Lauf úr garði Morya
Bók II
Uppljómun

1925

Velkomnir séu leitendur.

Velkomnir séu burðarásar almannaheilla.

Velkomið sé austrið.

divider

Þeir munu spyrja: "Hver gaf þér þekking?"

Svarið: "Meistarar austursins."

Þeir munu spyrja: "Hvar búa þeir?"

Svarið: "Um bústað meistara er ekki hægt að upplýsa, né má heldur nefna hann. Spurning þín sýnir hversu fjarri þú ert því að skilja þekkinguna. Háttvísin segir þér einnig að spurningin er röng."

Þeir munu spyrja: "Hvenær get ég verið gagnlegur?"

Svarið: "Frá þessari stundu til eilífðar."

"Hvernig ætti ég að undirbúa mig fyrir starfið?"

"Missið engan tíma!"

"Hvenær mun kallið koma?"

"Sofið jafnvel á verði."

"Hvenig á ég að vinna fram að þeirri stundu?"

"Bætið gæði vinnunnar."

divider

Hver og einn verður að birta ögun andans; án þess getur enginn orðið frjáls. Ögun andans er fangelsi fyrir þrælinn; fyrir frelsingjann er það eins og dásamlegur lífgandi garður. Svo lengi sem ögun andans er álitin helsi eru dyrnar lokaðar því í hlekkjum getum við ekki klifið stigann.

Fyrir suma er ögun andans líkt og vængir.

Sá sem skilur ögun andans sem birtingu heima

framtíðarinnar er þegar tilbúinn.

Sá sem sér fyrir sér þróun nálgast hana með nærgætni og sópar glaður burtu allt ryk af veginum. Mest um vert er að hann hræðist ekkert og með því að hafna því ónauðsynlega mun hann öðlast einfaldleikann. Skilningur á þróun er ávallt fagur, það er auðskilið.

Þeir munu spyrja aftur: "Af hverju er það ánægjulega vel þegið og svo margt fyrirgefið á upphafi brautarinnar?" Það er vegna þess að í upphafi eru allir eldar full tendraðir og hin kallaði er kyndilinn. Það er undir honum að velja gæði loga síns. Sá sem skilur ögun andans, skilur stefnu logans og mun nálgast samvinnu við almannaheill. Lok brautarinnar er hægt að lýsa með logabáli almannaheilla. Þeir eldar munu

Tenging í enska útgáfu. Þessi bók hefur ekki verið þýdd á íslensku.