Samfélag nýrra tíma

1926

Vegfarendur, vinir, við skulum ganga saman. Myrkrið er skollið á, óargadýr á kreiki og varðeldur okkar kann að kulna. Ef við skiptumst á varðstöðu ,munum við varðveita þrek okkar.

Á morgun verður leiðin löng og kann að reynast okkur ofraun. Við skulum því ganga saman, gleðjast og fagna. Ég skal syngja ykkur söngva mæðra, systra og eiginkvenna ykkar. Þið munuð svo segja mér sögu feðra ykkar, um hetjur og afrek þeirra. Við skulum ganga veginn saman.

Gætið ykkar á að stíga ekki á sporðdreka og varið mig við öllum stungum. Munið að við verðum að komast til þorpsins í fjöllunum.

Ferðalangur, vertu vinur minn.

divider

Við eyðum hjátrú, fáfræði og ótta og eflum hugrekki, vilja og þekkingu.

Hver sá sem leitar þekkingar er velkominn. Öllum fordómum sem byggast á fáfræði er eytt.

Er sá sem ekki erfiðar, lifandi í vitundinni -rótum samvinnu og samfélags?

Ef þessi logi hefur nú þegar lýst huga þinn, þá hefur þú þegar meðtekið tákn um speki háfjalla okkar.

Þeir sem ekki starfa eru ekki að ómaka sig yfir tiltekinni tjáningu. Hver lína er hin hæðsta mæling einfaldleikans. Við heilsum öllum þeim sem leita og starfa!

Tenging í enska útgáfu. Þessi bók hefur ekki verið þýdd á íslensku.