað af blöndunarlögmálinu. Þannig sköpum Við og opinberum undirstöður tilverunnar.

511. Hvernig geta lögmál verið óbreytanleg? Hvernig skapa lögmál? Hvernig getur lögmál dregið saman? Með öflugum samhljómi sínum. Þegar vitund leiðir til staðfestingar á kosmísku réttlæti, þannig dregst kosmískur kraftur að fræinu. Þannig er lífið staðfest af kosmískum Tilgangi í kosmísku Réttlæti. Þegar allar orkustöðvar enduróma er staðfest samræmi sem er öflugra en nokkur skapandi orka. Þannig mettar mesti möguleiki kraft kosmískrar blöndunar.

Sannarlega er Agni Yoga gefið mannkyninu, en orkustöðvar samræmis eru gefnar til hærri blöndunina.

512. Sköpun með samþættu hjarta laðar að sér alla krafta. Sköpun með samþættum anda laðar að sér alla bestu kraftanna. Jafnvel ótal sköpunarmyndir snúast um afl einingar. Af hverju ekki þá að sætta sig við að sköpunarmáttur miklu áætlunarinnar er af hvata sameiningar. Þannig eru öll voldugu öflin sköpuð af aðlöðun samræmis við kosmíska segulsviðið. Leitandi andinn finnur leið sína að samræmi. Þannig er mettun geimsins í verki.

513. Hið háleita Agni Yoga er gefið til staðfestingar á hinu mikla samræmi. Mikilvægar athafnir er gegnsýrðar af öllum eldum. Þannig er hver orka kynnt til lífsins og þar með er hið mikla Efni sameinað andlegu orkustöðvum. Þannig er samræmi framfylgt af geislanum.

514. Lífið nær fullkomnun í sköpun og bók lífsins er full af ólíkum kröftum. Í eldheitri leit finnur andinn viðbrögð. Í eldheitri viðleitni fær hjartað svörun. Í fegurð andans liggur skilningur á hinum mikla mætti kosmísks fullnaðar. Þannig laðar gleði tilverunnar andann til fullnustu. Það er skrifað í bók lífsins að beina leiðinn til fullnustu er í gegnum hjartað. Þannig magnar kosmískt lögmál andlegar hvatir og líf geimsins ómar af fegurð.

Bók lífsins segir frá tignarleika einingarlögmálsins og af öllum háleitum kröftum sem renna saman í þessu lögmáli. Af þessum miklu hvötum styrkir andinn mátt sjálfsfórnarinnar og í þeim eldi náum við fullkomnun. Því máttugri, því eldheitari!

515. Kosmíska segulsviðið magnast af hinu framdrifna eldi. Að hve miklu leyti getur mannkynið, með efldri vitund samþykkt stefnu segulsviðsins, er háð viðleitni andans. Aðeins það getur andinn lyft leiðinni að segli eldsins. Aðeins leit andans getur gefið leiðina að uppruna orkunnar. Þannig geta menn staðfest samhæfingu og knúið andann til sannleikans.

516. Eiginleikar kraftanna þenja skapandi hvatir. Frjálsi viljinn er þaninn af eiginleikum kraftanna. Hver skapandi hugsun laðast að fókus eldsins. Hver skapandi spenna laðar að sér samsvarandi eldorku. Þess vegna verða allar athafnir að hafa viðleitni í grunni sínum og hærri eiginleikar kraftanna birtast í sköpunarmætti andans.

517. Staðfesting á lögmáli samskipta veltur á spennu krafta andans. Hvernig er hægt að staðfesta skilningi á lögmáli samskipta ef andinn samþykkir ekki hvata eldsins! Aðeins í endalausri leit styrkir andinn eldmettaða viðleitni sína.

518. Athafnabrautir manna leitast við að vera í samræmi við kosmíska ganginn. Hægt er að kveikja neista andans með því að fylgja eldi geimsins. Af hverju læsa menn sig í eigin brautum? Á athafnabrautinni eru allir hvatir sem þarf til að ná til kosmíska segulsviðsins. Sköpunarmáttur kosmíska segulsviðsins knýr mannkynið til Sannleikans og næmni andans veitir þekkingu á stefnunni.

divider

Ég er að reyna að færa þig nær óendanleikanum, ekki bara til að gefa þér stórkostlegt hugtak heldur til að öðlast fágun vitundar. Ef þekking á orsökum eflir vitund okkar, þá er það við skilningi á eiginleikum sem við fágum hana. Þessi hæfileiki og eiginleikar tilfinninga og hugsana eru fullvissan um uppruna sköpunar.

Orð geta ekki lýst hvað fellst í miklum eiginleikum hugsunar. En hver og einn, jafnvel verkamaðurinn, skynjar nauðsynlega eiginleika hennar. Þessi eiginleiki, eins og eiginleiki hörpunnar, ómar í veruleikanum; og það safnast í miðju kaleiksins fíngerðasti skilningur og meðvirkni, ekki aðeins með samþættingu heldur einnig í samræmi við hið óbreytanlega.

Þessi síðasti neisti sannleikans dregur til sín og kyndir ljósvitann.

Á svo myrku augnabliki skulum við dvelja í ljósinu.